Tíminn - 16.01.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.01.1945, Blaðsíða 8
0 DAGSKRÁ er bezta íslenzha tímaritið um þjóðfélagsmál. 8 REYKJAVÍK Þelr, sem viljfa hi/nnu sér þjóðfélagsmál, Ittn- lend og útlend, þurfa að lesa Dagshrá. 16. JAN. 1945 4. blað Erlendur Vcrða fluttar inn nytja- jurtir frá Alaska? Fyrv. stjórn fól Birni Jóltannessyni verk- fræðingi undirbóningsatliugun. 4. janúar: Enn barizt í Grikklandi. Þrátt fyrir það, að ný stjórn hefir sezt að völdum í Grikk- landi, er enn barizt þar. Stjórn- in er nú að ljúka við að skipu- leggja 20 þús. manna þjóðvarn- arlið til þess að berjast við upp- reisnarmennina. Vesturvígstöðvarnar: Sunnan- til á vígstöðvunum hafa Þjóð- verjar alveg hrakið Bandamenn út úr Þýzkalandi og sótt lengst fram um 11 km. Norðantil á víg- stöðvunum vinna Bandamenn heldur á. Rurmavígstöðarnar: Tilkynnt, að Bretar"hafi tekið aðra nlestu hafnarborg Burma, Akayab. 5. janúar: Elas-liðið í Afienu gefst upp. Elas-menn hafa hörfað úr Aþenu, enda hafa Bretar rofið allar samgönguleiðir til borg- arinnar. Með þessu er unninn mikill sigur gegn uppreisnar- her kommúnista í Grikklandi. Pólland: Rússar viðurkenna leppstjórn . sína í Lublin, sem hina löglegu stjórn Póllands og hafa þeir sent þangað sendi- herra. í London er tekið fram, að þetta breyti í engu afstöðu Breta og Bandaríkjamanna og muni þeir eftir sem áður við- urkenna pólsku stjórnina í London sem hina einu löglegu stjórn landsins. Vesturvígstöðvarnar: Tilkynnt er, að Montgomery hafí verið gerður yfirmaður fjögurra herja Bandamanna og stjórni gagn- sókn í Belgíu. Hafa herir hans sótt nokkuð fram, en vörn Þjóð- verja er hörð. — Á Elas-víg- stöðvunum hafa Þjóðverjar enn sótt fram, sumstaðar um 5 km. 6. janúar, laugardagur: Roosevelt vonar að 1945 verði sigurár. er um bardaga á vesturvígstöðv- unum, þrátt fyrir versta hríðar- veður. Sunnan til á vígstöðvun- um hafa herir Pattons stöðvað sókn Þjóðverja. Þeir hafa verið hraktir yfir Maas aftur, þar sem þeir höfðu komizt vestur yfir hana. Austurvígstöðvarnar: Rússar hafa unnið nokkuð á í Budapest. Hafa. þeir meðal annars tekið þinghöllina. Þjóðverjar hafa hins vegar unnið nokkuð á þeirri sókn sinni til að koma hinu innikróaða liði til hjálpar. 8. janúar, mánudagur: Bandarí k| nincnii óttast V-skeyti. Bandaríkin: Ingram flotafor- ingi ræddi við blaðamenn og gat þess að búast mætti við hefnd- arskothríð Þjóðverja á austur- strönd Norður-Ameríku. Hann kvað sennilegt að Þjóðverjar myndu skjóta skeytunum frá flugvélum eða kafbátum. Grikkland: Bretar hafa hrak- ið skæruliða í Grikklandi af mestur hluta Attikuskagans. Vesturvígstöðvarnar: Mjög slæmt veður, stórhríð og kuldi. Þrátt fyrir það er mikið barizt. Bandamenn hafa yfirhöndina víðast hvar. 9. janúar, þriðjudagur: liiiirás á Ljizoney. Kyrrahafsvígstöðvarnar: Her- sveitir Bandaríkjamanna undir stjórn Mac Arthurs hershöfð- ingja hófu innrás á Luzoney, sem er stærst allra Filippseyja. Um 800 skip Bandamanna tóku þátt í innrásinni, en alls var gangið á land á fjórum stöðum við Lingayenflóa að afsíaðinni mikilli skothríð og sprengj uvarpi á strandvirki Japana. Vesturvigstöðvarnar: Veður fór enn versnandi, þó var barizt af mikilli grimmd. Hafa Banda- menn sótt nokkuð fram, etnkum á Ardennasvæðinu. 