Tíminn - 14.01.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.01.1947, Blaðsíða 2
2 TIMim, þriðjndaginii 14. jamiar 1947 8. falað Leikfélag Reykjavíkur 50 ára Úr Fjalla-Eyvindi: Gunnþórunn Halldórsdóttir, Friðfinnur Guðjónsson og Valdimar Helgason. I»riðjudagur 14. jan. Nýsköpun í orði — Framfarir í verki Mbl. er ljúít að vera siðamelst- ari. Það hefir hellt úr skálum reiði sinnar yfir önnur blöð, fyrir það „siðleysi" að deila á Ólaf Thors og Stefán Jóhann meðan landið er stjórnlaust. En sjálft er þetta blað varla búið að ryðja úr sér hinni miklu vandlætingu, þegar það hrasar sjálft. á vegi dyggðarinnar og ræðst heiftar- lega á einn flokkinn, sem verið er að semja við um stjórnar- myndun, Framsóknarflokkinn. Mbl. reynir að herða á skömm- um sínum um Sósíalista með því að segja, að þeir hafi leitað samninga við höfuðféndur ný- sköpunarinnar, Framsóknar- menn. Fyrst Mbl. er farið að ræða þessi mál að fyrra bragði, er rétt að segja því sannleikann. Það ætti ekki að kveinka sér undan honum, þótt hann kunni að þykja beizkur. Hver er sú nýsköpun, sem rík- isstjórnin hefir beitt sér fyrir og getur þakkað sér? Það er ýmis konar pappírs nýsköpun. « Það hafa verið samþykkt lög um nýtt þorp, Höfðakaupstað en það vantar fé til að halda framkvæmdum áfram. Það hafa verið samþykkt önnur nýsköpunarlög um lands- höfn í Njarðvíkum, en það er ekkert fé til að vinna verkið fyrir. Enn hafa verið samþykki lög um Austurveg, mikla akbraut frá Reykjavík austur yfir fjall, en það er ekki til neitt fé til að vinna verkið. Hvað er unnið við svona lög- gjöf og hvaða afreksverk er hún? Skyldi það ekki vera hægt að samþykkja lög um að breyta Vatnajökll í tún og Ódáðahrauni i aldingarð? Kannske næsta „nýsköpunar- stjórn“ geri það. Svo eru líka til lög um ýmsa félagslega aðstoð við alþýðuna, bygglngarlög o. þ. h. Það er iika sams konar nýsköpun, svika- nýsköpun, af því að ýmist vant- ar penínga eða vilja til að fram- kvæma lögin. Það vantar t. d. ekki peninga til að framkvæma gildandi lög um skömmtun byggingarefnis. Þar vantar vilj- ann. Hvað er þá eftir af nýsköpun- inni? Það hafa verið keypt skip, vélar, verkfæri o. s. frv. Það er satt. En er það verk þessarar stjórnar? Alls ekki. — Ríkis- stjórnin hefir að sönnu ekki brugðið fæti fyrir það, að menn keyptu slíka hluti. En hún hefir ekkert gert til að tryggja það, að fjármagnið rynni ekki frem- ur í aðrar áttir. og hún hefir ekki borið gæfu til að vinna að því, að það væri mögulegt að reka skipin hallalaust og láta þau bera sig. Það, sem einkenndi ríkisstjórn Ólafs Thors var óvenjulegt á- byrgðarleysi, þar sem samþykkt voru lög um nýjar og fjárfrekar framkvæmdir, miklast af þeim í kosningum, en þegar tii átti að taka var ekki fé til, svo að nokkuð gæti orðið úr fram- kvæmdum. Lögin voru því aug- lýsing og einungis kosningaaug- lýsing. Það var mjög í samræmi við Fyrir 50 árum var Leikfélag Reykjavíkur stofnað, hinn 11. janúar 1897. Þá var Iðnó ný- byggt og þar með fengin betri húsakynni en áður voru til fyrir leiksýningar, en til þess að formlega yrði frá fjárhagsleg- um samningum gengið, milli eigenda hússins og leikstarf- seminnar, þurfti félag. Þess vegna er Leikfélag Reykjavíkur jafngamalt og Iðnó. Fyrstu stjórn Leikfélagsins skipuðu þeir Þorvarður Þor- varðsson, prentari, Friðfinnur Guðjónsson og Borgþór Jósefs- son. Af stofnendunum eru nú þrír á lífi. Friðfinnur, Gunnþórunn og