Tíminn - 02.02.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.02.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMTTVX, iöstmlaginn 2. fehr. 1945 9. blað ERLENT YFIRLITi Deilumál Jagoslava Föstudafjinn 2. febr. Launamáliðf Þess hefir margoft verið get- ið hér í blaðinu, að brýn þörf væri fyrir setningu nýrra launa- laga. Hið fyllsta ósamræmi er ríkjandi í launagreiðslum rik- isins, og ýmsir starfsmannahóp- ar, t. d. kennarar og prestar, hafa fengið stórum minni launahækkanir undanfarin ár en flestar aðrar starfsstéttir landsins. Þá vantar samræmd ákvæði um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, t. d. vinnutíma og frí. Síðast, en ekki sízt, er það mikil nauðsyn,. að jafnhliða setningu nýrra launa- laga, sé látin fara fram rækileg endurskoðun á öllu ríkiskerfínu með það fyrir augum að draga úr starfsmannafjölda og koma á öðrum launasparnaði. Raun- verulega er opinberum starfs- mönnum engin trygging í nýj- um launalögum, ef slík sparn- aðarráðstöfun er ekki gerð jafn- hliða, því að eins og nú horfir með sívaxandi starfsmanna- fjölda ríkisins og annari eyðslu, hættir ríkið fljótt að geta staðið undir lögboðnum greiðslum. Pyrst í stað verður máske reynt að fleyta þessu mikla bákni áfram með hækkuðum álögum og sköttum, er bitna ekki síst á launamönnum, en þegar það gagnar ekki lengur, verður ekki til annars að grípa en að lækka launin og. draga úr öðrum greiðslum. Þegar Framsóknarflokkurinn gerðist meðflytjandi að frv. um ný launalög á síðastl. hausti, byggðist afstaða hans á fram- angreindum röksemdum um nauðsyn slíkrar lagasetningar. Flokknum var að sönnu ljóst, að umræddu frv. var á margan hátt ábótavant. Allmikils misræmis í launagreiðslum gætti þar á- fram, alveg vantaði í það ákvæði um skyldur og réttindi opinberra starfsmanna og eng- ar tillögur voru þar um fækk- un opinberra starfsmanna. Hins vegar voru þar þó nokkrar til- lögur um launalækkanir og á ýmsan hátt stefndi frv. í rétta átt. Með réttum meðförum í þinginu mátti vænta þess, að það gæti orðið grundvöllur margra endurbóta á þessu sviði. Nokkru eftir að frv. kom fram, kom hin nýja stjórnar- samvinna til sögunnar, er ger- breytti hyggilegri afstöðu margra þingmanna til málsins. Meðferð frv. í efri deild er líka næsta glöggt vitni um þetta. Næstum öll hæstu launin hafa verið stórhækkuð og flestallar sparnaðartillögurnar, er voru upphaflega í frv., hafa verið felldar niður. Lægstu launa- flokkarmr, sem skipaðir eru annars og þriðja flokks ritur- um, eru komnir upp fyrir með- allaun bænda og verkamanna, þegar miðað er við vlnnutíma, og mun það skapa nýjan flótta frá framleiðslustéttunum. Mis- ræmið í launagreiðslum verður sízt minna eftir frv. en það er nú, og mætti nefna þess mörg dæmi, ef ástæða ’ þætti til. Ýmsar opinberar stofnanir, eins og bankarnir og trygginga- stofnunin hafa verið felldar úr frv., vafalaust með það fyr- ir augum, að hægt verði að greiða enn hærra kaup þar. Engin ákvæði hafa verið sett í frv. um réttindi og skyldur op- inberra starfsmanna og engin fyrirmæli, er tryggi þá allsherj- arendurskoðun á ríkiskerfinu, sem leitt gæti af sér starfs- mannafækkun og annan launa- sparnað fyrir ríkissjóð. Framsóknarflokkurlnn hefir reynt að sporna gegn því, að málið tæki þessa stefnu, bæði með því að greiða atkvæði gegn öllum óeðilegum hækkunartil- öllum og gera tillögur til endur- bóta. Við 2. umr. bar Bernhard Stefánsson fram lækkunartil- lögu, er sparað hefði ríkissjóði nokkurra milj. kr. útgjöld