Tíminn - 10.01.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.01.1947, Blaðsíða 3
6. hlað TÍMINX, föstwdagiiui 10. janúar 1947 3 F réttaburður Nú þarf ekki lengur að spyrja gesti og gangandi frétta. Blöðin og útvarpið segja okkur í ó- spurðum fréttum flest sem í frásögur þykir færandi, hvort sem það er gott eða illt. Að sjálfsögðu gleðja alla góðar fréttir. En því miður er allmik- ið af bæjarfréttum hér í höfuð- staðnum frásagnir af lögbrotum og glæpaverkum. Er það öllum hugsandi mönnum áhyggjuefni hvað slíkt hefir margfaldazt á síðustu árum. Þjófnaðir, inn- brot, ávísanafalsanir, svik og ofbeldisverk mega heita daglegir viðburðir. T. d. var nýlega sagt frá því í blöðunum, að uppvíst hefði orðið, að unglingspiltur hefði laumazt inn í prívat íbúð- ir á ýmsum stöðum í bænum, og hnuplað þaðan samtals um fjórum til fimm þúsundum króna. Oftast munu karlmenn hafa verið valdir að lögbrotun- um og spellvirkjunum. Það mun því hafa þótt nokk- uð nýstárlegt, er það vitnaðist, nú rétt fyrir jólin, að lögregl- an hefði náð í unga konu, aðeins nítján ára, er sek var orðin um að hafa gefið út og selt ávís- anir á sparisjóðsinnstæðu, er ekki vár til, og námu þessar á- vísanir samtals þremur til fjór- um þúsundum króna. Þess var getið, aðdrona þessi hefði verið á förum héðan til Ameriku til fundar við eiginmann sinn, er hún var kyrrsett. Talið var, að ekki myndi þykja fært að yfir- heyra hána að svo stöddu, því að hún væri með barni og komin langt á leið. En meinlaust munu dagblöðin hafa talið þótt al- menningur væri fræddur um skírnarnafn hennar. Öll jöpluðu þau þessa fregn eins og jóla- sælgæti, þótt þau hafi vandlega þagað um nöfn unglingspilts- ins, sem áður er nefndur, og einnig hulið nöfn flestra ann- ara þjófa og illræðismanna, sem karlkyns eru. Það er ekki ætlun mín, að taka upp hanzkann eða gerast málsvari hinnar ógæfusömu konu. Ég þekki hana ekki neitt. Vitað er þó, að konan hefir ver- ið í nauðum stödd, og mætti því sennilega finna henni eltthvað til málsbóta. Plestir kjósa fremur að gleðja aðra en hryggja á jólahátíð- inni. Og þess hefðu blöðin mátt minnast, eða þeir sem að þeim stóðu — að ekki er drengilegt að bæta á raunir bágstaddrar konu með því, að hraða eins og gert var, að birta almenningi nafn hennar, og að ekki hefði „happ úr hendi sloppið“ þótt það hefði verið dregið fram yfir hátíðina, eða þangað til konan hefði orðið heil heilsu og dómur verið felldur í máli hennar. Það er álitamál hvort réttara sé yfirleitt, öðrum til viðvörun- ar, að birta nöfn þeirra ógæfu- manna, karla eða kvenna, sem refsiverð afbrot fremja, eða leyna nöfnum þeirra til þess, að auka ekki sektarþungann og niðurlæginguna í augsýn al- mennings. Ég leiði hjá mér í þetta sinn að rökræða um þetta. En ef dagblöðin — eins og raun ber vitni um — telja síðari aðferðina mannúðlegri, þá hafa þau nú með fréttaburð- inum um afbrot veslings ungu konunnar, gert óþarfa og ó- sæmilega árás á garðinn þar sem hann er lægstur. Reykjavík, 31. des. 1946. Ástríður G. Eggertsdóttir. Yfirlýsing Vegna ummæla bæjarfulltrúa Jóns Axels Péturssonar á síð- asta fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur, vill Sölunefnd setuliðseigna taka fram að það er með öllu tilhæfulaust að við- skilnaður nefndarinnar, eða starfsmenn hennar, á her mannaskálum þeim er hún hef- ir aíhent bæjarsjóði, hafi valdið Reykjavíkurbæ útgjöldum er nema tugum eða jafnvel hundr- uðum þúsunda króna. Þær viö- gerðir, sem bæjarsjóður hefir orðið að láta framkvæma á skálum þessum stafa af orsök um, sem eru Sölunefndinni með öllu óviðkomandi. Um þá byggingu er bæjar- fulltrúinn gerði sérstaklega að umræðuefni, skrifstofur brezka flotans í landi Einarsstaðar, er (Framhald