Alþýðublaðið - 11.06.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.06.1927, Blaðsíða 2
2 ALEYÐUBLAÐÍÖ ] ALÞÝBUBLADIB \ j kemur út á hverjum virkum degi. t \ Aígreiðsla í Alpýðuhúsinu við [ IHveriisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. [ til kl. 7 síðd. ; Skrifstofa á sama stað opin kl. ; i 9Vs—10 Va órd. og kl. 8—9 síðd. j ’ Simar: 988 (afgreiðsian) og 1294 ; (skrifstofan). í Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 { hver mm. eindálka. ; Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan \ (í sama húsi, sömu simar). ; AlþýHiaftokksIias. Við alþingiskosningarnar, sem nú fara í hönd, hefir Alpýðu- flokkurinn me'nn í Itjöjri í 12 kjör- dæmum, samtals 18 frambjóðend- ur. Þeir eru þessir: I Reykjavik (A-listi): Héðinn Valdimarsson alpm., Sigurjón Á Ólafsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Ágúst Jósefsson bæjarfulltrúi, Kristófer Grímsson búfræðingur, I Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu: Guðmundur Jónsson frá Narf- . eyri, kaupfélagsstjóri. I Barðastrandarsýslu: Andrés J- Straumland, kennari. Á Isafirði: Haraldur Guðmundsson bæjar- fulltrúi. í Norður-Isafjarðarsýslu; Finnur Jónsson, póstmeistari á Isafirði. í Eyjafjarðarsýslu: Halldór Friðjónsson ritstjóri, Steinpór Guðmundsson skóla- s'fjöri. Á Akureyri: Erlingur Friðjónsson kaupfé- lagsstjóri. i ‘ . Á Seyðisfirði: Karl Finnbogason skólastjóri. I Suður-Múlasýslu: Jónas Guðmundssoh ritstjóri, kennari á Norðfirði. Arnfinnur Jónsson, s’kólastjóri á Eskiíirði. I Vestmannaeyjum: Björn BI. Jónsson. 'í Árnessýsfu: ‘Séra Ingimar Jónsson á Mos- felli. I. Gullbringu- og Kjósar-sýsíú: Stefán Jofiann Stefánsson haesta- réítarfögma'öur, Pétur G. Guðmundsson, ritari. Nöfnin rnæia með sér sjálf. Al- þýxufólk! Berjumst vel og drengi- leg’a til sigurs. Því fleiri Alpýðu- flokksmönnum sem vér komum á þing, því betur er borgið mál- um alþýðunnar. „Morgnnblaðsins“. Rolf Thommesen sá. er „Morg- unb;laðið“ var að hampa hér á dögunum, tilheyrir flokksbroti einu) í Noregi, sem kallar sig „fri- sindede venstre" (frjálslýndir vinstrimenn). Það var upphaflega jklofningur úr vinstriflokknum, og einn af höfuðpaurum þess klofn- ings var Ole Thommesen, — fyr~; ir eina tíð eldrauður vinstrimaður og jafnvel byltingasinni, en ekki undanþeginn lögmáli aldurs og andlegrar hrörnunar. Hann stofn- aði „Tidens Tegn“, er síðan hefir átt- að heita málgagn þessara „frjálsiyndu vinstrimanna", þótt það í raun réttri hafi verið ó- mengað hægriblað. Nú er það souur hans, sem blaðinu stjórn- ar. Flqkkur þessi hélt uppi merki frjálslyndisins á þann hátt, að hann gekk fljótlega í bandalag við hægrimenn, og þar hefir hann kunnað vel við sig alt fram að þessu. Við hverjar einustu kosn- ingar nú um langt skeið hafa þeir haft sameiginlega lista, og svo samgrónir hafa þeir verið, að engir aðrir en nákunnugir hafa vitað, hverja eða hve marga full- trúa hinir „frjálslyndu" hafa haft í þinginu. Þeir hafa á engan hátt skilið sig út frá hægriiloktamm. 