Tíminn - 14.01.1947, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.01.1947, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN Símar 2353 og' 4373 ERENTSMIÐJAN EDDA h.í. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: ’ EDDUHÚSI, Lindargötu 9A Simi 2323 31. árg. Reykjavík, þriðjutlaginn 14. janúar 1947 8. blað Tveir keppinautar á þingi sameinuðu þjóöanna Eins og rakið er í grein Ólaís Jóhannessonar í blaðinu í dag urðu deii- ur milli Mrs. Fandit og Smuts liershöfðingja um réttindi Indverja í Suð- ur-Afríku. — Á efri myndinni er Smuts að taia við Carlos Romulo, herforingja, fulltrúa Filippseyja. Á neðri myndinni er Mrs. Pandit og einn félagi hennar að rœða við fulltrúa frá Argentínu. — Nýtt hvalveiðafélag stofnað með 1,5 milj. kr. hlutafé Laugardaginn 11. janúar 1947 var stofnað hér í bænum hluta- félagið „Hvalfjörður“, og er aðaltilgangur félagsins að reka hvalveiðar og vinnzlu hvers konar hvalafurða hér á landi. Hluta- féð er ákveðið 1.5 milj. kr., en á stofnfundi félagsins voru þegar skráð loforð fyrir 900 þús. kr., og heldur hlutafjársöfnun áfram. í stjórn félagsins voru kosnir þessir menn: Loftur Bjarnason, útgerðarmaður, formaður, Guð- mundur Kristjánsson, skipa- miðlari, varaformaður, Kristján Guðlaugsson, hæstar.l., ritari, Egill Vilhjálmsson, forstjóri, og Othar Ellingsen, verzlunarstj. í varastjórn voru kosnir: Bene- dikt Gröndal, forstjóri, Geir Zoéga, útgerðarmaður, Kol- beinn Sigurðsson, skipstjóri, Vilhjálmur Árnason, skipstjóri og Þorlákur Björnsson, fulltrúi. Þeir, sem að félagsstofnun þessari standa telja nú ein- stakt tækifæri tii að koma hvalveiðum íslendinga á fjár- hagslega öruggan grundvöll, fyrst og fremst sökum þess, að gera má ráð fyrir þvl, að hlð háa verðlag, sem nú er á hval afurðum, haldist enn um hrið. Hvalveiðar eru nú einn aðalat- vinnuvegur Norðmanna og hafa um margra áratuga skeið verið einn öruggasti tekjustofn þeirra. Á vegum áðurnefndra manna kom einn af færustu sérfræð ingum Norðmanna hingað til landsins i nóvembermánuði s.l og athugaði hér staðhætti. Sið- an hefir hann gengið úr skugga um að unnt yrði að fá keyptar nauðsynlegar vélar og önnur tæki, og að hægt væri að fá hentugt hvalveiðiskip. Eftir vandlega athugun kom i ljós, að heppilegast er að byggja hvalvinnslustöðina landi Litlasands eða Miðsands (Framhald á 4. sUSu) Stefán Jóhann vinnur að myndun ríkis- stjórnar þriggja stjórnmálaflokka Sósíalistar hófu samninga við Ólaf Thors, meðan þeir þóttust veita Kjartani Ólafssyni stuðning Eins og skýrt var frá í seinasta blaði, sneri Stefán Jóhann Stefánsson sér til allra þingflokkanna á föstudaginn var og ósk- aði eftir, að þeir kysu nefnd til viðræðna við hann um stjórn- armyndun. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn urðu strax við þessum tilmælum, en Sósíalistaflokkurinn neit- aði að ræða um stjórnarmyndun undir forustu Stefáns. Stefán hefur síðan, ásamt fulltrúum frá Alþýðuflokknum, rætt við full- trúa frá Framsóknarfiokknum og Sjálfstæðisflokknum um sam- stjórn þessara þriggja flokka. Á þessu stigi verður engu spáð um mðurstöður þeirra viðræðna. Hví fól forsetinn Stefáni Jóhanni stjórnarmyndun? Manna á milli hefir sú aðferð forseta íslands nokkuð vrarið gagnrýnd, að hann skyldi snúa sér strax til formanns minnsta þingflokksins, þegar Ólafur Thors gafst upp, en ekki snúa sér fyrst til Framsóknarflokks- ins og Sósíalistaflokksins. í til- efni af þessu þykir rétt að skýra frá því, að forsendur forsetans fyrir þessu eru þær, að sam- kvæmt kosningaúrslitum í vor sé þeim flokkum, sem stóðu að ríkisstj., skyldast að standa fyrir stjórnarmyndun. — Að vísu sé einn flokkurinn, Sósalista- flokkurinn, genginn úr skaftinu, en það komi þó ekki að sök, þar sem hinir tveir, sem eftir eru, Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn, hafi þing- meirihluta að þaki sér. Þessum flokkum sé því skylt að reyna fyrst, og þar eð Sjálfstæðisflokk urinn hafi gefizt upp, sé röðin komin að