á 4. síöu) ég gekk stöðugt á bratta'nn, því ekki gafst mér kostur á aö átta mig á neinu sökum myrkurs og snjóþoku. En eitthvað var ég öðruvísi en ég átti vanda til að vera. ÞaÖ var sem eitthvað þungt farg lægi mér bæði á sál og líkama, en áfram hélt ég sem i leiðslu. Hvorki fann ég ’til ótta né kvíöa þótt ég væri villtur á fjöllunumm. Ég vissi að mér mundi takast að halda á mér hita um nóttina þótt ég máske yrði að halda kyrru fyrir unz birta tæki af degi og ég gæti' áttað mig, og mat hafði ég nóg- an, eins og áður er sagt. Aðal- hættan var sú, að ef ég héldi þannig áfram í blindni gæti ég hrapað fyrir björg eða gljúfur. Vissi ég því að skynsamlegra mundi að bíða unz birta tæki. En áfram hélt ég. Það var sem ég væri knúinn áfram af ósýnilegu afli. Loks tók að halla undan fæti, en ekki vissi ég hvort ég væri að halda áfram eða snúa aftur. Ég afréð þó að halda á- fram niöur brattann, því ein- hvern tlma hlyti ég að koma til sjávar og mundi ég þá vonandi átta mig hvort sem það yrði Barðastrandar- eða Arnarfjarð- ar megin. Þá er ég hafði gengið niður eftir um stund fannst mér allt í einu sem einhver mikill þungi legðist á herðar mér, eða öllu heldur sem mér væri hrund- ið. Ég missti fótanna og hrapaði langt niður að mér fannst. Ekki vissi ég hvaö lengi ég lá eða hvort ég aigerlega missti með- vitund, En þegar ég rankaði við mér varð mér það fyrst fyrir að þreifa kringum mig, og fann að alls staðar stóg grjót upp úr snjónum. Reyndi ég þá að staulast á fætur, og fann ég þá að ég var hvorki beinbrotinn né meiddur og mátti það furðu kalla í slíkri grjóturð sem þar var. Nokkuð var ég máttfarinn og stiröur, en liðkaðist skjótt er ég hóf gönguna á ný. Nú fór að birta af degi og snjóþokunni að létta svo að ég sá á sjó. Ég hélt nú göngu minni til sjávar, en ekki tókst mér að átta mig né þekkja pláss það er ég var kom- inn í. En er ég hafði gengið stuttan spöl með sjónum, kom ég að bát, sem hvolft hafði verið fyrir ofan flæðarmálið. Vissi ég þá að skammt mundi til manna- byggða. Athugaði ég nú bátinn og sá að það var bátur Bjarna í Trostansfirði. Var nú allt í einu eins og létt væri af mér þungu fargi og fann að ég var alhraustur, bæði á sál og lík ama, og óhugð sú er yfir mér hafði legið alla leiðina frá því er ég fór frá Hellu var nú ger samlega horfin. Því engu var líkara en verið væri að villa um (FramhaldA 4. síðu) ALICE T. HOBART: Yang og yin Peter svaraði ekki. Gráar, endalausar fylkingar liðu fyrir hug- skotssjónir hans — endalaus lest fátæklinga, sem leitað höfðu á hans náðir í sjúkrahúsinu. Skorturinn hafði knúð þá til ópíum- uotkunar, og skorturinn hafði rutt eitrinu braut í líkama þeirra. Og nú ætluðu þeir líka að kenna þeim að reykja sígarettur, sem oru miklu dýrari en heimaræktaða píputóbakið. Hvers vegna? Til þess að soga arðinn af erfiði þeirra niður í vasa kristinna auðmanna! Það var ógæfa hinnar kristnu siðmenningar, að fikn hennar eftir gróða drap ávallt niður hugsjónir hennar, mannást og misk- unnsemi. Kaupmannsandinn er alltaf samur við sig, hugsaði Peter, þegar hann var setztur upp í burðarstólinn sinn. Hann var ævinlega jafn gráðugur og tillitslaus. Öll verzlun laut sömu lög- málum og ópíumverzlunin. XIX. PETER hafði verið send óvenjuleg gjöf: Peningar til stofnunar handlækningasjúkrahúss. Gefandinn setti þau ófrávíkjan- legu skilyrði, að sjúkrahúsið yrði notað til skurðlækninga, oað yrði að vera eins stórt og kostur væri á og ekkert af pening- unum mætti nota til kaupa á lækningatækjum. Peter varð mjög undrandi. Hann hafði aldrei reynt skurðlækningar í sjúkrahúsi sínu, og hvað átti hann að gera við stórt sjúkrahús, sem ekki var búið nauðsynlegum tækjum? Skjöldur úr bronsi fylgdi þessari gjöf. Á hann