ár- lega. Þessí ’tillaga var felld. Við 3. umræðu bar Hermann Jón- asson fram þá tillögu, að ríkis- stjórnin skyldi undirbúa fyrir næsta þing (þingið 1945) frv. um skyldur og réttindi opinberra Gagnrýni stjórnarandstæðinga viðurkennd. Fyrst eftir að stjórnarsam- vinnan hófst, kom varla út það tölublað af stjórnarblöðunum, að þeir menn, sem dirfðust að lýsa vantrú á fjármálastefnu ríkisstjórnarinfiar, væru þar ekki stimplaðir hrakspámenn, helstefnumenn og öðrum slík- um nöfnum. Á sama hátt var bjartsýni og stórhug stjórnar- sinna lýst á hinn glæsilegasta hátt. Og forsætisráðherra kepptist við að lýsa yfir því í ræðu og riti, að það væri fjand- skapur við verkalýðinn að breyta um fjármálastefnu og lækka dýrtíðina fyrr en séð væri um árangurinn af „nýsköpuninni"! Síðan nýju skattarnir komu til sögunnar og stjórnarsinnar sáu betur, hvert þeir voru að fara, hefir þetta æði skyndilega breyzt. Sumir þeirra eru jafnvel orðnir jafnokar „hrakspámann- anna“ í hrakspánum! Fjár- málaráðherrann reið fyrstur á vaðið og lýsti því yfir í þinginu, að það væri ekki hægt að fylgja bessari stefnu áfram. Síðan hef- ir verið mjög á þessu klifað í Mbl. og m. a. svo að orði kom- 'zt, að þetta sé alveg „fordæmd stefna“. Því verði vart lengur ,skotið á frest að ráðast til at- ’ögu gegn dýrtíðinni“! Stjórnarandstæðingar mega bannig vera ánægðir yfir því, að gagnrýni þeirra hefir þannig verið viðurkennd, þó æskilegra befði verið að fá hana viður- kennda í athöfnum en orðum! Stjórnin verður sjálf að bera fjanda sinn. Jafnhliða því, sem stjórnar- únnar hafa byrjað að játa, að stefna þeirra sé „fordæmd stefna“, reyna þeir eftir megni að eigna hana öðrum. Einn dag- rnn er hún eignuð fyrrv. stjórn, annan daginn Framsóknar- flokknum, þriðja daginn Bún- aðarþingi! En alltaf reka ves- lings stjórnarblöðin sig á sama múrvegginn. Allir þessir ákærðu aðilar bentu á aðra leið í dýr- tíðarmálunum, jafna niður- færslu verðlags og kaupgjalds. Stjórnin vildi ekki fara þessa einu réttu leið. Hún valdi að fylgja „fordæmdu stefnunni" á- starfsmanna og frv. um starfs- mannafækkun hjá ríkinu og skyldu launalögin ekki taka gild* fyrr en þessi frv. hefðu verið samþ. Þannig var reynt að "ryggja það, að þær launahækk- anir, sem nauðsynlegar þurfa að verða, yrðu unnar upp með Tnarnaði á öðrum sviðum. Þessi lillaga var líka felld. Það eina, sem Framsóknarmenn fengu á- gengt, var að aukatekjur, sem vmsir embættismenn hafa nú, skyldu framvegis renna í ríkis- sjóð og skapast ríkinu þannig "alsverður tekjuauki. Eins og efri deild hefir geng- ið frá frv., má telja nokkurn veginn víst, að útgjaldaaukn- ingin, er hlýzt af því fyrir ríkið, verði alltaf 7—8 milj. kr. Hér er vissulega um svo stórfelda útgjaldaaukningu að ræða, að ríkinu mun reynast ókleyft að rísa undir henni til frambúðar, bví að takmörk eru fyrir því, hve lengi er hægt að leggja á veltuskatta og aðrar slíkar álög- ur. Hér verður því að spyrna við fótum og koma málinu í annan æskilegri farveg. Það verður að lækka efstu launaflokkana frá bví, sem nú er gert ráð fyrir í frv., og það getur heldur engin ósanngirni talizt, þótt lægstu launaflokkarnir verði ekki látnir vera fyrir ofan meðalkaup verkamanna, sjómanna og bænda í landinu og þannig hindruð óeðlileg eftirsókn eftir bessum störfum. Væri réttast, að launin yrðu sem mest miðuð við bjóðartekjurnar á hverjum tíma. Þá verður einnig að vinna að bví, að samtímis og launalög- in gan^á í gildi, geti orðið nauð- synleg starfsmannafækkun og annar sparnaður