Tíminn - 11.01.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.01.1947, Blaðsíða 3
7. blað TÍMINBÍ, laugardaginn 11, jaimar 1947 3 KÆRUMÁL STÚLKNANNA ÞRIGGJA, sem beittar voru ofbeldi á áramótadansleik ameríska hersins hér í Reykjavík, hefir vakið meira umtal heldur en ætla mátti í upphafi. Raunar er ekki því að leyna, að fólk er gramt yfir því, hvernig framkoma einstakra hermanna hefir verið síð- ustu vikur, og sannast að segja er það ekki að ástæðulausu, því miður. Eii samt sem áður er ekki líklegt, að þessir siðustu atburðir hefðu magnað þá óánægju stórum, ef röggsamlega og réttlátlega hefði verið tekið á máli stúlknanna og þær náð rétti sínum vafningalaust. En nú hefir sá grunur vaknað hjá ýmsum, og ekki alveg að tilefnislausu, að þau hernaðaryfirvöld, sem um mál þetta hafa fjallað, vilji hylma yfir afbrot, sem samkvæmt is- lenzkri réttarvitund eru hin svívirði- legustu. Þessi afstaða ábyrgra yfir- valda hefir stórum magnað gremju fólks. Hitt er þó ekki síður sárt, að settur sakadómari í Reykjavík, er flestir munu ætla að eigi að gæta laga og réttar og sjá til þess, að varn- arlausir þegnar þjóðfélágsins verði ekki fótumtroðnir og svívirtir, án þess að armur laganna nái til ofbeldis- mannanna, hefir reynzt einkennilega aftanþungur í þessu máli. REYKJAVÍKURKONA hefir skrif- að mér bréf um þetta mál. Rekur hún gang málsins, svo að frásögn hennar er góð til glöggvunar. Per bréfíð hér á eftir, lítið eitt stytt: „ÉG GET EKKI orða bundizt um mál stúlknanna, sem urðu fyrir árás amerísku hermannanna á nýársnótt. Ég fæ ekki betur séð en svo hafi þar verið á málum haldið af yfirvöldum, íslenzkum og amerískum, að ekki sé vanzalaust. En það, sem kom mér til þess að hripa þetta bréf, eru þó skrif eins Reykjavíkurblaðsins í morgun, þar sem verið er að álasa mönnum fyrir það að láta þetta mál ekki liggja í þagnargildi. Að mínu áliti er það svívirðilegt brot við réttlæti að þegja, ef sýnt þykir, að óréttur sé framinn, og þeim mun svívirðilegra sem þeir, er fyrir rangsleitninni verða, mega sín minna. — Hitt get ég svo fallizt á,- að það sé ógætni af stúlkum að sækja dansleiki ókunnra hermanna. En er það ekki mörg ógætnin, sem hendir unglingana, oft og tíðum, og eiga þeir að vera varnarlausir leik- soppar misendismanna þess vegna? ÉG ÆTLA AÐ REKJA MÁLIÐ, svo að fólk átti sig fullkomlega á því. Stúlkurnar, sem kærðu, voru þrjár — tvær höfðu verið hraktar og barðar, elnni hafði verið nauðgað af tveimur hermönnum, hélt annar henni meðan hinn framdi vilja sinn. (Hér má skjóta inn milli sviga, að samkvæmt frásögn Morgunblaðsins fór ameríski herinn alfarinn úr Reykjavík fyrir mörgum vikum!). Það hefði mátt ætla, að hinn setti sakadómari, sem fékk málið til rannsóknar, að því er virðist, hefði brugðizt skjótt við og kannað rækilega öll atriði, sem lutu að þessum ofbeldisverknaði. Má vera, að hann hafi gert það að einhverju leyti og vík ég að því siðar, en meira virðist hann hafa haldið i loft skýrslu frá yfirmönnum hersins, gem enn sit- ur í Reykjavík. Er þar sagt, að stúlk- an, sem kærði nauðgunina, hafi verið drukkin og haft mök við hlutaðeig- andi hermann af frjálsum vilja. Hinar stúlkurnar, sem barðar voru, gátu til- greint einn hermanninn, sem að þeim verknaði stóð, en samt sem áður segir í skýrslunni, að ekkert hafi komið á daginn um það, „hvort stúlkur þessar hafi verið slegnar", en sjóliðar haldi því fram, að þær hafi verið „mjög ó- stýrilátar.