Tíminn - 02.11.1946, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.11.1946, Blaðsíða 3
201. blað Reykjavík, föstudaginn 1. nóv. 1946 Sjálfstætt skáld ^(Framhald af 2. síðu) sér. Það flýr aldrei erfiðleik- ana, þetta fólk, hvert sem það flytur sig, — þeir elta það, taka bara á sig annan ham og smjúga inn um dyr þess. Það getur kannski flúið einangrun- ina og glímubrögðin við fjöllin og auðnina, en er það þá ekki að flýja sjálft sig að einhverju leyti? Höfum við ekki átt við þetta að búa í þúsund ár, og ætli hún eigi ekki töluvert í okkur, sú sambúð?" Tólf árum síðar er Þórður í vikinni sinni ásamt uppkomn- um börnum sínum. Þá eru þar fjögur heimili, sem áður voru tvö og á að fara að hefja bryggjugerð. En Sakki á Hjöll- um hefir hrökklast í kaupstað- inn, þegar bær hans hrundi ofan yfir hann, og átt þar í basli. Hjallar hafa síðan verið í eyði, en nú er bæjarfélagið á leið að koma þar upp kúabúi. Það vissu menn fyrr að Þór- leifur kunni að segja sögu og lýsa náttúru Vestfjarða, jafnt ógnum skammdegisbyljanna, sem mildi sumarblíðunnar. Nú sé ég, að hann er líka skáld, — góður liðsmaður á sviði hins lifandi orðs skáld- skaparins. Ég tel þessa bók merkilega, af því hún sýnir það,. að höf- undurinn er skáld, sem kann til verka og' fer eigin ferða. Fyrir hlutlaus augu hversdagsmanns- ins leiðir hann persónur sínar, glöggar og lifandi, lifsskoðun þeirra, stefnu og manngildi. Og söguna segir hann svo, að menn hlusta með eftirvæntingu til síðasta orðs. Því á hann víst að ná til fólksins. Ég fagna þessu kveri og vænti þess, að Þórleifur eigi eftir að skrifa' fleiri hetjusögur fyrir okkur, um þann manndóm og lífstrú, sem fóstrast hefir með þjóð hans við brjóst landsins og opnar henni leiðir til sigurs og menningar, — við skulum segja nýsköpunar til að tolla í tízkunni, , — þegar kofarnir hrynja yfir skýjaglópa og blaðrara. Öllum vil ég ráðleggja að lesa þetta kver, en þeir, sem vilja fylgjast með þróun íslenzkra bókmennta verða að gera það. Hér fer kunnur rithöfundur inn á braut, sem mun afla honum viðurkenningar, ef hann heldur fram svo sem horfir. ^*>4s>',,''k'',*,,*^'*<>££££££££££g&£££££££££í m E.s. .Reykjaf oss' fer frá Reykjavík miðvikudag- inn 6. nóvember til vestur- og norðurlandsins. Viðkomustaðir: Stykkishólmur, Patreksfjörður, Bíldudalur, Þingeyri, Önundarfjörður, ísafjörður, Siglufjörður, i Akureyri, Húsavík. Áætlunarferð e.s. „Horsa" þ. 4. nóvember til vestfjarða fell- ur niður. H.f. Eimskipafélag fslands. Bækur handa þeim, sem vilja lesa sér til skemmt- unar og fróðleiks: MLb*SfiMMl 1ER0MEUER0NE RINÐLE, eftir H. Jenkins. Margir hafa heyrt eitt- hvað af þessari sögu í útvarpinu, í sumar, og vilja því skiljanlega fá meira að heyra. 290 bls. — kr. 30.00 innb. KELl. eftir Booth Tarkington. Einhver í snilldarlegasta strákabók, sem enn hef- ir verið skrifuð. 197 bls. — kr. 28.00 innb. ÞRÍR A RÁTI, eftir J. K. Jeróme. Þetta er ferðasaga eins og þær eiga að vera — með hæfilega miklum útúrdúrum. 