Tíminn - 19.12.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.12.1944, Blaðsíða 2
466 TÍMINN, þriðjudaghm 19. des. 1944 106. blað M>rið$udagur 19. des. Kollsteypuforustan í S j álístæðísílokknum Það er fróðlegt að lesa vitnis- burð elztu þingmanna Sjálf- stæðisflokksins um það, hvernig ríkisstjórnin varð til á seinasta hausti. Pétur Ottesen segir í bréfi til kjósenda s'inna, að stjórnarsamningarnir „hafi tek- ist eftir mikla eftirgangsmuni við kommúnista og Alþýðufl., sem neyttu þess og settu Sjálf- stæðisflokknum kostina, er skuldbinda h'ann til að koma fram áhugamálum þessara flokka hvað, sem það kostar." Gísli Sveinsson segir i bréfinu til kjósenda sinna, að „hann telji, að stjórnarmyndunin hafi tekist.með undarlegum og nærri óskiljanlegum hætti" og að „þetta stjórnarmyndunartiltæki meirahluta þingsflokks Sjálf- stæðismanna sé hrein kollsteypa í stefnu og starfi flokksins." Þessi þungi áfellisdómur elztu og reyndustu þingmanna Sjálf- stæðisflokksins'hlýtur að vekja hjáf mörgum þessar spurningar: Hvað réði því, að Sjálfstæðis- flokkurinn sýndi kommúnistum svo „mikla eftirgangsmuni", a3 hann „skuldbatt sig til að koma fram áhugamálum þeirra, hvað sem það kostaði"? Hvað réði því, að Sjálfstæðisflokkurinn vann það til fyrir samvinnuna við kommúnista að taka „hreina kollsteypu í stefnu og starfi flokksins"? . Við þessum spurningum er ekki til nema eitt svar. Sjálf- stæðisflokkurinn er, eins og hon- um nú er háttað, ekkert annað en verkfæri Kveldúlfsfjölskyld- únnar. Metnaðarþrár hennar og erlendar hagnaðarvonir voru tengdar því að geta skreytt sig með forsætisráðherratitlinum. Fyrir þennan titil þótti'tilvon- andi að ganga að þeim skilyrð- um kommúnista „að koma fram áhugamálum þeirra, hvað sem það kostaði", eins og Pétur kemst að orði, og láta Sjálfstæð- isflokkinn taka „hreina koll- steypu í stefnu og starfi", eins og Gísli orðar það. Þetta er vissulega ekki 1 fyrsta sinn, sem Kveldúlfsklíkan hefir þannig notað Sjálfstæðisflokk- inn til að ganga einkaerinda sinna, án minnsta tillits til þess, hvort það samrýmist stefhu flokksins eða þjóðarhagsmunun- um. Saga Sjálfstæðisflokksins á síðari árum fjallar um fátt ann- að en nýjar og nýjar „kollsteyp- ur" á starfsháttum og stefnu, sem markast hafa af hagsmun- um f jölskyldunnar hverju sinni. Engin „kollsteypa" hefir þó ver- ið jafn stórkostleg og örlagar^k , og þessi, enda hefir ekki tekist að fá fimm þingmenn og annað aðalblað flokksins með í þetta sinn. Það er vegna þessarar yfir- drottnunar Kveldúlfsklíkunnar í Sjálfstæðisflokknum og hinna stöðugu „kollsteypa" flokksins, sem ekki hefir verið hægt að að koma á neinu borgaralegu viðreisnarstarfi í landinu und- anfarin ár og því verður áreið- anlega ekki komið á svo lengi, sem Sjálfstæðismenn sætta sig við slíka forustu. Það geta eng- ir treysta Kveldúlfsklíkunni til varanlegs samstarfs, því að aldrei er Vitað, nema nýtt yfir- boð kommúnista til fjölskyld- unnar valdi nýrri „kollsteypu" og lsá vísir til viðreisnarstarfs, sem kynni að hafa myndast, verði þannig gerður að engu. Til þess að öflugt samstarf geti tek- ist þarf tiltrú og öruggan grund- völl. „Kollsteypu"forustu Kveld- úlfsklíkunnar í Sjálfstæðis- flokknnum er vissulega búin að sanna það, að hún er enginn grundvöllur' til að byggja á vandasamt samstarf um torleyst málefni. Þeir menn, sem tala um borgaralegt samstarf, en hlíta eftir sem áður forustu Kveldúlfs'klíkunnar, meina því vissulega ekki neitt með -skrafí sínu. Ef þeir vilja syna viljann í verki, er það fyrsta skrefið, að þeir losi sig undan oki hennar. ^^^M^^^^^«VM*^^MM>'^^WW^M*^^*'MVI'^^^fWM^^«"i'^^V Lýðveldisást. Á víðavangi \ Það er ljótt að vera