“ MÉR PINNST skörin færast upp i ALICE T. HOBART: Yang og yin „Hér um bil rétt!“ sagði Peter um leið og þau Díana gengu brott. „Þetta heyri ég hundrað sinnum á hverjum degi. Þern- urnar, burðarmennirnir, hjúkrunarmennirnir — allir nota þessa afsökun, jafnvel Stella. Hvernig getur þetta fólk lært að hugsa vísindalega, fyrst það getur aldrei verið nákvæmt? Nú kemur hér enn einn óþarfur stigi. Og það veldur óþörfum töfum, í hvert sinn sem einhver þarf að ganga á milli sjúkradeild- anna.“ „Hvernig læturðu hann ekki bæta úr þessum ágalla?" „Hann m'yndi vilja fá allt of mikla peninga fyrir það. Að ^ minnsta kosti myndi hann ætlast til þess, að ég borgaði honum stórfé fyrir það. Og það, sem afgangs varð, hefi ég þegar notað ....“ j „Það, sem afgangs varð,“ voru hundrað dollara afsláttur, sem Peter hafði tekizt að fá frá hinu upphaflega tilboði bygginga- meistarans. Honum hafði fundizt, að það fé gæti hann að ó- sekju notað til þess að kaupa ný tæki í sjúkrahúsið. Portbjallan hringdi. „Hann á að koma í dag.“ Þetta var líka pósturinn. Peter renndi augunum yfir bréfin, sem dyravörðurinn færði honum. „Sjáðu — hérna er tilkynning frá tollstjórninni. Tækin í sjúkrahúsið eru komin — nú er bara að sækja þau.“ Hann flýtti sér að útfylla auðu dálkana og skrifaði uafnið sitt undir, hratt og léttilega. „Við getum látið dyravörðinn sækja þau. Ég vildi, að hann nennti nú að aka sér úr sporunum.“ , j „Bíddu aðeins,“' sagði Díana. „Við skulum senda Wang Ma til bekkinn, ef þetta á að vera íokaoröið j lians Hún getUr hleypt í hann fjöri, ef það er á nokkurs manns í þessari rannsókn — ekki sízt, þar j sem sterkar líkur benda til og raunar full vissa um, að hér hefir verið um alvarleg afbrot að ræða. Ég get sem kona borið vitni um það, að mjög ó- líklegt er, að stúlka kæri yfir nauðg- un, ef um slíkt hefir ekki verið að ræða, því að það er viðkvæmt mál og áreiðanlega ekki skemmtilegt í að komast. Hitt er mér nær að halda, að ýms nauðgunarmál hafi legið hér í þagnargildi á seinni árurru vegna þess að stúlkurnar hafl ekki haft í sér næga harðneskju til þess að kæra ofbeldisverknaðinn. En það, sem mér virðist taka af öll tvímæli um réttan vitnisburð stúlkunnar, sem telur sig hafa orðið fyrir nauðguninni á nýárs- nótt, og sekt hermannsins, er frásögn Pilippusar Bjarnasonar brunavarðar í Tímanum — einmitt mannsins, sem stúlkan flúði til, eftir að hún slapp úr greipum hermannanna. Hann lýsir því, svo ekki er um að villast, hvernig stúlkan var til reiKa, og hann og kona hans bera það ennfremur, að stúlkan hafi ekki neytt áfengis, svo að merkjanlegt væri. EN BLESSAÐUR SAKADÓMARINN hefir ekki haft svo mikið við að leita vitnisburðar þessa manns. Því miður gefur það þá hugmynd, að sannleikans í þessu móli hafi ekki verið ákaft leit- að. f mínum augum gefur það átak- anlega mynd af réttarfarinu í höfuð- borginni, ásamt öðru, sem gerzt hefir í þessu máli. Það er svívirðilegt, ef yf- irvöldin telja það ekki skyldu að gera (Framtiald á 4. síðu) íæri.