Tíminn - 16.01.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.01.1947, Blaðsíða 2
2 TtMEVTV, fimintiulaginii 16. janúar 1947 10. blað ' Björn Egilsson: Fréttaþáttur úr Lýtingsstaðahreppi Fimmtudagur 16. jjan. Pappírslög eða starfsskilyrði Þeir ræða það nú mjög, garp- arnir, í blöðum Sósíalista og Sjálfstæðismanna, hvorir hafi svikið Nýsköpunina. Þjóðviljinn heldur þvi fram, að allt hefði verið í bezta lagi, ef Landsbankinn hefði haldið áfram að lána og Pétur Magn- ússon fært á Nýbyggingarreikn- ing fjárhæðir þær, sem lög til- skildu, en látnar voru renna til annars. Morgunbl. hins vegar hamrar á því, að allt væri í bezta lagi með Nýsköpunina, ef Sósíalist- ar hefðu ekki sagt Ólafi Thors upp i haust, — þó að þeir sitji nú raunar enn þá, og þessir aðilar hafi því hvorki skilið að borði né sæng. Það þarf mikla einfeldni og leikaraskap til að láta svona. Það er staðreynd, að Pétur Magnússon hefir ekki látið færa á Nýbyggingarreikning álitlega fjárhæð, sem lög tilskilja, — eitthvað 70—90 milljónir króna. Þetta eru peningar, sem Ný- sköpunin átti að njóta. Þeir fóru í annað, því að farnir eru þeir. En Nýsköpunin fékk sín lög, lög um hafnir, lög um fiskiðju ver, lög um verksmiðjur, lög um aflstöðvar, lög um vegi og brýr o. s. frv. En meðan þessi lög voru sett var peningunum eytt, svo að ekkert varð eftir í ríkissjóðnum til að fram- kvæma Nýsköpunarlögin. Og möguleikar til lántöku innan- lands til þessara framkvæmda minnkuðu líka undra fljótt. Mbl. þrætti ■ lengi fyrir stað- reyndir. Það birti falskar tölur um gjaldeyrismálin, fullyrti að enginn óþarfi hefði verið flutt- ur inn, *o. s. frv. Nú hefir það gefizt upp við þetta, en reynir að leiða athyglina að öðru. Ólafur og Brynjólfur, Pétur og Áki voru önnum kafnir við að undirskrifa Nýsköpunarlög til að auglýsa í kosningunum og svikja síðan. Þeir hjálpuðust að við að hafa þá óstjórn á gjald eyrismálunum, að ekkert varð eftir handa Nýbyggingarreikn- ingi. Brynjólfur og Áki horfðu rólegir á, meðan gjaldeyririnn gekk til þurrðar. Síðan skamma þeir Pétur fyrir að koma ekki með peningana úr tómum sjóði. Og Pétur veltir því fyrir sér, hvort hann eigi heldur að borga með notuðum nöglum o. s. frv. eða borga alls ekki. Það spáir ekki góðu um fram- tíðina meðan þessir flokkar ræða málin eins og nú. Hvers vegna viðurkenna þeir ekki, að hinn fjárhagslegi grundvöllur hafi gleymzt, og Nýsköpunin því svifið 1 lausu lofti, verið skýja- borgir? Því er Pétur skammað- ur fyrir að koma nú ekki með peninga, sem stjórnin lét eyð- ast með góðu samkomulagi? Og hvers vegna gat ekki Mbl. látið sína menn halda áfram með Nýsköpunina án Sósíalista, ef allt var í öruggu lagi? Svona spurningar eru raunar óþarfar. Nú sjá allir nógu mik- ið-af sannleikanum í málinu til þess. En það mætti spyrja Mbl. að öðru. Hver eru þau framfara- mál ríkisstjórnarinnar, sem Framsóknarfl. hefir unnið gegn? Og hvort er meira virði, bunki af pappírslögum, sem ekki eru framkvæmd, eða