Tíminn - 12.03.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.03.1946, Blaðsíða 3
43. blað TtMIiMN, brigjndajglim 12. marz 1946 3 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR CHARLOTTA 6R0NTÉ Niðurlag. Charlotte lét nú innrita sig í heimavistaskóla Héger-hjón- anna í Brússel. Varð hún þegar gagntekin af Héger prófessor, enda þótt hann væri kvæntur, 5 barna faðir, helmingi eldri en hún og þar að auki gerólíkur henni í skapgerð og hugsunar- hætti. Hún lýsir honum þannig: Ég býst við, að heimurinn hafi aldrei alið óþýðlyndari mann. Hann var Þjóðverji að uppruna. stuttfættur, ennið hátt, hárið dökkt og snöggklipt. t Augun glóðu eins og kolamolar bak við gleraugun. Svipbrigði hans voru snögg og óteljandi. Hann var ákaflyndur mjög, missti oft stjórn á sér og grét stundum gremjutárum í miðjum fyrirlestri. Charlotte varð brátt uppá- halds nemandi hans. Hann fræddi hana öðrum fremur og stældi viðkvæman barnshug hennar. Hann opnaði henni heima lista og vísinda og miðl- aði henni af þekkingarauði sín- um og lífsreynslu. — Hún tilbað hann eins og dýrðling. Að ári liðnu hélt hún aftur heim til Hawort. Enn Héger skrifaði þá föður hennar og bað hann fyrir hvern mun að senda þenna efnilega eg bráðgáfaða nemanda aftur í skólann, og Charlotte fór, knúin af ómót- stæðilegu afli. Héger átti nú hug ht-nnar allan, en hann virtist ekki sjá, hvað heitt hún elskaði hann. Hann ræddi um ástina, hlutlaust og óþvingað. Það kvaldi hana ósegjanlega. Frú Héger var skarpskyggnari en maður hennar. Hana fór að gruna margt, og greip hún því til sinna ráða. Með lagni tókst henni að stía þeim sundur. Charlotte dvaldi enn tvö ár í Briissel. Síðan hélt hún heim, yfirbuguð af ástarsorg. Hún skrifaði Héger aftur og aftur ástríðuþrungin bréf. Hann svar- aði þeim ekki.------- Hún fór aftur að skrifa skáld- sögu sér til hugarléttis. Þá sögu nefndi hún Jane Eyre og gaf hana út undir dulnefninu Curr- er Bell. Sennilega hefir hún í því sambandi minnst orða Southeys forðum. Jane Eyre er að nokkru leyti hin raunalega ævisaga Charlotte sjálfrar. Að alpersónur sögunnar, Jane, ó- fríða og umkomulausa kennslu- konan, og Rochester, hinn ógæfusami húsbóndi henn- ar, eru þau Charlotte og Héger endurborin. Jane Eyre vakti þegar geysi- mikla hrifningu og umtal í Bretlandi. Menn brutu heilann um, hver gæti verið höfundur þessarar tilþrifamiklu og djarf- yrtu sögu. Skáldið Thackeray sendi höfundinum eintak af frægustu bók sinni, Vanity Fair, með eiginhandaráj.'itrun. Önnur útgáfa bókarinnar svifti hulunni af höfundinum. Charlotte áræddi að láta birta þar hið rétta nafn sitt. Menn urðu steini lostnir af undrun. Þeir höfðu ekki búizt við slíku — af prestsdóttur. En um leið og Currer Bell lagði út á frægðarbraut sína sem rithöfundur, rak hver (Framhald á 4. síðu) hóf hann að byggja fyrst gripa- hús og hlöðu, síðan bæinn. Byggði hann steinbæ með 3 burstum, líkt og gömlu íslenzku bæina. Hann vildi ekki sjá turn- háar kastalabyggingar í sveit- um. Þá geðjaðist honum heldur ekki að lágkúrulegu