Tíminn - 08.01.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.01.1947, Blaðsíða 2
TlMlNN, mfðv.daginn 8. janúar 1947 4. blað VS Miðv.dagur 8. janúar Það er nýr og merkur áfangi í verzlunarsögu íslendinga að stofnað hefir verið félag með íslenzku fjármagni eingöngu til að annast olíuverzlun. Okkur hættir stundum við að gleyma því, að ennþá erum við ekki komnir svo langt upp eftir sjálf- stæðisstigann, að fjárhagsleg starfsemi, eins og verzlun, trygg- ingarstarfsemi o. s. frv. sé orðin innlend nema að nokkru leyti. Það er því ástæða til að fagna þvl í hvert sinn, sem spor er stigið í þá átt, að færa arðvæn- lega þjónustu úr höndum út- lendinga í íslenzkar. Raunar er ekki hægt að loka augunum fyrir þeirri hættu, að stundum hefir nokkuð af því fjármagni, sem einkaverzlun íslenzks manns hefir dregið saman, verði flutt úr landi og þannig orðið íslenzku þjóðinni lítt til gleði eða gagns. En hér er ekki um neina slíka hættu að ræða. Þetta verzlun- arfélag er myndað af félögum almennings, og það er trygging fyrir því, að gróða þeim, sem það kynni að fá, verður varið í samræmi við almannahag. Það er Samband íslenzkra samvinnufélaga, einstök félög innan þess og nokkur olíusam- lög sem rekin eru á sgmvinnu- gruivdvelli, sem mynda þetta nýja félag. Yfirráð þessara aðila eru trygging fyrir því, að félagið verður rekið almenningi til hagsbóta. Olíusamlögin eru opin öllum útvegsmönnum, frystihúsum og öðrum þeim, sem olíu nota á svipaðan hátt. Samvinnurekst- urinn er einmitt i þvi fólginn að nokkrir einstaklingar geta ekki lokað fyrirtækinu að sér og set- ið einir að ágóðanum, gert verzl- unina að gróðalind sinni, og skipt arði af verzlun við al- menning milli sín. í þess stað getur hver viðskiptamaður sem vill, orðið félagsmaður og meö- eigandi með fullum réttindum, og þeim ágóða, sem ekki fer til að tryggja framhaldsrekstur, er skipt milli viðskiptamanna, sem arði í hlutfalli við viðskipti þeirra. Þetta er þvl stórmál fyrir alla olíunotendur. Samlög útvegs- manna eignast sína eigin olíu- heildsölu, sem starfar með hagsmuni þeirra fyrir augum. Og kaupfélagsskapurinn kemur hér til liðs við olíusamlög út- vegsins og réttir honum styrka hönd til hjálpar yfir byrjunar- örðugleikana. Þeir, sem binda bjartar vonir við olíusamlögin, finna nú, að það er mikilsvert að til er traust- ur og rótgróinn kaupfélagsskap- ur í landinu. Þeir munu nú finna það, allir, sem njóta góðs af viðskiptum við olíusamlögin og heildsölu þeirra, að veízlunar- arður kaupfélaganna er ekki þjóðinni tapað fé, heldur er honum varið til nýrra og góðra framkvæmda, svo að almenn- ingur geti enn víðar og betur notið góðra og hagstæðra við- skipta. Þetta nýja olíufélag á mikið starf fyrix höndjum. Auðvitað þarf það miklu til að kosta og mörgu að koma í lag, sem tekur sinn tíma, en með störfum þess roðar fyrir nýjum degi á þessu sviði. PÁLL ÞORSTEINSSON: ÍSLAND Sveit og bær III. Skipting |i.i«ðarinnar eftir atvinnuvegum Einu sinni á hverjum áratug er framkvæmt gagngert alls- herjarmanntal í.landinu að til- hlutun hagstofunnar. Þá fæst glöggt yfirlit um atvinnuháttu þjóðarinnar ásamt fleiru. Síð- asta yfirlit, sem hagstofan hef- ir gert, um skiptingu þjóðarinn- ar eftir’ atvinnuvegum, er byggt á manntali því, sem fram fór undir árslok 1940. Það sýnir að þá greindist þjóðin þannig eftir atvinnuvegum að af hverjum 100 íbúum stunduðu 31 landbúnað 16 fiskveiðar, 21 iðnað, 9 sam- göngur, 7 verzlun, 5 persónulega þjónustu, 6 opinbera þjónustu og 5 voru óstarfandí. Samanburður á skiptingu fólksins eftir atvinnuvegum í sveitum annars vegar og kaup- stöðum hins vegar varpar skýru ljósi á starfshætti manna á hverjum stað. Af hverjum 100 íbúum innan