Tíminn - 15.01.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.01.1947, Blaðsíða 2
2 TÍMCVI¥? mlðv.dagiiiii 15. janúar 1947 9. blað Miðv.dagur 15. jan. Höfuðsyndin sjálf í augum Morgunbl. Einkennilegar - upplýsingar koma fram í forystugrein Morgunblaðsins í gær, en þar eru rædd viðhorf Sjálfstæðis- flokksins til Sósialista. Þar er þvi haldið fram, að Sósialistar hafi stigíð það „óheillaspor", að rjúfa stjórn- arsamstarfið í haust. Segir blaðið, að hin gamla þjónslund við austrænu stefnuna hafi ráðið því óheillaspori. En „um- burðarlyndir menn gætu fyrir- gefið þessi afglöp kommúnist- anna, vegna þess, að þeir vita, að þeim er ekki sjálfrátt, þeg- ar austrænan blæs“. En það er annað, sem Mbl. getur ekki fyrirgefið Sósíalist- um. Það er, að þeir skuli sumir hafa tekið í mál að vinna með Framsóknarmönnum. Það, segir Mbl. „tekur út yfir allan þjófa- bálk“. ' Morgunblaöið, ■ höfuðblað „Sjálfstæðismanna“ á íslandi, getur fyrirgefið takmarkalausa undirgefni og þjónustusemi við kommúnistana austur í Moskvu, en hitt þykir því ófyrirgefan- legt, að vilja vinna með Fram- sóknarmönnum á íslandi. Hvað á það að þýða að birta svona grein, einmitt meðan flokksmenn blaðsins eru sjálfir að ræða við Framsóknarmenn um stjórnarsamstarf? Bendir þetta til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn ræði um samstarf við Alþýðuflokkinn og Framsóknarflokkinn af fullum heilindum? Er þetta kannske kveðja Ólafs Thors til Sósíalista og bend- ing um að náðarfaðmur hans standi þeim opinn, þrátt fyrir ósjálfráða og blinda undirgefni við stjórnina í Moskvu, aðeins ef þeir leita ekki samstarfs við Fr amsóknarmenn ? Bendir þessi leiðari til þess, að Mbl. og nánustu aðstand- endur þess, séu enn að vinna að því, að „endurreisa" gömlu stjórnina, eins og Mbl. orðar það? Timinn ætlar sér ekki að skýra þetta fyrirbærl nánar að svo komnu máli. Það mun sýna síg á næstu dögum, hvort þetta er runnið frá því, að innsti hringur flokksins hafi ennþá samband við Sósíalista og standi í stöðugum samningagerðum við þá, í þeirri von, að þár séu menn, sem í framtíðinni muni koma til hjálpar gróðavonum þeirra milliliða, sem mjög hafa makað krókinn síðustu árin. — Takist að halda gróðaleiðum þeirra opnum, sé hitt auka- atriði, þó að hjálpin komi frá þjónum Stalins og Molotovs. Framsóknarmenn setja ekki svona blaðaskrif fyrir sig og láta sér þau í léttu rúmi liggja. Þeir eru reiðubúnir að taka þátt í stjórnarsamstarfi með hverjum sem er, ef hann vill vinna að því að lagfæra það í landbúnaðarmálum, viðskipta- og verzlunarmálum og fjármál- um, sem aflagast hefir undir stjórn Ólafs Thors. Þetta er að- alatriðið, en hitt eru aukaatriði, hvað menn hafa sagt og álitið áður, og hvað menn kalla hægri og vinstri. Menn hafa misjafnar skoðan- ir og trú, hvaðan helzt sé liðs að vænta fyrir slikt stjórnar- starf, en skylt er að kanna all- ar leiðir og öll úrræði, til að mynda það samstarf. Pétur Sigurðsson: Áfengisdraugurinn í Morgunblaðinu Hinn gamli og slungi áfengis- draugur Morgunblaðsins stakk höfðinu upp einu sinni enn í dálkum Víkverja, föstud. 