“ Þau sátu í heilan klukkutíma á gólfinu í skrifstofunni og rifu upp pakkana, glöð eins og lítil börn. Peter hló hátt, þegar hann dró gerilssneyðingartækið út úr umbúðunum. „Líttu á! Maður gæti hér um bil freistast til þess að trúa, að það væri veitingahús c-n ekki sjúkrahús, sem ég ræki.“ G^rilsneyðingartækið var nefnilega heljarstór gufupottur til þess að sjóða i grænmeti. „Hann gerir sjálfsagt sitt gagn — þótt það gerist ekki á einu andartaki. — Hvað heldurðu annars, að læknarnir í Ameríku segðu um svona áhöld?“ Díana settist á hækjur sér við hlið hans og hló líka. Það var eins og þessi fyrirferðarmikli pottur gæti vakið kátínu í hvers manns hug. Peter hlustaði sæll á hlátur konu sinnar. Allt hafði breytzt — hið gráa fortjald hversdagsleikans var dregið til hliðar cg framundan lá beinn og breiður vegur starfs og dáða. Honum var undralétt í skapi. Litlu síðar kom Stella. Hún spurði, hvað ylli þessari kæti. „Borðaðu með okkur í kvöld,“ sagði Díana. „Við ætlum að fagna komu gufupottsins." „Gamla sagan um það, að við stelum smábörnum og sjóðum úr þeim læknislyf, yrði fljót að fá vængi, ef Kínverjarnir vissu, að þetta er í rauninni pottur til þéss að sjóða í mat. Fiskisagan myndi fljúga — jafnvel sjúklingarnir myndu trúa henni.“ Peter varð alvarlegur á svip. Bak við þessi orð grillti hann hinn geigvænlega draug hjátrúarinnar — og það var nóg til þess að slæva gleði hans. Svo kom Wang Ma strunsandi inn i herbergið með gleðibros á flatneskjulegu andlitinu. Og þá hurfu skuggarnir aftur. Telpan Mei Ing hafði séð sér færi á að laumast inn um dyrnar, hljóðlaust og mjúklega eins og kettlingur. Hún settist á bambus- stól í hæfilegri fjarlægð frá’Wang Ma. Díana brosti glaðlega til hennar, og þá færði Mei Ing sig undir eins til hennar. Hún valdi sér sæti á gólfinu við fætur hennar. KeðjuráFarmall dráttarvélar Samband ísl. samvinnuf élaga EINANGRUNARKORK til húsbyggin^a. A. EINARSSON & FUNK Tryggvagötu 28. Sláturfélag Suðurlands ReykjaiÁk. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Kleykhús. - Frysihás. Miðursuðuverksmiðja. — BJúgnagerð. Framleiðir og selnr í heildsöki og smásölu: NiOur- soðiO kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls konar áskurO á brauO, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávaVLt nýreykt, viöurkennt fyrir gœði. Frosið köt alls konar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. Þakpappi A. EINARSSON & FUNK Tryggvagötu 28. leg innganga Sviþjóðar færi fram, að honum fjarverandi. Hins vegar þótti sjálfsagt, aö innganga hinna þriggja rikja færi fram samtímis. Tíma þann, sem leið þar til hin formlega inntökuathöfn fór fram, notuðum við m. a. til að kynna okkur þingskjöl og starfsháttu þingsins. Formleg og endanleg inntaka hinna þriggja áðurnefndu ríkja fór svo fram 19. nóvember, eins og kunnugt er. Sú athöfn fór fram út í Flusting. Hófst hún á þvi, að formenn sendinefnd- anna