Tíminn - 12.12.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.12.1944, Blaðsíða 4
452 TtMIIVTV, þriojudagiira 12. dég. 1944 Ræða Eysíeios Jónssonar (Framhald af 3. síðu) hæstv. forsætisráðherra væri rétti maðurinn til þess að standa fyrir þessu fyrirtæki. Ekki settu þeir það fyrir sig, að þeir höfðu um f jölda ára haldið því fram og verið kosnir á þing fyrir þann , málflutning m. a., að Kveldúlfs- valdið og striðsgróðavaldið yfir- leitt væri hættutegt vald í land- inu, að'ógleymdu Landsbanka- valdinu, sem mjög var bent á sem höfuðfjanda verkalýðsins. Kommúnistar urðu ekki.fyrir vonbrigðum um núverandi for- sætisráðherra. Hann reyndist óðfús til þess að taka þátt í þessum leik og hefir nú myndað ráðuneyti, sem vafalaust upp- fyllir allvel hugmyndir komm- únista um fyrirmyndarstjórn. í auðvaldsþjóðfélagi, þ. e. a. s. ráð- leysisstjórn, sem mun auka erf- iðleika atvinnulífsins, verða áð- gerðalítil um flest aðkallandi framfaramál og^tefla fjárhag ríkisins í öngþvehsi á þeim mestu uppgangstímum, sem íslending- ar hafa nokkru sinni lifað. Ég finn ekki á þessu neina aðra skýringu en þá, að komm- únistar ætli sér að skapa falska trú og andvaraleysi, og síðan, þegar ekki verður lengur hægt að flýja frá raunveruleikanum, að hlaupa frá ábyrgðinni og í bak þeim, sem nú eru nógu grunnhyggnir til þess að láta þá hafa sig til þess að gefa þjóðinni alveg rangar hugmyndir hvernig ástatt er um horfur framundan. Þegar erfiðleikarnir verða ekki lengur umfiúnir, þykir mér lík- legt, að þeir segi: „Vorum við ekki allir sameiginlega búnir að lýsa yfir þeirri skoðun, að ef rétt væri á haldið, þá gæti allt verið eins og það var á stríðsárunum meðan gullflóðið var mest. Nú kveður við annan tón hjá ykk- ur, en við erum sömu skoðunar og áður. Það er vegna þess, að þið ætlið að bregðast, en við ætl- um að finna þessum orðum stað í framkvæmd og skorum á menn að veita okkur til þess fulltingi og koma áþeirri þjóðfélagsbylt- ingu, sem ein getur skapað grundvöll fyrir því, að þessi spá- dómur .okkar og. Ólafs Thors rætist." Það furðulega hefir einnig skeð, að Alþýðuflokkurinn hefir gengið inn í þetta samstarf gegn hálfkveðnum loforðum um nokkur áhugamál flokksins. Þó eiga hér í hlut höfuðfjendur hans, sem unnið hafa saman dyggilega undanfarin ár gegn honum sérstaklega, og er nú fengin staðfesting fyrir því, í sambandi við Alþýðusambands- þing, sem nú er nýafstaðið, að enn er haldið áfram sömu stefnu, aðeins með meiri ofsa en nokkru sinni fyr. Það munu því fáir verða hissa, þótt nokk- urs kvíða yrði vart hjá hæstv. samgöngumálaráðherra í gær- kvöldi um vinnubrögð hæstv. ríkisstjórnar. „Nýsköpun" stjórn- arinnar. Ef til vill hafa sumir lands- menn litið svo á undanfarnar vikur, að ríkisstjórnin byggi yfir einhverjum bjargráðum í at- vinnumálum landsins, og hefði fundið úrræði, sem áður voru dulin. En hafi þessu verið til að dreifa um einhverja, þá er þess að vænta, að þeir hafi hlustað í gærkveldi á lýsingar hæst- virtra ráðherra á fyrirætlunum st'jórnarinnar um framkvæmd nýsköpunarinar. Fyrst fóru full- yrðingar um hvílík óhæfa væri að tala um að kaupgjald og framleiðslukostnaður væri orðið í ósamræmi við útflutningsverð afurðanna, — síðan komu lýs- ingar á því, að menn vilji leggja fjármuni sína í allt annað frem- ur en sjávarútveg, — þá fjálg- legur kafli um það, að tekjur fiskimanna væru í algeru