Tíminn - 16.01.1947, Side 1

Tíminn - 16.01.1947, Side 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ÚTGEPANDI: FRAMSÓKNARPLOKKURINN Simar 2353 og 4373 FRENTSMIÐJAN EDDA h.f. 31. árg. Reykjavík, fimintudaginn 16. janiiar 1947 RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9 A Símar 2353 og 4373 APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A Síml 2323 10. bla« ERLENT YFIRLIT: Þjóðnýtingin í Bretland Búizt við hörðum átökum á brezka þinginu í vetur. Miklum deilum er. spáff á enska þinginu, þegar þaff kemur saman eftir jólaleyfið seint í þessum mánuði. Einkum er búizt viff hörffum deilum um frv. um þjóffnýtingu samgöngutækja, er stjórnin lagffi fram rétt fyrir þingfrestuyina. Þá má og búast viff snörpum árásum frá Churchill á stefnu stjórnarinnar í Ind- landsmálinu og Burmamálinu, en ekki er taliff, að þær verði stjóminni hættulegar, því aff yfirdrottnunarstefna Churchills í þeim málum hefir hvergi nærri fullan byr í flokki hans. 20 bátar ekki gerðir út vegna verbúðaskorts ° líí 1 j. " i , ri i • 'í Stokkfiólmur er vaxandi bær Drottning Bretlands ö Fyrir kosningarnar 1945 lof aði brezki verkamannaflokkur- ,inn allvíðtækri þjóðnýtingu, en j tók þó jafnframt fram, að öll I þjóðnýtingarstefna hans yrði | ekki framkvæmd nema á löng- ; um tímum. Það, sem hann ! myndi því gera á næsta kjör- I tímabili, yrði aðeins byggingar- aðgerðir. Fyrsta framkvæmd stjórnar Verkamannaflokksins var þjóð- nýting Englandsbanka. Næsta skrefið var þjóðnýting kola- námanna. Hvorugt þessara mála vakti verulega harðar deilur. Það er fyrst nú, þegar frumv. um þjóðnýtingu s'am- göngutækjanna kemur fram, að íhaldsflokkurinn telur sér fært að veita verulega mótspyrnu. Frumvarp samgöngutækj- anna nær til allra járnbrauta i landinu, hafna, skipaskurða og bifreiðaflutninga á lengri vega- lengdum en 75 km. Flest fyrir- tækin, sem verða þjóðnýtt, eru hlutafélög og fá eigendur hluta- bréfanna þau greidd með ríkis- skuldabréfum, sem er jafn há nafnverði hlutabréfanna, með 2i/z% ársvöxtum. Það er gegn þessu ákvæði frumv., er ihalds- Á næsta sumri munu brezku kon- menn telja vænlegast að beina Mikill skortur á verbúðum í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akranesi ungshjónin fara í helmsókn til Suður- Afriku. Þegar er hafinn míkill undir- báningur að ferðinni. M. a. hefir ver- ið safnað tillögum um, hvernig drottningin skuli búln við hln ýmsu tækifæri og þykir liklegt, að það geti r&ðið nokkru um tízkuna næsta sum- ar. Búningur drottningarinnar hefir mikil áhrlf á tizkuna i Englandl, elnkum meðal hcldra fólksins. ERLENDAR FRÉTTIR Tass-fréttastofan rússneska heflr skýrt frá því, að sam- komulag hafi náðst milli Rússa og Norðmanna um sameigin- legar varnir Svalbarða. Enn hefir þó ekki verið gengið frá samningum og mun málið borið undir bandamenn áður. / Húsrannsókn var gerð í fyrra- dag i flokksskrifstofum kom- múnista 1 Indlandi. Blöð þeirra höfðu birt ýms hernaðarleg leyndarmál. Foringl pólska bændaflokks- ins hefir sk rt frá því, að stjórn- in hafi látið fangelsa 135 fram- bjóðendur flokksins við þing- kosningarnar 19. þ. m., en 250 þeirra hafi verið strikaðir út af li4tum. Þá hafi fimm foringj- ar flokksins látizt í fangabúð- um. Auriol hefir verið endurkos- inn formaður franska þingsins. Lyfjalræðingafélag íslands hefir skrlfað bæjarráði um nauðsyn þess að fjölga