Tíminn - 01.12.1944, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.12.1944, Blaðsíða 8
f*eir, sem vilja htjnna sér þjóðfélatjsnuil, inn- lend otj útlend, þurfa að lesa Dagskrá. 1. DES. 1944 101. blaO f ANNÁJLL TÍMAWS, \ „Einingarbrél(( BrynjólSs Ixmlendurs 27. nóvember: Vélbátur strandar. Vélbáturinn „Hafaldan“, R. E. 71, strandaði austan við Önd- verðarnes. Áhöfn bátsins bjarg- aðist. Hann var á leið frá Ólafs- vík til Berufjarðar. Báturinn mölbrotnaði. Þing Sósíalistaflokksins var sett í Reykjavík. Fundi atvinnurekenda, sem hófst í Reykjavík á laugardag- inn, var slitið. 28. nóvember: Ijíií Signmar Blöndal. Frú Sigrún Blöndal forstöðu- kona húsmæðraskólans á Hall- ormsstað lézt. Hún var fædd að Hallormsstað 4. apríl 1883. Frú Sigrún hefir verið forstöðukona húsmæðraskólans á Hallorms- stað síðan 1930, en áður hélt hún skóla að Mjóanesi. 29. nóvember: Alsueimur fundur sjávarúívegs- utaima. Almennur fundur sjávarút- vegsmanna, sem haldinn er að tilhlutun Landssambands ísl. út- vegsmanna, var settur í Reykja- vík. Námsskeiði fyrir vélstjóra frystihúsanna lauk. Erlendur; 27. nóvember: Síettinlus teknr viö af Hull. Roosevelt, forseti Bandaríkj- anna, tilkynriti að Cordell Hull utanríkismálaráðherra hafi beð- izt lausnar og hafi lausnarbeiðni hans verið samþykkt. Hull er 76 ára gamall og er orðinn all*- heilsuveill. Varautanríkismála- ráðherrann, Stettinius, hefir tekið við embættinu. Vesfurvígstöðvarnar: Heita má, að kyrrstaða sé á vestur- vígstöðvunum. Þó eru bardag- ar víðast hvar mjög harðir, eink- um í nánd við Jiilich. Patton sækir með heri sína inn í Saar- hérað en verður lítið ágengt. Ýmsar fréttir: Hurley hers- höfðingi hefir verið útnefndur sem sendiherra Bandaríkjanna í Kína. 28. nóvember: Pieriotstjóruiit fær traust. * Belgiska þingið samþykkti traust á Pieriotstjórnina með 116:12 atkv. Samband verklýðs- félaganna skoraði á verkamenn að snúa baki við kommúiiistum og syndikalistum. Byltingatil- raun skæruliða, sem höfðu skipulagt göngu frá Mons til Brussel, hefir verið bæld niður. Allmargt skæruliða, sem átti að afhenda vopn sín, hefir enn ekki gert það. Vesturvígstöðvarnar: Engar meiriháttar breytingar hafa orð- ið þar. Bandamenn eru sagðir una 5 km. frá Dúren. í Saarhér- aði hefir her Pattons heldur unnið á. 29. nóvember: Styr jaldarspár Churchills. 10. xþingsetutímabil brezka þingsins hófst. Við'það tækifæri fluttu ræður, Georg Bretakon- urigur og Chufchill forsætisráð- herra. Churchill spáði því í ræðu sinni, að Evrópustyrjöldinni myndi ekki ljúka, fyrr en næsta sumar, en ómögulegt væri að segja, hvenær stríðinu við Jap- ani lyki. Vesturvígstöðvarnar: Banda- menn sækja fram þrátt fyrir harða mótspyrnu og gagnsóknir Þjóðverja. Breytirigar hafa þó ekki orðið miklar á aðstöðu herj- anna. Hersveitir Pattons sækja inn í Saar-hérað og eru þær komnar að Saar-fljótinu á 19 km kafla. Miklar loftárásir banda- manna á olíustöðvar í nánd við Hannover. Austurvígstöðvarnar; Rússar taka