Tíminn - 07.01.1947, Qupperneq 1

Tíminn - 07.01.1947, Qupperneq 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. 31. árg. Reykjjavík, þriðjudaginn 7. jjanúar 1947 RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Simi 2323 .—. 3. blað ERLENT YFIRLIT: Stjórnarskrárdeilan í Indlandi Verður Imlland orðið heimsveldi eftir 2—3 áratugi? Þær fréttir bárust frá Indlandi um seinustu helgi, aö góðar horfur væru taldar um samkomuLag milli Kongressflokksins, aðalflokks Hindúa, og flokks Múhameðstrúarmanna. Meginhindr- uninni fyrir stofnun alfrjáls indverks ríkis virðist því rutt úr vegi. Waveli lávarður er verður sennilega seinasti brezki varakonungurinn í Indlandi. Samn- ingarnir við Indverja hafa mjög hvílt á honum. Það var eitt af fyrstu verkum brezku verkamannastjórnar- innar að láta undirbúa tillögur til samkomulags milli Breta og Indverja, er tryggðu þeim síð- arnefndu fullt sjálfstæði. Á stríðsárunum hafði Churchill látið Stafford Cripps flytja Ind- verjum tilboð um viðtæka sjálf- stjórn, sem þeir höfðu hafnaö. Verkamannastjórnin ákvað að ganga enn lengra og gefa Ind- verjum kost á fúllu stjálfstæði. Jafnframt vildi hún forðast, að endurheimt sjálfstæðisins kost- aði Indverja blóðug innbyrðis- átök, sem horfur voru á, ef að- alflokkar Hindúa og Múham- eðstrúarmanna ættust við einir. íbúar Indlands voru taldir 390 milj. árið 1941, en hefir fjölg- að um nokkrar milj. síðan. Þá voru Hindúar taldir 254 milj., en Múhameðstrúarmenn 92 milj. Aðrir íbúar tilheyrðu öðrum trú arflokkum. Múhameðstrúar- menn búa aðallega í norð- vesturhéruðum og austurhéruð- um landsins. Flokkur beirra hafði sett sér það takmark, að þau héruð, þar sem þeir væru í meirihluta, skyldu fá mjög víð- tæka sjálfstjórn og mynda eins- konar ríkisheild, er nefndist Pakistan. Gegn þessu barðist Kongressflokkurinn, er vildi hafa allt Indland undir einni stjórn. Þegar brezka stjórnin hafði ' undirbúið hinar nýju tillögur sínar til Indverja, fóru þrír ráð- herrar hennar austur til samn- ERLENDAR FRÉTTIR Álit brezkrar þingmanna- nefndar, er fór til Grikklands, hefir verið birt. Nefndin gagn- rýnir mjög stjórnarfarið þar og leggur til, að reynt verði að koma þar á þjóðstjórn. í nefnd- inni voru fulltrúar allra flokka, nema kommúnista. Montgomery mfirskálkur er nú staddur í Moskvu í boði rúss- nesku stjórnarinnar. Óvenjulegar frosthörkur eru nú í Mið-Evrópu. Allar ár og skipaskurðir Þýzkalands eru lagðir. í Indo-Kína er barizt áfram og munu. Frakkar ekki vilja semja fyrr en bardögum er hætt. ingagerða við þá. För þeirra bar þann árangur, að í maímánuði síðastl. náðist fullt samkomulag við aöalflokka Indverja. Land- inu skyldi skipt í fylki með all- víðtækri stjálfstjórn, en mörg málefni skyldi þó vera sameig- inleg undir einni yfirstjórn. Kosningar skyldu fara fram til stjórnlagaþings, er setti Ind- landi stjórnarskrá sem full- valda ríki, en meðan það sæti að störfum, skyldi bráðabirgða- stjórn, skipuð Indverjum ein- um, fara með völdin. Nokkru eftir, að samkomulag þetta náðist, flutti Jinnah, for- ingi Múhameðstrúarmanna, ræðu og taldi þar, að raunveru- lega hefði verið fallizt á Pak- istanhugmynd þeirra. Nehru, foringi Kongressflokksins, er tekið hafði að sér stjórnar- myndun, mótmælti þessu tafar- laust. Brigzluðu hvorir öðrum um brigðmæli og um skeið vildu Múhameðstrúarmenn ekki taka sæti í stjórn Nehru, en gerðu það þó að lokum. Jafnhliða þessum deilum foringjanna, hófust miklar óeirðir, einkum' í þeim héruðum, þar sem Mú- hameðstrúarmenn voru í meiri- hluta. Róstur þessar hafa