Tíminn - 09.01.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.01.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMIIVN, fiinmtudagiim 9. Jannar 1947 5. blað Sigurður Þorsteinsson: Alvöruorð um áfengismálin Þann 10. september 1908 gerði meirihluti þjóðarinnar, með at- kvæðagreiðslu, þá kröfu til lög- gj afarvaldsins, að löggilda að- flutnings- og sölubann áfengra drykkja, og tel ég víst, að sá meirihluti hafi gert það af sannfæringu um, að þjóðinni væri þá betur borgið en ella, ef ekkert áfengi væri til í landinu, og talið nauðsynlegt, að lög um það yrðu sett svo ákveðin og krókalaus, að þau kæmu að fullu gagni. Að því kom líka, að lög þess efnis voru samin og sam- þykkt á Alþingi 1909, en þau mættu strax þar andúð og mót- spyrnu ýmsra áfengisdýrkenda, og urðu því þá þegar svo mein- gölluð, sem raun varð á. Alls konar undanþágur voru veittar, er sumar litu mjög meinleysis- lega út, næstum eins og nálar- augu, en reynslan varð sú, að gegnum þessi nálaráugu gátu andbanningar farið með klyfj- aða asna af áfengi. Þrátt fyrir þetta gerðu lögin fyrsta kastið mikið gagn, hér í Reykjavík, og þá ekki síður í sveitum lands- ins. Síðustu mánuði vetrarins, er þau gengu í gildi, mátti það heita undantekning ef maður sást undir áfengisáhrifum á al- mannafæri, því flestir munu hafa álitið, að það væri lagabrot, sem varðaði refsingu. Lokadag- urinn 11. maí þá um vorið — er oft áður hafði verið all sukk- samur, — var þá eins og undan- gengnir mánuðir svo fnðsam- ur, að ætla mátti, að héf væri ekki til neitt það er gæti gert siðaða menn að óargadýrum. Mjög fljótlega fóru að heyrast raddir um það — og sumar þeirra úr ólíklegustu stöðum, — að það væri raunverulega, alveg saklaust þótt leyft yrði að flytja til landsins „létt vín“, og 1921 var það talin lífsn^uðsyn vegna saltfisksmarkaðar á Spáni að leyfa innflutning „léttra vína“ þaðan, og það var gert eítir að héðan höfðu farið þangað nokkrir „legátar“ til að afhenda Spánverjum kúlurnar, sem þaðan var svo skotið á bannlög- in. Löggæzlan hér, var frá upp- hafi svo ófullkomin, að ég'ekki segi hlutdræg, að óviðunandi var, og skal tilfært eitt dæmi um það af ótalmörgum. Kona ein hér i bænum mjög merk og mikilhæf, kom eitt sinn til mín snemma dags og bað mig að koma því til vegar ef mögulegt væri, að skip er kom á höfnina hér, frá Englandi, um morgun- inn, væri rannsakað, eins og heimild var til í hinum svoköll- uðu bannlögum —því þar væri innanborðs mikið af áfengi (vitanlega ólöglega innflutt). Ég vildi að sjálfsögðu verða þess- ari merku konu að liði, og fór til lögfræðings, er ég bar gott traust til, og.leitaði ráða hans. Hahn hringdi til bæjarfógetans, er þá var og fór fram á að fram- kvæmd yrði rannsókn í skipinu, en undirtektirnar voru fremur daufar, og meðal annars þær, að leit yrði ekki framkvæmd nema samkvæmt kæru sem staðfest væri fyrir rétti. Konan, sem ég áður nefndi, kvaðst eiga mjög erfitt með að fullnægja j þessari kröfu, þótt hún vissi, að þetta væri sorglegur sannleikur, þá myndi það hafa mjög illar afleiðingar fyrir sambúð vina sinna við nánustu ástvini, að hún staðfesti kæru á hendur þeim fyrir lagabrot, en hins vegar væri hún sannfærð um, að ef þetta áfengi kæmist í land, þá myndi það hafa miður æski- leg áhrif á heimilislíf þeirra, svo hér væri úr vöndu að ráða. Ég vildi fýrir hvern mun verða þessari heiðurs konu