nýju húsa- gerðinni, kjallaralausir stein- kofar með flatneskjuþökunum. Nei, á fögrum stað skyldi bærinn standa með þrem vinalegum og sæmilega bröttum burstum, græn torfuþök yzt. Og allt varð að vera í stíl. Framgaflar skyldu snúa að ánni fögru er framhjá rann. Þar varð smekkur og feg- urð að ráða. Þó að það væri mesta úrfellaáttin hér. Við því mátti sjá með því að ganga sem bezt frá þeirri hlið. Kjallari góð- ur, með hólfum fyrir garðmat og aðra geymslu undir öllu húsinu. Hákon þúrfti ekki að hlíta neinni forsjá ráðanauta eða byggingarfræðinga. Hann var sinn eigin ráðunautur í jarð- ræktarmálunum og hann var sinn eigin húsameistari. -Við Hákon gat vel átt vísan hans Steph. G.: Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. Hákon var hugkvæmur og hafði yndi af því að gera ýmsar tilraunir viðvíkjandi ræktun, o. s. frv. Mörg ár hafði hann á hendi áburðartilraunir fyrir Búnaðarfél. íslands og vann að því með þeirri glöggskyggni og samvizkusemi, sem honum var gefin. Nokkur ár vann hann að tilraunum í kornrækt. Þá afl- aði hann sér margra afbrigða af kartöflum og valdi þær svp frá sem beztar reyndust. Fyrstur manna fór hann að flytja hey óbundið á vagngrindum, heim að hlöðu, og er slíkt verkaléttir, ef ekki þarf langt að flytja. Mörgum virtist, að Hákon þ,efði aflokið ærnu dagsverki, þegar útivinnu var lokið að kvöldi. En þegar inn kom tók hann til við skriftir og skýsslu- gerðir: um vinnustundafjölda dagsins, að hverju unnið væri bréfaskriftir o. fl. Hann var eindysma reglumaður að skrá setja allt smátt og stórt, er laut að búskapnum og heimilishög- um öllum. Hákon var mikill bókamaður las mikið og átti allmikið af bókum. Hann lagði stund á að afla sér góðra og nýtra bóka Til marks um það er, að þegar hann sótti um jarðræktarverð- laun úr sjóði Kristjáns konungs IX., þá hét hann því á sjálfan sig, að ef honum hlotnuðust verðlaunin, skyldi hann verja þeim til að kaupa góða alfræði bók. Verðlaunin vann hann og keypti fyrir þau „Vor Tids Kon versation Lexikon". Er þetta ekki nokkuð sérstætt? — Há- kon var vel ritfær, skrifaði all- mikið í blöð og tímarit, auk Sögu smábýlis, sem Búnaðarfél gaf út. Hákon hafði mikinn fegurð arsmekk og var listelskur. Hann stundaði mjög að fegra um hverfi bæjarins. Þar eru stein steyptar gangstéttir og trjáreit- HANS MARTIN: SKIN OG SKÚRIR helzt á loðinn hatt, sem strokinn hefir verið öfugt við legu hár- anna. „Komdu nú, asninn minn ....“ En asninn er asni og stendur grafkyrr, hvernig sem Janni streðar og streitist, enda þorir hann ekki að taka á af alefli, því að þá heldur, Jhann, að hann meiði kannske litla skinnið. „Jæja — jæja. Við verðum þá að færa okkur,“ segir Wijde- veld. „Þrjátíu gyllini?" — „Ágætt.“ Þeir slá lófum saman þrívegis, og svo koma seðlarnir og þar á eftir tveir vindlar. „Þér kennið okkur, hvernig á að kemba og hirða svona náunga. Og þér komið með hann í kvöld — eftir að skyggja tekur .... Komdu svo, Janni minn.