Tíminn - 01.12.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.12.1944, Blaðsíða 1
RITSTJÓBI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Símar 2353 oe 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRD?STOFA: EDDUHÚSI. Llndargötu 9A. Síml 2328. 28. árg. Reykjavík, föstudaginn 1. des. 1944 101. Wað Stjórnarílokkarnír haia nú fastráðið að stöðva áburðarverksmíðjumálíð STETTINIUS Hinn nýji utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, .Edvard .R. .Stettiníus, .er fceddur 22. okt. 1900. Að loknu há- skólanámi gerðist hann forstióri ýmsra flgirtœkja og fór vegur hans alltaf vaxandi. Hefir hann verið forstjóri við .nokkur .þekktustu .stórfyrirtæki Bandarikjanna. Árið 1941 varð hann framkvœmdast''óri láns- og leigulag- anna, oa gengdí því starfi, unz hann varð aðstoðarutanríkisráðherra 1943. Stettiníus er sagður frjálslyndur mað- ur og óháður Bandarikjaauðvaldinu, likt og t. d. Wilkíe var, en hefur starfað um skeið við stórfyrirtœki þess. Stjórnin hækkar largjöld Póst- og símamálastjórn hefir tilkýnnt hækkun á far- gjöldum hjá sérleyfishöfum, sem nemur 11% á hvert sæti. Er hækkun þessi gerð sam- kvæmt bréfi frá sérleyfishöfum til póst- og símamálastjórnar á síðastliðnu vori. Fyrrv. stjórn vildi ekki á þessa hækkun fall- ast, en núv. stjórn hefir fallizt á hana, eins og aðrar hækkanir. Undanteknir þessari hækkun eru þó Strætisvagnar Reykja- víkur og munu fargjöld með þeim ekki hækka. Góð skemmhm Framsóknarfélögin í Reykja- vík efndu til skemmtisamkomu s.l. föstudagskvöld í Listsýninga- skálanum. Húsfyllir var og urðu margir frá að hverfa. Sam- koman hófst með Framsóknar- vist, • sem spiluð var af miklu fjöri. Síðan söng Guðm. Jóns- son, hinn einkar efnilegi og vin- sæli söngmaður, nokkur lög, rríeð undirleik Fr. Weisshappel. Var hann margkallaður fram og fagnað og þakkað ihnilega. Þá flutti Hermann Jónasson snjalla ræðu, en því næst var verð- launum úthlutað til sigurvegar- anna í spilunum. Loks var sung- ið og dansað til skiptis, af sam- komugestum almennt, langt fram eftir nóttu. Samkomunni stjórnaði Vigfús Guðmundsson. — Mun það álit samkomugesta, að þótt skemmtanir Framsókn- armanna í Reykjavík séu róm- aðar fyrir þann menningarblæ, fjör og félagsanda, er þar ríkir, þá hafi þó þessi skemmtun bor- ið af í þeim efnum. Næsta samkoma Framsóknar- manna verður í Listsýninga- skálanumi§. þ. m. Rannsóknir hafa pó leitt í ljós, að innlend áburð- arverksmiðja gæti lækkað áburðarverðið um priðjung Það er nú fullkomlega komið á'daginn, að stjórnarflokk- arnir ætla að stöðva áburðarverksmiðjumálið. Við aðra umræðu um áburðarverksmiðjufrv.,. er fram fór í neðri deild síðastl. þriðjudag og miðvikudag, samþykktu stjórn- arflokkarnir þá tillögu meirahluta landbúnaðarnefndar, að kosningu áburðarverksmiðjus^jórnar xOg öðrum fram- kvæmdum málsins skyldi frestað, unz ríkisstjórnin væri búin að gera á því nýja athugun, hvort fyrirtækið gæti borið sig. Með þessu er vitanlega ekki verið að gera annað en að svæfa málið, enda bentu ummæU framsögumanns stjórnarflokkanna eindregið í þá átt. I Sígrún Biöndal RÍ STIR AACHEM-BOHGAR 7í^~>"T ' . --—-......-.....