Alþýðublaðið - 10.06.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.06.1927, Blaðsíða 3
ALE>?ÐUBL AÐIÐ O »-* Hænsnafóður. Blandað hænsnafóður. Kveitihrat. Heill Maís. Verkhðsmálaráðstefmmm var lokið í gærkveldi k). 12. Varð hún nokkuð styttri en æskilegt hefði verið vegna þess, að full- trúar utan af landi voru einnig fulltrúar á Stórstúkuþingi, en pað hlaut að tefja og trufla starfsemi þeirra. Mál þau, sem ráðstefnan hafði til meðferðar, voru að mestu um skipulag verklýðsmálanna nú og í nánustu framtíð, en sum lutu einnig að framkvæmdum samtakanna nú í sumar, svo sem kaupgjaildi við síldarútgerð, vega- vinnu o. fl. Ef pér ljúgið ekki áfram, Magnús! borgar Jón alls ekki lengar. Magnús tuskan Magnússon birt- ir í síðasta „Stormi" tvö vott- orð þess efnis, að ég hafi sagt það, að ég væri þeirrar skoð- unar, að ummæli Héðins Valdi- marssonar alþingismanns á þingi um strandgæzluna hefðu við rök að styðjast. Um það hefði Magn- ús engra votta þurft við, því að skrif mín í ALþyðublaðinu sýna það glögglega, iað svo er, og málaferli Jóhanns skipstjóra Jóns- sonar við mig eiga ef til vill eftir að sýna, að ég hefi rétt fyrir mér. Magnús — lögfræðing- urinn — íurðar sig á, að ég skuli ekki mæta í rétti tii að stað- festa neitun mína á „viðtalinu“ Rúmsfæði úr járni eða tré, fjöldamarg- . ar tegundir nýkonmar. Ennfremur vönduð Baraarúm. Alt tilheyrandi RÉimfatffli- aðl. Fiðínr gufuhreinsað og lyktarlaust. fslemsSras* æfflardMim. við Magnús. Mér hefir ekki verið stefnt í því skyiff — og heldur ekki verið beðinn að mæta, og hví skyldi ég þá ótilkvaddur fara að blanda mér í mál, sem ég. er ekki aðilji að, — en ef mér verður á einhvern hátt tilkynt það, að ég eigi að mæta til þess a ðstaðfesta það, að ég hafi ekki átt tal við Magnús Magnússon, ritstjóra „Storms", það, sem af er þessu ári, þá skal ekki standa á mér. Að öðru leyti ætla ég ekki að elta ólar við stórgáfaða skítmennið Magnús, en leiða at- hygli manna að því, að hann í sama tölublaði „Storms“ bendir á, hvemig hann myndi hafa logið um þetta efni, ef öðru vísi hefði staðið á. fíjörn Bl. Jónsson. IsimI@i3L€Í ífdmd-8. KefLavík, FB., 10. júni. Aflabrögð. Bátar hafa ekki komið að enn, verða sennilega 3—4 daga úti enn. Einn bátur kom að í gær, réri með líiiu, aflaði vel. í Sand- gerði hafði einn bátur róið í fyrra kvöld og komið að í gærkveldi, aflaði sama og ekkert. Hallgeirsey, FB., 10. júní. Ferð Suðurlandsskipsins o. fl. Tíðarfar frábærlega gott, gras- yöxtur með allrabezta mótí á þessum tíma árs. SuÖurlandsskip- ið kom nýlega á ýmsa staði á hinni liafnlausu Suðurlandsströnd, svo sem Vík, Skaftárós, Hvalsíki, Ingólfshöfða, Hofsós og Hallgeirs- cy, og þykir frásagnarvert, að skipið tafðist að eins tvo sólar- hringa vegna brima (í Hvalsíki); að öðru leyti gekk uppskipun eins vel og ef hafnir væm á þessum stöðum. Róið var nýlega frá söndum, og fengu menn 24 til 43 í hlut. Úr Landeyjum réri einn bátur til Dranga. Slíkar Dranga-ferðir voru almennari áð- ur, nú frekar til kapps og skemt- unar. — Suðurlandsskipið kom með símastaura í Fljótshlíðarlín- una, sem verður lögð í vor frá Efra-Hvoli að Múlakoti. Framboð í Rangárvallasýslu. Tvö framboð em komin fram !hér í sýslunni, frá Einari Jónssyni og Klemenz Jónssyni og væntan- leg frá Skúla Thorarensen, Gimn- ari frá Selalæk og Björgvin sýslumanni og ef til vill fleirum. Hafa tveir Reykvíkingar verið til- nefndir sem liklegir til framboðs, en 'hvað af