15. des. VikverjJ sk^lur sj á^fsagt bezt sitt eigið mál. Hann talar um „banndrauginn“. Ég ætla þvi að ræða um áfengisdraug Morgun- blaðsins. Tilefni þessarar hrellingar Víkverja hefir eflaust verið samþykkt síðasta þings Alþýðu- sambands íslands, sem krefst þjóðaratkvæðagreiðslu um inn- flutning og sölu áfengis. Einnig hinar fjölmörgu sams konar samþykktir ýmissa félagakerfa í landinu, mannfunda og sam- taka. Sama krafa kom glöggt í ljós á fundum kvenna um þessi mál á síðasta vori. Þá svöruðu margir þingmenn og þingmanna efni, við síðustu alþingiskosn- ingar, fyrirspurn frá Stórstúku íslands, og hnigu svörin öll að héraðabönnum eða banni. Mörg þeirra eru birt í síðasta blaði Einingar. Þetta þykir Víkverja auðvitað ljótur draugur. Bannmenn „trúa því“, segir hann, „að bann sé eina ráðið til að fá menn til að hætta að neyta áfengis og að það sé ekki hægt að bjarga þeim tiltölulega fáu vesalingum í þjóðfélaginu, sem verða áfénginu að bráð, nema með þessu móti.“ Er það nú málflutningur. Fyrst er nú það, að vesalingarn- ir eru ekki fáir, þótt ekki séu þeir allir „rónar“ i Hafnar- stræti. Margir þeirra eru ýmist á embættismannaheimilum, eða þung byrði gójðra fjölskyldna víðs vegar um land og mætti Víkverji gjarnan kynnast sum- um þeim mæðrum og konum, sem oft leita til okkar bindind- ismanna, og jafnvel mönnum, sem leita til okkar vegna kvenna sinna, er drekka. En það eru þó ekki þessir mörgu vesalingar þjóðarinnar, sem er vandamálið mesta, held- ur allir hinir, sem drekka sér til skaða og skammar, spilla góðum siðum, valda slysum og ófögnuði hvarvetna. Vill Vík- verji gefa okkur sanna lýsingu af „Rússagildunum“ síðustu ár- in, einnig því allra síðasta? Vill hann segja rétt frá vígslum stúdentagarðanna og öðrum slkum veizlum menntamanna, jafnvel sýslumanna og dómara? Vill hann lýsa sumum fjölmenn- um samkomum að Eiði, sem Sj álfstæðismenn höfðu þar hér á árunum, þegar stundum mik- ill hluti mannskaparins var drukkinn og viti sínu fjær og menn hegðuðu sér eins og skyn- lausar skepnur, og er þó skepn- unni vanvirða gerð með slíkri samlíkingu? Eða vill Víkverji lýsa sumum samkomum á Þing- völlum, þegar menn hafa legið dauðadrukknir í kös og sumir ætlað að gera þarfir sínar inni á miðju salargólfi, og hefir ekki slíkt komið fyrir jafnvel í hin- um fínu salarkynnum Hótels Borg? Hvernig dettur mönnum í hug að reyna að slá ryki í augu manna, sem þekkja svo vel drykkjuskaparsögu íslendinga fyrr og siðar, og einnig annarra þjóða? Slíkar tilraunir eru ekki af góðum rótum runnar, því að þar er hallað réttu máli. Þá spyr Víkverji svo greind- arlega, hvort ekki væri eins rétt að banna mönnum að fara með eld og bifreiðar, þar sem hvorttveggja þetta veldur oft miklum skaða. Hugsið ykkur samanburðinn á eldi og ágætum samgöngutækjum, og áfenginu illræmda, alkunna og óþarfa, sem læknar og vísindamenn viðurkenna, að hvergi sé nauð- synlegt til neyzlu. Bílar eru nú verstu manndráparar heimsins, taka jafnvel styrjöldum fram. Væri því sjálfsagt að banna þá, ef þeir væru ekki svo hentug samgöngutæki og taldir ómiss- andi. Eldinn væri líka sjálf- sagt að banna, ef hann væri ó- nauðsynlegur öllum mannlegum þörfum. En hér við mætti bæta þvi, að nokkrir alvarlegir brun- ar, og stundum mannskæðir, víðs vegar um heim, einnig skógareldar, hefðu aldrei átt sér stað, ef áfengið hefði ekki ver- ið að verki. Svo grípur Víkverji til hinna gömlu röksemda um fræðslu, fræðslu. Auðvitað eru allir sam- mála um, að fræðsla sé