Tíminn - 03.01.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.01.1947, Blaðsíða 2
2 TIMINIV, föstudaginn 3. jamiar 1947 1. blað Föstudagur 3. janúar ■BttgMBÉB i mm mm \ m—mmnmmmamismmm Heildsalarnir þakka Mbl. mæðist yfir því, að ekki hafi tekizt að mynda þingræðis- lega ríkisstjórn. Mbl bætir svo við raunatölur sinar gamlaársdaginn: „Að vísu hefir minna tjón af hlotizt en búast hefði mátt við, vegna trausts samstarfs Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins, sem hefir tekizt giftusam- lega að bjarga mörgum stór- máJum. Fer ekki hjáí því að þjóðin veiti því eftirtekt, að starf þessara tveggja flokka byggist á ábyrgðartilfinningu, en því miður verður ekki sama sagt um aðgerðir annarra flokka.“ Það er ekki slæmur vitnis- burður sem Alþýðuflokkurinn íslenzki fær í málgagni heild- salanna. Mörgum stórmálum hefir tekizt að bjarga giftusamlega. Ætli það. detti ekki mörgum í hug réttarsættir, heildsalagróði, húsabrask, okurleiga ýmissleg o. s. frv., þegar þeir lesa þetta. Samstarfið hefir verið traust. Það er víst ekki ofmælt. Leið- togar Alþ.fl. mökkuðu við Ólaf Thors og lofuðu ákveðinni af- greiðslu flugvallarmálsins, án þess að utanríkismálanefnd, ríkisstjórnin í heild eða Alþingi hefði hugmynd um. Það er orðinn mikill grautur, sem þeir hafa eldað saman Ó- afur Thors og Ásgeir Ásgeirsson. Ávextir af þessu trausta sam- starfi og giftusamleg björgun málanna sýna sig í því, hvernig komið er fyrir atvinnuvegunum, hvernig gjaldeyrismálin standa, hvernig fjárlagaafgreiðslan á Alþingi gengur, hvernig hús- næðismál og verzlunarmál standa o. s. frv. Það er ekki um of, þó að hjálp- arflokkur braskaravaldsins fái viðurkenningarorð í blaði þess. ★ Hitt er svo annað mál, að Mbl. fer illa að mæðast yfir því, að ekki skuli enn hafa verið mynduð ríkisstjórn. Víst er það illt, að landið hefir verið stjórnlaust í þrjá mánuði, því að vissulega var svo komið, að mikilla og skjótra aðgerða var þörf. Viðreisn og björgun verður því erfiðara, sem lengra líður. En nú hafa átökin staðið um það, hvort breyta skjuli um stefnu eða halda sama sukkinu áfram. Ólafur Thors hefir hald- ið dauðahaldi í stólinn sinn. Hann hefir notað aðstöðu slna sem forsætisráðherra til þess, að spilla öllum tilraunum til stjórnarmyndunar, öðrum en þeim, sem hann stæði sjálfur fyrir. Hann hefir notað vald sitt sem flokksform. til að þreyta menn innan flokksins og utan, svo að þeir felldu sig við stjórn- arformennsku hans. Og nú finnst honum tímabært að taka fram hræsnishjúp umhyggju fyrir þingræði, sem hann hefir manna mest óvirt. Þó að Mbl. mæli nú svo fag- urlega um Alþ.fl. og það ekki alveg óverðskuldað, verður þó í lengstu lög að vænta þess fastlega að gifta þess flokks verði meiri en sú, að hann rétti sitt pólitíska höfuð undir fall- öxi almenningsálitsins með þvf, að ganga til glæfrasamstarfs um ríkisstjórn á þeim grund- velli að láta reka á reiðanum meðan heildsalavald og milli- liðabrask mergsýgur alþýðu- stéttir og atvinnulíf landsins. ^l^Jo r áu r La í i cla l r Kristensen er furðu fastur í sessi. Rúmlega ár er nú liðið síðan stjórn Knud Kristensens kom til valda í Danmörku. Flestir spáðu henni þá skömmum aldri, þar sem hún studdist aðeins við einn flokk, vinstri flokkinn, sem