Tíminn - 12.12.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.12.1944, Blaðsíða 2
% 450 TÍMIMV, þriðjudaginn^ 12. des. I944 104. blað Þriðjudagur 12. des. „Kollsteypan” Það er sagt, að forseti sam- einaðs Alþingis, Gísli Sveinsson, hafi látið svo ummælt í bréfi, sem hann hefir skrifað kjósend- um sínum, að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi gert- fullkomna koll- steypu, er hann myndaði stjórn með kommúnistum síðastlíðið haust. Mun forsetinn þar eiga við þau umskipti flokksforust- unnar að hverfa frá þáv. sjónar- miðum sínum í dýrtíðar- og’fjár- hagsmálum og fallast í þess stað á stefnu kommúnista með þeim afleiðingum, að dýrtíðin vex á- fram, tekjuhallarekstur at- vinnuveganna verður tóhjá- kvæmilegur, eyðsluútgjöld rík- isins eru stóraukin og það látið safna eyðsluskuldum á tímum hins mesta góðæris. Er% ekki undarlegt, þótt Sjálfstæðismenn, sem vilja fylgj<% hinni varfærnu fjármálastefnu Jóns Þorláksson- ar líkja þessum vinnubrögðum flokksforustunnar við koílsteypu og vilji á engan hátt vera við hana riðnir. Það þarf ékki heldur að fara alla leið til tíma Jóns Þorláks- sonar til þess að sjá, hve um- skiptin eru mikil og „kollsteyp- an“ rækileg. Það er alveg nóg að vitna til nýársboðskapar Ólafs Thors um seinustu áramót og bera hanp. saman við stefnu hans og málflutning nú. Þá fæst næst'a greinileg mynd af „koll- steypunpi“. Slíkur samanburður er gerður á öðrum stað í blaðinu og skal því ekki frekar vitnað til hans hér. En hver er þá orsök „koll- steypunnar“? Hvað kemur Sjálf- stæðisflokknum til aö breyta þannig gersamlega um stefnu? Hvaða afl er þ&ð, sem stjórnar svona stórfurðulegri pólitískri „gymnastik"? Sumir, sem reyna að mæla „kollsteypunni" bót, segja, að hún hafi verið gerð til að efla frið i landinu. Slíkt er augljóst fals. Því meiri, sem dýrtíðin og fjármálaöngþveitið verður, því stórfelldara verður hrunið og ó- friðurinn, sem óhjákvæmilega fylgir því. Aðrir segja, að „koll- steypan" hafi verið gerð til að endurreisa virðingu þingsins. Þetta er enn fjarstæðara. Vitan- lega verður það ekái til annars en að auka óvirðingu þingsins, þegar það á næstu gróðaárúm gefst upp við að afla ríkinu nægra tekna og tekur í þess stað að safna stórfelldum eyðslu- skuldum. Orsakanna er líka ekki að leita til málefnalegra ástæðna. Þær eru persónulegs eðlis. Sjálfstæð- isflokknum er stjórnað af fá- mennri klíku, þar sem Jensens- synir eru uppistaðan. Þeim hef- ir tekizt að ná undir sig völdun- um í þingfíokki og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa safnað í ktingum sig hópi á- byrgðarlítilla fj árbrallsmanna (t. d. Gísli Jónsson, Lárus Jóhann- esson-, Garðar Þorsteinsson), kögurmenna (t. d. Jón Pálma- son) og unglinga (t. d. Gunnar Thoroddsen, Sigurður Bjarna- son), sem á sammerkt um að eiga allt pólitískt gengi sitt und- ir náð Jensenssona. Með aðstoð þessa dálaglega hóps, hefir Jens- enssonum tekizt að rísla og ráska með Sjálfstæðisflokkinn, eins og þeim hefir bezt þóknast og þrátt fyrir