þriggja undirrituðu skuld- bindingarskjal i viðurvist for- seta þingsins, Mr. Spaak, aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna, Trygve Lie og Mr. Komo, fram- kvæmdastjóra þeirrar starfs- deildar Sameinuðu þjóðanna, er fer með lögfræðileg málefni. Undirskriftirnar fóru fram í nefndarherbergi einu. Auk fram- angreindra manna voru við- staddar sendinefndir hinna þriggja ríkja. Ennfremur voru þarna fregnritarar og mynda- tökumenn. Fyrstur skrifaði undir fulltrúi Arfhanistan, þá fulltrúi íslands, Thor Thors, sendiherra, og síðast íulltrúi Svíþjóðar, Östen Undén, utan- ríkisráðherra. Eftir að hver fulltrúi hafði skrifað undir, tóku hinir þrír áðurnefndu fyrirsvarsmenn Sameinuðu þjóð- anna i hönd hans og buðu hann og þjóð hans velkomna í banda- lag hinna Sameinuðu þjóða. Athöfn þessi fór fram kl. 10.20 og stóð aðeins skamma stund. Að henni lokinni var fulltrúum fylgt inn í skrifstofu Mr. Spaak og dvöldu þeir þar til kl. 11, er fundur allsherjar þingsins hófst. Sá fundur, er var hinn 48. í röðinni, hófst á því, að íorseti þingsins, Mr. Spaak, las upp bréf frá aðalritara, Tryggve Lie, þar sem hann tilkynnti, að hin þrjú hlutaðeigandi ríki hefðu undirskrifað skuldbind- ingarskjalið og yrðu því að fé- lögum í Bandalagi Sameinuðu þjóðanna. Þegar Mr. Spaak hafði lesið bréf þetta, mælti hann nokkur orð, þar sem hann bauð þessi þrjú ríki hjartan- lega velkomin í samtök Sam- einu*ðu þjóðanna. Sagði hann m. a„ að þetta væri þýðingar- mikjll dagur í sögu Samein- uðu þjóðanna, því að nú hefði verið stigið skref í áttina að því marki þeirra, að verða að samtökum allra þjóða. Hann minntist þess einnig, að öll þessi þrjú ríki væru kunn að öruggu fylgi v ið lýðræði og jafnréttis hugsjónir. Að lokinn ræðu mr. Spaak héldu formenn hinna þriggja ríkja stuttar ræður. Fyrstur talaöi fulltrúi Afghanistan, því næst íulltrúi íslands og síðast fulltrúi Svíþjóðar. Formaður íslenzku sendi- nefndarinnar, Thor Thors, sendiherra, mælti m. a. á þessa leið: „Okkur finnst, að ísland hafi í rauninni alltaf verið ein hinna Sameinuðu þjóða. í síðustu styrjöld var ísland samkvæmt frjálsum og vinsamlegum samn- ingi milli ríkisstjórna Banda- ríkjanna og íslands, notað sem hernaðarbækistöð í þágu Bandamanna. Land okkar var mjög þýðingarmikil bækistöð í stríðinu um yfirráðin yfir Atlantshafinu. Það var ómiss- andi til varnar Ameriku og til að vernda siglingaleiðina til Bretlands og Rússlands. Við er- um stoltir af því að hafa unnið okkar hlutverk. Það hefir kost- að miklar fórnir, því að vegna árása óvinanna voru 2 af hverju þúsundi þjóðarinnar drepnir og 20% af skipaflota okkar sökkt. ísland tók þátt í öllum alls- herjar ráðstefnum hinna Sam- einuðu þjóða á stríðsárunum, svo sem matvælaríáðstefnunni og við lögðum fram okkar litla skerf til hjálparstofnunar hinna sameinuðu þjóða (UNNRA). Þrátt fyrir það stóðum við utan híns gullna hliðs í San Frans- isco. íslenzku þjóðinni finnst, að aldrei geti hún né vilji, á nein- um tímum og hvernig sem ástatt kann að vera, sagt annarri þjóð stríð á hendur, af frjálsum vilja og fyrir eigin ákvörðun. Sam- kvæmt 4. gr. sáttmála hinna sameinuðu þjóða er eitt af aðal- skilyrðunum fyrir inngöngu það, að þjóðirnar séu friðelsk- andi. Það er vafasamt, hvort nokkur þjóð uppfyllir þetta skil- yrði svo algerlega, sem ísland, er hefir engan her.