Tíminn - 16.01.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.01.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMEyN, þrlgjjutlagiim 16. jan. 1945 4. blað Þriðjjudagur 16. jjan. Á viðavangi ERLENT YFIRLIT: Stríðið á vestnrvígstöðvanum Betri póstsamgöngur Á þingi 1943 báru Páll Zóp- •hóníasson, Skúli Guðmundsson og fleiri þingmenn fram tillögu um að sérstakri nefnd yrði falið að gera tillögur um bættar póstsamgöngur. Tillagan var samþykkt og nefndin skipuð nokkru síðar. Daníel Ágústlnus- son erindreki var formaður hennar. Nefndin skilaði áliti á síðastl. hausti og var-sagt ýtar- lega frá því hér í blaðinu um það leyti. í áliti hennar voru gerðar tillögur um mjög auknar og bættar póstsamgöngur. Á- ætlunarbifreiðum og mjólkur- flutningabifreiðum var ætlað að dreifa póstinum daglega eða oft á viku um stó.r landsvæði. Ann- ars staðar var gert ráð fyrir, að póstur kæmi hvergi sjaldnar en vikulega, nema á allra afskekkt- ustu stöðum yfir vetrarmánuð- ina. Póstur skyldi borinn á' sem flesta bæi og ýmsar aðrar breyt- ingar gerðar til endurbóta á póstmálunum. Var mjög vel gengið frá till. nefndarinsar, enda hafði hún lagt í þær mikla vinnu, m. a. aflað sér tillagna allra bæja- og svéitastjórna landsins. Næstum strax eftir að kunn- ugt varð um tiflögur nefndar- innar, fluttu þeir Páll Zophoni- assop og Sveinbjörn Högnas’ón þingsályktunartillögu í samein- uðu þingi þess efnis, að tillögur nefndarinnar yrðu „fram- kvæmdar eins fljótt á árinu 1945 og tök væru á.“ Tillögunni var vísað til fjárveitinganefnd- ar og hlaut hún þar allgóðar undirtektir. Samkvæmt tillögum fjárveitihganefndar var f’jár- \eitingin til póstmála í fjárlög- um 1945 hækkuð um 200 þús.kr. í því augnamiði að bæta póstsam- göngurnar samkv. tillögum póst- málanefndar, en heildarkostn- aður við að framkvæma allar til- lögur nefndarinnar var talinn um 500 þús. kr. á ári. Tillaga þeirra Páls og Sveinbjarnar var síðan samþykkt í því formi, að ríkisstjórnin skuli strax frá þessum áramótum byrja að framkvæma tillögur póstmála-- nefndar „eftir því, sem við yrði komið“ og skyldi þessum fram- kvæmdum hagað þannig, að byrjað yrði á að „bæta póst- samgöngur í þeim héruðum, sem nú búa við lakastar póst- samgöngur." • , Þótt tillögur póstmálanefndar verði þannig ekki framkvæmdar til fullnustu á þessu ári, verður samt hafizt myndarlega handa um endurbætur og einmitt þar, sem þörfin er mest. Mun því áreiðanlega fagnað af þeim, sem hafa orðið fyrir ýmsum óþæg- indum vegna hinna lélegu póst- samgangna, en sjálfsagt er eigi að síður fyrir þá, að fylgjast vel með því, hvernig framkvæmdin fer póstmálastjórnin úr hendi og gera réttmætar athugasemd- ir ef þörf krefur. Jafnhliða verður svo að fylgja því vel eftir, að ekki verði hér staðar numið, heldur haldið áfram, unz búið er að koma tillögum póstmála- nefndar til fullnustu í fram- kvæmd. Þessar aðgerðir í póstmálun- um eru eitt af því fáa, sem gert verður af núv. þingi til raun- hæfra úrbóta og nýsköpunar. Er það athyglisverð staðreynd, að þessar endurbætur eru komnar fram fyrir forgöngu og atbeina Framsóknarflokksins. Mun sú einnig verða reynslan ura önnur og stærri nýsköpunarverk, sem nú eru fyrir höndum. Olíuverzlunin Aðalblað stjórnarinnar, Morg- unblaðið, hefir nýlega upplýst', að búast megi við hækkun olíu- verðsins