Tíminn - 08.12.1944, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.12.1944, Blaðsíða 7
103. blað TtMEVN, föstadagiim 8. des. 1944 447 Á viðavangi. (Framhald af 2. síðu) við kaupinu, fyrr en séð yrði, hvað hægt væri að komast með nýsköpuninni. Þeir vita, að ný- sköpunin kemur ekki undir nú- verandi fjárhagsástæðum, og fagna því þess vegna, að for- maður Sjálfstæðisflokksins skuli þannig hafa bundið hendur þess hluta Sjálfstæðisflokksins, sem hann ræður yfir, til að gera ekki neitt í dýrtíðarmálunum um ófyrirsjáanlegan tíma. Þeir brostu líka kommúnist- arnir, er ráðherrar Alþýðuflokks ins voru að kalla það kaupkúg- un og öðrum slíkum nöfnum, þegair Framsóknarmenn halda því fram, að meiru skipti um kaupmátt launanna en krónu- fjölda. Þeir vita, að með slík- um málflutningi er Alþýðuflokk- urinn að brígsla öllum öðrum jafnaðarmannaflokkum um kaupkúgun. Það eru jafnaðar- mennirnir í Svíþjóð, Bretlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi, sem hafa barist þar fyrir svipuðum \ dýrtíðarráðstöfunum og Fram- sóknarmenn hér, vegna þess, að þeim er ljóst, að kaupmáttur launanna er aðalatriðið, og hafa því engu skeytt um áróður kommúnista fyrir krónufjöldan- um. Kommúnistar vita, að með- an Alþýðuflokkurinn hér þorir ekki annað en fylgja stefnu þeirra í kaupgjaldsmálum, er hann dæmdur til að vera mink- andi taglhnýtingur þeirra. Kommúnistar brostu líka, er Emil Jónsson sagði, að það hefði verið gert til samræmingar, þeg- ar laun járnsmiða, prentará og skipasmiða voru hækkuð í haust. Þeir vita, að það er engin sam- ræming, að kaup þessara ^stétta sé þriðjungi hærra en kaup Hlífarmanna í Hafnarfirði. Þeir hugsa sér gott til glóðarinnar í valdabaráttu sinni þar, að Emil skyldi kalla það eðlilegt sam- ræmi, að Hlífarmenn séu þriðj- ungi kauplægri en j'árnsmið- irnir! Æskulýðshöll í Reykjavík og æskulýðshús út á landi. Morgpnblaðið hefir orðið býsna reitt út af því, að Tíminn vakti máls á því fyrir nokkru, að yrði horfið að því ráði, að ríkið styrkti byggingu æskulýðshallar í Reykjavík, bæri því einnig að styrkja byggingu á samkomu- stöðum fyrir unga fólkið ann- ars staðar á landinu. Mbl. kallar þetta fjandskap við Reykjavík og öðrum slíkum nöfnum: Er það ekkert nýtt í því blaði, að það sé kallaður fjandskapur við Reykjavík, þeg- ar þess er krafist, að aðrir staðir njóti sömu réttinda og hún. Vafalaust mun þó enginn sann- gjarn Reykvíkingur líta þannig á málið. Þegar Framsóknarmenn hófu báráttuna fyrir sundhöll í Rvík, bentu andstæöingar hans á, að keykvíkingum væri veitt meiri hlunnindi en öðrum landsmönn- um, ef ríkið styrkti sundhalla- byggingu þar, en styrkti hins vegar ekki sundlaugarbyggingar út á landi. ^ramsóknatmenn viðurkenndu, að þetta væri rétt og tóku því jafnframt upp bar- áttu fyrir styrkjum til sundlaug- arbygginga út á landi. Það er alveg á sama hátt réttmætt nú, að ríkið veiti styrki til æskulýðs- húsa út á landi, ef það veitir styrk til æskulýðshallar í íReykjavík. Það er vissplega ekki mi’nnsta