Tíminn - 03.01.1947, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.01.1947, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARMENN! Munið að koma í flokksskrifstofuna KEYKJÆVÍK Skrifstofa Framsóknarflokksins er í Edduhúsinu við Lindargötu Sími 6066 3.JAN.1947 1. hlað Skammbyssum stolið á flugvellinum Rétt fyrir áramótin var brot- izt inn í birgðaskemmu á Kefla- víkurflugvellinum og stolið það- an 48 skammbyssum. Málið er nú í rannsókn hjá íslenzkum og amerískum yfir- völdum þar á Reykjanesi. Bær brennur Síðastliðinn laugardag um kl. 9 kom upp eldur í bænum Ketilstaðir á Fellsströnd í Dalasýslu. Brann bærinn á skömmum tima ásamt fjósi og skemmu, og 8 nautgripir köfnuðu af reyk. Eldurinn mun hafa kviknað frá hráolíuofni. Þegar eldurinn kom upp var ekki annað fólk á bænum en bóndinn, Magnús Halldórsson, kona hans og 3 börn þeirra. Símuðu þau til næstu bæja, en hjálp barst of seint til þess að hægt væri að ráða niðurlögum eldsins. Bærinn var úr torfi og innan- gengt í fjósið. Litlu sem engu varð bjargað úr bænum og misstu hjónin því nær aleigu sina i eldinum, innanstokks- muni, matvöru, fatnað og tölu- vert af fóðurbæti. Bærinn var vátryggður, en lágt, hitt allt óvátryggt. rekur Þann 18. f. m. fannst sjó- rekið lík á Flateyjarfjöru. Lík- ið var mikið skaddað og nær þvi óþekkjanlegt, en á gömlu tá- broti kom í ljós, að það var lík Páls heitins Bjarnasonar, er fórst með m.s. Borgey. Síðastl. laugardag fór jarðar- för Jians fram frá Brunnhóls- kirkju á Mýrum, að viðstöddu fjölrr/enni. Foreldrum hins látna bárust fjöldi samúðarskeyta og athöfnin var mjög virðuleg. Erlent yfirlit (Framhald af 1. síSu) ef við gerðum okkur ekki ljóst, að Bandaríkin hafa snúið baki við því kjörorði og lagt völdin í hendur annarra manna, sem hafa valið sér kjörorðið um „amerísku öldina“ (The Ame- rlcan century), sem felur i sér kröfuna um hina harðvítugustu heimsveldastefnu. Kosningaúrslitin í Bandaríkj- unum í haust, hafa vafalaust ýtt mjög undir þann hugsunar- hátt, er hér kemur fram. Þess má lika mínnast, að repblikan- ir hafa oft sýnt Bretum litla vináttu og beittu sér t. d. mjög eindregið gegn láninu, sem Bret- um var veitt í fyrra. Hinn nýi tónn í áðurnefndri ræðu Bevins, sem ýmsir telja boða breytta utanríkisstefnu, er vafalaust sprottin af tillitssemi til þeirrar gagnrýni, sem hér hefir verið rakin. Það er líka næsta líklegt, að hún verði mik- ils ráðandi í utanríkismála- stefnu Breta næstu árin, þar eð hún er borin uppi af mörgum beztu kröftum enska verka- mannaflokksins og hinni yngri kynslóð hans. Vera má líka, að hún sé ekki Bevin svo fjarri skapi, þótt hann hafi ekki getað fylgt henni til fullnustu að und- anförnu vegna ýmsra ástæðna og tillita, er bundið hafa hendur hans. Það er vitanlega hrein fjar- stæða, að utanrikismálastefna brezku verkamannastjórnarinn- ar sé sú sama og Churchills hefði orðið. Churschill hefði orðið harðdrægari í skiptum við Ind- verja, Egipta og aðrar minni- máttar þjóðir og hann er ákafur talsmaður hernaðarbandalags Breta og Bandaríkjamanna. Stefna brezku verkamanna- stjórnarinnar hefir verið miklu réttsýnni og víðsýnni en mátt hefði vænta af íhaldsstjórn. lféœndurI (jatnla Síé Höfum fyrirliggjandi og útvegum allskonar varahluti í okkar góðkunnu landbúnaðarvélar, svo sem: Dráttarvéíar Plóga Herfi Sláttuvélar Rakstrarvélar Múgavétar Áburðardreifara Skilvindur Strókka i og ýmsar fleiri vélar. ATHUGIÐ: Vegna örðugleika um útvegun varahluta er brýn nauðs/n að athuga vélarnar nú begar og panta varahluti strax, en ge/ma það ekki til næsta sumars. Samband ísL samvinnufélaga