Tíminn - 07.01.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.01.1947, Blaðsíða 2
2 Þriðjjutlayur 7. jjanúar Misnotað vald Brynjólfur Bjarnason mennta- málaráðherra hefir hrakið Guðmund Kr. Guðmundsson frá formennsku íþróttanefndar rík- isins, er nefndin var endurskip- i^ð nú um áramótin. Sú ráðstöfun menntamálaráð- herra mælist illa fyrir og vek- ur réttmæta óbeit og andúð. Um þann mann, sem Brynjólf- ur hefir valið til formanns, Her- mann Guðmundsson, alþm. í Hafnarfirði, er í sjálfu sér ekki neitt illt að segja í þessu sam- bandi. Hann mun hafa sýnt í formennsku sinni í verka- mannafélaginu Hlíf í Hafnar- firði, að hann er góðviljaður ýmsum menningarmálum al- þýðunnar, og skilur það, að verkalýðsfélag á ekki að láta íþróttalíf og bindindisstarfsemi vera sér óviðkomandi. En þrátt fyrir það var ómaklegt og alls kostar óverjandi að hrekja Guðmund Kr. úr íþróttanefnd- inni hans vegna. íþróttanefnd ríkisins hefir unnið mikið starf og að sumu leyti erfitt. Hún hefir skapað reglur til að fara eftir við út- hlutun fjár úr íþróttasjóði. Sú úthlutun mátti ekki vera neitt handahófsverk. Reglurnar urðu aö byggjast á sanngirni og hóf- semi, góðvild og réttlæti. Þó að margt sé vel um íþrótta-' félög og íþróttafrömuði lands- ins, verður því ekki neitað, að til er og hefir verið nokkur met- ingur, vafasöm keppni og enda rigur milli einstaklinga og fé- lagsheilda á því sviði. Það var þvi ærinn vandi fyrir íþrótta- nefnd ríkisins, að skipta fénu svo að allir yndu vel við sinn hlut og friður héldist. Hér kemur og fleira til en fjármálin ein. Stundum hefir allmjög borið á metnaði ein- stakra manna fyrir sína hönd eða félags sísns og oft vandi að gera slíkum til hæfis án þess að ganga á hlut annarra. Það mun vera mælt einum rómi að íþróttanefndin hafi reynzt vel í þessum málum öll- um. Án þess að gera á nokkurn hátt lítið úr nokkrum þeirra góðu manna, sem þar hafa unn- ið, er óhætt að segja að nefnd- inni hefir verið það mikið happ að njóta forystu Guðmundar. Undir hans stjórn hefir öllum óþörfum metingi og ríg verið vikið til hliðar og hvert atriði fengið málefnalega afgreiðslu út frá þvi éjónarmiði einu hvað íþróttalífinu í landinu og menn- ingu almennings hentaði bezt. Það sýnist því full ástæða til þess, að svo giftuleg forysta á fyrstu árum nefndarinnar væri metin það mikils, að ekki væri skipt um formann að óþörfu. En pólitísk frekja menntamála- ráðherrans hefir hér orðið sterkari en málefnaleg rök og sjálfsagðir mannasiðir. Brynjólfur hefir hér sýnt flokkslega hlutdrægni og of- stæki, sem ekki er heppileg hjá menntamálaráðherra landsins. Almenningsálitið fordæmir þann sið að reka mæta menn frá störfum, einungis af flokksleg- um sjónarmiðum, þó aldrei nema ráðherra sá, sem með veitingar- valdið fer, eigi sér flokksmann, sem hneykslunarlaust væri að fela starfið. Menn, sem nota vald sitt af slíkri frekju, sem Brynjólfur hefir gert, sóma sér illa í ráð- herrasæti, og eru alþjóð til skapraunar. TÍMDÍN, þriðjudagiim 7. janúar 1947 3. blað Halldór Hvers vegna er landiö stjórnlaust? í meira en þrjá mánuði hafa menn beðið eftir því að frétta eitthvað um stjórnarmyndun. Margháttuð stórmál bíða úr- lausnar