Tíminn - 19.12.1944, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.12.1944, Blaðsíða 1
TtMIIVTV. priojudaginn 19. des. 1944 Fornaldarsögur Norðurlanda \ 0lí þrjú bíndin eru komin út Orfá eintök af öllum bindunum verda fáanleg fyrir jólin Þriðja og síðasta bindi af Fornaldarsögum Norðurlanda er nii komið út, oj» er þar með lokiö þeírri útgáfu Fornald- arsagna, sem hafin var í fyrra. Eru öll þrjú bindin sam- tals um 1500 bls., prentuð á ágætan pappír ©g prýdd f jölcla mynda af merkum f ornleifum frá víkingaöld, sem fundist hafa á Norðurlöndum. Þeir Guðni Jónsson, mag- ister, og Bjarni Vilhjáms- son, cand. mag. hafa ann- ast undirbúning allra bind- anna undir prentun, en myndirnar hefir valið Kristján Eldjárn, magister. Formála hefir Guðni Jóns- son ritað með hverju bindi um sig, en þriðja bindi fylgir skrá um atriðisorð, sem fefur í sér skýringar fjölda orða, sem fyrir koma í sögunum og vísum í þeim, auk þess sem þar má f inna nöfn fjölda hluta og áhalda, sem sögurnar nefna, og er skráin því, svo langt sem hún nær, lykill að hinu menningarlega efni fornaldarsagnanna. Fornaldarsögur Norður- landa hafa aðeins tvisvar áður verið gefnar út í heild. Fyrri útgáfan (Rafns), sem ,sem kom út 1829, var allt- af mjög sjaldgæf hér á landi, og hin síðari. (útg. Valdimars Ásmundssonar), sem Sigurður Kristjánsson bóksali kostaði, seldist fljótt upp, og má segja, að hún hafi verið ófáanleg í 30 ár. Fornaldarsögurnar hafa hins vegar jafnan verið eitthvert vinsælasta lestrarefni islenzkrar al- þýðu. Má sýna fram á, að þær - voru ' sagðar til skemmtunar og fróðleiks á mannamótum löngu áður en byfjað var að rita hér bækur, sbr. t. d. frásögn Sturlungu um brúðkaupið mikla á Reykhólum árið 1119, þar 'sem fornaldar- sögur voru sagðar. Þessi útgáfa Fornaldar- sagna er að ýmsu leyti fyllri og vandaðri en báðar hinar fyrri, enda hafa margar sagnanna verið gefnar út vísindalega, síð- an þær komu út. Fjórar sögur eru í þessari útgáfu, sem ekki voru í hinum fyrri, og í viðbæti eru kvæði og fleira, sem sumt var ekki í þeim. Þá má nefna að myndirnar, sem eru í þessari útgáfu, eru hinn mesti fengur. En þær eru hinar fróðlegustu um menningu og tækni vík- ingaaldar og hin mesta bókarprýði. Upplag þessarar útgáfu Fornaldarsagna er tak- markað, en henni hefir þegar verið svo vel tekið, að búast má við, að það þrjóti von bráðar. Ættu því þeir, sem vilja tryggja sér hana, að panta hana sem fyrst hjá bóksölum, eða hjá Haraldi Péturssyni, safnahússverði í Reykja- vík. Fornaldarsögur fást í vönduðu skinnbandi, al- rexinbandi og heftar.Verða bækurnar sendar hvertf á land sem er gegn póst- kröfu. Fyrir jólin verða aðeiná* örf á eintök af öllum 3 bindunum bundin í samskonar band, til sölu hjá bóksölum. UTLAGINN Ný skáldsaga eítir Pearl S. Buck t Heillandi skáldsaga um örlög vestrænnar konu, sem .fylgir manni sínum til Kína og eyðir þar ævinni; — ein af allra fegurstu og hugþekkustu sögum þessarar ástsælu skáldkonu. Þetta er jólabók ísl. kvenna í ár Bókaúigáfan ÓÐINN Oskascðillinn Handa henni: Silkisloppar verð frá 184.00 til 327.50. — Undirföt úr trico- tine eða Satin, mjög fjölbreytt úrval. — Náttkjólar. — Nátt- ermar og jakkar. — Fallegar vetrarkápur með skinnkraga.— Silki- og ísgarnssokkar, svartir og mislítir. — Skinnhanzkar fóðraðir og ófóðraðir. — Snyrtivörur í kössum. — Vasaklúta- kassar og möppur. — Leðurpúðurdósir, mjög fallegar. — Vallega skreytt herðatré. — Ýms kjólaefni. — Satín. Handa ftonunt: Skyrtur. — Amerísk bindi.-— Sokkar í miklu úrvali. — Nær- föt, hlý og góð. — Sundskýlur og bolir. — Skíðapeysur, bux- ur og hosur. — Ullar og silkitreflar. — Vasaklútar. — Axla- bönd. — Slípivélar. — Erma- og skyrtuhnappar. — Hárvötn. — Gjafakassar. Handa börnunum: Silkivagnteppi. — Kodda- og sængurver úr Satíni. — Barna- sokkar og hosur. — Kot og buxur. — Barnatreyjur. — Barna- kjólar. — Samfestingar. — Regnslár. — Falleg efni í barna- kjóla. — Hárbönd í öllum mögulegum litum. SEXTUG: Guðrún Eiríksdóttir á Mvrinu. Það hefir verið styrkur ís- ^enzkum landbúnaði og menn- ingu sveitanna gegnum aldirnar, að á mörgum jörðum hefir sama ættin búið í marga ættliði, sonur eða dóttir tekið við jörð og búi af foreldrum sínum og gert garðinn frægan. Járnvörudeildin: Cory-glerkaffikönnur, tilvalin jólagjöf. um verkfærum. — Speglar. Eitthvað af góð- Niels Carlsson & Co. h.