Tíminn - 10.01.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.01.1947, Blaðsíða 1
! RITSTJÓRI: ! ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON FRAMSÓKNARFLOKKURINN \ Símar 2353 og 4373 FRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: * EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Sími 2323 31. árg. iteykjavík, föstudagiim 10. janúar 1947 6. hlað ERLENT YFIRLIT:' Styrjöldin gegn yfirdrottnun Frakka í Indó-Kína Seinustu vikurnar hefir næstum daglega verið getið í útvarps- fréttum um bardaga í Indó-Kína milli hersveita innfæddra manna þar og franska setuliðsins. Þótt Frakkar virðiSt halda all- fast í rangfenginn hlut sinn, mun þeim deilum vart ljúka nema á einn veg. íbúarnir munu fyr en síðar heimta frelsi sitt. Inn- rás Japana í nýlendurnar í Asíu hefir haft þá heimssögulegu þýðingu, að þjóðirnar þar hafa vaknað til sjálfstæðis og mann- dóms, þegar losnaði um gömlu kúgunarböndin. Þetta sázt á Jövu í fyrra og'sézt í Indó-Kína og Burma nú. Vel má og nefna Indland og Kína í þessu sambandi. Asía hefir vaknað og það mun gerbreyta svip heimsmálanna á komandi áratugum. Sú ríkjasamstæða, er nefnist Indó-Kína, var endur fyrir löngu frægt og voldugt menn- ingarríki. En menningu og Ho Chi Minh. manndómi ibúanna hnignaði Þegar Evrópuþjóðirnar tóku að leggja Kínaveld undir sig á 19. öldinni, tóku Frakkar Indó-Kina í sinn hlut. Þeir skiptu landinu í fimm umdæmi: Cochin-Kina (24 þús. fermílur), sem var í beinu stjórnarsambandi við Frakka og kaus fulltrúa á franska þingið, Cambodia (70 þús. fermílur), sem var vernd- arríki undir leppstjórn keisara, Laos (100 þús. ferm.), sem var verndarríki undir stjórn all- margra smákónga, Annam (58 þús. ferm.) og Tonkin (43 þús. ferm), sem voru verndarríki undir stjórn sameiginlegs lepp- keisara. Fyrir stríðið var íbúa- talan, sem hér segir: Cohin- Kína 4.6 milj., Cambodia 3.1 ERLENDAR FRÉTTIR Brezku hernaðaryfirvöldin af- hentu egipzku stjórninni í fyrradag flotastöð sína í Al- exandríu. Flotastöð þessa hafa Bretar haft í 60 ár og hefir hún verið þýðingarmesta flotastöð þeirra við Miðjarðarhaf. Fulltrúar Breta og Rússa í eítirlitsnefndinni í Tokio hafa gagnrýnt hernaðarvöld Banda- ríkjamanna og japönsku stjójn- arinnar fyrir slælega framgöngu gegn japönskum hernaðarsinn- um. Vassilievski, yfirmanni rúss- neska hersins, hefir verið boðið til London og hefir hann þegið boðið. Franska stjórnin hefir sent aukinn liðsafla til Indó-Kína og segist ráðin í því að kveða mót- stöðu Vietnambúa niður. í Palestínu hefir Bretum tek- izt að handsama nokkra af helztu forsprökkum óaldar- flokks Gyðinga. milj., Laos 1.0 milj., Annam 5.8 milj. og Tonkin 8.0 milj. Yfirstjórn Frakka miðaðist mest við það að hagnast á auð- æfum landsins, einkum þó hrís- grjónaræktinni, sem er aðalat- vinnuvegurinn. Verkleg menn- ing er því á lágu stigi og ándleg menning þó enn minni. 