innan skamms. Þessi fregn ætti að vera ís- lendingum ný áminning um, hve óviðunandi núv. tilhögun olíumálanna er. Erlendir olíu- hringar og „leppar“ þeirra hér geta féflett þjóðina eftir vild sinni. Þessi fregn ætti einnig að verða stjórnarvöldunum hln öfl- ugasta hvatning um að hefjast Samvinna — milliliðir. í "sambandi við ráðstafanir þær, sem stjórnin hefir gert í fisksölumálunum undanfarið, hefir komið næsta greinilega fram hin ólíku stefnumið Fram- sóknarmanna og stjórnarsinna um tilhögun fisksölumálanna. Framsóknarmenn hafa lagt á- herzlu á, að eingöngu samlög útvegsmanna önnuðust útflutn- ing ísfisksins og ríkisvaldið hefði ekki önnur afskipti af honum en að útvega samlögun- um flutning'askip með sann- gjörnum leigumála og yrði Fiskifélaginu falið að skipta þeim milli samlaganna. Út- flutningurinn yrði að öllu öðru leyti í höndum samlaga«na. Með þessu fyrirkomulagi er tryggt, að smáútvegsmenn og hlutasjómenn fái það verð, sem fæst fyrir fiskinn á erlendum markaði, að frádregnum sem allra minnstum kostnaði, og engir milliliðir, hvort heldur eru eigendur flutningaskipa eða aðrir, geti dregið sér óeðlilegan skerf af því, verði. Ríkisstjórnin hefir hins vegar valið þá leið að veita eig- endum flutningaskípa aðstöðu til að kaupa fiskinn fyrir fast verð, sem a. m. k. getur veitt eigendum stærri skipanna mik- inn gróða, er fallið hefði í hlut samlaganna, ef stefna Fram- sóknarflokksins hefði fengið að ráða. Markmið þessa fyrirkomu- lags er að tryggja milliliðunum, þ. e. eigendum stóru flutninga- skipanna, aðstöðu til að græða áfram á kostnað smáútvegs- manna og hlutasjómanna. Fyrir alla þá, sem óvilhöllum augum líta á málin, ætti að vera auðvelt aðjdæma um það, hvor þessara stefna er heilbrigðari og réttlátari, samvinnustefnan eða milliliðastefnan. Samlögin verða að eignast flutningaskip. Þar sem útvegsmenn hafa haft samlög um útÚutninginn, t. d. á Norðfirði, hefir það full- komlega sannast, að stefna Framsóknarflokksins í þessum málum er rétt. Útvegsmenn og sjómenn þar hafa stórgrætt á því að hafa flutningana í sín- um höndum. Þó hafa þeir hing- að til þurft að leigja erlend skip til flutninganna, en nú hafa þeir hafið undirbúning að því að samlagið eignaðist tvö allstór flutningaskip. Þannig þarf þetta að vera í framtíðinni. Samlögin þurfa sjálf að eiga flutnihgaskipin. Þá verða þau ekki upp á neina milliliði kom- in. Þótt aðgerðir ríkisjitjórnar- innar komi í veg fyrir það nú, áð útflutningur ísfisksins komist yfirleitt i hendur sölusamlaga, verður að vænta þess, aðút- vegsmenn og hlutasjómenn fari almennt að sjá það sjálfir, að hag þeirra er bezt borgið með samlagafyrirkomulaginu. og komf því þessvegna allsstaðar á. Þess verður einnig að vænta, að þær breytingar verði fljót- verulega handa um að koma því skipulagi á olíuverzlunina,. sem gert er ráð fyrir í lögum, er sett voru á seinasta þingi að tilhlut- un Vilhjálms Þórs. Samkvæmt lögunum er ríkinu heimiláð að styrkja olíusamlög eða samvinnufélögin með bein- um styrkjum og lánum til að koma upp olíúgeymum. Aðstoð þessi er þó bundin þeim skil- yrðum, að starfað sé á hreinum samvinnugrundvelli, þ. e. hver félagsmaður hafi eitt atkvæði og arðsúthlutun sé í hlutfalli við viðskipti. Ennfremur er ríkis- stórninni heimilað að byggja stóra aðalbirgðageyma og taka á leigu „tankskip“ til flutninga. ar leigja landssambandi olíu- Tæki þessi má ríkisstjórnin síð- samlaga, þegar það verður stofnað. Hér er vissulega um hina hag- kvæmustu og, öruggustu lausn olíumálanna að ræða. Það gildir um olíuverzlunina, eins og svo margt annað, að hún verður hagkvæmust og bezt, ef hún er rekin á grundvelli samvinn- unnar. lega á þingi og í stjórn, að sú stefna verði ráðandi, að styrkja heldur samlögin en milliliðina. Þá verður það eitt helzta verk- efnið þess opinbera, að styrkja samlögin til að eignast^sín eigin flutningaskip. Samvinnuáhugi kommúnista rann í sandinn. Skrif kommúnista um fisk- sölumálin eru sérstakur kapítuli út af fyrir sig. Kommúnistar hafa séð, að sölusamlögin og önnur sam- vinna í útvegsmálunum, er nú að ryðja sér'til rúms. Þess vegna látast þeir vera mjög hlynntir þessum úrræðúm, ekki sízt sam- lögunum. Um skeið mátti líka vel álykta af Þjóðviljanum, að kommúnistar myndu aldrei á það fallast, að eigendum flutn- ingaskipa yrði leyft að kaupa fiskinn fyrir fast verð, svo að þeir gætu stungið meira eða minna gróða í sinn vasa. Þjóð- viljinn taldi þá alveg sjálfsagt, að yrði einhver hagnaður hjá flutningaskipunum, ætti hann að renna allur til útvegsmanna og sjómanna. Þegar mestur móðurinn var á Þjóðviljanum í þessum efnum, taldi hann jafn- vel nauðsynlegt, að ríkisstjórn- in fengi ráð á "ollum skipastóli landsmanna til að tryggja þetta, og birti hann um það feit- letraða forustugrein! En smátt og smátt fór samlagaáhuginn og velviljinn til útvegsmanna og hlutasjómanna að dvína. Niður- staðan af öllu saman varð sú, að eigendum flutningaskipanna var leyft að kaupa fyrir fast verð og þannig gefinn kostur á að hrifsa verulegan gróða í sinn hlut. Þegar kommúnistar höfðu þannig snúizt frá því, sem þeir upphaflega héldu fram, tóku þeir að skrifa um það í blað sitt, að það hefðu verið Framsóknarmenn, er borið hefðu hag eigenda flutninga- skipanna fyrir brjósti og. væru þeir því eiginlega valdir að því, hvernig fór! Kommúnistar sýndu hér eins og oftar, að þeir eru jafn fljótir til að eigna öðr- um óhappaverk sín og þeir eru fljótir til að eigna sér þau verk annara, sem vel eru gerð. Anriars þarf það engan að undra, þótt áhugi kommúnista fyrir sölusamlögum og öðrum samvinnumálum renni þannig í sandinn, þegar á reynir. Slíkan áhuga sýna þeir aðeins til, að blekkja og villa á sér heimild- ir. Stefna þeirra er þjóðnýting og ríkisrekstur, og þeir vilja því allan frjálsan samvinnu- rekstur feigan. Menn ættu því ekki að blekkjast af samvinnu- áhuga þeirra, hvorki á þessu sviði né öðrum. Barátta stjórnarsinna við gagnrýnina. Fátt hefir vakið meiri furðu og andúð almennings en þær þýzk-rússnesku einræðisaðferð- ir stjórnarblaðanna að reyna að kæfa alla gagnrýni niður með því að stimpla hana sið- leysi og láta það nægja í stað rökræðna um málin. Mönnum er það vel ljóst, að hér er fullkomlega Vikið af braut lýðræðisins og að ætlunin er, að útrýma allri andstöðu með því að gera hana glæpsamlega í augum þjóðarinnar. Fái slíkir starfshættir að þróast, getur verið skammt yfir til þess stjórnarfars, þar sem allir and- stæðingar eru stimplaðir sið- lausir Trotskiistar eða Gyðingar og þeim síðan útrýmt með slíkri forsendu. Menn voru farnir að vænta þess, að íslenzk stjórn- mál væru þó komin á það menn- ingarstig, að þau