er í miklum minnihluta. Nú virðast hins vegar horfur á, að stjórn- in sitji annað árið til. Um seinustu mánaðamót báru jafnaðarmenn fram vantrausts- tillögu í þinginu, er einkum beindist gegn forsætisráðherr- anum. Jafnaðarmenn töldu að hann hefði í ýmsum ræðum sín- um gengið lengra í Suður- Slésvíkurmálinu en honum hefði verið leyfilegt samkvæmt yfirlýsingum þingsins um málið, er allir þingflokkar höfðu sam- þykkt. Kristensen svaraði því, að hann hefði sagt hin um- deildu ummæli sem persónu- lega skoðun sína, en hefði ekki sagt þau sem forsætisráðherra. Jafnframt kvaðst hann líta svo á, að forsætisráðherrann mætti hafa sannfæringu, en væri ekki nauðbeygður til að hafa sömu skoðun og þingmeirihlutinn, þótt honum beri hins vegar að framfylgja þingviljanum 1 emb- ættisfærslu sinni. Borgaralegu flokkarnir þrir, vinstri, hægri og radikalir, lögðu til að vantrauststillögu jafnað- armanna væri vísað frá með rökstuddri dagskrá, þess efnis, að þingið hefði lýst yfir vilja sínum í málinu og væri hann skuldbindandi fyrir stjórnina. Dagskráin var samþ. með 74:19 atkv. Jafnaðarmenn greiddu ekki atkvæði. Það þykir sýna, áð Jafnaðar- menn séu ekki áhugasamir fyrir því að fella stjórnina, að þeir skyldu byggja vantraust sitt á sérstöðu forsætisráðherrans í Suður-Slésvíkurmálinu, og ekki fylgja því fastara eftir en svo, að þeir sátu hjá við dagskrána. Ástæðan er sú, að þeir munu ekki óska eftir kosningum sem stendur, en þær hefðu senni- lega orðið afleiðingin af falli stjórnarinnar. Af svipuðum á- stæðum munu radikalir ekki vilja fella stjórnina. Meðan svo Knud Kristensen forsætisráðherra Dana. Hann er í.hópi þeirra Dana, sem lengst vilja ganga í Slésvíkurmálinu. Kristensen er 66 ára gamall og hefir verið formaður vinstri manna um alllangt skið. er ástatt, er Kristensen fastari í sessi, en þingfylgi hans bendir til. Norðmenn fá amerískt lán með örðugum skilmálum. Norska þingið hefir nýlega samþykkt að taka 50 milj. doll- ara lán í Bandaríkjunum. Allir aðrir flokkar en Alþýðuflokk- urinn, sem stendur einn að rík- isstjórninni, greiddu atkv. gegn lántökunni. Ástæðan var sú, að lánið var bundið því skilyrði, að vörur, sem Norðmenn keyptu fyrir lánsféð, skyldu fluttar til Noregs með amerískum skipum. Norðmenn telja þetta harða kosti fyrir kaupskipaflota sinn. Stjórnin taldi lántökuna samt óumflýjanlega vegna skipakaupa Norðmanna vestan hafs. Hins vegar mun hún ætla að nota eins lítið af láninu og hún get- ur til vörukaupa. Svía deila enn um lánveitinguna til Rússa E?4n er mikið deilt um lánið til Rússa í Svíþjóð, enda koma stöðugt í ljós nýjir erfiðleikar fyrir Svía við fullnægingu þeirra skuldbindinga, er það leggur þeim á herðar. Enginn af stjórnmála.flok.'kum landsáns vildi þó rísa gegn láninu. Efri deild þingsins samþykkti það hfótatkvæðalaust, en í neöri deiidinni var það samþykkt með 156:17 atkvæðum. Andstöðu- Gunnar Mýrdal verzlunarmálaráðherra Svía. Aðal- gagnrýnin varðandi samninga við Rússa, hefir mætt á honum. Myrdal er frægur hagfræðingur. flokkar stjórnarinnar byggja gagnrýni sína á því, að ekki hafi verið hugsað. nógu vel um hag sænskra atvinnuvega, er samið var um lánið, og myndi vafa- laust hafa verið hægt að kom- ast að hagkvæmari skilmálum. Meira er