1 Noregi hefir engirin greinarmun- ur verið á þeim gerður, nema ef verá skyldi af þeim „frjálslyndu" sjálfum. Þó var það á flestra vitorði, að fyrr v. forsætisráð- herra, Abraham Berge, taldist til þessa flokksbrots, enda líka gam- all vinstrimaður. Eins og kunnugt er, fleygði Berge í leyfisleysi 25 millj. kr. af ríkisfé í bankastofn- un, sem hafða fjárgiæfra að aðal- starfi sínu. Síðan laug hann þing- ið fult og gínti það til að kasta nýjum 15 millj. kr. -í sömu hít- ina. Samt leið ekki á löngu, að sú hin sama hít reyndist tóm þrátt fyrir þessar 40 millj., sem búið vax að ausa í hana. Rolf Thom- mesen hefir verið einna fremstur í flokki í því að verja þessar atgerðir. Með þessu hygg ég að taiin séu helztu afrek þessa flokks í norskri pólitík á síðari árum. Um „Tidens Tegn“ er það að segja, að j>að hefir verið eitt hinna ógeðslegri fyrirbrigða í blaðaheiminum norska. Má segja um það meÖ sanni, að það hefir haft á sér yfirskin írjálslyndisins, en afneitað þess krafti. En það hefir verið sæmilega ritað og tek- ist áð ná mikilli útbreiðslu. Síö- ustu árin hefir það þótt hneigjast alimjög að stefnu Mussolinis og 3ascista“. Fyrirlestur sá, er „Morgunbkð- 1ð * birtir, er að ýmsu leyti eft- irtektarverður. Fyrst og fremst sýnir harni það, hvernig baráttan gegn verkalýðnum meir og rneir verður sá meginás, sem stjórn- málin snúast um bæði í Noregi og annars staðar. Thommesen hrópar á sameiningu borgaranna gegn verkamönnum. Það mætti sýnast Óþarft að hvetja þess af þeirri einföldu ástæðu, að sú sam- eining hefir lengi átt sér stað. I hvert sinn, er eitthvað hefir legið við, hafa borgaraflokkarnir tekið höndum saman úm það að koma velferðarmálum vinnulýðs- ins fyrir kattarnef. Nú síðast hafa þeir sameinað sig um gerðar- dómslögin. Hitt er annað mál, hvort þeir muni vílja sameinast formlega í einn flokk, hvort þeir sjá sér nokkurn hag í því að af- sala sér tækifærunum til að bít- ast um lreinin, fara í hrossakaup hver við annan og togast á um völdin sín á miili. Þá er það og eftirtektarvert, að Thommesen talar um óstjórn í landinu. Hverjir hafa stjórnað? Það eru vinstri- og hægri-menn, sem hafa skifzt á um það, — þessir sömu flokkar, sem nú þurfa að sameinast til þess að binda enda á óstjórnina. Hin síð- ustu árin eru það hægrimenn, flokksbræður Thommesens, sem lengst hafa setið að völdum. Blað hans hefir stutt þá og varið gerð- ir þeirra. Eigi að síður er þjóðin í ó- göngum stödd. Ekki eru það jafn- aðarmenn, er siglt hafa í strand skútunni í Noregi. Þar hafa þeir aidrei komist til valda. í þing- fnu hafa þeir ekki einu sinni þriðjung sætanna og geta þar engu ráðið. I Svíþjóð aftur á móti hefir lengst af verið jafnaðarmanna- stjórn síðustu árin. Hvemig er svo ástandið þiar? Það er þannig, að Thommesen er fullur aðdáunar. Ef litið er til Svíþjóðar „ógnar manni hinn mikli mismunur", segir hann. Svo miklu betra er ástandið þar en i Noregi. Se.m sagt er margt eftirtektar- vext — svo maður ekki segi spaugilcgt — í ræðu Thomme- sens. En merkilegast er þó að heyra þenna mann segja, að „ein- asti Ijósgeislinn" í i myrkrirfu sé Tögin um gerðardóm í kaupgjalds- málum. Alt fram að þessu hafa hægri- menn verið mótfallnir slíkum lögum, Thommesen og blað hans lítoa. Vinstriflokkurinn fiefir bar- ist fyrir þeim, en aldrei fengið þeim framgengt vegna mótspyrnu hægrimanna. Nú erti þessi- lög alt í einu orðin „einasti ljós- geislinn“. Þessi «sinnaskifti hægri- manna eru að vísu ofurskiljanleg, en hitt gegnir furðu, að þessi maður skuli hafa brjóstheilindi til að „troða fram“ og gera þessa játningu og það á verklýðssam- komu. Sannleikurinn er nefnilega sá, að á meðan verkamenn voru sofandi og ósamtaka, þóttust at- vinnurekendur, sem eru kjiarni hægriflokksins, hafa í öllum höndum við þá. Og meðan svo var, vildu þeir engin utan að komandi afskifti þola um kaup- gjaldsmálin. Hver vissi, nema „ó- vilhallir" dómarar kynnu að finna upp á því að draga taum vinnu- lýðsins á móti' þeim sjálfum? En þegar samtökin eflast, svo þeir ráða ekki lengur við verkamenn, þá er aðstoð ríkisvalds og dóm- stóla þeim harla kærkomin. „Ein- asti Ijósgeislinn'' er átakanleg sönnun þess, að nú eru atvinnu- rekendur - í Noregi orðnir bæði aðþrengdir og óttaslegnir. (Frh.) 10. júní '21. / .;. i-• m- . ESmar Mjaltesfed (íslenzkur Titta Ruffo) pöng í gærkveldi fyrir miklu fjöl- menni í Nýja Bíó, og var söng hans vel tekið að maklegleikum. Sýndi hann enn sem fyrr, hvílíkt reginveldi og karlmensku hann á til í rödd sinni, en auk þess sýndi han;n einnig, að hann hefir mikla kunnáttu og tilbreytni í söng, enda virðist rödd, skap og: skilningur ágætlega samstilt til að mynda sveiflur þær og til- brigði, sem góður söngur óhjá- kvæmiiega þarf að hafa. Islend- ingar eru gestrisnir menn og það svo, að fullnóg má kalla stund- um gagnvart útlendingum, sem vilja gera sér forvitni landans að féþúfu. En góðum íslendingum er aldrei of vel fagnað. Vildi ég því óska Einari Hjaltested þess, að hann gæti aflað sér fjár í sumar, siglt síðan til ítalíu og framast þar enn í list sinni, þvi að eng- inn efi er á því, að með enn meiri lærdómi og dugnaði getur E. H. hlotið heimsfrægð með söng sínum; svo dæmafáa hæfi- leika hefir hann á því sviði. Nokkur óþarfa mistök voru á. textakunnáttu, sem benti á ónög- an undirbúning að þessu sinni. Einnig var söngur Einars nokkuð misjafn í þetta sinn, en samt var sungið af mikilli snild. Má nefna. „Der Erlkönig" og „Canios aríu“ úr „Bajadser", þar sem karl- menska raddarinnar naut sín, svo um munaði. En einnig blíðari iög; eins og „Elegy“ og „Hvis du har varme Tanker“ var sungið af mikilli blíðu og viðkvæmni. R. J. Danska íSialdið fellir af- vopnimarfrumvarpið. (Tilkynning frá sendiherra Dana.) Landsþingið hefir felt afvopn- unarfrumvarp það, sem varnar- málaráðherra jafnaðarm..-stjórnar- innar dönsku, Laust Rasmussen,. hafði lagt fyrir það þing, áður en. þjóðþingskosningaroar fóru

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.