Tíminn - 10.01.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.01.1947, Blaðsíða 2
2 TlMIMV. föstmlaglim 10. jaiinar 1947 6. blað PALL ÞORSTEINSSON: Sveit og bær IV. Hátekjur og laun, , Föstudagur 10. jon. Síldarskatturinn og Morgunblaðið Hvanæva berast nú fregnir um andúð manna við síldar- skattinn. Útvegsmenn og sjó- menn hafa samþykkt mótmæli og allir þeir, sem vilja taka al- varega á atvinnumálunum, líta þessi lagaákvæði illu auga, sem von er. Mbl. er í vandræðum að verja þetta ástfóstur sitt. En brask- arastéttin, sem á að fá gálga- frest við sukk og svindl í skjóli þessa lagaákvæðis, skipar blað- inu að verja þau. Og vesalings skilmingaþrælarnir fara af stað til að sýna einhverja tilburði. Það helzta, sem Mbl. finnur þessum nefskatti til varnar, er það, að gróðinn myndi fara í ríkissjóðinn hvort eð væri vegna skattalaganna. Hafa menn gleymt því að til eru skattalög? spyr Mbl. Fyrir hverja er þetta skrifað? Það er víst áreiðanlega ekki skrifað fyrir þá, sem vita það, að útvegsmenn mega draga halla og tap undanfarftina ára frá gróða sínum áður en skatt- urinn legst á tekjur þeirra. Síldargróði 1947, ef til kæmi, gæti því borgað' halla áranna 1946 og 1945 áður en skatta- lögin snertu hann. Margir síld- arútvegsmenn standa nú undir rekstursskuldum frá þeim árum og veitti því ekki af einhverjum afgangi á komandi síldarvertíð til að'jafna metin. En Mbl. er ekki skrifað fyrir fólk, sem veit þetta. í öðru lagi eru til lagaákvæði um það, að útvegsmenn, sem keypt hafa skip sln nú í dýr- tíðinni, mega verja allveruleg- um fjárhæðum í afskriftir skipa sinna. Ekki borga þeir skatt af þeim tekjuafgangi, sem til þess fer. En Mbl. er ekki skrifað fyrir þá, sem hafa vit á þessu. Skattalögin ná því aðeins til þeirra, sem kynnu að grseföa verulega umfram reksturshalla tveggja síðustu ára og lögleyfð- ar afskriftir. Það er þvi talsvert annað, að búa undir þeim, eða mæta þessum nýju bjargráðum, sem leggja nefskatt á hverja síld, sem veiðast kann, hvort sem útgerðin ber sig eða ekki, og hver sem hlutur sjómanna er. En Mbl. er ekki skrifað fyrir þá, sem skilja þetta. Það er von, að Mbl. geti talað um blaðamennsku, sem miðast við það, hvað hægt er að telja þeím fáfróðustu trú um. Réttlát skattalög miðast við raunverulegar tekjur manna eins og þær verða í reyndinni, en ekki tollinn og verðfellingu á afla, sem enginn veit fyrir- fram hvernig afkomu gefur. Þau taka kúfinn af síldargróðanum, en íþyngja ekki skuldugum út- vegsmönnum og aflalágum sjó- mönnum, eins og sídarskattur- inn. Þegar þessi síldarskattur var samþykktur á Alþingi, var tals- verður síldarafli rétt við Reykja- vikurhöfn, inni á Kollafirði. En- það gengur oft nokkuð erfið- lega að koma aflanum þaðan í verð. Sj álfstæðisbjafðð Vísir hefir nú lagt til að samþykkja ríkisábyrgð fyrir Kollafjarðar- síldina eins og þorskinn.. Ráð Sjálfstæðisflokksins er þvi í stuttu máli þetta: Lagður er á síldarskattur til að ábyrgj- .Fyrir nokkrum misserum var gerð nákvæm athugun á tekjum stéttanna í þjóðfélaginu. Er það yfirlit byggt á skattframtölum landsmanna fyrir árið 1942. Sú stétt manna, sem þá taldi fram hæstar tekjur, eru yfirmenn á skipum, sem eru 100 smálestir og þar yfir. Hreinar tekjur þeirra voru að meðaltali 37.900 kr. Af þessum mönnum