Tíminn - 15.12.1944, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.12.1944, Blaðsíða 5
105. blað TÍMINN, föstndaginn 15. des. 1944 461 Vm betta leyti fyrir 43 árum: Bruninn á Akureyri 1901 Við skulum gera okkur í hug- arlund, að við séum stödd í höf- uðstað Norðurlands rétt fyrir jólin árið 1901. Það er orðið áliðið dags, vindsveljandi og húmið að byrja að færast yfir gráan fjörðinn og snæviþaktar brekkurnar vestan í Vaðlaheið- inni. Einkennilegan þef leggur að vitum okkar. Það er bruna- lykt, áleitin og megn. Snjórinn er blakkur og í miðjum bæ getur að líta svartar. og ömurlegar rústir, sem enn leggur upp úr mógráa mekki hér og þar. Sviðn- ir viðir rísa á ská upp úr ipess- um rústum, sem fyrir einu dægri voru hús, hálfhrundar múr- pípur hanga á heljarþröm og rifnar og skældar járnplötur liggja á dreif í kring. Stöku gafl hangir kannske uppi og gjöktir til í gjólunni með óhugnanlegu ýli og skrölti. Nokkrir karlmenn standa á verði, skiptist á orðum við og við, berja sér annað veifið, en hafa þó alltaf gát á rústun- um, að eldurinn nái ekki að gjósa upp aftur. Sumir bjástra við að hella vatni úr skjólum, þar sem reykinn helzt leggur upp. Á bökkum Búðarlæksins og í sjálfum lækjarfarveginum, frammi á bryggjunni og víðsveg- ar í flæðarmálinu liggja ókjörin öll af hvers konar munum og skrani — allt það, sem borið hafði verið út úr fjórtán eða fimmtán húsum að morgni þessa óhappadags, fimmtudagsins 19. desember. Þar er fólk á flökti, einmanalegt, þungbúið og kregðulegt. Lítil börn norpa þarna í kuldanum í leit að leikföngum sínum og gullum — í þeirri von, að einhverju kunni að hafa verið bjargað út úr brennandi hibýlum þeirra. Eitt rekur kannske augun í gullastokkinn sinn, ef ti^ vill tóman og brotinn — annað finn- ur máske gamlan legg eða þvælda brúðu. Gamlar konur með ullarsjöl á herðum standa þarna líka og renna mæddum sjónum yfir þessa viðurstyggð eyðileggingarinnar. Dökk og síð pilsin flaksa um þreytta fætur þeirra. Þær hafa einnig misst al- eiguna í þennan sama súg. \ ' Þessi bruni var einhver hinn mesti, sem orðið hafði hér á landi á þeirri tíð, þótt að vísu hlytist ekki af honum manns- bani. Tjónið var metið á nálega hundrað þúsund krónur, sem var mikil upphæð þá, þótt það kunni að þykja smáræði nú. Ennþá var dagkaup verkamanna ekki nema tvær krónur, og árslaun dável settra embættismanna aðeins 1200 krónur. Átta hús brunnu til kaldra kola, sum stórhýsi, eftir því sem þá gerðist, og mörg önn- / ur skemmdust. Um skeið var ekki annað sýnna en mikil hluti bæjarins myndi brenna. Þarna stóðu timburhús- in svo til hvert við annað, gatan mjó og ekkert slökkvilið og eng- ' in slökkvitæki í bænum. En það varð til happa, að logn vár, þeg- ar eldurinn kom upp, og síðar, þegar kula tók, var eins og vind- urinn blési einatt úr þeirri átt, sem helzt þurfti við, til þess að forða útbreiðslu bálsins. En mest var þó að þakka, að eigi hlauzt meira tjón af, hinni ötulu fram- göngu hinna mörgu Akureyr- inga, er börðust við eldinn þenn- # an morgun og traustri og fát- lausri stjórn þeirra, sem til hennar völdust, þótt aldrei hefðu þeir neina þjálfun hlotið til þess háttar starfa. Var sjór í fötum réttur manni frá manni alla leið neðan úr fjöru, en aðrir mokuðu í sífellu snjó á þilin, sem eldur- inn leitaði mest á. Aðrir notuðu járnplötur og blauta poka til hlífðar. Gengu að þessu bæði konur og karlar og dró enginn af sér. Eru margar sögur sagðar af 'hinni frækilegu framgöngu ýmissa þeirra, sem