Tíminn - 19.12.1944, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.12.1944, Blaðsíða 2
TÍMINIV, firiðjmlagiim 19, dcs. 1944 sveitunga sinna, sökum prúð- mennsku hans, hygginda og gætni. Þótt Eiríkur væri glöggur á menn og málefni, var hann fá- skiptinn um opinber mál og naut því heimilið á Mýrum ó- skiptra krafta hans. Eiríkur Þórðarson var góður kvistur á þeim ættstofni, sem hafði gert garðinn frægan á Mýrum í rúma öld. Hann bjó stórbúi á Mýrum eins og forfeð- ur hans, þar til hann hætti bú- skap og skilaði ættaróðali feðra sinna í hendur Guðrúnar dóttur sinnar. Eiríkur dó á heimili hennar árið 1932, þá 75 ára að aldri. Guðrún Elríksdóttir giftist ár- ið 1912 Þorgeiri Jónssyni úr Reykjavík, og tóku þau við jörð og búi á Mýrum af Eiríki föður hennar. Þau hjónin hafa eign- azt 6 börn, 4 syni og 2 dætur, sem öll eru fullvaxta. Það féll í hlut Guðrúnar að varðveita þann arf og orðstír ættarinnar, sem faðir hennar hafði skilað í hennar hendur. — Guðrún hefir .reynzt því hlut verki vaxin. Hún hafði erft mannkosti og vitsmuni föður síns og var því sjálfkjörinn íull trúi ættar sinnar á jörðinni. Guðrún og maður hennar hafa búið góðu búi á Mýrum. Hún hefir stjórnað stóru heim- ili í þriðjung aldar rpeð skör- ungsskap og jnyndarbrag. Guðrún Eiríksdóttir á Mýrum er kona stórgáfuð, stálminnug og hyggin, trölltrygg í lund og vinföst, eins og hún á kyn til. Kona í sveit, sem verður að standa fyrir stórbúi og ala upp 6 börn, getur ekki haft mikinn tíma frá umfangsmiklum, dag- legum störfum til fróðleiksiðk- ana. Þó er það svo, að Guðrún er fróðleikskona og hefir lesið mikið i íslenzkum fræðum og skáldskap, enda er hún kona stálminnug. Guðrún húsfreyja á Mýrum hefir eignazt góða vini á liðn- um árum. Trygglyndi hennar og dómgreind vekja traust og virð- ingu fyrir henni, og öllum, sem unna íslenzkum fróðleik, er það ánægjustund að tala við hina gáfuðu og fróðu húsfreyju á Mýrum. Vinir og vandamenn Guðrún- ar Eirksdóttur á Mýrum, nær og fjær, minnast þessarar merkis- konu á sextugsafmæli hennar. Friðgeir Bjarnarson. iLátinn: Pétur Bjarnason hreppstjóri á Grund í Skorradal. Pétur Bjarnason bóndi að Grund í Skorradal er nýlega lát inn. Varð hann bráðkvaddur. Pétur var myndarbóndi á bezta a,ldri og er að honum mikill manhskaði. Hann var giftur Guðrúnu Davíðsdóttur frá Arn- bjargarlæk og áttu þau fjögur börn, 2ja til 9 ára að aldri. Grund hefir jafnan þótt eitt fegursta býlið I Borgarfirði, síð an Brynjólfur biskup Sveinsson lét reisa þar bæ í áfangastað sínum. Eins var hinn nýlátni bóndi þar jafnan talinn einn af glæsilegustu mönnum í hópi hinna yngri Borgfirðinga. 200 ára mínnmg Jóns á Bægisá Þjóðskáld íslendinga á síðari hluta 18. aldar og í upphafi 19. aldar átti 200 ára afmæli 13. desember. Að kvöldi þess dags hélt Guðmundur Gíslason Haga iín rithöfundur erindi í hátíða- sal háskólans, um Jón Þorláks- son. Var það hið merkasta, fróðlegt mjög og fjöriega flutt, og var að því gerður ágætur rómur. Frá Framsóknariél. Reykjavíkur Framsóknarfélag Reykjavíkur hélt fund í Kaupþingssalnum miðvikudaginn 13. þ. m. Var fundurinn vel sóttur og mikill áhugi hjá fundarmönn- um fyrir starfi og stefnumálum Framsóknarflokksins. ts JÓLABÆKUR yngstu lesendanna Hlustið þið hrakktir, barnaljóð