hjá ríkinu. Með slíkum ráðstöfunum verður að tryggja það, að þær launahækk- anir, er gera þarf til leiðrétting- ar, verði ekki til verulegrar út- gjaldaaukningar fyrlr ríkissjóð, fram. Henni duga því engin undanbrögð. Hún verður sjálf að bera fjanda sinn. Kommúnistar eiga að ráða. En fyrst stjórnarsinnar, eða a. m. k. Sjálfstæðismenn, hafa gert sér þess grein, að stj<^rn- arstefnan sé „fordæmd stefna“, og þeir reyna því allt til að eigna öðrum hana, hvers vegna reyna þeir þá ekki að snúa við og taka upp giftusamlegri stefnu? Vont er að fylgja „fordæmdri stefnu“ óvitandi, en verra er að gera það vísvit- andi. Við slíkri spurningu hafa Sjálfstæðismenn yfirleitt ekki, nema eitt svar: Kommúnistar vilja ekki gera þetta. Án þeirra verður ekki hægt að gera það Við verðum þvi að fylgja hinni „fordæmdu stefnu“ meðan kommúnistar vílja ekki gera annað. Þannig er kommúnistum raun verulega selt sjálfdæmi f þessum mikilsverðustu málum bjóðarinnar. Þeir eiga að ráða því, hvenær verður snúið inn á rétta leið. Þannig hefir stærsti bingflokkurinn algerlega gefizt upp fyrir kommúnistum í þess- um málum. Stórgróðamenn- irnir hafa fengið sitt og Ólafur Thors ráðherradóminn fyrir þá „skilyrðislausu uppgjöf“. Meðan svo er háttað forust- unni í Sjálfstæðisflokknum, fær þjóðin áreiðanlega að búa áfram við hina „fordæmdu stefnu“, nema kjósendur flokks- ins grípi í taumana og knýi fram stefnubreytingu. Leiðinlegt uppnefni. Mbl. er öðru hvoru að tönnl- ast á því, seinast 28. þ. m„ að fé það, sem greitt sé úr ríkis- sjóði til niðurfærslu á dýrtíðar- vísitölunni, sé verðuppbætur til landbúnaðaríns. Þetta er hin fyllsta fjarstæða. Þótt fjárgreiðslur þessar féllu niður, myndu bændur halda hlut sínum eftir sem áður. Út- söluverð varanna myndu hins vegar hækka og dýrtíðarvísí- talan að sama skapí. Afleið- ingin yrði svo stórum auknar kaupgreiðslur við ýmsan at- vínnurekstur við sjávarsíðuna, og jafnhliða þeim sé ekki skap- að nýtt ósamræmi milli launa- kjara opinberra starfsmanna og framleiðslustéttanna. Takist þinginu ekki nú, þar sem komið er að þínglokum, að gera slíkar endurbætur, verður að hverfa að þessu ráði: 1. Fela ríkisstjórninni að und- irbúa fyrir næsta þing frv. um fækkun opinberra starfsmann? og frv. um skyldur og réttindi opinberra starfsmanna og fresta endanlegri afgreiðslu launalaganna, unz hægt er að afgreiða þessi frv. samtímis. 2. Láta fara fram nýja at- hugun á launalagafrv. með það fyrir augum, að koma á betra samræmi í launagreiðslum. lækka hæstu Haunaflokkana og haga launakjörum lægstu launaflokkanna þannig, að ekki verði eftirsóknarverðara að komast i slík störf hjá ríkinu en að vinna við framleiðsluna til lands og sjávar. 3. Launahækkanir hjá þeim starfsmannahópum, er mest hafa orðið útundan, — þ. e. kennurum, prestum og ef tii vill nokkrum fleirum, — verði bó þegar látnar koma til fram- kvæmda. Með þessum hætti yrði launa- málum ríklsins vafalaust komið á beztan og öruggastan rek- spöl. Markið er að hafa hina op- inberu starfsmenn sem fæsta, en launa þeim sæmilega, án bess þó að skapa óeðlilega samkeppni við framleiðsluna í landinu. Það er ekki s(zt hagur opinberra launamanna sjálfra, að þannig sé á málunum haldið, bví að offjölgun þeirra og ó- hæfilegt ósamræmi milli launa- kjara þeirra og framleiðslu- stéttana mun alltaf að lyktum verða til þess að rýra kjör þeirra sjálfra. að mikill hluti útvegsins, frystihúsin og ýms annar iðn- aður, myndi alveg stöðvast. Sé hér því um uppbætur að ræða, þá mætti helzt