Tíminn - 11.01.1947, Síða 1

Tíminn - 11.01.1947, Síða 1
{ RITSTJÓRI: | ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ( ÚTGEPANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN S Slmar 2353 og 4373 FRENTSMIÐJAN EDDA h.f. 31. árg. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA < OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: \ EDDUHUSI, Lindargötu 9A Sími 2323 Reykjavik, laugardagiim 11. jamiar 1947 7. klað ERLENT YFIRLIT: Verða mestu átök milli Rússa og Bandaríkjamanna í Kíira? ÞaS fer vart hjá því, að tveir atburðir, sem gerzt hafa nýlega, veki verulega athygli og verði settir í samband hvor við annan. Annar er sú yfirlýsing kommúnista í Kína, að þeir muni slíta samningaviðræðum við stjórn Chiang Kai Shek og mynda eigin ríkisstjórn fyrir þau héruð landsins, sem verið hafa undir yfir- ráðum þeirra seinustu árin. Hinn atburðurinn er skipun Mars- halls hershöfðingja í utanríkisráðherraembætti Bandaríkjanna, en hann hefir verið sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar í Kína seinustu misserin. Ýmsir hafa þótzt verða þess varir, að nokkur breyting hafi orðið á utnrikismálastefnu Rússa seinustu vikurnar. Þeir slökuðu talsvert til á ráðherra- fundinum í New York, þeir hafa Chiang Kai Shek. Kem ætlar að draga sig í hlé, þegar ný stjórnarskrá hefir verið samþykkt. minnkað herafla sinn í Þýzka- landi og látið leppstjórn sína í Aserbeidjan sveigja til sam- komulags við Teheranstjórnina. Þeir, sem vel hafa fylgst með utanrikismálastefnu Rússa, segja það einkenni hennar að vera aðeins í sókn á einum stað í einu. Framangreind dæmi telja þeir benda til þess, að Rússar séu að undirbúa utan- rikismálasókn á nýjum stað, sem að öllum líkindum sé Kína. Þeir, sem þessu halda fram, telja Rússa líka hafa á margan hátt góða taflstöðu i Kína, eins og málin standa þar nú. Komm- únistaflokkurinn er mjög vel skipulagður þar og hefir miklu víðar ítök en í þeim héruðum, sem lúta stjórn hans. Þjóðin er þreytt eftir stríðið og þráir batnandl lífskjör, en erfiðleik- arnir eru margir og því auðvelt að vekja óánægju. Meðal Kín- verja er vaxandi tortryggni á stjórn Bandaríkjamanna í Jap- an, því að þeim finnst hún vera of vinsamleg við Japani. Sá áróður á því allgóðan jarðveg, ERLENDAR FRETTIR í London eru nú að hefjast viðræður milli brezku stjórnar- innar og fulltrúafrásamtökum Burmabúa um framtíðarstjórn Burma. Sjálfstæðishreyfingin í Burma er orðin mjög öflug. Öryggisráðiff situr nú á fund- um. Ósamkomulag er milli Rússa og Bandarikjamafína um dagskrána. Bandaríkjamenn vilja láta ræða um atómmálið fyrst, en Rússar um afvopnun- armálið. Pólski bændaflokkurinn hefir lýst yfir því, að hann muni taka þátt í þingkosningunum í Pól- landi 19. þ. m. Frosthörkur fara nú minnk- andi í MiðFvrópu, en þær hafa valdið þar miklum samgöngu- erfiðleikum. að Bandaríkin ætli sér að gera Japan að eins konar útvirki gegn Rússum. Meðal yngri manna og æstustu þjóðernis- sinna veitist og létt að vekja andúð gegn hersetu Bandkríkja- manna í landinu. Svo mikið ber líka orðið á þeirri andúð, að kínverska stjórnin hefir nýlega bannað mótmælafundi og kröfugöngur, er beindust gegn Bandaríkjunum. En jafnframt. er það athyglisvert, að stjórnin fyrirskipaði blöðum sínum um líkt leyti að skrifa vingjarnlega um Rússa. Telja ýmsir það merki þess að stjórnin hafi viljað sýna Bandaríkjamönnum, að hún hefði fleiri möguleika en að fylgja þeim, ef þeir