var letrað flétt- uðum bókstöfum: Til minningar um James Dalton. Þessi skjöldur átti sýnilega að skarta yfir höfuðdyrum sj úkrahússins. Peter brosti napurt, þegar hann sá þennan skjöld. Honum hefði ekki komið á óvart, þótt einhver hefði sagt honum, að herra James Dalton hefði grætt fé sitt á því að selja Kinverjum ópium eða tóbak. Flestar trúboðsstöðvarnar lifðu á náð kaupsýslumannanna. Eftir langar bollaleggingar ákvað Peter, að þessi nýja bygging skyldi reist milli húss hans og sjúkrahússins. Það var Díana ein, sem andæfði þessu. „Ég hafði hugsað mér, að barnið fengi þennan blett að leikvelli," sagði hún. Peter hugsaði sig um. „Ég sé ekki, að húsið geti verið annars staðar,“ sagði hann loks. „En ég get látið byggja það alveg út við garðmúrinn, svo að það skyggi ekki á gluggana þína. Þá geta iíka aðaldyrnar snúið út að götunni, en dyrnar út í garðinn nota ekki aðrir en ég sjálfur. Þá verður líka dálítill blettur á milli hússins okkar og nýbyggingarinnar — gæti það ekki orðið sæmi- legur leikvöllur handa barninu?“ Díana var döpur í bragði. „Hann blasir við allra augum. — En eg gæti skýlt honum dálítið með því að rækta hávaxna runna umhverfis hann,“ bætti hún við, ofurlítið glaðlegri á'svipinn. Þetta nýja hús var byggt. Hinn hái götumúr var framhlið þess. Mestur hluti gólfhæðarinnar var einn salur — eins konar biðstofa handa sjúklingunum. Fyrir gluggana voru settar járngrindur, en inn í þennan sal var gengið beint af götunni. Því styttra sem var inn af götunni, þeim mun betra. Lækningastofan var á þeim hluta gólfhæðarinnar, sem gekk lengst inn i garðinn. Peter uppgötvaði bráðlega, að nýtt hús verður ekki reist í Kína, sn þess að hlíta margvislegum boðorðum. Bambusstengur grind- arinnar gnæfðu hátt yfir það, sem byggingunni var ætlað að vera, og efst á endana höfðu verið bundnir vendir af grænum greinum. Feng shúi,“ sagði kinverski byggingarmeistarinn, þegar Peter spurði, hvað þessi skreyting ætti að þýða. Hann var mjög lág- mæltur og svo flutti hann langa og lítt skiljanlega ræðu um jafnvægið í tilverunni, sem ætti að gera þessa nýju byggingu að giftudrjúgu sjúkrahúsl. Eða það skildist Peter að minnsta kosti að væri markmiðið. En húsameistarinn, gamall og lotinn maður, hafði aðeins sagt það, sem honum þótti bezt henta. Það er tilgangslaust að ætla að koma þvi inn í höfuðið á þessum barbara, hafði hann sagt við sjálfan sig. Þetta jarðrask allt var mjög hættulegt, og það virtist þessi útlendi I Sheng alls ekki skilja. Andar skuggaveraldar- lnnar gátu hefnt sín grimmilega á mönnum, því að friði þelrra var raskað. En nú hafði hanp bundið laufgaðar greinar á bamb- usstengurnar, og þá myndu andarpir halda, að þarna væri ris- inn bambuslundur og ekki sjá það jarðrask, sem gert hafði verið. í þetta skipti lét Peter afskiptalaust, þótt hinn kinverski bygg- ingameistari hefði sína siði. Það var ekki fyrr en komið var að skurðstofunni, að hann einbeitti sér til þess að koma vilja sín- um fram. „Hér eiga að vera þrír stórir gluggar,“ sagði hann. „Eins og Fei I Sheng vill,“ tuldraði gamli maðurinn og tróð i pípu sína. „Ai“, sagði hann, þegar Peter var kominn úr augsýn „Ætli það sé ekki skárst, að ég láti skynsemina og kunnáttu mína ráða — nú eins og endranær? Einn gluggi er yfrið nóg. Og einn gluggi er miklu ódýrari en þrír.