ósam- ræmi við tekjur launamanna, sem vinna í landi, og stórfelld- ur skortur væri sjómanna á fiskiflotann, jafnvel nú þegar, hvað þá, ef flotinn verður auk- inn stórlega. Þá var og skýrt tek- ið fram, að stjórnin muni ekki styrkja sjávarútveginn, en hún muni hugsa hlýlega til hans! Rætt var um, að ýms ráð væru til þess að bæta hlut fiskimanna, en vandlega þagað yfir því, hver þau væru, hvað þá heldur, að lýst væri yfir, hvað stjórnin myndi gera í þeim efnum. Menn voru rækilega varaðir við fals- 'spámönnum, sem flyttu þær villukenningar, að kaupgjald í landinu, sem skapar verðlagið að mestum hluta, hafi nokkur áhrif á það, hvernig hlutur sjómanns- ins hrekkur til lífsframfæris eða til þess að hann hafi sambæri- legar tekjur við aðra vinhandi menn í landinu. Loks var haft í hótunum við menn og því lýst yfir, að ef menn ekki trúi því, að allt sé í lagi og breyti sarú- kvæmt því, þá verði fé manna af þeim tekið og lagt í þjóðnýtingu útgerðarinnar. Dagar einstak- lingsframtaksins séu þS taldir. Er þá komið að þeim þætti í áætlun ríkisstjórnarinnar, sem hæstv. forsætisráðherra hefir hér á Alþingi talið í því fólginn, að sækja féð til manna ,;inn í rottuholurnar". Með þessu skrafi viðurkenna hæstyirtir ráðherrar í öðru orð- inu það, sem þeir harðneita í hinu. Hvers vegna skyldu menn vilja leggja peninga sína í flest annað fremur en útflutnings- framleiðslu, nema af því, að menn sjá fram á, að algert ó- samræmi er nú þegar orðið milli kostnaðar og verðlags, og þar við bætist, að núvferandi hæstvirt ríkisstjórn mun enn auka á þetta ósamræmi En hvernig stendur þá á því, að nú "skuli vera svo komið, þrátt fyrir margfalt fyrirstríðsverð á sjávarafurðum, að hlutarmenn eru að verða hálfdrættingar á við þá, sem í landi sitja, að mok- afla skuli þurfa til þess, að nokk- ur von sé um að bátaútvegur beri sig, og borga þarf milljónatugi úr ríkissjóði, sem senn er tómur, til þess að halda niðri framleiðslu- kostnaðinum Atvinnulífið og um- bótfamöguleikarnir í vooa. Það er svona komið vegna þess,.'að þjóðin bar ekki gæfu til þess, að hlíta ráðum Framsókn- arflokksins um stöðvun dýrtíð- arinnar snemma á stríðsárun- um. Það er svona komið vegna þess, að núverandi hæstvirtur forsætisráðherra og kommún- istar hafa fengið tækifæri til þess að ráða stefnunni í dýrtíð- armálunum. Ef dýrtíðin hefði verið stöðvuð, þótt ekki hefði verið fyrr en haustið 1941 eða um áramótin 1942, þá hefðu af- komúhorfur sjávarjitvegsins ver- ið glæsilegar, hlutur fiskimanna í fullu samræmi við tekjur ann- arra landsmanna, enginn hörg- ull ungra, vaskra sjómanna, sem 104. hlað höfðu glæsilegar tekjuvonir, og stjórn landsins ekki þurft að hafa í hótunum við menn í þeirri von, að þeir fengjust j»á til þess fremur en ella að hætta fé sínú í þann atvinnurekstur, sem nær öll utanríkisviðskipti lands- manna hvíla á. Þá hefði ríkis- sjóður verið skuldlaus og átt stóra sjóði, aldrei þurft að borga niður verðlag á innl. markaði né útflutningsuppbætur. Þá hefði verið léttara undir fótinn fyrir framkvæmd þeirrar nýsköpunar, sem þa^r- að verða í atvinnulífi landsmanna, og barátta Fram- sóknarflokksins í dýrtíðarmál- inu hefir einmitt ekki sízt verið við það miðuð, að verðbólgan hlaut og hlýtur óhjákvæmilega að verða þröskuldur á vegi framfaranna nú í lok styrjaldar innar og eftir hana. í stað þess að byrja á því að lagfæra nokkuð það