Tíminn - 15.01.1947, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.01.1947, Blaðsíða 3
9. blað TlMEVIV, miðv.dagiim 15. Janúar 1947 ♦>• Eiginmaður minn og faðir okkar, Gnðmnndur Olafsson, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 17.. þ. m. — Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hins látna, Vogatungu við Reykjavík, kl. l'Æ stundvíslega. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Þeir, sem ætla að minnast hins látna með minningar- sjóðsgjöfum, eru vinsamlega beðnir að láta MINNINGARSJÓÐ GUÐRÚNAR HELGADÓTTUR njóta þess. Minningarsjóðsspjöldin fást i Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar og í Hafnarfirði hjá Finnboga Arndal. Helga Guðlaugsdóttir, börn og tengdaböm hins látna. i ! Tilkynning frá Tryggingastofnun ríkisins Bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar greiðast eftir á mánaðar- eða ársfjórðungslega og hefjast bótagreiðslurnar fyrir árið 1947 um næstu mánaðamót. Umboðsmenn Tryggingastofmmarinnar (í Reykjavík Sjúkrasamlag Reykjavíkur) annast bótagreiðslur og til- kynna nánar um greiðslustað og tíma hver í sínu umdæmi. Reykjavík, 10. jan. 1947. Tryggmgastofmiii ríkisins. Samkvæmt fyrirmælum laga nr. 58, 30. nóv. 1914, ber að framkvæma þrifaböðun á öllu sauðfé 1 lög- sagnarumdæminu. Út af þessu ber öllum sauðfjár- eigendum hér í bænum að snúa sér NÚ ÞEGAR til eftirlitsmannsins með sauðfjárböðunu'm, herra lög- regluþjóns Stefáns Thorarensen. Símar 5374 og 3925. Borgarstjórlnn í Reykjavlk, 13. janúar 1947. Bjami Benediktsson. ræður féliust Egyptar á að draga tillögu þessa til baka, sem breytingartillögu við fram- komnar tillögur, en jafnframt áskyldu þeír sér rétt til að flytja hana sem sérstaka álykt- un. í nefndinni urðu málalok þau, að samþykkt var ályktun viðvíkjandi skýrslugjöf um her- styrk og herbúnað, sem byggð var á hinni upphaflegu tillögu Ráðstjórnarrikjanna, þ. e. a. s. eins og hún var orðin eftir að samþykkt hafði verið breyting- artillaga Breta og smávegis breytingartillaga frá fulltrúa Bandarikjanna. ísland greiddi atkvæði með breytingartillögu Breta. Þannig var málið afgreitt til allsherjarþingsins. Þar urðu enn miklar umræður um málið. Lauk þeim með þvl að málinu var á nýjan leik vísað tii nefnd- ar. Þar var svo samþykkt nýtt nefndarálit. Fól það í sér álykt- un þess efnis, að Öryggisráðið skyldi, sem fyrst athuga það og ákveða hverjar upplýsingar um herstyrk frá bandalagsþjóðun- um væru nauðsynlegar til und- irbúnings afvopnun. Þessi álykt un var svo samþykkt af Alls- herjarþinginu með miklum meirihlutí| atkvæða. Aðrar til- lögur í málinu féilu hins veg- ar niður. Þ^nnig lauk þá máli þessu, sem lengstar og heitast- ar umræður urðu um á þingi Sameinuðu þjóðanna. Hér hafa aðeins tvö af aðal- málum þings Sameinuðu þjóð- anna og þau sem éinna mesta athygli vöktu og lengstar um- ræður urðu um, verið mjög stuttlega rakin. Ég sé, að ekki muni verða rúm til þess að rekja fleiri mál að þessu sinni enda þótt á þvi væri nokkur þörf, svo sem t. d. Spánarmálið og afvopnunarmálið, auk ýmsra annarra smærri mála. E. t. v verður hægt að vikja að þeim síðar í öðrum þætti. í næsta greinarkafla mun þó verða rætt um skipulag eða byggingu Sameinuðu þjóðanna, svo sem ráðgert var i upphafi þessara þátta. Rétt er að geta þess hér að endingu, að um atkvæðagreiðslu íslands í framangreindum mál um, eins og reyndar í öðrum tilfellum, var fullt samkomulag og einhugur á meðal íslenzku fulltrúanna. A Ll C E T. HOBART: Yang og yin „Það gerum við með því að hlusta eftir hinum fimmtíu og tveimur mismunandi slögum líkamsæðanna — sum eru veik, ójöfn, treg, dimm eða hörð eins og trumbuslög." Hinn kínverski læknir þuldi upp með syngjandi rödd, einkenni þessarar marg- víslegu æðaslaga. Peter virti fyrir sér hina löngu fingur hans og hjartalagaða fingurgómana — vissulega máttu þeir ^bra næmir til þess að greina á milli slíkrar margbreytni sem hann lýsti. Og hversu