lyfja- búðum í bænum. Bréf þetta var rætt á siðasta bæjarráðsfundi, 10. þ. m. og samþykkti bæjarráð að skora á heilbrigðisstjórnina að fjölga lyfjabúðunum um allt að 4 i nýjum bæjarhverfum. aðalmótspyrnunni. Hlutabréfa- eigendurnir eru mjög margir og hafa ýmsir fengið 4% vexti af bréfunum og jafnvel meira. Stjórnin bendir hins vegar á, að engir vextir hafi verið greiddir af mörgum bréfanna. Röksemdir stjórnarinnar fyrlr þjóðnýtingu samgöngutækjanna eru þær, að hægt sé að gera reksturinn miklu ódýrari og hagkvæmari með þvi að leggja hann undir eina stjórn. íhaldsflokkurinn hefir valið sér þá afstöðu, að berjast gegn frumv. óbreyttu. Flokkurinn byggir þá afstöðu fyrst og fremst á því, að hann sé and- vígur allri þjóðnýtingu og telji hana hættulega. Frjálslyndi flokkurinn telur sig hins vegar getá fylgt þjóðnýtingu, ef hún er talin til bóta og takmarkar ekki að óþörfu einkaframtakið Hann hefir sýnt sig fylgjandi þjóðnýtingu járnbrauta, hafna og skipaskurða, þar sem einka- eign slíkra fyrirtækja geti skapað einokunnaraðstöðu, en hins vegar hefir hann lýst sig mótfallinn þjóðnýtingu bif- reiðaflutninganna, þvl að þar telji hann óþarflega langt gengið og muni þjðjðnýtingin ekki reynast þar til hagsbóta. Þegar stjórnin hefir komið þessu máli fram, — sem talið er víst að verði, þar sem engin ágréiningur er um það í Verka mannaflokknum, — mun hún næst beita sér fyrir þjóðnýt- ingu allra raforkuvera í landinu. Sá maðurinn, sem mest beitir sér fyrir þjóðnýtingarfrum vörpum stjórnarinnar, er Morri- son, sem gegnir eins konar varaforsætisráðherraembætti. Hann ber hita og þunga um ræðnanna í þinginu. Morrison er talinn langsamlega á- hrifamesti maður Verkamanna- flokksins. Sá orðaleikur heyr- ist oft í Bretlandi, að Attlee telji sig vera forsætisráðherr- ann, Bevin haldi, að hann sé það, en Morrison viti, að hann er það. I Stokkhólmi búa nú um 900.000 manns, og er borgin ört vaxandi. Vegna þess hefir nú verið gripið til þess úrræðis að gera neðanjarðargöng, þar sem umferðin er mest, til að auðvelda hana. — Á myndinni sézt unnið við neðanjarðargöng. Áriö 1945 var byggt fyrir 68 miljónir kr. í Reykjavík Byggðar voru 541 íhúðir, |»ar af 147 ólög'lcgar Nýlega hefir veriff lögff fram í bæjarráðinu skýrsla um bygg- ingar í Reykjavík á árinu 1945. Sigurffur Pétursson byggingar- fulltrúi hefir tekiff hana saman. í skýrsiunni er aff finna ýmsar pthyglisverðar upplýsingar um byggingamálin. Samkvæmt skýrslunni hafa verið byggðar 541 ibúð á árinu, þar af 147 ibúðir, sem hafa veriö gerðar í kjöllurum og þakhæðum húsa, án samþykkt- ar byggingarnefndar. Flestar eru íbúðirnar tveggja herbergja, auk eldhúss (156), þriggja her- bergja (133), fjögurra herberga (145) og fimmherbergja (52). Ekki færri en 39 íbúðir eru sex herbergi, auk eldhúss, 9 eru sjö herbergja, 1 átta herbergja, 2 níu herbergja, 1 tíu herbergja og 1 ellefu herbergja. Virðist ó- eðlilegt að leyfa byggingu slíkra stóríbúða meðan hörgull er á húsnæði og byggingarefni.. Útgerðin minnkar í Vestmannaeyjum Samkvæmt upplýsingum frá Fiskifélagi íslands er ráðgert að 57 bátar verði gerðir út frá Vestmannaeyjum í vetur. Verða flestir þeirra eins og að venju með línu eða 29 alls, 13 verða með botnvörpu og 15 með dragnót. Verður, útgerð þar með minnsta móti í vetur og um 10 bátum færra en á vetr- arvertíð 1946. Hafa einhverjir bátar verið seldir þaðan