Tíminn - 19.12.1944, Side 4

Tíminn - 19.12.1944, Side 4
468 TÍMIM, frrigjiidaginn 19. des. 1944 106. blaO V Islenzkar þjóðsögur «g a'vlnlyri / \ ■ / i ;?leð 70 tnynduin eftir íslenzfca listamenn. f o EfNAR ÓL. SVEIJVSSOJV tók saman. J bók þessári er ekki einungis úrval úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, heldur úr íslenzkum þjóðsögum yfirleitt. Bókin er yfir 500 bls. í stóru broti og skipt í þessa tólf kafla: Huldufólkssögur, Sæbúar, Tröll, Draugar, Ófresk- isgáfur, Galdrar, Úr náttúrnnar ríki, Helgisögur, Úr sögu lands og lýðs, Úti- j legumenn, Ævintýri, Gamansögur. I'essir listamenn eiga myndir í bókiniji: Ásgrímur Jónsson,'Einar Jónsson, Eggert Guðmundsson, Eggert Laxdal, Guðm. Thorsteinsson, Jóhannes Kjarval, Kristinn Pétursson, Tryggvi Magnússon. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þessa bók. Ef til vill hefir aldrei verið gefin út bók, sem í jafnríkum mæli er hold af holdi íslenzku þjóðarinnar og blóð af hennar blóði eins og þetta þjóðsagnaúrval dr. Einars Ól. Sveinssonar. í þjóðsögunum felast sumir þeir dýrgripir, er hæst skarta í íslenzkum bókmenntum. Bókin er forkunnarvel prentuð hjá H.f. Hólar og bundin í mjög vandað og fallegt skinnband hjá H.f. Bókfell. í Þ>rátt fyrir muryur yóður nýjar bœkur9 verifur jsetta AÐAL-JÓLÆRÓKIIfí H.f Leiftur ÞAKKARAVARP I til þeirra er heimsóttu mig á sextugsafmæli mínu 1. sept. „44“ Við heimsókn ykkar hér í dag, hlaut ég gleði bjarta, hún hefir auðgað andans hag, og yljað mínu hjarta. Gott er að finna handtak hlýtt, er hlýju þráir öndin, % því vinarbros og viðmót blítt, vermir andans löndin. Ég þakka, vinir, þennan dag, ég þakka gjafir, skeyti. Auðnan greiði ykkar hag^ angri í gleði breyti. Heitt þess biður hugur minn, hér á lífsins vegi, fylgi ykkur farsældin fram að hinsta degi. Guð blessi ykkur öll, lifið heil og sæl. Straumfjarðartungu; 10. sept. ’44 Ragnheiður G. Kristjánsdóttir. §lökkviliðs- itjórastarfið í Reykjavik er liér ineð auglýs£lanst tll umsókuar. Skrifstofa mín tekur vlð umsóknum tll 1. febrúar 1945 oí* gefur nánari npp- x lýsingar. » / . *• Borgarstjórinn í Reykjavík, 15. desember 1944. Bjarni Benedíktsson. Nýsköpunín Jleillavænlegt virðist mér og viðeigandi, að minnast hér á nýjungar hjá nýsköpunarmönn- um, því áframhald er enn hjá þeim, sem eru að skapa nýjan heim. Slíkir mehn eru alla daga í önnum. f Þar er margt til að þreifa á, en það, sem ég ætla að skýra frá, er lítið eitt af þeirra landbún- aði. Á því sviði eru þar í upp- siglingu nýjungar, sem um er vert að skrifa og birta í blaði. í hitteðfyrra-haust var það, hygg ég, sem þeir fóru af stað, þessir framtaksmenn, til landa- leitar. Þeir ætluðu að sýna öðr- um það, hvernig ætti að reka landbúnað, og heimta nærri helming Mosfellssveitar. Þetta mál var margskoðað. Meiri hlutinn studdi það, og þeir fengu frjóar, stórar lendur. Svo byrjuðu þeir búskapinn. En bíða verður þó, um sinn, að telja allt, sem þeir tóku sér fyrir hendur. Þeim fannst það sízt til fagn- aðar né farsældar, að hafa þar marga sauði og mikinn fjölda kúa. Að hirða og mjólka marg- ar kýr er mikið starf, en vinnan dýr, svo öðruvísi er auðveldara að búa. Frá dögum Njáls var algengt að aka skarni á hóla. En það hafa þeir nýju látið nið- ur falla. Að það sé skaðlaust þykir sýnt, og þetta er heldur ekki fínt, seyn vei’ður að telja veigamikinn galla. 