-•¦--------TíT "1 Jón Pálmason var framsögu- maður meirahluta landbúnaðar- nefndar. Hann sagði, að sam- kvæmt áætlunum hins ameríska sérfræðings, sem fjallað hefði um málið, væri stofnkostnaður verksmiðjunnar áætlaður 7 miljónir króna, en mundi senni- lega reynast 10 miljónir og væri miðað við það í frumvarpinu, að stofnkostnaðurinn yrði lagð- ur fram án þess að fyrirtækið greiddi af honUm vexti og af- borganir. Auk þess mundi þurfa sérstaka virkjun vegna verk- smiðjunnar. Af þessu leiddi, að meirihluti landbúnaðarnefndar flytti breytingartillögu um það, að ríkisstjórnin skuli að nýju láta gera nákvæmar áætlanir mri stofn- og reksturskostnað verksmiðjunnar áður en. fram- kvæmdir væru hafnar. Kvað hann þörf nýrrar rannsóknar til öryggis um, að reksturinn bæri sig og taldi ekki glæsilega byrj- un, ef ríkið ætti að gefa stofn- kostnaðinn til þess að rekstur- inn gæti borið sig. Sagðist Jón heldur vilja leggja 10 milj. til þess! að koma raforku í sveitirn- ar, áður en lagt væri í áburðar- verksmiðju! Bjarni Ásgeirsson tók næstur til máls, en I hann óg Jón Sig- urðsson á Reynistað skipuðu minnihluta landbúnaðarnefnd- ar. Benti hann á, að meirihluti landbúnaðarnefndar teldi sig samþykkan málinu að formi til, en tæki aftur með breytingartil- lögum sínum það, sem sagt væri í nefndarálitinu. Ef þær. breyt- ingartillögur yrðu samþykktar, væri það sama og að vísajnálinu frá. Síðan skýrði hann*hversu þýðingarmikið og aðkallándi þetta mál væri. Þær athuganir, sem gerðar hefðu verið um stofnun áburðarverksmiðju, bentu til þess, að hér væri hægt að framleiða a. m. k. sumar teg- undir áburðar í samkeppni við aðrar þjóðir og lækka verð á- burðarins innanlands til muna frá því, sem nú er. Að undan- förnu hefði kg. af köfnunarefn- isáburði kostað 3 kr., og væri þó farmgjöld af áburði. tiltölulega lág, en samkvæmt áætlunum hins ameríska sérfræðings væri hægt að framleiða hér sams 1 DAG birtist á 3. síðu yfirlits- grein eftir Hermann Jón- asson, formann Framsókn- arflokksins, um stjórn- málaástandið í landinu. — Neðanmáls er grein eftir Vestur-íslendinginn Valdi- mar Björnsson um nokkra Breiðfirðinga vestan hafs, þar á meðal lækninn víð- kunna, dr. Brand J. Brands son, er lézt í Winnipeg á síðastliðnu sumri. konar áburð fyrir 2 kr. kg. Auk þess væri hægt að fá ódýrari faforku en gert væri ráð fyrir í áætlununum. Mundi það geta lækkað verð áburðarins um allt -að 10% frá því, sem áætlanirnar sýndu. Sú. f ramleiðsla áburðar, sem nú'væri fyrirhuguð, byggð- ist eingöngu á því, að fyrir hendi væri nóg raforka og nóg vatn. Kvaðst Bjarni ekki sjá á hvaða sviði við gætum orðið samkeppnisf ærir, ef við yrðum það ekki við framleiðslu, sem þyrfti ekki önnur hráefni. Bjarni sýndi ennfremur fram á, að stofnun áburðarverksmiðju byrfti ekki að rekast á fram- kvæmdir í: rafmagnsmálum. Þvert á móti gæti áburðarverk- smiðja, sem keypti mikla orku, orðið til þess að styrkja stórar raforkustöðvar. Bjarni sagðist að lokum^era enn á sarha máli og Jón Pálmason hefði verið ár- ið 1942, því að þá hefði hann flutt tillögu um að hraða bygg- ingu áburðarverksmiðju, en nú væri honum snúinn hugur síðan „nýsköpunin" kom til sögunnar! Sveinbjörn Högnason benti á, að þetta mál væri bezt undir- búið af öllum „nýsköpunar"- málum ríkisstjórnarinnar og (Framhald á 8. síðu) •lÉflí&K Frú Sigrún P. Blöndal, for- stöðukona Húsmæðraskólans að Hallormsstað, andaðist