burtu og erfiðleikar á því að fá næg- an mannafla, einkum á hina smærri báta. Undanfarin ár hef- ir verulegur hluti afla bátanna 1 Vestmannaeyjum verið flutt- ur út isvarinn. Hætta er á, að á þvl verði nú nokkrir erfiðleik- ar, svo salta verði nú meir en áður. Á því eru aftur nokkur vandkvæði vegna þrengsla. Skýrslan sýnir að byggð hafa verið á árinu 99 einnarhæðar hús, sem hafa verið ætluð til íbúðar, og 89 tveggjahæöa hús. Hinn mikli kostnaður við götu- lagnir hlýzt ekki sízt af því, hve mikið er byggt af slíkum húsum, ■ Alls nema nýbyggingar í Reykjavík á árinu 32.503 fer- metrum eða 229.520 rúmmetr- um. Þar af eru skrifstofu- og verzlunarhús 8)75 fermetrar, verkstæði og verkstofur 3.828 fermetrar, bifreiðastöðvar 236 fermetrar, samkomuhús 418 fermetrar, bila- og geymsluhús 4755 fermetrar og sumarbú- staðir 306 fermetrar. Skýrslan nær ekki til þeirra sumarbú- staða, er Reykvíkingar hafa byggt utan bæjarins, en þeir eru áreiðanlega samanlagt margar þús. fermetra. Alls voru byggð 343 hús, þar af 201 ibúðarhús, 1 samkomu- hús, 3 verzlunar- og skrifstofu- hús, 17 verksmiðju- og verk- stæðishús, 121 bifreiða-, geymslu-, gripa- og sumarhús. Aukningar á eldri húsum) samtals 28, eru ekki lagðar við tölu húsa, en rúmmál þeirra og flatarmál er talið með í þeim flokki, er þær tilheyra. Breytingar á eldri húsum, sem ekki auka rúmmál þeirra, girð- ingar o. fl., er ekki talið með í yfirliti þessu, en til sliks hefir verið varið miklu fé á árinu. Alls er talið, að byggt hafi verið fyrir 68 milj. kr. í Reykja- vík á árinu 1945. Nú eftir áramótin var lagtx fram í neffri deild frumvarp um verbúffir viff Faxaflót. Sjávarútvegsnefnd deildarinnar flutti frv. aff tilhlutun atvinnu- málaráðhera. Affalefni frv. er aff heimila ríkisstjórninni aff láta reisa verbúffir fyrir fiski- báta í þeim verstöffvum við Faxaflóa, þar sem hafnarskil- yrffi eru fyrir hendi, og einnig aff taka húsnæffi leigunámi í þessu skyni. Það verður ekki sagt, að það lýsi miklum áhuga hjá atvinnu- málaráðherra og ríkisstjórninni yfirleitt, hvenær frv. þetta kem- ur frarrn Strax á þiugi í fyrra flutti Eysteinn Jónsson þingsá- lyktunartillögu, þar sem ríkis- stjórninni var falið að hefjast handa í þessum málum. í grein- argerð tillögunnar var bent á, að nú væri víða notazt við ó- viðunandi húspláss fyrir ver- búðir og auk þess þyrfti að auka þær í samræmi við aukningu bátaflotans. Stjórnarflokkarnir tóku tillögunni ekki illa og náði hún fram að ganga. Efndirnar hafa hins vegar ekki orðið aðrar en þetta frv., sem borið er fram að ári liðnu. Hafa menn hér gott dæmi um þá „nýsköpun“, er mest hefir verið gumað af. Afleiðingin af þessu hirðu- leysi er hins .vegar komin i ljós. í greinargerð frumvarpsins er játað, að bæði í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akranesi hafi orðið að neita bátum um við- legupláss vegna skorts á hús- næði. Um þetta segir svo í greinargerðinni: „Meff fullri vissu er ekki unnt aff segja, hversu margir þeir bátar verffa, sem þannig er ástatt um, með því aff ýmsir bátaeisgndur eru enn mjög óákveffnir um þaff, hvernig þeir gera báta sína út f vet- ur, en gera má þó ráff fyrir, aff tala þeirra verffi 15—20.