Petz í Ungverjalandi. Ú R B Æ N U M Skemmtisamkoma. Næsta samkoma Framsóknarmanna í Reykjavík verður í Sýningarskál- anum n. k. föstudagskvöld og hefst hún eins og venjulega með hinni vinsælu Framsóknarvist. Vissara er fyrir Framsóknarmenn að panta sem Þ'rst aðgöngumiða á afgr. Tímans, sími 2323. / ... Stofnun blindraheimilis. Aðalfundur Blindravinafélags íslands var haldinn 26. nóvember. Formað- ur félagsins, Þorsteinrl Bjarnason, gaf ýtarlega skýrslu um störf fé- lagsins á síðasta ári. Byr-ingarsjóð- ur söfnunarnefndar félagsins var í ársbyrjun, rúmar 115 þús. kr. Hefir hann aukizt um 35 þús. kr. það sem af er þessu ári. Mikil nauðsyn er á stofnun blindraheimilis. Tala félaigs- manna var í árslok 960. Bókasýning. í desembermánuði efnir Kvenfélag Alþýöuflokksins til sýningar á bók- um íslenzkra kvenna frá upphafi, en kvenrithöfundar, sem gefið hafa út bækur, munu vera um 130 talsins. Hefir Landsbókasafnið góðfúslega lán- að þær bækur, sem á þarf að halda, á sýninguna. Rektor og nokkrum nemendum Menntaskólans boðið til Akureyrar. Me^ntaskólinn á Akureyri hefir boðið rektor Menntaskólans í Re,>'kja- vík og nokkrum nemendum úr skól- anum, heim til Akureyrar til þess m. a., að kynnast skólalífinu' fyrir norðan. Rektor ætlar að fara norð- ur svo framarlega sem ' samgöngur leyfa, og dvelja þar nokkra daga. Óskar Halldórsson selur togara. Nýlega hefir Óskar Halldórsson og dætur hans selt togarann Faxa, R E 17, sem þau keyptu á síðasta vori af Kveldúlfi. Faxi hét áður Arin- björn Hersir. Kaupandinn er nýstofn- að hlutafélag í Hafnarfirði, er heit- ir Faxaklettur. Tónlistarskólinn í Þjóðleikhúsinu. Tónlistarskólinn hefir nú flutt úr Hljómskálanum, og í Þjóðleikhúsið. Þar hefir hann til umráða 5—6 kennslustofur og einn lítinn sal. Némendafjöldi skólans hefir aldrei verið eins mikill og nú. í fyrra voru nemendur 85 talsins, en í vetur stunda 100 nemendur nám við skólann. Dr. Edelstein annast barnanám- skeið «óklans, sem hafa náð miklum vinsældum. •Aðalfundur Ægis. Aðalfundur Sundfélagsins „Ægir“ var haldinn nýlega. Þórður Guð- mundsson form. gaf skýrslu um störf félagsins síðastliðið ár. Félagið hefir tekið þátt í öllum sundmótum, er' haldin hafa verið í Reykjavík, en þau voru fjögur, og auk þess hefir félagið tekið þátt í öllum sundknatt- leíksmótum. Formaður félagsins var endurkosinn með öllum sreiddum atkv. Skemmtifundur Norðmannafélagsins. Síðastl. föstudagskvöld, hélt Norð- mannafélagið skemmtifund að Hótel Bor^. Var þar samankomið um 300 manns frá öllum norðurlöndum nema Finnlandi. Formaður félagsins, Thomas Haarde, baxð gesti velkomna. Lárus Pálsson leikari las upp. S. A. Friid blaðafulltrúi flutti ýtarlegt erindi frá Noregi. Áð lokum var stiginn dans. Hjúskapur. ' Þann 26. þ. m. voru gefin saman í hjónaband, á skrifstofu lögmanixs, ungfr. Jóhanna Jakobsdóttir frá Þverá, Miðfirði og Helgi Hóseasson ' Hverf- isgötu 86 Reykjavík. Gestir í bænum: Kristinn Guðlaugsson Núpi í Dýra- firði og frú. Jóhannes Dgvíðsson Hjarðardal, Dýrafirði. Friðjón Jóns- son Hofsstöðum. Jóhann Guðjónsson Leirulæk. Halldór Ásgrímsson Vopna- firði. Þorsteinn Jónsson Reyðarfirði. Ragnar Pétursson NeskauDsstað. Sig. Jónsson Arnarvatni. Einar Árnason Eyrarlandi. Björn Kristjánsson Kópa- skeri. Ragnar Jóhannesson Siglufirði. Ólafur E. Olafsson Króksfjarðarnesi. Kristján Hallsson Hofsós. Trúlofun. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Kristín Jónasdóttir, Vatnsst. 9, og Snorri Guðmundsson Lindargötu 12, Reykjavík. Gott sýmshorn um uppcldlsstarfsemi nýja kennslumálaráðherrans. Á Alþýðusambandsþinginu, sem nýlega er lokið, var birt bréf, sem Brynjólfur Bjarnason, formaður Sósialistaflokksins „inn á við“, skrifaði flokksdeildunum í júlímánuði síðastl. sumar. í bréfi þessu er hið væntanlega Alþýðusambandsþing eina umtalsefnið og er bréfið svo lærdómsríkt um hið margumtalaða „einingar- starf“ kommúnista, að rétt þykir að birta nokkra kafla úr því sem sýnishorn. Framarlega í bréfinu segir: „Baráttan fyrir hinni stéttar- legu einingu verkalýðsins innan Alþýðusambands íslands, fyrir 18. þing- þess nú. á komandi hausti, er því langveigamesta verkefni okkar, og verður að beinast gegn þeim öflum, sem vilja rjúfa þessa einingu, en það eru hægri mennijrnir í Alþýðu- flokknum, klíkan, sem stendur að Alþýðublaðinu. Gegn þessum öflum verðum við að vinna það vel, að vonir afturhaldsins um sundrungu í verkalýðshreyfingunni verði með öllu slegnar niður. Flokksstjórnin áminnir því. allar flokksdeildir og fulltrúa sína í verkalýðsfélögunum, hvar sem er, um að hefja þegar af fullum krafti undirbúning fyrir sambandsþingið, til að tryggja þar stefnu flokksins, þ. e. ein- ingunni sem glæsilegastan sig- ur.“ Þessu næst eru talin upp nokkur mál, sem talið er að Al- þýðusambandið hafi komið fram á seinasta kjörtímabili. Síðan segir á þessa leið: „Jafnframt sé þess einnig minnst, að þessi dýrmæti sigur einingarinnar á 17. þinginu kostaði harðvítuga baráttu við afturhaldið í Alþýðuflokknum — og að upplýst verði hvernig hin sömu öfl* hafa stöðugt setið á svikráðum við eininguna og rekið skemmdarstarf innan sambandsstjórnarinnar. — Sýna verður fram á, svo Ijóst sem unnt er, að sigur einingarinnar verður ekki fullkominn nema með algerri einangrun Alþýðu- blaðsklíkunnar, á sambands- þinginu í haust.“ í áframhaldi af þessu eru svo talin upp.nokkur atriði, er nota eigi Alþýðuflokksmönnum til ófrægingar, og er það m. a. talin upp mál eins fjarskyld fagfé- lagsskapnum og t. d. lýðveldis- málið. Að seinustu eru m. a. gefnar þessar starfsreglur: „Loks þetta: 1. Skipuleggið svo vel sem framast er unnt liðastarfið í verkalýðsfélögum, fyrir haustið. Verið við því búnir að kosning fulltrúa á sambíandsþing'hefjist um miðjan september og standi ekki yfir lengur en einn mán- uð..... 3. Þar sem flokkur okkar (eða sameiningarmenn) er ráðandi, er nauðsynlegt að hafa undir- búið kosningu fulltrúa það snemma að hún geti farið fram í fyrstu viku kosningatímabils- ins, þetta er einkum nauðsyn- legt, þar sem hætta er á að krat- arnir hafi möguleika á að fá kosna fulltrúa. Að vera fyrstir til er jafnan sigurvænlegast. Kosningaúrslit er ekki nauðsynlegt að birta í blöðum fyrst um sinn, þótt sjálf- sagt sé að tilkynna þau skrif- stofu flokksins. 