Tíminn - 12.03.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.03.1946, Blaðsíða 2
TtMINX. þriðjiidagtmi 12. marz 1946 43. blaH Þri3$udaaur 12. marz Vanskilin í markaðs- málunum Það er nú svo komið, að bæði Áki Jakobsson og Þjóðviliinn hafa neyðst til að játa, að ríkis- stjórnin hafi fullkomlega brugð- izt því einu aðalloforði „plöt- unnar" að vinna eftir beztu getu að öflun nýrra markaða. í umræðum í neðri deild í fyrra- dag játaði Áki, að ekki hefði verið „unnið nógu rösklega að þessum málum" og ekki væri „nóg að hafa tvo menn í mark- aðsleit" á sama tíma' og heill her af mönnum væri í ýmiskon- ar snattferðum erlendis. Fáum dögum áður (6. þ. m.) hafði Þjóðviljinn játað í forustugrein, að markaðsöflunin gengi „allt- of slælega" og verzlunarmenn kvarti undan því, að „ekki séu einu sinni til verzlunarsamning- ar við löndin, sem þeir geti verzlað við" og gæti. því verzl- unin við þau ekki hafizt. Þessum játningum Áka Jak- obssonaí- og Þjóðviljans er vit- anlega ætlað að breiða yfir sleifarlagið í markaðsmálunum, eins og föng eru á. Sannleikur- inn er sá, að ekki er hægt að hugsa sér óafsakanlegra að- gerðaleysi en það, sem þar hef- ir átt sér stað. í stað þess að hefjast handa um viðskipta- samninga strax og stríðinu lauk, hafa enn ekki verið gerðir samningar nema við tvö lönd, Finnland og Tékkóslóvakíu. Fyrir áramótin var ekki énn bú- ið að gera út neina markaðs- leitarmenn af hálfu stjórnar- innar til Frakklands, Sviss, Belg- íu eða Hollands, svo að nokkur liklegustu viðskiptalöndin á meginlandinu séu nefnd. Eina sendiförin fyrir áramótin var för Eiriars Olgeirssonar, er hann fór til Austur-Evrópu, en hann fór sem „persónulegur erindreki forsætisráðherrans"," sem minn- isstætt er. Enginn árangur *er enn kunnur af því ferðalagi, nema sá helzt, að Þjóðviljinn er nú venju fremur herskár í garð helztu viðskiptaþjóðarinn- ar, Breta? og má auðveldlega rekja þræði þeirrar ritmennsku í austurveg. En ekki munu þau áhrif bæta fyrir fisksölunni. Á sama tima og íslenzka rík- isstjórnin sat þannig auðum höndum í markaðsöflunarmál- unum hafa helztu samkeppnis- þjóðirnar, eins og Norðmenn, úti öll spjót í þeim efnum. Niður- staðan verður vitanlega sú, að íslendingar verða alls staðar á eftir. Enn minni áhuga hefir stjórn- in þó haft fyrir þvi að hefja viðræður við sjálfar samkeppn- isþjóðirnar, og þá sérstaklega Nprðmenn, — um að forðast ýmsa , óheilbrigða samkeppni eins og þá, sem átti sér stað fyr- ir stríðið, þegar fiskveiðiþjóð- irnar buðu verðið niður hver fyrir annarri. Þannig hefir ríkisstjórnin vanrækt næstum því eins full- komlega og hugsast getur það grundvallaratriði nýsköpunar- innar að afla nýrra markaða, en vitanlega er það til lítils að vera að efla skipastólinn og fisk- framleiðsluna, þegar aðrir eru búnir að bola okkur af mörkuð- unum. Má gleggst á þessu marka, hve alvörulaust allt tal stjórnarflokkanna um „nýsköp- un" er og hve lítið þeir hafa reynt til að efna hin fögru lof- orð sín um hana. í Magnússon, Eyhildarholti: Horft