þessi gagnrýni þó byggð á getgátum en sönnunum. Taka Svíar upp innflutn- ingshöft? SænSki verzlunarmálaráðh., Gunnar Mýrdal, ræddi nýl. um gjaldeyrismálin á hagfræðinga- fundi í Stokkhólmi. Hann lýsti þar þeirri skoðun sinni, að Sví- ar kynnu að þurfa að grípa til innflutningshafta áður en lang- ur tími liði. Árið 1945 var verzl- unarjöfnuður Svía mjög hag- stæður eða um 800 milj. kr. Á þessu ári mun hallinn nema allt að þeirri upphæð. Innflutn- ingur ýmsra nauðsynlegustu varanna, t. d. kola, hefir þó ekki aukizt. Einkum hefir aukizt inn- flutningur á ýmsum miður þörf- um varningi. Endurskoðun stjórnarkerfis- ins í Danmörku. Danska ríkisstjórnin hefir nýlega skipað nefnd, sem á að gera tillögur um ódýrari og ein- faldari embættisrekstur ríkisins. Meðal annars skal nefndin gera tillögur þess efnis, að afgreiðsla ýmsra mála, sem áður hafa heyrt undir stjórn- arskrifstofurnar í Kaupmanna- höfn, skulu hér eftir heyra und- ir héraðsstjórnarvöld. Tilgang- urinn með þessu er að draga úr skriffinnsku og minnka sívax- andi völd stjórnarskrifstofanna í Kaupmannahöfn á kostnað stjórnarvalda utan höfuðborg- arinnar Þá skal nefndin gera tillögur um, hvernig bezt verði tryggt eftirlit með opinberum emb- ættisrekstri og almenningi veitt betri aðstaða til að fylgjast með honum. Gert er ráð fyrir, að starf nefndarinnar taki nokkur ár. Formaður hennar er Thorkild Kristensen fjármálaráðherra, en vafalaust verður breyting á formennskunni.ef stjórnarskipti verða meðan nefndin situr að störfum. Selja Norðmenn raforku til Bretlands? Nýlegæ komu nokkrir enskir rafmagnsfræðingar til Noregs. Erindi þeirra var að kynna sér möguleika á því að leiða raf- magn frá norskum orkuverum til Bretlands. Rafmagnið verður flutt eftir neðansjávarstrengj- um, en þeir hafa tekið miklum endurbótum síðustu árin. Fyrir styrjöldina hefði slík rafmagns- leiðsla ekki verið talin möguleg. Ekki mun þó verða neitt úr þessum framkvæmdum fyr en Austur-Noregur hefir sjálfur fullnægt rafmagnsþörf sinni, en það mun verða eftir átta ár. Einnig hefir komið til tals, að Norðmenn seldu Dönum raforku og yrði hún þá aðallega leidd landleiðina, um Svíþjóð. Aðal- leiðslan myndi verða 650 km. löng. Norðurlönd og bandalag sameinuðu þjóðanna. Nýlega hefir verið opnuð í Kaupmannahöfn upplýsinga- skrifstofa, er starfar á vegum sameinuðu þjóðanna. Verkefni hennar verður að auka þekk- ingu manna á Norðurlönflum á starfsemi sameinuðu þjóðanna og afla jafnframt frétta þaðan fyrir aðalskrifstofu þeirra í New York. Fyrst um sinn nær starfs- svið skrifstofunnar til Dan- merkur, Svíþjóðar, Noregs og íslands, en síðar mun hún einn- ig ná tll Finnlands, þegar það hefir verið tekið í sameinuðu þjóðirnar. Forstöðumaður upplýsinga- skrifstofunnar í Kaupmanna- höfn hefir verið ráðinn Viggo Christensen, sem verið hefir ritstjóri við Politiken. Svertingi verður yfirkennari í Danmörku. Það hefir vakið nokkurt um- tal, að nýlega hefir svertingi, Cornelius að nafni, verið skip- aður yfirkennari við barnaskól- ann í Nakskov í Danmörku. Cornelius er ættaður frá St. Thomas, er einu sinni var eign Dana. Embættisveiting þessi þykir sýna, að Danir séu menn frjálslyndir og íausir við allt kynþáttahatur. Fræg dönsk skáldkona gefur út endurminningar