Tíminn - 12.03.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.03.1946, Blaðsíða 1
; RITSTJÓRI: j ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON | ÚTGEFANDI: ' < FRAMSÓKN ARFLOKKURINN | Símar 2353 og 4373 ) > < PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. 1 RITSTJÓRASKRIFCTOFDR: EDDUHÚSI. Lli.dargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A Sími 2323 30. árg. Reykjavík, þriðjjudagimi 12. marz 1946 43. hlað Erlent yfirlit Kröfurnar um frestun þing- kosninganna í Grikklandi Miklar deilur eru risnar út af því, hvort enn skuli fresta þingkosningum í Grikklandi. Er þegar búið að fresta þeim nokkrum sinnum og jafnan eftir kröfu EAM-manna eða kommúnista. Kröfurnar um nýja frestun koma enn úr þeirri átt. Þegar brezki herinn kom til Grikklands haustið 1944, var það aðalverkefni hans að reka Þjóð- verja þaðan. En dvöl hans lengdist af þeirri ástæðu, að kommúnistar gerðu uppreisnar- tilraun. Var þá ákveðið af brezku stjórninni, að herinn skyldi vera í landinu, unz frjálsar, löglegar kosningar gætu farið fram og völdin væru komin í hendur stjórnar, sem mynduð væri á lýðræðisgrundvelli. Þar sem Bretar vildu draga her sinn sem fyrst úr Grikk- landi, svo að þeir hlytu ekki ó þörf ámæli fyrir dvöl hans þar, hafa þeir unnið að því, að kosn- ingarnar færu fram sem fyrst. En fyrirætlanir þessar hafa jafnan strandað á því, að EAM- menn, þ. e. kommúnistar, hafa neitað að" taka þátt í kosning- unni. Einkum hafa kommúnist- ar fundið það kosningunum til foráttu, að jafnframt var fyrir- hugað að láta fara fram at- kvæðagreiðslu um, hvort vera skyldi lýðveldi eða konungs- stjórn í Grikklandi til fram- búðar. Nú er þannig ástatt, að sérstakur ríkisstjóri fer með konungsvaldið, unz umrædd at- ERLENDAR FRÉTTiR í STUTTU MÁLI — Paasikivi var kosinn for- seti Finnlands á fundi finnska þingsins síðastl. laugardag. — Truman forseti hefir lýst yfir því, að hið sameiginlega herráð Breta og Bandaríkja- manna, sem starfaði í Washing- ton á stríðsárunum, muni starfa áfram fyrst um sinn. — Stjórn Þjóðernissinna á Jövu hefir mótmælt liðflutn- ingum Hollendinga þangað. — Rússar hafa nú flutt her sinn úr Mukden í Mansjúríu og kínverski stjórnarherinn tekinn þar við, en hersveitir kommún- ista þar veita honum mótstöðu. Annap.s eru rússneskar hersveit- ir enn víða í Mansjúríu. — Samkomulag hefir nú náðst um það, að brezki herinn verði farinn úr Líbanon í næstu júnílok, en franski herinn í marzlok 1947. — Bandaríkjastjórn hefir sent stjórn Frakklands orðsendingu. þar sem hún lýsir sig mótfallna því, að Spánarmálin verði lögð fyrir Öryggisráðið. Áður höfðu Bretar lýst því sama yfir. — Rússneska blaðið Pravda ræðsí< með miklum ofsa á Chur- chill, vegna ræðu þeirrar er hann hélt í Fulton í Bandarikj- unum á dögunum. — Nokkur matvælaskortur er í Frr/kklandi og skortir Frakka tilfinnanlega erlendan gjaldeyri um þessar mundir. — Settur sendiherra Breta í Moskvu, hefir verið látinn fara (Framhald á 4. síðu). kvæðagreiðsla hefir farið fram. Þegar brezka verkamanna- stjórnin kom til valda, lét hún Grikklandsmálin verða eitt fyrsta verkefni sitt. Það varð að ráði milli hennar og grísku stjórnarinnar, að þingkosning- ar skyldu fara fram 31. marz 1946, en atkvæðagreiðslan um konunginn ekki fyrr en 1948. Jafnframt var ákveðið að bjóða fulltrúum frá Frökkum, Banda- ríkjamönnum og Rússum að