Tíminn - 02.11.1946, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.11.1946, Blaðsíða 1
30. árg. TlMIM, laugardaginn 2. uóv. 1946 301. blað RITSTJÓRASKRIPSTOFUB: . EDDUHÚSI. Lladargötu ( A Slmar 23SS og 4S7S APGREIÐSLA, IMNHKIMTA AUGLÝSINGASKRIPSTOPA OG EDDUHÚSI, LlndargötU Síml 232S RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: PRAMSÓKNARPLOKKURINN Simar 23S3 og 4371 PRENTSMIÐJAN EDDA hJ. Erlent yfirlit Tortryggnin milli stórveldanna Skapazt samtök óháðra rlkja, sem reyna að miðla málum? Gjaldeyrísskortur margvíslegum veldur nú þegar erfiðleikum Þing sameinuðu þjóðanna er nýlega sezt á rökstólana. Þetta er í þriðja sinn, sem það kemur saman. Stofnþingið var haldið í San Francisco vorið 1945, en íyrsta reglulega þingið var haldið í London síðastl. vetur. Árangur af störfum þess varð lítill. Það mun vafalaust ráða verulegu um álit manna á framtíð þessa nýja þjóðabandalags, hvernig þingstörfin verða að þessi sinni. Margt veldur því, að mönn- um finnst ástandið í heimsmál- unum engan veginn friðvænlegt um þessar mundir. Tortryggni er mikil milli tveggja voldug- ustu stórveldanna, Rússlands og Bandaríkjanna, og virðist síður en svo draga úr henni. Eins og oftast, þegar tveir deila, virðist mega finna sakir hjá báðum. Bandaríkjunum finnst t. d. tortryggilegt, hve mikið kapp Rússar leggja á að gera nágrannaþjóðir sínar háðar sér og telja að bak við það liggi sú fyrirætlun þeirra, að ná smám \saman heims,yfirráðun- um í sínar hendur. Rússum finnst hins vegar tortryggilegt, að Bandaríkin vilja ein setja að leyndardóminum um atóm- sprengjuna, og óttast að þau ætli að notfæra sér hann til að tryggja sér heimsyfirráðin. Með- an bæði þessi stórveldi þykjast þannig hvort um sig hafa á- stæ'öju til að tortryggja hitt, auka þau varúðar- og varnar- ráðstafanir sínar og í kjölfar þess siglir aukin tortryggni og sundurlyndi. Ýmsir þeir, sem fylgzt hafa með sambúð stórveldanna á stríðsárunum og nú eftir styrj- öldina, telja atomsprengjuna vera helzta sundrungarefnið og heimsfriðurinn myndi nú hvíla á öruggaj'a grundvelli, ef hún hefði ekki verið uppgötvuð. Hún hafi meira en nokkuð annað aukið á tortryggni Rússa. Þess vegna hefir líka Wallace, fyrr- um varaforseti Bandaríkjanna, lagt til, að leyndarmálið um atomsprengjuna verði opinber- að öllum ríkj'um sameinuðu þjóðanna. Annars muni atom- sprengjan halda áfram að stuðla að auknu vígbúnaðarkapphlaupi og Rússar muni fyrr eða síðar finna hana upp. Hvorki Banda- ríkjunum né öðrum sé því vernd að leyndinni. Það bezta, sem verður því gert með atom- sprengjuna, segir Wallace, er að nota hana nú til að eyða tor- tryggninni og sýna að engin heimsdrottnunarstefna vaki fyrir Bandaríkjunum. Blöð beggja þessara stórþjóða eiga líka sinn þátt í tortryggn- inni. Rússnesku blöðin rang túlka nuög afstöðu Banda- manna í ágreiningsmálunum. ERLENDAR FRÉTTIR Miklar óeirðir eiga sér enn stað í Indlandi, einkum í Kal- kutta. Hefir oft komið til átaka milli uppþotsmanna og lögregl- unnar og talsvert mannfall orð- ið. Wavell varakonungur og Ghandhi eru nú á ferðalagi um Bengal-hérað, þar sem mestu óeirðirnar hafa orðið, til að kynnast ástandinu. í Júgoslavíu hafa nýlega verið festar upp áskoranir, þar sem menn eru hvattir til að ganga í herinn. Hefir þetta vakið mikla athygli. Fimmtíu mál hafa nú verið lögð fyrir þing sameinuðu þjóð- anna. Meðal þeirra er fjárhags- áætlun þess. Útgjöld bandalags- ins á þessu ári eru áætluð 5 milj. sterlingspund. Amerísku blöðin, sem eru yfir- leitt eign auðhringa, leggja líka flest á verri veg. Oft gagnrýna þau Rússa réttilega, en