Tíminn - 01.12.1944, Page 7

Tíminn - 01.12.1944, Page 7
lOl.blað TÍMIM, föstudaglnn 1. des. 1944 431 Fréttir Srá L S. í. Staðfest tslandsmet: 300 m. hlaup: Hlauptími 37,1 sek. Methafi Kjartan Jóhannes- son, íþróttafélagi Reykjavíkur. 4X50 .m. boðsund .kvenna. Sundtími 3 mín. 04,8 sek. Met- hafi boðsundssveit Sundfélags- ins -Sigis. í sveitinni voru: Krist- ín Eiríksdóttir, Ingibjörg Páls- dóttir, Halldóra Einarsdóttir og Auður Einarsdóttir. Hástökk innanhúss: - Stökk- hæðl,84 m. Methafi Skúli Guð- mundsson, Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. í sambandi við þetta met skal þess getið, að stjórn íþróttasambandsins hefir tekið upp þá nýbreytni að stað- festa innanhússmet. Ný sambandsfélög: Ungmenna- og íþróttasam- band Vestur-Barðstrendinga hefir gengið í í. S. í. í samband- inu eru 4 félög. Formaður þess er Albert Guðmundsson, Sveins- eyri. Ungmennasamband Dala- manna hefir einnig gengið í í- þróttasambandið. í því eru 6 félög með 250 fé- lagsmönnum. Form. sambands- ins er Halldór E. Sigurðsson frá Staðarfelli, og eru nú Sam- bandsfélög í. S. í. 180 að tölu, með yfir tuttugu þúsund félags- menn. Bókautgáfa: Að tilhlutun íþróttasambands- ins hefir verið gefin út stiga tafla fyrir frjálsar íþróttir, út- gefendur eru Magnús Baldvins- son og Ingólfur Steinsson. Á víðavangi. (Framhald af 3. síðu) inni, sem létu höfuðin drjúpa og \ létu hugann hvarfla til þess, að vel gæti þetta verið fyrirboði þess, að „nýsköpun" Ólafs i verðlagsmálum lyki með þvi, að y2 kg. af konfekti kostnaði 500 krónur! » Forsjá. Mbl. sagði nýlega, að Fram sóknarflokkurinn hefði misst af strætisvagninum. Nokkru seinna sagði blaðið, að Framsóknar- flokkurinn hefði ekið strætis vagni sínum á hvolf og í skurð inn. Svona snjallar samlíkingar geta ekki aðrir fundið upp en húnvetnska gáfnaljósið við Morgunbl., því að öðrum mun vart hugkvæmast það, að maður geti ekið strætisvagnj á hvolf sem hann hefir misst af og því aldrei stigið upp í! Það skyldi líka ekki vera, að þessi strætisvagn á hvolfi, sem húnvetnska gáfnaljósið þykist hafa séð, sé einskonar forspá um strætisvagn ríkisstjórnarinnar sem Framsóknarflokkurinn vildi ekki fara upp í, þegar hann sá vagnstjórann og vissi um stefn una? Reginmunur. Mbl. segir, að Framsóknar mönnum farizt illa að kalla það blekkingar, þegar stjórnin færir 300 milj. kr. af erlendum gjald eyri á sérstakan innkaupareikn ing fyrir framleiðslutæki, þar sem þeir hafi sjálfir lagt til að færa 450 milj. kr. erlends gjald eyris á sama reikning. Á þessu tvennu er sá regin , munur, að þegar ríkisstjórnin vinnur að því að hækka kaup gjald og verðlag, vildi Fram sóknarflokkurinn vinna að því að lækka dýrtíðina. Þessi inn kaupareikningur ríkiss£jórnar i'nnar verður því aldrei til nema á pappírnum, því að vaxandi dýrtíð mun sjá fyrir því. En hefði stefnu Framsóknarflokks ins í dýrtíðarmálunum verið fylgt, hefði innkaupareikningur inn orðið aukin trygging fyrir endursköpun atvinnulífsins. Breiðfirðingar (Framhald af 4. siðu) Svein Þórarinsson. Það var í kveðjusamsæti, sem haldið var Jóni Gunnarssyni, forstjóra síld arbræðsluverksmiðja ríkisins á Siglufirði, sem fer bráðum vest ur til Ameríku. Síldarútvegs menn gáfu Jóni tvö málverk — annað prýðilegt málverk frá ALFRJEÐABÓKIN