um öxl Þriðjji hluti. Hér að framan hefir verið bent á nokkur dæmi, af handa- hófi, um nýsköpun ríkisstjórn- arinnar á ýmsum sviðum. Að sjálfsögðu vantar mikið á, að allt sé til tínt. Og viljandi hefir verið gengið fram hjá öllum til- munum ríkisstjórnarinnar til nýsköpunar á vettvangi land- búnaðarmála. En þar er raunar ekki af svo litlu að taka, og skulu nú rakin nokkur dæmi. Segja má, að nýsköpun ríkis- stjórnarinnar, sú er landbún- aðinn varðar, hafi verið með tvennum hætti helzt — og að vísu hvorugum góðum. Annars vegar hefir stjórnin haft forustu um að stinga svefnþorn eða sálga flestum hinum þýðingar- mestu landbúnaðarmálum, " er fyrir Alþingi hafa legið í henn- ar tíð (áburðarverksmiðja, jarð- ræktarlög,-framleiðsluráð o. fl.), en skaðskemma^ önnur (búnað- armálasjóður). Hins vegar hefir hún hrisst fram úr erminni lagaboð og ákvæði, sem öllu öðru fremur varða hag og af- komu hvers einasta bónda í landinu, en eru þann veg úr garði ger, að hlotið hafa __ for- dæming og fyrirlitning íslenzkr- ar . bændastéttár, — nema ef til vill örfárra, tröllriðinna íhalds-kommúnista — og raun- ar allra réttsýnna manna, hvar í flokk eða stétt, sem standa. Ég gat þess áður, að Sjálf- stæðisfl. hefði orðið að gera „hreint" fyrir sínum dyrum og skipta um sannfæringu. Að öðrum kosti átti hann þess enga völ, að komast í rúm til kommúnista og fá að hvila við hlið þeirra uppi í stjórnarsæng- inni. Báðir hafa viljað troða aumingja Alþýðuflokknum til fóta. — Svo hispurslaust gekk Þeir nienn, sem bera fyrst og fremst ábyrgð á umræddu að- gerðaleysi, eru utanríkismála- ráðherrann og atvinnumálaráð- herrann. Slóðaskapur utanrík- ismálaráðherrans er svo alkunn- ur, að hann kemur reyndar eng- um á óvart, því að segja má að allt, sem við kemur utanríkis- málunum, sé þessu sama merki brennt, enda berast þjóðinni fréttirnar um sum þeirra fyrst úr tyrknesku eða rússnsku útr varpi. Hins vegar munu ýmsir hafa vonazt eftir ötulli fram- komu atvinnumálaráðherrans, eftir allt glamur kommúnista um þessi mál, en á framkomu hans er sú skýring, að hann og aðrir flokksbræður hans höfðu tröllatrú á nýjum mörkuðum í Austur-Evrópu, -og Þjóðviljinn lét því oft í ljós í sumar, að ekkert gerði til þó að brezku og amerísku markaðirnir töpuðust að mestu. Það væri hægt að selja fiskinn til Póllands og Rússlands. Ekkert mátti því gera fyrr en búið var að kynn- ast viðhorfinu í þessum löndum og það tók sinn tima. Slóða- skapur Ólafs og Austur-Evrópu- trú Áka eru höfuðorsakir að- gerðaleysisins í markaðsöflun- armálunum. Þetta aðgerðaleysi er nú þegar orðið þjóðinni dýrt og á þó eft- ir að reynast henni dýrara. En umbætur gerast þar engar, nema þjóðin í næstu kosning- um losi sig við for'ustu þeirra Ólafs og Áka í þessum málum sem öðrum. Sjálfstæðisflokkurinn frá öllum sínum fyrri staðhæfingum um dýrtíðar- og fjármál, um at- vinnumál, um áhuga á landbún- aðarmálum, um svo margt og margt fleira, að fimm af þing- mönnum flokksins treystust ekki til að vera með í að taka þvílíka „kollsteypu", -eins og Gísli Sveinsson orðaði það, — ekki þegar í stað a. m. k., og töldu sig andvíga ríkisstjórn- inni. Og þó að einn þessara manna, eða öllu heldur tveir, hafi eigi getað unað því til lang- frama, að láta fyrirberast í for- sælunni, og því aftur hnigið í Abrahams skaut, þá mun þetta frávik hinna fyrrverandi 5- menninga í minnum haft sem óyggjandi vitnisburður um þann sögulega atburð, er Sjálfstæðis- flokkurinn féll með kommún- istum. VI. Sá fjandskapur, sem ríkis- stjórnin með meirihluta Alþing- is aftan í sér — sýndi bænda- stétt landsins þegar í öndverðu, varð æ augljósari og magnaðri, er á leið, unz hámarki var náð með bráðabirgðalögunum um búnaðarráð. — Með sáttmála sex-manna- nefndarinnar og ákvörðuninni um árlegan útreikning Hagstof- unnar á vísitölu landbúnaðar, var kveðið á um það i aðaldrátt- um, hvert verð skyldi á búvör- um hverju sinni, svo að í réttum hlutföllum væri við vinnulaun. — Þannig, að hvorir um sig bæru svipað úr býtum, bændur og verkamenn. Nú vissi ríkisstjórnin mæta- vel, að enda þótt bændur hefðu, haustið 1944, gefið eftir 9.4% þess afurðaverðs, er þeim bar að fá, — í trausti þess að aðrar stéttir sýndu svipaðan þegn- skap —, þá kom þeim aldrei til hugar, að sú eftirgjöf gilti nema það eina ár. Og allra sízt gat slíkt komið til mála, þegar sleg- ið var á útrétta hönd bændanna, tilraun þeirra- til allsherjar lækkunar á verðbólgunni fyrir- litin, þegnskapur þeirra hunds- aður. Stjórnin vissi, að þegar af þessari ástæðu, þ. e. vegna eft- irgjafarinnar í fyrra, átti af- urðaverðið í haustr að réttu lagi að hækka um 9.4%. En ríkis- stjórnin vissi meira. Hún vissi, að á árinu, sem léið, hafði kaup- gjald hækkað, tilkos^naður hækkað, vísitala framfærslu- kostnaðar hækkað — og þá hlaut að sjálfsögðu verðlags- vísitala landbúnaðar einnig að hækka, sennilega ekki öllu minna en í fyrra, eins og líka síðar kom á daginn, er lokið var útreikningi Hagstofunnar. Væri nú'bændum sýnt fullt réttlæti, miðað við aðra, eins og löggjaf- inn á síhum tíma hafði ætlazt til, mátti því búast við að verð á búvöru yrði að hækka um allt að því %, eða upp undir 20% frá í fyrra. En til hvers hefði það leitt, að bændur fengju það verð fyr- ir vöru sína, það verkakaup, er þeim að réttu lagi- bar? Vafa- laust hefði það leitt til þess að framfærsluvísitalan hefði farið í eða yfir 300 stig. Og þrátt fyrir hina ný-uppdubbuðu blessun dýrtíðarinnar var það undir hælinn lagt, þegar öllu var á botninn hvolft, að nýsköpunar- tæknin endist atvinnuvegunum til að fá risið undir þvíllkum þunga. Að vísu er það hugsan- leg leið, að greiða dýrtíðina nið- ur með svo ríflegum neytenda- styrk, að vísitala framfærslu- kostnaðar hækkaði lítt eða ekki. En til þess þurfti mikið fé. Og þrátt fyrir allan brennivíns- og bílagróða var fé ekki fyrir hendi. Til að afla þess hefði þurft nýjan veltuskatt, sem var fullbölvað, — eða þá nýjan stóreigna- og hátekjuskatt. Og það var en'nþá verra í augum þessarar ágætu ríkisstjórnar, sem að tveim þriðju hlutum telst vera