Tíminn - 16.01.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.01.1945, Blaðsíða 6
6 TtMlM, þriðjudagiim 16. jan. 1945 4. blað dAnarmmhvg: ax og laxvet Jónína S. Eiríksdóttir húsfreyja að Tóarseli Frú Jónina S. Eiríksdóttir, fædd á Dj úpavogi hinn 16. marz 1879, dáin 16. sept. 1914, var ein af þeim konum þeirrar kyn- slóðar, sem nú er að kveðja þennan heim, sem átti til að bera þá mannkosti, er gáfu ís- lenzkri sveitaalþýðu þrótt og á- ræði til að glíma við hina ó- blíðu náttúru þessa lands til bjargar börnum og búi. Að starfa og lifa, að lifa og starfa án æðru og uppgjafar, þó þung væru áföll og ástvinamissir, það var líf hennar. Hún var kona gædd miklum hæfileikum sem móðir og hús- freyja. En hún var dul um eigin hagi og lét lítið yfir kostum sínum. En þeir, sem náin kynni höfðu af henni, vita hversu mikilhæf og vel metin hún var sem eiginkona og móðir. Hún giftist eftirlifandi manni sín- um, Guðjóni Jónssyni frá Flögu 1 Skriðdal Suður-Múlasýslu, ár- ið 1902. Þau reistu bú árið eftir að Borg í Skriðdal, þar sem þau bjuggu myndarbúi í 9 ár. En þá fluttu þau að Tóarseli í Breið- dal, sömu sýslu, og bjuggu þar fram á þetta ár. Með manni sínum átti hún því láni að fagna að koma upp 9 hraustum og mannvænlegum börnum, 2 sonum og 7 dætrum. En eitt barna sinna, Halldór Óskar, mi0tu þau hjónin með- an hann var enn á bernsku- skeiði. Og nokkrum árum seinna misstu þau elztu dóttur sina, Guðrúnu, er var gift til Vest- mannaeyja og dó þar frá 5 börnum í ómegð. Einn fósturson tóku þau hjónin að sér, efni- legan dreng, sem er enn innan við fermingu. Hann var ellefta barnið, sem frú Jónína veitti móðurlega umhyggju. Hann fylgdi þeim hjónum, er þau fóru frá Tóarseli, og dvelur nú hjá fósturföður sinum. Frú Jónina helgaði starfs- krafta sína heimili sinu og barnauppeldi. Með móðurlegri samúð og víðsýni fylgdist hún með þroska og líðan barna sinna. Ekkl aðeins meðan þau voru á bernsku- og æskuskeiði og þroskuðust við hlið hennar, á heimili hennar og þeirra, held- ur einníg, þegar manndómsár- in komu yfir börn hennar og bauð þeim að heyja lífsbarátt- una upp á eigin spýtur fjarri heimili hennar. Þá hélt hún uppi stöðugu sambandi við börn sín, með bréfaskriftum. Hún fylgd- lst með velgengni þeirra og mót- læti, gladdist og hryggðist með þeim, hvatti þau og huggaði með sömu móðurlegu umhyggj- unni og þá, er þau voru enn ung á heimili hennar. í bréfum hennar mátti finna innri eld samúðar og dugs, sem yljaði upp og lýsti fegurra svið, þegar skuggar og kuldi mótlætis gengu yfir. Þannig var hún enn, þótt aldur færðist yfir hana og kraftarnir dvín- Jónína S. EiríkscLóttir uðu, allt til hinztu stundar,- vakandi í því starfi, er hún hafði helgað sig allt sitt líf. Á yngri árum dvaldi frú Jón- ína í Reykjavík og lærði karl- mannafatasaum. Sú kunnátta kom henni í góðar þarfir, er hún þurfti síðar að sjá um stórt heimili og sauma á barnahóp- inn og miðla af kunnáttu sinni til annarra, vina og nágranna, er leituðu til hennar. Henni var ekkert ljúfara en að hjálpa þeim, er á hjálp hennar þurftu að halda, enda var henni létt um að setja sig inn i kringum- stæður annara og sýna hlut- tekningu sína í orði og verki, þar sem hún gat því við komið. í önnum hversdagsstarfsins leitaði hugur