mótmæli hinna stefnufastari manna ‘flokksins. Þess vegna hefir verið erfitt að marka nokkra stefnu hjá Sjálf- stæðisflokknum á undanförnum árum: Hann hefir verið með eða móti málum eftir því, sem bezt gegndi valdábraski Jensen-ssona á hverjum tíma. Þess vegna var flokkurinn með gerðardómslög- unupi meðan það tryggði Ólafi utanríkismálaráðherraembættið, en á móti þeim, þegar það gaf honum aðstöðu til að hækka í tigninni og verða forsætisráð- herra. Flokkurinn hefir því allt- af verið að taka „kollsteypur", þótt engin þeirra hafi verið jafn stórkostleg og háskasamleg þjóðinni og sú, sem var gerð í haust og forseti sameinaðs þings hefir gert að umtalsefni. Tildrög þeirrar „kollsteypu“ er. ekki af ólíkum toga spunnin og í Á víðavangi * Öfugmæli stjórnarsinna. Blöð ríkisstjórnarinnar eru dag eftir dag látin hamra á*l3ví, að Framsóknarmenn séu á móti nýsköpun og framförum atvinnuveganna, vegna þess, að þeir styðji ekki ríkisstjórnina! Öllu meiri öfugmæli er naum- ast hægt að hugsa sér. Fram- sóknarmenn eru á móti ríkis- stjórninni, vegna þess, að þeir vilja koma nýsköpun atvinnu- lífsins í framkvæmd. Stjórnar- stefnan miðar beinlínis að því, að engin veruleg nýsköpun geti átt sér stað. Fjármagninu, sem gæti farið í ný framleiðslutæki, er sóað í. aukna 4ýrtíð og auk- in rikisútgjöld, eins og afgreiðsla fjárlaganna ber nú vott um. Bæði ríkið og atvinnufyrirtækin mun bresta getu til að leggja fé í nýsköpun, ef slíku eyðslusuk'ki heldur áfram. Þess vegna eru Framsóknarmenn á móti stjórninni. Nýsköpun og kaupgjald. / Eitt ásökunarefni stjórnar- sinna gegn Franjsóknarflokkn- um er það, að hann vilji ekki láta kaupa nein framleiðslutæki inn í landið fyrr en kaupið hafi verið lækkað. Þetta er líka til- búningur. Kaup sænsku bát- anna, sem Framsóknanmenn knúðu fram gegn vilja Sjálf- stæðismanna og með mjög tregu samþykki sósíalista, af- sanna þetta bezt. Sama gerir líka ( áburðarverksmiðjumálið, sem stjórnarflokkarnir eru nú að reyna að stöðva. Framsókn- armenn stuðla bæði á þennan og annan hátt að því, að sem mest, sé keypt af nýjum tækjum, brátt fyrir kaupgjaldið. En hitt er þeim vitanlega eigi að síður Ijóst, að því hærra og vitlaus- ara, sem kaupgjaldið er, því minni verða kaupin á fram- leiðslutækjunum. Þess vegna vinna þeir' að niðurfærslu dýr- tíðarinnar, þ. e. lækkun verð- lags og kaupgjalds. Það er eina úrræðið til að tryggja nógu mikla nýsköpun. / Niðurgreiðslur og: dýrtíðaruppbætur. í útvarpsumræðunum belgdi Finnur Jónsson sig mjög út af útflutning^uppbótunum tilj land- búnaðarins^ og niðurgreiðslun- um á innlenda markaðinum. Vildi hann telja hvorttveggja verk Framsóknartlpkksins. Með bví hugðist hann áð friða hina vondu samvizku sína í þessum málum. En það er vonlaust. Hefði verið horfið að tillögum Framsóknarmanna haustið 1941 og stöðvaðar allar , kaup- og verðhækkanir, hefði aldrei þurft að greiða neinar útflutnings- uppbætúr né niðurgreiðslur og ekki nema lítinn hluta þeirra launauppbóta, sem greiddar hafa verið. Ríkið hefði