og þurfa skjótra að- gerða í fullri alvöru, ef vel á til að takast um lausn þeirra. Landið er fjárlagalaust og það frumvarp, sem ríkisstjórnin lagði fram í haust, var botn- laust, þegar það fór til fjárveit- inganefndar, þar sem það er enn. í viðskiptamálunum þarf að gerbreyta um háttalag. Vegna atvinnuveganna þarf að gera ýtarlegar ráðstafanir. Dýrtíðina verðnr að stöðva. Þetta viðurkenna nú allir. Meira að segja Morgunblaðið viðurkennir þetta allt. Aukin dýrtíð þykir því nú óttaleg. Framtíð atvinnuveganna finnst því ótrygg. Og það heldur að þurfi að hafa gát á gjaldeyris- málunum, þrátt fyrir reikn- ingsfals Odds Guðjónssonar. En þrátt fyrir þessa þjóðar- nauðsyn er landið haft stjórn- laust mánuð eftir má,nuð. Sumir eru farnir að kveða upp hvatvíslega sleggjudóma um Alþingi í heild þess vegna, eins og þar ættu allir áskilið mál. Það er þó ekki rétt. Við skulum láta þá fá skömmina, sem skömmina eiga. Gamlar vonir. Þegar Ólafur Thors myndaði ríkisstjórn 1944 tóku margir því vel og ýmsir af nokkrum fögn- ! uði. Mönnum virtist, að þarna hillti nú undir öld friðar og i framfara. Nú rynnu upp tímar ^ mikilla framfara, og það þótti jafnvel ástæða til að einkenna þá þróun með nýju orði, sem aldrei hafði verið notað fyrr, því að öll gömul orð íslenzkunnar voru slitin og litlaus móts við þann ljóma, sem stóð af þessari nýju stjórn. Ólafur Thors kall- aði stjórn sína „nýsköpunar- stjórnina“. Þau öfl, sem talin höfðu verið andstæðust í þjóðlífinu, höfðu nú tekið höndum saman. Það var bara afturhald, sem ekki skildi auðjöfnun og aimenna blessun dýrtíðarinnar, sem var á móti stjórninni. Öll varnaðar- orð voru kæfð í háværu hrópi um afturhald, þröngsýni eða valdabrask. í Alþingiskosningunum í vor héldu stjórnarflokkarnir vel saman. Sjálfstæðisflokkurinn hafði sína fimm-menninga fyr- ir bakverði, til að hindra flótta þeirra liðsmanna, sem ofbauð sukkið og alvöruleysið. Alþýðu- flokkurinn bauð fram ákveðna stjórnarandstæðinga, sem vildu raunverulega vinna gegn fjár- málaspillin^u og beita sér fyrir heiðarlegu samstarfi alþýðu- stéttanna, enda jók flokkurinn fylgi sitt nokkuð. Um þá þrjá menn, sem ákveðnast stóðu með stjörnarsamstarfinu í Alþýðu- flokknum, er það að segja, að formaðurinn var falinn og bjarg- aðist á þingið fyrir það að nógu margir af vonarmönnum flokks- ins féllu í kjördæmunum, Ás- geir Ásgeirsson náði kosningu með mikilli hjálp frá Sjálfstæð- ismönnum og í kjördæmi Emils jókst mjög liðskostur sósíalista. Kosningasigur Alþýðuflokks- ins var því fjarri því að vera bundinn við nöfn eða álit þess- ara manna að öðru leyti en því, að íhaldið sendi Ásgeiri sínum 100 manna hjálparsveit. Vonirnar verða sér til skammar. Nú í haust þrengdist svo mjög hagur ríkisstjórnarinnar, að henni var ekki sætt lengur, Það kom þá í ljós, að margt af því, sem hún hafði sagt og segja látið, var fals eitt og blekkingar. Gjaldeyrismálin stóðu allt öðru vísi en gefið hafði verið í skyn og berlega fullyrt. Atvinnuveg- irnir báru sig ekki. Og afkoma og velmegun almennings batn- aði ekki. Þrátt fyrir allt skrumið og loforðin var fjöldi vinnandi fólks, sem lítið átti eftir af atvinnutekjum sínum, þegar búið var