10. *janúar, miðvikudagur: Iiuirásin á Luzon geugnr vel. Að tilhlutun Vilhjálms Þór fyrv. ráðherra fór Björn Jó- hannesson verkfræðingur til Alaska síðastl. sumar til að kynna sér, hvaða landbúnað- arjurtir væru ræktaðar þar - og hverjir möguleikar væru til þess að flytja þær þaðan til íslands. Hefir Björn fyrir nokkru sent skýrslu um at- huganir sínar til atvinnu- málaráðuneytisins og er hún hin merkilegasta á margan hátt. í skýrslu sinni nefnir Björn m. a. nokkrar grasategundir í Alasha, sem hann hyggur að geti orðið til mikilla nytja hér heima. Þá getur hann nokkurra afbrigða af höfrum, byggi og hveiti, sem hann telur líklegt að nái þjroska hér á íslandi í meðalárum. Auk þess athugaði Björn þroskamöguleika belg- jurta, kartaflna,- hörs, grænmet- is, berja og runna. Hann hrósar mjög viðtökunum á tilrauna- stöðvum og bændabýlum og segir forstjóra ýmissa stöðva hafi lofað að aðstoða íslendinga í framtíðinni eftir því, sem þeim væri unnt. í skýrslu sinni farast Birni þannig orð um rannsóknir sín- ar í heild: „Það er augljóst mál, að þó viss nytjajurt þrífist vel í Alaska, þá er ekki þar með sannað, að hún vaxi vel á ís- landi. Samanburður á veðráttu beggja landanna er öruggasti leiðarvísirinn til sem sennileg- astra ályktana. Áhrifa jarðvegs gætir vitaskuld að nokkru, en þau eru þýðingarminni, þar sem mannleg hönd getur þar haft mikil áhrif. En fu.llnaðarsvör fást ekki annars staðar en á íslandi — með tilraunum." Þá getur Björn í skýrslu sinni um grænmetisræktun undir Allsherjar berkla- raimsókn . . . beru lofti með upphitun frá hveravatni. Segist honum svo frá: „í Circle Hot Springs eru heit- ar laugar, svo sem nafnið ber með»sér. Vatnið er um 60 gráðu heitt, og magnið 1000 lítrar á mínútu. Nokkuð af vatninu er notað til að hita upp jarðveg og er það látið renna eftir píp- um, sem‘ lagðar erú i moldina. Með því að tempra straumhrað- ann má hita jarðveginn eftir vild. Tiltölulega lítið svæði. er hitað, og er þar eingöngu rækt- að grænmeti. Er garðurinn vökvaður með heitu vatni. Hvergi hefi ég séð slíkan ó- hemju vöxt grænmetis og á þessum stað. Þar er auðvelt að rækta tómata .undir berum himni. Þessi ræktunaraðferð hefir áreiðánlega allmikla mögu- leika á íslandi, þar sem heitt vatn er fyrir hendi.“ Er það vissulega vel athug- andi að gera tilraunir með slíka ræktun hér. Yfirleitt virðist það vel ráðið að kynna sér þannig ræktun nytjajurta í öðrum norðlægum löndum og verður því vonandi haldið áfram og tilraunir gerð- ar hér með ræktun þeirra jurta, sem líklegar þykja til árangurs. Innflutningur trjáfræs frá Alaska. Annar íslendingur, Vigfús Jakobsson úr Vopnafirði, hefir dvalið í Alaska undanfarið og aflað trjáfræs fyrir Skógrækt ríkisins. Væntir Skógræktar- stjóri sér góðs árangurs að inn- flutningi ýmisra tegunda af trjáfræi frá þeim stöðum Alaska, þar sem veðráttan er svipuð og hér. Var byrjað lítillega á slík- um innflutningi fyrir styrjöld- ina, en siðan hafa allmargir erfiðleikar verið á öllum inn- flutningi. Síini á öllum . . . Roosevelt Bandaríkjaforseti flutti hið árlega ávarp sitt til þingsins. Hann sagði/að hið ný- byrjaða ár gæti orðið mesta ár veraldarsögunnar. Forsetinn var vongóður um, að árið 1945 yrði sigurár. Austurvígstöðvarnar: Þjóð- verjar gerðu ákafar tilraunir til gagnsóknar í nánd við Buda- pest og hefir orðið nokkuð á- gengt. . , V esturvígstöðvarnar: Vörn Þjóðverja í Belgíu fer harðn- andi, hafa þeir unnið á.við Ba- stogne. í Elsas hafa Þjóðverj- ar sótt lítið eitt fram. Við Strassburg hafa þorp, sem þeir náðu, verið flest tekin af þeim aftur. 