á móti stjórninni, segja stjórnarsinnar, því að nú er búið að stofna lýð- veldi í landinu. Það ba'r þó ekki á öðru en að þessir sömu heið- ursmenn hefðu fullan hug á að vera á móti fyrrvérandi stjórn í sumar og haust, þó þá væri bú- ið að stofna lýðveldi. En nú eigá menn að „þegja við öllu röngu" — lýðveldinu til dýrðar. Þegja við því, að þjóðin sé höfð að leiksoppi. Þegja við því, að brigð- mælginni sé dillað og rindil- mennskan sett í öndvegi. Þegja við því, að stofnað sé til stór- kostlegs reksturshalla hjá rík- inu og lántöku til daglegra þarfa meðan allt flýtur í pen- ingum. Þegja við því, að dýrtíð- in sé aukin og stefnt að því, að allt, sem almenningur hefir sparað saman síðustu árin, verði lítilsvirði, en þjóðarauð- urinn safnist á hendur speku- lanta. Það á eftir þessu að vera fyrsta skyldan við lýðveldið að leggja blessun sína yfir þá, sem með völdiri fara, án tillits til þjóðarhags eða þjóðmálaskoð- ana. Hætt er við, að slík þjón- usta verði mörgum erfið. En þeir hafa þá líklega ekki skilið það, sem fram fór 17. júní á Þing- velli við Öxará! Trú Alþýðuflokksins á Brynjólf og Ólaf. í Alþýðublaðinu 16. þ. m. birt- ist grein, sem nefnist: Hve lengi ætlar Framsóknarflokkurinn að blekkja sjálfan sig? Þessi sjálfs- blekking Framsóknarflokksins, sem Alþbl. talar um, er þó ekki önnur en sú, að flokkurinn fylg- ir nákvæmlega sömu viðnáms- stefnu í dýrtíðar- og kaupgjalds- málum og Alþýðuflokkarnir í Svíþjóð, Bretlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi, en einmitt í þess- um löndum hefir slíkum flokk- um vegnað bezt og minnst orðið úr vexti kommúnista. Hefði. ís- lenzki Alþýðuflokkurinn borið gifta til að fylgja þessari stefnu og ekki blekkt sjálfan sig með því að fara í yfirboðskapphlaup við kommúnista, myndi hann hafa getað haldið hlut sínum og vel það í stað þess, að kommúnistar eru nú að reita af honum fylgið. í tilefni af þessu sjálfsblekk- ingaskrafi Alþbl. virðist líka ekki úr ,vegi að vara Alþýðu- flokkinn alvarlega við þeirri sjálfsblekkingu, að hann sé þátttakandi í einhverri við- reisnar- og umbótastjórn, þar sem Brynjólfur Bjarnason er á aöra hlið og Ólafur Thors á hina. Sé nokkuð að marka skrif Alþbl. um kommúnista, þá hafa þeir annað markmið með stjórn- arþátttökunni en umbætur og framfarir og er þar gleggst að minna á reynsluna frá Belgíu og Grikklandi. Eða heldur Alþbl. að Brynjólfur sé betri en hinir grísku og belgísku „félagar" hans? Og sé nokkuð að marka fyrri og síðari skrif Finns Jóns- sonar um fjölskyldusjónarmið Jensenssona, þá hefir Ólafur Thors vissulega önnur sjónar- mið með stjórnarþátttökunni en umbætur og viðreisn. Ætli það sé ekki efling Kveldúlfs, sem vakir fyrir honum fyrst og fremst, og hingað til hefir það ekki talizt umbótamál alþýð- unnar, að dómi Alþbl. Af öllum sjálfsblekkingum Al- þýðuflokksins er þessi nýja trú hans á umbótavilja Brynjólfs og Ólafs Thors háskalegust. Það mun flokkurinn, því miður, eiga eftir að reyna. Því fyrr, sem flokkurinn vinnur sigur á þessari sjálfsblekkingu, því beíur mun honum farnast. Mbl. reynir að ófrægja fimmmenningana. Morgunblaðið ver allri for- ustugrein sinni á föstudaginn til að halda því fram, að fimm- menningarnar svokölluðu séu ekki stjórnarandstæðingar. Hafa þó ekki aðrir farið harðari orð- um um stjórnarmyndunina og stjornarsamningana en fimm- menningarnir, eins og bezt sést á bréfköflum þeirra Gísla Sveinssonar. og Péturs Ottesen; er birtir voru í seinasta blaði. Ekkert hefir síðar komið fram, er bendir til þess, að ,fimm- menningarnir hafi horfið frá þessum skoðunum sínum og síð- ur en svo hefir nokkuð gerzt, er gæfi þeim réttmæta ástæðu til þess. Það verður því ekki