1 í öllum þeirra áformum og at- höfnum í búskapnum er andi nýr, sem nýrra ráða leitar. Til að létta túnaslátt tóku þeir upp nýjan hátt, að nota túnin helzt i til hrossabeitar. Þeir eru að" ræða á þingi nú um það, að stofna ríkisbú og bændaskóla á Skálholtsbiskups- setri. Ég held að það væri heilla- ráð að hætta við það allt í bráð, því önnur lausn er einfaldari og betri. Bezta fræðsla um búskap er, fyrir bændaefni, að kynna sér hið nýja bú með nýsköpunar- sniði. Þar er einmitt allt að sjá, á einum stað, sem landið á full- komnast og fremst á þessu sviði. Að sjá með eigin augum það, sem um er að vera á þessum stað, tel ég betra en ganga *í bændaskóla. Og fullvíst er, að fólkið mun fagna þeirri ný- sköpun. Eg óska ykkur, góðir hálsar, gleðilegra jóla. S. Jólaljósin frá lðju L j ósakr ónur margar gerðir með fallegum skermum. — Einnig AME- RÍSKAR GLERSKÁLAR. Borðlampar sérlega fallegií, i miklu úrvali, með silki- og pergament- skermum. ÍSLENZKIR og AMERÍSKIR. — Sérlega kær- komin jólagjöf. — Standlampar úr mahogni, hnotu og eik. Einnig AMERÍSKIR STAND- LAMPAR. Veggkerti af ýmsum gerðum. Ljósaskermar í loft, á borðlampa, standlampa og veggkerti. j IÐJL-sólirnar komnar í mörgum stærðum og litum. Gleðiley jól ! SKERMAGERÐIN IÐJA Lækjargötu 10 B. BLÓMABLÐII\ GARÐLR: Jélatré og og greinar Pantanir óskast sóttar sem fyrst. BLÓMABLRSN GARÐLR, Garðastrœti 2. Sími 1899. Tílkynníng frá Landssíman- um um jóla- og nýársskeyti Til þess að flýta afgreiðslu jóla- og nýái’sskeyta, má afhenda á allar landssímastöðvar jóla- og nýársskeyti með eftirfarandi textum, og geta sendendur símskeytanna valið á milli textanna. A. Gleðileg jól gott og farsælt nýár. B. Beztu jóla og nýársóskir, vellíðan, kveðjur. C. Beztu jóla og nýárskveðjur, þökk fyrir liðna árið. D. Gleðilegt nýár, þökk fyrir liðna árið. Skeyti þessi kosta kr. 4,00 á skrauteyðublöðum, — innanbæjar þó áðeins kr. 2,50. Að sjálfsögðu mega sendendur jóla- og nýárs- skeyta orða textann samkvæmt eigin ósk eins’og áður, ef þeir kjósa það heldur. Jólaskeytin óskast afhent eigi síðar en á hádegi 22. desember og nýársskeytin eigi síðar en 29. desember. gangverði á staðnum, en úthlut- ar arði eftir á. 6. Félagið selur aðeins gegn staðgreiðslu. 7. Félagið er hlutlaust í trú- máluhi og stjórnmálum. 8. Nokkrum hluta af ágóða hvers árs skal varið til al- mennrar fræðslu. - Enn í dag eru það einmitt fjórar fyrsttöldu reglurnar, sem eru aðaleinkenni samvinnufé- laga. Aðal-höfundur þessa skipulags er almennt talinn einn af vef- urunum, maður að nafni Char- les Howarth. Honum er svo lýst af samtíðarmE^nni, að hann hafi verið frumlegur, duglegur og ó- venju skýr í hugsun og máli. Víst er um það, að skipulags- reglúr þessar hafa #verið vand- lega hugsaðar, enda dugað vel. Er sú reynslan, að hvarvetna þar sem þeim hefir verið tx;úlega fylgt, hafa samvinnufélögin blómgazt, ef þau hafa haft frelsi til þess, -en ef frá þeim hefir verið’ vikið verulega, hefir venjulega farið illa og óhöpp steðjað að. Þó að sumar af reglum þessum hafi verið þekkt- ar áður, er þó með samsetningu þeirra óumdeilanlega fundið nýtt skipulag, samvinnuskipu- lagið. Stjórn félagsins var skip- uð formanni, ritara og gjaldkera, sem kosnir voru til hálfs árs í senn. Auk þess woru í stjérn- inni framkvæmdanefnd og full- trúar. Stjórnin hélt fundi viku- lega. Endurskoðendur voru kosnir af félag(smönnum. Flestir af stofnendum félags- ins voru vefarar. Munu þeir hafa verið skár stæðir en ýmsir