nauð- synleg. En á hverju byggja menn þessa tröllatrú sína á fræðslu? Vill Víkverji halda þvi fram, að læknastétt hafi verið ófróð um skaðsemi áfengis? Hef ir henni farnazt betur i þessum sökum en öðrum stéttum? Og hvað á svo að segja um prófess- ora og preláta, einnig þekkta kennara við æðri skóla og alls konár fyrirmenn og maktar menn víðs vegar um heim? Allt þetta fræðslusnakk manna er aðeins hégómleg undanbrögð. Hið sama er að segja um þetta blessaða almenningsálit, sem oft er stagazt á. Almenningsá- litið er hringlandalegt og breytilegt eins og veðrið. Það hrópar einn daginn: „Blessaður sé sá, sem kemur í nafni drott- ins,“ en næsta dag: „krossfestu, krossfesíu hann.“ Þannig hefir þetta ævinlega verið. Almenningsálitið hefir ævinlega verið eftir því, sem vindurinn hefir blásið. — Með lögum skal land byggja. Þegar þjóðir þurfa að koma umbótum fram, annað hvort viðvíkjandi heilbrigðismálum, ajmennum tryggingum, umferð, skatt- greiðslu, matarskömmtun, barnafræðslu o. fl., þá er gripið til löggjafar. Annað mundi aldrei duga, þótt allir velmein- andi menn reyndu að tala um fyrir mönnum. En innan vissr- ar takmarkalínu löggjafarinnar er hægt að rækta menningu á ýmsum sviðum. Um þúsundir ára hafa menn verið fræddir um það, að þeir skuli ekki stela. Samt hafa þeir stolið, og oft þeir mest, sem fróð- astir hafa verið um viðskipti og fjármál. Svo bönnuðu menn með lögum þjófnað. Samt stela menn, og það ekki lítið. Enginn talar þó um að afnema þau lög. Menn hafa verið fræddir um gildi sannleikans og andstyggð lyginnar. Samt er nú uppi gull- öld lyginnar. Aldrei hafa jafn- vel stórveldi tekið skipulagða lygaiðju betur í sína þjónustu en á síðari árum, svo að öllum minniháttar lygunum sé sleppt. Viðvíkjandi lygum hefir þó aldrei verið lögleitt bann, svo ekki hefir lygin þurft að blómg- ast þess vegna. En ósannindunum hefir verið óspart beitt í sambandi við á- fengismálin. Mikið af öllu þessu tali andbanninga um smygl og brugg í skjóli bannlaganna, er ósatt, þótt fullt tillit sé tekið til ástandsins eins og það Var. En slík ósannindi skal ég hrekja betur við tækifæri. Það er ekki langt síðan Morgunblaðið hafði það eftir hátt settum, og sjálf- sagt mætum embættismanni, að eins mikið hefði verið drukkið á Siglufirði 1 sumar, er áfengis- verzlunin var lokuð, sem endra- nær. Þetta eru staðlausir stafir, og svo er um margt hitt. Aðal- ritstjóri Morgunblaðsins, Valtýr Stefánsson, sagði við mlg skömmu eftir að bannið var al- gerlega afnumið, að hann hefði aldrei búizt við, að ástandið yrði svo slæmt, sem raun varð á. Þetta var drengileg viðurkenn- ing. Síðan hefir ástandið farið versnandi, þrátt fyrir alla fræðslu Morgunblaðsins og allra hinna. Bannlög voru auðvitað brotin og munu verða brotin, en ekki fremur en skattalög- gjöf og mörg önnur lög, sem engum dettur í hug að aínema. Englendingar hafa aldrei haft bann, en í seinni tíð víðtæka fræðslu og margvíslegt menn- ingarstarf um bindindismál. Samt er drykkjureikningur þeirra nú 100 miljónum sterl- ingspunda hærri en 1914. Þá var hann 500 millj. stpd. árlega. Þessi þjóð býr við magnað á- fengisböl. Svíar eru mikil menn- ingarþjóð og hafa eins konar áfengisskömmtun. Samt eru þar í landi 60—100 þúsundir alkó- hólista — áfengissýktra manna. Finnst Víkverja