mikilli iðni og elju var hér ekki fómað til engra nytja! Það var tilgangslaust að reyna að komast til botns í þessari endalausu flækju heimspekilegra hugmynda, þekkingar, skottulækninga, sanninda og hjátrúar, sem skapað hafði kínverska læknislist á iðnum öldum. Peter gat ekki annað en miklast af því, að vestræn læknavísindi skyldu nokkurn tima hafa komizt á það stig, sem þau dó nú höfðu náð. Og óskiljanlegt var það, að Kínverjar skyldu trúa svona staðfastlega á yin og yang og þó leita sér lækninga í sjúkra- húsum útlendinga. Og samt sem áður — ekki voru kenningar Kínverjanna allar út í bláinn. Maðurinn var aðeins þáttur hinnar margbreytilegu náttúru, og hvers vegna skyldi hann þá ekki purfa að vera í samræmi við hana? Eigi að síður voru þessar kenningar skaðlegar. Kínverjar héldu, að kenningar sínar væru óskeikular, alveg eins og drottnandi menn í Norðurálfu fyrir íáeinum öldum höfðu viljað vera láta. Læknislistin var þess vegna stöðnuð, og nýjar rannsóknir og uppgötvanir bannfærðar. Hann litaðist um. Veggskápuri sem náði frá gólfi til lofts, var þéttskipaður krukkum og kerjum. „Hvaða læknislyf notar hinn göfugi herra?“ spurði hann. Jafnvel þótt kínverski læknirinn hirti lítt um vísindi hans, vildi Peter gjarna vita þessa hluti. Hver gat sagt, nema Kínverjar hefðu í aldagamalli viðleitni til lækn- ihga fundið jurtalyf, sem komið höfðu að notum gegn vissum sjúkdómum, sem hrjáðu Austurlandabúa? Hinn kínverski læknir svaraði stéttarbróður sínum með mörgum kurteislegum og auðmjúkum orðum um þekkingarskort þjóðar sinnar og getuleysi sitt. Hann væri ekki þess verður að ræða við hinn mikla fræðara af Vesturlöndum um jafn vandasaman hlut og lyfjagerð og lyfjanotkun. Síðan lyfti hann tebolla sínum og drakk úr honum. Þá átti Peter, góðum siðum samkvæmt, að risa fætur og kveðja. En eftir þessa heimsókn jókst andstaðan gegn honum um all- an helming. Wang Ma, sem leit á sig sem verndarengil hinna hvítu húsbænda sinna, sagði Díönu, hvaða orðrómur gekk um borgina. Útlendi læknirinn vildi auðgast — nú síðast hafði hann reynt að tæla kínverska lækna til þess að segja sér leyndar- mál sín. Þegar Peter heyrði þetta, rann upp fyrir honum, hvernig í öllu lá. Kínverski læknirinn hafði í fyrsta lagi misskilið tilgang hans. í öðru lagi leit hinn lærði læknir á lyf sín sem hverja aðra verzlunarvöru, en ekki náðargjöf til handa mannkyninu. En eitt kenndi þetta honum: Kínversk trú og heimspeki kröfðust ekki mannkærleika. XXI. SUMARIÐ kom. Brennandi sólargeislarnir steyptust nið- ur yfir þúsundir blautra akurreina, þar sem hrís- grjónum hafði verið sáð, og hin gráa, raka mózka lagð- ist eins og hjúpur yfir jörðina. Hún hvíldi i hrönnum yfir land inu, knúði akrana að yzta marki frjóseminnar, breiddi sig eins og kæfandi svæla yfir borgirnar og mettaðist af viðurstyggileg- um daun af rotnandi grænmeti, saur og eðju. Atorka hins vestræna fólks var lömuð. Öllum skólum og kirkjum í trúboðsstöðvum mótmælenda hafði verið lokað. Pet er og Stella skiptust á um störfin í ameríska sjúkrahúsinu, fjórtán daga i senn. Lengur gat enginn hvítur maður þolað þetta hræðilega loftslag og þann ódaun, sem það var þrungið. Allir hinir trúboðarnir bjuggu upp til fjalla sumarlangt. Rambyggi- legum hlerum hafði verið skotið fyrir glugga íbúðarhúsanna og drengjaskólans. Skurðlækningasjúkrahúsið, sem var mesta bygg- ing trúboðsstöðvarinnar, var líka autt og tómt. í telpnaskólan- um bjó Sen S Mó og fáeinar þernur, sem i einverunni hurfu aft- ur til sinna fyrri lifnaðarhátta. Sen S Mó hafði komið til Díönu skömmu áður en hún fór trott og beðið hana að gefa sér tvö stór steinker, sem eitt sinn höfðu verið ætluð til að hreinsa drykkjarvatn. Þau höfðu reynzt of lítil til þess, að í þeim rúmaðist eins mikið af sandi og kókos þráðum og þurfti, svo að hið skoluga vatn úr borgarsíkjunum næði að hreinsast. Þau höfðu þess vegna aldrei verið notuð heldur staðið ósnert úti í