almennir verkamenn og hafa haft meira sjálfstraust til foi^- göngu. Venjulega er talað um vefarana í Rochdale í þessx^ sambandi. Þegar búið var að skrásetja félagið, var farið að hugsa til framkvæmda. Neðsta hæð í geymsluhúsi við Toad Lane var tekin á leigu. Toad Dane var þá fremur óálitleg gata og húsa- kynni þau, sem starfsemin átti að byrja í, voru ekki glæst, eða végleg. Húsaleigan var 10 £ á ári. Er félagið hóf göngu sína, hafði tekizt að safna saman 28 £. Þegar búið var að kaupa hin nauðsynlegustu tæki og inna nauðsynleg útgjöld' af hendi, voru eftir 14 eða 15 £ *(ca. 400 ísl. kr.). Það var öll upphæðin, sem félagið hafði til vörukaupa. Það var því ekki við að búast^ að vörurnar væru miklar né margvíslegar til að byrja með. Fyrstu vörurnar voru líka aðeins smáslattar af hveiti, sykri, smjöri, hafragrjónum og kert- um. Loks kom sá langþráði dagur, 21. desember, þegar búð- in skyldi opnuð. Orðrómur hafði komizt á kreik um hvað ætti að ske, og um kvöldið kl. 7, þegar opna átti búðina, hafði tals- verður mannfjöldi safnazt sam- an til þess að vera*viðstaddur og horfa á. Er m. a. frá því sagt, að götustrákarnir hafi safnazt þar saman með ópum og óhljóð- "uyx og látið öllum illum látum. Yfirleitt höfðu áhorfendurnir gaman af þessari búðaropnun og gerðu gys að þessumí skýja- glópum, sem ætluðu sér að fara að bæta heiminn með einni óá- sjálegri búðarholu. En sam- vinnumennirnir létu sem ekkert væri og opnuðu búð sína og byrj- uðu að verzla. 'Þessir djörfu brautryðjendur raku sig fljótlega á margs kon- ar erfiðlefka. Félagið hafði svo lítið veltufé, að það neyddist til að kaupa í smáslöttum. Af þeim sökum fékk það bæði lélegri kjör og verri vörur. Nokkrir félags- mannanna voru í skuld við þann kaupmann, sem þeir höfðu verzlað við, og hvorki gátu né þorðu þess vegna að skipta við kaupfélagið. Alltaf voru ein- hverjir félagsmenn, sem féllu fyrir utanaðkomandi freisting- um, fóru í kaupmannsbúðina, ef í svipinn var þar lægra verð á einhverri vörutegund, þótti einn eyrir betri strax, en fimm eftir árið. Ýmsum þótti kaupfélags- búðin of fátækleg. Öðrum þótti afgreiðslan þar ganga of seint. Margir voru hræddir um að fé- la'gið mundi fara á höfuðið. Var sá ótti ekki óeðlilegur, þegar þess er gætt, að flest fyrri félög, sem stofnuð höfðu verið í svipuðu skyni, höfðu farið þá leið. Sum- ir félagsmenn vildu gera félagið að baráttutæki fyrir ákveðnar stefnur og flokka. Hinir virku félagsmenn gerðu allt, sem þeir gátu, til þess að fá alla félagsmenn til að kaupa allar nauðsynjar sínar hjá fé- laginu. En það gekk misjafnlega. Kom þá fram tillaga um að skylda félagsmenn til að verzla við félagið, en hún var felld, þar sem meirihlutinn taldi að sam- vinnan yrði að byggjast á full- komnu athafnafrelsi félags- manna. Nokkrum árum seinna, þegar félagsmönnum var töluvert far- ið að fjölga, en nýliðana suma skorti þroska og umburðarlyndi hinna reyndu og víðsýnu braut- ryðjenda, voru gerðar tvær merkar ályktanir í félaginu. Önnur var á þá leið, að í félag- inu og á fundum þess skyldi ríkja fullt skoðanafrelsi og mál- frelsi, þannig að hver félags- maður gat hreyft hvaða máli og borið fram hvaða fyrirspurn, sem hann ósX;aði, enda setti hann það fram á viðeigandi hátt. Hin ályktunin var á þá leið, að enga tillögu, sem kæmi frá nýjum félaga, mætti sam- þykkja fyrr en 6 mánuðum eftir næsta aðalfund. Þessar á- lyktanir sýna hvorttveggja í senn, víðsýni