voru 330 búsettir í Reykjavík, 73 í öðrum kaupstöðum, 26 í kauptúnum, en aðeins 4 í sveitum eða smá- þorpum. Reykvíkingarnir voru og hinir tekjuhæstu, því að þeir út af fyrir sig höfðu að meðal- tali 39.500 kr. í hreinar tekjur. í næst hæstu tröppu tekju- stigans stóðu þeir, sem stunda verzlun og viðskipti. Þar er um 829 skattþegna að ræða. Áttu 528 þeirra lögheimili í Reykja- vík, 168 í öðrum kaupstöðum, 104 í kauptúnum og 29 í sveitum og þorpum. Meðaltekjur þessara framteljenda voru 30.800 kr. nettó. Verzlunarmennirnir í Reykjavík réðu þó úrslitum um það, að meðaltalið varð svona hátt, því að þeir höfðu 37.500 kr. hreinar tekjur að meðaltali. Verzlunarmenn í kauptúnum og sveitum höfðu hins vegar að- eins 12—16 þús. kr. tekjur. í þriðja flokknum eru for- stjórar við fiskveiðar og skipa- útgerð. Hreinar tekjur þeirra reyndust 27.900 kr. Þetta er fá- mennur hópur framteljenda og er enginn þeira búsettur i sveit. Þeir, er búsetu áttu í kauptún- um, höfðu þó aðeins 15.600 kr. tekjur, en Reykvíkingarnir 33.500 kr. til jafnaðar eða nær- ast þorskverðið, en siðan tekur ríkið ábyrgð á síldarverðinu! Það vantar ekki slynga fjár- málamenn í Sjálfstæðisflokk inn, — menn, sem finna bjarg- ráð fyrir atvinnuvegina, án þessa að koma óþægilega við stórgróða milliliðanna! Hafir þú, lesari minn, átt blíða og ástríka móður, og þekkt hið ómælanlega kærleiksdjúp sem móðurhjartað hefir að geyma, veit ég að þú skilur til- finningar mínar, á ferð þeirri er ég ætla nú að segja frá, betur en ég er fær um að lýsa með orðum mínum. Veturinn 1913—14 var mér að flestu leyti böli blandinn. Þann vetur dr'eymda mig einhverju sinni að annar handleggur minn var af mér höggvipn upp við öxl. Var það hinn hægri, og réð ég þaö á þá leið, að brátt mundi dauðinn nær mér höggva, því hvorki þóttist ég sjá vopn né veganda. „Allt kemur senn að svinn- um,“ hugsaði ég, er ég dag einn í miðjum marzmánuði fékk bréf frá móður minni er þá áfti heima á Múla á Múlanesi. Gat hún þess að hún lægi veik, og að hún mundi ekki fleiri sóttir taka. Vissi ég að það mundi orð að sönnu, því ekki var hún vön fellt 6 þús. kr. fram yfir meðal- tekjur í þessum flokki. Sú stétt, sem var hin fjórða I röðinni, eru forstjórar við iðju og iðnað. Var fullur helmingur þeirra búsettur í Reykjavík, þegar framtöl voru gerð fyrir árið 1942. Meðaltekjur stéttar- innar voru 21.800 kr. Einnig í þessum flokki settu Reykvík- ingarnir metið, því að forstjór- arnir við iðnaðinn þar höfðu að meðaltali £6.100 kr. hreinar tekjur. Svona mætti lengi telja, en þessi dæmi verða látin nægja að sinni. Þau gefa auga leið um það, hvar hátekjumennina í þjóðfélaginu er að finna. Samkvæmt launalögunum er öllum starfsmönnum ríkisins skipt I 16 launaflokka eftir hæð launanna. Grunnlaun í 1. flokki eru 15 þús. kr., en I 16. flokki 3.600 kr. Hér skal talið, hvaða emb- ættismenn skipa hæstu launa- flokkana. i Fyrsti launaflokkur: ! Ráðherrar og hæstaréttar- dómarar. Annar launaflokkur: Póst- og símamálastjóri, pró- fessorar í læknisfræði, sem jafnframt eru yfirlæknar við Landsspítalann og forstöðumað- ur Rannsóknarstofu háskólans. Þriðji launaflokkur: Landlæknir, biskup, vega- málastjóri, vita- og hafnar- málastjóri, húsameistari ríkis- ins og forstjóri Skipaútgerðar- innar. Fjórði