4. Hvergi, þar sem við erum vissir með að geta náð öllum fulltrúunum kosnum, megum við sleppa einum einasta manni, sem ekki er hægt að treysta sem ákveðnum andstæðingi Alþýðu- blaðsklíkunnar og hægri krat- anna, nema í nánu samráði við flokksforustuna. 5. Þar sem svo hagar til, að við erum ekki vissir um að ná meirihluta, er rétt að stilla upp blönduðum lista sem vænlegur væri til að safna um sig fylgi, til að hindra kosningu hægri- krata, — sömuleiðis mætti stilla upp millistöðumanni (sentrista) ef um einn fulltrúa er að ræða, eða hafa samkomulag um upp- stillingu. En allt er þetta neyð- arúrræði .... 7. Hafið náið samband við okkur í sumar og látið okkur fylgjast vel með starfi ykkar og staðbundnum áætlunum varð- andi undirbúning sambands- bingsins. Takið þetta bréf strax fyrir í flokksfélagsstjórn og sendið okkur um hæl nokkrar línur sem viðurkenningu fyrir að hafa móttekið bréfið“. Þeir kaflar, sem hér hafa verið birtir úr bréfi Brynjólfs, sýna næsta ljóslega hvernig hið svo- kallaða „einingarstarf“ kom- múnista er rekið. Undir því yf- irskyní, að þeir séu að vinna að ,,einingu“, reka þeir hina fyllstu rógs- og sundrungarstarfsemi innan verkalýðsfélaganna, er hlýtur að skipta þeim eftir flokkum. Þeir stimpla alla and- stæðinga<sín'a klofningsmenn og látast vera hinir einu sönnu sameiningarmenn, á sama tíma, sem þeir með starfsemi sinni skipuleggja pólitísk samtök og ^ólitískar kosningar í verklýðs- félögunum. Meðan.einn stjórnmálaflokkur rekur þannig pólitískan undir- róður og skipuleg pólitísk sam- tök innan verkalýðsfélaganna, geta þau aldrei orðið sá ó- pólitíski hagsmunafélagsskapur verkamaníia, sem þeir áreiðan- lega óska eftir að þau séu og beim er líka fyrir beztu að þau verði. Þess vegna er það nú tví- mælalaust mikilvægasta eining- arstarfið innan verkalýðsfélag- anna, að uppræta þessa pólitísku klíkustarfsemi kommúnista þar. Bréfið er, og athygglisvert vegna þess, að það sýnir vel eina uppeldisstarfið, sem sá maður hefir lagt stund á, er stjórnar- flokkunum hefir þótt verðugast- ur til að verða kennslumálaráð- herra. Þetta uppeldisstarf hefir verið fólgið í því að vinna að rógi og sundrungu og er ekki að efa, að hann muni njóta vel æf- ingar sinnar í því í ráðherra- embættinu. Nokkrar rógsög* ur kommúnísta Það er bersýnilegt, að kommú- nistar telja sig standa höllum fæti í átökunum við Alþýðu- flokkinn. Má m. a. marka þetta á því, að þeir eru nú byrjaðir að eigna Framsóknarmönnum ýmis ummæli, sem þeir hafa aldrei sagt og kommúnistar búa til^sem sönnunargögn fyrir því, að Alþýðuflokkurinn sé háður Framsóknarflokknum. Fyrir nokkru sagði t. d. Þjóð- viljinn, að Hermann Jónasson hafi sagt á