að liði, og bauð henni að kæra og stað- festa kæruna, því að ég væri sannfærður um að frásögn hennár væri á rökum byggð, en — svarið, sem vörður laga og réttar gaf, var þetta: „Það er ekki hægt að byrja á að leita I þessu skipi, því að það heíir ekki verið gert áður“. Svo fór um sjóferð þá, áfengið var allt flutt í land úr skipinu næstu nótt, og margir af helztu brodd- um bæjarins fengu víst góðan glaðning af því fyrir jólin. Svona var löggæslan á hér umræddum tíma, og svo komu hin „léttu vín“ til að bjarga útgerðinni!!! og auk þess „lækna- og kon- súla-brennivn“, Er það mjög undarlegt, þó bannlögin, sem aldrei voru í raun og veru ann- að en „pappírsgagn“ reyndust ekki haldgóð undir svona kring- umstæðum? Ég segi nei! Það er síður en svo undrunarefni, en með því er sífellt flaggað nú, að þau hafi orðið til hins verra, og aukið jafnvel drykkjuskap- inn, og margir virðast ekki veita því eftirtekt, eða jafnvel telja að það ,geri lítið til, þó hér í höfuðstaðnum sé daglega fyrir augum allra, stór hópur af ó- láns-fólki, körlum, konum og unglingum, sem orðinn er „af^ hrak og hreinsun veraldar“ vegna áfengisnautnar, og því miður er líklega víðar „pottur brotinn í þeim efnum, jafnvel æskulýðsskemmtanir í sveitum landsins, sums staðar, eru sagð- ar vera ómenning og svívirffing- í stað heilbrigðra og göfgandi skemmtana. Ég vil til dæmis benda á grein eftir sr. Helga Konráðsson, er nýlega birtist í „Eimreiðinni“ og hann nefnir: „Prédikun í Helvíti". Mér skilst að þar sé á skáldlegan en þó á- kveðinn hátt, lýst útiskemmt- un í sveit, er átti að byrja með guösþjónustu (ekki vantar hræsnina). Nú virðist loksins svo komið, að mörgum finnst að eitthvað þurfi að gera til að stemma stigu fyrir áfengisó- sóma þeim, er nú er orðinn yf- drifinn,' og eru ýmsar leiðir nefndar, það er talað um „skömmtun áfengis", „héraða- bönn“ og ýmislegt fleira, og er ekki annað en gott um það að segja, en — því miður óttast ég, að þessar ágætu leiðir séu ekki eða verði eins haldgóðar og þörf er á, og að ekkert dugi Víð /í/tí/n í þjóðfétagL Fáetn orð frá Voltaire gamla. Svo er talið, að andlegt frelsi Vesturlanda, hugsanafrelsi, mál- frelsi, skoðanafrelsi og trúfrelsi eigi engum einum manni meira að þakka en franska rithöfundinum Francais Marie de Voltaire. Þó að hann sé að vísu oft og víða nefndur og margir þekki nafn hans, er þekking margra á þessu andlega stórmenni harla lítil. Fimmtudagur 9. jan. Neyðarkallið Forystugrein Mbl. í gær er neyðarkall örvæntingarfullra manna. Uppistaða og undirrót skelfingarinnar er blátt áfram það, að unnið skuli vera að því að reyna stjórnarmyndun, án þess að spyrja Sjálfstæðis- flokkinn leyfis og leita til hans um forgöngu. Það er eins og þessi staðreynd hafi alveg gjörspillt ályktunar- gáfu ritstjórnarinnar. Fram- sóknarmenn og sósíalistar hafa léð máls á því, að styðja Al- þýðuflokksmann til stjórnar- forystu. Og vesalings Mbl. of- býður þessi mannvonzka við Alþýðuflokkinn. Þó segir það, að þessi maður sé „mætur,“ „vel að sér“ og „góður þegn.“ En hann „hefir enga æfingu til að mæta leikbrellum.“ Raunar segir blaðið sjálft í þessari sömu grein, að vandræð- in stafi af því, að þeir séu of- margir, „sem hugsa meira um það að leika á aðra og koma þeim í pólitískar herkvíar, held- ur en hitt, að vinna heiðarlega fyrir hag og heiður og framtíð lands og þjóðar.