segja, að þær væru til atvinnureksturs- ins við sjávarsíðuna. Hitt er fyllsta fjarstæða að tala um þær, sem uppbætur til bænda. Sést hér enn sem fyrr hugur- inn til landbúnaðarins, að þær greiðslur skuli kallaðar upp- bætur til hans, sem í raun réttri eru framlög til að hindra stöðvun annarra atvinnu- greina. Ætti Mbl. og önnur blöð, sem nota þetta uppnefni, að sjá sóma sinn í því að leggja það niður. Áki velur sendinefnd. Sú var tíðin, að kommúnist- ar héldu því fram, að ekki væri hættulegra að fela öðrum mönnum samninga fyrir landið en Magnúsi Sigurðssyni, Jóni Árnasyni og Richard Thors. Samkvæmt frásögn þeirra höfðu þessir menn líka gert marga landráðasamninga og altaf verið að setja ný og ný afglapamet í samningagerðum sínum. En nú er þetta liðin tíð og kommúnisti er seztur í sæti sjávarútvegsmálaráðherra. Ráð- herrann varðar miklu, að hag- kvæmir samningar náist um fisksöluna við Breta. Hann þarf því að vanda vel valið á sendi- nefnd til Bretlands. Og sjá! Hinir „útvöldu" eru þeir Magn- ús Sigurðsson, Jón Árnason og Richard Thors og svo til viðbót- ar einn Alþýðuflokksmaður, sem yfirleitt hefir ekki verið hátt skrifaður hjá kommúnistum! Dagsbrúnarkosningin. Kommúnistar eru miður sín eftir stjórnarkosninguna í Dags- brún. Þeir fengu Sjálfstæðis- menn í bandalag við'sig og létu þá fá eitt sæti í stjórninni. Með slikri tilhjálp íhaldsins þóttust beir geta sýnt, hve fylgi þeirra væri öflugt í þessu stærsta verk- lýðsfélagi liðsins. Hin fullkomn- asta kosningaáróðursvél var jafnframt sett í gang, og verka- mönnum heitið engu góðu, ef þeir mættu ekki á kjörstað og kysu réttan lista. Allur árang- urinn af þessum gauragangi varð svo sá, að hinn sameigin- legi listi þeirra og Sjálfstæðis- manna fékk 1301 atkv., eða um 20 atkvæðum færra en þessir (Framhald á 7. siðu) í Alþýðublaðinu 31. þ. m. birtist ;rein um Dagsbrúnarkosningarnar, þar •em bent er á, að enginn einn flokkur íafi meirihluta í félaginu. Síðan seg- ir: „Þegar þetta er athugað, sætir það furðu, að kommúnistar skuli vera látnir jafn einráðir um stjórn félagsins og raun er á. Að þessu sinni var að vísu varaformaður Óðíns á iistanum, en reynslan hefir sýnt, að kommúnistar ráða því sjálfir, hvaða sjálfstæðisverkamenn eru settir á lista þeirra, og þeir ráða einir öllu í málefnum félags- ins, eins og bezt sést á því að á sambandsþingi gekk ekki hnífur- inn á milli kommúnista og þeirra örfáu sjálfstæðisverkamanna, sem voru i fulltrúaliði Dagsbrúnar. Þessir sjálfstæðisverkamenn studdu kommúnista í hverju' einasta of- e beldismáli, hversu ósanngjarnt og ógeðslegt sem það var. Landsmenn eiga yfirieitt eftir að fá skýringu á því, hvað valdi því, að sjálfstæðisverkamenn skuli í einu og öllu hlýta boði og banni kommúnista í verkalýðshreyfing- unni. Ef til vill skýrist þetta mál betur innan skamms. En það þýðir ekki í því sambandi að skýrskota til faglegrar einingar, því að um faglega einingu er ekki hægt að tala, þegar kommúnistar eru ann- ars vegar; það sýndi leynibréf Brynjólfs Bjarnasonar og raunar öll starfsemi kommúnista.