verkamannastjórn! Nei. Hér var ekki um marga' Vegi að velja. Vegurinn var auk heldur aðeins einn: Bændum verður að blæða. Bændur eru þolinmóðir. Þeir eru seinjjreyttir til vandræða. Þeir gera ekki verkföll. Og þeir eru líklega flestir andvígir stjórninni. — Hversvegna ekki að leggja þyngstu byrðar dýrtíð- arinnar á þeirra herðar — til þess að geta haldið öllu gang- andi enn um sinn? En hér varð að hafa hraðan á. Reynslan af nýsköpunar- stjórninni hafði ýtt við bænd- um. Þeir voru nú loks farnir að undirbúa allsherjarsamtök sín í milli, — stéttarsamtök. Mark- miðið vitaskuld hið sama og hjá Alþýðusambandi ísl. og Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja: Kjarabætur og verndun hvers konar stéttarhagsmuna. Ekkert liklegra, en að þessi bændasam- tök gætu orðið úrig viðskiptis í verðlagsmálunum. Þau mundu vafalaiist halda fast á óskoruð- um rétti bænda, ef aðstöðu hefðu til. - ¦ • (Framhald á 4. síðu). • Radd'ír nagran.nan.na í Degi 28. f.birtist ritstjórnargrein í tilefni af seinustu skrifum nasistans og Kengáluriddarans Páls Kolku, þar segir á þessa léið: „Fyrir bæjarstjórnarkosningar var rætt um það hérna í blaðinu, í sam- bandi við valdatöku Skjaldborgar- innar í Sjálfstæðisflokknum í bæn- um, að menn hefðu vænzt þess,, að það myndi ekki þykja of hörð refs- ing til handa einræðissinnunum íslenzku, þótt þeir væru „dæmdir úr leik" í pólitísku lífi þjóðarinar, „ en héldu öllu sínu aö öðru leyti." Engum mun detta í hug, að heimta sams konar dóma yfir þeim og nú væru kveðnir upp yfir skoðana- bræðrum þeirra með öðrum þjóðum', þótt forlögin — en ekki fríviljinn — hefði forðað þeim frá því að op- inbera innræti sitt svo sem efni stóðu til. Þessi orð hér í blaðinu hafa orðið til þess að opinbera ennþá áþreifanlegar en áður þá staðreynd, að hin gamla hernaðar- tækni ofbeldismannanna á sér enn- þá trausta áhangendur og fylgis- • menn, sem ætla að þessi ormsins list — að kenna öðrum það, sem þeir sjálfir vilja gera — geti grímu- klætt andlit þeirra og innræti og gert þá að dýrðlegum verndurum lýðræðisins og „f jöreggs" þjóðarinn- ar. Slíkir menn kunna ekki þá auð- mýkt að beygja sig fyrir dómi reynslunnar yfir einræðisstefnun- um, heldur vilja ólmir brjótast áfram til valda og metorða a. m k. meðan nokkur flokkur, sem kennir sig við lýðræði, gerist svo lítilsigld- ur að veita þeim rúm og brautar- gengi og jafnvel hampa þeim sem miklum spámönnum lýðræðisins og boðberum orðsins. Dæmi um þetta eru kunn úr bæjarstjórnarkosning- unum hér og þó einkum af framsókn Kengáluriddarans frá Blönduósi um síður Morgunblaðsins. Þessi þjóðkunni riddari er ennþá á ferðinni 23.. þ. m. og beitir þar hinni gamalkunnu hernaðarlist: Framsóknarmenn eru að ala þjóðina upp „með skrílskrifum, sem eru hálfu verri en glæpamyndir kvik- myndahúsanna," segir þar. Til þess noti þeir menn eins og ritstj. Dags, sem hafi krafizt líflátsdóms yfir . þessum virðulega embættismanni! Svö slæmur er þessi ritstjóri þegar orðinn, að hann „fœr vatn í munn- inn, þegar hann hugsar