Erlendar frétttr. (Framhald af 1. síöu) eftirlit með því að samkomu- lagið sé iialdið. Uppreist geisar nú í Indó- Kína og hefir her þjóðernis- sinna víða veitt betur en her Frakka. Þjóðernissinnar krefj- ast sjálfstæðis. De GauIIe hefir lýst yfir því, að hann muni ekki gefa kost á sér við forsetakjörið, sem fer fram í þessum mánuði. . Samkomulag hefir náðst milli stjórna Bandaríkjanna og Pól- lands um, að Pólverjar greiði amerískum fyrirtækjum skaða- bætur fyrir þær eignir þeirra, sem hafa verið þjóðnýttar, en Bandaríkin greiði pólsku stjórn- inni þær pólskar eignir, sem höfðu. verið kyrrsettar þar í landi. Amerísk og brezk olíufélög hafa samið um sameiginlega hagnýtingu á olíulindum í Iran, Irak og Arabíu. Munu þau leggja saman margar nýjar, stórfeildar olíuleiðslur. í Paiestínu hefir verið mjög róstusamt og margir Gyðingar handteknir í tilefni af hýðingu nokkurra brezkra liðsforingja. Róstusamt í Reykjja- vlk. (Framhald af 3. síöu) óspektir hafi orðið í bænum á gamlárskvöld, má samt segja, að allt hafi endað furðu vel, þar sem ekki er vitað um, að nein alvarleg meiðsli hafi orðið um nóttina og ekki heldur nein slys, þótt ölvun væri all almenn. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk hjá slökkviliðsstjóra 1 gær, urðu engir alvarlegir elds- voðar í bænum um hátíðirnar og er ef til vill sérstök ástæða til að geta þess, að slökkviliðið var aldrei kallað út til þess að slökkva elda, er kviknað höfðu út frá jólátré. Skammt höggva milli. (Framhald af 3. siöu) kenndir. Þegar ég kom síðast að sjúkrabeði hans 21. nóv. síðast- liðinn var engin breyting sýni- leg á skapgerðinni, sama glað- værðin og æðruleysið og áður, þrátt fyrir miklar þrautir á umliðnum tíma. Sveinn kvænt- ist' árið 1931 Sigurlaugu BJörns- dóttur, systur Sigurbjargar í Deildartungu og þeirra mörgu systkina, ágætri konu og lifir hún mann sinn ásamt þrem börnum, eldri sonurinn er kom- inn yfir fermingu, hin tvö, sonur og dóttir, miklu yngri. Við lát Sveins er þungur harmur kveðinn að vinum hans og vandamönnum, en þyngstur að konu, börnum og öldruðum föður. II. Halldór Hallgrímsson klæð- skeri lézt 20. desember.. Hann var 65 ára að aldri, fæddur 25 ágúst 1881. Aldurinn bar hann vel og virtist eiga mikinn lífs- þrótt óeyddan. Lát hans kom því mörgum óvænt. Mér er ekki kunnugt um ævi- atriði hans, fyrr en hann kom hér í Borgarnes haustið 1934 og setti á stofn saumastofu fyrir Kaupfélag Borgfirðinga. Veitti hann henni forstöðu til dauða- dags. Hann mun hafa misst konu sína eftir stutta sambúð frá tveimur ungum börnum, og búið síðan sem ekkjumaður með systur sinni um allmörg ár. Son sinn uppkominn missti hann fyrir fáum árum, en dóttir hans og fósturdóttir eru á lífi. Það var einkum tvennt, auk daglegu starfanna, sem hann lét tíl sín taka og helgaði tóm- stundir sínar hér í Borgarnesi. Það voru safnaðar eða kirkju- málin og Góðtemplarastúkan. Á báðum þessum sviðum var hann hinn ótrauði baráttumaður og leysti þar af höndum mikið og óeigingjarnt starf, með þeim ágætum sem bezt verður á kosið. í flokki leikmanna hef ég ekki kynnst neinum jafn eldheitum og honum um kirkju- og kristín dómsmál og ekki var áhugi hans minni í bindindismálunum. Hér í Borgarnesi er enn ekki búið að byggja kirkju eins og kunnugt er,og eru því guðsþjón- ustur fluttar ýmist í barna- skólahúsinu eða samkomuhúsi ungmennafélagsins. Það kostar því mikla vinnu í hvert skipti, að undirbúa guðs þjónustur við svona aðstæður og koma svo hverjum hlut ó- skemmdum á sinn stað aftur í þessum húsum. Allt þetta annaðist hann á sama hátt og skyldustörfin, því