kost- að mannslíf, svo að þúsundum skiptir, og eru einar þær blóð- ugustu í sögu Indlands. Bretar sáu, að hér var komið í óefni, .og boðuðu helztu for- ingja Indverja til fundar i Lond- on á síðastl. hausti. Ráðstefna sú bar engan árangur. Þeg^r hið nýkjörna stjórnlagaþing kom saman 9 f. m., mættu fulltrúar Múhameðstrúarmanna ekki, en lýstu yfir baráttu gegn sérhverri þeirri stjórnarskrá, sem gengi á rétt þeirra. Foringjar Kongress- flokksins hugðust í fyrstu að hafa þessa afstööu þeirra að engu. Að ráðum Ghandis var þó þinginu frestað og málið tekið ill íhugunar að nýju. Niðurstað- an varð sú, að Kongressflokk- urinn lýsti sig fylgjandi túlkun Breta á samkomulaginu, er gert var síðastl. vor. Múhámeðstrú- armenn höfðu áður lýst sig fylgjandi þilssari túlkun. Þykir nú líklegt, að Múhameðstrúar- menn taki sæti á stjórnlaga- þinginu og örðugustu torfæru þess sé jafnframt rutt úr vegi. •Þrátt fyrir þetta, má búast við því, að störf bráðabirgðaþings- ins geti gengið erfiðlega. Fursta- dæmin, sem ná yfir allstóran hluta Indlands, munu reyna eftir megn^ að halda í sérstöðu þá, er þatf hafa haft, ep mörg þeirra hafa raunverulega verið sjálfstæð og aðeins lotið brezku krúnunni formlega. Stétta- skiptingin, sem er mikil í Ind- landi, mun valda miklum erfið- leikum við stjórnarskrársetn- inguna. Meginþorri Hindúa mun taka illa jafnrétti lægátu stéttanna. Margir erfiðleikar aðrir munu og koma til sögunn- ar, sem eru eðlilegir hjá jafn- fjölmennri og dreifðri þjóð, sem er óvön að stjórna sér sjálf.. Forustumenn Indverja hyggja eigi að síður gott til sjálfstæð- isins. Þeir vita, að stórkostleg verkefni bíða þeirra. Fyrir styrj- öldina var talið, að helmin|ur Indverja nytu ekki lágmarks- fæðu. Matvælaástandið mun þó enn verra nú. Landbúnaðurinn, sem er aðalatvinnuvegur lands- (Framhald á 4. síöuí BREZKAR FLUGFREYJUR í flestum Iöndum sækist kvenfólk mjög eftir því að gegna þjónustustörf- um í hinum stóru farþegaflugvélum, en það er hægra sagt en gert að kom- ast þar að. Stúlkur þær, sem fá slíkar stöður, verða að fullnægja ýmsum skilyrðum um menntun, framgöngu og útlit. Hér á myndinni sjást fjórar enskar flugfréyjur, sem eiga að sýna þær útlitskröfur, sem gerðar eru af brezkum flugfélögum. •_____________________________________ __________________________________ Stórkostlegt tap Landsmiðjunn- ar á smíði „nýsköpunarbátanna” „Samningar við þennan óláns- mann eru bara pappír” Sósíalistar lýsa inaiiiiimuin, som jirir ætla að styðja til stjwrnari'ornstu rAlþýðublaðið og Morgunblaðið hafa nú skýrt frá því, að Ólafur Thors hafi fyrir áramótin beðið sína fyrri samstarfsflokka að til- nefna menn til viðræðu um s'tjórnarsamstarf framvegis. Blöðin segja ennfremur, að flokkarnir hafi orðið við þessu, og standi nú yfir samningaviðræður um stjórnarsamstarf þeirra undir for- ustu Ólafs Thors. Með þessu virðast Sósíalistar hafa lýst yfir því, að þeir séu reiðubúnir til að vera í stjórn undir forustu Ólafs ef samkomulag verður um mál. Það er því ekki einkennilegt, þótt ritstjórar Þjóðviljans hafi ekki enn sagt frá þessum viðræðum, þar sem flokkurinn ómerkir með því allt, sem hann hefir látið blaðið segja um Ólaf Thors undanfarnar vikur. í Þjóðviljanum 27. sept. er framferði Ólafs Thors lýst á þennan veg: „Atferli Ólafs Thors hefir verið ofbeldi frá upphafi til enda. Hann rauf allar lýðræðisreglur með því að svíkjast aftan að samráðherrum sínum í stjórninni. Hann gerðist óvalinn lög- brjótur með þv.