þá getað verið skuldlaust og átt stórfellda sjóði, sem nú hefði mátt nota til nýsköpunar. En Finnur Jóns- son og aðrir forkólfar Alþýðu- flokksins þorðu ekki að fallast á þetta, þótt þeir vissu það vera rétt og flokksbræður þeirra hefðu gert slíkar ráðstafanir næstum allsstaðar annarsstaðar. Þeir óttuðust rógburð kommún- ista og gugnuðu fyrir honum og þegar þeir' gugnuðu, þá gugnaði bæjadeild Sjálfstæð- isflokksins líka. Þannig tókst kommúnistum að fá bæði Al- þýðuflokkinn og Sjálfstseðis- flokkinn til að stjórnast af þeirri stefnu sinni að koma fjárhag ríkissjóðs og atvinnu- veganna fyrir kattarnef. Afsönnuð kenning. • Emil Jónsson hélt þvi fram í útvarpsumræðunum, að kaup- hækkanirnar ættu yfirleitt ræt- ur að rekja til hækkana á verð- lagi landhúnaöarafurða. Afurða- verðið hefði hækkað fyrst og kaupið svo á eftir. Þfessi kenn- in^, sem Emil og hans líkar hafa oft notað, hefir nú verið áþreif- anlega afhjúpuð. Landltúnaðar- verðið var fest haustið 1943 og •hafði þá raunar staðið óbreytt um nokkurt skeið. Ef kenning Emils Jónssonar væri rétt, hefði kaupið nú átt að hækka. En hvað sýndi reynslan? Þegar farið að rei^na þetta haustið 1944, kom í ljós, að kaupgjaldið hafði hækkacj um ein 10%. Ekki var nú landbúnaðarverðinu um að kenna. Kenning Emils stóð af- hjúpuð sem fyllsta blekking og má því næsta undarlegt heita, að hann ákuli vera svo djarfur að flagga enn með henni. Illmæli um fjarstadda menn. Mörgum mun hafa blöskrað svigurmæli þau um utanþings- stjórnina, er sumir núverandi ráðherrar og sálufélagar þeirra létu sér um munn fara i eldhús- umræðunum á Alþingi. Auðvitað mátti ýmislegt «að þeirri stjórn finna og gerðum hennar, enda óspart gert á Alþingi meðan hún var við völd. En nú eiga fyrr- verandi ráðherrar ekki sæti á Alþingi og gátu því ekki boriö hönd fyrir höfuð sér á eldhús- daginn. Bjarni Benediktsson kallaði ráðuneyti B. Þórðar- sonar m. a. „hina úrræða- minnstu og tildurmpstu stjórn, sem hér hafði setið frá dög- um hinna dönsku hirðgæðinga fyr á öldum“. Mun flestum þykja þetta fólslega mælt eins og á stóð. Vel hefði B. Ben. mátt minnast þess, hvernig ástatt- var begar amerískar dollaraprins- essur sækjast eftir að giftast aðalsmönnum til þess að fá að- alsnafnbótina. Til viðbótar svip- aðri metnaðarþrá og . hj,á doll- araprinsessunum, kemur svo það hjá Jensenssonum, að ýmsir valdatitlar geta bætt aðstöðuna til fjárhagslegrar velgengni er- lendis. Jensenssynir liafa fénazt vel á styrjöldinni, en stríðsgróð- inn einn er þó ekki einhlítur til að komast áfram á framandi vettvangi. Það getur verið mjög til aðstöðubóta að hafa góða nafnbót. Menn minnast þess, begár Balkanbarónarnir, sem ætluðu að kaupa Vestfjarða- járnið, komu hingað, töldu þeir sér það vænlegra til framgangs að geta sýnt skilriki um, að beir væru fjármálalegir um- boðsmenn einhverra kynblend- ingjaríkja í Mið-Ameríku. ís- land hefir vissulega betra nafn srlendis en þessi ríki og þess vegna getur það verið^ næsta vænlegt til góðrar aðstöðu þar að vera