lögsagnarumdæmis Reykjavík- ur stunda 1—2 landbúnað, 9 fiskveiðar, 8 persónulega þjón- ustu, 10 opinbera þjónustu og 8 eru óstarfandi. Af hverjum 100 mönnum, sem búsetu eiga í kaupstöðum öðr- um en Reykjavík stunda 4 land- búnað, 27 fiskveiðar, 31 iðnað, 11—12 samgöngur, 9 verzlun, 6 persónulega þjómjstu, 6 opin- bera þjónustu og 5—6 eru óstarf- andi. í kauptúnum er skiptingin þannig, að af hverjum 100 mönnum stunda 6 landbúnað, 37 fiskveiðar, 26 iðnað, 11 sam- göngur, 7 verzlun, 4 persónu- lega þjónustu, 4 opinbera þjón- ustu og 5 eru óstarfandi. En í sveitum og smáþorpum er skiptingin á þá lund, að af hverjum 100 íbúum stunda 74 landbúnað, 9 fiskveiðar, 5 iðn- að, 1—2 samgöngur, 1—2 verzl- un, 3 persónulega þjónustu, 3 opinbera þjónustu og 3 eru ó- stárfandi. Af þessu yfirliti má glöggt sjá, hvar í landinu í hlutfalli við fólksfjölda er lögð mest stund á framleiðsluna, sem raunveru- lega færir þau verðmæti í þjóð- arbúið, sem það hefir að miðla. Landbúnaðurinn er algerlega borinn uppi í sveitunum, svo sem kunnugt er. í kauptúnunum stunda hlutfallslega flestir fisk- veiðar, mun færri í kaupstöðun- i um hlutfallslega og miklu færri í sjálfum höfuðstaðnum í hlut- falli við fólksfjölda. Ef bórið er saman við kaupstaðtna, ættu þrisvar sinnum fleiri Reykvík- ingar að stunda sjávarútveg en raun er á og fjórum sinnum fleiri til að jafnast á við íbúa kauptúnanna. Ef litið er á aðra þætti at- vinnulífsins, verður annað upp á teningnum. Iðnaðurinn , er mestur í Reykjavík, en því minni, því fólksfærri sem stað- irnir eru. Sá iðnaður, sem vinnur úr innlendum hráefnum er sjálfsagður og þarf að eflast, þar sem hann eykur verðmæti þeirra vara, er við höfum á boðstólum. Svo er um fiskiðnað o. fl. En hæpið er að treysta á ýmsan þann iðnað, sem risið hefir upp á styrjaldarárunum, og því miður mun allmikið af iðnaðinum í Reykjavík vera af þeim toga spunnið. Vert er að veita því athygli, að þeir, sem lifa af milliliða- starfsemi og af föstum launum eru hlutfallslega fleiri eftir því, sem bæirnir eru stærri. í sveit- um hafa aðeins 1—2 menn af hverjum 100 atvinnu við verzl- unarstörf, í kauptúnum eru þeir sjö af hverjum 100, en í Reykja- vík 13—14 af hundraði eða með öðrum orðum sjöundi til átt- undi hver maður í höfuðstaðn- um. Tíundi hver Reyvíkingur gegn- ir launuðum störfum í opinberri þjónustu, en 25. hver maður í kauptúnum og aðeins 37. hver maður í sveitum. Svo sem fyrr er sagt, eru þær skýrsl-ur, sem hér eru lagðar til grundvallar, byggðar á mann- tali, er fram fór síðla árs 1940. Síðan þá hefir stríðséróðavíman svifið mjög á þjóðina, svo að fullvíst má telja, að framleiðsl- an, einkum landbúnaðurinn, standi mun verr að vígi nú með vinnuafl í hlutfalli við aðra at- vinnuvegi en á fyrstu árum styrjaldarinrfar. Tvö horn Mönnum verður mikiö um, þegar þeir frétta af umferða- slysum. Það er líka sárt að missa kringum tug manna á hverju ári af þeim sökum, og vita það, að þar að auki verða allmargir örkumlamenn. Oftast væri hægt að komast hjá slysunum. Tvo staði skal hér bent á mjög háskalega, sem líkle|,a verða þó ekki iagaðir, fyrr en þeir hafa orðið manni að bana. Annar er „hið fagra horn“ neðst á Vesturgötu, — alveg blint. Má það teljast mesta mildi, að þar hefir aldrei orðið stórslys. Annað blint horn er á mótum Hringbrautar og Suðurgötu. Þar er hár garður, sem auðvelt er að brjóta ofan af, þó að það verði dregið þar til hann hefir komið meiru illu til leíðar en ennþá er. Hvað segja lögreglustjóri og önnur yfirvöld bæjarins um þetta? Á að bíða eftir slysunum eða afstýra þeim? Vort hjartans land með háa jökultinda og himinvíddir bjartri yfir grund. Vér þráum tignir þinna törframynda, þá traustu sýn um