sínar. Danska skáldkonan Karin Michaélis dvaldi í Bandaríkjun- um á stríðsárunum. Meðan hún dvaldi þar, skrifaði hún endur- minningar sínar og eru þær nú komnar út í bókarformi undir titlinum Little Troll. Bók þessi hefir hlotið mjög góða dóma og mun vafalaust verða þýdd á dönsku. Michaélis er ein af kunnustu skáldkonum Dana. Skáldsagnalestur Svía. Gallupstofnunin í Svíþjóð hefir nýlega kannað, hve mikið hinir gömlu klassisku rithöf- undar eru lesnir í Svíþjóð. Stofnunin sneri sér til margra manna og innti eftir, hvort þeir hefðu lesið eitthvað af ritum níu nafngreindra höfunda. Nið- urstaðan varð sú, að 64% höfðu lesið bækur eftir Stripdberg, 59% eftir Rydberg, 29% eftir Charles Dickens, 28% eftir Leo Tolstoj, 24% eftir Victor Hugo, 14% eftir Goethe, 14% eftir Walther Scott, 7% eftir Dosto- jevski og 3% eftir Gustav Flau- bert. 6 af þeim sem spurðir voru, höfðu ekki lesið rit eftir neinn þessara höfunda. Könnunin leiddi í ljós, að yngri kynslóðin hefir lesið meira af ritum þessara höfunda en eldri kynslóðin. Tímann vantar tllflnnanlega börn tll a» bera blaðlð út til kaupenda víðs vegar um bæinn. Heitið er á stuðningsmenn blaðslns, að bregðast vel vlð og reyna að aðstoða eftir megnl við að útvega ungilnga til bessa starfs. Halldór Kristjánsson: Gangleri Tímaritið Gangleri er orðið tvítugt, en Gangleri er eins og menn vita, tímarit guðspekinga og gefið út af íslandsdeild Guð- sepkifélagsins. Hins vegar mun þetta rit ekki vera almenningi svo kunnugt, sem vert væri. Það er ekki ætlun mín að skrifa hér ævisögu Ganglera. En eftir að hafa lesið síðasta heftið, sem er nýlega komið út finnst mér ástæða til að vekja sérstak- lega athygli á þessu tímariti og þeim boðskap, sem það flytur. Hygg ég að það fólk, sem vill leita dýpri lífssanninda af al- vöru fari ekki í geitarhús að leita ullar ef það les Ganglera. Það er fyrst og fremst ritstjór- inn, Grétar Fells, sem setur svip sinn á ritið, því að hann hefir samið eða þýtt mikinn hluta þess, þó að aðrir komi þar líka við sögu. Grétar Fells er vitur maður og heiðarlegur og einlæg- ur í hugsun og skrifar af göfugri alvöru. Hann átti fimmtugsaf- mæli 29. f. m. og má þetta því vera eins konar afmælisminn- ing. Ég held að Grétari Fells hafi tekist að gera Ganglera svo úr garði, að hann sé samboðinn fé- lagi sínu, en Guðspekifélagið er fljótlegast að kynna með því, að taka upp þessar upplýsingar af kápu ritsins: „Það er stofnað í New York 17. nóvember 1875. Hefir það deildir meðal 44 þjóðá og eru fé- lagsmenn miili 30 og 40 þúsund- ir. Tilgangur félagsins er þre- faldur: í fyrsta lagi: að móta kjarna úr allsherjar bræðralagi mann- kynsins, án tillits til kynstofna, trúarskoðana, kynferðis, stétta eða hörundslitar. í öðru lagi: Að hvetja meiwi til að leggja stund á samanburð trúarbragða, heimsspeki og náttúruvísindi. í þriðja lagi: Að rannsaka ó- skilin náttúrulögmál og öfl þau, er leynast með mönnum. Enginn er spurður að trúar- skoðunum, er hann gengur I fé- lagið og afskipti af þeim efn- um koma eigi til greina. En þess er krafizt, að sérhver sýni trú- arbrögðum samfélaga sinna sömu viröingu og hann áskilur sinni eigin trú. Félagið hefir engar trúarsetn- ingar og telur því *enga trúvill- inga. Það úthýsir engum sökum