fundi í haust, að hann hefði það tryggt, að Al- þýðuflokkurinn færi ekki í stjórn með íhaldinu og kommú- nistum. Þetta er hrein lygi. Her- mann sagði á umræddum fundi, að ekkert væri hægt að segja um það á þessu stigi, hvað Al- þýðuflokkurinn myndi gera, þar sem ekki var þá víst, hvernig hinir flokkarnir tækju skilyrð- um hans. Þá segir Þjóðviljinn í gær, að Hermann Jónasson hafi á öðr- um fundi skorað á menn að lesa stjórnarandstöðublöðin og Al- þýðublaðið. Þetta er líka hrein lygi, Hermann sagði. að menn ættu bæði að lesa blöð stjórn- arandstæðinga og stjórnarflokk- anna til ‘þess að geta gert sér fulla grein fyrir málunum. Þessi uppspuni kommúnista sýnir vel, hve illa þeir telja sig standa í deilum sínum við Al- þýðuflokkinn. —.-QAMLA BÍÓ-o—, LPPI HJÁ MÖGGt (Up in Mabel’s Room) . Bráðskemmtilegur ame- riskur gamanleikur. MARJORIE REYNOLDS, DENNIS O’KEEFE, GAIL PATRICK, MISCHA AUER. Sýnd kl. 5, 7 og 9. . 0—0—<—<»-*>— * Í ~KÝJA BiÓ-~—«>«.<, GULLTVIR HLEKKIR (TheyAll Kissed the Bride) JOAN CRAWFORD MELVYN DOUGLAS. Fjörug gamanmynd ____________Sýnd kl, 9, Sherlok Holmes i Wasliington. Spennandi leynilögreglu- mynd, með BASIL RATBONE Og NIGEL BRUCE. Sýnd kl. 5 og 7. -----------—— r——-—-—■— — —<- LEIKFÉL. REYKJAVÍKUR sýnir gamanleikinn „H A N N“ eftir franska skáldið ALFRED SAVOIR næsta sunnudagskvöld kl. 8. Aðg.miðar seldir kl. 4—7 á morgun (laugardag). Venjulegt leikhúsverð. TJARNARBÍÓ ÞAÐ RYRJAÐI í DANSI- (We Were Dancing) NORMA SHEARER, MELVYN DOUGLAS. _____________Sýnd kl, 9. LOFTÁRÁS Á TOKYO (Bombardier) RANDOLPH SCOTT, PAT O’BRIEN. Börn fá ekki affgang. Sýnd kl. 5 og 7. ——__________________■ ’ Erlendlr félagar í kvöldfréttum ríkisútvarps- ins 28. nóv. var m. a. sagt frá þingi Sósíalistaflokksins, sem þá var nýlega byrjað í Reykjavík; Var frá því skýrt, að formaður flokksins, E. Olg., hefði sett þingið með ræðu og minnst „látinna félaga, innlendra og erlendra“. Það hlýtur að hafa verið Ólafi Thors fagnaðarefni að hlusta á bessa útvarpsfrétt, því að sam- kvæmt henni hefir ríkisstjórn hans eigi aðeins stuðning inn- lendra manna, heldur einnig er- lendra, sem, eftir fréttinni að dæma, eru meðlimir Sósíalista- flokksins. Því að væntanlega hafa ekki allir hinir erlendu meðlimir flokksins látizt á ár- inu. ..E^iidaYÍnátfa'* konmiiiiiista / (Framhald af 1. síðu) sýna áhuga þeirra fyrir mál- efnum bænda. Er Alþýðusambandsþingið kom saman, þóttust kommúnistar enn ætla að sýna málum bænda frekari áhuga. Þeir létu því bingið kjósa sérstaka landbún- aðarnefnd. Fyrir hana lögðu þeir samþykktir „bændaráð- stefnunnar“. Var ætlazt til að nefndin leggði þær síðap fyrir bingið og þær yrðu samþykktar þar. En hér brást kommúnistum bogalistin. í nefndinni áttu sæti óháðir menn, sem höfðu einlæg- an áhuga fyrir málum bænda. Þeir lögðu því hinar gagnslitlu samþykktir „bændaráðstefn- unnar“ til hliðar og sömdu nýj- ar tillögur, þar sem gerðar voru kröfur um miklu meiri stuðning við landbúnaðinn. M. a. var lögð