Tíminn - 02.02.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.02.1945, Blaðsíða 5
9. blað TÍMINN, föstadagimi 2. febr. 1945 5 % lJm þetta leyti fyrir 96 árum: 9 „Islenzk íunga í íslenzkum kaupstad“ Það er 7. febrúar árið 1848. Við erum stödd í litlu og óhrjá- legu þorpi, sem stendur á lágu eiði milli lítillar tjarnar og sjáv- ar. Beggja megin byggðarinnar eru grýttar hæðir, en fyrir landi eru eyjar og nes, sem mynda sund og voga, og handan þeirra rís mikið og fagurt fjall, er blán- ar í tæru skyggni vetrardags- ins. Götur þessa þorps eru ekki annað en miður þokkalegir stíg- ir og troðningar, veigamestu húsin lágkúrulegir timburkofar, en torfkofar á öllum stigum hrörnunar á víð og dreif. Meg- inbyggingarnar virðast vera tvær. Þær standa neðarlega í eystri brekkunni, stórt timbur- hús, sem nefnt er lærði skólinn, og allmiklu nær sjónum lágt en rambyggilegt steinhús, sem við heyrum nefnt konungsgarð, en einhver tæpir þó kannski á, að hafi til skamms tíma verið tugthús. Nokkru ofar í hæðinni gnæfir ný mylla með stórum -vængjum, en niðri í lægðinni, skammt frá tjörninni, er kirkja í smíðum. Vatnspóstar eru hér og þar við göturnar, og þar eru karlar og kerlingar á kreiki með vatnsgrindur og skjólur, ein- kennilegt fólk að útliti og hátt- um. Kastast víða í kekki með því, og eru þá ekki sparaðir orðalepparnir. Ekki óvíða er á ferli fólk með úttroðna mópoka á bakinu. Það staulast áfram, stynur og rausar við sjálft sig, og við getum ekki varizt því að hugsa, að þetta séu harla kyn- legir kvistir á meiði þjóðlífsins. Einhvers staðar heyrast strák- ar söngla: „Sæfinnur með sextán skó, sækir vatn og ber út mó.“ Gamall maður bregður við og lætur frá sér vatnsföturnar, sem hann rog?ist með, en þegar hann er albúinn til atlögu, eru þeir, sem höfðu nafn hans, fóta- búnað og atvinnu í flimtingum, á bak og burt. Allt í einu kveður við trumbu- sláttur, og nú kemur fyrst hreyf- ing á íbúa þessa fátæklega bæj- ar. Yfirvöldin hafa gefið út mik- ilvæga tilkynningu. Pólk hóp- ast saman þar, sem auglýsing hefir verið fest upp. Sumir stara í þögulli forvitni á hin dular- fullu tákn, sem skráð eru á pappír yfirvaldanna. Aðrir stauta sig fram úr þeim og hreyfa kjálkana um leið og þeir kveða að hverju orði. Þetta er þá um íslenzkuna. „íslenzk tunga á bezt við í íslenzkum kaup- stað, hvað allir athugi.“ Og sá, sem látið hefir festa upp þessa auglýsingu, er fógeti bæjarins. Þegar líður að kvöldi fréttist um nýjar fyrirskipanir og regl- ur. Þær snerta aðallega nætur- vörðinn. Hann „skal hrópa á íslenzka tungu við hvert hús.“ Það ér þegar orðinn talsverður kurr út af þessum nýstárlegu tilskipunum og fyrirmælum. Mörgum líkar þetta stórilla, sum um finnst það bein móðgun við sig, og vesalings næturverðin- um þykir se msitt virðulega emb- ætti hafa verið stórum skert. Það eru eiginlega flestir stein- hissa á honum ,,Gunlögsen“. En nú skulum við áður' en lengra er haldið átta okkur full- komlega á því, hvar við erum stödd. Jú, við erum í Reykjavík, höfuðstað íslands. En ansi er þetta þorp ólíkt höfuðborginni, sem við, Reykvíkingar nútím- ans, höfum daglega fyrir aug- um. En Reykjavík hefir þurft skemmri tíma en 100 ár til þess að fá á sig nýtt andlit. Hvert nýtt ár hefir myndað nýjan drátt í andlit höfuðborgarinnar síðustu hundrað ár, og hinn