Tíminn - 12.12.1944, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.12.1944, Blaðsíða 5
104. blað TXMIrVrV, þrigjodaginn 13. des. 1944 453 Kvennabálkur' límans N ý tn in er du g g ð . i jj» Kjóla, sem orðnir eru of þröngir, má oft víkka með ræm K3s| Vilhelm Moberg: Hér ma sjá hvernig hægt er um af öðru efni, eins og sýnt er j að gera hlýjan vetrarkjól upp á myndinni. Oft má nota af- ganga til þessa. Eteki mátti nu minna vera í gamalli, enskri taók um mannasiði stendur þessi klausa: „Ef karlmaður mætir kunn- ingjakonu sinni á götu og ætlar að stanza og tala við hana, tekur hann af sér hatt og hanzka og losar sig við staf sinn og vindl- ing á eftirfarandi''hátt: Fyrst tekur hann vindlinginn og staf- inn (ef slíkt er fyrir hendi) í vinstri hönd. Tekur síðan ofan með hægri hendi, flytur hattinn yfir í vinstri hendi og dregur um leið hanzkann af hægri hendi og réttir ungfrúnni (eða frúnni) höndina." Svo mörg eru þau orð. En bæta mætti við, finnst oss, „ef ungfrúin er þá ekki horfin á bak og taurt!" Til fróðlctks. Hafið þið nokkrun tíma hug- leitt það, að hnapparnir á kjól- unum ykkar eiga sér sína sögu? Vitið þið, t. d., að á bronsöld- , inni, mörg þúsund árum f. Kr., voru hnappar notaðir eingöngu til skrauts. Það var ekki fyrr en á 13. öld e. Kr., að menn upp- götvuðu, að hnappar gátu líka verið gagnlegir. Fyrir um það bil 200 árum gengu auðugir menn og konur með skraut- hnappa úr skiru gulli og dýrum steinum. Þegar hið nytsama og skrautlega var sameinað, fór úr gömlum „swagger". Annað efni er notað í herðalistann. hnappaframleiðslan að blómg- ast. Hnappagerð er mjög fjölþætt, sökum þess að margs konar efni og aðferðir eru notuð við fram- leiðsluna. Listamenn og sér- fræðingar verða að sjá um teikningarnar. Hugmyndir sínar fá þeir frá ýmsum hliðum. Þeir fá þær t. d. frá útskurði á göml- um kertastjökum, skeljum.dýra- hausum, ávöxtum, blómum, körfum og ótal mörgu öðru. Síð- an verður að flytja teikninguna yfir áhnappinn sjálfan. Mörg mótunarefni eru meðal hráefn- anna, sem notuð eru. Trjákvoðu- efni, er nefnist „tenite", fram- leitt sem duft. Úr því er með sérstakri aðferð búið til nokkurs konar deig og með þessari að- ferð getur ein vél framleitt 50.000—250.000 hnappa á 24 kl.st. Gefur það ykkur nokkra hugmynd um, hve mikið af hrnöppum þarf til þess að svara eftirspurninni á markaðnum. Gagnsæ og ógagnsæ efni taka mörgum „sniðum". Einfalda hnappa er auðvelt að búa til og eru þeir vanalega notaðir á „skraddarasaumuð" föt, ryk- frakka, stuttjakka o. fl. Aðrir eru mótaðir með höndunum í heitu vatni, sem gerir efnið lint og þægilegt í meðförum. Venjuleg tréefni eru líka not- uð í hnappa. Rósviður, hnotvið- ur og aðrar tegundir eru skornar út í hnappa, sem eru síðan fægðir og jafnvel málaðir með skrautlegum litum. Saqa barnanna: Frá danssýningu, er Sigurður Guðmundsson efndi til. Hann á um þessar mundir 25 ára afmœli sem danskennari. s^^^^^^^ Eiginkona FRAMHALD an mann og hann, en hann hefði að réttu lagi átt að fleygja pokanum frá sér og segja: Þetta er misskilningur, Páll! Þú gafst mér nig, eins og ég raunar bað þig um — en það var konan þín, sem ég vildi fá. Hlátur, sem brýzt irstm. Margrét fer í Ijósið og mjólkar kýrnar, hengir upp hrísknippi handa kindunum, sækir vatn í brunninn og setur yfir eldstæðið til kvöldverðar. Svo hellir hún kvöldmjólkinni í leirbrúsa og gleymir ekki skálinni kattarins, sem nuddar sér fullur eftirvænt- ingar upp við pilsfaldinn hennar^ Hún heyrir, að vinnu muni vera hætt úti við; Páll kemur heim af akrinum, áður en kvöld- maturinn er tilbúinn, Hann gáir niður í vatnstunnuna og eldi- viðarkassann til þess að sjá, hvort það sé ekki eitthvert viðvik, er hann þarf að gera. En úr því að húsmóðirin þarfnast ekki neinnar hjálpar, dregur hann stígvélin af fótum sér við þröskuldinn og leggst endilangur á bekkinn. Hann teygði makindalega frá sér fæturna, og