ástand, sem ríkir i atvinnumálum þjóðar- innar, og auka mönnum með því áræði og bjartsýni, vinnur nú- verandi ríkisstjórn í gagnstæða> átt og þar með gegn þeirri ný- sköpun, sem hún talar mest um. Það er f ávíslegtr og hef nir sín að segja þeim, sem ekki eru lit- blindir, að svart sé hvítt og hvítt sé svart. Það er ennþá fávíslegra, að ætla sér að framkvæma ný- sköpun með því að láta ríkið kaupa atvinnutæki, sem menn vilja ekki eiga af því að ekki er hægt að reka þau, nema með tjóni. Slíkt er hreint og beint óframkvæmanlegt, og sú dýrð stendur stutt, sem af slíku leiðir, þótt reynt væri. Það er ekki hægt að byggja nýsköpun at- vinnulífsins á því að halda fram- leiðslunni i úlfakreppu og knýja menn áfram með hótunum. Það er furðu ófyrirleitið að slá því fram, að það skilji á milli stjórnarandstæðinga og stjórnarsinna, að stjórnarliðið vilji nýsköpun — hinir ekki. Stjórnarandstæðingar vilja ný- sköpun á heilbrigðum grundvelli og þeir vara við.því.að stefnu- leysi og ráðleysi núverandi ríkis- stjórnar muni reynast þrándur í götu þess, að framkvæmdir til aukningar atvinnulífsins og al- mennra framfara verði jafn stórstígar í náinni framtíð og vera þarf. Það eru allar horfur ájþví, að stefna hæstvirtrar rík- isstjórnar leiði til'þess, að ís- lendingar glati á næstu misser- um mörgum tækifærum, sem þeir hefðu haft til þess að efla framfarir í landinu. Frá Noregs- söínuninni í byrjun þessa mánaðar setti Noregssöfnunarnefndin sig, fyrir milligöngu Rauðakross íslands, í samband við Norska Rauða- krossinn í Londori. Var honum skýrt frá árangri Noregssöfnun- arinnar hér og beðinn að athuga möguleika á að ráðstafa fénu til hj álparstarfsemi strax er fært þætti, í sambandi við Norræna- félagið í Noregi. í bréfi e* Rauðakrossi íslands hefir borizt frá Norska Rauða- krossinum í London segir með- al annars: „Fyrir hönd félags vors vilj- um vér láta þess getið, að vér erum hrærðir yfir hinni miklu gjöf, sem hefur verið safnað af yður, í sambandi við Norræna- félagið. Oss væri kært ef þér vilduð tjá gefendunum þakklæti vort. Einnig viljum vér geta þess, að vér teljum oss heiður að því, trausti; er þér sýnið oss; er þér biðjið oss að taka þátt í úthlut- uninni á þessari stóru gjöf." Eins og áður hefir verið til- kynnt, hefir Noregssöfnunar- nefndin hér fest kaup á 100 smál. af beztu tegund meðala-, lýsis. xí skeyti, sem barst frá Norska Rauðakrossinum í Lon- don fyrir fám dögum, er þakkað fyrir þessa ráðstöfun, og tekið fram, að hann muni gera ráð- stafanir til þess að flytja lýsið til Noregs strax og tækifæri gefst. Jafnframt er í skeyti þessu bent á, að mikil þörf sé fyrir alls konar fatnað. Noregssöfnunarnefndin vill því vekja athygli almennings á því, að undanfarna daga hefir nefndin látið flokka og pakka þann fatnað, er borizt hefir til þessa. Fatnaðurinn mun senni- lega verða sendur með sömu ferð og lýsið og eru því, ef 'til vill, síðustu forvöð fyrir þá, sem ætla að gefa fatnað, að senda hann til Noregssöfnunarinnar. Þar sem Norski Rauðikross- inn hefir ennfremur tjáð oss, að áður en langt um líður þurfi 'hann á miklu fé að halda til kaupa á lyfjum, sjúkragögnum og fatnaði, hefur Noregssöfnun- arnefndin ákveðið að fá yfirfært £ 10.000 — tíu þúsund pund — til ráðstöfunar í þessu skyni. Eftirstöðvunum verður ráðstaf- að í samráði við framangreinda Samiærsla byggðar- innar og samgöngu- málin