fylgjast með því, að kosning- arnar færu löglega fram. Mælt- ist þetta í fyrstu allvel fyrir meðal EAM-manna, en kon- ungssinnar andmæltu frestin- um á þjóðaratkvæðagreiðsl- unni. Þau mótmæli voru ekki tekin til greina. Það gerðist svo næst í þessu máli, að Rússar neituðu að taka þátt > því eftirlitsstarfi við kosn- ingarnar, er þeim hafði verið boðið. Fljótlega eftir það, tóku EAM-menn líka að skipta um skoðun og um áramótin lýstu þeir yfir því, að þeir myndu ekki taka þátt í kosningunum, nema þeim væri frestað. Gríska stjórnin mótmælti þessu strax og einnig brezka stjórnin. En nú nýlega hafa nokkrir grísku ráðherranna tekið undir þá kröfu og um 70 þingmenn brezka V erkamannaf lokksins. Kröfur hinna síðastnefndu aðila eru byggðar á því, að hægri menn munu fá meirihluta í Grikklandi, ef EAM-menn taka ekki þátt í kosningunni. Flokka- skiptingin er nú þannig í Grikklandi, að fjölmennustu flokkarnir eru konungssinnar og EAM. Miðflokkarnir, sem gríska stjórnin styðst við nú, eru ef til vill fjölmennari sam- anlagt, en hvor hinna áður- nefndu flokka, en þeir eru á ýmsan hátt ósamstæðir. Sumir ráðherranna í þessum flokkum hafa því tekið undir kröfuna um kosningafrestun. Flest virðist þó benda til, að hvorki gríski forsætisráðherr- (Framhald á 4. slðu). Þýfið var yfir 60 þús. kr. Rannsóknarlögreglunni hefir nú tekizt að fá þjófana, sem stálu peningaskápnum af Kveldúlfsskrifstofunni, til að meðganga og visa á þýfið. Höfðu þeir falið peningana suður við Krísuvíkurveg. Kom í ljós, að það var yfir 60 þús. kr., sem þeir höfðu stolið i Kveldúlfi, en ekki 16 þús. eins og upphaflega hafði verið ætlað. Þjófarnir voru mjög tregir til að vísa á þýfið og varð að fara með þá fleiri en eina ferð suður eftir, áður en þeir vísuðu á peningana. Á laugardaginn handtók lög- reglan nokkra pilta innan við fermingaraldur, sem valdir hafa verið að allmörgum þjófnuðum og innbrotum hér í bæ að und- anförnu. Athyglisverðar vélþurrkun á tilraunir Dana með heyi í stórum stíl Frásögn íslenzks iðnfræðings, sem er nýkominn frá Danmörku, Nýlega er kominn hingað til lands ungur iðnfræðing- ur, Ólafur rGíslason, sem dvalið hefir í Danmörku. Hefir hann þar m. a. kynnt sér stórvirkar heyþurrkunar- vélar, sem Danir hafa notað um skeið. Tíminn hefir átt viðtal við hann um þessar vélar og fer það hér á eftir. | — Danir hafa nú um talsvert skeið notað stórvirkar hey- þurrkunarvélar, sem nefndar eru Hessiccator. Þær eru ár- angur af tilraunum, sem hóf- ust í Danmörk 1930. Fjórum ár- um seinna voru þessar vélar svo langt komnar, að reist var full- komin heyþurrkunarstöð ör- skammt frá Kalundborg, þar sem þessar vélar voru notaðar. Stöð þessi hefir nú starfað með góðum árangri í ellefu ár og auk þess voru 7 slíkar stöðvar byggð- ar í Danmörku fyrir styrjöld- ina. Á styrjaldartímanum var af skiljanlegum ástæðum ekki hægt að fjölga þessum stór- virku heyþurrkunarstöðvum, en nú hefir verksmiðjan, sem framleiðir þær, tekið aftur til óspilltra málanna við fram- leiðslu þeirra og hafa þegar verið settar upp slíkár stöðvar í Noregi og Hollandi. Heyþurrkunarvélar þessar, sem geta gengið fyrir rafmagni, kolum eða olíu, kosta um 150 þús. danskar kr. uppkomnar í Danmörku. Er þá meðtalinn all- ur kostnaður við byggingu sér- staks stöðvarhúss. í Danmörku hafa ^stöðvarnar verið notaðar til mjölframleiðslu úr töðu og einnig til þurrkunar. Með