Allir hafa heyrt talað um hinar miklu erlendu alfræðabækur, til dæm- is Salmonsens Konversations-Leksikon eða Encyclopædia Britannica. Þær þykja slíkir kjörgripir, að þær eru einatt hafðar til heiðursgjafa, en eru samt í fremur fárra manna höndum hér á landi. Hver maður, sem á al- fræðabók og lærir að nota hana, telur sér ómissandi að hafa hana jafnan handbæra. Hitt mun íslendingur fljótt komast að raun um, að i þessum útlendu bókum er fjölmargt, sem hann kærir sig ekki um að vita, og í þær vantar meinlega ýmislegt, sem þann vildi sérstaklega fræðast um. Ástæðan er sú, að þessar bækur eru miðaðar við þarfir tiltekinnar þjóðar. Einkum er óviðunandi fyrir smærri þjóð að nota alfræðabók stærri þjóðar. — í Salmonsens er miklu meira um Breta en í Encyclopædia Brit- annica um Dani. Útlendar alfræðabækur eru ekki einungis óhentugar fyrir almenning á íslandi vegna málsins, heldur af því, að í þeim er of lítið eða mjög fátt um íslenzk efni. Alfræðabók þarf því fremur að semja við hæfi hverrar þjóðar sem þjóðin er fámennari og henni er minni gaumur gef- inn erlendis. ■ Þetta vita íslendingar. Manna á meðal hefir lengi verið rætt um þörf íslenzkrar alfræðabókar og því meir sem þjóðinni hefir heldur vaxið fisk- ur um hrygg. En énginn hefir þorað að ráðast í slíkt fyrirtæki. Það kostar mikið fé, mikið starf, sameiginlegt átak fjölda manna. íslendingar eru „fáir, fátækir, smáir“. Gæti útgáfa slíkrar bókar borið sig hér á landi? Er unnt að fá nógu marga og góða menn til þess að taka höndum saman um að semja hana? Nauðsynin vex með ári hverju. Þekkingarkröfurnar til allra manna í öllum stéttum verða meiri og meiri, torveldara að fá yfirlit um þekkingar- forðann. Heimurinn stækkar vegna fjölbreyttari rannsókna og kunnáttu, smækkar fyrir meiri samgöngur, færist nær oss. Vér neyðumst til þess að vera heimsborgarar, svo að oss dagi ekki uppi, en þurfum líka að vita miklu meira um ísland og íslendinga til þess að glatast ekki sem sjálfstæð menn- ingarþjóð. íslenzk alfræðabók yrði hjálp til hvors tveggja: að'þjóðin kynnt- ist umheiminum og vissi um leið betur til sjálfrar sín. Nokkrir áhugamenn* hafa bundizt samtökum um að gera tilraunina upp á eigin spýtur, án opinbers styrks eða stuðnings. Þeir treysta á stórhug, skilning og menntavilja borgara hins íslenzka lýðveldis. Gerð hefir verið áætlun um kostnað og efni, fengin loforð um stuðning margra ágætra manna í ýmsum fræðigreinum. Þetta er kleift, ef þjóðin vill, ef nauðsyn- leg tala áskrifenda fæst. Annars ekki. Hver áskrifamdi er ekki aðeins að óska þess sjálfur að eignast íslenzka alfræðabók. Hann er að gera sitt, til að ÞJÓÐIN eignist slíka bók. Þetta er eins konar þjóðaratkvæðagreiðsla, þjóðarpróf. HVAÐ ER BOÐIÐ? Alfræðabókin verður tólf bindi, hvert 500 blaðsíður, hver blaðsíða að leturmergð eins og tvær Skírnissíður, álls 6000 blaðsíður, samsvarandi 12000 Skírnissíðum. í henni verða um 2000 myndir i texta og litprentaðar myndir og landakort’á sérstökum blöðum að auki. Um hið fjöl- breytta efni, sem raðað verður eftir stafrófsröð uppsláttarorða, er ekki unnt að gefa neina hugmynd, en vísa má í skrána um samverkamenn hér á eftir. Þetta á að vera fjölskrúðug fræðibók fyrir hvern íslending, fjársjóður fyrir börn og unglinga á