forsætisráðherra íslands eða í ætt við hann, auk þess, sem bað svalar persónulegum metn- aði, líkt og þegar dollaraprins- essa nær í aðalsnafnbót. Það var til að svala þessum sjúklega metnaði og framavon- um erlendis, sem Jensenssynir létu Sjálfstæðisflokkinn $aka hiná miklu „kollsteypu“ í haust. Fyrir þetta var það fórnandi, að þeirra dómi, að ganga að kröfum kommúnista um aukna dýrtíð, aukin eyðsluútgjöld ríkisins, fyrirsjáanlegan hallarekstur at- vinnuveganna, eyðsluskulda- söfnun ríkisins, í fáum orðum sagt: Gahga að hruninu. Metn- aði og framavonum Jensenssorla var fyrir það fyrsta fullnægt í bili og þeir hafa haft hyggindi til að losa sig við framleiðslu- tæki sín áður en hallarekstur- inn, sem leiðir af stjórnarsam- vinnúnni, byrjar. Stjórnartím- ann má og nota til að búa þann- ig \ haginn, að Jensenssonum væri vel borgið, þótt samvinnu beirra og kommúnista lyki með íslenzku sovétríki. Ætli Sjálfstæðismenn að sætta sig við slíka forustu til frambúð- ar, er þeim óhætt að fara að búa sig undir hrunið og kom- múnismann. Kommúnistar hér munu vissulega hafa greind til að halda Ólafi það lengi sem for- sætisráðherra, ef flokksmenn hans taka ekki í taumana, að eftir það geti ekki farið hema á eina leið. Framtíð þjóðarinnar veltur nú kannske fyrst og fremst á því, að Sjálfstæðismenn hafi manndóið til að rífa sig undan oki Kveldúlfsklíkunnar, hefji viðnámsstarf með umbóta- öflum landsins gegn kommún- isma og tekjuhallarekstri og komi þannig í veg fyrir, að þessi seinasta „kollsteypa“ Sjálfstæð- isflokksins endi sem kollsteypa alls þjóðfélagsins. urn olíúmálin, þegar Ó. Th. hrökklaðist frá 1942, og að utan- þingstjórnin bar gæfu til með stuðningi þingmanna, (sem ekki voru í hans flokki) að festa kaup á 45 fiskiskipum í Svíþjóð, en það er sú eina „nýsköpun“, sem enn hefir átt sér stað, að opin- berri tilhlutun. „Bjartar hliðar“ og „dýrtíffargrátur“. Pétur. Magnússon er vafalaust eini fjármálaráðherrann í ver- öldinni, sem komizt hefur að þeirri niðurstöðu, að dýrtíðin h§fi „bjartar hliðar“ og allt tal um lækkun hennar sé ekkert annað en „dýrtíðargrátur". „Björtu hliðarnar“, sem Pétur talar um, eru m.a. þær, að efna- jöfnuður i landinu hafi aukizt og bændur hafi greitt skuldir og safnað sjóðum. Allir vita, að efnamunur hefir aldrei verið meiri í landinu en nú og getur Pétur m. a. sannfærzt um það með því að bera saman hinar nýju sumarhallir Thorsaranna og braggana, sem nokkur hundr- uð Reykvíkinga’verða að búa í. Bændur hafa sömu sögu að segja og útgerðarmennirnir, að þeir bættu hag sinn mest fyrstu stríðsárin, áður en dýrtíðin kom verule^a til sögunnar, en þótt þeir hafi kannske síðan eignazt nokkrar verðlitlar krónur, m. a. vegna þess, að þeir hafa orðið að þiggja útflutningsuppbætur, þá er ekki séð, hversu mikil „birta“ verður af þeim, né hvað mikið verður eftir af þeim, þeg- ar dýrtíðarhrunið er afstaðið. Móti þessum „björtu hliðum“ kemur svo fyrirsjáanlegur rekstr arhalli atvinnuveganna, vaxandi eyðsluútgjöld ríkissjóðs og