fyrri svipur hefir smámsaman máðst brott. Þetta ár, 1848, hafði öllum aðalgötum fyrst verið nöfn gef- ið og húsin við þær tölusett að skipun Rosenörns stiftamtmanns Mesta stórræðið, sem bæjar- stjórn Reykjavíkur réðist í, var þó að veita 100 ríkisdali til þess að þrengja farveg lækjarins, er rann úr tjörninni norður í sjó og hækka götuna vestan hans. íbúatalan var ekki nema um 1100, en eigi að síður var Reykja vík landsins mikla Babýlon á mælikvarða þeirrar tíðar. Helztu borgarar bæjarins voru fáeinir embættismenn og hinir dönsku kaupmenn og þeirra fólk. Ann- ars var bærinn byggður útvegs- bændum og tómthúsmönnum, sem áttu sífellt undir högg að sækja um sjálfsögðustu réttindi í bæjarfélaginu. Var einmitt þetta umrædda ár tekin upp sú nýbreytni, að tómthúsmmenn skyldu kjósa einn mann af fimm í bæjarstjórn. Voru þó 89 tómt- húsmenn á kjörskrá, en borg- arar svokallaðir, er kjósa skyldu fjóra bæjarfulltrúa, vo'ru 58 á kjörskrá. Þá var málið, sem talað var í Reykjavík, allt annað en glæsi- legt. í barnaskóla bæjarins, sem leið undir lok þetta ár vegna fjárskorts, hafði kennslan að mestu faríð fram á dönsku. Hin- ir dönsku kaupmenn og skildu- lið þeirra talaði vitanlega dönsku, og alþýða manna, sem leit upp til þessa fólks, reyndi eftir getu að feta í fótspor þess. En þótt viljinn væri góður, var getan smá í þessu efni sem mörgu öðru, og árangurinn af þessari viðleitni varð eitthvert hið argvítugasta hrognamál, sem hugsast gat og nálgaðist hvorki dönsku eða neitt sem vit var í. Okkur veittist sennilega næsta erfitt að skilja sumt af fyrirrennurum okkar, er byggðu Rvík fram um miðja nítjándu öld, ef við mættum þeim eða ættum við þá orðaskipti. En við getum tekið’ okkur í hönd.„Pilt og stúlku“ og kynnzt þar nokk- uð málfárinu, hugsunarhætt- inum og bæjarbragnum á þess- um tfma. Einn embættismanna í Reykja vík um þetta leyti var Stefán Gunniaugsson land- og bæjar- fógeti. Hann hafði áður verið sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu, og þá gegnt land- fógetaembætti um skeið, en fékk árið 1838 leyfi konungs til þess að hafa embættaskipti við Morten Tvede, er tveimur árum fyrr hafði tekið við land- og bæj- arfógetaembætti. Stefán var öt- ull maður og athafnasamur, en andstæðingum hans þótti hann ekki ætíð sjást fyrir. Hann gerði virðingaverða tilraun til þess að bæta löggæzluna í bænum, þótt ekki bæri hún glæsilegan árang- ur. Fékk hann hingað danskan lögregluþjón, Hendriksen að nafni. Gegndi hann hér störfum í sextán ár, en var þá loks vikið frá embætti, enda gerzt margoft sekur um ýmis konar brot á lögreglusamþykktinni og sætt sektum fyrir. Meðal annars seldi hann áfengi á laun, efndi til miður vel þokkaðra dansleikja í yfirréttarstofunni og margt fleira, er ekki verður hér talið. Drykkjuskapur var ekki lítill í bænum um þessar mundir. Stefán Gunnlaugsson var hins vegar bindindissinnaður. Hafði hann farið utan og dvalið í Kaupmannahöfn í eitt ár eftir að hann tók við embætti, og þá gengið í „Hið íslenzka hófsemd- arfélag," sem landar í Höfn stöfnuðu 1843. Nokkru eftir heimkomuná gekkst hann fyrir stofnun almenns bindindisfélags í Reykjavik og gekk um þær mundir allhart fram gegn drykkjuskapnum. Gaf hann þá meðal annars út tilkynningu þess efnis, að drykkju- og ó- reglumenn og þeir, sem leggðu i vana sinn að hanga