“ Já, það er ekki undarlegt, þótt Al- þýðufiokkurinn krefðist skýringa á því, hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn geri svo upp á milli samstarfsflokka sinna, að hann veitir kommúnistum hinn fyllsta stuðning sinn i verklýðsfélög- Deilur þær, sem undanfarið hafa staðið milli Péturs Jugo- slavíukonungs og stjórnar hans í London, hafa vakið umtal heims blaðanna um framtíð Jugoslavíu. Blöðin minnast þess, að seinasta heimsstyrjöld átti rætur að rekja til þess, hvernig búið hafði ver- ið að Jugoslövum. Ýmsir láta í ljós þann ótta, að svipuð saga geti endurtekið sig, ef ekki verð- ur fundin betri lausn á mál- efnum þjóðarbrotanna, er Jugo- slavíu byggja, en tekist hefir að finna hingað til. Deilan milli Péturs konungs og ríkisstjórnar hans, virðist byggð á því, að konungur vill fá tryggt, að fram fari, eins fljótt eftir stríðslokin og unnt verður, almennar kosningar, er í fyrsta lagi ákveði, hvort þar verði konungsstjórn eða lýðveldi til frambúðar, og svo í öðru lagi, hvaða flokkar farí með völdin. Konungurinn virðist þannig halda sér við grundvöll Atlants- hafssáttmálans. Hann telur að samningur sá, sem stjórn hans hafi gert við Tito, hindri þetta hvort tveggja. í raun og veru fær Tito og „þjóðfylking“ hans alræðisvald samkvæmt þessum samningi, en þeir flokkar, sem ekki eru þátttakendur í henni, eru ekki leyfðir í landinu og þýðir það vitanlega sama og útilokun þeirra frá kosningum. Með þessu telur konungur, að frjálsar kosningar séu raunveru- ^ega úr sögunni. Þá er einnig um bað samið, að Jugoslavíu verði 'skipt í sex sambandsríki og telur konungur rangt, að breyta þann- ’g stjórnarformi þjóðarinnar, án bess að breytingarnar séu áður bornar undir þjóðina og þeim komið á með löglegum hætti. Þeim, sem líta á málin frá sjónarmiði Atlantshafssáttmál- málans, mun vafalaust finnast, að konungurinn hafi \ög 'að mæla. Hins vegar er við ramman reip að draga. Tito og „þjóð- fylking“ hans, en þar hafa kommúnistar haft tögl og hagld- ir, ráða - nú mestu í landinu. Bandamenn efldu her Titos á sínum tíma með vopnasending- um, án þess að gæta hinna pólitísku afleiðinga í framtíð- inni. Rússneskur her er kominn inn í landið og veita Rússar Tito hinn fyllsta stuðning. Bret- ar virðast þegar hafa fallist á, að Jugoslavía skuli verða rúss- neskt áhrifasvæði, og vilja því komast hjá deilum við Rússa út af þessum málum. Þótt Pétur konungur hafi vafalaust meginþorra stærsta um, en gerir Alþýðuflokksmönnum þar allt til miska. Og það eru áreiðanlega margir Sjálfstæðismenn, sem einnig óska nánari skýringa frá forráðamönn- um sínum um þetta atriði. * H< * í umræddri grein Alþýðublaðsins segir ennfremur um Dagsbrúnarkosn- ingarnar: „Það er enn eitt, sem rétt er að vekja athygli á, er rætt er um úrslit kosninganna í Dagsbrún. Ungu mennirnir sátu heima, tóku ekki þátt í atkvæðagreiöslunni. Kommúnistum var fyrirfram ljóst, að þeim stafaði hætta af þessum ungu mönnum. Þeir sendu því á þriðja hundrað þeirra bréf fyrra mánudag, boðuðu þá til fundar að Skólavörðustíg 19 og lofuðu þeim kvikmyndasýningu að auki. Aðeins 30 ungir verkamenn mættu og meðal þeirra voru margir and- stæðingar kommúnista. Við athug- un hefir það komið í ljós, að 700 —800 ungir verkamenn hafa ekki mætt við kosninguna. Alþýðu- fiokksverkamenn höfðu enga smöl- un í frammi, en kommúnistar höfðu marga smala og sjálfstæð- ismenn einnig, og óku mönnum í bílum á kjörstaðinn. Þeir gerðu margar tilraunir við hina ungu verkamenn, en þeir neituðu og mættu ekki, hvernig sem látið var utan í þeim. Hvað veldur þessu? Það er sannarlega lærdómsríkt fyr- ir verkamenn yfirleitt. Óöldin, sem kommúnistar hafa skapað í verka- lýðssamtökunum á undanförnum árum, er meinið. Ungu verkamenn- irnir fyrirlíta þetta framferði — og tapa áhuganum fyrir samtök- unum og starfi þeirra. Það er ein þjóðflokksins, Sefba, á bandi sínu, hefir hann ekki mikillar hjálpar að vænta. Þess vegna er ekki ólíklegt, að