vilji ekki veita henni aukinn efnahagslegan styrk til viðreisn- arinnar og taka upp strangari stjórn gegn Japönum. Það getur einníg orðið vatn á myllu kommúnista, að sam- heldni innan Kuomitangflokks- ins er ekki jafn góð og áður. Flokkurinn skiptist í hægri og vinstri. Auðmennirnir og stór- garðaeigendur í hægra armi flokksins standa gegn öllum 'róttækum breytingum, en yngri mennirnir berjast fyrir þeim. Við þetta hefir bætzt, að Chiang Kai Shek hefir lýst yfir því, að hann ætli að draga sig í hlé þegar búið sé að ganga frá nýrri stjórnarskrá, því að hann telji sig orðinn ofgamlan til að stjórna endurreisninni eftir stríðið, og það gæti jafnframt orðið visir til einræðis, ef sami maður fær lengur með stjórn. Ég ætla að láta það verða sein- asta verk mitt, segir hann, að tryggja þjóð minni lýðræðis- stjórnarfar og veita síðan yngri og óþreyttari mönnum tækifæri til að halda starfinu áfram. Það hefir verið hlutverk Marshalls hershöfðingja í Kína að reyna að koma á sáttum milli Kuomintangflokksins og komm- únista. Hann er talinn hafa rækt verkefni sitt af víðsýni og skilningi og unnið sér tiltrú beggja aðila. Honum er ekki að neinu leyti kennt um, þótt sætt- ir þessar hafi mistekist. Sjálfur segr hann, að þær hafi strandað jöfnum höndum á öfgamönnum hjá kommúnistum og aftur- haldsmönnum hjá Kuoming- tangflokknum. Mai'shall hefir ekki aðeins kunnugleika á mál- efnum Kína frá dvöl sinni þar seinustu misserin. Hann gegndi herstjórn fyrir Bandaríkin í Tietsin á árunum 1924—28. Það hefir vafalaust átt drjúg- an ' þátt í skipun Marshalls í utanríkismálaráðherraembættið að hann er líklegri öðrum Bandaríkjamönnum til að halda með festu og víðsýni á málefn- um Bandaríkjanna varðandi Kína. Það benda jafnframt sterkar líkur til, að á þeim slóð um verði hörðust átök milli stórveldanna, þ. e. Rússlands og Bandarikjanna, á komandi misserum, en Evrópumálin muni jafnvel heldur þokast í skuggann. Þungamiðja heims- málanna heldur áfram að fær- ast til Asíu, þar sem meirihluti. mannkynsins býr. Neita sósíalistar að styðja Stefán Jóhann? En hví gátu þeir þa stutt Úlaf Thors? FASTHELDNI BRETA I FORNAR VENJUR Það hefir verið venja enskra dómara að ganga í skrúðgöngu á Mikjálsmessudag frá Westminster Abbey til Palace of Westminster. Þessi venja féll niður á stríðsárunum, en nú hcfir hún verið tckin aftur. Er myndin’frá göngunni í haust. Yfirleitt er nú kappkostað í Bretlandi að taka upp aftur allar gamlar venjur, sem féllu niður á stríðsárunum. Loðdýrafélag íslands flytur inn minka til kynbóta Loffdýraræktarfélag íslands sýndi blaðamönnum í gær all- marga minka, sem þaff hefir útvegaff hingaff frá-Ameríku. Er hér um kynbótadýr aff ræffa og er ætlun félagsins að bæta þannig minkastofn landsmanna. Vestur-íslendingurinn Skúli Benja- mínsson, sem er meff fróffustu mönnum um þessi mál, hefir aff- stoðaff félagiff við kaupin. Minkarnir, sem nú eru fluttir inn, fyrir forgöngu L. R. í. eru alls 59 og flokkast þannig: 20 Royal pastel', þar af 5 pör alblóðs og 10 Rerbu hálfblóðs, 24 Yuk- onminkar (þ. e. 8. tríó), 4 Silver- blue (2 pör), 4 Ebonyblue (2 pör), 5 Black cross karlar, 2 Bluefrost karlar. Það er nýstofnað minkarækt- arfélag, sem kaupir alla Royal pastel minkana og Ebonyblue minkana, og 5 tríó af Yukon- minkunum. Tilgangur hins nýja félags er að koma upp kynbótabúi, er selt geti úrvals- minka víös vegar út um land. Félag þetta á ekki að starfa i gróðaskyni. Hin dýrin kaupa einstök minkabú. í umsögn Skúla Benjamíns- sonar um minkana segir á þessa leið: Silverblue eiga eflaust mikla framtíð. Þeir eru mjög gæfir, hraustari en flest onnur af- brigði, þrifagóðir og ætið góðir útlits. Mjög fár karlar eru ófrjó- ir. en kvendýrin eru tæplega í meðallagi frjósöm. Liturinn hreinn, blágrár og hárafarið mjög jafnt yfir alla hjörðina. Silverblue hafa verið kallaðir platínuminkar. Blendingar af Silverblu og Yukon eru mjög frjósamir. 