að greiða húsnæði og fæði. Þrátt fyrir allt skrafið og raupið um það, að byrðar yrðu lagðar á „breiðu bökirfLog verzl- unin gerð ódýr og hagkvæm, sýndi það sig, að gróðamenn gátu byggt íbúðarhús til að selja og leigja almenningi með okurkjörum, meðan byggingar- félögum alþýðunnar var neitað um byggingarefni, þrátt fyrir þau lög, að það skyldi skammt- að. Úrslita-hneykslið. Ofan á þetta alt saman bætt- ist svo Keflavíkurmálið, þar sem Ólafur Thors fór bak við utanríkismálanefnd, Alþingi og suma meðráðherra sína, þvert ofan í landslög, venjur og per sónuleg loforð. Ekkert af þessu var bindandi fyrir forsætisráö- herra íslands. Það er varla hægt að ætlast tii þess, að sá maður, sem ein- skisvirðir og fótumtreður lands- lög og persónuleg loforð, sem hann hefir gefið samstarfs- mönnum sínum, virði mikils eitt og annað, sem hann hefir freist- azt til að segja í kosningaræð- um. Átökin í vetur. Það, sem nú var um að ræða, var i raun og veru þetta, hvort mynda skyldi ríkisstjórn, sem gerði heiðarlega og alvarlega tilraun til að rétta við fjármál ríkissjóðs og atvinnuveganna. Atti að reyna að taka hér upp heilbrigðari stjórnarhætti, mið- aða við hagsmuni og verðleika vinnandi fólks, eða átti að láta sukkið og braskið halda jafn skefjalaust áfram? Átti að stjórna verzlunarmálunum fyrir almenning eða heildsalana? Átti að meta meira að byggja einkahótel auðmanna til gam- ans og sumardvalar eða alþýð- legar íbúðir? Átti að leggja byrðar dýrtíðarinnar á gróða- mennina eða fjöldann fyrst og fremst? Hvort átti að meta meira, fólkið eða braskarana? Ólafur þvælist fyrir. Ólafur Thors ákvað að reyna að þæfast fyrir í lengstu lög og nota aðstöðu sína, sem sitjandi forsætisráðherra til að hindra það, að stjórn yrði mynduð gegn sér. Fyrst var tólfmannanefnd- in, sem hann fann sér til, svo að málið tefðist. Þegar ekki var sætt lengur í skjóli hennar, tók hann að sér að reyna stjórn- armyndun. Þar með munu hafa fjarað út síðustu vonir manna um það, að Sjálfstæðisflokkur- inn vildi snúa *frá villu síns veg- ar. — Ólafur Thors talar ekki við Framsóknarmenn um stjórnar- samstarf. Hann veit það, að samvinnuhreyfingin getur aldrei sætzt við forréttindi braskara og fjárplógsmanna. Okrið og svindlið á líf sitt undir því, að ríkisstjórnin sé ósnortin af hug- sjónum samvinnuhreyfingar- innar. Það voru gömlu samstarfs- flokkarnir, sem Ólafur talaði við. Nú átti Ásgeir að fara að launa kjörfylgið frá í vor. Hann hefir líka hagsmpna að gæta, að talið er, því að margir ætla, áð stuðningur hans horfi til hjálpar síðar, og væri iþt ef Ól- afur Thors væri orðinn pólit- ískt gjaldþrota, þegar að því kæmi að Ásgeir ætti að fá hjálp- ina greidda. En hvað sem veld- ur, er það vist, að Ásgeir styður Ólaf svo fast sem hann má til framhaldandi valda. Annars vegar eru svo átök í flokki sósíalista milli þeirra, sem hafa áhuga fyrir félagsleg- um umbótum á lýðræðisgrund- velli, og hinna, sem eru það miklir kommúnistar, að þeir kalla allt slíkt kák. Þeir láta sér eðlilega í léttu rúmi liggja hvort eitthvað er kákað eða ekki. Þeir vilja gjarnan kaupa skip, byggja skóla o. þ. h., því að það er hægt að nota eftir valdatöku kommúnismans, en