hverju heimili, handbók fyrir hina lærðustu menn utan fræðigreina þeirra, — lykill að almennri sjálfmennt- un, leiðbeining til sérmenntunar. — Hún á að kynna íslendingum umheim- inn og bæði þeim og erlendum fræðimönnum ísland og íslendinga. Hún mun verða vitni um, að íslendingar séu menntaþjóð, en samt framar öllu tryggja það, að þeir verði menntaðri þjóð. Hvað kostar þetta? Þetta verður dýr bók, enda stærsta rit, sem nokk- urn tíma hefir v^rið ráðizt í að gera á íslandi á svo skömmum tima. Samt verður bókin ekki gefin út, nema unnt sé að hafa hana mjög ódýra í hlut- falli við stærð, kostnað og frágang. Hvert bindi mun kosta óbundið 80 krón- ur, í sterku léreftsbandi 100 krónur, í vönduðu skinnbandi 120 krónur. Allir munu sjá, að 80 krónur fyrir 1000 Skírnissíður með myndum er langt fyrir neðan venjulegt bókaverð nú. — Verðið getur haggazt lítils háttar, lækkað eða hækkað, ef miklar verðsveiflur gerast á prentkostnaði eða bók- bandi. En mjög mikið af kostnaðinum, ritlaun, pappír o. s. frv., er óhjá- kvæmilegt að greiða á fyrsta ári, svo að hann breytist ekki. Hvenær kemur bókin út? Fyrsta bindið mun koma á næsta vetri, síðan 2—3 bindi á ári, unz verkinu er lokið. Mikið kapp verður lagt á að hraða vinnu og prentun, um leið og gætt verður ýtrustu vandvirkni við hvort tveggja. Áskriftir sendist sem allra fyrst. Undir tölu þeirra áskrifenda, sem gefa sig fram á næstu tveimur mánuðum, er það komið, hvort yfirleitt verður talið óhætt að ráðast í þetta stórvirki eða allur undirbúningur þess hefir verið unninn fyrir gýg. Encyclopædia islandica Hér að neðan eru taldir þeir, sem þegar hafa lofað að vinna að útgáfunni. Höfundar: Starfsgrein: Agúst H. Bjarnason, próf. dr. phil. Alexander Jóhannesson, próf. dr. phil. Árni G. Eylands, framkvæmdastjóri, Árni Friði’iksson, fiskifræðingur, Árni Kristjánsson, píanóleikari, Bogi Ólafsson, yfirkennari, Einar Arnórsson, hæstaréttardómari, Einar Jónsson, mag art., Eiríkur Kristinsson, cand. mag., Finnbogi Rútur Þorvaldsson, verkfr., Finnur Guðmundsson, dr. rer. nat., Fr._ de Fontenay, sendiherra, Guðm. Kjartansson, mag. scient., Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, Ingólfur Davíðsson, mag. scient., Jóhann Briem, listmálari, Jóhann Sæmundsson, læknir, Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, Jón Gíslason, dr. phil., Jón Jóhannesson, dr. phil., Jón Magnússon, fil. kand., Jón Vestdal, dr. ing., Jón Þorleifsson, listmálari, Klemens Tryggvason, hagfræðingur, Knútur Arngrímsson, skólastjóri, Kristinn Ármannsson, cand. mag., Kristján Eldjárn, mag. art., Lárus Sigurbjörnsson, rithöf., Magnús Jónsson, licencié és lettres, Matthías Þórðarson, prf., þjóðminjav., Ólafur Briem, mag. art., Ólafur Hansson, cand. mag., Óskar Bjarnason, efnafræðingur, Pálmi Hannesson, rektor, Sigurbjörn Einarsson, docent, Sigurður Guðmundsson, arkitekt, Sigúrður Nordal, prófessor, dr. phil., Sigurður H. Pétursson, gerlafræðingur, Símon Jóh. Ágústsson, dr. phil., Skúli Þórðarson, mag. art., Steingrímur Þorsteinsson, dr. phil., Stéinþór Sigurðsson, mag. scient., Sveinn Þórðarson, dr. rer. nat., Teresía Guömundsson, veðurfræðingur, Þórhallur Þorgilsson, bókavörður, Þorkell Jóhannesson, prófessor, dr. phil., Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri, Þórunn