atriðið, til að vinna gegn flótta æskunnar úr sveitum og kaup- túnum, að hún hafi þar aðstöðu til hollra skemmtana. Æskan í þorpunum getur ekki síður lent á villigötum en æskan í Rvík, ef hún hefir ekki aðstöðu til hollra skemmtana. Úr hús- næðisþörf fyrir slikar skemmt- anir verður ekki leyst í sambandi við barnaskólana, eins og margir hafa látið sig dreyma um. Reynslan er þegar búin að sýna það. Þess vegna þarf að koma upp góðum æskulýðshúsum sem allra víðast út um land, þar sem hægt er að hafa bókasöfn, les- stofu og góða aðstöðu til leik- og kvikmyndasýninga, funda- halda, dansleikja o. s. frv. Þetta er ekki síður menningarmál út á landsbyggðinni en í Reykjavik. Stolnar fjaðrir. Kommúnistar flytja þings- ályktunartillögu þess efnis, að Dánardægnr. Sfefán Jónsson á Eyjardalsá Nýlátinn er Stefán Jónsson bóndi á Eyjardalsá í Bárðardal, á 90. aldursári. Stefán var af góðum ættur þar í Bárðardal og voru þeir systkinasynir Stephan G. Klettafjallaskáld og hann. Stefán Jónsson var giftur á- gætri konu, Önnu Jónsdóttur frá Arndísarstöðum og bjuggu þau góðu búi á Eyjardalsá í yfir 50 ár. Fjögur börn þeirra eru á lífi og búa tvö þeirra, Guðný og Jón á Eyjardalsá, Anna er kennari við Laugaskóla og Sigrún búsett í Reykjavík. Stefán var dugnaðar- og at- orkubóndi. er sat vel jörð sína og var jafnan í fremri röð bænda þar í Bárðardal. 1 Sjjötugur: Gísli Kristjánsson Srá Lokmhömrum Gísli Kristjánsson, starfs- maður við Rafveitu Reykjavíkur, varð sjötugur í gær. Hann fædd- ist að Lokinhömrum í Arnar- firði 7. desember 1874, af göml- um og traustum vestfirzkum bændaættum. Um tvítugsaldur gerðist hann skipstjóri, en reisti síðan bú að Lokinhömrum og bjó þar í tólf ár. Hvarf þá aftur að sjómennsku og var skipstjóri um langt skeið, unz hann flutt- ist til Reykjavíkur árið 1923. Hefir hann nú um mörg ár verið starfsmaður rafveitunnar og vinnur enn fulla vinnu. Gísli er hið mesta prúðmenni, og vinsæll mjög alla ðiö. Bók- hneigður er hann, gaman- samur og gestrisinn. Hann er smiður góður, og sérstaklega þótti hann góður sjómaður og laginn stjórnari meðan hann stundaði sjómennsku, aflamað- ur og góð skytta. Gísli er kvæntur Guðnýju Gisladóttur Hagalín frá Mýrum í Dýrafirði. Börn þeirra á lífi eru Guðmundur Hagalín rithöf- undur, Fanney, kona Ingólfs Gíslasonar kaupmanns, og Þor- björg, kona Sigurðar Helgason- ar lögreglustjóra í Bolungarvik. Hvað verður gert vlð l>jóðverja (Framhuld af 2. síöu) um sanngirni og drengskap, og skapa þeim möguleika til að hafa eigin stjórn, er vinnur gegn hernaðarandanum og hefir friðsamlegt samstarf við aðrar þjóðir. B„andamenn hafi eftir seinustu styrjöld sýnt Þjóðverj- um ýmsa ósanÁgirni, er gefið hafi nazismanum byr í seglin. Ef slíkt endurtaki sig, muni sagan endurtaka sig einnig að öðru leyti. Bandamenn muni smáþreytast á aðhaldi sínu og eftirliti, þegar líður frá styrjöld- inni, og ijá muni Þjóðverjar rísa upp á nýjan leik til baráttu og ófriðar, hafi verið ranglega að þeim búið. héruðin skiptist á um kjöt- og