hennar oft inn á aðrar brautir — inn á brautir þekkingar og fróðleiks. Hún hafði yndi af bókum, og ef ein- hver tómstund gafst frá önnum dagsins, þá var hún notuð til lesturs blaða eðá bóka, enda /ar ætíð nokkur blaða- og bókakost- ur á heimili þeirra hjóna. Á sumri því, er nú er að kveðja, ákváðu þau hjónin að hætta búskap, því aldur var orð- inn hár og mikið starf að baki. Var ætlun þeirra að flytja, með dóttur sinni, frú Unni, og tengdasyni, séra Pétri Oddssyni, að Hvammi í Dölum. Frú Jónína kvaddi mann sinn í Reykjavík, í þeirri ferð, og dvaldi um tíma á heimili dóttur sinnar, frú Hansínu, og tengda- sonar, Sveins Ólafssonar verk- stjóra, Sauðagerði C, Reykja- vík, þar til hún lagðlst í St. Jósefs spítalann í Reykja- vík til læknisaðgerðar. Þar andaðist hún. Dauðinn kom fljótt og óvænt, eins og svo oft áður, og skildi eftir spor sárs- auka og saknaðar í hjörtum eftirlifandi ástvina. En minn- ingin um hana er huggun öllum, er hana þekktu, og vitneskj- an um, að nú er hún meðal vina fjarri sorgum þessa heims, en þó svo nálæg okkur öllum. Blessuð sé minning hennar. í sept. 1944. Vinur. Sextngfnr: Ntefán «Ionsson bóndi í Hlfð Stefán Jónsson, bóndi á Hlíð í Lóni, átti sextugsafmæli 16. sept. Hafði hann þá verið nær 30 ár oddviti hreppsnefndar og gegnt fjölda annara starfa fyr- ir sveitar- og sýslufélag. All- margir nágrannar heimsóttu hann við þetta tækifæri og færðu honum vandað skrifborð með áletraðri afmæliskveðju frá sveitungum og vinum. Voru honum þökkuð störfin, og dvöldu gestirnir á hans góða heimili við mikinn fögnuð fram á kvöld. Stefán er snilldar verkmaður að hverju, sem hann gengur, fróðleiksfús og vel ritfær. Manna skemmtilegastur heim að sækja og kann frá mörgu að segja.. Kona hans er Kristín Jóns- dóttir frá Berunesi, er áður var gift séra Benedikt Eyjólfssyni í Bjarnanesi. Hafa þau alið upp 10 mannvænleg börn, sem flest eru heima í sveitinni. Umgengni öll á heimili þeirra hjóna er. til fyrirmyndar. S. J. Sjóvmntmámskeið í Bolungarvík í Bolungarvik lauk fyrir skömmu námskeiði í sjóvinnu. Námskeiðið var haldið að for- göngu fiskideildar Bolungarvík- ur, en Fjórðungssamband fiski- deilda Vestfjarða lagði til 1200 kr. styrk. Kennt var: segla- saumur, tóg- og vír-„splæsing- ar“, ýmiskonar hnútar og margt fleira. Kennari á námskeiðinu var Kristján Jónsson segla- saumari á ísafirði. ww ■■r 4ÚTBREIÐIÐ TIMANN4 (Framh ld af 3. síðu) Netaveiði ætti að hætta að mestu eða öllu leyti, og ef hún er nokkur, þá þarf að koma skipulagi á hana, eins og t. d. eigendur Ölfusár hafa gert. Þar virtist laxastofninn vera á hraðri leið til tortímingar vegna ógurlegrar netastöppu og girð- inga alla leið út í ósa árinnar. En 1938 var stofnaður félags- skapur, sem náði til allrar sil- ungs- og laxveiði í vatnakerfi Ölfusár. Netaveiðin hefir svo aðeins verið stunduð á tveim stöðum, Selfossi og Helli, og eru 3 km. milli þeirra staða. Talið er, að á þeim stöðum sé hæg- ast og kostnaðarminnst að veiða laxinn. Laxveiðin á Selfossi og Helli 1938 varð 1393 laxar, 1939 2887 laxar og árið 1940 urðu laxarnir 4219 (sbr. Rit Fiski- deildar Atvinnudeildar háskól- ans 1941). Jafnhliða aukningu laxveið- anna í netin og mjög miklu minni kostnaði og fyrirhöfn við veiðina, þá er farið að bera