fjárhags- legur grundvöllur fyrir fram- farir og atvinnulega viðreisn? Nýsköpun. Á þessum síðustu tímum er mikið rætt um nýsköpun, bæði í gamni og alvöru. Sumir gera gys aö þessu nýsköpunarhjali og segja, að enginn sé fær að skapa, nema guð einn, en aðrir lita svo á, að gjarnan megi drottinn nota mannkindurnar til hjálpar við sköpunarverkið. En hvað sem því líður eru áhrif aukinnar vél- tækni og verkmenningar, aug- ljós hverjum manni. Bæði í sveit og við sjó er eitthvað að gerast, sem nýsköpun má kalla, eitt- hvað sem miðar að því að bæta lífskjör fólksins i nútíð oð fram- tíð. í þessum þætti verður vikið að verklegum framförum í Lýt- ingsstaðahreppi árið sem leið. Þegar saga þessarar sveitar verður rituð síðar, mun árið 1946 ávalt verða talið hið mikla nýsköpunarár og hið mesta, sem til þess tíma hefir upp runnið enda þótt framtíðin búi yfir ennþá meiri átökum til umbóta. Túnasléttur. Árið 1930 keypti Búnaðarfé- lag Lýtingsstaðahrepps dráttar- vél og gerði hana út síðan, með- an hún entist eða fram undir 1940. Yfir stríðsárin var engin dráttarvél gangandi í sveitinni, því þá var erfitt að fá nýjar vélar, sem kunnugt er. Á því tímabili var því kyrrstaða. En þó að fjórði tugur aldarinnar hljóti að teljast gelgjuskeið á þessu sviði, hafa nýræktar- og túna- sléttur frá þessum tíma markað djúp spor í þá átt, að auðvelda öflun heyja og minnka með því kostnað við búreksturinn. Búnaðarfélag Skagfirðinga hefir tekið að sér að granda öllu túnþýfi á sambandssvæðinu. Það var í upphafi fjárvana fyr- irtæki til slíkra stórræða, en leitaði stuðnings hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. K. S. brást vel við því kalli og samþykkti á aðal- fundi sínum árið 1944, að leggja fram 50 þúsund krónur til véla- kaupa sambandsins. Þeir sem mættir voru á aöal- fúndi K. S. í þetta sinn, minn- ast þess, hvað fulltrúarnir voru fljótir að rétta upp hendina til samþykktar þessari fjárvcitingu og mátti af því glöggt marka áhuga á málefninu. Væntanlega verða félagsmenn 1 Kaupfélagi Skagfirðinga ekki fyrir neinum vonbrigðum í sambandi við þessa ákvörðun. Jarðyrkjuvélar Búnaðarsam- bandsins hófu umferð um Lýt- ingsstaðahrepp á síðastliðnu vori, dráttarvél með jarðýtu og önnur minni, sem kom í kjölfar hennar. Umferð þessara véla um hreppinn var langt komið, en ekki lokið á haustnóttum. Vélar þessar hafa sléttað tún mestmegnis, en sums staðar dá- lítið utantúns. Á hverju heim- ili eru stórir partar af gamla túninu í flagi, víða lítið eftir af túnþýfi og á nokkrum stöðum ekkert. Ekki er sjáanlegt að hér þurfi neina tiu ára áætlun til að slétta túnin. Við næstu um- ferð dráttarvélanna verður ekki urmull eftir af þýfi í túnum, en hins vegar er það svo, að víða þarf að stækka túnþi nokkuð, svo að nægur heyfengur fáist af ræktuðu landi. Vinnubrögð jarðýtunnar eru líkust ævintýri. Hrikalegt stór- þýfi er troðið niður sem mjöll væri, hólar eru bældir, tóftar- brot tekin og stórgrýti velt. Þegar í öndverðu hafa íslenzk- ir