Tíminn - 02.11.1946, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.11.1946, Blaðsíða 2
¦ Reykjavík, föstndaginn 1. nóv. 1946 201. blað Lauaardagur 2. nóv. Þriðja steínan í blöðum íhaldsmanna um alla veröld er nú lögð mikil á- herzla á þá prédikun, að ekki séu til nema tvær stefnur í heiminum, kommúnisminn og frelsið. Vitanlega þykjast í- haldsmennirnir vera hinir sönnu fulltrúar frelsisins. Þessir áróðursaðferð íhalds- manna er mjög skiljanleg. Þeir gera sér von um, að þeim tak- ist með henni að ná til fylgis eða samstarfs við sig öllum þeim, sem eru andstæðir kom- múnismanum. Þeir hafa lært þetta af nazistunum, sem sögðu, að ekki væri nema um tvennt að velja, kommúnistana eða þá. Fyrir frelsið og framfarirnar í heiminum er þessi skilgrein- ing bæði villandi og hættuleg. íhaldsflokkarnir, sem vilja halda í yfirdrottnun sérréttindastétt- anna, eru síður en svo fulltrúar frelsisins og mannréttindanna, þótt þeir séu andvígir kommún- ismanum. Þeir stefna, alveg eins og kommúnistarnir, að því- marki, að völdin og fjármagnið séu í höndum fárra manna, þótt í öðru formi sé. Þeir eru í raun réttri engu minni andstæðing- ar frelsisins en kommúnistar. Þetta* sást vel meðan nazism- inn var, í blóma sínum fyrir stríðið. Þá naut hann mikillar aðdáunar íhaldsmanna, eins og glöggt kom fram í aðalblöðum þeirra hér á landi, Morgunblað- inu og Vísi. Þýzki nazistaflokk- urinn var heldur ekkert annað en íhaldsflokkur, sem gekk 6- grímuklæddur til verks. Aðalstefnurnar í heiminum er þrjár, en ekki tvær. Það er auk kommúnismans og ihalds- stefnunnar hin lýðræðislega umbótastefna, sem borin er uppi af miðflokkunum. Þessir flokkar eru andvígir þeirri al- geru yfirdrottnun og einokun ríkisins, sem er framtíðar- stefna hinna sósíalistisku flokka og ekki getur leitt til annars en einræðis og harð- stjórnar, ef hún kemst í fram- kvæmd. Þeir eru >líka andvígir þeirri yfirdrottnun og einokun tiltölulega fárra auðkónga og sérréttindamanna, sem er stefna íhaldsins. Þeir vilja vinna að auknu jafnrétti og auðjöfnun á grundvelli lýðræð- isins. Þeir vilja lofa framtaki einstaklingsins að njóta sín innan þess ramma, að það skaði ekki aðra, eins og jafnan verður, þar sem stórir auð- hringar eða miklir sérgróða- möguleikar fá að þrífast. Þeir vilja láta ríkisvaldið styðja ein- staklingana til framtaks og dugnaðar, en veita þeim jafn- framt heilbrigt aðhald og setja þeim þær skorður, að þeir gangi ekki á rétt heildarinnar. Þeir vilja þannig þræða meðal- veginn milli öfga sósialistisku flokkanna og þröngsýnna ein- staklingshyggj umanna. Kosningar þær, sem hafa far- ið fram eftir striðið, sýna ótví- rætt, að hinn þjáði almenning- ur stríðslandanna setur meira traust á hina lýðræðislegu um- bótastefnu miðflokkanna en nokkra aðra stjórnmálastefnu. Það sýnir hið mikla fylgi kristi- legu miðflokkanna í Prakk- landi, ítalíu, Austurríki og Þýzkalandi. Á Norðurlöndum hefir þetta einnig komið mjög greinilega í Ijós í kosningun- um í Svíþjóð í haust, þar sem miðflokkarnir tveir, þjóðflokk- <«hm—«—» a^^MAn^^^Mp fi OííaCanqi i Tuddaskapur í blaðamennsku. Ungir Sjálfstæðismenn fá af og til eina síðu í Mbl. til umráða til að birta andríki sitt og hvað þeir eru búnir að læra af hin- um eldri mönnunum. Nylega þykjast þeir endur- prenta