Tíminn - 15.12.1944, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.12.1944, Blaðsíða 6
462 TÍMINiy, föstiidaginn 15. des. 1944 105. blað Ræda séra Sveín- bjarnar Högnasonar (Framhald af 3. síðu) reyna í 1 engstu lög að leyna þjóðina hversu ástatt* er um fjármál hennar og atvinnulíf, þegar horfast á í augu við kom- andi verkefni og vandamál eft- ir-stríðsáranna næstu. Það á ekki að vara við hætt- um, og því síður að gera neitt til að forðast þær. Hættum þeim, sem sjúkt fjármála- og at- vinnulíf þjóðarinnar er í, eftir fellibylji styrjaldarinnar. Gleið- gosaháttur, gorgeir og skrum á að vera smyrsl við öllu slíku. En eitthvað er það ólíkt leið- toga Breta, Churchill, sem allir dá, og nú er að leiða þjóð sína til sigurs ^gegnum brotsjói stærstu styrjaldar veraldarinn- ar. Hann taldi sig þurfa' að segja þjóð sinni allan sannleik- ann, til að geta búið hana til sigurs. Vér erum að vísu ekki í slík- um sporum, sem betur fer, en vér erum þó í vissum skilningi að leggja til orrustu. Að heyja bar- áttuna, að vinna friðinn, sem kallað er, tryggja frelsi vort í framtíðinni, menningu vora, mannréttindi, atvinnulíf og all- an þjóðarhag Til þess að það stríð vinnist, þarf þjóðin örugga forustu, sem þorir að segja sannleikann eins og hann er, og horfast í augu við raunhæf vandamál, hvort sem einum .líkar betur eða ver. Og háskalegust alls er nú sú falskenning, að krónufjöldinn eða hæð tölunnar séu þau raun- verulegu verðmæti, hvort sem það er í launagreiðslum verka- mannsins, afurðaverði bóndans eða innstæðum gróðamannsins. Sú trú leiðir af sér gengislækk- un, eyðing verðmætanna, sem fengin eru, og fjárhagslegt hrun fyrr en varir. Kaupmáttur gjaldmiðilsins er eitt sem máli skiptir, og það, að sá kaupmáttur rýrni hjá engum, hvorki verkamanni, bónda eða gróðamanni, þótt tölurnar séu færðar niður, og helzt til sam- ræmis því, sem þjóðirnar, sem við eigum að keppa við, hafa nú hjá sér. Það er eina vonin til þess að hægt sé að viðhalda lífskjör- um almennings í landifiu, að á þessu sé ráðin bót nægilega fljótt, annars hljótum við að tapa, bæði því, sem við höfum eignazt og líka baráttu okkar um að vinna friðinn og tryggja frelsi okkar í framtíðinni. — Á þessu hefir íslenzk bændastétt fullan skilning, og þess vegna mun hún einhuga spyrna gegn þeim óheillaöflum, sem nú erú rikjandi í fjármálum og at- vinnulífi þjóðarinnar og verið er að reyna að telja þjóð- inni trú um, að muni leiða hana inn i einhver rósrauð hillinga- lönd. Því miður hefir meiri hluti þings, ennþá einu sinni, gefizt upp við að ráðast gegn dýrtíð- inni og ráða bót á meinsemdum hennar,- og í þess stað myndað stjórn eins og 1942, til að láta berast með straumnum, og fljóta ennþá nær feigðarósi. Þar eiga aðalvandamálin að hvíla sig enn sem fyrr, en verzla á um fé og fríðindi, eins og 1942, og halda gulldansinum áfram. Það verður samt að vona það, að fleiri og fleiri vitkist með þjóðinni í þessum efnum, eftir því sem dómgreindin skýrist, eftir gullvímuna, og að þvi mun Framsóknarflokkurinn vinna, eftir því sem tök eru á, í fullri vitund þess, að barátta hans í þeim efnum, er barátta fyrir fjárhagslegu, og þá um leið fullkomnu frelsi þjóðarinnar allrar. Nýkomið: Flibbahnappar Frmalinappar Brjósthnappar H. Toft Skólavðrffustfg 5. Sími 1035. eftir GILS GIJÐMIJNDSSON fyrra bintli, er komin át, Saga þilskipaútgerðar á Islandi frá öndverðu og þar til henni lauk að fullu. Yfirgripsmikið, ýtarlegt og skemmtilegt rit um eitt allra merkasta tímabilið í atvinnusögu þjóðarinnar. Skútuöldin er mikið rit. Fyrra bindið er um 600 bls., prýdd 200 myndum af skip- um, útgerðar^öðum, útgerðarmönnum, skipstjórum og skipshöfnum. — Síðara bindið, sem kemur út snemma á næsta ári, verður álíka að stærð og einnig prýtt miklum fjölda mynda. — í þessu ritverki er geysimikill fróðleikur saman kominn og mikill fjöldi manna kemur þar við sögu. i Þilskipantgerðin var undirstaða alhliða vakiiin»ar í íslenzku hjóðlífi á öldinni sem leið. Með þessu stór merka ritverki Gils Gnðmundssonar er þilskipaveiðunum, útgerðarmönnum skipanna og „skútukörl- * imnm“ gerð þau skil, sem þcinc eru samboðin. Þetta er jólabók Bilendinga i ár *© í Bókaúígáfa Guðjóns Ó. Guðjó nssonai i í jólabaksturinn: Hveiti í l. v. Hveiti í 10 lös pk. Genúa Pride Lyftiduft Eygjayult Þurrkuðar eggjurauður Kardimommur IXeyull Vanillesykur Möndlur, steyttar — heilur Súkkut Sýróp Sultu Hunang Hjurtarsult Kókusmjöl VuniUetöflur Bökunardropar Kökuskruut Púðursykur Kukó Tólg Svínufeiti V unillestengur Lax í ds., Salud dressing Sandtv. spreud Sardínur, Stld í dósum Ansjósur, THurtu Luxamuuk, Síldurmuuk Álegg uUskonar Ávuxtusufur, Ávuxtudrykkiv Öl, ölefni, Multin Kerti — Spil — Sœlgœti Á jélaborðið: Hungikjöt Grusnur baunir Gúlrófur Gulrætur Hvítkál Súrkál Huuðrófur í gl. Cubers Humur t Spínat Ætisveppir Aspurgus í súpur Oo. slikk Pikles, súr og sœtur Agúrkur í gl. Bl. grœnmeti Grtenmetis- og Kryddsúpur Rekord búdingfar Ronim, Appelsín Hindberju, Vunille Möndlu, Súkkuluði Anunas, Sítrónu Lúxus búdiograr Með Appelsínu- og Hinberju-sósuefni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.