áhersla á byggingu áburðar- verksmiðju, miklar raforku- framkvæmdir, aukna ræktun- arstyrki, vélakaup o. s. frv. Þegar tillögur þessar voru lagðar fyrir þingið, ætluðu for- sprakkar kommúnista líka al- veg að ærast. Einn þingmaður kommúnista, Sigurður Guðna- son, hélt æsingaræðu með miklu handapati, þar sem hann sagði, að slíkar tillögur mætti ekki samþykkja, þær væru allof „dýrar“ og ekki þýddi heldur að láta bændur fá vélar, því að þeir kynnu ekki með þær að fara, heldur létu þær aðeins ryðga niður og eyðileggjast. Margir fleiri kommúnistar töluðu á þessa leið, en flutningsmenn héldu einnig fast á sínu máli. Við nánari athugun þótti kommúnistum það óheillavæn- legt til afspurnar að fella til- Ábnrðarverksmiðjn- málið (Framhald a/ 1. síöu) mætti því teljast einkennileg sú andstaða, sem fulltrúar stjórn- arinnar í landbúnaðarnefnd sýndu þessu máli. En sér kæmi þetta að vísu ekki á óvart. Fyrir þeim væri þetta mál aðeins eitt atriði þeirrar „plötu“, sem væri fyrst og fremst búin til sem lýð- skrum." Allmiklar íimræður urðu síð- an um málið milli þessara þriggja manna. Að þeim loknum fór fram atkvæðagreiðsla og var tillaga meirahluta landbúnað- arnefndar samþykkt með 18:13 atkvæðum. Móti tillögunni greid^u atkvæði Framsóknar- menri allir, óísli Sveinsson, Ingólfur Jónsson, Jón Sigurðs- son og Pétur Ottesen. Með þessari atkvæðagreiðslu virðist það fullreynt, að stjórn- arflokkarnir ætla að stöðva á- burðarverksmiðjumálið, enda þótt hún, sé eitt helzta atriði á „nýsköþunarplötu" þeirra og það atriðið, sem bezt er undirbú- ið. Mun reynslan líka vafalaust eiga eftir að sanna, að ekki verði meira um framkvæmdir á öðrum sviðum, þótt ekki skorti þar nú glamur og gífuryrðin eins og upphaflega í áburðarverk- smiðjumálinu. Fyrir þá, sem vilja hrinda á- burðarverksmiðjumálinu fram, er nú um að gera að knýja sem fastast á og láta þá, sem ætla að svæfa málið, engan frið hafa. Sá fundur má vart vera haldinn í sveitum landsins, þar sem ekki er gerð ályktun um þetta mál. í næstu kosningum verða svo bændur að sýna Jóni Pálmasyni, Gunnari Thoroddsen, Garðari Þorsteinssyni, Sigurði Bjarna- syni og öðrum afturhaldsseggj- um, hvað það gildir að vera á móti slíkum málum. lögurnar. Það var því þrauta- lending þeirra að flytja rök- studda ^dagskrá þess efnis, að væntanlegri stjórn Alþýðusam- bandsins yrði heimilað að gera á þeim lagfæringar og þannig breyttar skyldu þær teljast á- lyktanir frá þinginu. Þessi dagskrártillaga kom- múnista var vitaniega samþykkt, þar sem þeir voru í meirihluta. Mun slík afgreiðsla áreiðanlega vera einsdæmi, þar sem þing er látið heimila stjórn að gera lagfæringar á tillögum, sem það veit ekkert hverjar veröa, og þannig breyttar eiga þær svo að skoðast ályktun þingsins! Er þessi eindæma afgreiðsla landbúnaðartillagnanna Ú Al- þýðusambandsþingi vissulega glöggt dæmi um hina raunveru- legu afstöðu kommúnista til framfaramála landbúnaðarins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.