verður er óvíst, en hins vegar má telja víst um fram- boð Skúla, Gunnars og Björg- vins. ^ _____________ Æskulýðs-hvöt. Vakna, íslands æskulýður! upp með þor og dug! Tíminn engum eftir bíður. Andans hefjið flug! Þó að lífs sé straumur stríður, stóran sýnið hug! Viljinn sterki á vaðið ríður, vísar deyfð á bug. Ungu meyjar! Ungu sveinar! Iðkið fagurt mál! Látið sannleiks gróa greinar! Glæðið ykkar sál! Berið ávalt ástir hreinar! Alt þið forðist prjál! Víða eru’ á vegi steinar, villi-leiðin hál. Leitið framans! Hugann hefjið hátt á mentatind! Kærleiksörmum alþjóð vefjið! Ávalt forðist synd. Fram til sigurs! sífelt krefjið! Sundrung allri hrind! Ei við heimsins tildur tefjið! Trúin sé ei blind. 4 Nú er þörf á þekkum sonum, þróttar-slyngum her. Alt það lagast, ef að vonum æskan vakna fer. Mjög svo hnignar mönnum, fconum; menning tapar sér. Trúðu’ á guð og treystu honum til að hjálpa þér! Fram til starfa, æskan unga! Eflið fósturláð! Hremt sé bæði hjarta’ og tunga. Holl ei bresti ráð. Víkið burtu vanans drunga! Vekið forna dáð! Svefnmókið né sorgin þunga sé ei ykkar náð. Vakið yfir Islands sóma! Unnið því sem bezt! Hirðið ei um heimskra dóma, hvað þeir segja verst! Lifið æ í æskublóma! Elskið dygðir mest! Svo má ykliar sálu fróma sæmdin prýða flest. Jens Sœmmidsson. SJm ftaggimœ v@@áaiis. Næturlæknir er í nótt Konráð R. Konráðsson, Þingholtsstræti 21, sími 575. Þenna dag árið 1836 andaðist Andre Am- pére, fraagur rafmagnsfræðingur franskur. Hann ránnsakaði fyrst- ur hver áhrií rafmagnsstraumur hefir á segul. Þaö er dregið af nafni Ampéres, að rafmagns- straumurinn er mældur í amper- um. Ætwiwwm. Vanur og duglegur sláttu- maður óskast á gott heim- ili á Norðurlandi. Gott kaup °g ábyggileg greiðsla. Þarf að fara með „Esju“ 14. júní. A. v. á. Sænskm flatforaaiðið (Knackebröd), inniheldur bætiefni (Vitamin) sem ekki eru í venjulegu , rúgbrauði. Drengir og stúlknr, sem vilja selja Alpýðublað- ið á götunum, komi í afgreiðsluna kl. 4 daglega. Framb o ð sf r egn. íhaldsliðið á Isafirði hefir, að því er fréttir herma, fest svo öng- ul sinn í prestinum þar, séra Sig- ■urgeiri Sigurðssyni, að hann ætli að verða frambjóðandi þess við alþingiskosningarnar. Sjálfs hans vegna færi betur, að augu hans opnist, svo að hann losi sig af önglinum, áður en það er orðið um seinan. Frá Stykkishólmi. (FB.-skeyti þaðan í gær.) Tíð- arfaxið er ágætt, kyrviðri og blíð- ur, en allsvalt seinustu daga, ef nokkuð andar. Skepnuhöld eru ekki góð, yfirleitt misjöfn, sums staðar mjög slæm. Talsvert hefir, borið á lambadauða á sumum bæjum. Sömuleiðis hefir orðið vart við ormaveiki í fé. — Heilsu- far má heita dágott; þó hefir gengið hér þungt kvef, sem er þó 'heldur að minka. Sumir óttast, að „kikhóstinn" sé kominn liing- að, en 1 eigi kveðst héraðslæknir geta sagt um það með fullvissu enn. Liuuveiðarinn „Sigríður" kom af veiðum í gærkveldi með um 120 skpd. fiskjar. Stórstúknþingið. Mættir voru í morgun 160 full- trúar. Von á fleirum. Mikill fiskafli. (FB-skey1S í morgun frá Akur- eyri.) Landburöur var i gær svo mikill af fiski í Ölafsfirði, að slíks eru ekki dæmi þar. Er á- ætlað, að aflinn verði um 180 skippxmd verkaður. Frambjóðendaskifti. Að því, er símíregn að norðau til FB. hermir, hefir Sigurður á Arnarvatni tekið aftur. framboð sitt í Suður-Þingeyjarsýslu, en Sigurjón Friðjónsson bjóði s’g fram þar af hálfu íhaldsflokks- ins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.