oft gera þau líka úlfaida úr mýflygu. T. d. hafa þau nýlega gert mikið veður út af því, að þýzkir sérfræðingar hafi verið fluttir til Rússlands, enda þótt vitanlegt sé, að hundruð þýzkra sérfræðinga vinna nú hjá Bandaríkjamönnum og Bretum, m. a. að hernaðarleg- um uppgötvunum. Vo/iir margra um farsælt starf bandalags sameinuðu þjóðanna byggjast ekki sízt á því, að innan ramma þess skap- izt nægilega sterk samtök óháðra þjóða, sem miðli málum milli Rússlands og Bandaríkj- anna og gæti þess, að jafnvægið raskist ekki. Margir telja Breta líklega til að taka slíka forustu að sér og til stuðnings þeim muni koma þjóðir eins og Frakkar, ítalir, Hollendingar, Belgíumajn, Svíar, Norðmenn Danir, samveldisþjóðir Breta, og ýms ríki Suður-Ameríku. Það hefir oft verið hlutverk Breta að annast slíkt málamiðlunar- starf og vafalaust óska þeir ekki, þótt þeir vinni gegn yfir- drottnun Rússa, eftir algerum yfirráðum Bandaríkjanna. Þing sameinuðu þjóðanna, sem nú stendur yfir, kann að geta gefið nokkra vísbendingu um, hvort von sé á slíkum sam- tökum, en líklegt er þó, að þau eigi lengra í land. Aðalfundur F.U. F. í Reykjavík Aðalfundur Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík var haldinn síðastl. miðvikudag. Á fundinum gerði Guttormur Óskarsson formaður félagsins, grein fyrir starfsemi félagsins á liðnu ári. í stjórn félagsins voru kosnir, Friðgeir Sveinsson formaður, Stefán Jónsson, Guðni Þórðar- son, Andrés Kristjánsson og Steingrímur Þórisson. Guttorm- ur Óskarsson, sem verið hefir formaður félagsins baðst undan endurkosningu, vegna þess að hann er á förum úr Reykjavík. í fulltrúaráð hlutu kosningu, auk félagsstjórnar, sem á þar sæti samkvæmt félagslögum, þeir Vilhjálmur Árnason og Ól- afur Sverrisson. Fulltrúar á flokksþing voru kosnir þpir Friðgeir Sveinsson Andrés Kristjánsson, Guðni Þórðarson, Steingrímur Þórisson og Skúli Benediktsson. Á fundinum var rætt nokkuð um starf félagsins á komandi vetri, og gætti mikils áhuga fé- lagsmanna á starfi félagsins og þjóðmálum yfirleitt. Mun félag- ið í vetuf, eins og að undan- förnu halda uppi umræðufund- um um ýms þau mál, sem efst eru á bápgi með þjóðinni. Nokkrir nýir félagsmenn gengu í félagið á aðalfundinum. Svalt og bjart — ritsafn Jakobs Thorarensen Kemur út I tilefni af sextujgsafmæli skáldsins í fyrradag kom í bókabúðir hér í Reykjavík ritsafn Jakobs Thorarensen. Er það gcfið út af HelgafeUi í tilefni af sextugs- afmæli hans nú í ár, Nefnist ritsafn þetta Svalt og bjart og er í tveimur bindum. Sjálfur gerir höfundurinn svolátandi grein fyrir útgáfunni í formálsorðum: -----' .........................4 „REYKJAVÍK VORRA DAGA" Þessi mynd er úr íslenzkri kvikmynd, er Óskar Gíslason ljósmyndari hefir gert og nefnir Reykjavík vorra daga.“ Verður mynd þessi sýnd í Tjarn- arbíó um næstu mánaðamót og síðar í nágrenni bæjarins og ef til vill víðar. Fjaliar myndin um Reykjavík eins og hún er á sólbjörtum sumar- dögum, um hið daglega líf, barna og fullorðinna og náttúrufegurðina. Myndin er í eðlilegum litum og stendur sýning hennar yfir i 2 klst. ís- lenzku „stjörnurnar,“ sem leika i myndinni og sjást hér að ofan. eru sennilega fyrstu leikaramir, sem leika í ísienzkri kvikmynd. Þau eru Snjó- Iaug Sveinsdóttir (Péturssonar augnlæknis), og Tómas Tómasson úr Kefla- vík. Myndin hefst á því, að piltur og stúlka hittast inni á Hressingar- skála og verða ásátt um að skoða Reykjavík í tilefni af 160 ára afmæli bæjarins. Myndatakan hefir tekist vel og eru víða fögur svið í hcnni. Vill þjóðin að haldið sé áfram á eyðslu- brautinni, eða breytt um stefnu? Lítið dæmi um það, hvernig komið er í gjaldeyrismálum þjóðar- innar, má sjá í Morgunblaðinu í gær. Þar segir, að kvikmynda- húsin hafi orðið að láta sér lynda undanfarið að sýna „gamlar myndir eða myndir, sem myndu sendar út aftur ósýndar, ef betri myndir fengjust.