245 bls. — kr. 30.00 innb. KELI og SAMMI, eftir höfund KELA og að mestu með sömu per- sónum, en í greinilegri framför. 249 bls. — kr. 28.00 innb. SNARRI, eftir P. G. Wodehouse. Snabbi er ógleymanleg- ur fjármálamaður, sem er altaf að því kominn að verða miljónari á hinum furðulegustu fyr- irtækjum. 264 bls. — kr. 28.00 heft. SALTJAN ARA, eftir höfund KELA. — Söguhetjan er ungur maður, sem er 17 ára og skotinn — og hagar sér eins og slíkir eru vanir. — Bók unga fólksins. — 240 bls. — kr. 30.00 innb. MISLITT FÉ, eftir D. Runyon. Þetta eru skopsögur um reyfarafólkið í New York, þar sem margar ógleymanlegar persónur koma fram á sjónarsviðið. — 166 bls. — kr. 17.60 heft. ALLT ER FERTUGLM FÆRT, eftir próf. Walter B. Pitkin. Þessi bók á erindi til allra. Margir eru haldnir þeirri firru, að miðalda menn séu vel á vegi að verða aflóga, og fyllast kvíða fyrir ellinni. Hér er sýnt fram á, hvílík fjar- stæða slíkt er. Auk þess eru margir kaflar bókarinnar hreinasti skemmtilestur, og þar drepið á fjölda atriða, sem menn athuga ekki sem skyldi, enda þótt sum liggi í augum uppi. Þessi bók var metsölubók í Ameríku í tvö ár — og átti það meira að segja skilið. 144 bls. — kr. 15.00 heft. ¦ 'Ssottj lárkinafíti; ' $AOTM*ÁI& *mk»K* I—II, úrval úr SPEGLINUM, 1.—14. árgangi, með fjölda mynda. — Hvort bindi er 20 arkir — 160 bls. í IVto. — Fyrra bindið fæst ekki sérstakt. — I.—II. bindi kr. 80.00 innbundið. — II. bindi: kr. 60,00 innbundið. — Ef bóksali yðar skyldi ekki hafa einhverja bókina fyrirliggjandi, getur hann pantað hana fljótt fyrir yður. Fjaðraherfi 9 og 15 f jaðra Samband ísl. samvinnuf élaga Ollum þeim er syndu okkur hjálp og hluttekningu við andlát og jarðarför eiginkonu og móður, Kristínár Þorvaroarclóttur, sem andaðist 23. sept. s. 1. vottum við hérmeð hjartans þakklæti okkar. Klemens Jónsson og börn, Dýrastöðum. n entmundaaerð m prenimunaaui er tekin til starfa í Skúlatúni Z, undir heitinu PRENTMYNDIR H.F. Prentmyndagerðin hefir nýtízkuvélar og efni og fram- leiðir fyrsta flokks myndamót í öllum litum fyrir alls kon- ar prentun og gyllingu. Áherzla lögð á vandaða vinnu og fljóta afgreiðslu. Myndir verða sóttar og sendar til þeirra, er þess óska. — Sími 7152. Virðingarfyllst. Preiitmyndir h.f. Lampar og Ijosakrónur. tltvegum allar tegundir ai Lömpum og Ljósakrónuttt frá A/S Köbenhavns Lampe & Lysekronefabrik Kaupmannahöfn Öllum fyrirspurnum s> araíV um hæl. Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Reykjavík SPEGILLINN, bókaútgáfa Pósthólf 59 4 — Reykjavík — Sími 2702 f$SS$«$$S$$í««S$$$««*SÍ$$S$«SÍ«S$$$$«:«;«4«$í'í$^^ Dansskóli Frú Helene Johnson oí« Sigurðar Guðmundssonar byrjar í Oddfellow-höllinni, uppi, mánudaginn 4. nóv. Fyrir börn frá kl. 5—7 og fyrir fullorðna frá kl. 9—11 e.h. Kennum alla. nýjustu samkvæmisdansa, einnig gömlu dansana ög „Les Lancier". Einkatímar eftir samkomulagi fyrir einstaklinga og flokka. Kennum einnig i skólum ef óskað er. ATH. Frúin kennir einnig ballet, stepp og plastik. Allar upplýsingar í síma 4278.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.