miklu meira á laxi í ánum uppi í héraðinu, og er því stangaveiði þar nú þegar orðin mun álit- legri en áður var. í Hvítá í Borgarfirði, hinni miklu laxgönguá, ræður ennþá mikil skammsýni með veiðina. Þar rembast menn við að leggja net og girðingar, langar leiðir fyrir löndum sínum, hver í kapp við annan, strax í maí, þegan von er á svo til fyrstu löxunum — þá oft í hálfófæru. Þetta verður mjög kostnaðarsamt og heftir auðvitað stórkostlega hina eðlilegu göngu laxins. Reyndar er mikil bót í máli, að öll net á að taka upp á föstu- dagskvöldum og ekki leggja aft- ur fyrr en á mánudagsmorgun. En meðan ekkert eftirlit var með að þessum reglum væri hlýtt, munu netin oft hafa legið alla daga niðri í „lögnunum.“ En síðan Hermann Jónasson í ráð- herratíð sinni skipaði eftirlits- mann með veiðiskapnum á vatnasvæði Hvítár mun þetta hafa stórbatnað. En þó að margir, sem búa meðfram Hvítá, hafi góðar tekj - ur af laxveiðunum, þá er kostn- aður og fyrirhöfn þeirra við lax- veiðarnar og eyðilegging laxins, sem þarf að komast á þær stöðvar, sem hann ólst upp á, til þess að hrygna — allt hin mesta fásinna. Auðvitað er lífsskilyrði að laxinn komist upp þangað, sem bezt er fyrir hann að hrygna, og jafnframt, að til sé mikið af honum í einstökum hyljum, þegar líður að hausti, til þess að auðvelt sé að veiða hann þar handa klakhúsunum. Framtföin. Ég — sem leikmaður — tel, að það, sem þurfi að gera og eigi að gera hér á landi í laxamál- unum, sé m. a. þetta: 1. Hætta allri ádráttarveiði, nema til klaks á haustin. 2. Hætta helzt öllum lagneta- veiðum. En ef þær verða ein- hverjar, þá séu þær fram- kvæmdar á einum stað fyrir félag eigenda allrar árinnar eða vatnasvæðis höfuðárinnar (t. d. í Hvítá neðarlega fyrir allt vatnasvæði hennar). 3. Laxveiði sé hvergi leyfð fyrr á vorin en 1. júní og ekki síðar að hausti en 31. ágúst, nema til klaks. 4. Sé netaveiði starfrækt í ánni (eða aðalánni, sem smærri árnar falla í) og hvíldartím- inn sé þar eins og nú er, (t. d. Hvítá), þá verði engin veiði leyfð ofar 1 ánni né þverám hennar á mánudögum og þriðjudögum. Þá fengi laxinn fullan frið til þess að ganga upp árnar þá daga. . 5. Bannað sé að veiða í allt að 100 metra fjarlægð frá fossum, sem nokkur teljandi farartálmi er að. Lagaðir séu þeir fossar, sem valda verulegum farartálm- um. 6. Aldrei sé leyfð veiði fyrir keppendur sitt á hvorum bakka árinnar. 7. Um árnar (og vatnasvæði stóru ánna) sé allsherjar félags- skapur allra eigendanna. Sé gjaldskrá samin yfir hana alla, svo að hverjum einum eiganda beri visst hlutfall af tekjunum, hvort sem hann býr við efstu hrygningarstaðina eða ósana út við sjó. Þá verður allra hagur að auka laxinn 1 allri ánni, en á slíkum skilningi er nú mikill skortur víða. Hitt getur verið nokkrum erfiðleikum háð, að finna réttlát hlutföll á milli þeirra, sem við ósana búa og nú fá aðalverðmætin, og hinna, sem eiga beztu uppeldisstöðvarnar og hafa hingað til máske nær ekkert fengið. 8. Laxaklak þarf að stórauka í góðum klakhúsum, einkanlega þó til þess að koma upp stofni í ám, þar sem enginn stofn er fýrir, og til þess að láta seiði í stuttar ár, sem hafa lélega hrygningarstaði. 