60% íbúanna eru taldir ólæsir. Þjóð'- ernissinnai færa það t. d. á syndareikning Frakka, að þeir hafi látiö stofnsetja þar marg- fallt fleiri ópíum- og vínbúðir en skóla. Stjórn Frakka hefir líka mætt andstöðu ibúanna frá öndverðu, en Frakkar kváðu hana lengi vel niður með harðri hendi. Þjóðernishreyfingin magnaðist um allan helming á stríðstár- unum er Frakkar gátu ekki lengur beitt harðstjórninni. Öfl- ugust varð hún i Annam og Tonk- in. Eftir*stríðslokin sáu Frakkar þann kost vænstan að ganga til samninga við þjóðernissinna og viðurkenna Annam og Tonkin sem sjálfstætt lýðveldi undir nafninu Vietnam. Það skildi þó vera áfram í indo-kínverska ríkjasambandinu, er teldist áfram til franska heimsveldis- ins. Það skyldi fara sjálft með öll innanlandsmál sín, en Frakkar annast utanríkismálin. Frakkar skyldu hafa flutt allan her sinn úr landinu innan 5 ára Bráðabirgðasamningur var gerður um þetta i fyrra vetur, en fullnaðarsamningur skyldi gerður siðar. Fljótt tók að bera á því, að þetta samkomulag var illa haldið af báðum. Stjórnin Vietnam tók áð seilast til áhrifa i Cochin-Kína og Frakkar höfðu óleyfileg afskipti af ýmsum málum Vietnam ríkisins. Til raun, sem gerð var í sumar til að ganga frá fullnaðarsamning- um, misheppnaðist alveg, og var bráðabirgðasamningurinn þá framlengdur. Deilurnar hófust þó fyrir alvöru, þegar Frakkar rufu samkomulagið með því að leggja innflutningstoll á vörur sem komu til Viejnam. Heita má, að síðan hafi verið stöðug- ur skæruhernaður í landinu. Þjóðernissinnar virðast hafa allmikinn og furðulega vel æfð- an her, sem nýtur tilsagnar japánskra herforingja. Forseti Vietnamríkisins, er stjórnar baráttu þjóðernissinna er ævintýramaður mikill. Hann heitir Ho Chi Minh og er Ann- ambúi að uppruna. Faðir hans var embættismaður, er tók þátt í þjóðernishreyfingunni. Þegar hann var 19 ára (1911), voru faðir hans, systir og bróðir dæmd í ævilangt fangelsi fyrir andstöðu gegn Frökkum. Sjálf- ur slapp hann nauðulega til Frakklands. Þar gekk hann flokk jafnaðarmanna, varð síð- ar kommúnisti og fór til Moskvu. Kommúnistar þar settu hann til mennta, gerðu hann að rússneskum borgara og sendu hann síðan sem stjórnar erindreka til Kína'. Tók hann sér þá nafnið Song Man-tcho Hann komst í ónáð hjá Kín- (Framhald á 4. siðu) Ólafur gafst upp eftir 90 daga Stuðningslið hans mun reyna að hindra sérhverja heilbrigða stjórnarmyndun TVEIR ÞJOÐHÖFÐINGJAR Mynd þessi var tekin af þeim Gusaf Svíakonungi og Júlíönu Holllands- prinsessu, þegar hún heimsótti hann á síðastl. vori. Konungurinn er að færa henni gimsteinakassa að gjöf. Olafur Thors gafst endanlega upp við stjórnarmyndun sína í fyrrakvðld. Hann hafði lýst því yfir á fundi samninganefnda Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins kvöldið áður, að hann teldi þýðingarlaust að halda viðræðum lengur áfram. Þó vay reynt af hálfu ýmsra liðsmanna hans í fyrrad.í.g að taka samn- inga upp aftur. Um kvöldið mun Ólafur hafa verið kominn að raun um, að tilraunir þessar myndu vonlitlar og hann myndi ekki fá lengri frest hjá forsetanum til að halda þeim áfram. Niðurstaðan varð því sú, að hann fór á fund forsetans og lýsti sig uppgefinn. Tvelr skipverjar á togaranum Maí drukknuðu í fyrradag \iinar |icirra drukknáði, [tegar liaim var að reyna að lijarga hiiium í fyrrinótt vildi það sorglega slys til, að tveir menn drukknuðu af botnvörpungnum Maí frá Hafnarfirði, er skipið var statt á veiðum út af Vestfjörðum. Tíminn heflr fengið eftirfarandi upplýsingar um slysið frá bæjarútgerðinni í Hafnarfirði. » a i'' gærmorgun barst