bændur gert sér það ljóst, hversu mjög þýfið tafði öflun heyja og nægir í því efni að minna á ævintýrið um Orm Stórólfsson. Ormur var ódæll í æsku og vildi ekki vinna. Dag nokkurn kom Stórólfur að máli við Orm son sinn og bað hann að fara á engjar og slá, því hús- körlum gengi lítt heyskapur. En svo var háttað landslagi á engj- um „at þar var þýft mjök, enn bæði loðið og grasgott." Stór- ólfur fékk Ormi amboð mjög stórkostleg, en hann kvað sér þau ekki hæfa og braut þau, en tók sér fyrir orf, ás einn úr við- arbulung og gerði sér ljá úr tveim fjórðungum járns. Með þessi verkfæri fór hann á engi til sláttar?" „Stórólfur sendi griðkonur sínar at raka ljána eftir Ormi. Enn er þær kvámu á engjarnar, sá þær at Ormur hafði haft múga-slátt; tóku þær þá til ok ætluðu at hvirfla heyit; enn þat gekk þeim eigi svo greitt sem þær ætluðu, því að þær gátu öngan múga hrært, hvárki með hrífu né höndum; fóru þær heim síðan og sögðu bónda. Fór hann þá, ok reið á engjar um kveldit. Sá hann þá at Ormur hafði slegit af þúfur allar ok fært þær saman í múga. Hann bað hann þá upp gefa, ok ónýta eigi meira. Ormur gerði þá ok svá, ok 'var þá ljár hans máðrr upp í smiðreim. Þá hafði Ormur slegit átta stakka völl, ok þær einar engjar eru sléttar a Stór- ólfshvoli, ok er kallaðr ákvæðis- teigr milli hverra múga; sér þess alls merki enn í dag.“ Svo ségir í Orms þætti Stór- ólfssonar. En nú á þessum tím- um er að koma fram hinn alda- gamli draumur um orku ti! at- hafna. Jarðýtan er ás sá hinn mikli úr viðar-bulung er sláttu- menn nútímans hafa tekið sér í hönd. Og gjarnan mætti það svo fara, að þær einar engjar yrðu slegnar framvegis er tæki þau hafa fjallað um. fulltrúum hinna sameinuðu þjóða. Hvert bandalagsríki hefir rétt til að hafa fimm fulltrúa á þinginu en fleiri ekki. Er sú tala jöfn fyrir hvert ríki, hvort sem það er stórt eða smátt. Að sjálf- sögðu getur hvert ríki tilnefnt varamenn eftir vild sinni. En þó að fulltrúarnir séu eða geti ver- ið fimm, fer samt hvert ríki 1 bandalaginu með eitt og aðeins' eitt atkvæði. Þess vegna hafa Vegagerð. Þá er hið annað nýsköpunar- tæki, skurðgrafan, er hér hef’> verið að verki tvö síðastliðin sumur. Hún hefir grafið skurð fram Tungusveit, vegna vega- gerðar og framræslu 8 y? kiló- meter að lengd. Auk þess heíir hún grafið nokkra skurði til framræslu einvörðungu. Kostn- aður á rúmmeter var siða^tliðið sumar 1 kr. 87 au. Á síðastliðnu hausti var lokið við að undír- byggja veg á skurðsbakkanum fram hjá Árnesi, 6 km. að lengd. Þegar skurðgrafan hætti að grafa um mánaðamótin okt- óber og nóvember, var hafinn malburður á nýja veginum og grafan notuð til að moka möl á bila. Þegar vinnu þessari var hætt, laust eftir miðjan des- ember, var malburði lokið á þriggja km. kafla. Síðastliðið sumar var byggð brú á Svartá hjá Presthól sunn- an við Mælifell í sambandi viö hinn nýja veg. Þessi vegur, sem hér var rætt um, er sýsluvegur, en auk þess eru þrír aðrir sýslu- vegir í hreppnum. Framlag