þar„nokkur málblóm" úr forustugrein í Tímanum. Það er varla tiltökumál í Mbl., þó að setningar séu slitnar út úr samhengi. En hér eru piltar, sem víla ekki fyrir sér að breyta. Þeir setja punkt til að gefa til kynna, að setningin sé' búin, þar sem er komma í Tímanum. Þeir fella orð undan úr miðri málsgrein, án þess að láta það merkjast í „endurprentun" sinni. Og þeir skipta um orð, setja inn hjá sér orð gjörólíkrar merkingar því, sem í Tímanum stóð. Hér er því blátt áfram um ritfölsun að ræða. Þessa aumingja langar til að ieggja illt til Tímans. En þeir eru ekki menn til að gera það öðru vísi en svona. Þeir eru andlegir öreigar og siðferðileg örverpi. Síðan þeirra er sannkölluð tuddasíða — tuddaörverpi. . .Hvert á barninu að bregða? Hvert á barninu að bregða nema beint í ættina? sagði karl- inn. ....." "". ' Hvers er að vænta af póli- tiskum æskulýð, sem tekur að erfðum grandvarleik Sigurðar Kristjánssonar og Valtýs, rök- vísi og ályktunargáfu Jóns Kjartanssonar og Sigurðar Bjarnasonar, hugsjönir og urinn og bændiaflokkurinn, juku fylgi sitt, en íhaldsmenn og jafnaðarmenn töpuðu. Almenningur þessara landa er fráhverfur kommúnisman- um, en hann lætur ekki þann áróður íhaldsins blekkja sig, að ekki sé um neitt annað en það og kommúnismann að velja. Hann veit af langri reynzlu, að íhaldið er . engu síður fulltrúi rangsleitni og undirokunar en kommúnisminn. Hann veit, að leiðin til að uppræta kommún- ismann er ekki sú, að samlag- ast íhaldinu og berja hann nið- ur með fasistískum aðferðum, heldur að afnema þau sérrétt- indi auðkónga og kaupahéðna, sem íhaldið er fulltrúi fyrir og öðru fremur skapar jarðveg fyr- ir kommúnismann. Þess vegna fjölgar þeim stöðugt, sem hafna bæði kommúnismanum og í- haldinu og skipa sér um þriðju stefnuna, hina lýðræðislegu um- bótastefnu miðflokkanna. Hér á íslandi mun það reyn- ast almenningi farsælast, eins og annars staðar, að skipa sér um merki hinnar lýðræöislegu umbótastefnu. Meðan stjórnar- farið þarf að vera háð öðrum hvorum öfgaflokkanna til hægri eða vinstri eða jafnvel báðum, verður því ekki komið í heilbrigt horf. Meðan hinir lýðræðislegu umbótamenn eru hins vegar ekki einfærir um að fara með völdin, er sjálfsagt og skylt, að þeir leiti samstarfs við aðra að- ila um þá stjórnarstefnu, er nálgast mest sjónarmið þeirra. í slíkum samningaumleitunum er rangt að stjórnast af ein- hverjum fordómum um það fyr- irfram, hvort betri sé brúnn eða rauður, heldur verða málefnin sjálf að skera úr um það á hverjum tíma, hvort samstarf tekst við annanhvorn aðilann, báða eða hvoruga,n. stefnufestu Garðars Þorsteins- sonar og Jóns Pálmasonar og virðingu Gísla Jónssonar og Ól- afs Thors fyrir sannleikanum? Það er víst engin von til þess að vaxtarbroddur íhaldsins, „sjálfstæðisæskan", gefi glæsi- legri raun en þetta. Svo var ekki til stofnað. Hafnarvirki. Mbl. ásakar Framsóknarmenn um. að hafa staðið gegn því, að hér kæmust upp „hafnarvirki." Sennilöga hefir það þar í huga virkjagerð í Hvalfirði. Fram- sóknarflokkurinn mun rísa und- ir því, að hann hafi verið á móti þeirri virkjagerð eins og öðrum herstöðvum útl'endra þjóða hér á landi. Líti! kímnigáfa. í bálki . Þjóðviljans, þeim, sem kallaður er hugleiðingar Örvar-Odds, var nýlega býsnast yfir þvi, að íslenzk blöð gerðu gaman að því, aö utanfari nokk- ur lýsti sérstaklega fegurð og yndisleik borgar nokkurrar, sem honum var meinað að koma inn í. Vesalings ritstjórnin heldur, að ummælin þyki hlut- leysisbrot. Svo er ekki. En venju- legum mönnúm. með óbrjalaða dómgreind.