Brynjólfur Þorláksson organ- leikari, en hann var söngstjóri félagsins framan af. Saga Leikfélags Reykjavíkur- í hálfa öld er merkur þáttur úr sögu bæjarins. Og ugglaust sýn- ir hún vel hina almennu þróun, sem orðið hefir, hversu bætt hefir verið aðstaða þeirra, sem helga sig leikstörfum, og eru það út af fyrir sig mikil um- skipti á ekki lengri tíma. Og þó stendur nú stórbreyt- ing fyrir dyrum í þeim efnum með Þjóðleikhúsinu. Er gaman til þess að hugsa, að vonandi auðnast sumum þeim, sem byrj- uðu starfsemi Leikfélagsins í kuldanum og sagganum í Iðnó fyrir 50 árum að sjá starfsem- ina færast í Þjóðleikhúsið og e. t. v. jafnvel einhverjum að taka þátt í starfsemi þar. Slíkir sigrar vinnast ekki nema með mikilli áhugavinnu 'og miklu fórnarstarfi. Hamingja Leikfélagsins er sú, að það hefir átt áhugasama hæfileikamenn, sem hafa lagt sig fram fyrir leiklistina, og því hefir starf- semi þess orðið vinsæl, svo að almenningur hefir viljað hlynna að henni. Leikfélag Reykjavíkur hefir unnið hug þjóðarinnar. Það hefir auðvitað gengið á ýmsu í félagsskap leikaranna og hin illa fylgja, sem víða sundr- ar góðum kröftum með klíku- annað, að þessi alvörulitla aug- lýsingastjórn nefndi sjálfa sig „nýsköpunarstjórn." Það var einn liður i auglýs- ingakerfinu. Hvað bar Framsóknarmönn- um og Sjálfstæðismönnum á milli um nýsköpunarmálln? Fyrst og fremst það, að Fram- sóknarmenn héldu því fram að dýrtíðin mætti ekki vaxa skefjalaust. Þá kallaði Ólafur upp að dýrtíðin væri öllum til blessunar og Einar Olgeirsson mælti fyrir minni hans og veg- samaði hamingju íslands að fá að eiga Ólaf Thors. Nú kemur öllum saman um það, að Framsóknarmenn höfðu rétt fyrir sér. Jafnvel Mbl. við- urkennir það. Sé það fjandskapur við „ný- sköpunina,“ að vera á móti dýr- tíðinni, þá er „nýsköpun“ nú með öllu fylgislaus. Svona málaflutningur dugar engum, ekki einu sinni Mbl. Svo fær það líka framan í sig, að jafnskjótt og það hefir bírt um- vandanir sínar, þar sem SósíaJ- istar eru svívirtir fyrir að tala við Framsóknarmenn, eru þess eigin flokksmenn komnir f samningagerðir við Framsókn- armenn. Þeir samningar stranda ekki af hálfu Framsóknarflokksins á ágreiningi um nýsköpunar- málin. skap, persónulegum metingi o. s. frv. hefir komið þar við sögu. En þó að slikt hafi auðvitað lamað og deyft, hefir alltaf ver- ið sótt lengra fram og slík van- þroskamerki farið minnkandi, og eins og sakir standa ætla ég að þeirra gæti lítið. Standa leik- arar þar óneitanlega ofar og framar sumum öðrum lista- mannaflokkum, sem hafa of- stækisfullar skoðanir á liðs- mönnunum innbyrðis. Er von- andi að hinn sanni áhugi fyrir listinni, boðskap hennar og þjónustu við hana, verndi ein- ingu leikara okkar framvegis. . Saga Leikfélags Reykjavíkur verður ekki rakin hér. En á þessum tímamótum í sögu þess þykir mér hlýða að minnast þess, að margir eiga þvi mikið að þakka. Og það á eins og e. t. v. engu síður við um þann hluta þjóðarinnar, sem dreifður er út II. Afgreiðsla einstakra þing- mála. Mál þau, sem einna mesta athygli vöktu á þingi Samein- uðu þjóðanna voru: mál Ijid- verja í Suður-Afríku, skýrslu- gjöf ríkja um herstyrk sinn, af- vopnunarmálið, Spánarmálið svonefnda og mál varðandi neitunarvalcVið. Auk þess var fylgzt með staðarheiti, þ.e. vali á framtíðarheimili Sameinuðu þjóðanna með mikilli eftirtekt. Um það urðu og miklar og stundum heitar umræður. Ýms fleiri mál mætti og