Alþýðublaðið - 10.06.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.06.1927, Blaðsíða 4
4 ALÍ3ÝÐUBLAÐIÐ Fimleikasýning Noregsflokk- anna á íþróttavellinuni í gærkveldi dró að sér áhorfendur, svo þús- undum skifti, er fögnuðu flokkun- um með dynjandi lófaklappi. For- seti í. S. í. bauð flokkana vel- komna með stuttri ræðu. Pakkaði hann þeim frægðarför þeirra. Gat hann þess til, að varla hefðu þing- mennirnir, sem synjuðu í. S. I. um styrk til Ólympíufarar næsta ár, gert sig seka í þeirri þröng- sýni, ef þeir hefðu séð frainmi-' stööu þessara flokka t. d. í Giauta- horg. Heilsaði síðan mannfjöklinn flokkunum með ferföldu húrra- hrópi. Síðan fóru sýningarnar fram. Vakti leikni sýnenda og vissa í hreyfingum hina mestu aðdáun, bæði einleikirnir 0;g sam- leikirmir, er glögt sýndu nákvæm samtök einstaklingajina. Mátti þar sjá, að samtök eru fegurðaratriði. Dundi lófaklapp áhorfenda við alt af öðru hvoru, meðan á sýning- unum stóð. Ný bók. Knútur Arngrímsson guðfræði- nemi hefir ákveðið að gefa út þýðingu eftir sig á bókinni „Evo- lution and Creation" — „Þróun og sköpun“ — eftir Sir Oliver Lodge. Bókin hefir að geyma heimsskoð- un höfundar í megindráttum, en hann er stórmerkur vísindamaður og heimspekingur og ber auk þess djúpa lotningu fyrir kristindómi og kristinni kirkju. Gefur þar að líta, hvernig trú og vísindi geta á fegurstan hátt faliist í faðma. í bókinni kennir margs konar fróð- leiks, meöal annars skýringar vís- indanna á þróun hnattanna í geimnum og þróun lífsins á jörð- inni. Verð bókarinnar verður 3 kr. Áskriftarlistar liggja frammi hjá Ársæli Árnasyni og í bóka- verzlun Isafoldar. Sæaiska flatb^auðlð (Knáckebröd) er næringar- mesta brauðið. Togararnir. „Egill SkalÍagrímsson“ h^fði 88 tunnur lifrar. „Þórólfur" kom í morgun með 102 tn. Enskur tog- ari kom hingað í gær. Skipafréttir. „Suðurlandið“ er í Breiðafjarð- arför, væntanlegt hingað í dag. Það á að fara í Borgarnessför í fyrra málið. - Vélarbátur fór héðan utan í gær með gotu o. fl. Bátsvélarsýning. Hingað kom í gær norskur vélarbátur, sem nefndur er „Rap- mótorinn". Er hann kominn hingaö tii að gefa mönnum kost á að at- huga vélina í honum, sem „Rap“ er vélina í honum, sem „Rap“ er kölluð. Hefir hann áður farið norður um Island í sömu erind- um. • Veðrið. $ Hiti 13—4 stig, langminstur á Austuriandi. Regn á Seyðisfírði. Þurt annars staðar. Norðlæg átt. Snarpur vindur á Raufárhöfn og stinningskaldi sums staðar við Suður- og Austur-land. Hægviðri anhars staðar. Loftvægishæð fyrir vestan land, en alldjúp lægð norður af Færeyjum á suðurleið. Útiit: Norðanátt, hvöss í dag á Norðausturlandi og Austfjörðum og skúraveður, en nokkru hæg- ari í nótt. Þurt veður annars stað- ar en á AusturJandi. Hægviðri á Vestur- Qg Norður-landi. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræti 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Trikotine Uudirkjólar frá 3,85 Buxur — 2,85 Silkisokkar frá 1,25 Silkisokkar (519) á 2,80, sterkir misi. karlm. Sokkar frá 1,00. Alls konar ullarfatnaður fyrir fullorðna og börn. Vöruliúsið. Notnð íslenzk Frímerki eru keypt hæsta verði í Bókabúð- inni á laupvegi 46. Góð bók! Ódýr bók. »Frá Vestfjörðum til Vestribyggð- ar« heitir afarskemtileg bók (með mörgum myndum) eftir ölaf Fpiðpiksson, sem kemur út í þrem heitum á 1 kr. og 50 aura hvert. yfir 200 teg. að velja úr. — Allra nýjustu gerðir. — Lægsta verð. Málningarv. alls konar. Sigurður Kjartansson, Laugavegi 20 B. Sími 830. Bréf til Lápu. Nokkur eintök fást i Afgreiðslu blaðsins. Áke Claesson, kunnur gamanvisruasöngvari sænskur, kemur hingað með Is- landi. Hann syngur aðallega söngva eftir Bellmann og lei-kur undir á lút. m Qengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund............kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121.90 100 kr. sænskar .... — 122,21 100 kr. norskar .... — 118,19 Dollar..................