Alþýðuflokknum. Þetta voru skýringar þær, sem forsetinn 'gaf formanni Fram- sóknarflokksins á þeirri á- kvörðun sinni að íela formanni Alþýðuflokksins að reyna stjórn- armyndun næst á eftir Ólafi Thors. Þáttur Kjartans Ólafssonar. í blöðum Sósialistaflokksins og Alþýðuflokksins hefir það verið rætt að undanförnu, að allmikið þingfylgi hafi verið fyrir því, að Kjartan Ólafsson í Hafnarfirði beitti sér fyrir stjórnarmyndun. t Mbl. hefir einnig verið rætt um þetta og það í þeim furðulega tón, að þetta hafi átt að vera gildra fyrir Alþýðuflokkinn og myndi hafa leitt til sjálfsmorðs hans, ef hann hefði fallizt á það. f tilefni af þesu þykir rétt að upplýsa, að farið hafa fram óformlegar viðræður milli Al- þýðuflokksins, Framsóknar- flokksins og SósialSstaflokks- ins um möguleika fyrir því, að þessir flokkar mynduðu stjórn saman. Af hálfu Framsóknar- manna tóku Hermann Jónasson og Steipgrímur Steinþórsson þátt í þeim viðræðum. Viðræður þessar komust aldrei nema á byrjunarstig og var einkum rætt um, að flokkarnir kæmu sér fyrst saman um mann, er hafa skyldi forgöngu um sameigin- lega stjórnarmyndun þeirra. Til- lögu þess efnis, að Framsókn- armaður hepði forgöngu um til- raun þessa, var fálega tekið af Alþýðuflokknum, og lýstu Framsóknarmenn þá yfir, að þeir gerðu það ekki að neinu skilyrði, heldur myndu fallast á hvern annan, sem samkomu- lag yrði um. Við nánari athug- un kom í ljós, að sósíalistar töldu sig geta sætt sig vfð Kjartan Ólafsson í Hafnarfirði. Hann virtist einnig líklegur til að hafa mikið fylgi Alþýðu- flokksmanna. Þeir Steingrímur og Hermann lýstu því þess vegna yfir við Kjartan, að þeir myndu styðja hann til stjórnarmynd- unar og vinna að því innan Framsóknarflokksins, að flokk- urinn veitti honum stuðning. Þetta var þó vitanlega bundið því skilyrði, að samkomulag næðist um málefni. Kjartan mun hafa verið mjög tregur til að taka þetta verk að sér, en þó fallizt á að reyna það, ef það yrði til að greiða fyrir stjórnarmyndun, og flokkur han^ veitti honum stuðning sinn. Þann stuðning hefir Al- þýðuflokkurinn skorazt undan að veita honum. Af hálfu Framsóknarmanna hefir það jafnan legið fyrir, að þótt þeir lýstu yfir áðurnefnd- um stuðningi við Kjartan Ól- afsson, væru þeir fúsir til að ræða um stjórnarmyndun undir forustu fleiri Alþýðuflokks- manna, ef það gæti greltt fyrir heílbrigðri stjórnarmyndun. Einn þeirra, sem vitanlega hefir komið þar til greina, er formaður flokksins, Stefán Jó- hann Stefánsson. „Umhyggja“ Mbl. fyrir Alþýðuflokknum. í tilefni af þeim ummælum Mbl., að það hefði verið gert af óheilindum við Alþýðuflokkinn að benda á Kjartan Ólafsson til stjórnarmyndunar, þykir rétt að bæta við nokkrum orðum. Kjartan Ólafsson er einn reynd- asti og vinsælasti leiðtogi Al- þýðuflokksins. Hann hefir öðr- um fremur rutt flokknum braut í Hafnarfirði og byggt hann þar upp, en þar hefir flokk- urinn nú traustast fylgi á öllu landinu. Kjartan hefir, ásamt Emil Jónssyni, haft forgöngu um flest hin merkilegu verk, sem flokkurinn hefir unnið þar. Hann er maður gerkunnugur at- vinnumálum, viðskiptamálum og fjármálum landsmanna, enda átt lengi sæti í gjaldeyris- nefnd og útflutningsnefnd og á nú sæti í bankaráði Lands- bankans. Álit Kjartans má og vel marka á því, að hann var einn þeirra manna, sem fyrst var reynt að fá í utanþingstjórnina 1942, en hann neitaði því í samráði við flokk sinn. Það er því vissulega síður en svo, að það hafi stafað af nokkr um brellum við Alþýðuflokkinn, að bent var á Kjartan Ólafsson til stjórnarmyndunar. Það var af fullum heilindum gert, enda munu fáir eða engir hafa reynst Alþýðuflokknum heilli og betri, þegar mest hefir reynt á, en Kjartan. Það kemur líka úr i hörðustu átt, að bendla hann | við kommúnistadekur, því að fáir hafa verið kommúnistum | óþarfari, eins og fylgi Alþýðu- I flokksins í Hafnarfirði sýnir j bezt. i Óheilindi sósialista. ! * í Þjóöviljanum er fárast mikið | yfir tvi seinustu dagana, að i ekkert skuli hafa