7. janúar, sunnudagur: I»jóðverjar hrakt- Ir aftur yfir Maas. Vesturvígstöðvarnar: Mikið SKIP/IUTCEPÐ nrr:r|ii:n „Súðín“ vestur og norður til Akureyrar fyrir vikulokin. Flutningi til hafna frá Akureyri til ísafjarðar veitt móttaka síðd. í dag og ár- degis á morgun og verði rúm af- gangs, verða teknar vörur til Vestfjarðanna síðdegis á morg- un. — Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir í síðasta lagi á fimmtudag. Kyrrahafsvígstöðvarnar: Inn- rásin á Luzon gengur vel. Hafa landgöngusveitirnar orðið um 20 km. langa strandlengju á valdi sínu og hafa sótt um 7 km. inn í landið. Vesturvígstöðvarnar: Dregið hefir úr bardögum á vesturvíg- stöðvunum, vegna fannfergis. Þjóðverjar hafa hörfað í Belgíu. Bandamenn tóku St. Hubert á Ardenasvæðinu og nálgast La- roche á þessum slóðum. [Innlendur annáll er að þessu sinni á 7. síðuj. Dýrtíðln vex . . . (Framhald af 1. slðu) unar rafmagnsverðsins, sím- gjaldahækkunar og hækkunar klæðskerakaups. Fyrir þessar aðgerðir ríkis- stjórnarinhar er vísitalan búin að hækka um þrjú stig og kost- &v sú hækkun yfir árið hálfrar milj. kr. útgjöld fyrir ríkissjóð og margfalda þá upphæð fyrir atvinnuvegina samanlagt. Ef þannig heldur áfram hjá rík- isstjórninni mun hún jafnvel enn fyrr en búist var við láta þá ósk kommúnista rætast, að dýrtíðin geri atvinnuvegunum ókleift að starfa. Stjórnln verðnr að ótvega ... (Framhald af 1. síöu) Jafnframt og ríkisstjórnin gerði þetta, virtist sjálfsagt að hún setti þau fyrirmæli, að verðjöfnunargjaldið á ísfiskin- um næði til alls ísfisks, þ. e. einnig til togarafisksins. Það virðist meira en ástæðulaust að undanþiggja þann fisk verð- jöfnunargjaldinu, er bezt get- (Framhald af 1. síðu) Landsspítalans og er fólgin í því, að tekin verður röntgenmynd af lungum hvers einstaklings. Hafa í þessu skyni nýlega verið keypt mjög vönduð og dýr röntgen- tæki til spitalans. Rannsóknin fer fram daglega frá kl. 4—10 eftir hádegi. Gert er ráð fyrir að rannsakaðir verði 70—80 manns á klukku- stund hverri. Til þess að koma í veg fyrir óþarfa bið, er fólkið boðað þannig, að um 35—40 manns komi á hverjum hálf- tíma. Ætti þá lengsta bið aldrei að nema meiru en 15—20 mín- útum. Þetta er þó því aðeins hægt, að fólk mæti stundvíslega. Hver og einn getur fengið að ákveða hvenær hann vill mæta á |ðurgreindum tíma, þ. e. hann getur valið um þann hálftíma, sem bezt hentar honum á tíma- bilinu frá kl. 4—10. En þess verður þá vænst, að hann mæti á hinufh ákveðna tíma. Mun stundvísi almennings auðvelda rannsóknina mjög. Þess er því fastléga vænst, að þver maður kiæti við fyrstu kvaðningu, ef hann hefir nokk- ur tök á því, en því aðeins nær rannsóknin fullkomlega tilgangi sínum, að sérhver einstaklingur mæti og láti rannsaka sig. Það er skylda hans við sjálfan sig og aðra. Núgildandi berklavarn- ar lög veita að vísu víðtæka heimild til að skylda fólk til rannsóknarinnar, en æskilegast væri, að eigi þyrfti að grípa til hennar. ur borið hann. Sú hlífni við stórútgerðina virðist satt að segja óskiljanleg. Eigi verðjöfn- unin að koma að tilætluðu gagni, þ. e. að