— 4,56'o 100 frankar franskir. . . — 18,04 100 gyllini hollenzk . . — 183,04 l00 gulimörk pýzk. . . — 108,19 Miðaldra kvenmaður, vanur sveitavinnu, óskast í kaupavinnu til Austfjarða. Upplýsingar á Bar- ónsstíg 11, niðri, til 13. þ. m. Hafið þér heyrt það, að Örkin hans Nða gerir ódýrast við reið- íhjól í bænum? og reynslan sannar bezt, hvemig verkið er af hendi leyst. Brauð og kökur frá Alþýðu- brauðgerðinni á Vesturgötu 50 A. Veggmyndir, fallegar og ódýr- ar, Freyjugðtu 11. Innrömmun á sama stað. Sokkap — Sokkap — Sokkap frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir,, hlýjastir. •VerzliH vlð Vikar! Það verður notadrýgst. 1. flokks sklnnuppsetning. Valgeir Kristjánsson, Langa« vegi 18 uppi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan. Siegerkranz: Æfintýri herskipaforingjans. Hún heýgði sig og gægðist á gólfiö til þess að skýla því, að hún roðnaði. „Ég er hér um bil viss um, að ég hefi týnt honum hjá yður. En það er nú auka- atriði. Ef þér ekki finnið »hann, þá gerir j>að ekkert til. Ég get látiö búa til nýjan, því að sem betur fer hefi ég nóga peninga, og get þar að auki tekið út í Lyonnais. Spiiagróð- inn má þvi vera í friði. En það eru ýms skjöl 'í skápnum, sem ég þarf daglega að nota, svo að ég verð að láta smíða annan lykil á morgun, ef hinn finst ekki.“ „Eruð þér ekki hifeddur um, að þessu verði stolið? Ef t. d. einhver af þjónustu- fólkinu á hótelinu fyndi nú lykilinn, brytist inn í skápinn og stæli því, sem þar væri, hyaö getur ekki skeð? Hér í Monte Carlo er slíkt daglegt brauð.“ „Skelfing eruð þér einföld, Adéle! Hvernig ætti þjónninn, þótt hann fyndi lykiliun, að vita, að ég ætti hann? Þótt hann vissi, að hann gengi að peningaskáp mínum, og ætl- aði að ræna mi.g fénu, þá liggur skipið 15« metra frá landi, svo að því leyti get ég verið rólegur.“ Bæði hlógu og fóru að tala ura annað. Eítir stundarkorn komu þau til Nizza. Klukkan var næstum þrjú, og eftir tíu mín- útur áttu kappreiðarnar að byrja. Bærinn var allur kominn á kreik. Loftið var fult af benzínreyk. Bifreiðar þutu áfram í löingum röðum. Smávagnar með fallegum hestum fyrir runnu áfram, en ungar stúlkur héldu í tauminn. Blaðsöludrengir hlupu til og frá og buðu morgunblöðin. Sumir kræktu sér utan í bifreiðarnar. Meðfram ýegkmm sátu fatlaðir betlarar og réttu fram tötrali'ga hatta. Flestir köstuðu einhverju í þá. Bífreiðin ók nú hægt inn um hliðið, og Paterson hljóp út og rétti Adéle höndina. „Þá erum við komin hingað,“ sagði hún. „Nú skulum við líta á hestana. Við hittum Dubourchand þar.“ Þau keyptu sér aðgönguiniða og fóru í gegnum fólksþvöguna í eitt hornið á af- girta svæðinu. Hestasveinarnir teymdu órólega hestana um. Þeir áttu að æfa sig áður en þeir byrj- uðu. Sumir höfðu fengið fötu af kampavíni til hressingar, áður en þeir byrjuðu. Nú var hringt. Ábreiðurnar voru teknar af hestunum og hnakkarnir lagðir á. Síðan komu tamniuga- mennirnir fram á sjónarsviðið og sögðu knöpunum til. „Góðan daginn, Paterson lautinant!" sagði Dubourchand. „Hvernig lízt yður á? Hafið þér ekki séð Delarmes. Ég var búinn að lofa að leiðbeina honum dálítið.“ Fólkið var í þvögu fyrir framan kassana. Þar voru númerin. Þangað héldu þau. „Nei; ég hefi engan áhuga fyrir fyrsta hlaupi,“ sagði Adéle. „En ég veðja 100 frönk- um upp á Belle Adéle. Ha-ha! Það et hestur Laroches greifa, og hann hefir nefnt iiann eftir mér! Frændi! Það var hann, sem sendi mér alt af blómvendi upp á leiksviðið í vetur. Það væri ósvífið að halda ekki upp á hestinn hans!. Gefðu mér 100 franka, frændi!“ Dubourchand fékk henni nokkra seðla. „Æi, lautinant Paterson! Viljið þér ekki gera svo vel og ná í miða númer 3. Það eru svo afskáplega margir vjð kassann. Ég yrði bara troðin undir, ef ég færi. Svo eruð ^ér svo heppmn, lautinant! Ef þér dragið fyrir mig, get ég verið róleg." ' „Verið ekki of örugg, ungfrú! Má ske liefir bamingjan snúið við mér bakinu siðan í gær. Hamingjugyðjan er svo dutlungafull.“ Hann brosti til hennar og hvarf síðan í fjölti- ann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.