vinnubrögð að reyna að stimpla andstæðinga siðleysingja, vitfirringa eða glæpamenn væru úr sögunni og þeir, sem hefðu beitt slíkum starfsaðferðum í Kleppsmálinu og Kollumálinu, hefðu lært nóg- af því. En svo hefir ekki verið. Menn eru nú alvarlega minntir á það, að maðurinn, er stjórn- aði Klepps- og Kolluherferðun- um, er kominn til valda og hefir við hlið sér Brynjólf og Áka, er hafa lagt stund á að kynna sér, hvernig stjórnarandstaða er kveðin niður i Rússaveldi. Fyrir stjórnarandstæðinga er þetta aðeins hvöt til að herða alla þá gagnrýni, sem réttmæt er og ekki síst á þessu atriði. Dýðræðið er í mikilli hættu, ef slíkir starfshættir fá að þróast. Siðleysisbrigsl, sem hittir höfundana sjálfa. Eins og vænta mátti, hefir Mbl. forustuna í siðleysisbrigsl- unum, enda getur það frómt úr flokki talað, þar sem það er mál- gagn hins háttvísa, sannorða og orðheldna forsætisráðherra! í seinustu siðleysisbrigslum Mbl. er aðallega vikið að Her- manni Jónassyni, enda mun stjórnin óttast hann mest and- stæðinga sinna. Honum er borin á brýn siðlaus framkoma í ut- anríkismálunum. Tilefnið er fyrirspurnir, sem H. J. gerði á Alþingi til ríkisstjórnarinnar. Aðeins ein þeirra snerti utan- ríkismál, en hinar voru um inn- anlandsskipulag fiskmálanna. Snertá þær því ekki þetta mál. Þessi eina spurning var um það, hvers vegna ekki væri búið að senda samninganefnd til Bret- lands, og hvort hún yrði ekki send fljótlega. Hefir MbL, sem von er, varast að færa að því minnstu rök, hvers vegna það sé siðleysi að gera slíka fyrir- spurn, en reynt að klóra í bakk- ann með því, að spurningin hafi verið óþörf, þar sem málið hafi verið rætt í utanríkismálanefnd. Tekur þar þó ekki betra við hjá Mbl., því að, á fundi nefndar- innar 17. des. var samþykkt að senda samninganefnd til Bret- lands, en síðan hann var hald- inn, voru liðnar næi; þrjár vik- ur, er H. J. gerði fyrirspurnina, og var því éðlilegt, að þingið fengi að vita, hvað síðan hefði gerzt í þeim málum, þar sem stjórnin hafði enga skýrslu um það gefið. Spurningin var því síður en svo óþörf. Þegar Mbl. sér, að þessar á- sakanir nægja tæpast, reynir það að gera H. J. tortryggilegan með því, að hann hafi ekki mætt á tveimur fundum í utanríkis- málanefnd. H. J. var forfallaður í bæði skiptin og mætti Eysteinn (Fravihald á 7. síðu) Sú von Bandamanna að geta lokið Evrópustyrjöldinni fyrir árslok 1944 brast á síðastl. hausti, þegar þeim mistókst að ná Ermarsundshöfnunum . í tæka tíð og innrás loftflutta liðsins hjá Arnhem í Hollandi misheppnaðist. Eftir það var þeim strax ljóst, að fullnaðar- sigur myndi þeim ekki falla í skaut fyrr en næsta vor, enda lýsti Churchill þá yfir, að eigi mætti búast við lokasigri í Ev- rópu fyrr en um páskaleytið í fyrsta lagi. Það virðist hafa verið hern- aðaráætlun Bandamanna að hald'a sókninni þó áfram allan veturinn og unna Þjóðverjum aldrei hvíldar. Markmið þeirra virðist líka hafa verið að dreifa varnarliði Þjóðverja á sem lengsta víglínu með því að vera í sókn á allri víglínunni' frá landamærum Sviss norðup í Mið-Holland. Þungamiðja sókn- arinnar virðist þó hafa átt að vera á nyrzta hluta vígstöðv- anna eða norðan Aachen, þar sem teflt var fram öllum brezka hernum, 9. ameríska hernum og nokkrum hluta 1. ameríska hersins. Hér var líka snöggi bletturinn á Þjóðverjum, því