í að hunza utanríkismálanefnd." Fáum dögum seinna, 5. okt., sagði Þjóðviljinn: „í dag treystir Ólafur Thors og félagax hans því, að stórir at- burðir renni í gleymskunnar haf á fjórum árum.“ Foringjar Sósialistaflokksins virðast ekki þurfa nema þrjá mán- uði til að gleyma. 4ki Jakobsson rcynir að koma ábyrg'ðinni af sér liieð brottviknmgii forstjóraus Þau tíðindi gerðust rétt fyrir áramótin, að Áki Jakohsson vék Ásgeiri Sigurðssyni, forstjóra Landssmiðjunnar, fyrirvaralaust úr embætti, og skipaði í það Ólaf Sigurðsson skipaverkfræðing. í frávikningarbréfinu eru engar ástæður greindar fyrir þessari ráðstöfun, enda mun hún fyrst og fremst gerð til að draga athygli i'rá afglöpum Áka sjálfs, og það tækifæý jafnframt notað til að koma einum gæðingnum í þýðingarmikla stöðu. Enn hélt Þjóðviljinn áfram 8. október: „Hugsjón íslenzkrar yfirstéttar er ein og aðeins ein: aukin völd og meiri gróði og allar athafnir hennar stjórnast af því. For- ingi íslenzkrar yfirstéttar heitir Ólafur Thors, og stei-kasta klíka íslenzkrar yfirstéttar er Thorsarafjölskyldan.“ Tveim dögum seinna, 10. okt., sagði Þjóðviljinn um Ólaf Thors: „Samningar, sem gerðir eru við þennan ólánsmann, (þ.e. Ólaf Thors) eru bara pappír, hátíðleg Ioforð hans eru bara þýðingar- laus orð.“ Þann 13. okt. gefur Þjóðviljinn Ólafi Thors þennan* vitnisburð: „Þegar sagnfræðingar síðari alda skrifa sögu vorra tíma, munu Um áramótin barst ÁsgeiriD Sigurðssyni, forstjóra Lands- smiðjunnar, svohljóðandi bréf, er dagsett var 27. des, undirritað af Áka Jakobssyni: „Hér með eruð þér, herra forstjóri, leystir frá starfi yðar sem forstjóri Landssmiðjunnar frá og með 1. janúar 1947 að telja.“ Lengra er bréfið ekki. Engar skýringar eru þar gefnar á þess- um fyrirvaralausa brottrekstri. í viðtali við forstjórann nokkru áður, mun Áki hafa ymprað á því, að hann væri „ekki nægj- anlega menntaður“ til að gegna starfinu. Þessi viðbára fellur hins vegar um sjálfa sig, þegar þess er gætt, að Áki skipaði Ás- geir í embættiö 28. júní 1945, og taldi honum þá ekki neitt menntunarleysi til foráttu. Ás- geir var líka búinn þá a§ veita Landssmiðj mini forstöðu í 15 ár og hafa henni vegnað vel undir stjórn hans. Hann átti embættið því vel skilið, enda við- urkenndi Áki það þá. Þegar Áki Jakobsson varð at- vinnumálaráðherra og jafn- f ramt yf irmaður Landssmiðj - unnar, varð hins vegar fljótt breyting á hinu sívaxandi gengi hennar. í samráði við Áka réðst Landssmiðjan í það að byggja 12 vélbáta fyrir ríkið, sem áttu að vera um 60 smál. hver. Lands- smiðjan skyldi fá rúmar 500 þús. kr. fyrir hvern bát, án.aðalvélar. Smíði fjögurra báta er nú lokið og munu þeir hafa farið um 200 þús. kr. fram úr áætlun hver eða samanlagt tæpa miljón kr. Jafnframt hefir verið byggt stórhýsi yfir bátasmíðarnar fyr- ir um eina milj. kr. Skuldir Landssmiðjunnar vegna þessa nýsköpunarfyrirtækis, sem Áki á drýgstan þáttinn í, eru því orðnar um tvær milj. kr. Enn hefir ekki verið ráðist í bygg- ingu fleiri en þessara fjögurra báta, en ríkið hefir keypt efni í fjóra báta til viðbótar. Það mun áætlun Áka með brottvikningu Ásgeirs Sigurðs- sonar að koma ábyrgðinni á (Framhald á 4. síðu) Herraenn misþyrma stúlkum Þrjár stúlkur hafa kært of- beldi og misþyrmingar, sem þær urðu fyrir af amerískum hermönnum á nýársnótt Höfðu þær verið á dansleik hjá hernum, sem haldinn var í Camp Knox þessa nótt og skeði þessi leiði atburður er dansleiknum var nýlokið. Víns var neytt á dansleik þessum og neyttu stúlkurnar einhvers af því. Er hætt var að dansa urðu ryskingar fyrir ut- an dyrnar. Barst leikurinn frá danshúsinu og þangað, sem ljós- laust var. Þar urðu