og varfærni. En það eru þeir eiginleikar, sem löngum hafa einkennt sam- vinnuhreyfinguna og átt drjúg- an þátt í vexti hennar og við- gangi. Félagið í Rochdale lét ekki mikið yfir sér í upphafi og fór ekki stórmannlega af stað. Fyrst um sinn var búð þess að- eins opin tvö kvöld í viku. Þetta breyttist þó fljótlega, og í marz- mánuði 1945 var ákveðið, að búðin skyldi vera opin 5 daga í viku. Þrátt fyrir erfiðleika, háð og hrakspár, lifði félagið og dafn- aði. Við árslok 1945 var félaga- talan orðin 74. Veltan var þá komin upp í 30 £ á viku og vörutegundum þeim, sem verzlað var með, hafði fjölgað. Árin 1846 —1848 er vöxtur félagsins frem- ur hægur. í árslok 1847 voru fé- lagsmenn ekki orðnir nema 110 og umsetningin var ekki nema 36 £ á viku (á móti 30 £ 1845). En svo tekur að lifna yfir. Um þær mundir hefst blómaskeið í atvinnulífi Englendinga. Nýtt líf færist í iðnaðinn og verzlun öll færist í aukana. Þessi hag- sældarbylgja fór ekki fram hjá félagi vefaranna í Rochdale. Nú hefst einnig nýtt tímabil í sögu þess. Félagsmannatalan þrefaldast á "Skömmum tíma. Veltan sömuleiðis. Fjármagn félagsins vex einnig drjúg- um. Vextir eru greiddir af stofn- fé, fyrst 2i/2%, en síðar 4% og auk þess arður af viðskiptum. Var hann frá byrjun félagsins býsna álitlegur. Fóru menn því fljótlega að átta sig á því, hver fjármunalegur ávinningur það var að skipta við félagið. Starfsemi félagsins færði fljótt út kvíarnar. Neðsta hæð geymsluhxlssins í Toad Lane dugði því ekki lengur en til 1849. Þá tók það allt húsið, þriggja hæða hús, á leigu. En það húsnæði dugði ekki heldur lengi. Nú er húsið í Toad Lane aðeins minjagripur, sem fjöldi samvinnumanna' víðs vegar að heimsækir árlega. Árið 1850 gerðist félagið meðeigandi • í kornmyllu. Skömmu síðar setti- það upp saumastofu og skó- vinnustofu. Árið 1855 settu kochdale brautryðjendurnir ullar- og bómullarverksmiðju á fót. Lagði félagið fram um helming hlutafjár þéss fyrir- tækis. Um svipað leyti tók fé- lagið að starfrækja eins konar heildsölu. Þá hafði og félagið komið upp lesstofu og bókasafni. Síðar hafði svo Rochdale-fé- lagi? forgöngu um stofnuia ensku samvinnuheildsölunnar. Slík var þróun félagsins fyrstu starfsárin. Samvinnufélagið í Rochdale hafði ekki starfað lengi, er eldri félög, með svipuðum tilgangi, fóru, að breyta samþykktum sín- um og skipulagi til samræmis við Rochdaleskipulagið og ný félög, sem mynduð voru í líku skyni, sniðu starfsreglur sínar og skipulag eftir því. Þetta átti fyrst og fremst við um England. En bráðlega barst þetta skipulag einnig til annara landa og reyndist þar með ágætum, eins og áður er sagt og eins og útbreiðsla samvinnufé- lagánna víðs vegar um hinn menntaða heim sannar bezt. Hér hefir í fáum orðum verið sagt frá stofnun samvinnufé- lagsins í Rochdale og þróun þess fyrst framan af stuttlega rakin. Stofnendur þess eiga það fyllilega skilið, að minningu þeirra sé á loft haldið. Þeir á- vöxtuðu vissulega sitt pund bet- ur en margir þeir, sem lengri sögur hafa verið skráðar um. Samvinnumenn standa í mikilli þakkarskuld við þá. Sannarlega ættu þeir skilið, að saga þeirra væri sögð íslendingum rækilegar og betur en hér hefir verið gert. Vonandi verður þáð gert síðar. En minningu þeirra munum vér bezt heiðra með því að halda merki samvinnustefnunnar á loft með sömu víðsýni, festu og djörfung sem þeir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.