að þetta var stytzta leiðin inn í helztu námu- og iðnaðar- héruð þeirra, Ruhr-héruðin. Leiðin til Berlínar liggur um Ruhr, haía Bandamenn oft sagt. Reynzlan mun skera úr því, hvort þessi áætlun Banda- manna hafi verið rétt. Margir telja nú, að þeim hefði verið betra að halda uppi kyrrstöðu- hernaði í vetur og undirbúa lokasóknina þeim mun betur. Þessir sömu menn segja einnig, að þessi áætlun Bandamanna hafi skapað Þjóðverjum mögu- leika til gagnsóknar. Þjóðverjar beindu gagnsókn sinni á súðurhluta vígstöðva 1. ameríska hersins. Þar hafa Bandamenn ' vafalaust verið veikastir —fcil varnar, þar sem þeir héldu uppi sókn bæði að norðan (1. herinn við Aachen) og sunnan (her Pattons í Saar). Bendir gagnsókn- Þjóðverja til, að þeir hafi haft betri njósnir um Bandamenn en Bandamenn um þá, þvi að gagnsókn Þjóð- verja kom þeim mjög á óvart. Sóttu Þjóðverjar alllangt inn í Suður-Belgíu og Luxemburg fyrstu dagana eða allt til Din- ant. Veður var þeim líka hag- stætt, því að flugherinn gat Rundstedt ekki beitt sér, og bendir það til, að Þjóðverjar hafi mjög fullkomnar veðurspár. Mikil not höfðu Þjóðverjar líka af nýrri, fullkominni skriðdreka- gerð, sem þeir eru nýbyrjaðir að nota. Sókn Þjóðverja stöðvaðist strax og Bandamenn gátu farið að beita flughernum. Sést á því hin mikla þýðing flughersins fyrir . landhernað. Bandamenn hafa síðan byrjað að hrekja Þjóðverja til baka með nokkrum árangri. Hinn frægi hershöfð- ingi Breta, Montgomery, fékk hér nýtt tækifæri til að sýna herstjórn sína. Ameríkumönn- um hafði þótt nóg um herfrægð hans og hafa því unnið að því að víkja honum smám saman til hliðar. Var svo komið, að hann hafði aðeins yfirstjórn brezka hersins eins. En þegar hér var komið sögu, þótti ekki annað ráðlegt en að leita til Montgomery og var honum einnig falin yfirstjórn 1. og 9. amerísku herjanna. Byrjuðu Þóðverjar fyrst að láta undan síga fyrir alvöru, þegar Mont- gomery kom til skjalanna. Sá hershöfðingi, er stjórnaði sókn Þjóðverja, Rundstedt, hef- (Framhald á 7. síöu) Það er venja Mbl. að birta myndgátu í hverju jólablaði. Að þessu sinni hljóðaði úrlausn myndgáturinar þann- ig: „Yfirstjórn Mjólkursamsölunnar nýtur eigi vinfengis Víkverja. Takist að endurskipuleggja mjólkurlögin verða húsmœður glaðar". Hefir pró- ventukarlinn hér sem oftar sýnt hug sinn til bænda, þar sem hann velur svívírðingar um stofnun þeirra sem jólagetraun handa lesendum sínum. Ólafur Björnsson i Brautarholti hefir ekki heldur getað orða bundizt um þessa framkomu og birtir bréf í Vísi 11. þ. m., þar sem hann nefnir þetta „nýársboöskap Morgunblaðsins". Þar segir m. a.: „Ummælin í Lesbók Morgun- blaðsins 7. jan. (þ. e. lausn mynd- gátunnar) er atvínnurógur á fé- lagsskap mjólkurframleiðenda, og harma ég, að þau skuli koma fram. Ég veit satt að segja ekki í hverju þessi mikla óstjórn er fal- in hjá stjórn Mjólkursamsölunn- ar, sem mest er umtöluð. Verðjöfnunarsvœði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar er orðið það stórt, að ekki er eftirsóknarvert fyrir mjólkurneytendur að það sé enn stækkað, með tilliti til þess, að fá góða, drykkjarmjólk. Salan hér í Reykjavík fer fyam með eftlrllti heilbrigðisfulltrúa. Mjólkin kemur daglega á sölu- staðinn frá næstliggjandi mjólk- ursvæðum og næsta dag úr þeim fjarstliggjandi. Mjólkurvinnslu- stöðin