skuldasöfnun og allar þær hörm- ungar, sem af því leiðir. En fjár- málaráðherrann vill síður en syo sjá slíkt eða tala um slíkt. Það er bara „dýrtíðargrátur" segir hann. Er slík fjármálaforusta vissu- lega ekki eftir „kokkabókum" kommúnista? Ætli að kommún- istár væru líka ekki hlaupnir úr ríkisstjórninni hér eins og ann- ars staðar, ef ekki væri stýrt eftir þeirra áttaviia og siglt hraðbyri í áttina til hruns og bylfcingar? „Samræming" Emils Jónssonar. Það mun áreiðanleg'a flestum hafa fundizt, að nú talaði há- launamaðurinn, en ekki jafn- aðarmannaforinginn, þegar Emil Jónsson var að halda því fram í útvarpsumræðunum, að kaup- * (Framhald á 7. síöu) ERLENT YFIRLIT: Uppreísnín í Grikklandi Atburðir þeir, sem gerzt hafa í Grikklandi seinustu daga, sýna mæta vel, að kommúnistar meta valdabrölt sitt meira en að sigra nazista, og að þeir ætla sér síður en svo að hlíta skipu- lagú lýðræðisins. í stað þess að vinna á grundvelli þjóðlegrar einingar meðan verið er að sigra Þjóðverja og ganga að því loknu til frjálsra kosninga, hefja þeir borgarastyrjöld í þeim tilgangi að hrifsa völdin í sínar hendur og torvelda þannig allar hern- aðaraðgerðir Bandamanna á Balkanskaga og auka neyð og hörmungar langþjáðrar þjóðar sinnar. Þegar Þjóðverjar hernámu Grikkland vorið 1941, flýði Ge- org konungur og stjórn hans úr landi. Stjórnin var þá aðallega skipuð hægri mönnum, enda höfðu þeir farið með völd.síðan 1935. Áður hafði verið mjög róstusamt milli lýðveldissinna og konungssinna og mátti iðulega ekki á milli sjá, hvorir höfðu meira fylgi hjá þjóðinni, er lög- legar kosningar fóru fram. Grikkland hafði þó verið lýð- veldi að nafninu til 1923—35, en þá brauzt Metaxas hershöfð- ingi til valda. Þjóðin var þá orðin þreytt á hinum tíðu stjórnarbyltingum og samþykkti við þjóðaratkvæðagreiðslu að endurreisa konungsstólinn. Ge- org konungur,' sem hafði farið með konungdóminn 1922—23, kom þá aftur heim, en völdin héldu samt áfram að vera í höndum Metaxasar. Hann lézt' vorið 1941, rétt fyrir hernám Þjóðverja. Fljótlega eftir að Þjóðverjar hernámu landið, var byrjað að skipuleggja skærusveitir. í upp- hafi lutu þær einni yfirstjórn, en brátt varð klofningur, urðu konungssinnar í annari fylking- unni, er einkenndi sig með bók- stöfunum E. D. E. S„ en lýð- veldissinnar i hinni, er ein- kenndi sig með bókstöfunum E. A. M. (stundum líka E. L. A. S.). Kommúnistar náðu fljótlega yfirráðum í E. A. M. Skæru- sveitirnar héldu aðallega til í fjallahéruðunum, því að Þjóðj- verjar höfðu borgirnar á valdi sínu. Nokkru eftir að skærrjsveitirn- ar klofnuðu, hófst innbyrðisbar- átta milli þeirra og gætti þeirra átaka einnig«meðal Grikkja utan Grikklands. Kommúnistar áttu upptök þeirra deilna, og samkv. upplýsingum Churchills í brezka þinginu, mátu þeir iðulega meira að berjast við konungssinna en Þjóðverja. Þetta leiddi til þess, að Georg konungur tók að end- urskipuleggja stjórn sína með það fyrir augum, að allir and- stöðuflokkar nazista ættu sæti í henni. Þetta verk gekk mjög erfiðlega, unz jafnaðarmanna- foringinn Papandreou tók að sér áð mynda stjórn. Fyrir at- beina hans var svo komið nokkru áður en innrás Breta hófst, í Grikkland, að allir /andstöðu- flokkar nazista áttu sæti 1 stjórninni og voru ekki færri en sex E.A.M.