launaflokkur: Skrifstofustjórar í stjórnar- ráðinu, aðalendurskoðandi rík- isins, sendiherrar, skrifstofu- stjóri Alþingis, hagstofustjóri, borgardómari, borgarfógeti, lög- reglustjóri, sakadómari, toll- stjóri í Reykjavík, berklayfir-' læknir, fræðslumálastjóri og út- varpsstjóri. að kvarta, þótt oft hefði hún harðji baráttu- háð við óblíð ör- lög. Óskaði hún þess, að ég gæti komið á fund sinn, svo hún gæti enn einu sinni fengið að sjá mig, og að hún gæti kvatt mig í hínzta sinn. Réð hún mér til að verða samferða Sumar- liða pósti er þá var í póstferð á Bíldudal. En ég þóttist sjá að ferð Sumarliða tæki um 3 daga þar sem hann þurfti fyrst að fara á Patreksfjörð, síðan yfir heiði og inn með allri Barða- strönd, og gæti þá svo farið að ég næði ekki móður minni lif- andi. Réð ég því af að fara held- ur einn, og halda stytztu leið. Fékk ég síðan flutning í Trost- ansfjörð og gisti þar um nóttina hjá góðkunningja mínum, Bjarna bónda Arngrímssyni. Áður en ég lagði af stað um morguninn benti Bjarni mér á það, að öllu betra mundi mér að fara Lækjarheiði en Breiða- skarð, þótt nokkru væri sú leið lengri. „Nei,“ svaraði ég „að Fimmti launaflokkur: Ríkisbókari og ríkfLsféhirðir. Yfirlæknar á Vífilsstöðum, Kleppi, Kristnesi og Landsspít- alanum. Prófessorar, háskóla- bókavörður, rektorar, skatt- stjórinn í Reykjavík, forstöðu- maður rafmagnseftirlitsins, for- stjóri Landssmiðjunnar og Rík- isprentsmiðjunnar Gutenberg, forstjórar Áfengisverzlunar og Tóbakseinkasölu og lyfsölustjóri. Áður hefir verið að því -vikið, að stærstu fyrirtækin, sem Það mætti ætla að Mbl. væri afbragð annarra blaða um menningarbrag og skilning á menntámálum, þar sem ritstjóri þess er formaður menntamála- ráðs. Þó tel ég vafasamt að al- mennir lesendur finni það á blaðinu, enda mun vera mis- jafn sauður í því fé, sem leyn- ist bak við ábyrgð ritstjórans. Því er haldið fram í Mbl. I dag að ég sé mesti ritsóði Tím- ans. Raunar hygg ég að greind- arlegra hefði verið að láta þeirri fullyrðingu fylgja önnur sýnishorn en þau, sem blaðið birtir, því að ég geri ekki ráð fyrir því, að lesendum blaðsins finnist þau sóðaleg. Hvað er það, sem Mbl. þykir sóijaskapur í ritmennsku? Ég hefi mótmælt því, þegar formaður Viðskiptarláðs gefur rangar upplýsingar um gjald- eyriseign og gjáldeyrtenotkun þjóðarinnar. Ég hefi bent á að einstakir menn hafi byggt sér til gam- ans fyrir stórfé og reynt að fá það upplýst hvaðan þeim hefði komið fé til þess. Ég hefi skrifað nokkrar grein- ar til að reyna að fá menn til að hugsa alvarlega um áfengis- málin. Ég hefi stundum reynt að leggja ræktun landsins og Múla skal ég nátfttað hafa í nótt, eða liggja dauður ella.“ En er Bjarni sá að ekki dugði að reyna að breyta áformi mínu fylgdi hann mér upp á hjallana, og sýndi mér hvar ég skyldi halda upp í Skarðið. Kvöddumst við síðan, og óskaði hann mér góðrar ferðar. Var þá “klukkan 8 að morgni. Hélt ég síðan sem leið liggur yfir Breiðaskarð, um eða fyrir Vatnsfjörð, yfir Þingmannaheiði og kom að Múla um kvöldið. Varð þar fagnaðarfundur með okkur móður minni. Fékk ég þar hinar beztu viðtökur hjá hús- freyji/nni, Hólmfríði Ebenezers- dóttur, er verið hafði nábýlis- kona móður minnar og var vin- kona hennar mikil. Settist ég þar um kyrrt, því ég hafði ásett mér að