um pólitíska andstœðinga sína sem olóðug lík, liggjándi í svaðinu og sundurtœtt af skotum aftökusveita." Undir hand- leiðslu slikra manna sé fjöregg þjóðarinnar, lýðræði og sjálfstæði í hers höndum og flokkur, sem slíka menn hafi í þjónustu sinni í lýðræðisþjóðfélagi, sé óalandi og óferjandi öllum bjargráðum. Ekki þarf að orðlengja hvaða lífs- stefna hafi kennt Kolka lækiii svo „mál að vanda," eða hvaðan honum - muni komin þau hyggindi, að gera öðrum upp eigin hugsanir, því að þessi skilmerkilega lýslhg á sálar- ástandi, sem ekki kann önnur rök en ofbeldi og jafnvel líflát, er eng- an vegin gripin úr lausu lofti af hálfu þessa virðulega embættis- manns. Tildrög hennar má vissu- lega finna í gömlum minningum læknisins sjálfs, frá þeim tíma er hann tók sér fyrir hendur að ráð- leggja löndum sínum að „festa upp" for-vígismenn lýðræðisflokkanna hér á landi, til þess að vita „hvort það hefði ekki heilsusamleg áhrii á þá sem eftir lifðu." Þetta taldi £.l:urð- læknirinn nauðsynlega aðgerð til endurbóta á lýðræðisfyrirkomulag- inu, „þar sem gamall, rótgróinn og daunillur óþverri safnast fyrir á eftir ár." Ekki er vitað, að nokkur annar íslendingur hafi opinberlega, fyrr eða síðar, bent á þessa lækn- isaðferð, nema Páll Kolka einn, og er því ekki að véfengja sannleiks- gildi lýsingar hans á sliku hugar- ástandi, sem 'fær „vatn í munninn" við tilhugsunina um brotthvarf andstæðingana. , •, Það er furðulegt, að maður, sem hefir látið slíkt út úr sér á opin- berum vettvangi og æ síðan vegur i hinn sama knérunn með ofstæki og mannhatri, skuli ætlast til þess, að yfirlýsingar hans um lýðræðis- ást séu teknar sem góð og gild vara. Ennþá furðulegra er, að mál- gagn, sem upp á síðkastið a. m. k. hefir státað mjög af einlægum áhuga fyrir velferð lýðræðisins, skuli veita slíkum riddara brautar- gengi og iafnvel hampa honum sem miklum spámanni í þeim vín- garði. Með þeim tilburðum er þeim lesendum blaðsins, sem hafa af veikum mætti reynt að leggja trún- að á lýðræðisskraf þess, sýnd svo megn fyrirlitninEU, að tæpast er hugsandi, að foringjalið Morgun- blaðsins sjálfs geri sér vonir um glæsilegan árangur af herferð, sem þannig er stofnað til. Enda er það mála sannast, að meðan Páll Kolka og Svavar Guðmundsson eru hafð- ir forríðarar í sókn íhaldsins á hendur samvinnufélögunum og Pramsóknarflokknum, þá er óþarfi fyrir Dag eða aðra málsvara sam- vinnuhreyfingarinnar að eyða þar mörgum orðum til andsvara. Hin gamla hernaðarlist Húnanna mun þeim að engu haldi koma í þeim viðskiptum. Ofstækið er letrað í slóð hessara riddara hvar sem þeir fara og hvenær sem þeir drepa nið- ur penna." En athyglisvert má það vissulega þykja, að sjálfstæðisflokkurinn, sem sem telur sig lýðræðisflokk, skuli beita fyrir sig slíkum riddurum, það gefur sæmilega fulla ástæðu til að efast um heilindi flokksins í afstöðunni til lýð- ræðisins. Þorleifur Jónsson: Hákon Finnsson á Borgum Hinn aldni héraðshöfðingi, Þorleifur Jónsson á Hólum í Horna- firði, minnist hér eins þekktasta bónda þessa