þess- um vélum er hið kunna „Luc- ernegrönmel“ framleitt, en það er fóðurmjöl, sem er svipað og Alfa alfa. Líklegt er að fram- leiða megi þessa vörutegund hér % á landi með þessum vélum, en aðalnot vélanna hér á landi yrðu til stórvirkrar heyþurrk- j unar. Þurrkún .með þessum dönsku vélum er mjög frábrugðin hinni svonefndu súgþurrkun, sem ís- lendingum er að nokkru kunn. Sú þurrkunaraðferð mun gefast bezt, þar sem um búskap í smærri stíl er að ræða, en Hes- siccator-vélarnar eru hins veg- ar notadrýgri, þar sem þurrka þarf mikið magn af heyi og um stór véltæk og ræktuð lönd er að ræða. Vélunum er komið fyrir í sér- stöku húsi, eins og sést á með- fylgjandi mynd. í þessu húsi fer þurrkun heysins fram. Heyið er látið nýslegið, eða hálfþurrkað, í vélarnar, en þar fer það í gegnum rör, og þornar. Rör þessi eru tvöföld, með loftgöt- um, 7 m. löng, og 1,1 m. að um- máli. Heyið þornar við lofthit- un og kemur þurrt út úr vélinni. Hefir það þá ekki misst neitt af þeim efnum, sem það innihélt, er það var látið í vélina. Um afköst þessara heyþurrk- unarvéla er það að segja, að framleiðslumagn einnar slíkrar vélasamstæðu yfir sumarið af þurru heyi myndi geta orðið um 450 smál., og er þar gert ráð fyrir 10 vikna slætti, og vakta- skiptum þannig að vélarnar væru alltaf í gangi, nema um helgar. Lausleg kostnaðaráætlun, sem ólafur hefir gert, gerir ráði fyr- ir að kostnaður við þurrkunina yrði 25 aurar á kg. af þurru heyi, sé reiknað með 10 ára afborg- unum af vélunum. í sambandi við Hessiccator- vélarnar má svo hafa heybind- ingarvél, sem bindur heyið í vírbönd og er kostnaðurinn við þá bindingu innifalinn í ofan- greindri kostnaðaráætlun. Einnig er hægt að hafa muln- ingsvél í sambandi við þurrk- unarvélina, til mjölframleiðslu úr góðri töðu. Kostirnir við þessa þurrkun- araðferð eru einkum þeir, að heyið hrekst aldrei og verður því eins gott og nýtt hey, þegar það er gefið. Það er hægt að slá og hirða grasið þegar það er kjarnmest. í því sambandi má geta þess, að heyið má helzt ekki vera smærra en 20—25 cm„ þegar þessi þurrkunaraðferð er notuð. Þá verður ekkert vinnu- tap vegna óþurrka; þar sem þessar vélar eru notaðar til hey- þurrkunar. Og loks má nefna það, að binding bindingavél- anna á þurrheyinu gerir það hentugra og meðfærilegra til sölu og léttir gjafirnar, auk þess sem minna geymslurúm þarf í hlöðunum. Frá aðalfuiidl Biuiaðarsamhaiids Austur-Húnavatnssýslu: Breytingartillögu Jóns Pálmasonar við búnaðarmálasjóðslögin mótmælt Úrslit bæjarstjórnar- kosninganna á Akra- nesi f Úrslit bæjarstjórnarkosn- inganna, sem fóru fram á Akranesi síðastl. sunnudag, urðu þau, að Sjálfstæðis- flokkurinn fékk 532 atkv. og fimm fulltrúa, Alþýðuflokk- urinn 297 atkv. og tvo full- . trúa og kommúnistar 199 at- kvæði og tvo fultrúa. Tólf seðlar voru auðir og fjórir ó- gildir. Alls greiddu 1044 atkv. af 1187 á kjörskrá. í bæjarstjórnarkosningunum, sem fóru fram á Akranesi 27. janúar sl„ urðu úrslitin þau, að Sjálfstæðismenn fengu 437 atkv. og 4 fulltrúa, Alþýðuflokkurinn 317 atkv. og 3 fulltrúa, komm- únistar og óháðir 183 atkv. og 1 fultrúa og framsóknarflokkur- inn 97 atkv. og 1 fulltrúa. Framsóknarmenn tóku ekki þátt í kosningunum nú. Þeir höfðu unnið að því eftir kosn- ingarnar, að komið yrði á sam- vinnu Framsóknarflokksins, Al- þýðuflokksins og óháðra full- trúans, sem náði kosningu