hæðir, dali og sund. Þú átt oss heil; — á heimsins vegamótum til helgra endurfunda sál vor snýr. Þinn stolti svipur yfir öllu býr, — frá efstu mjöll að stærstu straumafljótum. í einverunnar hljóða helgidómi hver hugsun vor er tengd þér, göfga móðir. Já frjáls þú sért, þín sigurharpa hljómi þinn sálar-óð, svo nemi jarðar þjóðir. Já, frjáls þú sért um heimsins allar aldir, þig aldrei kúgun leggi undir helsi. Set markið hátt! — Þitt allt sé frelsi, frelsi! Þig friði ljóssins armar þúsund-faldir! Svo blessi drottinn brautir þínar allar og börnum þínum gefi að megi skilja þann lúðurhljóm, er landsins menning kallar til lífsins hæsta marks, — til dáða og vilja! Við morgunroða sértu, Foldin fríða, af friðarstjörnu tíman.\ signd og varin, og þinna barna verndi andans-arinn sú almátts-hönd, er gaf oss kraft að stríða! Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum. He/í'rðu brunatryggt? Nýlega var frá því skýrt í fréttum, eins og oftar, að sveita- bær væri brunninn. Það er bót í máli að bóndinn, sem fyrir eldsvoðanum varð var nýbúinn að tryggja hjá Samvinnutrygg- ingunum, Honum hefir eflaust þótt það góð ráðstöfun eftir á. Fjöldi manns vanrækir og dregur að tryggja innanstokks- muni sína, stundum af því, að þeim vaxa iðgjöldin i augum, en stundum, og það mun oftar vera, af tómlæti og undan- drætti. Kaupfélögin ættu að setja sér það takmark að brunatryggja innanstokksmuni allra félags- manna sinna áður en árinu er lokið og helzt sem fyrst. Og menn ættu ekki að láta eltast við sig til þess að svo geti orðið. Menn bregðast oft vel við af mikilli hjálpsemi og rausn, þeg- ar aðrir hafa orðið fyrir tjóni, t. d. af eldsvoða. Undir þeim kringumstæðum leggja menn oft fram fé til að bæta úr tjóni blá-ókunnugra. Samvinnutryggingar eru sam- tök manna um það að leggja fram fé fyrirfram til að bæta úr þessu böli. Enginn veit heldur hve mikið tjón hlýzt af eldsvoða. Þeir, sém sleppa við það tjón mega vel við una að bæta skaða annarra og tryggja sig um leið. Og ef’iðgjöldin verða í fyrstu meiri en starfsemin þar, verða þau lægri framvegis. Það hefir alltaf borgað sig aö tryggja eigur sínar gegn elds- voða. En það borgar sig betur og er sjálfsagðara, þegar upp er risin tryggingarstofnun, sem rekin er með samvinnusniði. Jóiias Jólianiisson, (íxney: 60 ára verzlunarafmæli Ágústs Þórarinssonar Kauptún er viðfelldið orð. Hugtakið, sem það ber á bak við sig, skildu allir, að í kauptún- um var rekin verzlun lands- manna. Þó hefir nafnið orðið að þoka fyrir öðru, sem þótti enn veglegra, kaupstaðúr. Það hefir og verið troðið niður með nafninu þorp, sem mönnum er gjarnt að setja í samband við þorpara og í ofmörgum tilfell- um hefir þetta farið saman. Tún er ræktaður reitur. Það er mál, sem 1,,-er og einn íslend- ingur, eftir sínu viti og þekk- ingu, ætti jafnan að fylgjast með hvernig ræktuninni miðar áfram í verzlun landsins. Það er ekki langt síðan, að danskar selstöðuverzlanir réðu yfir meginþætti í verzlunarmál- um landsins. Sú selstöðuverzlunin, sem stóðst einna lengst straumþunga nýbreytninnar í verzlunarmál- unum, var Thang og Riisverzlun í Stykkishólmi. Ég hika ekki við að segja það, að þar hafi að mestu valdið lipurð og léttlyndi verzlunarstjórans, Ágústs Þór- arinssonar. Ágúst Þórarinsson er fæddur á Stórahrauni á Eyrarbakka 13. sept. 1864. Hann ólst upp á Kópsvatni í Hrunamannahreppi hjá móðurbróður sínum, Sigurði Magnússyni, til 16 ára aldurs. Eftir það fór hann víða og starfaði að mörgu og kynntist nýjungum tímans i önn dags- ins. Það var hans skóli. Meðal annars lærði hann trésmíði. Að verzlunarstörfum komst hann í Ólafsvík árið 1886. Að þessari atvinnugrein hefir hann starfað síðan. Lengst af í Stykk- ishólmi. Hann