“ Það er þetta, sem er mergur- inn málsins. „Mætir menn“ og „góðir þegnar,“ sem „vinna Jieiðarlega" eru ákjósanlegri stjórnarforingjar en þeir, sem helzt hrósa sér af „leikbrell- um“ og klækjum. Hvernig gæti það verið fjand- skapur og fjörráð við Alþýðu- flokkinn að mynda stjórn uhdir forystu hans? Það geta senni- lega fáir skilið, þó að Mbl. tali um sjálfsmorð Alþ.fl., ef hann gangi að þessu. Það er bersýnilegt að það er fyrst og fremst hræðsla, sem kemur mönnunum til að rugla svona. Um hvað óttast þeir? Það fer vel á því að byrja þessa Mbl.grein með vangavelt- um um blaðamennsku, sem mið- ist við það, hvað hægt sé að telja þeim fákænustu trú um. En hér hefir Mbl. farið niður fyrir markið. Það getur enginn tekið mark á þessu rugli þess. Og umhyggja þess er fyrst og fremst umhyggja fyrir valda- aðstöðu og gróðamöguleikum braskaranna. Hvað er Pétur? Sjálft Mbl. viðurkennir ó- fremdarástand verzlunarmál- anna. En í eymd sinni og vesal- dómi reynir það að kenna Ey- steini Jónssyni um og koma á- byrgðinni af ólagi síðustu ára á hann. Þetta sýnir fyrst að jafn- vel heildsalablaðið, Mbl„ finn- ur að verzlunarmálin e ru ó- verjandi. En í stað þess að ræða þau af alvöru og heiðarleik er reynt að koma ábyrgð af þeim á hendur manns, sem ekki hefir að stjórn þeirra komið í meira en fjögur ár. Svo gæti verið að eitthvað af aðstandendum Mbl. skildi það, að það er nokkuð annað að fást við verzlun þegar erfiðlega árar og það þykir almennt kostur á vörum að þær séu ódýrar, eða þegar mikið er um peninga og menn kaupa hlutina hvað sem þeir kosta. Þannig er það margt, sem hægt væri að ræða við blaðið ef það vill ræða málin. En lítið gerir það úr Pétri Magnússyni, ef Eysteinn Jóns- son á enn að hafa allan veg og vanda af stjórn verzlunarmál- anna. Það munu heldur ekki vera til neinar aðgengilegar upplýs- ingar um baráttu og líf þessa manns i bókmenntum íslend- inga. Við vitum yfirleitt það helzt um hann, að hann var uppi á tímabilinu fyrir frönsku bylt- inguna miklu og byltingar- mennirnir voru að nokkru leyti lærisveinar hans og aðdáendur. Voltaire var fæddur í París 1694 og andaðist þar árið 1778. Hann var efnamanns sonur, settur til mennta í Jesúítaskóla, en gerðist ungur rithöfundur. Hann komst i árekstra við yfilr- völdin, var mildilega vísað úr landi og fékk tvívegis að dvelja í fangelsi. Þó var hann lengstum ævinnar frjáls þegn franska ríkisins og um tíma í miklum metum við hirðina frönsku. Samt fór svo, að hann settist að í Sviss og var þar lengi. En bæði var það, að maðurinn var viðurkenndur fyrir afburðagáfur og snilld og auk þess var hann sterkríkur, og hefir það hvort tveggja aukið öryggi hans. Voltaire skfifaði mikinn fjölda skáldrita og ærið misjafnra. Eitt af þeim hefir nú komið út á íslenzku og heitir Birtingur í þýðingunni. Það er ein af bók- unum í flokki þeim, sem Helga- fell gaf út og nefnir Lista- mannaþing I og hefir Halldór Kiljan Laxness þýtt. Sú saga er fyrst og fremst skop um gaml- ar riddaralistir o. þ. h. og sýnir hvernig Voltaire gat leikið sér að gömlum og hefðgrónum tízkulistum. Árið 1764 kom út vísindaleg orðabók eftir Voltaire. Það var ekki mikið rit að fyrirferð en síðari útgáfur jók hann við, unz ritið var orðið 7 þykk bindi. Þarna rakti Voltaire hugtökin og skýrði þau á alþýðlegan og gamansaman hátt af þungri al- vöru og nöpru háði. Hér verða birt örfá sýnishorn úr þessu merka riti, Þau sýna það vel, !