nefna, sem mikla eftirtekt vöktu og tals- verðar umræður urðu um. Verð- ur hér á eftir minnzt á nokkur þessara mála, eftir því sem rúm leyfir. Hér verður að sjálfsögðu að- eins hægt að drepa á mál þessi, en útilokað að unnt sé að gefa um þau ýtarlega greínargerð. Þar er sú bót í máli, að frá þeim og gangi þeirra hefir áð- um land og ekki á þess kost að njóta leiksýninga í höfuð- staðnum að staðaldri. Sú þakk- arskuld er tvíþætt, og sæmir ekki annað en hún sé viður- kennd. Svo að segja í hverri sveit og hverju þorpi er meira og minna bjástrað við leikstarfsemi, með misjöfnum árangri auðvitað, enda skilyrði víða fátækleg og slæm. En þó að leiklistin sé oft ekki á háu stigi, má þó, ekki van- meta þann þátt, sem þessi starf- semi á í félagslífi og menning- arlífi fólksins þar. Margur maður hefir þar fengið dýrmætt viðfangsefni og dægradvöl, sem gerði hann betri starfsmann og þroskaðri félagsmann eftir en áður. En það ætti að vera svo ljóst og glöggt, að ekki þyrfti um það að fjölyrða, að slík starf- semi öll verður auðveldari og myndarlegri í landi. þar sem ur verið sagt all ýtarlega í fréttum. Mál Indverja i Suður-Afríku: Mál þetta var tekið til með- ferðar á sameiginlegum fund- um í fyrstu og sjöttu nefnd. Er málið kom þar fyrst til um- ræðna, lá fyrir tillaga frá full- trúum Indlands. Var sú tillaga í stuttu máli þess efnis, að alls- herjarþingið lýsti vanþóknun sinni á þeirri meðferð, sem Ind- verjar og aðrir menn af asía- tiskum upprunum hefðu verið látnir sæta í Suður-Afríku, og beindi' því til stjórnar þess ríkis að endurskoða stjórnarstefnu sína og þær aðgerðir, sem gerð- ar hefðu verið í löggjöf og stjórnarframkvæmd gegn mönn um af asíatiskum uppruna. Fyr- ir tillögu þessari talaði formað- ur indversku sendinefndarinn- ar, Mrs. Pandit. Rakti hún í stórum dráttum hverri meðferð Indverjar höfðu sætt í Suður- Afríku og hvernig þeir hefðu alþýðan þekkir eitthvert leik- listarlíf. Og þekking, skilningur og kunnátta þeirra, sem mót- !að hafa og lyft leikstarfseminni "úti um Jand, og þannig gefið henni hálft gildi sitt, hefir að miklu leyti verið fengin að gjöf frá Leikfélagi Reykjavíkur. Þar voru þær fyrirmyndir, sem allir litu upp til. Þar voru þeir kunnáttumenn, sem opnuðu augu glöggra gesta utan af landsbyggðinni fyrir leyndardómum og tækni leik- listarinnar, svo að þeir báru brot af þeim skilningi og kunnáttu heim í sveitina sína eða þorpið. Þá má nefna það, sení er þessu skylt, að áhrifamenn úr Leikfélagi Reykjavíkur hafa haldið uppi beinni fræðslu og kennslu um leiklist. Minnist ég sérstaklega leiðbeininga, sem Haraldur Björnsson skrifaði í Hlín og eflaust hafa mörgum orðið að góðu liði um vinnu- brögð og annað í sambandi við smávegis ieiksýningar. Svo er þá í öðru lagi þáttur hins almenna útvarpshlustanda. Ég geri ráð fyrir því, að sumir leikararnir okkar séu meðal vinsæiustu manna, sem fram hafa komið á vegum Ríkisút- varpsins, og skal þó ekki gert lítið úr vinsældum neinna ann- arra. Þao er mikið sem útvarps- hlustendur hafa að þakka Leik- félagi Reykjavíkur vegna þess, er það hefir lagt útvarpsstarf- seminni til. Margt kvöldið hafa félagar þess lífgað upp og vakið holla glaðværð á þúsundum dreifðra heimila með góðri með- verið sviptir nautn ýmsra sjálf- sagðra mannréttinda og hverjir samningar eða skipti hefðu átt sér stað út af þessu á milli rík- isstjórna þessara hlutaðeigandi ríkja. Mrs. Pandit er