“ Tvívegis varð að rífa vegginn niður, áður en húsameistarinn lét undan síga og Peter fékk vilja sínum framgengt. En þrír urðu gluggarnir að lokum. Svo lauk þessari baráttu hinna tveggja fjarskyldu aðila Byggingunni var senn lokið, og allt var í meginatriðum eins og Peter hafði hugsað sér. Hann stóð fyrir framan aðaldyr þessa nýja sjúkrahúss og horfði upp í bláan geiminn. Þau Díana höfðu akveðið að skoða hina nýju byggingu í sameiningu. Hún var þeg ar komin inn og beið hans. „Byggingameistarinn hefir gert sig sekan um slæm mistök,' sagði hún, undir eins og Peter nálgaðist. „Gólfið á neðri hæð- inni er of hátt. Það er hærra en gólfið í gamla sjúkrahúsinu: „Allt er eins og I Sheng óskaði," sagði byggingameistarinn og virti nýtt, gljáandi gólfið fyrir sér með sýnilegri ánægju. „Gólfið er þó of hátt,“ sagði Peter. „Það munar ekki neinu — ch’ a pú tó — hér um bil rétt. Gamli maðurinn spennti greipar inni í kyrtilermunum. „Eitt eða tvö þrep — og svo er sá vandi leystur." KeðjuráFarmall dráttarvélar Samband ísl. samvinnuf élaga BOKAUTGAFA Menningarsjóðs og Þjóðvinaf élagsins gerir hverjum manni fært að, eignast safn valinna bóka. Félagsbækurnar 1916 eru allar komnar út. Almanak Þjóðvinafélagsins 1947 flytur grein um undralyfið penisil- lin eftir Sigurjón Jónsson lækni, yfirlitsgrein um íslenzk vegamál eftir Guðbrand Jónsson bókavörð, Árbók íslands 1946, og fleira. Úrvalsljóð Gríms Thomsens. í bókinni eru 65 kvæði, sem Andrés Björnsson mag. art. hefir valið. Hann ritar einnig snjallan formála um skáldið. Þetta er fimmta bókin í safninu íslenzk úrvalsrit. Hinar eru- eftir Jónas Hallgrímsson, Bólu-Hjálmar, Hannes Hafsteín og Matthías Jochumsson. Heimskringla, I. bindi, búin til prentunar af dr. Páli E. Ólasyni. — Útgáfa þessi er mjög falleg, með myndum og litprentuðum uppdrætti. Þeir, sem vilja tryggja sér bókina, þurfa strax að gerast félagsmenn, þar sem upplagsstærðin er miðuð við félagafjölda. Heimsstyrjöldin 1939—1945, síðara bindi, eftir Ólaf Hansson, sögu- kennara Menntaskólans í Reykjavík. Saga þessa mikla hildarleiks er þarna rakin í glöggu og skemmtilegu máli. Til skýringar eru margar myndir og uppdrættir. Þessi bók er mikils virði hverjum þeim, sem vill leitast við að skilja orsakir ýmissa stærstu viðburöa samtíðar sinnar. Andvari 1946 flytur ritgerð um Sigurð Eggerz eftir séra Jón Guðna- son. Þorkell Jóhannesson prófessor ritar ferðaminningar af Snæfells- nesi, Jónas Jónsson alþm. grein um skógrækt við íslenzka sveitabæi og Runólfur Sveinsson skólastjóri á Hvanneyri um landbúnað í Bandaríkjunum og nokkrar tillögur um landbúnað á íslandi. Þá flyt- ur ritið grein um gróðurmenjar í Þórishlíðarfjalli ef{ir Jóhannes Ás- kelsson jarðfræðing. Félagsmenn fá þessar 5 bækur fyrir aðeins 30 kr. Heimskringlu og úrvalsljóðin er hægt að fá í bandi fyrri aukagjald. Heiðinn siður á íslandi, skemmtilegt og fræðandi rit um trúarlíf íslendinga til forna, eftir Ólaf Briem mag. art., kom út á síðastl. ári. Allir, sem íslenzkum fræðum unna, þurfa að eignast þessa bók. Enn eru nokkur eintök óseld. Nýir félagar geta fengið allmikið af hinum eldri félagsbókum við hinu upprunalega lága vérði, svo sem hér segir: Ársbækur 1942 : 5 bækur fyrir 10 kr., 1943: 4 bækur fyrir 10 kr., 1944: 5 bækur fyrir 20 kr. og 1945: 5 bækur fyrir 20 kr. Af sumum þessara bóka eru mjög fá eintök óseld. Sleppið ekki tækifærinu til aff gera sérstaklegra góff bókakaup, þrátt fyrir dýrtíffina. Félagsmenn i Reykjavík eru beðnir að vltja bókanna sem fyrst að I/verfisgötu 21, efrl hæð, opið kl. 1—6, sími 3652. Umboffsmenn eru um land allt. Tilkynning frá Nýbýlastjórn Þeir bændnr, sem byrjað liafa á í- biiðarlmsabyggingum á jjörðum sínum fyrir árslok 1946 og sótt liafa um end- urbyggingarstyrk, skulu hafa sent til nýbýlastjórnar fyrir 31. marz.ii. k., yf- irlýsingu um það, hvort |»eir vilja njóta réttinda samkvæmt lögumnn frá 1941 og fá styrk og lán samkvæint þeim eða komast undir lögin frá 1946, með því að endurborga fenginn styrk og njóta réttinda til hærri lána samkvæmt þeirn lögum. Nýbýlastjórn ríkisins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.