svo dæsti hann ánægjulega. Hann saug anganina frá pottinujn á þrífætinum upp í nefið: Margrét er að sjóða nýtt lambaket, leggí. Það kemur vatn í munninn á honum; hann kingir. Og hann lá þarna og horfði á konuna sína sýsla við húsverkin. Hann gat ekki komið orðum að því. Það var eitthvað svo hiyiegt og sefandi og gott, er beið hans heima, er hann kom þreyttur inn á kvöldin. Margrét, konan hans! Páll dæsti aftur af óblandinni sæld. Án Margrétar hefði verið tómlegt á þessum bæ. Hann sér sannar- lega ekki eftir því, að hann kom með konu með sér, þegar hann fluttist hingSð. Hann var orðinn svo vanur því að sjá hana í kringum sig, að hún var orðin eins og hluti af stofunni. Það lagði angan af spenvolgri mjólk úr skálinni, sem hún var með. Þessi angan samsamaðist svo vel því ljúfa og góða, sem streymdi frá Margréti. Hún var ylrík og græðandi eins og ný- mjólkin er, þegar hún kemuf í'bæinn, svo til beint úr spenanum. En í kvöldskininu sýnast honum kinnar húsmóðurinnar fölar. — Þú átt erfitt, sagði hann. — O-nei, sagði hún. Ég þarf ekki að kvarta. — En þú verður nú bráðum leyst af hólmi. Sumarstúlkan þeirra átti að koma einhvern næstu daga. Þá létti á Margréti. Páll var henni nærgætinn. Og það var gott að láta dekra sig. En öll þessi umhyggja hans var sizt til þess fallin að efla sjálfstraust hennar. Það hefði mátt halda, að henni væri eitthvað áfátt. En hún var í sannleika sagt enginn vesalingur. Lífsþrótturinn svall henni í æðum, og hún gladdist við vinnu sína yfir því að fá að hreyfa sig og reyna á sig. Hann hefði átt að sjá, að vinnan stóð henni ekki neitt fyrir þrifum, og hún gat vel leyst þetta af hendi. Og svo var það eitt, sem hún hafði ekki aðgætt fyrr: Páll sá sumt í fari hennar, en ekki annað. Hann veitti því undir eins at- hygli, hvort hún var föl eða rjóð, þreytt eða endurnærð. En ekki, hvort hún var glöð eða döpur, glettin eða alvarleg. Hann tók ekki eftir því, þótt það kæmi fyrir, að hún brygði skapi. Og þó gaf svipur henhar áreiðanlega til kynna, hvernig henni var innan brjósts. En hann skipti aldrei skapi sjálfur, hann var alltaf í þessu sama hversdagsskapi; ef til vill hélt hann, að i annan ham væri ekki hægt að fara. Páll háttaði undir eins og hann var búinn að matast. Og hann dæsti enn mjög sældarlega: hvað var það eiginlega, sem var sælla en að fá að leggjast til hvíldar með magann fullan af mat? Hann kallaði á Margréti: — Þú ert sjálfsagt orðin þreytt líka. Jú-jú, hún ætlar að fara að hátta líka, — jú-jú, hún kemur. En hún þurfti að sinna einhverju fleira í eldhúsinu. Hún var auðvitað búin að ljúka þessum sjálfsögðu kvöldverkum, — ef út í þá sálma var farið. En hún gat samt sem áður ekki fengið sig til þess að hátta. Páll var svo þreyttur þessi kvöldin; kannske að hann sofnaði, áður en hún neyddist til að koma í hátt- inn. Annars yissi hún, á hverju hún átti von. Annað en stundar- frestur gat þ*að þó ekki orðið, þvi að hann vaknaði fyrir allar aldir á morgnana, og það, sem fórst fyrir að kvöldinu, myndi á- reiðanlega verða framkvæmt að morgninum. Konan tók sér stöðu í bæjardyrunum og starði út í kvöldkyrrð- ina. Hún stóð þarna í tilgangnsleysi, aðeins af því einu, að henni þótti gaman að renna augum yfir byggðina, meðan húmið seig á. Hún var hálfhrædd við húmið, og þó heillaði það hana: maður gat haldið, að það byggi yfir einhverjum töfrum. Sumt rann inn í það og hvarf — annað breytti um svip. Hegralækjarþorp varð allt öðru vísi í augum hennar, þegar rökkrið færðist yfir. Á daginn var svo gott olbogarými og bjart yfir þorpinu þarna í brekkukinninni, að hvergi virtist óhultara. Og skógurinn var eíns og hlífiskjöldur gegn geystum veðrum. En þegar kvöldaði, var eins og þorpið væri mitt i miklum skógi. Og sá skógur var ekki lengur bæjunum til verndar: hann var þvert á móti heimkynni og griðastaður villidýra og hættulegra manna. Úlfarnir komu úr skóginum á