hækka frekar en lækka hlut smáútvegsmanna og sjómanna, þá verður hún einn- ið að ná til togarafisksins. (Framhald á 8. síðu) í greinargerð segir: „Það mun láta nærri, að 25 af hverjum 100 sveitabæjum landsins hafi nú simaafnot. Enn er því þörf mikilla framkvæmda í símamálum til þess að koma þeim í viðunandi horf, en þá fyrst má telja, að svo sé, þegar öll sveitaheimili hafa síma eða talstöðvar. Hér er lagt til, að póst- og símamálastjórninni verði falið að athuga möguleika til út- vegunar efnis í símalínur og talstöðvar, er nægi til að ljúka þessum framkvæmdum á skömmum tíma, og gera áætl- anir um kostnað við fram- kvæmdirnar. Athuganir þessar. og áætlanir verði miðaðar við það, að sími verði lagður á alla sveitabæi, e. t. v. að undan- skildum einstökum býlum, sem eru svo afskekkt, að sérstaklega erfitt er að leggja þangað síma- línur, en í þess stað verði þá settar upp talstöðvar á þessum afskekktu stöðum.“ Er clóinsniálaráðh. . . . (Framhald af 1. síðu) Verðlagsbrot heildsalanna eru einhver hin verstu brot gegn almenningi, sem framin hafa verið. Þá álagningu, sem heild- salarnir hafa dregið sér erlendis með óleyfilegum hætti, hafa neytendur orðið að borga marg- falda, því að á hana hefir lagzt innanlands tollur og heildsölu og smásöluálagning. Þá er hér um að ræða algerlega óleyfilegan fjárflutning úr landi. Það er eðlileg réttlætiskrafa almenn- ings, að hið ítrastá verði gert til að koma fram refsingu fyrir þessa féflettingu og fjárflótt- ann úr landinu og hindra þann- ig m. a. slík afbrot framvegis. Hér verður að beita öðrum að- »■——.oamla BÍÓ—.. , RANDOM HABVEST Amer. stórmynd eftir skáldsögu James Hiltons. Aðalhlutv. leika: RONALD COLMAN, CREER CARSON. Aðg.m. seldir frá kl. 1. Sýnd kl. 4, 6% og 9. -----—-------■ . i;ÝJA Bxó———— Rökkur- saga (A Bedtime Story) — Fjörug gamanmynd með LORETTA YOUNG, FREDRICH MARCH. Sýnd kl. 5, 7 og 9. DÁÐIB VORU DRÝGÐAR Saga Nólseyjar-Páls og fleiri afreksmanna. er m e r k bók og skemmtileg. g—TJARNARBÍÓ MAÐURIM MEÐ JÁRJVGRÍMTM (The Man in the Iron Mask). Spennandi mynd, gerð eftir samnefndri sögu AI. Dumas. LOUIS HAYWARD, JOAN BENNET, WARREN WILLIAM. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 14 ára. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Alfbóll Sjónleikur í 5 þáttum eftir J. L. HEIBERG. 9. sýning verður annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 í dag. Ú R B Æ N U M Samkoma. Næsta skemmtisamkoma Framsókn- arfélaganna í Reykjavík verður n. k. föstudagskvöld (19. jan.) í Sýningar- skálanum og hefst með Framsóknar- vist kl. 8,30. Vegna þess, hve fjölmennt verður á samkomunni, ættu Framsókn- armenn að panta strax. aðgöngumiða á afgreiðslu Tímans, sími 2323. Árshátíð. Ungmennafélag Reykjavíkur hélt árshátíð sína i Sýningarskálanum s.l. föstudagskvöld. Þar voru fáeinar stutt- ar ræður fluttar við sameiginlega kaffidrykkju, karlakór úr Mosfellssveit- inni söng, tvær siglfirzkar blómarósir sungu og spiluðu sjálfar undir á gítar og Kjartan skáld frá Mosfelli las ný- ort kvæði um paradís hér á jöröunni. Loks var almennur söngur og dans nokkuð fram eftir nóttunni, eftir ^að formaður félagsins hafði úthlutað nokkrum verðlaunum til sigurvegara félagsiJI í íþróttum. — Samkomunni stjórnaði formaður félagsins, Stefán Runólfsson, og var hún öll félaginu