Tíminn - 22.12.1944, Side 1

Tíminn - 22.12.1944, Side 1
RITSTJÓRI: } ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON j ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN j PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. [ Símar 3948 og 3720. j RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: ( \ EDDUHÚSI, Lindargötu S A. > Slmar 2363 Ov 4373. í | | AFGREIÐSLA, INNHEIMTA \ OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: { EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A. í } Síml 2323. (. ' 28. árg< Reykjavík, föstuclaglnn 22. des. 1944 107. blað Sf jórnarliðið kastar grímunni í áburðarverksmíðjumálinu Ætlar stjórnin að svíkjast um að framkvæma lögin um lanclnám ríkisins? Ríkið vantar cnn 30-40 milj. kr. tekjur eígi ekkí að verða tekjuhalli næsta ár Stjórnarliðið hefir nú sýnt það eins Ijóst og verða má, að það er fastráðið í því að stöðva áburðarverksmiðjumálið. Það hefir ekki aðeins látið sér nægja að breyta frv, um áburðarverksmiðj- una. í það horf, sem tefur málið um ófyrirsjáanlega framtíð, held- ur hefir það nú einnig fellt niður úr fjárlögunum fjárveitinguna til verksmiðjunnar og þannig sýnt, að það vill ekki leggja fyrir fé til framkvæmdarinnar. Hefði það þó verið jafn nauðsynlegt að ieggja fyrir fé til verksins sem áður, ef ekki vekti annað fyrir stjórnarliðinu en að undirbúa málið betur, eins og það hefir vilj- að vera láta, IIIIVN IVÝI SKÍÐASKÁLI ÁRMANNS Hinn nýi skíðaskáli Glímufélagsins Ármanns, i Jásepsdal. var vígður síðastl, sunnudag, Er þetta þriðjp skáli Ármanns þar, því að fyrsti skál- inn brann og annar skálinn fattk. Ármenningar hafa samt ekki gefist upp og er þetta langstœrsti og vandaöasti skálinn. Hann er að mestu byggður í sjálfboðavinnu. 'AUs hafa unnið við hann 323 sjálfboðaliðar í 29.745 klst. Ríki og bœr hafa einnig styrkt framkvcemdina. Grunn- flötur skálans er 176 fermetrar. Á neðri hæð er borðsalur fyrir um 90 manns, annar salur fyrir 25—30 manns, eldhús, snyrtiherbergi og rúm- gott anddyri með geymslu fyrir yfirhafnir, svefnpoka og skíði. A lofti er svefnstofa fyrir 90 manns, herbergi jyrir kennara og ráðskonu, í kjallara er geymsla, gufubað, vélasalur og salerni. Er þessi nýi skáli til mikils sóma fyrir Ármann, -----------------------a Miklir moguleikar til að íá strandferðaskip einmitt nú Morgunblaðið hefir nú loks reynt að verja þá framkomu stjórnarliðsins að feila tillögu Framsóknarmanna um heimild handa ríkisstjörninni til að kaupa nýtt fullkomið strandferða- skip. Mbl. er það bersýnilega Ijóst, að hér er um mikilvægt um- bótamál að ræða og framkoma stjórnarliðsins muni því mæl- ast illa fyrir, Málsbætur þær, sem blaðið hefir fram að flytja, eru þó vissulega verri en engar. Fískverdid muo lækka í Bretlandi Frásögn sendiherrans. Stefán Þorvarðarson, sendi- herra íslands í London er staddur í Keykjavík um þess- ar mundir. Kemur hanri aðal- lega hingað vegna fisksölu- samninganna. Hann átti við- tal við blaðamenn í fyrradag. Sendiherrann sagði, að búast mætti við þvi, að fiskverð lækk- aði í Bretlandi vegna þess, að íramboð yrði bráðlega meira á fiski en verið hefir. Stafar það aðallega af því, að Bretar eru nú að búa út skip til veiða, sem gegnt hafa hernaðarstörfum, og &ð í ráði er að opna fiskimið í Norðursjónym, sem hafa verið iokuð . af styrjaldarástæðum. Annars munu Bretar hafa í hyggju stórfellda aukningu á fiskiskipastól sínum, Bretar