síðastl. þriðjudagsnótt eftir skamma legu. Sigrún Blöndal var fædd 4. apríl -1883 á Hallormsstað. — Stundaði Sigrún nám í kvenna- skóla bæði hér og í Danmörku. Hún var kennari við héraðsskól- ann að Eiðum 1919—1924. Árið 1918 giftist hún Benedikt.Blön- dal og ráku þau skóla að Mjóa- nesi 1924 til 1930, en það ár gerðist Sigrún forstöðukona Húsmæðraskólans á Hallorms- stað og var það síðan. Var skóla- stjórn hennar mjög rómuð og mun sæti það vandfyllt, sem hún skipaði. . ' Mann sinn iriissti Sigrún árið 1939. Þessarar merku konu verður nánar getið hér i blaðinu síðar. Mynd þessi sýnir rustir Aachenborgar eftir orustur Bandamanna og Þjóð- verja um borgina. Bandamehn táku Aachen 21. okt. síðastl. og var hún fyrsta þýzka borgin, er þeir náðu d vald sitt. »Bændavinátta« kommúnista aíhjúpuð á Alþ.samb.þinginu Á Alþýðusambandsþinginu, sem nýlega er lokið, sýndu kom- múnistar ^fstöðu sína tU jframfaramála landbúnaðarins á mjög eftirtektarverðan hátt. Kom þar næsta Ijóst fram, að áhugi sá, sem þeir þykjast hafa fyrir ýmsum umbótamálum landbúnað- arins, er fals eitt og að þeir bregðast jafnan Ula við, þegar á það reynir að veita þessum málum jákvæðan stuðning. Eins og kunnugt er af ut- varpsfréttum, hafa kommúnist- ar reynt að efna til klofriings innan búnaðarsamtakanna með því að halda svokallaða bænda- ráðstefnu undir verndarhendi Alþýðusambandsins. Buðu þeir búnaðarfélögunum að senda þangað fulltrúa, auk þess, sem bændum væri frjálst að mæta þar, án tilnefningar nokkurs fé- lagsskapar. Búnaðárfélögin sýndu yfirleitt þann þroska að anza þessari klofningstilraun engu. Ráðstefnu þessa sóttu ekki heldur riema örfáir kom- múnistaáhangendur (milli 30— 40, segir Þjóðviljinn), er fæstir höfðu nokkra tilnefningu. Á ráð- stefnu þessari voru gerðar ýms- ar ályktanir samkvæmt „kokka- bókum" kommúnista, er eiga að (Framhald á 8. síðu) Ætlar ríkisstjórnin að taka stóriellt eyðslu- lán til að mæta tekjuhalla íjárlaganna? Þrátt fyrir óvarlegustu tekjjuaætlun, þarf enn afS afla ríkissjjóoi a. m. k. 30 miljj. kr. nýrra tekna, eijii fjárlögin a«5 verða tekjjukallalaus. Aliti fjárveitinganefndar um fjárlagafrv. 1945, ásamt breyt- ingatillögum hennar við það, var lagt fram á Alþingi í gær. Önnur umr. fjárlaganna mun hefjast éftir helgina og mun nokkrum hluta hennar (eldhús- umræðunum) útvarpað. Samkvæmt tillögum nefndar- innar hækkar tekjubálkur fjár- laganna um 12.4 millj. kr., en gjaldabálkurinn um 15 milj. kr. Samkvæmtlíví verða útgjöldin á rekstrarreikningi áætluð 96.9 milj. kr., en tekjurnar' 99.2 milj. Þess ber að gæta, að ekki er ætlast til að bæta á fjárlögin fyrr en við 3 umræðu útgjöld- um vegna dýrtíðarráðstaí&na (þ. e. niðurgreiðslum á verðlagi innanlands og útflutningsupp- bótum), sem eru áætluð 25—30 milj., kr., 'né útgjöldum vegna hinna fy/irhuguðu launalaga, sem eru áætluð 6—7 milj. kr. Enn er því eftir að hækka út- gjaldabálk fjárlaganna um 31— 37 milj. kr.