fram- kvæmdastjóra bæjarútgerðar- Sjór flæðir inn í hús í Keykjavík Við stórstraumsflóð í gær- morgun flæddi sjór inn í kjall- ara margra húsa í miðbænum. Kemur slíkt ekki fyrk- nema i aftaka flóðum og hefir varla komið fyrir nokkurn tíma í svo stórum stil sem i gær. MeÖal þeirra húsa sem flæddi inn í var pósthúsið í Reykjavík. Þaí flæddi um öll gólf böggla- póststofurnnar, sem er i kjall- ara hússins og var það einungis fyrir snarræði starfsmanna bögglapóststofunnar að hægt var að varna því að bögglar skemmdust, eða eyðilegðust. Má búast við, að skemmdir hefðu orðið fyrir tugi þúsunda króna, hefði flóðið komið að næturlagi og engir starfsmenn hefðu verið nærstaddir. í allan gærdag var öklaflóð í kjallaranum og raf- magnsdæliyr notaðar til að dæla sjónum út. Bögglarnir voru í hrúgum uppi á geymsluhólíun- um, þar sem vatnið náði ekki til þeirra. Þrátt fyrir þessi erf- iðu skilyrði gegndu starfsmenn bögglapóststofunnar störfum sínum í allan gærdag, eins og venjulega. Þetta atvik ætti að verða mönnum til áminningar um það, hve illa er búið að póst- starfseminni með húsnæði. Heita má að kjallarinn undir pósthúsinu sé orðinn algerlega ófullnægjandi fyrir bögglapóst- stofuna, svo umfangsmikil starf- semi, sem þar er nú rekin. Þótt ekki sé flóðum til að dreifa eru starfsskilyrðin afleit þarna i kjallaranum sökum þrengsla og slæms aðbúnaðar. Á þessu stigi verður ekki sagt um það með neinpi vissu, hvað einkum hafi strandað stjórnar- myndunartilraun Ólafs, sem raunverulega er búin að stánda síðan 10. okt., er stjórnin sagði! af sér, eða í 90 daga. Einna trú- j legast er, að honum og liðs- mönnum hans hafi reynzt of- vaxið að finna leiðir út úr því öngþveiti, sem stjórn hans er búin að skapa. Það kann og að hafa ráðið nokkru um þessa niðurstöðu, að innan Sjálfstæðisflokksins hefir verið vaxandi andstaða gegn áf ramhaldandi stj órnarf orustu Ólafs og hann hafi því ekki treyst sér til að sveigjá flokk- inn eins að vild sinni og áður. í. Alþýðuflokknum og Sósíalista- flokknum var mjög sterk and- staða gegn stjórnarforustu Ól- afs, en hann átti líka áhrifa- mikla talsmenn í báðum flokk- um, ekki síður þeim síðarnefnda. Verður ekki annað sagt en að Sósíalistaflokkurinn hafi leikiö mjög aumkunarvert hlutverk í þessum málum, þar sem blað hans hefir mjög réttilega lýst manngildi Ólafs, en á sama tíma hefir flokkurinn skipað nefnd til að ræða um stjórnarmyndun undir forustu hans. Með því lýsti flokkurinn sig reiðubúinn til að óijierkja öll hin stóru orð sín um ðlaf, ef hann fengi fyrir það nægileg fríðindi. Flokki, sem þannig viröist reiðubúinn til að svíkja yfirlýsingar sínar, er ekki gott að treysta. Það mun líka vera staðreynd, að súmir áhrifamestu leiðtogar Sósíal- istaflokksins hafi lýst sig reiðu- búna til að ræða aftur við^Ólaf um stj^rnarmyndun undir för- (Framhald á í. síðu) STEFÁN JÖHANN REYNIR NÆST Tímanum barst í gær- kvöldi svohljóðandi frétta- tilkynning: frá forsteta fs- iands: Miðvikudaginn 8. janúar tjáffi Ólafur Thors forsæt- isráffherra forseta íslands; að tilraunir hans til stjórn- armyndunar hefffu ekki boriff árangur og teldi hann tilgangslaust aff halda þeim áfram. Fimmtudaginn 9. janú- ar tók förmaður Alþýðu- flokksins, Stefán Jóhann