allar stund- ir í búðunum (en þá var staupa- sala tiðkuð), yrðu „skrifaðir í bók“ og fengju engan styrk úr fáfækrasjóði, þótt þess yrði leitað. En það embættisverk hans, sem mestan styr vakti,' var þó tilskipun sú um íslenzkuna, er hann gaf út og lét boða með trumbuslætti hinn 7. febr. 1848, eins og áður var vikið að. Kaup- mönnum bæjarins fannst henni stefnt gegn sér og brugðust reiðir við. Margir studdu þá, annað tveggja til þess að þóknast þeim eða fyrir fordildar sakir. Þetta fólk hafði myndað sér þá skoð- un, að það væri fínt og fyrir- mannlegt að tala hrognamálið, sem það hafði tamið sér, og þótt nokkuð væri farið að rofa til í þessu efni um miðja (Framhald á 7. síðu) Vilhelm M.oberg: Eiginkona FRAMHALD líka að vera hægt að notast við þær á kvöldin. Og satt að segja tutlaði hún úr þeim hvern dropa, aldrei þokuðu júfrin meira en þegar hún hafði mjólkað kýrnar. Þóru fannst hún ranglæti beitt: Það hafði aldrei verið kvartað yfir verkunum hennar fyrr. i En Margrét hafði nú einu sinni uppgötvað, að vinnukonan | mjólkaði illa, og þá varð ekki neinum mótbárum við komið. Ög um mjólkina varð að hugsa vel. Og svo fer hún sjálf niður í espilundinn, þegar komið er undir sólarlag. Hún hafði farið til kirkju, — setið þar í svörtum klæðum og hlýtt á prédikun prestsins. Hún var hrædd og iðrandi og reiðu- búin til yfirbótar, og hún vildi heyra hvert orð prestsins og vita, hvort það gæti ekki komið henni að haldi. Hún ætlaði að festa sér í minni þessi orð; þau skyldu vera tiltæk, þegar hún þyrfti þeirra við. Hún ætlaði að tefla þeim fram, þegar hin hræðilega freisting steðjaði að henni. En hún varð fljótt fyrir sárustu von- brigðum þarna á kirkjubekknum. Annaðhvort gat hún ekki hlustað á réttan hátt eða þá það var dautt orð, sem fram gekk af munni prestsins. Já, hún vissi ekki, hvort var, þegar hún fór út úr kirkjunni. Hún náði ekki tökum á hinu heilaga orði; það hvarf, það leystist sundur, það féll dautt. Það vildi ekki vera hjá henni; annað hvort gat það ekki fest rætur í higu unga brjósti hennar eða þá það var hún, sem ekki gat meðtekið það. Hún heyrði orðið, en hún kannaðist ekki við það. Það gat ekki þrengt sér inn í hjarta hennar, það lægði ekki öldur blóðsins. Það bergmálaði í hvelfingu kirkjunnar eins og einhverju óend- anlegu tómi, en þegar bergmálið var hljóðnað, var allt á bak og burt. Og fór straumur lífsins um hana, jafn ungur og heitur og svellandi og áður. Svartur upphlutur byrgði barm hennar, en þar inni fyrir dunaði blóðið jafnt máttugt og áður. Og næstu daga náði ástríðan tökum á henni. Hákon hafði breitt út faðminn á móti henni og snortið hana — og þar með var hún ánetjuð í einhverju, sem ekki stoðaði að reyna að sleppa úr. Sá máttur, sem hún hafði treyst á, var ímyndun. Það hafði verið sjálfsblekking, þegar hún reyndi að telja sjálfri sér trú um, að hún gæti mætavel lifað án Hákonar. Nokkrir dagar liðu án þess að hún sæi hann, — og það var nóg til þess að færa henni heim sanninn um það, hvað hún þarfnaðist. Hákon sást ekki framar. í hans stað kom Elín á hverju kvöldi til þess að sækja mjólkina. Og Margrét upþgötvaði það skyndi- lega, að henni var bölvanlega við vinnukonu Hákonar. Elín hafði svo sem aldrei gert henni neitt til miska, og þó fannst henni þessi manneskja hljóta að vera illa lynt. Átti hún ekki