dvelja þar unz dauðastríði móður minnar væri lokið. En er ég hafði verið þar um kyrrt I 3 daga var það næsta morgun að móðir mín var með hressasta móti. Kvaðst hún vilja ráða mér til þess að leggja nú af stað heimleiðis 1 dag er veður væri gott, og mundi ég þá ná heim til mín að Bíldudal áður veður spilltist. Væri og skaði minn meiri að tapa lengur atvinnu minni en orðið værl. „Um slíka smámuni hirði ég ekki,“ sagði ég, „þvi til þess tókst ég ferð þessa á hendur, að starfa í þjóðfélaginu og mest- um auði velta, hafa aðsetur í höfuðstaðnum. Hér við bætist, að meginþorri þeirra einstakl- inga, sem hæstar tekjur hafa, eiga lögheimili í Reykjavík. Það sanna skýrslur, sem fyrir liggja. Launalögin sýna ennfremur, að nær allir starfsmenn ríkisins, sem taka laun eftir fimm hæstu launaflokkunum, eru Reykvík- ingar. Og hið sama er að segja um meginhlutann af starfs- mönnum ríkisins, sem skipa suma hina lægri launaflokka. Er því augljóst, að einnig eftir þeim farvegi rennur stríður straumur fjár úr hinum sam- eiginlega sjóði þjóðarinnar, ríkissjóði, í hendur reykvískra skattþegna, sem veíta bæjarfé- laginu i heild drjúgan stuðn- ing. menningu sveitanna lið eftir því, sem ég hefi vitið til. Um þessi mál og önnur skyld þeim, hefi ég boðið Mbl. rök- ræður. En það lítur út fyrir að Mbl. finnist rökræður sóðalegt orð. Þegar það kallaði mig slef- bera bað ég það að rökstyðja orð sín eða taka þau aftur. Hvor.ugt var gert. Ég legg það óhræddur undir dóm almennings hvort meira beri á sóðaskap í mínum grein- um eða þeim, sem birtar eru á ábyrgð Valtýs Stefánssonar. Ég trúi því, að almenningur viti greinarmun á sóðaskap og rök- um. En Mbl. á kannske bara við það að aðrir sem í Tímann skrifa, séu ennþá fjær sóða- skapnum en ég. Það er sennilega ekki fyrir mig að tala við Mbl. um skáld- skap. Mér kemur í hué það sem Einár Kvaran lætur Torfa í Klofa segja: Menn ver|5a að skilja eða misskilja eftir þvi sem þeir hafa vitið til. Annað góð- skáld, Örn Arnarson segir líka: Sýndu heimskum hnyttna stöku, hentu perlum fyrir svín, bjóddu hundi heila köku, honum Mogga kvæðin þín. Svo vil ég segja þeim Mbl. mönnum það, að ég vildi gjarn- ég ætlaði mér að vera hjá þér unz yfir lýkur. Ekki féllzt hún á það, en sagði að það yrði mér of þungbært ef ég dveldi lengur. Beiddi hún mig'mjög innilega að gera þessa hinztu bón sína. Ég þóttist eiga úr vöndu að ráða. Að yfirgefa hana að dauða komna fannst mér ærið þung- bært, en að neita hinztu bón deyjandl móður gat heldur ekki komið til mála. Eftir mikið hug- arstríð réði ég þó af að láta að orðum hennar. Gaf hún mér, eins og svo oft áður, mörg heil- ræði er síðar hafa orðið leiðar- stjörnur á lífsbraut minni. Kvöddumst við síðan með kær- leikum, og skildi ég við hana með harmi miklum. Þetta var á sunnudagsmorgni, og lagði ég nú af stað og fór svo nefnda Urðarhlíð sem er að mun styttri leið en Fjarðarhlíð sem ég %ökum ókunnugleika hafði farið á suðurleiðinni. Ég fann að mér var þungt um gang og þungt fyrir brjósti. Ég var frá unglingsárum mínum alvanur að bera þunga bagga yfir fjöll og heiðar í misjafnri færð, og gekk þá léttari gang með bagga minn en nú, laus og liðugur og á bezta aldri, um þrítugt. Þegar ég kom á Kleyfaheiði sá ég að dró upp skýjabakka í vestri, og þóttist þá