sýsluvegasjóðs til sýsluvega í Lýtingsstaðahreppi árið sem leið, var 9002.00 kr., og svo sem öllum má ljóst verða, orkar það litlu til stórra átaka í vegagerð. Síðasti sýslufundur heimilaði sveitarsjóði Lýtingsstaðahrepps að ganga í ábyrgð fyrir láni að upphæð 100 þúsund krónur, er Sýsluvegasjóður tæki, vegna vegagerðar í hreppnum. Nú er búið að vinna fyrir þetta fé og er þá ekki sjáanlegt annað, en að þessi vegagerð hér stöðvist um næstu framtíð, nema með því eina móti, að breiðari bök komi til sögu. Að undanförnu hefir oft verið um það beðið að Goðadalsvegur allur yrði tekinn í tölu þjóðvega. Alþingi hefir þó ekki ennþá lát- ið sér skiljast að Skagafjarðar- dælir ættu að fá akveg fyrr en síðar. Þar er þó búsæld bæði að fornu og nýju og það mega al- situr fer auðvitað eftir atvikum hverju sinni, en ólíklegt er að þingsetur verði að jafnaði skemmri en tveir mánuðir. Samkomustaður þingsins er í New York. Eins og kunnugt er, voru allmiklar deilur um það á síðasta allsherjarþingi, hvar því skyldi vera valinn staður í fram- tíðinni. Yfirgnæfandi meirihluti fulltrúanna var þó sammála um að heimili þingsins skyldi vera þingismenn vita og aðrir, þeir er nokkuð vita um gæði lands vors, að smjörkistu má opna víð- ar en við bæjardyr Reykjavíkur. Merkum áföngum er þegar náð í vegagerð ríkisins hér við Skagafjörð. Vegi yfir Stóra- Vatnsskarð er nú lokið og vegi yfir Siglufjarðarskarð senn lok- ið. Með tilliti til þess mætti ætla að, ríkið gæti nú tekið að sér hringveg um Skagafjarðardali. Byggingar. Bygging heimavistarbarna- skóla er hafin á lóð félagsins Framför við Steinstaðalaug. Samkvæmt lauslegri áætlun er gert ráð fyrir, að. hann verði 600 rúmmetrar að stærð og kosti um hálfa miljón krþna. Frjáls framlög hreppsbúa til skóla- byggingarinnar, nema nú 150 dagsverkum og von um meira. íbúðarhús hefir verið reist á Reykjum, hitað með laugarvatni. Þá hafa 2 íbúðarhús verið reist við Skíðastaðalaug, sem verða hituð frá henni. Sími. Sumarið 1933 var landssími fyrst lagður í þessa sveit, og þá jafnframt lagður einkasími á 16 bæi. Síðan þá hafa fáir sím- ar fengist til viðbótar. Allir bæn^dur, sem ennþá vantar síma, sækja það nú fast, að fá hann sem fyrst. Á árinu sem leið var lagður sími á þrjá bæi fyrir náð hinna háu. Afmæli. Þann 21. desember átti Magn- ús Helgason bóndi í Héraðsdal fimmtugsafmæli. Hann er kvæntur Jónínu Guðmundsdótt- ur og hafa þau búið góðu búi í Héraðsdal síðastliðin 25 ár. Magnús er manndómsmaður mikill og vinsæll. Hann hefir bætt jörð sína með ræktun og byggingum. Hann hefir átt sæti í hreppsnefnd Lýtingsstaða- hrepps um langt skeið. Dánardægur. Nýlátinn, er Steingrlmur Hjálmarsson, Hömrum, 45 ára að aldrí. Steingrimur var fæddur á Breið, 8 nóvember 1901. For- eldrar hans voru Hjálmar Pét- ursson bóndi þar og kona hans, Rósa Björnsdóttir, sem enn er á feller Jr. um að gefa tiltekinn stað í New York borg undir nauðsynlegar byggingar. Breytti það viðhorfinu og urðu málalok þau, að