“ Hér er hvorkí meira né minna en játað, að 15—20 bátar séu nú ekki gerðir út vegna ver- búðaleysis. Slík er afleiðingin af hirðuleysi stjórnarinnar í þessu máli. Svo virðist, sem Alþingi taki áðurnefndu frv. af fullum skiln- ingi og afgreiðslu þess muni hraðað þar. En það er ekki nóg. Þeir, sem völdin hafa, mega ekki lengur vera sofandi í þessum málum, heldur verða að fylgja samþykktum Alþingis eftir með raunhæfum framkvæmdum. Það er óhæfilegt sleifarlag, ef margir bátar verða að liggja bundnir i höfn, vegna verbúða- leysis. Þess ber jafnframt vel að gæta, að margjr sjómenn verða nú að hafast við í algerlega ó- hæfu húsnæði og þarf að gera ítrustu ráðstafanir til að bæta úr þvi. Hækkar rafinagns- verð f Reykjavík? Það myndi auka fram- leiffslukostnaöinn um allt land. Á síðasta fundi bæjarráðs voru lagðar fram tillögur frá raf- magnsstjóra um breytingar á gjaldskrá ' rafmagnsveitunnar, sení fela í sér 25—30% hækkun á öllu rafmagnsverði. Tillögur þessar verða ræddar á næsta bæjarstjórnarfundi. Það verður vissulega ekki' sagt, að þeir menn séu neitt smeykir við dýrtiðina, er ætia að hækka eina helztu nauðþurft bæjarbúa jafn gífurlega í verði. Með slíkum áframhaldandi hækkunum er bersýnilega ekki stefnt að öðru marki en að gera dýrtíðina óstöðvandi, verðgildi peninganna að engu og leggja atvinnurekstur og framkvæmda- starfsemi landsmanna í rústir. Þess mætti líka gæta, að nái þessi tillaga rafmagnsstjórans fram að ganga, verður hún ekki aðeins aukin byrði á Reykvík- ingum, heldur mun hún valda atvinnurekendum utan Reykja- víkur stórauknum útgjöldum, þar sem þessi hækkun raf- magnsverðsins myndi storhækka dýrtíðarvísitöluna. Hér er m. a. verið, beint og óbeint, að skatt- leggja útgerðina um allt land, en Alþingi hefir nýlega þurft að gera sérstakar ráðstafanir til hjálpar henni. Þurfi Rafmagnsveita Reykja- víkur nauðsynlega á auknum tekjum að halda, er óhjá- kvæmilegt að afla þeirra öðru- vísi en á þann hátt, sem mest eykur dýrtíðina. Sjóhrakníngur í fyrrinótt rak trillubát með bilaða vél upp á Vatnsleysu- strönd. Brotnaðl bátuiftnn og komust mennirnir af við illan leik. Fundust þeir illa haldnir af vosbúð og kulda í eyðihúsi nokkru við Flekkuvík. Báturinn var af Akranesi og heitir Anna. Hafði hann verið á síldveið- um í Kollafirði í fyrradag. 4 menn voru á bátnum er hann fór frá Reykjavík siðdegis í gær- dag. Þá um kvöldið varð vél- bátur frá Reykjavík var við Önnu, sem rak fram hjá honum svo nærri, að einn maður af trillubátnum stökk yfir í vélbát- inn um leið og hann fór fram- hjá. Var maður þessi nokkuð við skál. Vegna myrkurs tyndu skipverjar á vélbátnum af Önnu og tókst ekki að finna hana aftur. En skipsverjar sendu Slysavarnafélaginu skeyti um bátinn. í gærmorgun frétti | Siysavarnafélagið svo um af- drif bátsins. S k á k þ i n g Reykjavíkur hófst á mánudagskvöld að Þórs- café og verður eftirleiðis keppt alla sunnudaga eftir hádegi og öll mánudagskvöld. Keppendur á skákþinginu eru 52, og keppa 12 í meistaraflokki, 10 í I. flokki og 30 í II. flokki. í meistaraflokki keppa m. a. Magnús G. Jónsson, Eggert Gilfer og Jón Þorsteinsson, fyrrum Norðurlandsmeistari. Framkvæmdastjóri ráðinn við Krossa- nesverksmiðjuna Framkvæmdarstjóri við sild- arverksmiðju Akureyrar í Krossanesi hefir verið ráðinn Hallgrímur Björnsson, sem nú starfar við Atvinnudeild Há- skólans. Er hann efnafræðingur og verkfræðingur. Hallgrímur er ættaður úr Svarfaðadal. Auk Hallgrims sóttu þrír aðrir um fram- kvæmdastj órastöðuna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.