lands, sem nú er fallinn í valinn, Hákonar á Borgum. Búskaparsaga hans, Saga smábýlis, var rit, sem á sínum tíma komst á varir hvers manns, er lét sig búnaðarmál einhverju skipta. Hákon fæddist 11. júlí 1874, en andaðist 9. janúar 1946. Skarð er ætíði fyrir skildi, þegar traustir stofnar og styrkar hetjur hverfa af sjónar- sviðinu. Tuttugu og fimm &r voru liðin frá því að Hákon kom í Nesjasveit og settist að búi á Borgum, sem nú er orð- inn landskunnur bær vegna Sögu smábýlis, sem Hákon samdi. Borgir eru eins og aðrar Bjarnarneshjáleigur hæg jörð og hafði fyrr meir allgóðar út- heysslægjur, einkum í Skógey, en lítið tún. Dálítið sérkenni- legt er það við Borgir, að það er eins og þær hafi eittytivert sér- stakt aðdráttarafl. Þar hafa húsum ráðið merkir menn og höfðingjar hver fram af öðrum um 60 ára bil. Árið 1886 kom Þorgrímur Þórðarson læknir hingað, fyrsti lærði læknirinn búsettur í héraðinu. H§nn sett- ist að í Borgum, byggði þa'r rúm- góðan timburbæ og gerðist góð- ur bóndi, og bætti það úr skák að hann hafði part úr Árnanesi undir. Árið 1905 flutti Þorgrím- ur þaðan til Keflavíkur. Guð- mundur Jónsson frá Hvammi í Lóni, nú stórbóndi í Nesi í Sel- vogi, keypti Borgir og Árnanes- partinn af Þorgrími. Hann hafði þár stórt fjárbú, vann töluvert að* umbótum og búnaðist vel. Þegar Guðmundur fluttist suð- ur í Grímsnes keypti Þórhallur Daníelsson kaupmaður Borgir af Guðmundi. Hafði þar útibú í 2 ár. 1920 kaupir Hákon jörðina af Þórhalli og réð þar húsum með- an heilsan til vannst. Merkismenn þeir, er fyrst bjuggu í Borgum og getið er um hér að framan, fluttu frá Borg- um og hófu störf annars staðar. Mörgum fannst jörðin of dýrt keypt. En aldrei mun það hafa hvarflað i huga Hákonar að selja'óðalið og flytja burt. Ég tel sennilegt, að þegar Hákon, nýkominn að Borgum um miðj- an maí 1920, fór að litast um og sá hið algróna og fagra um- hverfi, þá hafi hann áreiðanlega hugsað á sömu lund og skáldið lætur Gunnar segja: „Hér vil ég una ævi minnar daga, alla sem guð mér sendir." Og það fór svo. Þarna fékk hann nægi- legt verksvið fyrir umbótaþrána. Hákon Finnsson á Borgum Þarna hóf hann ásamt konu sinni mikið starf og merkilegt og hélt því fram meðan heilsa og kraftar leyfðu, og hér enti hann ævi sína. Til þess að bæta og umskapa býlið, eins og Hákon hafði hugsað sér, þurfti góða þekk- ingu og. mikla. vinnu og táp. Þekkingar i jarðrækt hafði Hákon aflað sér í útlöndum og var þar flestum bændum fremri. Og undrun sætir hverju hann. fáliðaður og ekki vel heilsu- hraustur, afkastaði í jarðrækt og húsbyggingum. Hákon segist hafa búið sér til „svipu." En svipu þurfti hann enga á sjálf- an sig, sívinnandi- athafnamað- urinn. En satt er, hann bjó sér til áætlun, ekki aðeins til 5 eða 10 ára, heldur einkum áætlun um dagleg störf, og sú áætlun mátti ekki bregðast og brást ekki. Fyrst ræðst hann í um- bætur og útfærslu á túninu og í garðræktina í allstórum stíl. Þegar það er langt komið áleiðis, . J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.