hægt að líta öðru Vísi á þessi skrif Mbl. en sem ómaklega tilraun til að koma því lítilmennskuorði á fimmmenningana, að þeir hafi bognað fyrir flokksmeirihl. og yfirgefið málstað sinn ellegar að þeir hafi ekki meint neitt annað með gagnrýni sinni á stjórnarmynduninni en að sefa óánægða kjósendur sína. Hvort tveggja væri jafn lítilmannlegt, og launar Mbl. þessum mönnum ekki vel dygga þjónustu við Sjálfstæðisstefnuna með því að bera þeim slikt á brýn. Kommúnistar og skólamálin. Þjóðviljinn flutti nýlega for- ustugrein um það, að nú væri annar og méiri stórhugur ríkj- andi í menntamálum, en meðan Framsóknarmenn fóru með völd. Þá hefði aðgangur að Mennta- skólanum í Reykjavík verið tak- markaður og lítið gert í skóla- málum. Hinir mörgu alþýðuskólar, sem r'isu upp í stjórnartíð Fr^amsókn- arflokksins. afsanna þennan róg Þjóðviljans alveg nægilega. Að vísu var aðgangur að gagn- fræðadeild Menntaskólans í Rvík takmarkaður, en Gagn- fræðaskóli Reykjávíkur var líka jafnframt settur á1 stofn. Og Menntaskóla var jafnframt komið upp á Akureyri, svo að möguleikar til stúdentsmennt- unar voru stórauknir. Hvar er það svo, sem þessi stórhugur kommúnista í skóla- málum hefir komið fram? Það er ekki nóg að vitna til ræðu eftir Brynjólf Bjarnason. Hingað til er ekki kunnugt um annað verk kommúnista á þessum vett- vangi en að berjast hatramlega gegn því máli Framsóknar- flokksins að koma upp mennta- skóla í sveit. Það er nú allur stórhugurinn og víðsýnin, sem hingað tilvhefir orðið vart hjá kommúnistum í skólamálum! Misheppnaður -stuldur kommúnista. Grein sú, sem Páíl Þorsteins- son alþm. ritaði! nýlega hér í blaðið • um landbúnaðarfrv. kommúnista hefir að vonum vakið mikla athygli. Kommún- istar hafa gumað mikið af þessu frv. og reynt að láta líta þann- ig út, sem hér yæri á ferðinni stórmerk nýmæli ög ný stefna í landbúnaðarmálum. Páll sýndi fram á það með glöggum' sam- anburði, að irv. kommúnista er ekkert annað en upptugga á eldri lagafyrirmælum, er sett hafa verið af Framsóknarflokkn- um um þessi mál. Er það vissu- lega góðra gjalda vert, — og meira en hægt var að búast við af kommúnistum, — að viður- kenna þannig það, sem vel hefir verið gert'aður. Síðan Páll birti grein sína, hef'ir verið hljótt um þetta mál í Þjóðviljanum. Kommúnistum er ljóst, að þeim munu ekki í þetta sinn heppnast að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Ættu þeir vissulega að festa sér þessa reynslu í huga, svo þá hendi síður slíkur stuldur framvegis. „Fórn" Sigfúsar. í útvarpi frá Alþingi skoraði Sigfús Sigurhjartarson á bænd- ur að leggja niður Framsóknar- flokkinn. Taldi hann það hæfi- lega p.fórn" af þeirra hálfu. Sig- fús og sálufélagar hans hafa hins vegar talið verkalýð lands- ins nauðsynlegt að eiga „for- ustúflokk". Þessir „foru'stuflokk- ar" eru nú tveir, og hefir Sigfús „fórnað" sér fyrir báða. •i MDDIR MfáANNANM í tilefni af hinum stöðuga „eining- I arsöng" kommúnista segir svo i for- i ustugrein Dags 7. þ. m.: „Kommúnistar hafa jafnan hrópað hátt' um „sameiningu verkalýðsins" og nauðsyn þess, að Alþýðusambandið yrði lbsað úr tengslum við hina póltiísku flokka í landinu. Nú er ljóst orðið, hvað fyrir þeim hefir vakað með þessu fagra friðartali. Alþýðusambandið hefir nýskeð verið soðið upp eftir þeirra eigin kokkabók, og þrír flokkar — allir núverandi stjórn- arflokkarnir — gengið til sam- starfs um stjórn þess. Nú skyldu menn halda, að kommúnistar hefðu gengið ötullega að því verki að treysta þessa sameiningu og auka samstarfið og bróðurþelið. En viti menn! Nýafstöðnu sam- bandsþingi breyttu þeir í harð- vítugri og illvígari pólitíska orr- ustu en um getur nokkru sinni fyrr í sögu