“ • „Pabbi Segðu mér það, pabbi minn — fæ ég hann? Eða á kannske að selj a hann einhverj um öðrum .... og fæ ég þá aldrei að sjá hann aftur? “ Drengnum liggur við gráti. „Kveddu asnann ósmeykur, Janni minn. Þið sjáizt aftur — og það fljótlga .... Nei — meira má ég ekki segja. Fólk talar ekki fyrirfram um þær gjafir, sem það ætlar að gefa.“ „Vertu hugrakkur — pabbi þinn getur varla sagt þetta skýrari orðum,“ segir Sjoerd. Þá sleppir Janni asnanum loks. „Sjáumst aftur — á morgun," hvíslar drengurinn inn í ann- að stóra asnaeyrað — en lítur þó um leið á föður sinn. Wijde- veld virðist kinka koli. „Komdu nú, vinur minn,“ segir hann. Drengurinn hleypur til hans og hengir sig á handlegg hans. ,Má ég skreppa til hen-nar Loet og segja henni frá þessu?“ „Ætli það sé nú ekki fullsnemmt, Janni minn? Klukkan er varla orðin átta.“ „Ég má koma þangað og borða með henni morgunmatinn." „Jæja — gerðu þá það, sem þér sýnist." Drengurinn tekur til fótánna. „Janni og Loet — þau eru alltaf saman," segir Wijdeveld eins og við sjálfan sig...,Og þó veit enginn, hve þau kunna að fjarlægjast hvort annað áður en varir. Það er þó oft leiðinlegt .... Mig tekur það til dæmis sárt, Sjoeford, að þið Karel skulið ekki eta verið jafn samrýmdir og þið voruð einu sinni. Kannske getur það orðið til góðs, að þú kemur nú til okkar oftar en ver- ið hefir ....“ „Ef til vill.“ En þ.að er ekki Karel, sem Sjoerd var að hugsa um. Það var Maríanna — drembin, valdsmannsleg — og tilbeiðslu verð. „Mér þykir mjög vænt um að fá tækifæri til þess að koma oftar á þitt heimili.“ Það er eins og Janni sagði — Aalstenfólkið er að snæða morg unverðinn. Dyrnar eru opnar — hann sér van Aalsten, konu hans, Hans, Occo og Loet. „Góðan dag,“ hrópar hann og klappar saman lófunum. „Góðan dag, Janni minn,“ segir húsmóðirin. „Það er þó ekki i dag, afmælið þitt?“ „Nei — ekki fyrr en á morgun." „En þú ert svo léttbrýnn — geturðu sagt okkur einhverjar skemmtilegar fréttir?" ur fram af bæjarhúsum o. s. frv. — Hann var söngelskur mjög og hafði mikla og djúpa söngrödd, lék vel á „harmoni- um“ og viðaði að sér miklu af nótnabókum. Borgarhjónin voru gestrisin og greip Hákon oft í hljóðfærið, þegar gesti bar að garði þeirra, og sér til skemmt- unar. Eðlilegt var það að Hákon kæmist ekki hjá þvi að sinna nokkuð félagsmálastarfsemi í sveitinni. Hann var allmörg ár fulltrúi fyrir Nesjadeild Kaup- félags Austur-Skaftfeliinga. — Hann var ágætur samvinnu- maður og lét sér annt um fé- lagsskapinn. Hann var formað- ur sóknarnefndar um sinn og hafði £ hendi fjárhald Bjarna- neskirkju. Þá var hann og í stjórn Búnaðarfélags Nesja- hrepps og var gjaldkeri þess. í kjörstjórn við alþingiskosning- ar í mörg ár, o. s. frv. Hákon var góður félagsmað- ur og góður nágranni, gestrisinn og greiðvikinn. Óágengur og ó- hlutdeilinn um annarra hagi, en mun heldur ekki hafa verið ljúft að láta troða sér um tær. Hann var fróður og skemmtileg- ur í viðræðu, skapríkur nokkuð en drenglyndur og sanngjarn. Hann var stakur reglumaður á vín og tóbak. Sjálfstæðismaður var hann í orðsins beztu merk- ingu, hataði kúgun og