einhverja skríðandi slægð í fairi sínu, þessi hörundsblakka kona? Ef til vill stafaði þetta af því, að Margrét hafði aldrei getað treyst brún- eygu fðlki: Það var eins og það lúrði á einhverju bak við þessi dökku augu. Og var það ekki illkvitnislegt af Elínu að koma kvöld eftir kvöld, þegar hún beið þess með öndina í hálsinum að Hákon kæmi? Margrét gat ekki skilið það, hvers vegna stelpan þurfti alltaf að vera á varðbergi, reiðubúin til þess að sækja mjólkina og valda henni þessum vonbrigðum. Hún hugleiddi það, hvort hún hataði ekki Elínu. Því að ef hún hefði ekki verið til, þá myndi Hákon ekki hafa haft neinn til þess að senda. Þá myndi hann hafa komið sjálfur. Auðvitað skipaði húsbóndinn henni að fara, en óþokkaskapur var þetta samt sem áður gagn- vart Margréti .... Já, þessi ástríða olli henni sársauka. Það var eins og henni væri það óviðráðanleg nauðsyn að hafa Hákon hjá sér til þess að horfa á hann, — ef hún átti á annað borð að öðlast frið. Hún vill fá vilja sínum framgengt: Hann á að koma, og hann á að sefa kvöl hennar með því að sýna sig. Hún vill vera í ná- vist hans stutta stund á hverjum degi. En það skal ekki gerast r.eitt ljótt, nei, aldrei framar — honum skal ekki leyfast að snerta hana. Þau geta notið sameiginlegrar gleði án þess að aðhafast það, sem ekki er fallegt. Já, það er Margrét sann- færð um. Og þá skal allt verða gott aftur. Hún verður aftur glöð, og hún mun jafnframt öðlast hreina samvizku. Hákon á að koma og fara eins og áður. Það ætlar hún að segja honum, og hann mun láta að orðum hennar, ef hann ber hamingju hennar fyrír brjósti. Og svo fór hún til kúnna niðri á lækjarbakkanum; því varð ekki á móti mælt, að Þóra hreytti kýrnar ekki nógu vel. Ef til vill dregur rauðköflótt skýlan á höfði Margrétar að sér athygli augna, sem eru að svipast eftir henni, og það þótt um fjarlægð sé, eða kannske vill svo ti.l, að Hákon á þarna leið um. En hvernig sem í því liggur, þá sér hún Hákon allt í einu fáein skref frá sér. hvernig getur nokkur maður glatt annan með því ein að birtast honum? Margrét stendur við eina björkina með kaðalspotta í hend- inni; hún ætlar að binda kú, sem ekki vill standa kyrr. Fingur konunnar fitla við harðan hampinn — eins harðan og arm- vöðva sterks karlmanns. Hákon sér hreyfingar fingranna, þeg- ar hún reynir að leysa hnút, sem er á spottanum. Hún getur aldrei leyst samanrekinn hnút með þessu lagi. Fingur hennar fitla allt of mjúklega við kaðalinn. Þetta eru ekki réttu handtökin. Það er eins og hún sé að gera gælur við hann! Og sársaukinn læsist um handlegginn á honum við þessar gælur. Hnúturinn á kaðlinum verður að samanherptri vöðvaflækju — þarna stendur Margrét og strýkur karlmannshandlegg. Há- kon hjálpar henni að leysa hnútinn, og meðan hann er að því, finnur hann, hvernig fingurgómar hennar funa. — Margrét, segir hann. Og nú ætlar hún að svara og segja allt, sem hún hefir hugsað sér: Allt á að vera eins og það var, hún vill, að þau hittist, og þau eiga að vera góðir vinir og grannar, en hann verðfír líka að sætta sig við það. Og ef hann vill henni vel, þá lætur hann sér þetta nægja. Þá sækist hann ekki eftir því að gera hana að skækju. En nú hefir hún heyrt nafn sitt hvíslað í annað sinri, og hún man ekkert af þessu. Hún stendur þarna rjóð í kinnum, höndin læsist um