tvær stúlkn- anna fyrir misþyrmingum og voru slegnar í höfuðið, fengu glóðarauga og marbletti á fleiri stöðum. Þær geta ekki sagt um það ^ive margir karlmenn réð- ust þarna á þær. Þriðja stúlkan var tekin með valdi af tveimur hermönnum, er fóru með hana inn í skála sem auður var. Þar beitti annar maðurinn hana ofbeldi, að hin- um ásjáandi, og án þess að hann reyndi að koma í veg fyrir það * Utvegsmenn mótmæla síldarskattinum Ráðstefna norðlenzkra út- vegsmanna var haldin á Akur- eyri í gær. Á fundinum voru mættir um 40 útvegsmenn víðs vegar af Norðurlandi. Fundur- inn samþykkti eindregna áskor un til Alþingis um að afnema síldarskattinn. Jafnframt kaus hann nefnd til að vinna að framgangi þessa máls. Fundurinn stóð einhuga að þessum ákvörðunum og er and- úðin gegn síldarskattinum mjög hörð norðanlands, enda verður hann tilfinnanlegastur fyrir út- veginn þar. þeir minnast Ólafs Thors, sem eins hins óheiðarlegasta stjórn- málaskúms, sem uppi hefr verið með þessari þjóð.“ Þann 23. okt. herðir Þjóðviljinn enn á þessum orðum sínum og farast þannig orð: „Það er bezt að þurrka orðið svik út úr íslenzku, ef Ólafur Thors hefir ekki framið svik. Svo halda þessir vesalingar við Morgun- blaðið, að það séu til menn, sem líta á Ólaf Thors sem heiðar- legan stjórnmálamann. Maður, sem tvisvar hefir lokið ráðherraferli sínum með því að svíkja samstarfsmenn sína, getur ekki vænzt þess að vera tekinn alvarlega.“ Þjóðviljanum §kal siður en svo álasað fyrir þessi ummæli sín úm Ólaf Thors. Þau eru vafalaust ekki ofsögð. En hvað á að segja um þann flokk, sem við fyrsta tækifæri virðist reiðubúinn til að styðja til æðstu valda þann mann, sem aðalmálgagn hans hefir lýst á framangreindan hátt? Togari strandar hjá Grindavík Allir bjjör^nðust, ncma skipstjórinn Um kl. 9 fyrrakvöld strandaði brezki togarinn Lois frá Fleet- ■vood í Hrólfsvík við Grindavík. Björgunarsveitinni í Grindavík íókst að bjarga áhöfn skipsins, nema skipstjóranum, sem fórst. Skipsmenn þeir, sem af komust, 15 að tölu, komu hingað til bæj- arins síðdegis í gær. Loftskeitastöðin i Reykjavík tók á móti neyðarkalli frá skip- inu klukkan rösklega 9 í fyrra- kvöld. Töldu skipverjar skipið strandað um 15 sjómílur vestur af Selvogi. Var Slysavarnafélag- inu þegar gert aðvart og síðan deild þess í Grindavík. Brá björgunarsveitin þar skjótt við og hélt á strandstaðinn, sem reyndist vera í Hrólfsvík, sem er skammt undan Hrauni, aust- asta bænum í Grindavík. Björgunarsveitin hafði með- ferðis línubyssu og var skotið úr ■ henni til skipsins, sem strandað j var á flúðum um 100 metra und- an landi. Fyrsta skotið heppn- | aðist vel og tókst þegar að koma 1 taug í skipið. ! Björgunin gekk vel í fyrstu, en torveldaðist er fram leið, vegna þess að aðfall var og brimið velti skipinu meira, eftir því sem féll að. Var búið að bjaí-ga öllum skipverjum, nema skipstjóranum, kl. 11.30. Skipstjórinn ætlaði að fara síðastur frá borði. Er hann ætl- aði að fara í stólinn síðastur manna, reið ólag yfir skipið og tók hann fyrir borð. Jafnóðum og skipbrotsmönn- unum var bjargað í land, var farið með þá heim að bænum Hrauni, sem er skammt frá strandstaönum. Þar var þeim veitt öll sú hjúkrun, sem í té var hægt að láta. Farið var með þá til Reykjavíkur síðdegis í gær, eftir að þeir höfðu jafnað sig eftir volkið. Skipið er talið algerlega ónýtt, þar sem sjór gekk yfir það strax um flóðið í fyrrinótt og rak það upp í fjöruna, sem þarna er stór- grýtt. í gær var það orðið mikið brotið. N

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.