Tíminn - 16.01.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.01.1945, Blaðsíða 7
4. blað TÍMINrV, frriðiudaginn 16. jan. 1945 Kátír voru k ar lar 7 \ WAIÆ TIMAMS *T Vamban: Hæ, hvað gengur á! ^^^Jj^hr^ Vamban: Ja, illt er að kenna göldum grepp og gömlum hundi að sitja rétt! Á víðavangi. (Framhald af 3. síðu) Jónsson sem varamaður hans. Hins getur Mbl. ekki, að Sjálf- stæðismenn hefir oft vantað á þessa fundi, án þess að láta varamenn mæta. Sé hægt að kalla nokkuð sið- leysi, þá er það sú framkoma, að ætla að nota jafn fánýtar ásak- anir og hér er beitt til að stimpla andstæðing sinn siðlausan og ætla þannig að ómerkja gagn- rýni hans. Atferli „hurðarþjófsins". Framangreind siðleysisskrif Mbl. hafa líka aðra alvarlegri hlið. Hér er réynt að draga ut- anríkismálanefnd og það, sem þar gerist, inn í opinberar um- ræður. Hingað til hefuv þótt sjálfsagt, að halda utanríkis- málanefnd utan við opinberar umræður og pólitískar deilur. Það hefir verið litið þannig á, að nefndin kæmi í stað lokaðra þingfunda. í samræmi við þetta hættu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins störfum um skeið í nefndinni, er þeir þóttust hafa grun um, að sagt hefði verið frá því, er gerðist á nefndarfundi. Hér hefir því verið -unnin samskonar Wknaður og þegar sagt var frá lokuðum þingfundi í Mbl. 1941 og miklar og eðli- legar deilur risu út af. Sami „hurðarþjófurinn" hefir hér verið að verki. Hann hlifist ekki við að segja frá störfum lokaðra þingfunda og utanríkismála- nefndar, ef hann heldur sér hag í því. Það er ekki hlífzt við að draga þá friðhelgi, sem ríkt hef- ir um utanríkismálanefnd og lokaða þingfundi, niður í svað- ið. Það er ekki hikað við að gera samvinhu stjórnar- sinna og stjórnarandstæð- inga þar ómögulega, með því að láta þá fara að deila apinberlega eftir á um það, sem þar hefir gerzt. Fyrir utanríkis- mál landsins gæti það sam- vinnuleysi, er af þessu hlytist, örðið næsta skaðlegt. Þess verður að vænta, að hin- ir betri menn stjórnarflokkanna hafi hér vit fyrir „hurðarþjóf- inum" og stöðvi skemmdarverk hans. Annars er framtíð utan- ríkismálanefndar stefnt í fulla tvísýnu. Gróði flutningaskipanna og hámarksverðið. Því er stundum haldið fram í stjórnarblöðunum, að það muni draga úr gróða eigenda fiskflutningaskipanna, að ~ lág- marksverðið á ísfiski hefir ver- ið hækkað úr 45 í 52 aura á kg. Þetta er misskilningur a. m. k. hvað stærri skipin snertir. Ligg- ur hann í því, að áður fengu skipin yfirleitt ekki að kaupa, ne.ma á þeim stöðum, þar sem fiskimagnið var lítið, því að Bretar höfðu flestar aflamestu verstöðvarnar samkv. fisksölu- samningnum. Nú þegar Bretar hætta að kaupa, breytist þetta. í" aflamiklum verstöðvum get- ur borgað sig. betur að kaupa fiskinn fyrir 52 aura, en í afla- lítilli verstöð fyrir 45 aura. Er því vafasamt, hvort gróði stærri flutningaskipanna minnkar nokkuð vegna breytinganna á lágmarksverðinu, nema síður sé, ef ekki verður verðlækkun í Br&tlandi eða aflaleysi, en þá munu eigendurnir láta skipin hætta að sigla. Það fer því fjarri, að nokkuð hart hafi verið gengið að eig- endum hinna stærri flutninga- skipa, eins og Þjóðvirjinn og Al- þýðublaðið vilja vera láta, með þessum ákvörðunum ríkis- stjórnarinnar. Hækkunin var sú allra minnsta, þegar rhiðað er við opnun aflamestu hafnanna. 1. janúar, mánudagur: Maður slasast. Maður að nafni Svavar Björns- son fannst liggjandi í blóði sínu með. brotna höfuðkúpu í #and- dyri hússins nr. 10 við Kjart- ansgötu kl. 8 að morgni, þegar fólk kom á fætur. Maðurinn hefir sennilega fallið niður stiga. Meiðsl hans eru talin-mjög al- varleg. 