þótt bæði séu fá og smá, hve glögíjt og ákveðið Voltaire skrif- aði, vægðarleysi hans og upp- reist gegn skoðunum og stjórn- arháttum aldarinnar og trú hans á óspillt manneðli. En það er einmitt sú trú hans, sem gerði hann að hetju í barátt- unni fyrir réttlæti, mannúð og andlegu frelsi, en sú barátta hefir gert nafn hans ódauðlegt í sögunni. Svo gefum við þá gamla manninum orðið: „Harðstjóri er sá þjóðhöfð- ingi, sem ekki þekkir önnur lög en eigin geðþótta, tekur eignir þegnanna undir sig og sendir þá í herferðir til að taka eignir nágrannanna“. í greininni um umburðar- lyndi er m. a. þessi klausa lögð í munn einræðisherrans: „Ég sit að tign og völdum, sem. fáfræði og auðtryggni hefir grundvallað. Ég geng yfir höfuð þeirra, sem hafa lagst í duftið við fætur mér. Ef þeir rísa upp og líta framan í mig, er ég glat- aður. Það er því nauðsyn að halda þeim í járnfjötrum við jörðina.“ Og Voltaire bætir við: „Þannig hafa þeir menn stjórnað, sem ofstæki aldanna hefir gert volduga. Það standa margir valdamenn undir þeim og aðrir undir þeim, og þessir höfðingjar allir auðgast af eig- nema algert og undanþágulaust aðflutningsbann, sem að und- angenginni allshérjar atkvæða- greiðslu yrði framkvæmt af samvizkusömum löggæzlumönn- um. Að síðustu vil ég segja það, að mér virðist þeir menn vera úr „skrítnum steini“ gerðir, er sjá hið ömurlega ástand er á- fengisbölið hefir skapað hjá stórum hóp hinnar uppvaxandi æsku, ef þeir ekki vilja með öllum löglegum ráðum koma í veg fyrir þá þjóðarógœfu, sem á- fengisnautnin nú er orðin í landinu. — þrátt fyrir margt, sem skeð hefir á síðustu árum, hefi ég ennþá það traust á sið- ferðisþroska og ættjarðarást mikils meirihluta íslenzku þjóð- arinnar, að hann muni hvenær sem er, með atkvæðum sínum krefjast algerðrar útrýmingar áfengis úr landinu, og að lög séu sett um það svo ákveðin og krókalaus, að hver einasta manneskja, hvort. sem er karl eða kona, er fyrirfinnst undir áfengisáhrifum, sé full sönnun fyrir lagabroti og verði að þola refsingu, og skýra frá hverjum þeim, er meðsekur kann að vera í hverju einstöku tilfelli. — Það hafa verið uppi raddir um það, að ríkissjóðurinn gæti ekki verið án þeirra mörgu miljónatuga, er hann fær í tekjur af áfeng- issölunni, en ég vil minna á, að eftir einum af mestu þjóoskör- ungum Breta á öldinni sem leið, eru höfð þau ummæli, „að sú þjóð, er ekki notaði áfengi, yrði aldrei í vandræðum með fjár- hag sinn“. Þessum orðum hans er betur trúandi en þeirra, er vilja selja gæfu og andlegt frelsi þjóðarinnar fyrir áfengisgróða. Sú viðbára, að leyfilegt þurfi að vera vínveiting til erlendra gesta, er ekki svara verð. Þar nægii' að-benda á Alþingishá- tíðina 1930. Tryggvi Þór- hallsson veitti ekkert vín, og Áfengisverzluninni var lokað fyrirvaralaust 3 dögum áður. Þess vegna, meðal annars varð hátíðin þjóðinni og stjórninni til sæmdar. Vinntð ötullega fgrir Tímann. Auglýsið í Timaiinm. um fátækra manna, nærast af blóði þeirra og hlæja að heimsku þeirra. Þeim býður öllum við umburðarlyndi, eins og her- menn, sem hafa auögatí sig á almennings kostnað, hræðast að gefa skýrslu og harðstjórar hræðast orðið frelsi. Til að full- komna ógæfuna, safna þeir svo hávaðamönnum kringum sig og þeir hrópa hárri röddu: Virðið ofbeldi herra míns. Óttist, borgið og þegið!