Samgöngumálin eru ein þýð- ingarmestu mál i rekstri þjóð- félagsins. Árlega er því varið miklu fé til samgöngumála, enda orðið geysilegar framfarir á þvi sviði síðustu áratugina, bílvegir lagðir um gervallt landið.strand- ferðum haldið uppi og byrjað á reglubundnum loftferðum. Snemma á þessu ári lét blað Sósíalistaflokksins uppi álit um þessa starfsemi 'ríkisins í grein eftir hinn fræga mann, Halldór Kiljan Laxness. Þar segir svo: „Við leggjum vegi, brýr, síma og kostum byggingar- og land- búnaðarstarfsemi á afskekktum óbyggilegum stöðum, þar sem fá- einar sálir stunda sveitabúskap sér til skemmtunar, án þess að starfsemi þeirra hafi nokkurt þjóðhagslegt gildi, eins bg hún ef rekin. í þessa skemmtistarf- semi köstum við sum árin tug- milljónum án þess að hugsa okkur um....... Við kostum gufuskipaþjónustu með fram strjálbýlli strand- Jengju, sem er svo dýr, að frá þjóðhágslegu sjónarmiði mundi borga sig betur fyrir ríkið að kosta íbúa sumra þessara staða á spítala og láta mata þá þar árið um kring heldur en kosta fé og orku í að flytja þeim nauð-* synjar." Svo mörg eru þau orð. Danska söfaunin Söfnun til landflótta Dana, sem staðið hefir yfir undan- farna mánuði, nam í byrjun nóvembermánaðar alls kr. 259,- 620,50. Af þeirri fjárhæð hefir þegar verið varið til danskra flóttamanná í Svíþjóð kr. 157,- 292.48, en til vörukaupa rösk- lega kr. 20,000.00. Aðallega hafa verið keyptar prjónavörur af beztu gerð, en „íslenzk ull" hefir séð um þau kaup, en þeim verð- ur haldið áfram. aðilja, eftir því sem þörf krefur. Noregssöfnunarnefndin leyfir sér hér með að færa öllum þeim, sem gefið hafa peninga og fatn- að og á einhvern hátt hafa stuðlað að söfnuninni, sínar inhilegustu þakkir. Reykjavík, 29. nóv. 1944. Guðlaugur Rósinkranz Harald Faaberg Sig. Sigurðss. Laura Goodman Salverson; Hnngrnðn böriiin o^ framtíðin Sú kona, a£ íslenzku bergi brotin, er mest rithöfundar- frægð hefir hlotnazt, er Laura Goodman Salverson. Hún ef borgfirzk að uppruna, en fædd vestan hafs. Hún var aðeins tólf ára gömul, er fyrsta sagan hennár birtist í Missisippi- blaði. Nú er hún rösklega fimmtug og hefir skrifað tíu stór- ar skáldsögur, á annað hundrað smásögur, f jölda greina um margvísleg efni og gefið út ljóðasafn. Þrívegis hefir hún hlotið bókmenntaverðlaun í Kanada og árið 1938 sæmdi lista- og bókmenntastofnunin í París hana heiðursmerki fyrir ritstörf hennar. Grein sú, sem hér kemur fyrir sjónir landa hennar heima á gamla Fróni; örlítið stytt í þýðingunni, birtist í tímarit- inu „The Icelandic Canadian", sem hún var aðalritstjóri að nokkuð fram á síðastliðið ár. Okkur er 'oftlega sagt, að styrjöldin, sem nú geysar, sé barátta milli hinna góðu og illu afla í heiminum. Þetta er algeng hártogun á einum þætti sann- leikans, og hún getur orðið okk- ur háskasamleg, þegar við förum að reyna að átta okkur á lífinu að stríðinu loknu, ef við gerurh okkur ekki lióst, hvernig allt er í pottinn búrð. Ef við erum svo einföld að trúa því, að unnt sé að draga ákveðnar markalínítr milli okkar og óvinanna um góðar og illar tilhneigingar í mannlegri sambúð, þá munum við ekki fá miklu áorkað um sköpun betri veraldar. Hinn mikli munur, sem er á kjörum manna í þjóðfélaginu, er nú sem betur fer umræðuefni margra, og flestir menntaðir menn eru nú orðnir sammála um, hvílík firra það sé að telja fátæktina óviðráðanlegt fyrir- brigði