Alþýðublaðið - 26.03.1920, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 26.03.1920, Qupperneq 2
9 ALPÝÐUBLAÐIÐ Aiþbl. kostar i kr. á mánuði. Rússar og Pólverjar. Khöfn 24. marz. Frá Warschau [höfuðborg Pól- lands] er símað að Pólverjar hafi í gagnsókn unnið stóran sigur á Kússum (bolsivíkum), tekið flóiri ■þúsund fanga og mikið af her- gögnum. £úaleg barðagaaðjerl. Lögregla Bandaríkjanna notar sprengikúlur. „The New-York Call“ hefir ný- lega ráðist á stjórn lögreglumál- anna í Bandaríkjunum og borið henni á brýn, að hún hafi dreyft sprengikúlum meðal Kússa þar í landi til þess, að geta fengið átyllu til að vísa úr landi Rússum, sem grunur er um að séu bolsivíkar. Skrifari fréttastofu Sovjet-Rúss- lands, Santeri Nourteva, hefir sent öllum fréttastofum staðfestingu á þessum áburði og það hefir orðið til þess, að nefnd hefir veríð sett í málið í öldungadeild Bandaríkja- þingsins. Nourteva heldur því fam, að þetta sé aðallega gert til að hindra það, að umboðsmenn Sovjet-Rúss- lands i New-Ifork, Gregorij Wein- stein og Martens, fái ekki, með frekari dvöl sinni sannfært verka- menn í Ameríku um hve raka- lausar þær sögur væru, sem blaðasnápar bandamanna hafa bor ið um Rússa. Nourteva segir svo í skeyti sínu: „Yér gleðjumst ef vér fáum tæki- færi til að sannfæra nefndina um hið raunverulega ástand hjá oss og vísa á bug þeim lygum, sem dreyft er út um stjórn vora og rússnesku fréttastofuna í New- York. Sovjet-Rússland, sem hefin sigr- ast á innri óvinum, óskar ekki eftir að blanda sér í einkamál annara landa. f*að er ósk vor, þar eð innrásir og hafnbann gegn oss hefir algerlega mishepnast, að oss verði leyt að lifa í friði við önnur lönd.“ Hvar sem fulltrúar Rússa koma fram, segja þeir þetta sama, enda hafa þeir fyllilega sannað það í verkinu. Því eru þær ofsóknir, sem þeir hafa orðið fyrir, skamm- arlegar, enda þótt þær séu vel samboðnar auðvaldinu og leppa- lúðum þess. Morgunbladið reynir ennþá að næra menn á upptuggum úr ensk- um blöðum, t. d. Times og Dailg Mail, sero sennilega munu vera einu heimildir þess, þar sem það annars hefir nokkrar. Gífuryrði þess um Rússa hafa til skamms tíma fallið í góðan jarðveg vegna þess, að hingað bárust fáar fréttir aðrar en hinar velkomnu brezku. — Moggi hefir fgr nærst á kapla- mjólk — en nú sýna fréttir þær, sem koma frá hlutlausum mönnum dálítið annað, en Mbl. heldur samt áfram! Video meliora proboque, deteri- ora seqaor1). H. „Landnám“. Svar við svari Morgunblaðsins. (Nt) Vitanlegu eru stofnuð hér „troll- arafélög**. Hvert stórskipið á fætur öðru leggur út á íslenzk fiskitnið og útlendi veiðiflotinn eykst. Afli tekur sjálfsagt bráðum að þverra. Takmörkun á veiðifrelsi myndi valda tapi á útgerðinni. Síst royndi Mb!. viija óslca þess. Þá er eng- inn annar vegur en að leita á önnur mið eða hætta útgerðinni að öðrum kosti. Eg er f engum vafa um hvor leiðin verður farin. Geti Mbl. með gildum rökum dregið aðrar ályktanir af vísinda- ritum um Grænland, og þá nátt- úrlega þær að það sé ekki vel byggilegt íslendingum né gott undir bú, þá skora eg á það að gera það, því annars trúir því enginn. Að öðrum kosti játar það með þögninni að það hafi enga þekkingu á Grænlandi og nenni ekki að kynna sér málið. ítarlegar tilraunir um búskap á Grænlandi geta engir gert nema 1) Eg sé hið betra, og reyni það (með sjálfum mér), en fylgi hinu lakara. H. íslendingar. Þeir einir kunna þann búskapinn er væri hentastur og er það íslenzkur búskapur. Engar kindur grfp eg fegins hendi, eins og Mbl. segir þó, og allra síst þær, sem eru norður á Grænlandi. Danska stjórnin hefir betra álit á búskap þar en Mbl., þegar hún kaupir háu verði fé af íslandi til fjárræktunar á Græn- landi. Féð var flutt til bygða, það vissi eg vel. Á Austur-Grænlandi og Vestur Grænlandi' er milcill munur, það vissi eg líka og hefi Iýst því í grein um Grænland í Mbl. Menn vita líka, að ekki hefir komið til mála að farið yrðt þangað, sem ekki er vissa fyrir að vel mætti þrífast búskapurinn. — „Hitt kemur málinu ekki við, hverjir vinna þau,“ stendur í Mbl. Á það við kolin á Grænlandi. Nú gæti eg hrópað eins og Mbl. „Heyr undur mikið." Kemur það ekki málinu við, hvort við brjót- um sjálfir kol þar, sern við erum frjálsir að þvf, eða kaupum þau dýru verði af öðrum f Þetta segir þjóðmálamaður, að „eigin fmynd að minsta kosti," í alvöru Slíkar eru Skoðanir stærsta blaðsins á tslandi. Landbúnaður hér þarf fyrst fjár svo kemur fólkið aftur upp í sveit- irnar enda þarf þá færra því að vélayinna mun þá takast. Féð þarf ríkið að leggja fram og ýms dýr hlunnindt, annars hepnast ekki framfarirnar. Til að standa straum af því þarf ríkissjóður miklar tekj- ur. Til þess eru skattar lagðir á arðvænleg fyrirtæki og tekjur, og lendir það mest á sjávarútveg og gróðafyrirtækjum, sem fljótlega gefa mikið í aðra hönd. Eg end- urtek það að slfk fyrirtæki þurfa íslendingar nauðsynlega að eiga, og eitt slíkt fyrirtæki væri land- nám og veiðar við Grænlands- strönd. Ef slíkt tækist mætti segja um Grænland líkt og sagt er f Skagafirði um Drangey, að það væri mjólkurkýriníslendinga. „Full- veðja" segi eg þetta í fullri alvöru. Mbl. má hlaða að því svo mörg- um upphrópunarmerkjum sem það vill, eg læt mér það í léttu rúmi Hggja. Síðast í greininni talar Mbl. um að sem betur fari hafi Jón „afneit- að sinni fyrri stefnu í málinu". Eg trúi því ekki, en rangt mun haft eftir Jóni í útlendu blöðunum-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.