2. Pastelminkarnir eiga einnig eflaust mikla framtíð. Þeir eru gulleitir og mjög fínhærðir, ekki eins stórir og Silverblue, en þó stærri en venjulegir minkar. Mjög gæfir og gott að hirða þá. Búðakauptún í hættu Þorpið Fáskrúsfjörður var í mjög mikilli hættu af tundur- dufli, sem rak þar upp í fjöru 1 um síðustu helgi. Tók duflið land beint niðurundan þorpinu, mjög nærri verzlunarhúsi kaupfélagsins. Um fjöruna var taug fest í l (Framhald á 4. síðu) Vel í meðallagi frjósamir. í kápum úr pastelskinnum koma fram falleg litbrigði, eftir því hvernig birtan fellur á og eftir hreyfingum dömuúnar, feem kápuna ber á sér. Ganga lit- brigði þessi í .bylgjum um káp- una og þykir hún þá aðdáanlega falleg. Þetta á einkum við um það afbrigð/i Pastelminka, er kallast Tarry moone. Royal pastel (kallaðist áðUr Golden Sable) þykir nú beztur af Pastelafbrigðunum. ,3. Black cross (einnig kallaðir Koh-i-noor) er ríkjandi af- brigði. Þeir eru ekki jafnlitir í hjörðinni heldur eru sumir miklu ljósari en aðrir og eru þá ljósu hárin hreinhvít, en hins vegar eru dökku hárin á þeim dökku gljáandi svört. Þessir minkar. eru fallegir, í meðallagi stórir, hraustir og vel frjósamir. 4. Bluefrost er líka ríkjandi af- brigði, en litatilbrigðin eru meir í þessu afbrigði en nokkru öðru. Blái liturinn er sterkur og skín í gengum vindhárin, sem eru blendingur af gráum, brúnum og svörtum hárum. Þeir eru stórir og hraustir, karldýrin vel frjósöm en kvendýrin síður. Skúli segir að sér hafi vel reynst að láta Yukonkerlur fá við Bluefrostkarli. 5. Ebonyblue. Hann er allra minka stærstur og tilkomumest- ur, hefir mikið blátt þel, undir hrafnsvörtum vindhárum. Sum- ir seljast á háu verði. 6. Yukon og Eastern eru hvort tveggja dökkir mink.ar bæði í Bandaríkjunum og Kanada, einkum Yukon. Yukon minnk- urinn er stór, dökkur (ekki brúnn). Þelið á að vera blágrátt, — ekki of dökkt — þétt og mjúkt, vindhárin einnig þétt og þykir bezt að þau standi um 1 y5 cm. upp úr þelinu. Kviðurinn á að v&ra dökkur, en ekki rauð- brúnn. Þess má geta að Norðmenn hafa nýlega keypt mörg hundr- uð minka frá Ameríku í kyn- bótaskyni. Talsamband við Ame- ríku opnað 13. þ. m. Beint talsamband milli ís- lands og Ameríku verður opnað á mánudaginn hinn 13. þ. m. kl. 14. Talsamband þetta fer fram um stuttbylgjustöö lands- símans á Vatnsenda og í Gufu- nesi og hefir nýjum tækjum af fullkomnustu gerð verið komið þar fyrir í þessu skyni, en und- irbúningur, tilraunir og próf- anir haía farið fram undan- farið tímabil. Samtalagjaldið er 78 krónur fyrir viðtalsbilið, það er fyrir 3 fyrstu mínúturnar, en 26 krónjir &rir hverja mínútu þar fram yfir. Er gjaldið eitt og hið sama milli íslands og allra staða í Bandaríkjunum. Fyrst um sinn verða símtöl milli ^íslands og Ameríku af- greidd alla virka daga frá-kl. 13 —16, þegar skilyrði' leyfa. Amerískt flugfélag semur um Keflavík- urflugvöllinn Samningur var undirritaður í fyFradag milli BaAdaríkja- stjórnar