2. janúar, þriðjudagur: Nýtt hámarksverð. á nrentun og • bókbandi. Viðskiptaráð hefir fyrirskipað um áramótin allmikla verðlækk- un á prent- og bókbandsvinnu og bókapappír. Lækkun þessi nemúr á prentvinnu 8%, bók- bandi 12% og lækkun pappírsins nemur um 18%. Heildsöluálagn- ing má hér ef tir ekki vera hærri en 14%. Kjartan Ólafsson og Haukur Helgason taka sæti í viðskipta- ráði í stað Gunnlaugs Briem og Jóns Guðmundssonar. 3". janúar, miðvikudagur: Drengur slasast. Á Akranesi vildi það slys til a$ drengur, Bragi Magnússon 12 ára gamall, slasaðist alvar- lega, er hann var að leika sér að skothylki, er sprakk í hönd- um hans. Missti hann fingur af vinstri. hendi og fékk auk þess áverka á hægri hendi og í andlit. 4. janúar, fimmtudagur: Aðalfundur Sögu- félagsins. Haldinn var aðalfundur Sögu- félagsins. Félagar þess eru nú um 1100 og hafa 180 bætzt við á síðastliðnu ári. Stjórn félags- ins skipa: Einar Arnórsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Guðni Jóns- son,- Hallgrímur Hallgrímsson, dr. Þorkell Jóhannesson. Alþingi kom saman til funda i dag að jólaleyfi loknu. 5. janúar, föstudagúr: Lýst eftir manni. Maður að nafni Hannes Pálsson," Grettisgötu 51, fór að heiman áleiðis til vinnu sinnar um morguninn, en síðan hefir ekkert til hans spurzt. Rannsóknarlögreglan hefir lýst eftir manni þessum, er hann hár vexti, ljóstiærður og bjart- ur yfirlitum. 6. janúar, laugardagur: Ræjarstjórnar- kosningar í Ólafs- firði. f Ólafsfirði, sem fékk bæjar- réttindi í haust, fóru fram bæj- arstjórnarkosningar í fyrsta sinn. (Frá úrslitunum var sagt í seinasta blaði). 7. janúar, sunnudagur: 50 ára leikara- afmæli. Frk. Gunnþórunn Halidórs- dóttir áttr~50 ára leikaraafmæli, en hún hefir lengi.verið ein vin- sælasta leikkona landsins. Leik- félagið minntist afmælisins með hátíðasýningu og samsæti. 8. jánúar, mánudagur: Rifreið ekúr fram af bryggju. Það vildi til í Stykkishólmi, að bifreið ók fram af bryggj- unni þa-r og í sjóinn, er hún var að aka vatni um borð í skip, er lá þar við byggjuna. Slysið mun hafa orsakazt vegna hálku. Tveir menn, er í bifreiðinni voru komust út um glugga, eftir að hún var komin niður. 9l janúar, þriðjudagur: Ráðhús í Hafnar- firði. Vígt var hið nýja og veglega ráðhús Hafnarfjarðarbæjar (sjá nánar um hús þetta í seihasta blaði. Við þökkum sóknarnefnd Hallgrímssóknar, .stjórn Kvenfélags Hallgrímskirkju, söngkór, meðhjálpara og Hall- grímssöfnuði bllum fyrir áýrmœtar gjafir. Við þökkum fyrír margan annan minnisstœðan vináttuvott. Liðin ár hafa auðgað okkur að ómetanlegum minningum. Guð blessi ykkur öll, sem hafið skapað okkur þær minningar. MAGNEA ÞORKELSDÓTTIR. SIGVRBJÓRN EINARSSON. ****^-^^-^**a* ^ *$ »»^»^^#^*'<i»#» » » "^ Við þökkum hjartanlega þœr rausnarlegu gjafir, sem konur í Fremri-Torfustaðahreppi sendu okkurnú fyrir jólin. Neðra-Núpí, 27. des. 1944. SVAVA STEFÁNSDÓTTIR ÞORBERGUR JÓHANNSSON. ¦ * liöð bujorð óskast til kaups i vor. Tilboð með nákvæmum upplýsingum um ásigkomulag jarðar og húsa, og einnig s'luverð og greiðsluskil- mála, sendist undirrituðum fyrir 20. febrúar n. k. Sími 2333. HJÖRTUR INGÞÓRSSON, Ásvallagötu 71, Reykjavík. Fiskbollur 1 kg. og Vz kg. dósir. Kvennabálkur„ Tímans. * • (Framhald af 5. stðu) sópa,- ryksugur, gólffötur og annað þess háttar. Hinn er fyrir vinnuföt. Til hægri eru 3 djúp- ar skúffur undir óhreinan þvott. Þá kemur þvottavélin sjálf og er lítill vaskur við\ hliðina á henni. Skápar eru fyrir ofan vélina og skúffurnar. Þar er geymt þvottaefni og allt annað er nota þarf við þvottana. Tvennar dyr eru á vinstri vegg. Milli þeirra er saumaborð og strokfjöl (öðru nafni „strau- bretti"). Saumaborðið er í senn einfalt, rúmgott borð og sauma- vélarborð. Við endann á kæli- skápnum og þvottavaskinum er stór skápur fyrir „leirtau", hnífapör og borðdúka. Teikningarnar hafa nú verið skýrðar í stuttu máli. íslenzkum húsmæðrum kann að virðast þetta nútímaeldhús líkara loft- kastala en veruleika. En skyldi ekki formæðrum okkar hafa orðið á að hugsa hið