eftir Valdimar Hólm Hallstað, og Skófiarœvintýri Kalla litla. B^ðar bækurnar eru prýddar fjölda skemmtilegra • teikninga og smekklegar og vandaðar að öllum frá- gangi. / Þessar bœkur eitfið þcr að gefa yngstu börnunum. Ðókaútgála Pálma H. Jóussonar Utsvarsgjaldendur í Reykjavík Við niðurjöfnun útsvara á næsta ári verður tekið fullt tillit til þess, til hækkunar á álögðu útsvari, ef gjaldandi skuldar bæjarsjóði útsvar þessa árs, eða eldri, nú um áramótin. Þetta tekur þó ekki til þeirra gjaldenda (fastra starfsmanna), sem greiða útsvör reglulega af kaupi eftir samkomulagí við bæjarskrifstofurnar. Greiðið útsvarsskuldir yðar til bæjargjaldkera fyrir áramót. SKRIFSTOFA BORGARSTJÓRA. Kr. 38,00 ób. - Kr. 4s,00 ib. Með tvær hendur tómar Skáldsaga - 337 bls. Kr. 28,00 ób. - Kr. 42,00 ib. Höfundur þessarar bókar er einhver hinn þekktasti og mikilhæfasti af yngri rithöf- undum Norðurlanda. í þessari skáldsögu, sem fyrst kom út 1936, tekur hann til meðferðar einhver mestu vandamál mannlegs lífs, hjúskaparmálin. Hann dregur upp myndir af fólki úr ýmsum stéttum, á ýmsum aldri og bregður ljósi yfir í hverju ógæfa þess er fólgin. — Sálarlífs- lýsingarnar eru meistaralegar og persónurnar áhrifamiklar og lifandi. Bók þessi á brýnt erindi til margra á þessum tímum. Hún fæst nú hjá öllum bók- sölum á skemmtilegu rexínbandi. Bókagerðin Lilja Byggingareitirlit Reykjavíkurbær óskar eftir bygging- arfróðum manni, sem gæti tekið að sér daglegt eftirlit, á vinnustað, með byggingaframkvæmdum bæjarins. Væntanlegar nmsóknir ásamt upplýs- ingum um menntnn og fyrri störf, sendist í skrifstofu mína fyrir 28. b. mán. Bæjarverkfræðíngur FJALLIÐ EVEREST er bók, sem hefir inni að halda stórfróðlegar og skemmtilegar frásagnir um haesta fjall jarðarinnar og tilraunir manna um að brjótast upp á hæsta tindinn. Höfundur er Sir. F. Younghusband, en þýðandi Skúli Skúlason ritstjóri. Tuttugu og tvær gullfallegar heilsíðumyndir prýða bókina. Þessi bók er tilvalin tækifærisgjöf. Hún kostar kr. 22.00 óbundin, en kr. 30.00 í góðu bandi. SAÆLAJVDSÚTGAFAA h.f., Lindargötu 9A Sími 2353. —i ♦: Sœnska verðlaunaskáldsugan: GIHra daggir, grær fold selst jafnóðnm og hún kemnr úr bókbandinn. Þetta er stórbrotnasta og tilfinningaríkasta ástarsagan, sem komið hefir út á íslenzku. — Örlög Geirþrúðar og Margitar, stór- bændadætranna, gleymist aldrei, og hið villta líf fiðlusnilling- anna tveggja, umkomulausu listamannanna, sem hvergi eiga höfði sínu að að halla, en leika í dimmum skógum Helsingja- lands og við tígulega fossa þess, hrífur lesandann á ógleyman- legan hátt. Glitra da^ir, grær fold verður umræðuefni á íslenzkum keimilum ' i næstu mánuðina Hún hrífur hugi íslendinga eins og hún hefir hrifið hugi sœnsku þfóðarinnar. . Víðkunnasta snilldarverk heimsbókmenntanna: Don Quixoie hin víðkunna og afburða skemmtilega skáldsaga MIGUEL DE CERVANTES, sem farið hefir sigurför um gervalla ver- öldina og er lesin og dáð meira en nokkur önnur bók í heimi, að biblíunni einni undanskilinni. — íslenzka útgáfan er mjög vönduð að öllum frágangi og prýdd 100 ágætum myndum eftir ameríska listamanninn Warren Chappell. Þetta einstæða snilldarverk er ein aðal- jólabókin í ár. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.