hann verði að beygja sig að sinni. Þótt margur viðurkenni, að sambandsríkjafyrirkomulagið sé á ýmsan hátt rökrétt lausn á þjóðernisdeilunum í Serbíu, virð- ast flestir efast um, að þau verði friðsamlega leyst, eins og Tito hefir hugsað sér það. Stór hluti Serbíu verður lagður undir hin sambandsríkin og er hætt við að Serbar uni því hið versta. Þeir hafa jafnan verið ráðandi þjóðflokkurinn í Jugoslavíu og hafa mjög sterka þjóðernis- kennd. í Serbíu hefir Tito líka sáralítið fylgi, enda gjalda Serb- ar þess við þessa fyrirhuguðu ríkjaskiptingu. Margir óttast, að hér megi finna upphaf að nýjum erjum á Balkanskaga, ef þessar fyrirætlanir ganga fram. Mörg blöð Bandamanna viður- kenna, að Pétur og fylgismenn hans séu grálega leiknir í sam- bandi við hina fyrirhuguðu 1 ausn málanna í Jugoslavíu. Bandamenn eigi þeim þó meira upp að inna en Tito, þótt engan veginn beri að vanmeta baráttu hans gegn Þjóðverjum. Það voru Pétur og fylgismenn hans, sem risu upp gegn Þjóðverjum vorið 1941. Hefir því löngum verið haldið fram af herforingjunum, að sókn Þjóðverja á Balkanskaga sem hlauzt af þessari mótspyrnu Serba, hafi seinkað sókn Þjóð- verja í Rússlandi um a, m. k. brjár vikur. Hefðu Þjóðverjar getað hafið sókn sína gegn Rúss- um þrem vikum fyrr en raun varð á, benda sterkar líkur til bess, að þeim hefði heppnast að ná Moskvu, en það, sem bjarg- aði Moskvu undan hernámi ^ióðverja, var fyrst og fremst hinn harði vetur, er gekk fyrr t garð en veðurfræðingar Þjóð- veria höfðu spáð. Það, sem mönnum finnst þó meira máli skipta en laun þau, sem Pétur og fvlgismenn fá fyrir baráttu sína, er það frávik frá stefnu Atlantshafssáttmál- ans, sem hér verður bersýnilega gert. Það þykir mönnum líka einna ískyggilegast, ef þetta verður gert með fullu samþykki Breta, vegna þess, að þeir ætli að fá Rússa til að gefa sér frjáls- ari hendur annars staðar. Reyn- ist slíkt rétt, þá verða það hrossakaup stórveldanna en ekki bróðurleg alþjóðasamvinna, sem koma til með að verða grund- völlur hins komandi heimsfriðar, svo gæfulegt sem það er. ættu tiltölulega sterkust ítök meðal yngrl verkamanna. Framangreind stað- reynd sýnir, að sú skoðum er ekki á rökum reist. * * * Jafnvel Mbl. getur ekki orða bund- ist um sleifarlagíð á vinnubrögðum þingsins. Blaðið segir í forustugrein 30. þessa mánaðar: „í þinginu eru vinnbrögðin þannig, að ein og sama nefndin fær í hendur öll þessi erfiðu og flóknu vandamál, sem eftir er beð- ið. Nú um nokkurt skeið hefir t. d. allt þingið beðið eftir að fimm manna nefnd í Ed. afgreiddi launa- málið og skattafrumvörpin. Ekkert samstarf hefir verið innbyrðis milli nefnda beggja deilda um afgreiðslu launamálsins. Afleiðing þessa verð- ur sú, að fjárhagsnefnd neðri deildar verður að vinna sjálfstætt að málinu frá rótum. Og hún á einnig að taka við skattafrumvörp- unum, þegar þau koma frá Ed. Sjá allir, að slík vinnubrögð eru ekki hagkvæm. Þau verða til þess að lengja setu þingsins um nokkrar vikur og eyða yfir hundrað þús- undum úr ríkissjóði, algerlega að óþörfu. Þannig má þingið ekki vinna.“ Eitt af því, sem Mbl. færði ríkis- stjórninni til lofs, þegar hún kom til valda, var það, að hún myndi stór- bæta vinnubrögð þingsins. Menn geta nú séð það á þessum ummælum Mbl. sjálfs, hvernig sú nýsköpun hefir tek- izt. Má vissulega um þau ummæli segja, að bragð er að, þá barnið finnur. afleiðingin enn af skemmdarstarfi kommúnista." Margir hafa haldið, að kommúnistar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.