þetta vsra fá- mennur hópur? Er skemmtun áfengisdýrkendanna og gróði ríkisins af áfengissölunni ekki of dýru verði keypt? í Bandaríkjunum hafa í seinni tíð mörg héruð í mörgum ríkj - um komið á hjá sér banni. Þetta frá 48 upp í 140 héruð í hverju ríki. Hví skyldu þau hafa gert þetta, ef frjálsa verzlunin hefði gefizt vel. En sannleikurinn er sá, að nú eru helmingi fleiri útsölustaðir áfengis í Banda- ríkjunum en fyrir bann, og á- standið geigvænlegt. Kansas er forusturíki í bannstefnunni. í 96 héruðum þess er engin fá- tækrastofnun nauðsynleg, og ekki einn einasti hálfviti eða geðbilaður maður í 54 héruðum, enginn maður frá 53 héruðum 1 fangelsi ríklsins. Þeir dagar munu koma, að menn og þjóðir munu sannfær- ast um það, aö áfengisverzl- unin, með öllum hennar hrylli- legu afleiðingum, sæmlr ekki siðuðum og menntuðum þjóð- um, og verður hún þá bönnuð, líkt og ópíumsala og annað skaðræði. En sennilega verður baráttan við áfengið erfið, en leiðinlegust verður barátta okk- ar bindindismanna hér í landi, við áfengisdrauginn í Morgun- blaðinu og samherja hans. Leiörétting * Tíminn birti kvæði eftir Ás- mund Jónsson frá Skúfsstöðum hinn 8. þessa mánaðar. Hérmeð eru leiðréttar tvær villur sem slæðst hafa inn í kvæðið. í síðustu ljóðlínu 1. erindis stendur stærstu straumafljót- um en á að vera lægstu. í öðru erindi, fjórðu ljóðlínu stendur þinn sálaróð en á að vera sólaróð. „..-3 „ESJA” austur um land til Siglufjarð- ar og Akureyrar í kringum 18. þ. m. Vörumóttaka í dag og ár- degis á morgun. Pantaðir farseölar óskast sóttir á sama tíma. Ólafur Jóhanucsson: Frá sameinuðu þjóö- unum og þingi þeirra II. Afgreiðsla einstakra þingmála. Framhald. Skýrslugjöf bandalagsþjóð- , anna um herstyrk sinn: Mál þetta var tekið fyrir í fyrstu nefnd skömmu eftir að við tókum til starfa á þinginu. Lá þá fyrir tillaga rússnesku Ráðstjórnarríkjanna, um að ríki innan Sameinuðu þjóðanna skyldu gefa skýrslu um her- styrk sinn utan heimalandsins, í löndum, sem ekki voru óvina- ríki í styrjöldinni. í fyrstu var talað almennt um málið, en af hálfu Band^- ríkjanna og Bretlands kom þegar fram sú skoðun, að ekki væri nægilegt að fá skýrslu um hersveitir í löndum, sem ekki hefðu verið óvinaríki, heldur þyrftu slíkar skýrslur einnig að ná til hersveita í fyrrverandi óvináríkjum og í heimaland- inu sjálfu. Þegar málið var næst til um- ræðu í nefndinni fluttu Bretar tillögu um að mál þetta og 5 liður dagskrárinnar, er fjall- aði um tillögur um almenna af- vopnun, skyldu rædd í samein- ingu. Á slíkt vildu flutnings- menn tillögunnar ekki fallast. Varð mikið málþóf um þetta atriði. Að lokum fór svo, að Bretar tóku aftur þessa tillögu sína en fluttu breytingartillögu við^tillögu Ráðátjórnarríkjanna. Var sú tillaga í nokkrum liðum. Var þar lagt til, að skýrslur skyldu gefnar um herstyrk, bæði heima og annars staðar, hvort sem það væri í fyrrverandi ó- vinaríkjum eða ekki. Jafnframt var því lýst yfir, að slík skýrslu- gjöf stæði í sambandi við al- menna afvopnun, að því leyti til, að hún væri nauðsynleg fofsenda fyrir því, að um af- vopnun gæti verið að ræða. Bandaríkjamenn studdu þessa tillögu. Af formælendum þess- ara ályktunar, þ. á. m. Bretum, var því haldið fram, að upp- lýsingar um hersveitir í, lönd- um, sem ekki hefðu verið