munu einnig leggja mikið kapp á smlði kaupskipa á næstunni, þvi að þedr hafa misst um heiming kaupskipaflotans í styrjöldinni, Allar likur benda þvl til þess, að örðugt muni reyn- ast fyrir okkur íslendinga að fá byggð skip hjá þeim fyrst í stað, Allar skipasmíðar í Bret- landi munu verða háðar opin- berri ihlutun fyrst um sinn. Sendiherrann gat þess, að Bretar bæru hlýjan hug í garð íslendinga og hafa ráðandi menn þeirra lofað góðu um að greiða fyrir þvi, að við fáum hjá þeim ýmislegt það, er okkur vanhagar mest um. Kynni Breta almennt á íslandi og lenzkum málum, telur sendiherrann mjög að aukast. K v e 1 d úlls-blaða- mennskan í Mbl. Sagan um Hermann Jónasson og sprengjn- verksmiðjuna. Morgunblaðið segir í forust- grein í gær, að Tíminn stundi „skrílblaðamennsku“. Tilefnið er þó ekki annað en það, að Tíminn leyfði sér að telja upp nöfn þeirra þingmanna, sem felldu tillögu Framsóknarflokksins um nýtt strandferðaskip og sýndu þannig, að þeir voru á móti mál- inu. Mun það áreiðanlega ekki þekkjast í öðru lýðræðislandi en hér, að stjórnarsinnar séu svo hörundsá'xir og vanstilltir, að þeir kalli það „skrílblaða- mennsku," þegar sagt er frá verkum þeirra, eins og þau eru skjalfest í sjálfum þingtíðind- unum. - Tímanum finnst rétt, í þessu tilefni, að skýra nú og í næstu blöðum frá blaðamennsku Mbl., sem hann ætlar síður en svo að dæmi Mbl., að kenna við skríl, heldur mun hann kalla hana (Framhald á 8. síðu) Að tilhlutun Vilhjálms Þórs var það ákveðið í fjárlögum yfir- standandi árs að leggja fyrir 2 milj.. kr. til byggingar áburðar- verksmiðju. í fjárlagafrv., er Björn Ólafsson lagði fyrir þing- ið, var einnig lagt til, að sömu fjárhæð, 2 mhj. kr., væri varið til áburðarverksmiðjunnar næsta ár. Við 3- umr, fjárlag- anna gerðust svo þau tíðindi, að fjármálaráðherra bar fram þá breytingu, að fella þetta framlag alveg niður. Þessi tillaga hans var samþykkt með atkvæðum stjórnarliðsins gegn atkvæðum Framsóknarmanna og fimm- menninganna úr Sjálfstæðis- flokknum. Með þessu hefir stjórnarliðið algerlega svipt af sér grímunni í áburðarverk- smiðjumálinu og synt að' fyrir- ætlun þess er ekki sú að láta rannsaka máhð betur, eins og það hefir víljað vera láta, heldur að stöðva það algerlega, Önnur atkvæðagreiðsla í sam- bandi við landbúnaðarmál vakti einnig talsverða athygli við 3. umr. fjárlaganna. Samkvæmt lögum um landnám ríkisins á að verja árlega 250 þús. kr. til ræktunarframkvæmda, einkum 'í sambandi við ný byggðahverfi. Þetta fé hefir ekki verið notað árin 1943 og 1944, þvi að mann- afla hefir skort til framkvæmda. Á næsta ári má vænta þess, að mannafli verði nógur, þar sem setuliðsvinnan má heita búin, Þess vegna báru Framsóknar- menn fram tillögu um, að lög- boðnar greiðslur áranna 1943, 1944 og svo næsta áts, yrðu færðar á fjárlögin nú, sumpart til að tryggja það, að þessar framkvæmdir yrðu nú hafnar, og sumpart til að hindra það, að fjárlögin yrðu fölsuð með því að hafa ekki á þeim lögákveðnar greiðslur. Það undarlega skeði, að allt stjórnarliðið felldi þessa tillögu. Varla verður því þó trúað, að það sé meiningin að svíkja þannig greiðslur til lögboðinna land- búnaðarframkvæmda. Það væri að vísu alveg eftir „kokkabók- um“ kommúnista, að þykjast fylgjandi byggðahverfum, en berjast svo gegn lögboðnum greiðslum til þeirra. Þessar tvær atkvæðagreiðslur ásamt ýmsu hliðstæðu, virðast ætla að sanna vel þann spádóm forseta sameinaðs