-finnst það spaugi- legt, þegar ¦ menn fara að lysa því, sem þeir þekkja ekki, hvort sem lýsingin, er lof eða last. Það skilja ekki Þjóðvíljamenn og er vörkunn, þeim, sem lifa í tru en ekki skoðun, og alltaf eru að lýsa. yndisleik þess, sem þeir þekkja ekki. „Þú skalt ekki aðra guði hafa." Þjóðviljinn líkir áróðri Stef- áns Péturssonar gegn Russum við athæfi kerlingarinnar, sem otaði hrífuskaftinu upp í loftið þegar rigndi í flekkinn, og sagði: „Þú nýtur þess guð, að ég næ ekki til þín." Þetta finnst þeim Þjóðvilja- mönnum snjallt, að líkja Stef- áni við kerlinguna og Stalín við guð. Aumingja mennirnir að geta ekki glaðzt við hið spaugilega í þessu. „Guð er min guð þótt geysi nauð", mættu þeir segja, horf- andi til' hinnar helgu borgar í austri. Fereyki Víkverja. Undarlegt er málfar Víkverja í Mbl. Nýjan fólksbíl kallar hann fereyki, — sennilega af því, að hann gengur á fjórum hjólum. Kerrur og reiðhjól myndu þá heita tvíeyki á Víkversku, hjól- börur eineyki en' sumir stórir flutningavagnar tíeyki. Fereykisvagn er hins vegar vagn, sem fjórum dráttardýrum er beitt fyrir í senn, og heita þau fereyki. Þannig er íslenzkan. Ánægjulegt afturhvarf. Mbl. ávítar menn harðlega fyrir að hafa ekki keypt skulda- bréf stofnlánadeildarinnar. Segir það m. a., að hvar sem slíkt lán hefði verið boðið út með öðrum þjóðum, myndi hafa komið meira en nóg fé á fáum klukkustundum. Þar hefði ekki verið sp'urt um heitt nema þörf þjóðfélagsins. J3vo er nú það. ": » Þeir munu ætla að ráðstafa fjármunum sínum með 'þörf þjóðfélagsins eina fyrir aug- um, Mbl.menn. Þá fækkar bráðum verzlunum í bænum. Þá dregur úr dýrum veizlum og ýmsum óþarfa. Þá breytist margt til betra. Lakast að koma sumum iburð- armiklum sumarbústöðum á afskekktum stöðum í verð. Litlu munaði að Pétur segði satt. Pétur fjármálaráðherra sagð^ að hagur ríkissjóðs stæði með blóma og það væri sjálfskapar- víti, ef illa færi. Þetta væri alveg satt og rétt hjá Pétri, ef stóð kæmi fyrir stæði og fór fyrir færi. Glettni. Glettinn náungi hitti mann úr Alþýðuflokknum á götu og spurði: „Hver er munurinn á Alþýðuflokknum og Sjálfstæðis- flokknum, flokki burgeisanna". „Lestu Alþýðublaðið", sagði hinn. „Hvaða munur er á Alþýðubl. og Mbl.?" spurði sá glettni. Alþýðuflokksmanninum varð fátt um svör — og svo myndi fleirum hafa farið. Alvörumál. AlþýðufLmenn ættu að hug- leiða hvar þeir eru staddir. Árum saman er blað þeira með þeim blæ, að ætla mætti að það væri burgeisablað. Hvar ræðst það á verzlunar- svindlið, heildsalaokrið, húsa- braskið, húsaleiguokrið og yf- irleitt alla þá fjárplógsstarfsemi er blöð jafnaðarmanna berjast hvarvetna gegn? Ætli það sé nokkurs staðar í víðri veröld annað eins jafnað- armannablað? Og enn meira brennivín! Þegarfjármálaráðherra hafði rætt um áætlaðan gróða ríkis- sjóðs næsta ár af verzlun með áfengi og tóbak, rúmar 32 miljónir, tók hann svo til orða: „Að sjálfsögðu mun fjárveit- inganefnd taka til rækilegrar yfirvegunar, hvort eigi myndi fært að hækka þessa tekjuliði eitthvað". Meira tóbak