garðshorni. Díana varð fúslega við oskum Sen S Mó. Hún setti þau sitt til hvorrar handar við hellu stíginn fyrir framan telpnaskólann, og lét burðarkarl fylla þau af vatni og áburðarblöndu, sem var ákjósanlegasti jarðvegurinn fyrir lótusblóm, hið heilaga blóm Búddha. Og innan skamms tóku lítil, græn blöð að fljóta ofan á eðjunni. Sumarið var lengi að líða. Hvíta fólkið lét ekki sjá sig i trú- boðsstöðinni, og i stað erils þess og annríkis ríkti þar iðjuleysi íáeinna kinverskra kvenna. Sen S Mó vakti yfir blómum sínum og fylgdist nákvæmlega með vexti hinna ljósrauðu blómknappa sem skutu kollinum upp úr eðjunni. Stundum sat hún tímun- um saman við steinkerin og horfði á það, full lotningar, hvern- ig blómkrónurnar breiddu úr sér — tákn hreinleikans — tákn Búddha — Búddha, sem ól aldur sinn í þessum spillta heimi en var þó ekki af honum. Þegar leið að kvöldi, lokaði Sen S Mó sig inni í herbergi sinu, settist á gólfið, leit niður fyrir sig kreppti fæturna undir sig og lagði þá í kross, svo að silkiskórn- ir námu við hnésbæturnar. — Kyrrð. Þögn. Haltu hjarta þínu hreinu, að lótusblómið ekki visni. Fólkið fór skrúðgöngu um borgina með regndrekann í broddi iylkingar. Hann var gæddur yang-eðli — hann fullkomnaði frjóvgunina — hann færði löndunum náðargjöf regnsins Fjaðraherfi 9 og 15 Samband ísl. samvinnuf élaga Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og . jarðarför _ v Þuríðar Halldórsdóttur frá Fljótshólum. Fljótshólum, 11. janúar 1947. VANDAMENN. Tilkynning I um bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar Þeir, sem telja sig öðlast rétt til bóta samkv. hinum nýju lögum um almannatryggingar á árinu 1947, skulu senda umboðsmönnum Tryggingastofnunarinnar umsókn- ir sínar, hver í sínu umdæmi. Umboðsmenn afhenda eyðu- blöð undir umsóknirnar og aðstoða við útfyllingu þeirra. Auk áður auglýstra bótategunda, greiðist fæðingar- styrkur og ekkjubætur frá og með 1. jan. 1947. Fæðingarstyrkur greiðist við hverja barnsfæðingu. Er hann mismunandi eftir því, hvort móðirin verður fyrir kaupmissi vegna fæðingarinnar eða eigi. Styrkur þessi skerðir eigi þann styrk, er sjúkrasamlögin greiða. Ekkjubætur greiðast við fráfaíl eiginmanns, eöa manns, sem konan bjó með, í síðara tilvikinu þó því aðeins, að sambúðin hafi staðið í 5 ár, ef hún er barnlaus, en ella í 2 ár. Ekkjubætur greiðast í 12 mánuði, ef ekkjan hefir á framfæri sinu börn sín innan 16 ára, ella aðeins í 3 mán- uði. \ Þær konur, sem urðu ekkjur á árinu 1945, eiga rétt til bóta, samsvarandi þeim tíma, sem á kann að vanta, að 3 eða 12 mánuðir séu liðnir frá láti mannsins þ. 1. jan. 1947. • Rétt til þeirra bóta, sem áður hafa verið auglýstar, öölast menn sem hér segir, þó með þeim takmörkunum er lögin ákveða: Til ellilífeyris eftir fullnaðan 67 ára aldur. Til örorkulífeyris, er menn hafa misst a. m. k. 75% starfs- orku sinnar, enda sé um varanlega örorku að ræða. Til barnalífeyris er fyrirvinnan fellur frá, verður 67 ára eða a. m. k. 75% öryrki. Ógiftar mæður og fráskildar, sem hafa úrskurð um meðlag með börnum sínum, geta og snúið sér til Tryggingastofnunarinnar og fengið lífeyrinn greiddan þar. Til fjölskyldubóta, þegar börn verða 4 eða fleiri í fjöl- skyldu. Um framangreinda 4 bótaflokka er fyllri upplýsingar að finna í auglýsingu vorri frá 14. okt. s. 1., og er hún til sérprentuð hjá umboðsmönnum stofnunarinnar. Fæðingarvottorð, örorkuvottorð, dánarvottorð og lifs- vottorð skulu fylgja umsóknunum, eftir því sem við á. Jafnframt skal umsækjandi sýna tryggingarskírteini með kvittun fyrir áföllnum iðgjöldum. í kaupstöðum hafa sjúkrasamlögin með höndum um- boðsstörf fyrir Tryggingastofnunina (á Seyðisfirði og ísa- firði þó bæjarfógetarnir), í Bolungarvík og Keflavík lög- reglustjórarnir, en annars staðar sýslumenn, eða um- boðsmenn þeirra í hreppunum. Reykjavík, 10. jan. 1947. Tryggingastofnun ríkisins i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.