og flugfélagsins Ame- rican Overseas Airlines þess efnis, að flugfélagið taki við Keflavíkurflugvellinum í stað hennar. Félagið mun hefja bráðlega reglubundnar„ flug- ferðir milli Ameríku og Evrópu með viðkomu á íslandi. Flugferðir Loftieiða Flugvélar Loftleiða h.f. flugu Á árinu fluttu þær 5663 farþega á árinu 1946 samtals 302785 km. í 1302 flugferðum. Farangiu' farþega og annar flutningúr vóg samtals 46.354 kg., en póstur 7.195 kg. Flugvélarnar voru 1523 klst.' á lofti. Farin voru 12 sjúkraflug. Loftleiðir á nú 9 flugvélar. Fimm Grummanflugbáta, eina Ansonvél, tvæi* af Stinsongerð og eina jMorsemanflugvél. Þá er í smíðum fyrir félagið Skymast- erflugvél, en allri vinnu við hana héfir seinkað svo, að óvíst er hvenær hún. verður afhent félaginu. Stefán Jóhann Stefánsson mun hafa snúiff sér til allra þingflokkanna í gær og óskaff þess, aff þeir tilnefndu nefndir til vifftals viff sig um stjórnar- m^ndun. Bæffi Framsóknar- fíokkurinn og Sjálfstæffisflokk- urinn munu hafa orffið viff þess- um tilmælum. Hins vegar virff- ist mega ráffa það af Þjóffvilj- | anum í gær, að þéir ætli að neita að taka þátt í stjórn undir for- ustu hans. Það verður ekki annað sagt i en^érfitt yrði að skilja þessa neit- ! um^sósíalista. eftir að þeir hafa lýst sig reiðubúna til að fara í stjórn undir forustu Ólafs Thors, því að þeir munu ekki geta hermt upp á Stefán neina galla né vanefndir, sem þeir geta ekki hermt upp á Ólaf i stórum ríkara mæli. Þess er t. d. skemmst að minnast, að sósíal- istar telja Ólaf hafa lofað sér því margsinnis og hátíðlega, að hann myndi ekkert aðhafast í Ameríkumálinu, án vitundar samráðherra sinna, en þetta loforð sveik hann eins fullkom- lega og framast var hægt. Þá er það og ekki lítið kald- hæðnislegt að lesa í Þjóðviljan- um í gær ummæli, sem hljöða á þessa leið: . „ttð er talið, að það sé fyrir bein og ákveðin tilmæli Ólafs Thors, að forseti hefir falið þessum manni stjórnarmyndun.'' Stefán Jóh. Stefánsson er nú sá, er versta afturhaldiff á ís- landi ætlar sér að notá til skemmdarverka sinna og til þess að geta hrifsaö til sín völdin.“ Hér er maðurinn, .sem sósíal- istar hafa stutt til stjórnar- forustu í tvö ár, hvorki meira né minna en lýstur „ver.sta aft- urhaldið á íslandi". Það er lika vibssulega rétt, en hlutur só- síalista vex ekþi við það, að þeir hafa alveg nýlega verið reiðu- búnir til að styðja Ólaf Thors ti valda aftur, vitandi vits, að hann væri'„versta afturhaldið á íslandi“. Það er og næsta kaldhæðnis- legt að lesa í Þjóðviljanum, að stjórnmálasaga Stefáns Jó- hanns hafi verið „síðustu árin auðmj úkasta þj ónus’ta við svart- asta afturhaldið", þar sem sós- íalistar sjálfir hafa veitt aftur- haldinu nákvæmlega sömu þjónustuna. Þa.ð mun hafa verið tiifétlun Stefáns Jóhanns, þegar hann sneri sér til allra flokkanna, að reyna að mynda þjóðstjórn. Sú von hefir brostið með áður- nefndu svari sósíalista. Stefán hefir þá þrjá möguleika eftir, að reyna að mynda stjórn með hinum flokkunum tveimur, með Sjálfstæðisflokknum einum, eða hreina flokksstjórn með stuðningi eða hlutleysi annarra flokka. Hvort hann reynir ein- hvern þennau möguleika, alla eða enga, verður ekkert fullyrt um á þessu stigi. Vélstjóranámskeið Nýlega er lokið á ísafirði vél- stjóranámskeiði, sem haldið var á vegum 'Fiskifélags íslands. Þátttakendur voru 28 og luku þeir allir prófi. /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.