Alþýðublaðið - 26.03.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.03.1920, Blaðsíða 1
1920 Föstudaginn 26. marz Fjárlög Dana. A1 þýðubla ðiÖ GróÖrir búskapur. Khöfn 24. marz. Á núverandi reikningsári hafa tekjur danska ríkisins reynst 90 milj. krónum meiri en útgjöldin. Á hinum nýju fjárlögum eru tekjur áætlaðar 427,6 milj. kr., en útgjöld áætluð 286,5 milj. [Yið stjórn sitja í Danmörku, svo sem kunnugt er, frjálslyndir vinstrimenn (radikale venstre) með aðstoð jafnaðarmannaflokksins. Einn jafnaðarmaður er í ráðuneyt- inu, Staaning, verkalýðsmálaráð- herra]. Khöfn 24 marz. Frá Helsingfors er símað, að menn séu þar nokkuð órólegir, þar eð menn óttist árás af hendi bolsivíka. [Þess skal getið, að undan kom- ust. á annað hundrað af foringjum verkamanna, af þeim sem tóku þátt í borgarastríðinu, eða réttara sagt hinni bióðugu stéttastyrjöld, er geysaði á Finnlandi fyrri hluta árs 1918; komust þeir yfir landa- mæri Rússlands og hafa hafist við þar sfðan. Mynduðu þeir þegar öflugan félagsskap í þeim tilgangi að koma á bolsivíkastjórn í Finn- landi, og höfðu þeir leynisamband við verkalýðinn um alt Finnland, eftir því sem sænsk blöð hafa skýrt frá. í Petrograd settu þeir á stofn liðsforingjaskóla og létu þess opinberlega getið, að það væri í þeim tiígangi gert, að und- irbúa sig undir að vinna Finnland fyrir verkalýðinn, með vopn í ihönd]. er ódýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. íjval hngsa blilii? Eitt af því, sem hugsandi menn hlýtur að furða einna mest á, í sambandi við hið svokallaða ís- landsbankamál, er það, hve lítinn vott blöðin, önnur en Alþýðublaðið, hafa borið þess, að málið varðar heiður og hagsmuni ríkisins, en þroska þjóðarinnar. Sú spurning hlýtur að hafa vaknað hjá mörg- um: „Hvað kemur blöðunum til þess að þegja?8 Spurningunni er of örðugt að svara, til þess að nánar verði farið út 1 það hér, en hinu skal þó slegið föstu, að með þessari þögn sinni um jafn alvar- legt og stórfengiegt mál, varðandi jafut heiður ríkisins og heiður bankans, hagsmuni ríkisins og hagsmuni bankans, hafa blöðin vanrækt skyldur, sem menn skyldu ætla að hvíldu á herðum hvers einasta heiðarlegs og óháðs þjóð- málablaðs. Önnur skyldan er gagn- vart almenningi: að upplýsa hann eftir megni um þau stórmál, sem rísa upp í þjóðfélaginu. Hin gagn- vart þjóðinni: að berjast fyrir réttinum og gegn ranglætinu í þjóðfélaginu. Þegar blöðin van- rækja þetta tvent, þá vinna þau í fyrsta lagi að því, að gera al- menning í þingfrjálsu landi óhæfan til þess að dæma um það, hvort ríkinu og einstökum stofnunum þess er stjórnað á heiðarlegan og hyggilegan hátt, með hagsmuni og heiður ríkisins fyrir augum, eða — hvort eiginhagsmunir fégjarnra — ef til vill útlendra —r manna ráðast framan að ríkinu, en hirðu- leysi eftirlitsmannanna, launaðra trúnaðarmanna þess, ræðst aftan að því. í öðru lagi vinna þau að 69. tölubl. því að sijóvga réttlætis- og sóma- tilfinningu þjóðarinnar, venja þegna ríkisins á að kæra sig kollótta um alt, sem ekki kemur beinlínis við peningabudduna þeirra sjálfra. Það má enda nærri því kalla það gott, á meðan þeir rumskast við það, að farið er í peningabudduna þeirra, því að svo sinnulaus er þjóðin orðin undir handleiðslu blaðanna — þessara verfeðrunga — að það hrærir hana ekki hót, þó að færð séu að því mjög sterk rök og al- gerlega ómótmælt, áð peninga- budda ríkisins leki. Hvað hugsa blöðin? Hugsa þau sér ekki hærra en að þegja í friði meðan fært er, og í hæsta lagi að stökkva upp á nef sér, ef þau eru ónáðuð? Eða hugsa þau sér að gera sitt til, að sannleikurinn fái að njóta sín, hver sem hann er? Utani>íkis?áðherra Bandaríkjanna. Khöfn 24. marz. Frá Washington [höfuðst. Banda- ríkjanna] er símað að Colley sé orðinn utanríkisráðherra [í stað Lansings]. Óspektir h Iplandi. Khöfn 24. marz. í Dublin [höfuðborg írlands] hafa verið óspektir hvað eftir annað. Frá Þjóðverjum. Khöfn 24. marz. Frá Berlín er símaðj að þar sé nú alt rólegt aftur. Blöðin koma nú út á ný.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.