og meira brenni- vín. Það er hans von. — Einu sinni var maður spurður, hvers hann myndi óska sér, ef hann ætti þrjár óskir. Svörin voru þessi: „Að ég hefði alltaf nóg brennivín. Meira brennivín. Og enn meira brennivín". Hann hefir heyrt nefnda kílplóga. Hann er landbúnaðarráðherra hann Pétur Magnússon. í fjárlagaræðunni varpaði hann því fram, hvort ekki myndi ástæða til að Jækka jarðræktarstyrk „til sumra framkvæmda, sérstaklega þurrkunar á landi". Þar hélt hann að hefði skapazt nýtt við- horf með notkun kílplóga við holræsagerð. Ef landbúnaðarráðherrann læsi jarðræktarlögin myndi hann sjá það, að þar eru ekki nein ákvæði um styrk til þess- ara ræsa, en hins vegar jafnan ákveðin upphæð styrks fyrir hverja sérstaka ræsagerð. Það er allt óvíst um það eftir hvaða reglum þessi ræsagerð yrði styrkt, en sjálfsagt yrði það gert í hlutfalli við tilkostnað og gagnsemi. Svo ætti Pétur ekki að þurfa lengra en til Árna Eylendings til að frétta það, að landið verð- ur ekki ræst fram og þurrkað til gagns með kílplógunum einum saman, þó að góðir séu þar sem þeir eiga við. Og hætt er við, að „Nýsköp- unarstjórnin" verði ekki búin að útvega öllum vélar, sem valda < þeim næstu árin. „Stefna" Morgunblaðsins. Jón Pá. og aðrir Mbl.menn, sem mest tala nú um stefnur, ættu að glöggva sig á stefnu Ólafs Thors, t. d. í dýrtíðarmál- unum. Hann getur annan tímann talað um „böðla alþjóðar", og menn, sem „svíki" allt fyrir „Jú- dasarpeninga", 'en hinn tímann eru þetta einu mennirnir, sem mark er takandi á. og vinnandi með. Þá eru allir aðrir orðnir „svartsýnir afturhaldsmenn" og „valdabraskarar". í þessari „stefnu" hefir Ólaf- ur jafnan haft Mbl. og meiri hluta flokksins með sér, þó að hjórðin fari jafnan nokkuð dreifð og þyki það varlegra. Hver var stefnulaus? Mbl. heldur því fram, að Framsóknarflokkurinn hafi ha^t það að aðalstarfi að sundra og spilla og leitast við að koma í veg fyrir, að nokkur heilbrigð pólitík ríkti í landinu. Þannig hafi það verið síðan 1921, að „hinir betri og gætnari menn" (Jón á Akri) fóru að týnast úr flokknum. Þetta er nýstárleg söguskýr- ing hjá blaðinu og munu fáir aðhyllast, og engir öðruvísi en blindandi. (Framhald á 4. síðu) Halldór Kristjánsson: Sjátfstætt skátd Og svo kom vorið. Saga eftir Þórleif Bjarna- son. Stærð 88 bls. 19X12 cm. Verð: kr. 10.00 ób. kr. 18.00 innb. Hornstrendingabók sýndi það, að Þórleifur Bjarnason hefir gott vald á máli, er ágætur sögumaður, skiíur eðli útkjálka- mannsins og lífsbaráttu hans og er tengdur traustum böndum við æskustöðvar sínar á Horn- ströndum. Þessi litla skáldsaga ber öll hin góðu höfundareinkenni Hornstrendingabókar. — Sums staðar er greinileg framför. Hefi ég þar meðferð málsins i huga. Mér finnst að því bregði fyrir 1 Hornstrendingabók, sem kalla mætti tilgerð í máli, — bæði skrúfuðum íburði og sérvizku- legum orðtækjum eða stílbrögð- um sumra tízkuhöfunda þess- ara ára. Þann veikleika hefir Þórleif- ur nú vaxið yfir í þessu kveri. Mál hans er þróttmikið, kjarn- yrt og snjallt, en látlaust og eðlilegt. Aðalpersóna þessarar frásögu, — söguhetjan, Þórður á Kirkju- bóli, er að mínu viti mjög vel gerður. Hann er sönn og lifandi mynd úr íslenzku þjóðlifi og jafnframt fyrirmynd. Ég tel það vel við eigandi að við eignumst slíka menn í bókmenntum