nokkurra samtaka á íslandi. Þeir undirbjuggu þá orr- ustu með því að svíkjast aftan að sínum kæru samstarfsmönnum — pólitískum andstæðingum, sem þeir höfðu áður ginnt í flatsæng- ina til sín — með því( að dreifa út ógeðslegu leynibréfi og laun- ráðum gegn þeim um land allt. Ekki var samkunda þessi heldur fyrr sett en kommúnistar hófu þar magnaðar pólitískar deilur og á- rásir á Alþýðuflokkinn. Þeir náðu undirtökunum á þinginu með fá- heyrðum ójöfnuðif ofbeldi og lög- leysum .... Og að lokum klykktu þeir út með því að kjósa gamlan nazista-liðþjálfa og sundrupar- postula sem forseta alþýðusam- takánna á íslandi! — Karl gamli Marx skaut ekki fjarri markinu forðum, þegar hann sagði: „Þeir, sem hæst gala um einingu, eru sjálfir oft öruggustu sundrungar- sveppirnir"." v Dagur segir svo að lokum: „Og svo er þessum mönnum — sem ekki reynast <færir um að ráða sínum eigin málum til lykta á annan veg en þennan — ætlað að tfaka höndum saman og mynda „þjóðlega einingu" um stórfelda nýsköpun og friðsamlega þróun atvinnuveganna og forystu allra þjóðmála á íslandi. Trúi þeim hver, sem vfll, til góðra og happa- sælla verka. Framsóknarmenn treysta þeim ekki". Ætli að það séu lika ekki allmargir fleiri en Pramsóknarmenn, sem treysta þeim ekki? * * * Það er nú meira að segja svo kom- ið, að Þjóðviljinn viðurkennir, að rík- inu sé bundin lítt viðráðanlegur baggi með launalögunum, eins óg afgreiðsla þeirra er háttað. Blaðið segir um þetta í forustugrein 15. þ. m.: „Það verður óhjákyæmilega ein trygging, sem gera þarf til þess að þau launakjör, sem nú eru á- kveðin, géti haldizt, — að fram- kvæma allsherjar endurskoðun á starfsemin og stofnunum ríkisins, til þess að koma þar á sem hag- nýtustu fyrirkomulagi í hvívetna. Engir eru kunnugri því en ein- mitt starfsmenn ríkisins sjálfir, hvernig endurbæta mætti ríkis- kerfið, svo það yrði í senn betra og ódýrara og gæti tryggt starfs- mönnum sínum til frambúðar þau launakjór, sem nú er í ráði að ákveða". Hér er það,berlega játað/að launa- lögin nýju v'eiti starfsmönnum rik- isins enga tryggingu, nema jafnhliða verði komið á stórfelldum sparnaði með fækkun og samfærslu embætta. Hefir vissulega verið rétt að farið, ef byjað hefði verið á því að skapa nýju launalögin slíkan grundvöll, því að hvers virði eru opinberum ^starfs- mönnum launalög, sem engin trygg- ing er 'fyrir. Á þetta var strax bent hér í blaðinu, þegjar launalagafrum- varpið • kom fram1, en stjórnarliðar skelltu skolleyrum við því, eins ' og öðrum réttmætum ábendingum, og vissulega er ekki nema slíkra end-. urbóta að vænta rrieðan núv. ríkis- stjórn hangir við völd. Er líka næst trúlegt, að framangreind skrif Þjóð- viljans séu lítið annað en marklaust orðagjálfur, eins og flest það, sem það blað minnist á og til umbóta horfir. Nýtt EftirmatDFájóI REKOED LÚXUSTEGUND Búdings daft Með sósudufti. Appelsínubzagð. f»ad, sem íslenzhar húsmœ&ur hefir vantað undanfarin ár9 eru góSar sósur út á húðing. Nú hefir oss tehizt aS framlei&a sérstahJega Ijiúffengt sósuefni, sem fylgir með í hverjjum Rehord-Lúxus búðingspahha. <— Sósuefnið er framleitt í tveim tegundum: Appelsínu og hindberjabragð WjinagerMn REKORD Kápubúðin Kemur fram i búðina um helgina mikið úrval aí svörtum k^ipum, með silfurrefa og blárefaskinnum. Einnig barna- og unglingakápur. . - Seljum fyrir jólip ódýrt: Undirföt — Náttkjóla — Svefnjakka — " ' Morgunsloppa ásamt Dag- og Kvöldkjólum. Mikið úrval af dömutöskum, samkvæmistöskum og hönsk- um. Nýjasta gerð. — Margar hentugar jólagjafir. — Daglega eitthvað nýtt. Lítið í gluggann. Kápubúðin9 Laugaveg 35. SIGVR9VR GVÐMVNDSSON.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.