“ Þetta er sagt vegna stríðsins. „Hvað verður af mannúð, góð- gerðum, siðprýði, hófsemi, mildi, vizku og ráðvendni, og hvað varðar mig um þessar dyggðir, meðan hálft pund af blýi, sem hleypt er úr byssu á sex hundr- uð feta færi, tætir mig í sundur, svo að ég dey tvítugur með ólýs- anlegum kvölum, meðal 5 eða 6 þúsund annarra deyjandi manna. Á dauðastundinni sé ég bæinn, sem ég er fæddur í, eyðilagðan af eldi og járni og síðustu orðin, sem eyru mín greina, er neyðaróp kvenna og barna, sem farast undir rúst- unum, og þetta allt er gert til að geðjast einhverjum, sem mér er ókunnur. Um ættjarðarástina segir Voltaire: „Það er sorglegt, að maður verður oft til þess að geta tal- izt góður ættjarðarvinur, að’ hata alíar aðrar þjóðir. Cato Getur Gísli svarað? Þó að mér hafi hingað til reynzt ómögulegt að fá Gísla Jónsson til að verja eða afsaka kosningafullyrðingar sínar, þyk- ir mér ástæða til að minna enn á eina fullyrðingu hans frá kosningabaráttunni í vor. Hann hélt því þá fram á fundum, að Vilhjálmur Þór hefði komið til og'eyðilagt samtök útvegsmanna um olíusamlög og sameiginleg innkaup á olíum. Það er nú komið í ljós að hverju Vilhjálmur Þór hefir unnið í olíumálunum og þáttaka olíusamlaganna í hinum nýja félagsskap virðist benda til þess, að útvegsmenn líti öðru vísi á málin en Gisla sagðist frá, þeg- ar hann var að leita kjörfylgis í Barðastrandarsýslu síðastliðið vor. Mér finnst rétt að halda á loft kosningafullyrðingum Gísla Jónssonar og gefa mönnum kost á að meta gildi þeirra í ljósi staðreynda, þegar annað traust- ara fæst til að byggja skoðanir sínar á, en fullyrðingar mis- jafnlega hlutvandra manna. Enn sem fyrr mælist ég til þess, að Gísli Jónsson standí við orð sín frá vorinu og verji þau með rökum, eða að öðrum kosti sýni þann manndóm og ráð- vendni að taka þau aftur. Hann var duglegur að skrifa blaða- greinar og láta tala við sig hér áður, og ætti enn að geta varið kenningar sínar, ef þær skyldu vera réttar. Halldór Kristjánsson. Stökur Ábyrgðin er orðin sljó, illa úr málum greiðist. Nú er lofað síld i sjó, I Sem ei alltaf veiðlst. * Nú vill enginn færa fórn, fjármál til þess benda. Hvenær skyldi koma stjórn? Hvar á þetta að lenda? G. G. gamli var góður borgari, og hann sagði alltaf, þegar hann tók til máls í öldungaráðinu: / „Þetta legg ég til hér og í öðru lagi legg ég til, að Karþagó- borg verði eydd.“AÖ vera góður ættjarðarvinur, það er að óska þess, að sin borg verði auðug af verzlun og voldug af vopnum. Nú getur ekki eitt land unnið án þess að annað tapi og getur því ekki sigrað, án þess aö valda einhverjum auðnuleysi. Þannig eru kjör mannanna. Að óska landi sínu auðs og vald.a, er að óska grönnum sín- um ills. Sá, sem vildi helzt að land sitt hvorki stækkaði né minnkaði, væri heimsborgari.“ „Sá, sem brennur af þorsta eftir metorðum og völdum, hrópar um ást sína á ættjörð- inni, en í raun og veru elskar hann bara sjálfan sig.“ Um dyggðir segir svo: „Við lifum í þj óðféjagi, því er okkur ekkert vel gert nema það styðji heill samfélagsins. — Dyggð mannanna eru vixli velgerða, sá, sem ekki tekur þátt í þeim samskiptum getur ekki talizt með.“ Voltaire gerir svolátandi grein fyrir vonzku heimsins: „Segjum að mennirnir séu einn milljarður, — þeir eru auð- vitað miklu fleiri. Þá væru um 5Ó0 miljónir kvenná, sem sauma, spinna, fóstra börn, annast hús

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.