órétt- læti, en hélt fram fullu frelsi þjóðar og einstaklings. Er það gróði mikill hverju sveitarfé- lagi að fá slíka innflytjendur eins og Borgarfólkið hefir reynzt hér þenna aldarfjórðung, enda hefir það aflað sér vinsælda því meir sem lengur leið. Hákon er fæddur að Brekkum á Rangárvöllum 11. júlí 1874. Foreldrar hans voru Finnur Gíslason bóndi þar og Kolfinúa kona hans Einardóttir. BræiJ- ur Hákonar eru Gísli Finrtsson kunnur járnsmiðameistari Reykjavík, nú undanfarið Kaupmannahöfn og Sigurgeir pípulagningameistari .í R.vík Hin systkinin dáin. Ýms óhöpp steðjaði að for- eldrunum: Sandfok og heilsu leysi, svo þau urðu að hætta búskap. Þau voru mjög fátæk og varð að koma börnunum sem voru þá í æsku í ýmsa staði til vandalausra. Eftir fermingaraldur var Hákon vinnumennsku þar syðra. Var hann duglegur og sparsamur og fullur af menntaþrá, og 22 ára ræðst hann í að fara Möðru- vallaskólann, og mun hafa haft lítil fararefni. Námið gekk vel og lauk hann prófi 1898 Þá fór hann til Austurlands Var hann þar um stund vinnu- maður og barnakennari Skömmu eftir aldamótin fer hann utan og dvelur á búgarði í Danmörku við nám og vinnu Síðar var hann um hríð í Skot landi til að kynna sér búskap þar. Þegar heim kom hélt hann unglingaskóla á vetrum, fyrst á Seyðisfirði síðan upp í Fljóts- dalshéraði á ýmsum stöðum, stöðum, en í kaupavinnu á sumrum. Árið 1907 giftist hann (Framhald á 4. síöu). II Ullarverksmiðjan „GEFJUN” Akureyrl. DtKAGERÐ - KEMBIIVG - BAIVDSPIIjM Samb. ísl. samvinnufélaga Ræktunar- ráðunautur Starf ræktunarráðunautar bæjarins er laust til um- sóknar. Laun skv. VIII. flokki launasamþykktar bæjarins. Nánari upplýsingar gefur skrifstofa bæjarverkfræð- ings, sem tekur við umsóknum til 1. apríl næstkom- andi. Borg'arstjórinii í Beykjavík. Sendið mér Rökkur 1946 samkvæmt ofanskráðum kjörum: Nafn ........................................... Framsóknarfélögin í Reykjavík hafa ákveðið að halda árshátíð Framsóknarmanna að Hótel Borg, laugardags- kvöldið 6. apríl n. k. Hefst samkoman með borðhaldi kl. 7 e. h. Búast má við að fleiri vilji sækja þessa samkomu heldur en húsrúm leyfir. Munu félagsbundnir Framsóknarmenn I Reykjavík og annars staðar frá ganga fyrir öðrum, verði þeir í tæka tíð búnir að skrifa sig á þátttakendalista, er liggur frammi i skrifstofu Framsóknarflokksins í Eddu- húsinu við Lindargötu. RÖKKUR, alþýðlegt tímarit kostar kr. 10.00; ef innheimt með póstkröfu 11 kr. Nýir á- skrifendur, sem senda áskriftargjaldið með pöntun, fá kaupbæti — árg. 1945 meðan endist — og að auki sem aðrir áskrifendur, fylgirit, nútíma skáldsögu, sem gerist í Englandi, 10—12 arka bók, er í prentun og kemur út fyrir 1. maí. — Pantendur klippi út augl. ásamt meðf. pöntunar- seðli og útfylli hann. Axel Thorsíoinssoii, pósth. 956, Rvík. Heimilfang og póststöð Meðf. pen. kr. 10.00 eftir því sem við á). í póstávísun kr. 10.00 (strikið út OLfUKYNT E LD F Æ R I wmmmmm Leitið tilboða hjá oss. G. Helgason & Melsted h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.