þings í bréfi hans til kjósenda sinna, að „þetta nýja stjórnmálahorf eigi eftir að koma þungt og hart nið- ur á búandmönnum, enda munu þeirra hagsmunir verða látnir þoka fyrir bæjarmagninu og rauða bröltinu". t——------—^---------— ----->7 I DAR birtist á 3. síðu grein eftir Halldór Kristjánsson, bónda á Kirkjubóli. Neðanmáls á 4. síðu er grein um hjónin á Reykj- um í Lundarreykjadal eftir Kristíeif Þorsteinsson, fræðaþul á Stóra-Kroppi. *—— -----------------------) Mbl. reynir að verja fram- komu stjórnarsinna með því að skírskota til röksemda fjármála- ráðherra í fjárlagaumræðunum, en þær voru þessar, samkv. frá- sögn blaðsins: 1. Slíkt skip mun ekki fáanlegt á næsta ári. 2. Framsóknarmenn hafa flutt tillögu um það í áróðursskyni. Um fyrra atriðið er það að segja, að ekki eru liðnir nema örfáir dagar síðan að þekktur íhaldsmaður í Vesttmannaeyj- um skrifaði grein i Mbl., þar sem hann hélt því fram, að í Svíþjóð væri nú fáanlegt skip, sem væri hentugt til strandíerða hér. Vit- anlega geta fleiri skip, jafnvel enn hentugri, verið þar á boð- stólum. A«k þess er mjög lík- legt, að hægt væri að fá slíkt skip smíðað í Svíþjóð á næsta ári, ef samningar væru geröir áður en aðrar þjóðir hafa f-ull- nýtt getu Svía til skipasmíða. Enn fremur er vel. hugsanlegt, að hægt yrði að fá slíkt skip smíðað i Danmörku, ef styrjöld- inni lyki snemma á næsta ári. Það standa því opnir margvís- legir möguleikar til að fá skiplð, en þeir hafa enn ekki verið reyndir eða athugaðir. Sú full- yrðing fjármálaráðherra, að skip sé ófáanlegt, er ekki byggð á neinni athugun, heldur er hún venjulegar úrtölur afturhalds- mannsins. Það gæti þvert á móti orðið verra að fá slíkt skip síðar, þegar aðrar þjóðir. eru farnar að keppa við okkur í eftirspurn- inni um slík skip. Seinni mótbáran, að ekki ha£i mátt samþykkja tillöguna vegna þess, að Framsóknarmenn fluttu hana, er þó enn furðulegri, Er það kannske ætlunin, að koma á þeim „skrílvinnubrögðum“ á Alþingi, svo að notað sé orðbragð Mbl., að þingmeirihlutinn felli öll mál, hve góð og gagnleg sem þau eru, ef minnihlutinn er þeim fylgjandi? (Framhald á 8. síðu) ) --------? Hvar er slíkur for- sætisráðlierra? Morgunblaðið spyr í for- ustugrein í gær: Hvar er til blað, sem skrifar eins um forsætisráðherra lands síns og Tíminn? í tilefni ! af þessu vill Tíminn spyrja | Mbl.: Hvar er til forsætis- ráðherra, sem hefir rofið j hátíðlegt ’ loforð við sr.m- starfsmenn sína í ríkis- stjórn? Hvar er til forsæt- isráðherra, sem forseti þingsins hefir neyðst til að gefa þann vitnisburð úr forsetastóli, að hann hafi gengið frá orðum sínum og fyrri afstöðu? Hvar er til forsætisráöherra, er lætur blöð sín kalla andstæðinga sína „grey“? Ylirlit um útgjöld rikisins, sem þegar er vitað um Fjárlögin voru afgreidd frá Alþingi síðastl. þriðjudag með þeim einstæða hætti, að sleppt var að taka inn á þau tugmiljóna króna útgjöld, sem þingmelrihlutinn hefir þó fyrirhugað eða ákveðin eru í sérstökum lögum. Fjárlögin gefa því algerlega falska mynd af rekstri ríkisins á komandi ári og er það hreint cinsdæmi, að slíkt sé gert með ráðnum huga, eins og hér hefir átt sér stað. Framsóknarmenn í fjárveitinganefnd mótmæltu þessari fölsuðu afgreiðslu fjárlaganna og sama gerði formaður þingflokksins í umræðunum. Þessi mótmæli voru ekki tekin til greina og sat stjórnarliðið fast við þann keip að afgreiða fölsuð fjárlög. Til að mótmæla svo þessari afgreiðslu og þeim fjármálagrund- velli, sem fjárlögin eru byggð á, sátu Framsóknarmenn hjá við lokaatkvæðagreiðsluna um þau. Tímanum þykir rétt í sambandi við fjárlagaafgreiðsluna, að gefa nokkurt yfirlit um fjárhagshorfur tíkisins á næsta ári. Verður þá fyrst vikið að sjálfum fjárlögunum: Útgjöld fjárlaganna voru áætluð eftir 2. umr. 106.500 þús. kr. Útgjaldahækkanir við 3. umr.: Vegna nýju launalaganna ....... 