“ Ástæðan er sú, leyfi fyrir betri myndum. Fyrstu afleiðingar gjaldeyrisskortsins. Það má að sönnu finna marga bagalegra en að mönnum sé varnað að sjá góðar kvikmyndir, enda þótt þar sé um að ræða ekki óverulegan þátt í menn- ingarlífi þjóðarinnar. Ástæðan er ekki heldur sú, að við- skiptaráð vilji halda lélegum og siðlitlum kvikmyndum að al- menningi, heldur stafar þetta blátt áfram af því, að gjaldeyr- inn er þrotinn og því ekki leyfi fyrir betri myndum. Þetta þarf ekki heldur að koma almenningi neitt á óvart, því að gjaldeyrisskorturinn er þegar farinn að valda meiri ó- þægindum en þeim, að menn verði að horfa á lélegar kvik-, myndir. Það er orðið erfitt að fá karlmannsföt og yfirhafnir. Lyfjabúðirnar upplýsa, að þær hafi orðið að vísa frá mörgum lyfseðlum vegna skorts á lyfj- um, er stafar af þvi að synjað hefir verið um gjaldeyrisleyfi. Þá munu nýjar leyfisveitingar til kaupa á vélum vera svo til stöðvaðar. Aðbúnaður að ýmsum námsmönnum erlendis er svo kapituli út af fyrir sig. Slíkar eru afleiðingarnar, sem blasa við, eftir tveggja ára ráðsmennsku þeirrar stjórnar, sem hafði hvorki meira né mlnna en 1200 milj. kr. af er- lendum gjaldeyri til ráðstöfun- að ekki hefir fengist gjaldeyris- sem mest. Það aflaði ríkissjóði tolltekna, svo að hægt væri að halda uppi hinu mikla fjár- bruðli með ríkisfé, og það aflaði miljónagróða í vasa heildsal- anna, sem voru aðal áhrifa- •mennirnir í flokki hans. Er ekki nóg komið? Nú er komið að því, að þjóðin verður að svara því, hvort hún vill láta slíka stjórnarhætti haida áfram. Pétur Magnússon hefir svarað því fyrir sína hönd og flokks síns, að hann vill halda þessu fjárbruðli áfram. Við get- um tekið gjaldeyrislán eins og Frakkar, segir hann. Vill þjóðin fallast á þetta úrræði hans, svo að heildsalarnir geti haldið áfram að safna miljónagróða á kostnað almennings? Það er alveg áreiðanlegt, hvert er svar þjóðarinnar við þessari spurningu. Fengi hún ráðið við þá stjómarmyndun, sem nú stendur fj(rir dyrum, myndi hún taka ráðin af Pétri og þeim mönnum, sem aðhyllast stefnu hans. Þjóðin mun áreiðanlega bíða eftir því með mikilli athygli, hvort fyrri stuðningsflokkar hans meta meira að fylgja þessum vilja hennar eða að þjóna áfrarp hagsmunum heild- salanna til ógagns fyrir alla aðra, eins og gert hefir verið tvö undanfarin ár. „Rit þetta er saman sett úr' • þeim tíu bókum, sem til þessa hafa komið frá minni hendi. Örfá kvæði hefi ég fellt úr, en bætt í þeirra stað nokkrum við, sem áðiy: höfðu að vísu birzt i blöðum og tímaritum, en ýmist af gleymsku eða af öðrum á- stæðum ekki komið í bókum mínum, og er þeim skotið hér inn og i röð skipað nokkurn veginn eftir aldri sínum og svo þeirra kvæða, sem við hlið þeirra standa. Að öðru leyti eru kvæðin prentuð hér óbreytt að kalla fri- fyrri birtingu, þvi þó að mér hafi við yfirlesturinn þótt sem ég mundi allvíða hafa öðru vísi að orði kveðið en fyrir 30—35 árum, þá hefi ég samt látið ógert að hringla með kvæðin, enda þess háttar upp- þyrlanir elnatt misjafnlega þegrvar af gamalkunningjum bundna málsins, og kemur því allt þajír ungviði til dyranna eins og klætt var í upphafi. — Líku máli gegnir um sög- urnar ....