til sóma. Meðal þess, sem vakti at- hygli var það, að Árný skólastýra á Hverabökkum mætti með 20 náms- meyjar sínar, allar klæddar smekk- legum, hvítum kjólum. í ræðum kom fram m. a. að efnið í hvern kjól hafði kostað aðeins 5 krónur. Mun sjald- gæft að 20 stúlkur mæti á samkomum í Reykjavík í kjólum, sem aðeins kosta 100 krónur samanlagt efni þeirra — og njóti jafnframt almennrar aðdáunar. Affalfundur Breiðfirðingafélagsins var haldinn síðastl. fimmtudag. í félaginu eru' nú 776 félagsmenn. Sjóðir og eignir félagsins og deilda þess námu rúml. 27.600 kr. í árslok. Starfsemi fé- lagsins er mjög margþætt. Það gefur ferðum én vettlingatökum þeim, sem dómsmálaráðherr- ann virðist fyrirhuga. Það verð- ur að meta rétt neytenda meira en hlífnina við heildsalana. Fari þannig, sem nú stefnir, mun dómsmálaráðherrann vissulega bregðast trausti alþýðunnar í landinu, en mun reynast heild- sölunum betri en þeir munu hafa þorað að gera sér vonir um í upphafi. Enn verður því að vænta þess, að Finnur Jónsson hafi átt annað erindi í ríkis- stjórn Ólafs Thors en að vera hlífiskjöldur heildsalanna. út tímaritið Breiðfirðing og er að und- irbúa útgáfu á héraðssögu Dalamanna. Þá vinnur það að því, að Reykhólar verði endurreistir sem menningarsetur og að reistur verði kvennaskóli á Snæ- fellsnesi. í félaginu er starfandi 32 manna blandaður kór og málfunda- deild. Níu skemmtiferðir voru farnar á vegum félagsins síðastl. ár. í stjórn félagsins^ fyrir þetta ár voru kosnir : Jón Emil Guðjónsson formaður og meðstjórnendur Friðgeir Sveinsson, Ingveldur Sigmundsd., Lýður Jónsson, Óskar Bjartmarz, Sigurður Hólmsteinn Jónsson og Snæbjörn G. Jónsson. — Úr stjórninni gekk Davíð Grímsson og kom Friðgeir Sveinsson í hans stað. Á fundinum voru kosnir tveir nýir heiðursfélagar, þeir Gunnar Sigurgeirs- son, stjórnandi Breiðfirðingakórsins og Valdimar Björnsson sjóliðsforingi. Guðbjörn Hansson , yfirvarðstjóri átti nýjega 25 ára starfsafmæli sem lögreglumaður. Við það tækifæri var Guðbjörn heiðraðúr af hálfu lögreglunnar og honum færðir að gjöf tveir forkunnarfagrir silfur- bikarar frá samstarfsmönnum. Rann- sóknarlögreglan gaf honum Heims- kringlu Snorra í vönduðu skrautbandi. Gestkvæmt var mjög á heimili Guð- bjarnar þennan dag. — Lögreglan heflr fyrir skömmu heiðrað þá Guðlaug Jónsson og Sigurð Gíslason. Þeir eru elztu starfsmenn í lögreglunni og hafa þeir notið mikilla vinsælda í starfi sínu. Hjónaband. A gamlársdag voru gefin saman í kápellu Háskólana af prófessor Ás- mundi Guðmundssyni, ungfrú Anna Þorsteinsdóttir, frá Óseyri í Stöðvar- firði og stud. theol. Kristinn Hóseas- son, frá Höskuldsstaðaseli í Breiðdal. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Þóra Haraldsdóttir, Hringbraut 153 og Guðmundur Jónsson söngvari, Öldugötu 26. Leiðréttingar. í greininni um Hannes á Núpsstað, sem birtist í síðasta blaði, hafa slæðst þessar prentvillur: í 1. dálki á 7. síðu stendun „þótt hann hafi nú náð þeim aldri, er telja hæfilegan til að setjast á friðstól," en á að vera: þótt hann hafi nú náð þeim aldri, er ýmsir telja hæfilegan til að setjast á friðstól. — í öðrum dálki á sömu síðu segir: „Síðan á söguöld hafa þrjátíu kynslóðir lifað hér og starfað, biðst og hvílst,“ en á að vera lúðst og hvílst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.