orðið úr j stjórnarmyndun Kjartans Ólafs Isonar. Þjóðviljanum væri þó sæmst að tala sem minnst um það mál, því að ekki sýndi flokkur hans meiri heilþndi i því máli, en svo, að tveimur | dögum eftir aö hann hafði bent á Kjartan, kaus hann tvo menn til að tala við Ólaf Thors um stjórnarmyndun undir forustu hans. Flokkur, sem telur sig reiðubúinn til að fara í stjþrn undir forustu Ólafs Thors, sem Þjóðviljinn kallar nú réttilega „verst^i afturhaldið í landinu", ætti að tala um allt frekar en 1 áhuga sinn fyrir heilbrigðri •„vinstri stjórn". | Þjóðviljinn ætti líka að gera sér þess grein, að það er ekki til að greiða fyrir slíkri stjórn, (Framhald á 4. síðu) Tvö dánardægur .. Magnús Björnsson náttúru- fræðingur andaðist hér í bæn- um 10. þessa mánaðar. Bana- mein hans var heilablóðfall. Fséddur var Magnús að Gils- stöðum í Vatnsdal 3. maí 1885 og varð því rúrnlega sextugur. Hann varð stúdent 1908 og lagði stund á náttúrufræði. Fékkst hann við kennslu um skeið og var alllengi starfsmaður við Náttúrugripasafnið. Vann hann mikið að fuglamerkingu og skrifaði margt um fuglalíf hér á landi. Árið 1916 kvæntist Magnús Valborgu Þorkelsdóttur, en hún andaðist árið 1930. Eyjólfur Kolbeins lézt að heimili sínu að Kolbeinstöðum 11. þ. m. Eyjólfur fæddist að Staðar- bakka í Miðfirði 24. jan. 1894, sonur Eyjólfs Kolbeins Kol- beinssonar prests og konu hans Þóreyjar Bjarnadóttur frá Reykhólum. Árið 1912 fluttist Eyjólfur suður á Seltjarnarnes, en faðir hans var þá látinn. Gerðist Eyj- ólfur ráðsmaður hjá móður sinni og rak stórt kúabú um langt skeið. fyrst að Lamba- stöðum, síðar að Bygggarði og Kolbeinstöðum Er styrjöldin skall á geröist Eyjðlfur starfsmaður í skömmt- unarskrifstofu ríkisins, en varö að hætta þar störfum sökum vanheilsu fyrir tæpum tveim árum. Kona Eyjólfs er Ásta Helga- dóttir og lifir hún mann sinn ásamt fimm börnum þeirra. Öskubifreið Hafnfirð- inga skemmist Hafnarfjarðarbær festi fyrir nokkru kaup á sérstakri ösku- bifreið af sömu gerð og notuð hefir verið í Reykjavik undan- farin ár og þótt gefast vel. — Var bifreiðin flutt til landsins fyrir nokkru af Orku h. .f en í gær áttu Hafnfirðingar að taka við bifreiðinni. Hún hafði ekki verið í lagi en viðgerð var nú lokið. Bæjarstjórinn i Hafnarfirði sendi mann eftir hádegið í gær, (Framhald á 4. siðu) Leikfélag Reykjavíkur minnist fimmtíu ára afmælis síns Leikfélag Reykjavikur hélt fund síðastl. laugardag, þar sem minnst var 50 ára afmælis fé- lagsins. Á fundinum var sér- staklega minnst brautryðjenda | félagsins og leiklistarinnar hér i bænum og tveir þeirra, Eufemía Waage og Brynjólfur Þorláks- son, gerðir heiðursfélagar. Eftir fundinn voru lagðir blómsveig- ir á leiði látinna forvígismanna félagsins. Félaginu bárust margar heillaóskir og gjafir í tilefni af afmælinu og formaður félags- ins, Brynjólfur Jóhannesson, var sæmdur Fálkaorðunni. A sunnudaginn hélt félagið sérstaka hátíðasýningu, þar sem sýndir voru þættir úr Nýárs- nóttinni eftir Indriða Einars son, Fjalla-Eyvindi eftir Jó- hann Sigurjónsson og Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson. Undan sýningunni var leikinn forleikur eftir dr. Pál ísólfsson og Soffía Guðlaugsdóttir flutti kvæði, sem Tómas Guðmunds- son hafði orkt í þessu tilefni. Á sunnudagskveldið hélt fé- lagið samsæti i Oddfellowhús- inu. — Vandað afmælisrit um félagið kom út á laugardaginn, útgefandi þess er Leíftur h.f. ERLENDAR FRÉTTiR Rússar hafa farið þess á leit við Norðmenn, að endurskoð- aðlr verði samnángarnir, sem ýms ríki gerðu við þá 1920 um yfirráð þeirra á Svalbarða. Sögusagnir herma, að Rússar krefjist þar herstöðva. Brezka stjóimin lætur nú her- menn annast flutninga í Lond- on vegna verkfalls flutninga- verkamanna þar. Qi’yggisráðið hefir gengið frá stjórnarskrá fyrir Triestefrí- ríkið. Brezki sendiherrann í Var- sjá hefir verið kvaddur heiip. Pólska stjórnin ásakar hann um undirróðursstarfsemi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.