“ Hvort bindi þessa mikla rit- safns er um 450 blaðsíður að stærð. í Jjví fyrra eru kvæði úr sex ljóðaiiókum, er komið hafa út á tímabilinu 1914—1942. í því síðara eru sögur úr þrem smásagnasöfnum frá 1929—1939, og auk þess lausavísnasafnið Hraðkveðlingar og hugdettur, prentað, sem bókarauki. Langflestar bækur Jakobs Thorarensen eru uppseldar fyr- ir löngu ófáanlegar með öllu. Mun því mörgum þessi útgáfa kærkomin, því að vlða á Jakob hugheila aðdáendur. Hinn kjarngóði skáldskapur hans er líka áreiðanlega hollur lestur, ekki sízt á þessum timum. Sala stofnlánadeild- arbréfanna í gær voru bréf stofnlána- deildar sjávarútvegsins seld fyr- ir 800 þús. kr. í Reykjavík og Hafnarfirði. Alls er búiff aff selja bréf á þessum stöffum fyrir 1.740 þús. kr. síffan salan hófst aff nýju. Enn er ekki frétt um sölu úti á landi, en vafalaust er hún orffin nokkur. Á Akranesi voru t. d. seld bréf í gær fyrir 40 þús. kr. Sæluhús við Snæ- fellsjökul Ferðafélag íslands hefir í sumar látið byggja nýtt sæluhús á Snæfellsnesi, og er það nú um það bil fullgert. Húsið stendur fyrir neðan jökulröndina sunnan við jökul- inn og er í 800 m. hæð. Húsið er að miklu leyti grafið inn í hól vegna hættu á stórviðrum. — Húsið er úr timbri, þiljað í hólf og gólf, en járnklætt og með járnþaki. í húsinu, sem er 6 metra langt og 3,50 m. breitt, eru inn- réttuð tvö herbergi. í framher- berginu er eldunarpláss með eldavél og geymsla fyrir farang- inu eru átti rúmstæði. Þá eru svefnloft yfir báðum endum. Samtals munu um tuttugu manns geta sofið í skálanum. f honum eru borð og stólar og önnur nauðsynlegustu áhöld. ar. Hvers vegna er komiff svona? Ef menn spyja, hvers vegna sé komið í slíkt óefni, munu stjórnarsinnar segja, að gjald- eyrinn hafi farið til kaupa á nýsköpunarvörum. Þessu er því að svara, að aðelns 300 milj. kr. hafa farið tii kaupa á slíkum vörum. Öllu hinu eða 900 milj. kr. hefir verið ráðstafað 1 hvers konar eyðslu. Ástæðan til þess- arar stórkostlegu fjársóunar er fyrst og fremst sú, að stjórnar- flokkarnir hafa lagt viðskipta- málin í hendur manns, sem hafði tvenns konar hagsmuni af þvi, að gjaldeyriseyðslan væri Stjórnarmynd- unarmálið Tilkynnlng frá forseta Islands Blaðinu barst i gær svohljóð- andi tilkynning frá skrifstofu forseta: Forseti fslands kvaddi for- mann Sjálfstæffisflokksins, Ólaf Thors forsætisráffherra, til fundar viff sig föstudaginn 1. nóv. árdegis, til viffræffna um störf tólf manna nefndarinnar. Aff loknum viðræffunum fól forseti forsætisráffherra, aff flytja tólf manna nefndinni þau boff, aff hann teldi tpskilegrt, aff nefndin reyndi aff ljúka störf- um fyrir föstudag 8. nóv. Aðalfundur Framsókn arfélags Rangæinga Aðalfundur Framsóknarfélags Rangæinga var haldinn í sam- komuhúsinu í Fljótshlíð síðastl. laugardag. Fundurinn var vel sóttur. Fráfarandi stjórn var endurkosin og var henni falið að tilnefna fulltrúa á flokks- þingið, þar sem því varð ekki komið við á fundinum. Á fundinum flutti Helgi Jón- asson læknir ítarlegt erindi um sfcj órnmálaástandið. Eftir fundinn var haldin skemmtisamkoma og sóttu hana yfir 300 manns. Þar fluttu ræð- ur séra Sveinbjörn Högnason og Steingrímur Steinþórsson bún- aðarmálastjóri. Þá var sýnd kvikmynd og síðan dansað til kl. 3 um nóttina. Skemmtunin fór mjög vel fram. Sjö héruð læknislaus Sjö læknishéruð eru nú læknislaus, og eru sum þeirra búin að vera það nokkurri tíma. Eru það -fimm læknishéruð á Vestfjörðum, Flateyjarhérað, Þingeyjarhérað, Ögurhérað, Hesteyrarhérað og Árneshérað á ströndum. Hin eru á Aust- fjörðum, Bakkagerðishérað í Borgarfirði og Djúpavogshérað. Það segir sig sjálft, hve lækn- isleysið er fólki þessara héraða bagalegt og hættulegt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.