> og verður þó tekju- hallinn á rekstarreikningi alltaf orðinn 30 milj., kr. Þess ber ennfremur að gæta, að hækkanir þær, sem nefndin leggur til að gerðar verði á tekjubálkinum, eru mjög ógæti- legar. Auk Framsóknarmanna i nefndinni, taka þeir Pétur Otte- sen og Þorsteinn Þorsteinsson það fram í nefndarálitinu, að þeir telji þessar hækkanir „tefla fjárhag ríkissjóðs í tvísýnu". Hækkanir þær á útgjaldalið- um, sem nefndin gerir, eru ekki nema að takmörkuðu leyti til verklegra framkvæmda. Stærsta hækkunartillagan, sem hljóðar upp á 4 milj. kr., er um dýrtíð- aruppbætur á laun. Eins og sést á framansögðu, þarf að afla a. m. k. 30 milj. kr. nýrra tekna, ef fjárlögin eiga að afgreiðast tekjuhallalaus. Hefir stjórnm haft þetta mál til athugunar og herma seinustu fréttir úr stjórnarherbúðunum, að hún hafi nú gefist upp við að afla þeirra, nema þá að tak- mörkuðu leyti, en í þess stað ætli hún að taka stórt ríkislán til að mæta útgjöldunum. Að óreyndu verður þessari fregn ekki trúað. Það væri ó- verjandi glapræði, ef nú á mesta veltutímanum, færi ríkið að taka hreint eyðslulán, sem það yrði síðar að sligast undir, þeg- ar tekjur manna rýrnuðu og at- vinnuvegirnir þyrftu aukna hjálp þess. Nýja ríkisstjórnin hefir stund- um sagt, að hún ætli sér að end- urreisa virðingu Alþingis. Vissu- lega væri ekki hægt að leiða Alþingi í meiri niðurlægingu en- að láta það afgreiða á þessum veltitíma stórkostleg tekjuhalla- fjárlög og taka stórt eyðslulán, sem þjóðin yrði að strita undir, þegar harnaði í ári. Fulltrúar Framsóknarflokks- ins í fjárveltinganefnd taka það fram í nefndarálitinu, að þeir hafi fyrirvara og óbundnar hendur um endanlega af stöðu til fjárlagafrumvarpsins, eftir því meðal annars, hvernig ræðst um tekjuöflun og meðferð frum- varpsins á Alþingi. Verðlaunauppdrætf- ir af sveitabæjum Að tilhlutun Teiknistofu landbúnaðarins var á síðastl. vori efnt til samkeppni um uppdrætti að íbúðarhúsum í sveitum. Fresturinn var út- runninn 30. sept. síðastliðinn. AHs bárust 18 teikningar. Dómnefndina skipuðu: For- stöðumaður teiknistofu land- búnaðarins, bankastjóri Búnað- arbankans, einn maður útnefnd- ur af Húsameistarafélagi ís- lands, einn maður útnefndur af Búnaðarfélagi íslands og for- stöðukona Húsmæðraskóla Reykjavíkur. ¦— Þrenn verðlaun voru veitt. 1. verðlan voru 3000 kr., 2. ve^glaun 2000 kr., 3. verðl. 1000 kr. Þeir, sem hlutu verðlaunin, voru þessir: Ágúst Steingríms- son, byggingarfræðingur, Hafn- arfirði, hlaut 1. verðlaun, Ingvi Gestsson, húsasmiður, Flatey á Breiðafirði, 2. verðlaun,v Ágúst Pálsson, húsameistari, Reykja- vík, 3. verðlaun. Fyrsta verðlaunahúsið er byggt úr steinsteypu, og er gert ráð fyrir upphitun frá eldavél eða katli í kjallara. Húsið er ein hæð og kjallari. Á hæðinni er: stofa og þrjú svefnherbergi, eld- hús með máltíðaskoti, snyrtiher- bergi og yfirhafnageymsla. í kjallara er þvottáhús og geymsl- ur. Tvennar dyr eru á húsinu, að- aldyr og bakdyr. Er áhersla lögð á hagkvæmt samband milli geymslu í kjallara, bakdyra og eldhúss. Á teikriingu þeirri, sem fékk 2. verðlaun, er allt á einni hæð, stofa, 3 svefnherbergi, eldhús og snyrtiherbergi. Á teikningu þeirri, er hlaut 3. verðlaun, er gert ráð fyrir einni hæð og kjallara. Á hæðinni er stofa, 3 svefnherbergi og lítið snyrtiherbergi. í kjallara er eld- hús með borðstofu, þvottahús og geymsla. Auk þeirra teikninga, sem verðlaun voru veitt, hefir teikni- stofan ákveðið að semja við höf- ujida tveggja annara teikninga um kaup á teikningum þeirra. Tíminn mun síðar birta mynd- ir af uppdráttum þeim, er verð- laun hlutu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.