Stefánsson, að sér, sam- kvæmt tihnælum forseta, aff gera tíiraun til stjórn- armyndunar, og mun því hraffaff eftir föngum. innar í Hafnarfirði skeyti frá skipstjóranum á bv. Maí, þar sem hann tilkynnti, að tveir há- setar, Einar Eyjólfsson til heim- ilis að Jófríðarstaðavegi 15 og Steindór Sveinsson til heimilis að Suðurgötu 73 Hafnarfirði, hefðu báðir drukknað þá um nóttina. Samkvæmt símtali, sem fram- kvæmdastjórinn átti við Bene- dikt Ögmundsson skipstjóra á bv. Maí, er hann var staddur á Patreksfirði um hádegið i gær, voru nánari tildrög slyssins þessi: Skipið var að veiða úti fyrir Vestfjörðum og var veður ekki slæmt. Verið var að innbyrða vörpuna, þegar Einar tók ÚN Kastaði Steindór sér þá þegar til sunds til að reyna að bjarga Einari, en það tókst ekki og drukknuðu þeir báðir. Nátt- myrkur var og töluverður sjór. Misstu skipverjar því fljótt sjón- ar af þeim. Skipstjóri fékk þeg- ar í lið með sér skip er voru á sömu slóðum og var leitað lengi en án árangurs. Einar Eyjólfsson var 22 ára að aldri, sonur Eyjólfs Kristjáns- sonar sparisjóðsféhirðis og konu hans. Hann lætur eftir sig unn- ustu. Steindór var 23 ára, bróð- ursonur skipstjórans, sonur Sveins Ögmundssonar prests í Kálfholti. Hann lætur einnig eftir sig unnustu. Báðir þessir menn höfðu ný- lokið prófi frá Stýrimanna- skólanum og þóttu hinir efni- legustu menn í hvívetna. Glæsilegur igur Skákmótinu í Hastings í Englandi er nú lokiff og hafa íslend- ingar sérstaka ástæffu til aff gleffjast yfir úrslitunum þar. Guff- mundur S. Guffmundsson, eini ísle#idingurinn sem þátt tók í mótinu varff þriffji efsti maffur aff vinningatölu. Það er glæsilegur sigur, sem heita má. Byrjaði hann snemma Guðmundur hefir hér unnið og á 1 að tefla, eða e^ hann var 12 ára hann þakkir skilið fyrir frammi- ! stöðuna, sem er honum sjálf- um o.g þióð hans til hins mesta ; sóma. Það er ekki oft, að ís- lendingar standa sig svo glæsi- lega í keppni við aðrar þjóðir. Skákmótinu lauk i fyrrakvöld með sigri brezka skákmeistar- ans Alexanders, sem hafði 7y2 vinning. Annar varð dr. Tarta- ’ kower með 6y2 vinning og þriðji; Guðmundur S. Guðmundsson | með 6 vinninga. Er það í fyrsta sinn síðan 1935 að Bretar vinna mótið. Úrslit mótsins urðu annars sem hér segir: 1. Alexander (Bretland) 7y2 2. Tartakower (Pólland) 6y2 3. Guðmundsson (íslandy 6 4. Yanovsky (Kanada) 5 5,. Abrahams (Bretland) 4 5. Golombeck (Bretland) 4 7. Raizman (Frakkland) 3 8. Wood (Bretland) 2y2 9. Aitken (Bretland) 2 10. Prinz (Holland) iy2 Guðmundur S. Guðmundsson skákmaður er fæddur í Reykja- vík 1918. Foreldrar hans eru hjónin Júlíana Sveinsdóttir úr Önundarfirði og Guðmundur Jónsson af Akranesi. Guðmund- !ur Guðmundsson hefir alið all- ’ an sinn aldur í Reykjavík, að Guð'murtdur S. Guðmundsson. gamall. Var það í K.F.U.M. í Reykjavík, sem hann byrjaði og fékk strax mikinn áhuga fyrir skákíþróttinni. Hefir hann alla tíð síðan gert mikið að því að. tefla og jafnframt lesið mikið um skák. Er það ekki óalgengt að hann beri skákbók og vasatafl á sér á daginn. Guðmundur hefir stundað nám við Laugarvatnsskólann og Iðnskólann, en er annars mikiö sjálfmenntaður. Hann er tré- smiður að atvinnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.