okk- ar. Mér finnst höfundi hafa tek- izt lakar með Sakarías á Hjöll- um. Mér þykir að vísu gaman að honum, en ég hefði kosið hann dálítið sannari og raun- verulegri fulltrúa sinna manna, þó að margir drættir í mynd hans séu með fyllsta sanni. Sag- an myhdi þó hafa verið sterk- ari, ef meiri sannindabragur hefði náð'st á Sakka. Þeir Þórður og Sakarías eru fulltrúar tveggja manntegunda. Báðir hafa þeir þraukað í sveit- inni meðan fólkið flykktist burtu. Þeir eru bundnir við byggð sína og trúa á framtið hennar. Þeir vita að það er hægt að rækta þessa jörð og gnægð fiskjar fæst á grunnmiðum. En svo skilja leiðir, því að menn- irnir eru ólíkir, enda virða þeir hvor annan lítils. Sakarías talar margt um vís- indalegan búskap, — vísinda- lega hringrás peninganna, tíma vísinda og tækni. Hann á von á bílum, sem farið er að smíða í Ameriku og fara yfir allt og þurfa enga vegi. Það er eitt af undrum tækninnar. Og íslenzk- ur' landbúnaður þarf byltingar við. Það eru vitlausar vinnuað- ferðir, sem tefja allsherjar- byltingu landbúnaðarins. Það gildir að láta tæknina vinna fyrir sig því að nú á tímum má ekki ofsóa vinnuaflinu. í samræmi við þetta hefir Sakki svo notað vatnskraftinn eins og allar iðnaðar- og fram- kvæmdaþjóðir gera. Því ein- faldara, því betra — það er lög- mál vísindanna. Svo tekur hann loku frá fjósinu og lætur læk- inn renna i flórinn og taka mykjuna með sér til sjávar. Þetta er galdur tækninnar. Þetta finnst okkur sennilega mörgum lygilegt, sveitamönn- unum. En margt höfum við nú heyrt borið á borð í nafni vís- indanna og ekki allt raunhæf- ara en þetta. Hélt ekki einn fræðarinn, að fitan í kindakjöt- inu íslenzka væri í lögum sér, af því lömbin ættu stundum góða daga og söfnuðu þá tómri fitu utan á sig, en þess á milli ættu þau illt, og þá safnaðist aftur vöðvi utan yfir fituna. Þannig mætti telja árhringina. — En við skulum ekki fara að segja skrítlur. Sakarías þraukar í sveitinni og trúir á skilyrði framtíðarinn- ar. En hann ratar engar leiðir á milli þess, sem er og þess, sem hann trúir á. Hann kann ekki að brúa bilið á milli, enda skort-. ir hann bæði dómgreind til að greina vit frá óviti, og framtak til að stíga litlu sporin í áttina áfram og skilning á þeim. Hann hefir að sönnu talað við þing- manninn um hafnargerð þarna og nauðsyn þess að beina kapi- talinu þar að, og heldur að hann hafi skilið sig. Svo nær það ekki lengra. Þórður á Kirkjubóli er hæg- látur maður og orðfár en raun,- góður og staðfastur. Honum er ljós hnignun byggðarinnar og hann er seinn til að tala margt um glæsileg framtíðarskilyrði. En hann hefir gert málin upp við sig. Hann veit að fiskurinn gengur upp að. landsteinum og landið er gott, þó að vetrarríki sé mikið. Og því segir hann þegar hann er spurður hvort hann haldi að það verði hægt að sporna við því, að fólkið yf- irgefi einangrun og erfið lífs- kjör og byggðin leggist niður: „ — Höfum við kannski ekki alltaf átt við einangrun og erfið lífsskilyrði að búa — og það í enn ríkara mæli en nú, — að minnsta kosti ef fólkið væri ekki þær skræfur að flýja. Það er hægt að lifa þarna engu síð- ur en með því að verða skúra- búi eða kjallaravofa í kaupstað með atvinnuleysið yfir höfði . (Framhald á 3. síðu). /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.