félagslegar skipulagsbætur o. s. frv., er þeim sama um. Þeir eiga því á því sviði samleið með íhaldsmönnum, þangað til þeim finnst ástæða til að leggja til úrslitaátaka. Þannig eru það Moskvuöflin í Sósíalistaflokknum og klíka Ás- geirs Ásgeirssoriár í Alþýðu- flokknum, sem Ólafur Thors bindur nú vonir sínar við. Engu skal spáð um það, hvernig þau mál leysast, en það er vegna forystu Ólafs Thors og sam- starfs þessara afla við hann, sem landið er og hefir verið stjórnlaust. Það er rangt að láta Alþingi í heild hafa skömm af því. Hvað lengi á að bíða? Hver vikan líður af annarri án þess að nokkuð sé gert. Hver verðhækkunin fylgir annarri, svo að allt bendir til að vísitala og dýrtíð muni halda áfram að hækka eins og verið hefir. Heild- salarnir nota síðustu gjaldeyr- iseign íslendinga, sem vitað er um erlendis, til þess að kaupa inn i landið glingurvörur, og græða stórum á. Allskonar brask og fjárplógsstarfsemi heldur á- fram með fullum krafti. Og enn vantar botninn í fjárlög þessa árs. Það skiptir miklu að ekki dragist lengi að mynda þjóð- holla stjórn, sem tekur á mál- unum af fullri alvöru. Ef annar- hvor verkalýðsflokkurinn væri heill í þessum málum væri úti- lokað að hagsmunir braskara og milliliða væru mest metnir framvegis. En eftir hverju er þá að bíða. Almenningur ætti að fylgjast vel með þessum málum og láta fulltrúa sína á Alþingi finna hvort vinsælla er, að framlengja svipað stjórnarsamstarf og ver- ið hefir, eða gera upp málin við Fimmtugur: Egill Thorarensen kaupfélgasstjjóri Egill Gr. Thorarensen kaup- félagsstjóri á Selfossi er fimmt- ugur í dag. Hann ér fæddur 7. janúar 1897 að Kirkjubæ á Rangárvöllum. Hann er sonur Gríms, hreppstjóra Skúlasonar Thorarensens og Jónínu Egils- dóttur konu hans. Egill fór til Danmerkur 1913 og stundaði þar verzlunarnám í tvö ár hjá samvinnufélagi. Eftir heimkomuna 1915 stundaði hann verzlunarstörf í Reykjavik um hríð, en gerðist síðan sjó- maður og nam þá skipstjórnar- fræði. Árið 1918 fluttist Egill að Sig- túnum við Selfoss og hóf þar verzlun. Rak hann hana til árs- ins 1930. Þá var kaupfélag Ár- nesinga stofnað og seldi Egill því verzlun sína og gerðist framkvæmdastjóri þess og hefir verið það síðan. Egill varð for- maður mjólkurbús Flóamanna 1931 og átti sæti í mjólkursölu- nefnd og mjólkurverðlagsnefnd. Hefir Egili um alllangt skeið verið í röð dugmestu fram- kvæmdamanna landsins, þótt hann hafi átt við mikinn heilsu- X i brest að búa. Egill kvæntist 1919 Kristínu, dóttur Daníels, dyravarðar Stjórnarráðsins, Daníelssonar. sníkjumannastéttina, sem mjög hefir eflzt á alþjóðarkostnað. Þjóðinni verður það tilfinn- anlega dýrt, ef því tækifæri, sem nú er, til að skipta um stjórn og stjórnarhætti verður sleppt. FRÁ ÁFENGISVARNA NEFND KVENNA Hinn 5. desember síðastl. var hafður kvennafundur um á- fengismál. Voru það fjölmenn og víðtæk félagasamtök kvenna í Reykjavík og Hafnarfirðí, sem að þeim fundi stóðu. Eru það mik- il gleðitíðindi, að bindindisáhugi breiðist út meðal kvenna, og vonandi að það komi nú í ljós á næstu tímum í þessum efnum, að fylgi kvenþjóðarinnar er ekkert smáatriði. Samþykktir fundarins fara hér á eftir. Hinn 5. f. m. stofnuðu full- trúar frá kvenfélögum í Reykja- vík og Hafnarfirði.