af lista kommúnista. Þegar þetta samstarf mistókst, sem Fram- sóknarmenn á Akranesi töldu æskilegast, og ekki tókst held- ur að kor.ia á samstarfi allra flokkanna, ákváðu þeir að draga sig í hlé að sinni. Kosningaúrslitin á Akranesi nú eru mikill ósigur fyrir Al- þýðuflokkinn og má einkum kenna það foringjum hans þar, Hálfdáni Sveinssyni og Svein- birni Oddssyni. Samstarf Al- þýðuflokksins, Framsóknar- flokksins og óháða fulltrúans (Framhald á 4. síðu). „Fiskvinnan” keypt af ríkinu Fyrir nokkru ákvað Alþingi að kaupa höggmyndina „Fisk- vinna“ eftir Sigurjón Ólafsson. Verð myndarinnar er 50 þús- und krónur, en af því fé verður Sigurjón að kosta steypu mynd- arinnar i varanlegt efni og flutning á henni hingað til lands. Myndin er 3 metrar á hæð og 4 metrar á lengd, eða alls 12 fermetrar. Aðalfundur Búnaðarsam- bands Austur-Húnavatnssýslu var haldinn á Blönduósi dagana 28. febr og 1. marz s.l. Meðal ýmsra samþykkta fund- arins voru þessar: „Aðalfundur Búnaðarsamb. Austur-Húnvetninga lýsir því yfir, að hann fagnar því, að haf- ist hefir verið handa um stofn- un stéttarsambands bænda og skorar á alla bændur sýslunnar, að styðja einhuga að því, að sá félagsskapur nái sem beztum þroska og láti ekki ágreining um fyrirkomulagsatriðið veikja stuðning þeirra við löglega stjórn stéttarsamtakanna á hverjum tíma. Aðalfundur Búnaðarsambands Austur-Húnvetninga lýsir sig eindregið andvígan þeirri stefnu á Alþingi, að afgreiða mikilsverð lög um sérmál bændastéttar- innar, án þess að fyrir liggi yf- irlýstur vilji Búnaðarfélags ís- lands og búnaðarsamtakanna. Jafnframt skorar fundurinn á Alþingi, að fella þær breyting- artillögur, er samþykktar hafa verið, við aðra umræðu í neðri deild, á lögum Búnaðarmála- sjóðs bæði vegna fyrrgreindra ástæðna og eins sökum þess, að sú hugmynd að skipta Búnaðar- málasjóði upp á milli búnaðar- sambandanna í hlutfalli við framlög þeirra og beina starf- semi hans aðallega til jarðrækt- ar, stríðir gegn stefnu þeirra bændafulltrúa, er stóðu að stofnun Búnaðarmálasjóðs og ætluðust til að hann væri sam- eign íslenzkra bænda, til styrktar félagslegs samstarfs og framfara.“ Þá skoraði fundurinn á stjórn sambandsins að beita sér fyrir, að allt ræktunarlandið kring- um Skagastrandarþorp verði kortlagt og mælt og ríkið ann- ist uppþurkun og leigi aðeins fullþurkað land til ræktunar. Fundurinn taldi mjög óheppi- legar þær ráðstafanir stjórnar- valdanna, að leyfa innflutning erlendra landbúnaðarvara, á sama tíma og treglega gengur að selja sömu vörutegundir, framleiddar i landinu sjálfu. Almennur áhugi ríkti á fund- inum fyrir hinum nýju félags- samtökum bænda, samkv. lög- um um jarðræktar- og húsa- gerðarsamþykktir í sveitum og (Framhald á 4. síðu). Varðbátakaupin Á Alþingi í gær svaraði dóms- málaráðherra fyrirspurn frá Sigurði Bjarnasyni alþm., um varðbátakaup stjórnarinnar. Skýrði ráðherrann frá pvi. að þeir íslendingar.sem hefðu kynnt sér ensku bátana, teldu þá ónothæfa til landhelgisgí^zlu og björgunarstarfsemi, að for- stjóra Skipaútgerðarlnnar þó undanskildum. Það væri því í undirbúningi að skipta á þeim og öðrum enskum skipum, sem væru álitin betur fallin til þess- ara starfa. Sigurður Bjarnason gagnrýndi með svarræðu, að stjórnin skyldi ekki láta rannsaka bátana áð- ur en hún réðist í að festa kaup á þeim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.