á þessari öld allsnægt- anna, þegar vísindi og" tækni gera mönnum það kleift að binda endi á allan þann kvíða, sem fylgt hefir mannkyni frá upphafi vega, og höggva af þeim aldagamlar viðjar hungursins. Víð sjáum þetta flest mjög glögglega. En þegar á að.fara að lesa þetta niður í kjölinn, vand- ast málið. Það er ekki orðið mönnum svo ljóst sem skyldi, að heims- styrjöldin fyrri og allir þeir árekstrar, sem síðan urðu í heim inum, eru af sömu rótum runn- ir, og að styrjöld sú, sem nú er háð,á upphaf sitt í þeirri röskun, sem tæknin við framleiðsluna hefir valdið í lífi mannanna. Gufuafl og rafmagn hafa skap- að nýjan heim á svo til einni nóttu, og hin efnislegu vanda- mál og viðfangsefni þessa nýja heims hafa byrgt hinn andlega himinn okkar. Bilið, sem orðið er á milli menningarinnar og hinna vísindalegu afreka á sviði tækninnar, er megioiorsök þess öngþveitis, sem nú rikir i heiminum. Lækningin er einföld og auð- sæ, en það er eins um hana og sannleika, að ekki er jafn auð- Laura Goodman Salverson velt að gangast undir hana. En við munum aldrei skapa betri heim né' réttlátari þjóðfélög, nema við séum fús og reiðubú- in til þess að gera þaríir og þrár mannanna að grundvelli þjóð- félagsins, í stað yfirdrottnunar, upphefðar og forréttinda. Það er harla auðvelt að segja þetta — enn auðveldara að saka þá, sem völdin hafa í þeirri ljónagryfju, sem við erum nú stödd í. En þacS er skammgóður vermir, að þvo hendur eins aðila af allri á- byrgð og sök. Ábyrgðin hvílir á okkur eftir sem áður. ¦ Jafnréttið verður ekki þunga- miðjan í stjórnmálaathöfnum okkar, athafnalífi og millilanda- viðskiptum, fyrr en við, hinir ó- breyttu borgarar, höfiim breytt hugsunarhætti okka'r. Ein fyrsta villan, sem ,við verðúm að útrýma úr huga okk- ar, er sú frumstæða trú, að menn séu góðir eða vondir eftir sjálfráðu vali. Menn gera það, sem samvizkan leyfir þeim eða býður.— þar veltur á hjartalag- inu — og eina gagnlega lækn- ingin er siðferðileg eða trúarleg áhrif. Ef til vill höldum við svona fast í trúna á sjálfræði mannsins, af því það losar okkur við þá áraun að reyna að skilja samborgara okkar og skýtur okkur undan allri ábyrgð á af- brotum þeirra. Það eru ekki neinar ýkjur, þótt sagt sé, að þessi fjarstæða sé jafn ill hindr- un á vegi þjóðfélagslegra end- urbóta og hin gamla hégilja, að ekki mætti kryfja mannslikama á vísindalegan hátt, var á vegi læknislistarinnar. Þ^í var trúað, að líkami mannsins væri of heil- agur til þess, að dauðlegar hend- ur mættu saurga þann —'¦ en hann var ekki of heilagur til þess að kveljast af völdum ban- vænna sjúkdóma, er fólk trúði, að væri guðs ráðstöfun. Sem betur fer höfum við horfið frá þessari villimannlegu skoðun. En við erum samt ekki enn komnir iút úr þessum myrkviði. Við löfum ennþá á jafn viðsjál- um skoðunum uni heilagleika sálarinnar og, forfeður okkar höfðu um líkamann. Við vænt- um þess, að verði vísindunum leyft að fjalla um þessi mál, þá muni leyndardómar mannshug- ans — orsakir góðs og ills — verða auðskilið mál. En hvort sem okkur líkar það betur eða ver, þá hafa braut- ryðjendurnir á þessu sviði þegar sótt yfir landamærin, ef svo má segja, og það er okkar að fylgja þeim inn á hið nýja land aukjns skilnings. Við verðum að heyja harða baráttu við okkur sjálf og varpa frá okkur mörgum gömlum hugmyndum, sem lengi hefir verið hlúð að. Hin vís- indalega