óvina- ríki, væru þýðingarlausar eða þýðingarlitlar, því að vitað væri, að slíkar hersveitir væru ekki einusinni 1/10 af herstyrk hlut- aðeigandi landa. Af þeim hluta hersveitanna gæti friðnum ekki verið nem hætta búin. Tom Connally öldungardeildarmað- ur, fulltrúi Bandáríkjanna tók samlíkingu,- sem var eitthvað á þá leið, að þetta svaraði til þess, ef t. d. vegna skattlagningar ætti að fá upplýsingar um fjár- fjölda bónda nokkurs. Bóndi svaraði og segði, að hann væri fús til að gefa upplýsingar um fé er gengi í afréttinni, en um það fé, sem gengi í heimahögunum, væri hann ófáanlegur til að gefa upplýsingar. Fulltrúar ráð- stjórnarríkjanna mótmæltu breytingartillögu Bretanna. — Ekki vegna þess, að þeir teldu, að skýrslugjöf um þessi atriði gæti ekki komið til greina eða verið nauðsynleg, heldur vegna þess, að hér væri um tvö mál að ræða. Dvöl hersveita í lönd- um, sem ekki hefðu verið ó- vinaríki skapaði tortryggni og óró og að slík herseta vekti sögusagnir. Með slíku gæti góðri sambúð og friði á milli ríkja verið stofnað í hættu. Hin at- riðin, upplýsingar um herstyrk yfirleitt, vörðuðu almenna af- vopnun. Þessu tvennu ætti ekki að blanda saman, o. s. frv. — Enn fremur sögðu þeir, að þýð- ingarlaust væri að fá upplýs- ingar um hersveitir út af fyrir sig. Það væru vopnin og víg- búnaðurinn, sem mestu skipti. Þess vegna fluttu þeir viðauka- tillögu um það, að upplýsingar skyldu ekki aðeins ná til her- styrksins (forces), heldur og til vígbúnaðar (armaments) og að upplýsingar um herisveitir og vígbúnað í heimalandinu skyldu gefnar, þegar öryggisráðið tæki til meðferðar spurninguna um almenna afvopnun. Þar með var komið að kjarnorkusprengjúnni. Bretar og Bandaríkjamenn o. fl. töldu óþarft að hafa upplýs- ingar um herstyrkinn í heima- landinu víðtækari en í löndum, sem ekki hefðu verið óvinaríki, en samkvæmt tillögu Ráðstjórn arrikjanna væri í því tilfelli aðeins gert ráð fyrir upplýsing- um um hersveitir. Þannig voru mál þessi rædd fram og aftur daga eftir dag. Voru umræðurnar að vissu leyti svipaðar eins konar skllm- ingum. Og þeir sem á héldu voru vopnfimir vel. Þeir sem töluðu af hálfu Breta voru t. d. Ernest Bevin utanríkismála- ráðherra, sir Noel Baker og sir Hartley Shawcross, sem allir eru afburðamenn. Af háll'u Bandaríkjanna talaði Tom Connally öldungardeildarmaður. Hann.er sérlega fjörugur og kraftmikill ræðumaður. —■ Ræðumenn Rússa voru þeir: Molotow, Vhyshinski og Gromijko, sem allir eru áhrifa- miklir ræðumenn, enda þótt maður stæði verr að vígi um að dæma um þeirra ræðumennsku, þvi að þær mæltu ætíð á rúss- neska tungu. En mjög virtust þeir eða einkanlega Molotow,. vera fljótir að svara fyrir sig, Auðvitað tóku einnig fjölda margir fulltrúar frá öðrum ríkjum til máls. En hér er eng- inn kostur að rékja umræður þessar frekar. Þess má þó geta hér, að þegar fara átti að ganga til atkvæðagreiðslu um málið, lagði fulltrúi Egypta fram til-* lögu, þar sem lagt var til að engin bandalagsþjóðanna mætti hafa herstyrk í löndum ann- arra bándalagsþjóða, nema í þeim tilfellum, sem getið er um í sáttmála Sameinuðu þjóðanna, og að herlið, sem nú væri statt í löndum annarra bandalags- þjóða skyldi flytja á brott án tafar. — Eítir alímiklar um-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.