sama, ef þeim hefði verið sýnd teikning af eldhúsum þeim, er nú tíðkazt á hverju heimili, þegar þær sátu í svælu og reyk við hlóðirnar í gluggalausu og sótugu eldhúsi þeirra tíma? Vinnið ötúllega turir Tímttnn. Erlent yfirlit. (Framhald af 3. síðu) ir haft nokkuð svipaða sögu að segja. Hann vánn mikla sigra í Frakklandsstyrjöldinni 1941 og hann sigraði heri Rússa í Ukr- aníu 1941. Þótti nazistum þá orðið nóg um herfrægð hans, en þeir hafa aldrei treyst honum fullkomlega og sendu hann þá til Frakklands. Þar hafði hann yfirstjórnina, er'innrásin hófst, en varð ósammála hérstjórninni, því að hann vildi ekki tefla á tvísýnu í Normandí, .heldur hörfa í tæka tíð. Honum var því vikið frá, en var aftur kvaddur til ráða, þegar her Bandamanna var kominn að landamærum Þýzkalands, og þá falin yfirher- stjórnin á vesturvígstöðvunum. Ekki verður neitt um það sagt, hver hafi verið tilgangur Rund- stedt með gagnsókninni. Sumir telja að ætlunin hafi verið að ná Brussel og Antwerpen, króa þannig inni brezka herinn og 1. og 9. amerísku herina og upp- ræta þá. Aðrir telja, að mark- miðið hafi aðeins verið að tefja fyrir Bandamönnum og fá lengri tíma til að undirbúa vörnina. Það er sýnt, að gagnsókn Þjóðverja hefir þegar borið þann" árangur, að Bandamenn hafa orðið að hætta við sóknar- áform sín í bili, bæði norðan við Aachen, þar sem Bretar og 9. herinn voru til sóknar, og í Saar, þar sem 3. herinn (her Pattons) voru til sóknar. Þótt Þjóðverjar verði hraktir til baka, geta þeir með þessum hætti tafið fyrir sókn Bandamanna alltaf eina 2—3 mánuði. Sá tími, sem þeir fá til að undirbúa sóknina, getur leitt af sér enn aðra töf. Tjón Þjóðverja af gagnsókninni virð- ist ekki ætla að verða mikið meira en þeir hefðu mátt vænta í varnarstyrjöldinni. Reynslan sýnir, að varnarstríð er oft kostnaðarsamast. Þrátt fyrir, þótt Þjóðverjar hafi goldið mikið mannhroð síð- astliðið ár, eru þeir sagðir hafa mun meiri mannafla nú í Vest- ur-Evrópu en s.l. vor, en nokkru minni á austurvígstöðvunum. Hergögn landhersins eru sögð næg og baráttuhugur hermann- anna allgóður. Það, sem Þjóð- verja vantar, er flugher, en það kemur ekki eins að sök í varn- arstríði. Telja má víst ,að þýzki herinn geri hvert þorp og borg að virki og njóti yfirleitt stuðn- ing borgaranna. Það má víða þú- ast við Stalingradvörn á vest- urvígstöðvunum næsta vor. Mótstaða Þjóðverja hefir reynzt harðari undanfarið en við var búist og geta þeir enn átt eftir að koma Bandamönnum á óvart á því sviði. Samt má telja víst, að hern- aðarstyrkur Bandamanna sé svo mikill, að vörn Þjóðverja verði brotinn á bak aftur og það sennilega á ekki löngum tíma, því að Bandamenn munu vafa- laust undirbúa lokasóknina í vor mjög vandlega. En mjög fer þetta þó eftir því, hvað Rússar gera á austurvígstöðvunum. Að því verður vikið í næsa blaði. Fiskbildiiig:ur 1 kg. og y-t kg. dósir. Videy-sild nýkomið. Nidursudaverksmidja S. í. F. Símar 1486 og 5424. Sjafaar tannkrem gerír tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun 1 munninum og varðveitir með þvl tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- = glerunginn. Hefir þægilegt og hressándi bragð. „ppið bréf til skólanefndar, kennara og skólastjóra Iðnskóla Akureyrar, veturinn 1941—42". Lesið um athæfi leiðtoganna. Fæst í bókaverzlunum og hjá útgefanda: Helga Hósíassyni, Háteigsveg 18, Reykjavík. GÆFAN fylgir trúlofunarhringum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sendið nákvæmt mál. Sent mót póstkröfu. Auglýsið f Tímanum! NOTIB SJAFJVAR TANNKREM KVÖLÐÍ OG MORGNA. t Sápuverksmíðjan Sjöin Akureyri r I Landsspítalann vantar konu til breing'eriiinga nokkra tíma að kvöldinu. Sömuleiðis vantar starfs- stúlku. Upplýsiníí'ar jíefur forstöðukonan. TÍHllNN er víðlesnasta auglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.