-menn í henni. Sam- komulag virtist jafnframt hafa náðst um, að þessari þjóðlegu einingu skyldi haldið áfram meðan verið væri að sigra naz- ista, en strax að því loknu skyldi gengið til þingkosninga og at- kvæðagreiðslu um, hvort Grikk- land skyldi heldur vera lýðveldi eða konungsríki í framtíðinni. Þessi, sætt stóð ekki lengi. Þeg- ar meirihluti stjórnarinnar á- kvað að koma upp her og lög- reglu og afvopna í þess stað skærusveitirnar, jafnt kom- múnista sem konungssinna, sögðu ráðherrar E. A. M. sig úr stjórninni. Sumir gerðu það nauðugir, en létu undan þegar kommúnistar hótuðu þeim með dauðarefsingu.Jafnframt hvöttu þeir skærusveitir E. A. M. til að grípa til vopna og verkamenn til að gera allsherjarverkfall. Skærusveitirnar tóku þegar að streyma til borganna og víða tókst að koma á verkföllum. Mátti á öllu sjá, að hér var um vel undirbúna byltingartilraun að ræða. Tækifærið var lika næsta yel valið frá sjónarmiði byltingarmanna. Þjóðin var enn í uppróti eftir hernámið og hungursneyð hafði verið. lang- varandi og þó aldrei meiri en um þessar mundir, því að Þjóðverj- ar höfðu haft öll matvæli, er þeir náðu til, á brott með sér. Það var, því næsta auðvelt að æsa almenning gegn hinni ný- komnu átjórn og kenna henni t. d. um hina auknu hungursneyð, enda var það ekki sparað. Einna hörmulegast var það, að víða fengust þau skip, er komu með matvæli handa hinu hungraða fólki, ekki afgreidd, vegna verkfallanna. Sumar borgir eru nú að verða alveg matvæla- lausar, vegna flutningsverk- fallanna. Stjórnin hélt þvi fram, að hún gæti ekki fallið frá afvopn- un skæruliðanna, því að engu lýðræði yrði komið á, né frjáls- ar, löglegar kosningar tryggðar meðan einstakir flokkar gætu haft vopnuðu liði á að skipa. Brezka stjórnin leit eins á málið og þar sem hún taldi það hlut- (Framhald á 7. síöu) Vlsi farast "þannig orð um fjárlög- in 5. þ. m.: „Útlitið er óglæsilegt fyrir rík- issjóff og skattþegana í landinu, ef socialistaflokkarnir eiga aff vera mest ráffandi um afgreiffslu fjár- laganna. Því verffur aff vísu ekki trúaff aff óreyndu, að Sjálfstæö- isflokkurinn, sem raunverulega ber ábyrgð á fjárlögunum, vegna þess aff flokkurinn hefir skipað mann í fjármálaráðherraembættið, láti hina alþekktu eyffsluhvöt social- istaflokkanna stofna fjárhag rík- isins í hættu. Plokknum ber skylda til að stöffva eyffsluna, ef ,hann hefir til þess nokkur ráð og slíkt verður talið glapræði, sem seint / mun gleymast, ef fjármálaráð- herra hans verffur neyddur til að þyngja stórkostlega skattana til þess eins að greiffa fyrir eyffslu, sem ekki er nauffsynleg eða jafn- vel óverjandi.