þarna voru að verki. Upptök þessa elds voru í bygg- ingu nokkurri, allstórri, er var áföst Hótel Akureyri, stærsta húsinu, er þarna brann. Var í þessari viðbyggingu geymt margs konar dót, auk þess gripir og hey, og loks voru þar íveruher- bergi. Meðal annárs var þar gestaherbergi; var húsið haft opið um nætur til þess að menn, sem komu í kaupstaðinn eftir háttatíma, gætu leitað þar at- hvarfs, án þess að gera starfs- fólki gistihússins ónæði. Þessa nótt sváfu þarna einhverjir að- korriumenn. Sá, er síðast kom, kveikti á lampa og hengdi hann á fatasnaga rétt uppi undir súð- inni. Sofnaði hann síðan út frá ljósinu. Þegar menn vöknuðu var eldur kominn í súðina og heyrudda, sem ofan á henni var. Va'rð ekki við neitt ráðið, og sá- ust eldtungurnar teygja sig upp úr þakinu innan stundar. Vitn- aðist það aldrei, hver þessi ó- gæfusami gestur hefði verið, því að herbergisnautar hans þekktu hann eigi, en ^sögur (sem vita- skuld er varlega treystandi) hermdu, að hann hefði síðast sézt sitja undir búðarvegg og snæða úr mal um þær múndir, *r aðrir börðust hvað fastast við eldinn. Innan lítillar stundar læsti eldurinn sig í gistihúsið og það- an á tvo vegu: í næsta hús hin- um megin við það, verzlunar- og íbúðarhús Sigvalda Þorsteins- sonar kaupmanns, og yfir göt- una í geymsluhús og íbúðarhús Klemensar Jónssonar, er þá var sýslumaður Eyfirðinga. Frá þessum tveim húsum barst eld- urinn enn í þrjú hús. Stóðu allar þessar byggingar íbjörtu báli í einu, röskum klukkutíma eftir að eldsins varð vart. Var það óg- urlegt bál, eins og nærri má geta, og bjart sem um hádag í miðbænum. Margir fleiri geigvænlegir brunar herjuðu Akureyri á \>ess- um árum. En sárin, sem þeir ollu, bæði þessi og aðrir, eru fyrir löngu gróin, að svo miklu leyti, sem slík sár geta gróið. Gömlu konurnar, sem eigruðu um fjöruna eða rýndu þrútnum aug- um í rústirnar, eru fyrir löngu komnar undir græna torfu, og börnin, sem leituðu að horfnum gullum sínum og týndri gleði, eru nú fólk á efri árum. En ungir munu þeir hafa verið, er þarna áttu hlut að máli, sem eigi rekur á einhvern hátt minni til þessa atburðar. j. h. Sigrún P. Blöndal * (Framhald af 4. síðu) skóla hin síðari ár, og horflð þaðan aftur með góðri minningu ríkari. Ég drap áðan á mælsku Sig- rúnar Blöndal. Hún var að margra dómi, einn fremsti ræðu- maður þessa lands. Stuðlaði að því, vit hennar, óskeikull smekk- ur fyrir fögru og þróttmiklu máli, hugmyndaauðg^ og vand- virkni. Hafa mörgum orðið minnistæðar ýmsar ræður henn- ar við skólasetningu og skóla- slit á Hallormsstað. Frú Sigrún Blöndal verður, að öllu samtöldu, lengi minnistæð okkur Austfirðingum. Fjölþætt- ar gáfur hennar, þrek og skör- ungsskapur var allt svo fyrir- ferðamikið, að það fekk engum iulizt, sem einhver kynni hafði af henni. Því var og það. að okkur setti hljóða við hið skyndi lega fráfall hennar. Því að þótt vitað væri, að heilsa hennar væri tekin að bila, bjóst enginn við, að verða svona skjótt að sjá á bak henni. En af minningunni um hana stafar ljómi í hugum okkar vina hennar — ljómi, sem seint mun fölna. Og margir eru þeir nú, þessa dagana, sem hvarfla hug- anum austur til hins undurf agra Hallormsstaðar, en þar verður hún lögð til hinztu hvíldar við hlið hjartfólgins eiginmanns síns, í mjúka mold þess staðar, sem ól hana, staðarins, þar sem hún vann sín mestu afrek. Hlýjar kveðjur samúðar ber- ast syni hennar og fóstursonum, bróður hennar og öðrum nánum og kærum vinum. — En það, sem hún gaf okkur, verkin sem hún vann, eru okk- ur dýr arfur, sem vel skyldi á- vaxta. Reykjavík, 5. des. 1944 Marinó Kristinsson. Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNAN er komin út. Flytur hún m. a. eftirfarandi greinar: Verkefni samvinnumanna, eftir Jónas Jónsson. íslenzk samvinnufélög hundrað ára, eftir Ólaf Jóhannesson. Hvað á að gera við peningana, eftir Jón Árna- son. Samvinnan er málgagn samvinnuhreyf- ingarinnar. — Kaupið hana og lesið. jP«l*^*OXWN#» ^-^ •**>^****>^*^***^^^'^ ^- « Siafuar tannkrem gerir tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun i munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls' engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- 'I glerunginn. Hefir þægilegt og é hressandi bragð. * NOTIB SJAFNAR TANNKREM KVÖLÐÍ OG MORGNA. Sápuverksmíðjan Sjöín Akureyri ----------n FJALLIÐ EVEREST er bók, sem hefir inni aS halda stóríróölegar og skemmtilegar frásagnir um hæsta fjall jarSarinnar og tilraunir manna um að brjótast upp á hæsta tindinn. Höfundur er Sir. F. Younghusband, en þýðandi Skúli Skúlason ritstjóri. Tuttugu og tvær gullfallegar heilsíðumyndir prýða bókina. Þessi bók er tilvalin tækifærisgjöf. Hún kostar kr. 22.00 óbundin, en kr. 30.00 i góðu bandi. SNÆLANDStlTGÁFAN h.f., Lindargötu 9A Sími 2353. Reykjavík. Sími 1249 Simnefni: Sláturfélag Reykhús. - Frystfhús. NiðursKKðuverksmioja. - Bjúgnagerð. Framleiöir og selur í heildsölu og smásölu: Niöur- soðiö kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls- konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýreykt, viöurkennt fyrir g«eÖi Frostíf kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fyllstu hútímakröfum. VerÖskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um alit land. Vinnið ötuUega tyrir Tímann. Baðstofnhjal (Framhald af 4. síðu) stundum þrír) ái móti. Hafði stjórn- in þá helming eða tvo fimmtu hluta af ræðutímanum. Þannig gengur þetta á víxl, og hafa menn ekki komið auga á annað betra fyrirkomulag enn sem komið er. ÞETTA er nú orðið helzt til langt spjall um eldhúsdaginn. En það er heldur ekki nema einn eldhúsdagur á ari, það er að segja á Alþingi. En nú fara í hönd langir og erfiðir eldhúsdagar fyrir húmæður landsins, því að jólin nálgast, og þá þarf að hafa „áhyggjur og umsvif fyrir Ntnlkur óskast til fiskflökunar eftir áramótin. Hátt kaup. Frítt húsnæði. Hraðfrysiístoð Vestmannaeyja Sími3. SAVON de PARÍS mgUir húðina og styrhir. Gefur henni gndisfagran litblœ og ver hana kvillum. NOTIÐ SAVON mörgu" eins og Marta í guðspjall- inu. Ljúkum viS svo þessu taU í dag. Þjóðlegur iróðleikur: tlr síðnstn lelt, . eftir Ingibjörgu Lárusdóttur. í bók þessari eru end- urminningar höfundarins frá æsku- og uppvaxtar- árum, nokkrar þjáðsögur og síðast en ekki sízt sagnir af Bólu-Hjálmari, en Ingibjörg er dótturdótt- ir HJálmars. Sku^sjá I.-II., íslenzkrar aldarfarslýsirigar og sagnaþættir. í þess- um tveimur heftum Skuggsjár, sem út eru komin, er ýmislegur forn- og skemmtilegur fróðleikur, sem unnendur þjóðlegra fræða munu tæplega vilja vera án. Hafurskinna, safn sjaldgæfra og óprentaðra kvæða, islenzkra, frá 17. og 18. öld. Ætlunin er að gefa út eitt til tvö bindi af þessum kvæðum, og er fyrsta heftið komið út. Bækur, sem geyma þjóðlegan fróðléik íslenzkan, eiga að skipa heiðurssess í bókaskápum fslendinga. Látið þess vegna ekki undir höfuð leggjast að eignast framantalðar bækur. , Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.