í Rvík er að vísu orðin of lítil, en nú er í byggingu ný mjólk- urstöð, en sá galli er á gjöf Njarðar, að Bandaríkin hafa neitað að láta vélar af hendi, svo að útlit er fyrir, að þær fáist ekki fyrr en eftir stríð. Stjórn Mjólkursamsölunnar er kosin af framleiðendum, og ber þeim I öllu að vinna að hag þeirra og neytenda. Það væri því lítil skynsemi í því að illskast *við neytendur, sem eru viðskiptamenn samsöl- unnar, eða gera þeim lífið grátt í viðskiptum. Það *myndi og stríða algerlega móti öllum skynsamlegum álykt- unum, og einungis til þess að skaða framleiðendurna og félags- samtök þeirra. Enda neita ég því harðlega, að það sé gert. Um starfsfólk Samsölunnar er það sama aði segja. Það vinnur áreiðanlega starf sitt eftir beztu getu, og sýnir mikinn dugnað og alla sanngirni við dagleg störf.“ j Vissulega mun próventukarlinum : reynast erfitt að hnekkja þessum glöggu rökum Ólafs Björnssonar. * * * Þá víkur. Ólafur Björnsson að á- sökunum um of litla mjólkurfram- leiðslu vegna ódugnaðar bænda. Far- ast honum svo orð: „Því er haldið fram eins og að ^ framan er sagt, að mjólkurskort- ur sé mikill, og eru bændur á- sakaðir um ódugnað í starfi og mesta tómlæti um alla nýbreytni í búnaöi. Þessi ályktun er ranglát. Bændur hafa sýnt þessi styrj- aldarár, sem liðin eru, mikinn dugnað og árvekni við landbún- aðarstarfið, þar sem þeir hafa orðið að stunda búskap með minni vinnukrafti og mikla vöntun vinnuvéla, — jafnvel við hin nauðsynlegustu störf. Það er staðreynd, að fram- leiðslan hefir eigi minnkað held- ur aukizt. Árið 1939 var framleidd mjólk á verðjöfnunarsvæði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar 15".713.495%- kg. Árið 1943 var framleidd mjólk á sama svæði 17.187.820 Vz ltr... Á sama tíma hefir íbúatala Reykjavíkur fjölgað, sem hér segir: Árlð 1939 voru íbúar Rvíkur 38.219. Árið 1943 voru íbúar Rvíkur 42.815. Hver er aðalástæðan fyrir því að íbúum Rvíkur hefir fjölgað um 5.596 menn? Því er fljótsvar- að. Það er einvörðungu fyrir það, að stórfeldar atvinnugreinar hafa sótt vinnuaflið úr sveitunum til Reykjavíkur. Þar hafa ungir sem gamlir fengið betri kjör, meiri þægindi og það, sem ekki varð- ar sízt, meira frjálsræði og glað- værð. Ég fullyrði, að það gengur kraftaverki næst, hvað íslenzkir bænduij hafa fengiðj áorkað í framleiðslu neyzluvara, eij það því mjög óskynsamlegt að ásaka . þá um léleg vinnuafköst". Það, sem hér er sagt um störf ís- lenzkra bænda á stríðsárunum er vissulega ekki ofmælt. * * í forustugréin Vísis 11. þ. m., þar sem rætt er hið mikla fjárbruðl núv. ríkisstjórnar til launahækkana og annarar óarðbærrar eyðslu, segir svo að lokum: „Núverandi ríkisstjórn hefir allt til þessa tjaldað til einnar næt- ur og látið reka á reiðanum. Hún hefir slegið undan, og öll sólar- merki virðast sýna, að um heil- brigt og einlægt samstarf sé að þar ekki að ræða og verði ekki með því að kosningar faVa fram á öðru_ vori, og upp úr stjórnar- samvinnunni slitnar á haustþing- inu eða því sem næst, — en bara að nýsköpunin hafi þá ekki gleymzt". Ekki mun laust við, að ýmsir fleiri hafi látið sér þetta sama til hugar koma og Vísir. Verk stjórnarinnar hingað til bera þess öll merki, að mun- að sé vel eftir f járbruðlinu, en nýsköp- unin eigi að gleymast!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.