kona glæsileg og mælsk með af- brigðum. Næstur tók svo til máls for- sætis- og utanríkisráðherra Suður-Afríku, Smutz hershöfð- ingi, sem fyrir löngu síðan hefir rist nafn sitt á spjöld veraldar- sögunnar. Hjá honum hvað að sjálfsögðu við nokkuð annan tón. Hann taldi réttinda svipt- inguna slíka, sem Mrs. Pandit hafði viljað vera láta og skýrði þau sjónarmið, sem lægju að baki þeim ráðs'Jtöfunum, sem gerðar hefðu verið. En fyrst og fremst hélt hann því fram, að hér væri um innanríkismál Suður-Afríku að ræða, sem Sameinuðu þjóðirnar samkv. sáttmála sínum, brysti heimild til að skipta sér af. Hann lagði til, að leitað yrði álits alþjóða- dómstólsins um það, hvort mál- efni þetta væri ekki innanríkis- mál Suður-Afríku og þvl undan- skilið valdsviði Sameinuðu þjóðanna, samkvæmt sáttmála þeirra. Áður höfðu þinginu borizt langar skýrslur frá ríkisstjórn- um Indlands og Suður-Afríku. Um mál þetta urðu miklar ferð á léttu skemmtiefni. Og auk þess hafa þeir gefið íólkinu marga hugstæða stund með því, að flytja merkilegt efni, djúp lífssannindi og fagran skáld- skap, á eftirminnilegan og áhrifamikinn hátt. Leikfélag Reykjavíkur hefir því átt meiri þátt menningar- lífi og skemmtanalífi þjóðarinn- ar, og náð víðar með áhrif sín, en mönnum kann að virðast við fyrstu sýn. Hvaðanæva af landinu berast Leikfélagínu hlýir og þakklátir hugir á hálfrar aldar afmælinu. Þjóðin óskar því til hamingju, og væntir að starfsskilyrði þess og ytri aðbúnaður batni brátt, og það haldi jafnan áfram að rækja forustuhlutverk sitt i menningarmálum, og því betur, sem starfsskilyrði þess verða betri og aðbúnaður rausnar- legri. Nú er stjórn Leikfélags Reykjavíkur þannig skipuð: Brynjólfur Jóhannesson, for- maður, Valur Gíslason, ritari og Þóra Borg Einarsson gjald- keri. Hjartanlegar hamingjuóskir á afmælinu. Það skal fram, sem fram horfir, meðan rétt horflr. H. Kr. Tímann vantar tilfinnanleea börn tll afl bera blaðlð út tll kaupenda vlðs vegar um bæinn. Heitlð er á stuðnlngsmenn blaðslns. að bregðast vel vlð og reyna að aðstoða eítir megni vlð að útvega ungllnea til bessa Etarfe. umræður í nefndinni. Voru um það haldnir margir fundir, er sumir stóðu lengi. Á einum fundinum kom fulltrúi Frakk- lands fram með tillögu, sem var allmiklu mildari en tillaga Ind- verja, en gekk þó i sömu átt. Eftir að gerð’ hafði verið á henni lítilfjörleg breyting samkvæmt tillögu fulltrúa Mexíkó, hljóðaði hún á þessa leið: „Eftir að alls- herjarþingið hefir athugað er- indi það, sem stjórn Indlands hefir sent því viðvíkjandi með- ferð á Indverjum í Suður- Afriku og eftir að hafa kynnt sér málið, gerir það eftirfar- andi ályktanir: 1) Tekur fram, að vegna þeirrar meðferðar hefir vinsam- legri sambúð á milli þessara tveggja bandalagsþjóða verið stofnað í hættu og að líklegt er að sambúð þeirra versni, nema viðunandi samkómulagi verði náð. 2) Allsherjarþingið er þeirr- ar skoðunar, að meðferð á Ind- verjum í Suður-Afríku eigi að vera i samræmi við þá samn- inga, sem gerðir hafa verið á milli þessaira tveggja hlutað- eigandi ríkja, svo og í sam- ræmí við grundvallareglur sáttmála sameinuðu þjóðanna. 3) Þess vegna óskar það eftir, að ríkisstjórnir beggja ríkj- anna skýri næsta a^lsherjar- ' Úr Skálhoiti: Eiðurinn. Úr Uppstigningu: Neíndarfundur kvnfélagsins. ÓiafasE* Jóhannesson: FRA SAMEINIIÐU ÞJODUNUM 06 ÞINGI ÞEIRRA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.