9. Laxárnar ætti að leigja út til stangaveiða og þá helzt Eng- lendingum. Þeir eru manna kurteisastir veiðimenn, og að leigja þeim árnar nálgast mjög oft friðun. Einstaka íslending- ar eru prúðir veiðimenn og er sjálfsagt, að þeir fengju að veiða. En of margir þeirra eru því miður ekki hæfir til þess að vera við veiðiár. Með ýmis kon- ar tækjum og yfirgangi eru margir menn vísir til þess að eyðileggja árnar. Einnig þarf að vernda laxinn fyrir fuglum, fiskum og selum eftir því sem hægt er. 10. Helzt ætti alltaf að veiða á flugu og alls ekki að vera leyfilegt að veiða á ýmis kon- ar járnarusl (spón o. þ. h.), nema þá máske í miklum vatna- vöxtum. 11. Hver einstakur veiðimaður ætti ekki að hafa leyfi til þess að veiða nema ákveðna tölu laxa á dag, jafnvel ekki meira en 2—3 laxa. 12. Ánum ætti að sklpta nið- ur í hluta, 1., 2., 3. o. s. frv. Veiðimaðurinn mætti svo ekki veiða nema í sínum ákveðna hluta og fengi þar að vera í al- gerðu næði, nema ef eftirlits þættí þurfa. Mðnrlagsorð. Væri skynsamlega farið að, er ekki vafamál að fylla mætti af laxi fjöldamargar ár. Og þegar ísland væri nefnt út um heim, þá hlökkuðu laxveiði- mennirnir til að koma þangað og dvelja þar fáeina daga við einhverja laxána. Það mætti þá selja laxveiðileyfin háu verði, jafnvel svo háu verði, að þeir, sem nú hagnast mest á laxr veiði, hefðu þá mun meira upp úr sínum árhluta heldur en nú — og það að mestu án nokkurr- ar fyrirhafnar. — Nú er ekki ó- algengt, að mikill hluti laxa, sem sleppa, t. d. upp úr Hvítá í Borgarfirði, séu með netaför- um. Verkar það mjög illa á veiðimenn. Margir beztu lax- veiðimenn Englendinga vilja tæplega veiða í ám, þar sem þeir vita, að netaveiði er stunduð milli þeirra og sjávar. Áður en ég fór að veiða lax, skildi ég ekki,hvernig gat staðið á því, að ríkir Englendingar, sem gátu veitt sér nær allt, sem þessi heimur hefir að bjóða, skyldu koma hingað til íslands ár eftir ár og leggja á sig til þess margra daga sjóvolk yfir hafið og standa svo vikum eða jafnvel mánuðum saman hér við árnar, og það stundum í kalsaveðri. En nú þykist ég skilja það, eftir að vera búinn að draga á stöng nokkur hundr- uð laxa síðasta áratuginn. Laxveiðin er unaðsleg hvíld frá önnum og ys stórborganna. Hin. frjálsa, ósnortna náttúra er allt umhverfis og blár, líð- andi straumurinn „þar laxar leika í hyljum, létt með sporða- köst“. Laxinn, straumurinn og umhverfið, einkum sé það fag- urt, er nýr töfraheimur. Allt annað er horfið og gleymt. Framtíðarmarkið á að vera að venja og kenna íslending- um að fara vel með veiðiárnar, fylla þær af laxi, auka tekj- urnar af þeim með forsjá, m. a. með því að leigja útlendingum háu verði hóflega veiði í þeim, þegar þeir skreppa í skýjum himinsins til íslands til þess að dvelja þar nokkra daga við beztu laxár heimsins. „Þetta land á ærinn auð, ef menn kynnu’ að nota’ hann“. Satnband ísl. sutnvinnuféluga. SAMVINNUMENN: Munið, að þér fáið sannvirði fyrir hverja krónu, sem þér kaupið fyrir í kaupfélagi. SAVOiV de PARÍS mýkir húðina og styrkir, Gefur henni yndisfagran litblœ og ver hana kvillum, iVOTIÐ SAVON Vökflikoniir vantar á Kleppsspítalann. Upplýsingar hjá yflrhjúkrnnarkonnnni í síma 2319. RaÍtækjavínnustofan Selfossí framkvæmir allskonar rafvirkjastörf. ORÐSENDING TIL KAUPEIVDA TlMAJVS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.