“ Ætli þessum varnaðarorðmn Visis verði ekki heldur lítið sinnt? Ólafur Thors mun áreiðanlega vinna það til fyrir ráffherrastólinn að ganga að öllum kröfum kommúnista úm aukna eyffslu og glötun þjóðarhagsins) * * * Alþýðublaffið svarar þannig í for- ustugrein 6. þ. m. þeim ásökunum Þjóðviljans, aff margir Alþýðuflokks- menn hafi verið tregir til núv. stjórn- arsamvinnu: „Þaff skiptir í því sambandi ekki neinu máli, þó aff Alþýffu- flokksmenn væru yfirleitt ekkert ófffúsir til stjórnarmyndunar með núverandi samstarfsflokkum Al- þýðuflokksins, og ýmsir þeirra harla ófúsir til hennar. Þaff er ekki vegna þess, aff þeir væru óánægffir með þann málefna- samning effa þá stjórnarstefnu, sem samkomulag náðist um, þvi •að hún er,' eins og öllum var þegar í upphafi ljóst og réttilega er fram tekið í stjórnmálaálykt- un flokksþingsins, í meginatriðum mótuð af Alþýðuflokknum. Hitt var ástæffan, aff þeir báru ekki nema takmarkað traust til hinna nýju samstarfsílokka." Ójá, ætli þaff hafi ekki líka legiff góffar og gildar ástæffur til þess að bera' „takmarkað traust" til Ólafs Thors og kommúnista. Þaff hefur for- seta sámeinaffs þings vafalaust líka fundizt, þegar hann neyddist til æff lýsa því yfir úr forsetastól, að for- sætisr^ðherra hefði brugffizt samkomu- lagi viff sig. Alþýffuflokkurinn vildi heldur ekki byggja á neinu loforffi forsætisráffherrans, nema efndirnar væru tilteknar upp á dag, launalög á þessu þingi, alþýðutryggingar á næsta þingi og kjördæmabreyting á þipgi 1946. Skyldi nokkrum forsætis- ráðherra hafa * verið sýnt slíkt til- trúleysi, og það aff verffleikum? * * * í forustugrein Alþýffublaffsins 8. þ. m. er rætt um uppreisn kommúnista í Grikklandi. Segir síffan: „Þetta eru fréttir, sem Hitler lík- ar vel að fá, og Berlínarútvarpið gerir sér góðan mat úr. Undanfar- iff hefir hver bandamaður Hitlers af öðrum falliff frá og samið sér- frið viff hinar j sameinuðu þjóðir. Harffar og haréar hefir sorfið aff herskörum nazista á öllum víg- stöffvum og margir verið að vona, aff brátt væri séff fyrir endann á hörmungum ófriðarins. En nú hefir Hitler fengið nýja banda- menn, það' eru kommúnistar, sem stofna til borgarastyrjalda aftan viff víglínu hinna sameinuffu þjóffa og reka þar með rýtinginn i bak þeirra, .sem berjast á vígstöðvun- um viff nazismann! * i Þetta er kraftaverkið, sem Hitler hefir verið að bíða eftir og átt hefir að bjarga honum aff síð'ustu þótt á elleftu stundu sé nú komið' fyrir nazismanum. Þaff er komm- únistauppreisn aff baki hverri hinna sameinuffu þjóða og hugs- anleg sundrung með' þeim af henn- ar völdum. Og víst er það, að ef nokkuff gæti bjargaff Hitler úr því, sem komiff er, þá er þaff slík rýtingsstuniga í bak bandamanna." Já, vissulega er nazistum ekkert kær- komnara en þessar uppreisnir komm- únista. Þær sýna jafnframt, hversu fjarri fer þvi, að kommúnistar séu að berjast fyrir lýð'ræðið, þar sem þeir vilja brjótast strax til valda með of- beldi í staff þess aff bíffa eftir frjáls- um löglegum kosningum, sem leiffa í ljós, hve réttmætt tilkall þeirra til valdanna/er. v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.