“ Ræða formannsins var góð og öll var framkoma hans við þetta tækifæri sérlega virðuleg og við- eigandi og okkur til sóma. Að loknum ræðum formanna sendinefndanna, voru fulltrúar hinna nýju bandalagsríkja leiddir til sæta þeirra í fundar- salnum. Jafnhliða því voru fán- ar hinna þriggja ríkja dregnir að hún við hlið fána hinna sam- einuðu þjóðanna. Er inntökuathöfninni var lokið komu ýmsir af þingfull- trúunum til okkar og buðu okk- ur velkomna. Skal svo ekki frek- ar rætt um inngönguna heldur vikið nokkuð að starfsháttum þingsins. Gangur þingmála er sá, að fyrst eru þau tekin fyrir á fundi í allsherjarþinginu og reifuð þar. Síðan er þeim vísað til nefndar. Eru þau síðan rædd i nefnd og oft einnig í undirnefnd. Nefndirnar skila síðan áliti til allsherjarþingsins og eru málin síðan endanlega afgreidd á fundi þess. Aðalnefndir þingsins eru sex. Eru þær: Stjórnmálanefnd, er fær til meðferðar pólitisk mál- efn,i og öryggismiál, fjárhags- nefnd, er fékk til meðferðaj; hagfræðileg og fjárhagsleg at- riði, félags- og menningarmála- nefnd, er fékk til meðferðar félags-, mannúðar- og menn- ingarmál, verndargæzlunefnd, er fór með málefni varðandi verndargæzlusvæðin, fram- kvæmda- og fjárveitinganefnd, sem fékk til meðferðar atriði varðandi framkvæmdastjórn og fjárstjórn bandalagsins og laga- nefnd, er fékk til meðferðar lög- fræðileg atriði. Nefndir þessar voru einnig kallaðar fyrsta, önnur og þriðja nefnd o. s. frv., i röð þeirri, sem að framan greinir. Auk þessara nefnda starfaði einnig búsetunefnd, þ. e. nefnd til að velja framtíðar- heimili fyrir allsherjarþingið og aðal starfsemi bandalagsins. Hver bandalagsþjóð á einn aðal- íulltrúa í sérhverri fastanefnd þingsins, þ. e. hefir eitt atkvæði í nefndinni. En hægt er að til- nefna fleiri fulltrúa í nefndirn- ar, bæði valkvætt og eins þann- ig, að einn sé aðalmaður en hinir varamenn. Samkomustaður nefnda þess- ara var úti í Lake Sucess, sem er staður alllangt út á Long Island. Tók það okkur um 50 mínútur að komast þangað frá okkar dvalarstað. Fundarstaðurinn var einn endi eða álma af flugvélaverk- smiðju einni geysimikilli. Höfðu þar verið innréttaðir fundar- staðir, matsalir og skrifstofu- herbergi. Bygging þessi var hið mesta völundarhús. Þar voii'u m. a. fjórir stórir salir innrétt- aðir fyrir nefndafundi. Þar var tilhöf/un sú, að í hverjum sal var hringborð mikið. Á það var raðað með hæfilegu millibili nöfnum landanna í stafrófsröð. Við hvert nafn var síðan þre- fölld stólaröð, þannig að þar gátu þrír fulltrúar setið i röð, hver aftan við annan. Skipun þessi var þvi svipuð og í lög- réttu forðum. Við sæti hvers aðalfulltrúa voru hátalarar. Ekki risu menn úr sætum sínum, er þeir töluðu, heldur sátu kyrr- ir í sínum stól. í tveimur þessara stofa var útbúnaður til sam- hliða þýðinga. Þýðendurnir voru (Framhald á 4. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.