öil hans framkoma tíl orða og verka var fast mótuð af frá bærri vandvirkni og samvizku- semi hins siðfágaða dreng skaparmanns. Nú er hann horfinn. Nú kemur það í hiut hinna yngri manna í Borgarnesi að taka við hlutverki han,s og leysa það af hendi með sömu prýði og hann gerði. Ég þakka svo báðum þessum mönnum af heilum hug, fyrir samstarf og ágæta viðkynningu á liðnum árum, og enda þessi fáu orð með erindi eftir Sigurð Sigurðsson úr eftirmælum eftir Jónassen iandlækni. Því hér á það vel við. „Þungt er tapið það er vissa þó vil ég kjósa vorri móðir, að ætíð megi hún minning kyssa, manna’, er voru svona góðir - og ætíð eigi hún menn að missa, meiri’ og betri en aðrar þjóðir.“ Sigurður Kristjánsson Frá Krumshólum Systurnar frá St. Louis (Meet Me In St. Louis) Skemmtileg og fögur söngva- mynd, tekin af Metro Goldwin Mayer, í eðlilegum lttum. Aðalhlutverkin leika: Judy Garland, Margaret O’Brien, Lucille Bremer, Tom Drake. Sýnd kl. 5, 7 og 9. %> Bíi (vVS Shálaqötu> Gróður I gjjósti. (A Tree Grows in Brooklyn) Áhrifamikil stórmynd byggð á samnefndri sölumetbók eftir BETTY SMITH, sem nýlega er komin út í ísl. þýðingu. Aðalhlutverk: Dorothy McGuire, James Dunn, Lloyd Nolan, Peggy Ann Garner. Sýnd kl. 3, 6 og 9. ' >« TVÆR AGÆTAR BÆKUR TIL TÆKIFÆRISG JAFA: SOLItRVÐ. nýja ljóðabókin eftir GUÐMUND INGA. KVÆÐI, ljósprentun á æskuijóðum HULDU skáldkonu. Gleðilegt nýár. Tjatnarhíc Auðnuleysinginn (The Rake's Progrss) Spennandi ensk mynd. Rex Harrison, Lilli Palmer, Godfrey Tearle, Griffith Jones, Margaret Johnston, Jean Kent. Sýnd kl. 3, 6 og 9. — Gleðilegt nýár. — LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: G o o o . o o o O O O O < ► o O O Aðgöngumiðasala í Iðnó frá kl. 2—6 í dag. Tekið á móti <' Ég man jbó tíð - gamanleikur í 3 þáttum eftir EUGENE O’NEILL. Leikstjóri: Indriði Waage. Sýning í kvultl kl. 20. pöntunum í síma 3191 kl. 1 til 2. Pantanir sækist fyrir kl. 6. Rörnum ekki seldnr aðgangur. O O O o ÞAKKARORÐ. Mínum mætu starfsbræðrum í hreppsnefnd Biskups- tungnahrepps undanfarin ár, þakka ég alúðlega nætur- vöku 14. des. s. 1. og yndislega veglegar gjafir, sem mér eru og verða sérstaklega hugþekkar. Góðar minningar og fögur viðhorf tengi hugi og hend- ur Biskupstungnamanna. GUÐJÓN RÖGNVALDSSON, Tjörn. $SS»S$SS»SS3S3S3SS3S»SSSS»SSS3S3SSS«S$$SS$SSSSSSSSS$SS»$SS$S$SSS$SSSS»SSSS»SS: :::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: „EIÍTE- SHAMPOO*4 er öruggt hárþvottaefni. Preyð- ir vel. Er fljótvirkt. Gerir hárið mjúkt og blæfagurt. Selt í 4. oz. glösum 1 flestum lyfjabúðum og verzlunum. Heildsölublrgðir hjá * fHEHIBX Radartækin í Esju Blaðamönnum var boðið 24. f. m. um borð í „Esju“ til að skoða hið nýja radartæki, sem sett hefir verið í skipið og notað var í síðustu strandferð þess. Taldi skipstjórinn tækið hafa reynzt mjög vel. Tækið nær yfir 30 milna svæði á alla vegu frá skipinu og sýnir nákvæmlega skip, sker og strandlengjuna innan þess svæð is. Má þvi sigla eftir því i þoku eða myrkri næstum sem í bjart- viðri væri. Byggist þetta á und- irkasti rafbylgja, er tækið sendir frá sér. Það er keypt í Banda- rkjunum og kostaði 55 þús. kr. mtaxano % SKIPAUTCERÐ „SÚÐIN” Áætlunarferð 8. jan. austur um land í hringferð. Tekið á móti flutningi í dag og á morg- un. Sendendur eru sérstaklega aðvaraðir um að koma strax með vörur, sem fara eiga á Húnaflóa- og Strandahafnir. Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir á mánudag. „Sverrir” til Sands, Ólafsvíkur, Grundar- fjarðar og Stykkishólms. Vöru- móttaka i dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.