mjólkurframleiðslu eftir skil- yrðum á hverjum stað. Eru þeir mjög hrifnir af tillögu þessari og skreyta sig mjög með henni, jafnt á mannfundum og í blöð- um. Tillaga þessi er, eins og al- mennt er kunnugt, fyrst borin fram af Steingrími Steinþórs- syni búnaðarmálastj., sem lagði hana fyrir seinasta búnaðarþing. Það vísaði henni til sérstakrar milliþinganefndar, sem mun skila áliti sínu til búnaðarþings, er kemur saman í vetur. Er þing bændanna sjálfra vitanlega 'sjálfsagðasti aðili til að undir- búa framkvæmdir í þessum efnum. Það sannast því hér eins og oftar, að kommúnistar hafa gert sig seka um að skreyta sig með annarra fjöðrum. Er það á viss- an hátt afsakanlegt, því að eigin fjaðrir þeirra eru hvorki skraut- legar né miklar. Samband ísU samvinnufélaga. SAMVINNUMENN. Viðskipti yðar við kaupfélagið efia hag þess og yðar sjálfra. ÁSGEIRSBUD helir opnað nýlenduvöruverzlun á Baldursgotu11 Framsóknarfélag Reykjavíkur. . Fundur verður Iialdiiui miðvlkudagtnu 13. des. í Kaup- 4*' þingssalnum. t Fundurinn hefst kl. H lA* síðdegis. FUNDAREFNl: FJÁRMÁL: Framsögumaður Vilhjálmur Þór, bankastj. Stjóruin. S í m i: 4062 Geymið símanúmerið! Asgeir sbúd Baldursgötu 11 liiiRliciiiiliiiiienn TímaiiN sem ekki eru búnir að senda skilagreinar 5 fyrri árið 1944, eru vinsamlega Iieðnir að gera það fyrir næstu jól. Sjafnar tannkrem gerír tennnrnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennurnar, eða fægiefni, sem rispa tann- ^ glerunginn. Hefir þægilegt og hressandí bragð. ’rwrw''*r'wwFww ▼ ♦ UTBREIÐIÐ TIMANN# JVOTI® SJAFMR TAJVIVKREM KVÖLD: OG MORGJKA. -• ' k Sápuverksmiðjan Sjöfn Akureyrí eftir HALjLGRÍM HELGASON. Tuttlugu og fimm islenzk þjóðlög. Sex: lítil lög (fyrir blandaðan kór). Tuttugu og tvö íslenzk þjóðlög. Heilog vé (hátíðarkantata Jóns Magnússonar). Þrjátliu smálög (fyrir píanó eða harmónium). íslands Hrafnistumenn (fyrir píanó, einsöng, karlakór) Fjögur sönglög (fyrir eina rödd og undirleik). F'/ögur íslenzk þjóðlög (fyrir einsöng með undirleik). Súnata fyrir píanó, nr. 1. /ilmenn tónfræði, 1. hefti. Undirrit.... óskar að fá sent af nótna útgáfu eftir Hallgrím Helgason Vegna takmarkaðs upplags verða þessi verk eingöngu ætluð ánkrifendum. Eru þeir beðnir að úttfylla meðfylgj- andi miða og senda í: Nafn Pósthólf 121 Ileykjavík, Heimili HAIWWMUIHEISA5ÍH GREIFINN AF MONTE CHRISTO Tvöfaldar Telpukápur á 8—12 ára. — frægasta skemmtisaga heims — er í þýðingu minni 912 bls. í Eimreiðarbroti, sett með smáu, drjúgu letri. Verð 35 kr. Send burðargjaldsfrítt, ef peningar fylgja pöntun, gegn póstkröfu kr. 38,40. Sagan kom út í 8 bind- j um. Einstök bindi einnig fáan- ; leg. — III. bindið, sem var upp- j selt, kemur út um miðjan þenn- j an mánuð. — Menn úti á landi, sem vilja fá söguna fyrir jól eða áramót, eru beðnir að senda pantanir sínar þegar. — Sagan í þýðingu minni fæst að eins hjá mér. Axel Thorsteinsson Rauðarárstíg 36, Reykjavík. H. T o f t Skólavörðustíg 5. Sími 1035.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.