Hafstein, frú, Heimspeki Tungumál Búskapur Dýrafræði Tónlist Enskar bókm. Lögfræði Þýzkar bókm. Málfræði Verkfræði Dýrafræði Danskar bókm. og Austurl.fræðl Jarðfræði Skógfræði Jurtafræði Höggmyndalist Læknisfræði Veðurfræði Rómv. bókm. ísl. saga Sænsk. bókm. Efnafræði Málaralist Hagfræði Landafræði Grísk. bókm. Fornleifafr. Leiklist Fransk. bókm. ísl. fornleifafr. Norr. Goðafræði Sagnfræði Efnafræði ísl. staðfr. Trúarbrögð Byggingarlist ísl. bókm. Jurtafræði Uppeldisfræði Sagnfræði ísl. bókm. Stjörnufræði Eðlisfræði Norskar bókm. Rómanskar bókm. ísl. saga Hagfræði Kvenl. fræði Ég undirritaður gerist hér með áskrifandi að ALFRÆÐABÓKINNI og er undirskrift mín þindandi fyrir allt ritið. Ritið óskast: 1) Óbundið 2) Bundið í léreft 3) Bundið í skinn Nafn: ........................ Staða: ....................... Heimilisfang: ................ Vinnustaður: ................. Kaupendum gefst einnig hostur á að shrá sig á pöntunarlista hjjá bóhsölum bœjarins Trgggið útgáfuna. TahiS áhvörðun í dag. Það hefir verið myndað sérstakt félag, Fjölsvinnsútgáfan, til þess að hrinda þessu fyrirtæki í frámkvæmd. — Fyllið út eyðu- blað og sendið áskrift til: fjölsviivjvsí/tgAfm, c/o Eiríhur Kristinsson, cgnd. mag.3 P. O. Box 132, Reykjavík Aðalritstjóri verksins verður: ÁRNI FRIÐRIKSSON. Aðstoðarritstj.: EIRÍKUR KRISTINSSON. Þegar litið er yfir þau nöfn, sem að of- an eru skráð, ætti það að vera ljóst, að þegar hefir tekizt að tryggja nægilega sérþekkingu og starfsorku til þess að skila þessari útgáfu, þótt mikil sé, heilli í höfn. Þó er enn eftir að leita til margra sér- fræðinga, sem nauðsynlegt er að fá til sam- vinnu, og er óhætt að gera ráð fyrir, að tala þeirra, sem að starfinu standa, áður en lýkur, verði yfir eitt hundrað. Eiríksstöðum í Haukadal eftir Svein Þórarinsson. Þar sjást greinilega tóftirnar af bænum, þar sem Leifur fæddist. Eins og einhver ræðumaðurinn í kveðju- hófinu komst að orði, þá væri það einmitt slík mynd, sem ætti að gefa Roosevelt forseta Banda- ríkjanna, ef um nokkra gjöf til hans væri að ræða. Hann hafði það i huga að kynna ísland út á við, og að fá meiri viður- kenningu á þessari augljósu staðreynd, að Leifur Eiriksson var fæddur íslendingur. Mynda- styttan hérna á Skólavörðuholt- inu er sæmilega viðurkenning á því, — en það er alveg furðulegt hve fáir meðal hermanna, sem hafa dvalið hér, vita þetta eða kunna skil á þessari sögulegu staðreynd. Þeir hafa allir heyrt um Kristófer Kólumbus og ferðir hans nærri því fimm öldum á eftir Leifi, en sagnir um ferðir Leifs halda þeir margir að séu bara óljósar þjóðsögur, sem eigi ekki við pk að styðjast. Þetta gildir þó ekki um fólk, sem hefir nokkuð lagt á sig að kynna sér söguna, en fjöldinn allur sýnir ótrúlega fáfræði í þessum sök- um. Það væri gaman að því, ef gott málverk af fæðingarstað Leifs heppna, er fann Ameríku, væri haft til sýnis í íslenzka sendiráðinu í Washington, höf- uðborg Bandaríkjanna, ef ekki á þekktu, almennu safni þar — því að heiður þeim er heiður ber. Fylgízt med Allir, sem rylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tímann. Gerist áskrifendur, séuð þið það ekki ennþá. Sími 2323. Auglýsið í Túnanmnt

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.