könnun mannssálar- innar hefir, þótt raunar sé hún enn á tilraunastigi, varpað nýju og furðulegu Ijósi yfir hina margslungnu þætti manneðlis- ins. Hún hefir til dæmis leitt í Ijós, að sál venjulegra ungbarna er eins og ósáinn akur, og það er sáralítill munur á, hvernig þær má móta og erja. Við erum öll efni í sæmilegar manneskjur í upphafi. En hvernig við verð- um, þegar fram líða stundir, veltur á kjörum þeim, sem mannfélagið býr okkur, og um- fram allt á fyllingu daglegra lífsþarfa. Það kann að hljóma sem hláleg mótsögn, þegar rætt er um hið andlega eðli manns- ins. Gamalt máltæki segir, að maðurinn sé það, sem hann hugsar. Og hvað hugsar soltinn maðUr? Hvað hugsa sér í lagi hungruð börn? Sú spurning er mikilvæg, því að börnin í dag verða borgararnir á morgun. Vandlætararnir hafa ekki ó- makað sig við að kanna þetta, en vísindamennirnir hafa ekki einungis reynt — þeir hafa kom- izt að þ'ví sanna. Það hefir til dæmis sannazt, að andleg áhrif langdrægs matarskorts á börn geta orðið þau, að valda varan- legri siðferðisveiklun. Líkaminn getur náð sér, en ymsir sálræn- ir élginleikar, svo sem með- aumkun, samúð, ástúð og misk- unnsemi, hafa verið kyrktir. Ungu barni er eiginlegt að leita til foreldra sinna eftir mat og vernd, ástúð og aðhlynningu. Það skilur ekki kringumstæð- urnar, efi það skynjar og finnur sárt þá eymd og neyð, sem að því' kreppir. Og af því að það getur ekki skilið hinar ytri or- sakir þeirra óeðlilegu kjara, sem það býr við, verður fyrsta afleiðingin óttablandið ráða- leysi og æðisgengin þjáning, sem smámsaman breytist í tregðu og sinnuleysi og kæru- leysi. Náttúran berst alltaf til þrautar, og þróttur líkamans endist lengur, enda lengra síð- an hann hófst til þroska en mannssálin. Þessi börn geta því rétt við líkamlega, þótt þau verði »alla ævi andlegar van- metaskepnur, til sífelldra vand- ræða í mannlegu samfélagi. Þetta er einn óttalegasti fylgifiskur styrjaldarinnar. Milj- ónir barna f Norðurálfu verða að þola þessi hræðilegu örlög, og þau munu síðar meir færa okkur þjóðfélagsleg vandamál, er þau eiga enga sök á sjálf og hvorki guðsorðastagl né ná- kvæmar ráðagerðir um frið jog framkvæmdir munu ráða bót á. Við verðum að hefjast handa um að mæta þessum vanda, áður en það er um seinan — vakna til skilnings á því, að það er eiiis þýðingarmikið fyrir frið- inn í framtíðinni, að þessum börnum sé bjargað, og að Bandamenn sigri með vopnum sínum. Við gerum okkur sjálf- sagt ekki fullljóst, hvaða sam- hengi er milli siðferðisins og hins daglega brauðs, en hið ægilega og grimmdarfulla at- ferli nazistanna, mun tala skýru rnáli um það, hvílíkt and- legt niðurdrep langdrægt hung- ur er börnum á uppvaxtar- skeiði. En auk þess eru dapur- legar síður í sögu mannkynsins, skráðar frásögnum um mis- þyrmingar og þrengingar, og allt ber þetta að sama brunni: hungrið ræktar hina ómannleg- ustu lesti. Þekkingin leggur okkur á herðar aukna ábyrgð. Við höfum betri aðstöðu til þess að skilja rás lífsins en áar okkar. Við skulum haga okkur samkvæmt því. Ef við sitjum auðum hönd- um þar til styrjöldinni er lokið, erum við að dæma miljónir sak- lausra barna til dauða — eða það, sem verra er: til eymdar- og glæpalífs. Við skulum öll hefja upp rödd okkar og krefjast lifs — en ekki dauða — til handa litlu, varnar- lausu börnunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.