vita að dimmt mundi verða i Skarðinu er ég þangað Ormalyfin Bragi Steingrímsson, dýra- læknir, birti í Tímanum 28. des. grein um ormalyf handa sauðfé og afskipti Rannsókna- stofu háskólans af þeim málum. Rannsóknastofan hefir um all- mörg ár selt til bænda ormalyf, sem inniheldur m. a. tetraklór- kolefni. Bragi dýralæknir tekur fram í grein sinni, að efni ;þetta sé eitrað og bregður þess vegna Rannsóknastofunni um eiturbyrl. Það skal strax játað, að tetraklorkolefni er eitrað og það hefir reyndar öllum verið ljóst frá upphafi. Því miður verður jafnframt að játa, að flestöll önnur lyf, s$m læknisfræðin þekkir, eru eitruð, og sum baneitruð undir vissum kringumstæðum, eða, eins og Bragi dýralæknir mundi orða það, „þegar ásigkomulag skepnunnar er með sérstökum hætti". Vandinn er að sigla milli skers og báru þannfg, að tilætluð lækningaáhrif lyfsins komi að notum án þess að eit- urverkanirnar verði að tjóni. Gamalt ráð við lyfjum, sem að einhverju leyti eru hættuleg, er að blanda þau öðrum efnum, sem draga úr eiturverkunum þeirra. Þessi leið var einmitt farin með ormalyf Rannsóknar- stofunnar, vegna þess, að tetra- klórkolefni er varasamt lyf ó- blandað, en áhrifaríkt gegn iðraormum. í blöndu þeirri, sem hér hefir verið seld, hefir það reynzt svo vel, að ég held, að langsamlega flestir bændur álíti, að það hafi gert stórgagn. Mehn hafa reynt að forðast hættu af eitrunum með sér- (Framhald á 4. síðu) an geta orðið þeim alþýðumönn- um þjóðarinnar að liði, sem af blindni og skammsýni hafa stutt yfirráð ófyrirleitinna braskara, sem draga saman fé af litlum verðleikum á alþjóð- arkostnað. En því skyldu þeir skilja það? En hvað er að tala um þó að mínar bænir séu misskildar og rangfærðar? Hvernig hefir ekki verið farið með Faðir vorið? 9. janúar 1946 kæmi. Þegar ég kom að Hellu, sem er gamallt eyðikot, var far- ið að dimma og bakkinn í vestr- inu óðum að stækka. Ég var vel nestaður af matföngum, og settist niður skammt frá tóft- unum til að fá mér bita aö borða. Að sjálfum tóftunum eða bæjarrústunum kom ég ekki, og var ekki laust við að ég hefði nokkurn beyg af þeim, því ýms- ir þóttust hafa orðið varir þar við reimleika, og hann allmik- inn. Tók ég nú að hugsa ráð mitt. Voru nú tveir kostir fyrir hendi. Annar sá að halda að Brjámslæk og gista þar um nóttina. Er það alllöng leið, um 10 km., og mikill krókur af leið minni. Hin var sú að halda á fjallið og vera þar á ferð um nóttina í niðamyrkri, og ef til vildi í ófæru veðri sem vel gæti orðið í svona útliti, því nú var að syrta að með snjóþoku, en logn var. Þótti mér hvorugur kostanna góður, en af því ég þá eins og mörgum ungum mönn- um hættir við, taldi fátt eða ekkert ófært, tók ég skjóta á- kvörðun og lagði á fjallið. Einnig var sálarástand mitt l^annig þá stundina, að mér fannst mér standa á sama um allt, og ekkert hefði það hryggt mig þá þótt vitað hefði ég að skammt yrði á milli okkar móð- ur minnar. Nú dimmdi óðum, en Halldór Kristjánsson. Gísli Jóhaimsson, Bíldudal. Dálítil ferbasaga Tíminn flytur lesendum sínum hér gamla ferðasögu eftir Gísla Jóhannsson skipasmið á Bíldudal, eina mynd af ótalmörgum, um samgönguskilyrði og ferðalög á landi hér á liðnum tímum. Sóöaskapur eða röksemdir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.