björkina í krampakenndu taki, eins og hún þurfi að ríghalda sér, og hún segir ekkei’t af þessu. Hún spyr bara lágri, hásri röddu: ' — Hvað hefir þú gert? — Ertu hrædd? — Þú skalt ekki vera kvíðafull. Saqa barnanna: JÚLLl OG DÚFA Eftir JÚI\T SVEIIKSSON. Freysteinn Gunnarsson pýddi . í *. • Dúfu kvöddum við sérstaklega vel. Við klöppuðum og strukum henni og gerðum gælur við hana. Að end- ingu báðum við hana að varast vondan félagsskap. Það væri bezt fyrir hana að eiga ekkert við áflogakragana, sem alltaf vildu vera að stangast. Síðan lögðum við af stað heim ásamt sauðamönnun- um og fjárhundunum. Dúfa stóð lengi ein sér og mændi á eftir okkur. Líklega þótti henni vænna um okkur en félaga sína. Hinar kindurnar voru nú allar farnar að bíta í óða önn. Fram undir kvöld átti féð að vera á beit. Þá átti að reka það heim aftur og hýsa það. En margt fer öðruvísi en ætlað er. III. HRÍÐIN. Oft eru veðrabrigðin snögg og hastarleg á íslandi, ekki sízt á veturna. Sjaldan hef ég þó vitað eins ofsalegar veðrabreyting- ar og þær, sem urðu daginn þann, sem við rákum féð á beit í fyrsta sinn. Allt hafði gengið vel og friðsamlega, og nú vorum við komin heim og sátum inni í baðstofu að borða miðdegismatinn. Allt í einu var eins og bylur dytti af húsi. Vindhljóðið þagnaði, og um íeið dimmdi í lofti skyndilega. Nú leizt okkur ekki á blikuna. Fólkið rauk á fætur, og einn piltanna hljóp út á hlað. Hann kom jafnharðan inn aftur og kallaði inn í bað- stofuna: „Stórhríð! Hann er að skella á með stórhríð!“ „Guð almáttugur," heyrði ég að ein stúlkan sagði, „þá er allt um seinan.“ Vinnumennirnir fóru í vetrarúlpur sínar og settu á sig lambhúshetturnar. Síðan fóru þeir út og við börnin á eftir þeim. Við stöldruðum við og gáðum til veðurs. Það var orðið diihmt í lofti.. Kolgráir skýbólstrar grúfðu yfir öllu, hvert sem litið var. Það var ekki um að villast, hann var að skella á með blindbyl. Útlitið var ískyggilegt. Júlli skimaði vandlega í kringum sig. Allt í einu kall- aði hann upp: „Sjáið þið, hvað hann syrtir að. Flýtið þið ykkur nú. Við verðum að fara og bjarga fénu. Hann getur skollið á, þegar minnst varir.“ Húsbóndinn stóð hjá, áhyggjufullur á svip. „Ég held, að þið ættuð ekki að fara,“ sagði hann dauf- lega. „Það væri teflt á tvær hættur. Við verðum að láta fara eins og fara vill um féð.“ En Júlli sat fast við sinn keip. „Ef enginn fæst til að fara með mér,.þá fer ég einn,“ sagði hann. Tilkynnmg frá TVýhyggingarráði Umsóknir um Sí skískip Nýbyggingarráð óskar eftir þvi að allir þeir, sem hefðu í hyggju að eignast fiskiskip, annaðhvort með því að kaupa skip, eða láta byggja þau, sæki um inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi til Nýbyggingarráðs fyr- ir marzlok þ. á. I \ % Umsóknum skulu fylgja upplýsingar, svo sem hér segir: a. Ef um fullsmíðað skip er að ræða: aldur, smá- lestatala, skipasmíðastöð, fyrri eigendur, vélar- tegund, veiðiútbúnað og annan útbúnað, verð, greiðsluskilmála o. s. frv. b. Ef um nýsmíði er að ræða, sem óskað er eftir innan lands eða utan: stærð, gerð, tegund, vélar- tegund, hvort samninga hafi verið leitað um smíði og hvar, verðtilboð, greiðsluskilmála o. s. frv. Taka skal fram, ef óskað er aðstoðar Nýbyggingar- ráðs við útveguu skipanna. Nýbyggíng'arrád. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.