4.500 þús.kr. Tillögur fjárveitinganefndar .... 445 — — Tillögur samgöngumálanefndar . 193 — — Tillögur einstakra þingmanna .. 506 — — Samt. 5.644 þús. kr. Útgjaldalækkanir við 3. umr.: Niðurfelling áburðarverksmiðju . 2.000-— — Samtals hækkun við 3. umræðu ............... 3.644 — — Öll útgjöld á fjárlögunum '................. 110.200 þús. kr. í 22. gr. fjárlaganna er ákveðlð að verja af tekjum landssím- ans, sem eru áætlaðar 3 milj. kr. í fjárlögunum, 1.4 milj. kr. til aukningar símakerfis. Hefði því vitanlega verið sjálfsagt að færa þessa grelðslu á fjárlögin, en það hefir verið látið ógert til að halda niðri heildarupphæð útgjaldanna. Á sama hátt eru út- gjöld vegnp, nýju launalaganna áætluð of lágt mn a. m. k. 1.5 mllj. kr., enda þótt gert sé ráð fyrir, að þau gildi ekki fyrstu vikur ársins. Þá er sleppt að taka á fjárlögin lögboðnum greið§l- um vegna laganna uhi landnám ríkisins. Einnig er sleppt að taka á fjárlögin nema helmings kostnaðar við Ölfusárbrúna, sem á þó að fullgerast á árinu. Greiðslur, sem ýmist eru lögboðnar eða fyidrhugaðar, en vant- ar þó á fjárlögin, éru því a. m. k. þessar: Greiðslur vegna dýrtiðarráðstafana a. m. k..... 25.000 þús. kr. Greiðslur vegna launalaganna .................. 1.500 — — Greiðslur vegna aukins símakerfis ............. 1.400 — — Greiðslur vegna byggingar Ölfusárbrúar ........ 1.000 —• — Lögboðið framlag tíl landnáms ríkisins ........ 750 — — Samtals 29.650 þús. kr. Raunverulegar greiðslur ríkisins á næsta ári, sem þegar er vit- að um, verða því þessar: Greiðslur, sem eru á f járlögum .................... 110.200 þús. kr. Greiðslur, sem vantar á fjárlög .................... 29.650 — — Samtals 139.850 þús. kr. Rikisútgjöldin verða samkvæmt þessu um 140 milj. kr. á næsta ári. Ótalinn er þó kostnaður við nýbyggingarráð og ýmsar nefnd- ir, forsetakjör o. fl. o. fl., auk ófyrirsjáanlegra umframgreiðslna, er verða mun nú eins og endranær. Það mun því ekki ofsagt, þótt það megi teljast vel sloppið, eins og stefnt er nú, ef heildarút- gjöld ríkisins á næsta ári fara ekki yfir 150 milj.-kr. Móti þessum 140—150 milj. kr. útgjöldum er búið að afla þess- ara tekna. Eldrl tekjustofnar ríkisins á fjárlögum......... 100.000 þús. kr. Tekjuskattsviðauki, sem verður samþykktur .... 6.000 — — Hækkun símgjalda, sem hefir verið ákveðin .... 3.000 þús. kr. Samtals 109.000 þús. kr. Það er því enn eftir a. m. k. að afla 30—40 milj. krónavtekna, ef ríkisreksturinn á að vera hallalaus næsta ár, þrátt fyrir tekju- skattsviðaukann og símgjaldahækkunina. Taka ber tillit til þess, að þessi tekjuáætlun er þanin til hins ftrasta og má ekkert draga úr peningaveltunni, ef hún á að standast. Eru þó vissulega frekar horfur á samdrætti en hitt. Þá er þess að gæta, að enn er ógreitt til Tryggingarstofnunar ríkisins ca. 8 milj. kr. vegna laganna um eftirlaun opinberra i starfsmanna, er samþykkt voru á fyrra þingi. Mun ekki takast (Framhald d 8. siðu) ♦

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.