“ Er tilgang- tök, er nefnast „Áfengisvarn- arnefnd kvenfélaga í Reykja- vík og Hafnarfirði." Er tilgang- ur samtakanna sá, að berjast gegn áfengisböli þjóðarinnar og að leitast við að fá önnur kven- félög landsins í lið með sér. Þessi félög standa að nefnd- inni: í Reykjavík: Kvenfélag Alþýðuflokksins, Sjálfstæðiskvennafél. „Hvött,“ Kvenfél. Sósíalistaflokksins, Kvenfél. Framsóknarfl., Kven- réttindafél. íslands, Húsmæðra- félag Reykjavíkur, Félag ísl. hjúkxunarkvenna, íþróttafél. kvenna, Ljósmæðrafél. íslands, Verkakvennafél. „Framsókn", Þvottakvennafélagið „Freyja“, Mæðrafélagið, Hvítabandið, Fé- lag afgreiðslustúlkna í brauð- búðum, Thorvaldsensfélagið, Kvenfélagið „Keðjan“, Systra- félagið „Alfa“, Trúboðsfélag kvenna, Kvenfélag Hallgríms- kirkju, Kvenfél. Laugarnessókn- ar, Kvenfél. Fríkirkjusafnaðar^ ins, Kristilegt félag ungra kvenna. í Hafnarfirði: Kvenfél. Fríkirkjusafnaðar- ins, Kvenfél. „Hringurinn", Hús- mæðraskólafélag Hafnarfjarð- ar, Sjálfstæðiskvennafél. „Vor- boðinn", Kvenfél. Alþýðuflokks- ins, Verkakvennafél. „Fram- sókn“. FRÁ STOFNFUNDINUM VORU SENDAR ÞESSAR TILLÖGUR OG ÁSKORANIR: Til Alþingis. Áfengisvarnarnefnd kvenfé- laga í Reykjavík og Hafnarfiröi leyfir sér hér með að bera fram þá kröfu íslenzkra kvenna, að Alþingi geri allt, sem í valdi þess stendur, til að stemma stigu fyrir áfengisböli þjóðarinnar. Nefndin telur það grundvall- arskilyrði fyrir úrbótum þessa vandamáls, að ríkið hætti að afla sér fjár með áfengissölu. Leyfir hún sér því að skora á Alþingcþað, er nú situr, að leita annarra leiða til fjáröflunar, og að gera ráðstafanir til að leggja Áfengisverzlun ríkisins niður eins fljótt og unnt verður. Jafnframt vill nefndin leggja eindregið til: að Alþingi samþykki þingsá- lyktunartill. Skúla Guðmunds- sonar, þess efnis að rikið hætti að veita áfengi í veizlum sín- um, og að settar verði strangar hömlur við því, að starfsmenn ríkisins, og þá fyrst og fremst kennarar vinni störf sín undir áhrifum áfengis. Til ríkisstjórnar íslands. Áfengisvarnarnefnd kvenfé- laga í Reykjavík og Hafnarfirði leyfir sér hér með að skora á háttvirta ríkisstjóm íslands: að fella niður vínveitinga- leyfi Hótel Borgar um næstu áramót, að hætta með öllu að láta einstaklingum eða félög- um í té svokallaðar undanþágu- heimildir til vínveitinga, og að veita ekki áfenga drykki i op- inberum veizlum. Til menritamálaráðherra íslands. Áfengisvarnarnefnd kvenfé- laga í Reykjavík og Hafnarfirði skorar hér með á yður, herra menntamálaráðherra, að gera gangskör að því að útrýma á- fengi úr framhaldsskólum lands ins. íslenzkar mæður sætta sig ekki lengur við að þurfa að eiga á hættu, þegar þær senda börn sín í skóla, að þau læri þar drykkjuskap. Nefndin gerir því þá kröfu: 1) að hverjum kennara, sem er undir áhrifum áfengis í ná- vist nemenda sinna, eða van- rækir kennslu vegna ofdrykkju, sé tafarlaust vikið úr stöðu, og 2) að nemendum allra skóla sé gert að skyldu algert áfeng- isbindindi, enda varði ítrekað brot brottrekstri. Til bæjarstjórnar Reykjavíkur. Áfengisvarnarnefnd kvenfé-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.