veturna, og þjófarnir áttu þar athvarf árið um kring. Og mennirnir voru hættulegri. Þjófarnir höfðust þar við i fylgsnum sínum og sátu um byggðina, og þegar dimmt var orðið, gátu þeir læðst óséðir heim að bæjunum. Þess vegna tíndi fólkið muni sína saman á kvöldin og lét þá inn, jafnvel það, sem ekki var meira en skildings virði. Fólk gleymdi aldrei að setja hlerana fyrir gluggana, — maður krækti og hespaði og sannfærði sig að minnsta kosti tvívegis um það, að bæjardyrahurðin væri traust- lega læst. Og innan dyra, í stofnum, héngu axir og hlaðnar byssur. Seinast í dag hafði Karna Andrésar, kona oddvitans, sagt Margréti sögur um þjófnað í byggðinni — þær höfðu hitzt við brunninn, sem bæði býlin höfðu not af. Karna hafði misst stærsta koparpottinn sinn niðri við lækinn. Hún hafði vikið sér frá í vissum erindagerðum, þó ekki nema örskotslengd, og á meðan hafði þjófurinn farið á kreik og drasl- að pottinum inn í skóginn. Hann hafði vitaskuld legið í leyni og haft gát á henni, meðan hún var að skola þvottinn, og svo gripið tækifærið, þegar það gafst. Hyskið í skóginum sat sig aldrei úr færi. Eins og núna á pásknum, þegar þeir stálu hrútn- um hjá Eilífi Nikulássyni. Húsagarðurinn var opinn stundarkom . JCLLI OG DCFA Eftir JÓN SVEINSSON. Freysteinn Gunnarsson þýddi I. UPPI í SVEIT. Fátt er mér eins minnisstætt frá bernskuárum mín- um og atburður sá, sem ég ætla nú að segja frá. Ég verð víst aldrei svo gamall, að ég geti gleymt honum. Það var komið fram á miðþorra. Ég var þá um tíma á einhverjum stærsta bóndabænum á Norðurlandi og dvaldi þar mér til skemmtunar og hressingar. Á þessum bæ þótti mér ákaflega gaman að vera, og þar átti ég margar sannar sælustundir. Jörðin var gríðarstór, ein af þeim allra stærstu þar um slóðir. Þar var líka margbýli, margt vinnufólk og mörg skemmtileg börn. Og þar voru margar kýr, margir hest- ar, margir hundar og feikilega margt fé. Og eins og nærri má geta, var margt að snúast og mikið um að vera á bænum. Fólkið var skynsamt og myndarlegt, kurteist í við- móti og vel að sér. Sérstaklega hafði það gaman af skáldskap. Á vökunni voru lesnar íslendingasögur og oft kveðnar rímur, og stundum voru sagðar sögur. Sumir voru sér- staklega lagnir á það að segja langar og skemmtilegar sögurí Eins og mörgum er kunnugt, eru íslendingasögurnar snilldarverk. í bókmenntum Norðurlanda taka þær öllu öðru fram, og það jafnvel, þó að víða væri leitað. Á íslenzkum sveitabæjum er það gamall og góður sið- ur að skemmta sér við þær á kvöldin, og auk þess við rímur og kvæði og fleira þess háttar. En af þessari gömlu venju leiðir það, að íslenzkt sveitafólk er miklu betur að sér og menntaðra en sveitafólk í öðrum löndum. Fólkið, sem ég var hjá, var vinafólk foreldra minna og lét sér mjög annt um mig. Auk þess átti ég þar mörg og fjörug leiksystkini, og fátt gat komið sér betur fyrir mig í þá daga. Ég var þá ekki nema níu ára gamall. Við lékum okkur úti megnið af deginum, en þó urð- um við að læra dálítið á hverjum degi. En ekki var langt í skólann hjá okkur. Húsmóðirin sjálf var kennarinn okkar. Hún kenndi okkur bæði að lesa og skrifa, og auk þess landafræði, sögu og kverið. Fornaldarsöguna kenndi hún okkur svo yel og svo skemmtilega, að ég hefi aldrei gleymt henni síðan. Hún sagði okkur frá afreksverkum Alexanders mikla, orrust- um hans og herferðinni til Indlands. Og svo vel sagði hún okkur frá því, þegar hann drap Klitus vin sinn, að við gátum ekki tára bundizt. Horatius Cocles, Mucius Scævola, Pompeius og Cæsar vissum við líka mar-gt og mikið um. Sfafnar tannkrem gerir fennurnar mjalihvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- 1| glerunginn. Hefir þægilegt og hressandi bragð. _ NOTIH SJAFNAR TANNKREM KVÖLDt ©G MORGNA. Sápuverksmíðjan Sjöin Akureyri Raitækjavinnustoian Seliossi framkvæmir allskonar rafvirkjastörf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.