þess, að hann trúir ekki kenn- ingum guðspekinnar. Og ein- stakir félagsmenn geta hafnað þeim öllum nema kenningunni um bræðralagið, og krafizt þess samt sem áður, að þeir séu tald- ir innan vébanda félagsins. Guðspekifélagið er flokkur námsmanna, er teljast til allra trúarbragða heimsins eða engra. Þeir hafa sameinað sig sökum þess, að þeir eru samþykkir of- angreindum tilgangi félagsins, vilja eyða sundurþykkju trúar- bragða og tengja þá menn sam_- an, er góðvild eiga og einlægan vilja til þess að kynna sér trú- arsannindi og veita öðrum hlut- deild í árangrinum af rannsókn- um sínum. Bandið, sem tengir þá saman, er ekki sameiginleg trúarjátn- ing, heldur sameiginleg leit og þrá eftir sannleikanum. Þeir halda því fram, aö sannleikans eigi að leita með ástundun, um- hugsun, hreinu líferni og með því að lifa fyrir háleitar hug- sjónir. Þeir skoða sannleikann sem sigurlaun, er menn verði að keppa eftir, en. ekki sem vald- boðnar trúarsetningar. Þeir .líta svo á, aö trúin eigi að vera ár- angur af rannsóknum einstak- lingsins eða innsýn, en ekki und- anfari þeirra og að hún eigi að hvila á þekkingu, en ekki stað- hæfingum. Þeir reyna að láta umburðarlyndi ná til allra, og jafnvel ofstækismanna, ekki sem eitthvert náðarbrauð, held- ur sem skyldu, er þeir leitazt við að rækja. Þeir reyna fremur að eyða vanþekkingu en víta hana. Þeir sjá hina guðdómlegu speki koma að einhverju leyti í ljós í öllum trúarbrögðum, og þeir kjósa heldur að kynnast þeim, en að dæma þau og telja mikil- vægara að menn lifi eftir þeim, en að þeir troði þeim upp á aðra. Orðtak þeirra er friður; sann- leikurinn takmarkið." Nú er það svo, að þótt Guð- spekifélagið hafi svona víðsýna og frjálslynda stefnuskrá má minnast þess, að oft hafa félög stirðnað og steinrunnið í ýmis konar kreddum og orðið þröng- sýnar klíkur. Ekki þekki ég Guðspekifélagið af eigin reynd, en víst munu þar vera ríkjandi ákveðnar trúarskoðanir og kennisetningar, hvernig sem á þeim er haldið. En hvað sem um það má segja, er það annað, sem snýr að okkur almennum lesendum Ganglera. Og mér virðist ritinu stjórnað af kveddu- lausu frjálslyndi.* í greininni um leyndardóma andlegs þroska segir Grétai- Fells svo meðal annars: „Vér ávinnum oss ekki and- legan þroska með neinum töfr- um eða kyngi, nema þá mcð þeirri kyngi, sem kenna mætti við óhvikula ástundun og óbil- andi vilja, Þó er nauðsynlegt, eða a. m. k. mjög æskilegt, að í allri þeirri þroskaviðleitni, sé i sem mest af því, sem kalla mætti vaxtargleði. Verður þá bæði meiri þokki yfir öllu starf- inu, og allt gengur betur. En til þess að um þessa vaxtargleði geti verið að ræða, verðum vér að geta gleymt sjálfum oss í starfinu og sótt eitthvert yndi í áreynsluna sjálfa. Höfuðáherzl- una verðum vér að leggja á sjálfa oss og það, sem vér getum flutt með oss inn í starfið, en ekki á það, hvert starfið er, og jafnvel ekki á árangur þess, þótt undarlegt kunni að virð- ast.“ „Leyndardómur andlegs þroska er ef til vill fyrst og fremst fólg- inn í þolinmóðu starfi, í róleg- um, jöfnum átökum fremur en í rykkjóttum áhlaupum á mjúku jafngengi fremur en í iniklum loftköstulum með stöðvunum á milli.“ — „Allt, sem er ofsa- I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.