í. Scmi 2946. - Laugaveg 39. - Sími 2946. Höfum opnað nýja verzlun undir nafninu: . Ljósblik Fyrst um sinn verður opinn glæsilegur JÓLABAZAR með úrvali af leihfönaum og allskonar jjólagjjöfum. — JwLATRÉ eru Væntanleg næstu daga. Tekið við pöntunum á |»eini í síma 4461. . JLjésblik Laugaveg 53 Á. Sími 4461. (áður Blikksmiðja Reykjavíkur). Hið íslenzha fornritafélaq: Laxdæla saga er komin aftur í ljósprentaðri útgáfu. Fæst hjjá bóksölum. ASSalútsala: Bókaverzlun Sígfúsar Eymundssonar 1 Jólabók, sem aldrei íyrnísf: Soguþættir landpóstaniía L--IL Sannsögulegar frásagnir um ferðir póstanna gömlu, sem farið' hafa um f jöll og firnindi íslands í liðuga hálfa aðra öld, á öllum tímum árs, svaðilfarir þeirra og mannraunir. Hér er um að ræða einh merkilegasta þáttinn í sögu þjóðarinnar frá :iðnum tímum, er mun vekja aðdáun og hrifningu meðal yngri sem eldri um ókomnar aldir. Inn til íslenzkra dala og fjalla var þeirra beðið með óþreyju. Nú er faver síðastur að eignast þetta merka rit i—,------ Guðrún Eiríksdóttir á Mýrum Við þ|ð hafa gamlar og góðar erfðavenjur, hugsunarháttur og menning varðveizt mann fram af manni á jörðunum og mótað kröfur nútimans um breytta lifnaðarháttu og lífsskoðanir. -~ Jafnvægi hefir því haldizt milli fortíðar *og nútíðar, sem hefir haft ómetanlegt gildi fyrir upp- eldi og menningu kynslóðanna og sett sinn svip á heimilin. NEitt þessara heimila, er heim- ilið á Mýrum í Villingaholts- hreppi í Árnessýslu. Húsfreyjan þar, merkiskonan Guðrún Ei- ríksdóttir, er 6. ættliðurinn, sem býr á jörðinni. Einn af forfeðrum Guðrúnar Eiríksdóttur, Oddur Sturluson, keypti jörðina af Skálholtsstóli árið 1785. Afkomendur hans hafa jafnan - búið gíðu búi á Mýrum, setið jörðina vel á þeirra tíma vísu, og verið á tölu efnuðustu bænda sveitar sinnar. ' Afi Guðrúnar Eiríksdóttur, Þórður Eiriksson, var sonarsonur merkisbóndans Guðmundar Bergsteinssonar frá Hlíð í Eystri-Hrepp, en sonur hans og faðir Þórðar, Eiríkur, átti Krist- ínu Þórðardóttur á Mýrum Oddssonar Sturlusonar, þe'ss sem keypti jörðina af Skálholtsstóli. Kona Þórðar Eiríkssonar og amma Guðrúnar var Helga Sveinsdóttir frá Perjunesi í Ár- nessýslu, merk kona og mikil • húsmóðir. Þórður Eiríksson, afi Guðrún- ar, var búhöldur mikill. Hann bjó stórbúi á Mýrum í 54 ár og var sterkefnaður maður. Hann dó árið 1908, þá 77 ára gamall. Hann var maður tryggur og fastur í lund og fáskiptmn um annarra mál, en hjálpsamur og höfðingi í lund við vini sína og sveitunga, er vandræði báru að höndum. Tvö af börnum Þórðar Eiríkssonar og Helgu Sveinsdótt- ur, þau Eiríkur faðir Guðrúnar og Helga systlr hans, dvöldu á Mýrum alla sína ævi. Þau systkinin stjórnuðu heimilinu á Mýrum með foreldrum sínum,. meðan þau lifðu, og bjuggu sjð- an á jörðinni, þar til Guðrún Eiríksdóttir tók við búi þar. Guðrún Eiríksdóttir er fædd á Mýrum 16. des. 1884 og varð hún því 60 ára 16. þ. m. — Hún ólst upp á Myrum hjá föður sínum og með afa sínum og ömmu, meðan þau lifðu. Guðrúnu Eiríksdóttur verður bezt lýst með því að minnast föður hennar. Hún var svo ^n- söm að fá í vöggugjöf mann- kosti föður síns. Eiríkur Þórðarson faðir henn- ar var maður vel viti borinn, hygginn og gætinn. Prúð- mennska hans og gætni í orði og verki einkenndu alla fram- komu hans. Hann var drengskaparmaður mikill, tryggur í lund og vinfast- ur, þar sem hann tók því. Marg- ir sveitungar Eiríks, sem nutu vináttu hans, minnast þess enn, að hann var ráðhollur og fljótur til hjálpar, þegar þörfin var mest. Kona, sem lengi bjó í sömu sveit og var glögg á mann- gildi manha, hefir sagt mér, að hún hafi metið Eirík mest allra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.