á þvi 60 ára starfsafmæli á líðandi ári. Það, sem var erfiðasti þátturinn í starfi hans, en þó um leið hug- ljúfasti, voru fjárkaupin á haustin. Hann mun hafa manna lengst staðið í þessu starfi og vann hjá stærstu verzluninni á því verzlunarsvæði. Nú er þessi tilhögun afhent sögunni en önnur komin í stað- inn. Það er því vert að fara um hana nokkrum orðum. Frá verzlunum í Stykkishólmi voru menn sendir um þær sveit- ir, sem verzlunarsvæði hverrar þeirrar náði yfir. Stundum boð- uðu þeir markaði saman, en stundum pukraðist , hver sér. Verzlunarsvæði Thangverzlunar náði um alla Dali og mikið af Snæfellsnesi og Hnappadals- sýslu. Ágúst Þórarinsson. Ágúst fór um þessar sveitir: Laxárdal, Haukadal, Miðdali, Hörðudal, Skógarströnd/ Kol- beinsstaðahrepp, Eyjahrepp, Staðarsveit, Eyrarsveit og Helga- fellssveit. Það liggur í augum upþi, að þetta var mikið starf og erfitt, þegar tíð var rysjótt,vegir slæm- ir og allar ár óbrúaðar, og verk- inu þurfti að hraða. Fyrir þessa menn var lagt, að vigta hverja kind og gefa fyrir- fram ákveðið verð fyrir pundið, þó flokkað þannig, að 2—3 verð voru gefin fyrir pundið 1 lambinu eftir heildarþyngd. Sér- verð fyrir pundið i ánum, þó sundurgreint, hvort ærin var mylk eða geld. Þá í hrútum, sauöum o. s. frv. Þessu virtist nú vera fastar skorður settar, og útiloka samkepfmi. Þó var mik- ið kapp milli þessara manna, því hver vildi reynast sem nýt- astur í starfinu. Ágúst var fljót- ur að handleika reizluna, svo sumir seljendur fylgdust illa með bg lá við tortryggni. Var þá oft tekið það ráð að bjóða hóp- inn fyrir heildarverð eða kind- ina og heildin reiknuð út frá því. Þetta hafði þá tvo kosti, ef saman gekk, að viðskiptin gengu fljótar og báðir undu við. Lika var minni hætta á, að kindur úr hópnum færu til keppinaut- anna. Ýmsar endurminningar kann Ágúst frá þeim dögum, því oft voru menn góðglaðir og allir höfðu skemmtun af að tala við Ágúst, jafnvel þótt þeir verzl- uðu ekki við þá verzlun. Oft gat það verið til þess, að til hans hrykki kind og kind, sem upphaflega var ætlað annað og gat orðið vísir að meiri viðskipt- um. Ef ég ætti að lifa upp aftur eitthvað af lífinu, sagði Ágúst einu sinni vig mig, þá vildi ég helzt fjárkaupin. Gegnum margra ára viðskipti voru þessir aðilar farnir að þekkja hver annan svo vel, að þeir vissu hvað þeir máttu bjóða sér í því efni. Ýmsar sögur voru sagðar um þetta. Hann er sleipur hann Gústi, þegar hann er kominn í flauelsfötin, sögðu Dalamann. Flauelsfötin kölluðu þeir ft þau, sem voru að öllu áferðarfallegri en þeirra grófu vaðmálsföt, sem þá tíðkuðust og fundu þá skyldu hjá sér að koma ekki of nærri, svo að þau óhreinkuðust ekki, en með því fjarlægðust þeir líka reizsluna. Einn kom með 10 lömb (gras- lömb) og vildi ekki láta vigta. Ég gef þér fimm krónur fyrir lambið, Helgi minn, bauð Ágúst. Mér þykir það nú heldur lítið, segir Helgi. Ágúst þóttist fara nærri um reikningskunnáttu Helga og hvað hann mundi vilja fá fyrir hópinn. „Ég skal þá gera annað“, segir Ágúst, „læt þig hafa fimmtíu krónur fyrir hóp- inn“. Þessu gekk Helgi að og skildu þeir ánægðir. Einn kom á móti honum og bannaði að reizlan kæmi heim á sltt heimili. „Eftir langt þref fékk ég að leggja hana á tún- garðinn á meðan ég fór heim að kaupa féð, en aldrei hefi ég gert betri kaup“, er frásögn Ágústs. Fyrir gat komið, að menn urðu veðurfastir. Þá varð að gera sér eitthvað til afþreyingar. Ein- hvern tíma stóð svo á, að Ágúst varð að vera um kyrrt á kotbæ litlum, þar sem fólk var eitthvað á eftir tímanum. Biður hann þá húsfreyju að lána sér bók að lesa. Húsfreyja varð við bón þessari og léði honum vísnakver.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.