New York varð fyrir val- inu með mjög miklum meiri- hluta. Um störf allsherjarþingsins segir m. a. svo í 10. og 11. gr. sáttmála sameinuðu þjóðanna: „Allherjarþingið má fjalla um öll mál og málefni, sem lífi. Þegar Steingrímujr var í æsku, varð skarð fyrir skildi á heimili hans. Faðir hans lézt 30. desember 1907 og lét eftir sig stóran barnahóp. Níu ára að aldri fluttist Steingrímur til nafna síns, Steingríms Jónsson- ar, bónda á Silfrastöðum og var þar til fullorðinsára, en siðustu 15 árin átti hann heimili á Hömrum, hjá systur sinni. Við fráfall Steingrims hefir orðið mannskaði. Hann var vel gerður maður á marga lund. Hann var fjármaður góður og hestamaður, glaðlyndur og vel innrættur. Árferði. Þá skal síðast nefna það, sem oft ber fyrst á góma, tíðarfarið. í heild sinni var tiðarfarið ágætt árið sem leið. Veturinn var mild- ur og snjóléttur hér í innsveit- um. M^ímánuður var góður en júní í kaldara lagi. Hart áfelli gerði um Hvítasunnu. Gras- spretta var allgóð og nýting heyja ágæt. Jörð var ófrosin fram um miðjan nóvember. Fjárpestin herti sóknina gegn sauðfé því, sem uppi stóð frá árinu áður. Á mörgum bæjum er nú sauðlaust að kalla. 6. janúar 1947. Til kaupenda Tímans í Reykjavík Oft veldur miklum leiðindum, hve erfitt er víða í bænum að koma blaðinu með skilum til kaupendanna. Það eru vinsam- leg tilmæli til þeirra, sem verða fyrir vanskilum, að þreytast ekki á að láta afgreiðsluna vita um þau, þar til þau hafa verið löguð og jafnfratm að leiðbeina börnunum, sem bera út blaðið, hvar bezt sé að láta það. Þeir kaupendur,sem búa utan við að- albæinn og fá blaðið í pósti, gerðu Tímanum mikinn greiða, ef þeír borguðu andvirði blaðs- ins á afgreiðslunni. — Þó að kaupendafjöldi Tímans í Rvík hafi tvöfaldazt nú á rúmlega einu ári, þá væru kærkomnir fleiri áskrifendur í bænum. Sími afgreiðslunnar er 2323. lögð fyrir það af einhverri hinna sameinuðu þjóða eða öryggis- ráðinu eða af ríki, sem ekki er innan bandalags Sameinuðu þjóðanna, og er heimilt með þeirri undantekningu, sem get- ur í 12. gr. að gera tillögur um öll mál til viðkomandi ríkis eða ríkja eða til öryggisráðsins eða til þessarar nefndu aðila. Allherjarþingið má vekja at- hygli öryggisráðsins á ástandi, HVAÐ ER MALTKO? óláfur Jóhaiinesson: Frá sameinuöu þjóð- wium og þingi þeirra III. Skipulag o. fl. Aðalstofnanir hinna samein- uðu þjóða eru: allsherjarþingið, Öryggisráðið, fjárhags- og fé- lagsmálaráðið, gæzluverndar- ráðið, alþjóðadómstóllinn og að- alstjórnarskrifstofan (The Sec- retarial). Af stofnunum þessum er rétt að nefna allsherjarþingið fyrst, því að það er að nokkru leyti grundvöllur hinna stofnananna, að því leyti til, að það kýs eða skipar fulltrúa þeirra að nokkru eða öllu leyti. Allsherjarþingið er skipað t. d. Bandaríkin og ísland þarna jafnan rétt, jafnt úrslitaatkvæði um afgreiðslu mála, a. m. k. samkvæmt bókstafnum. Hvort um sig hefir eitt atkvæði. Þessi jafnréttisregla er eitt af grund- vallaratriðunum í skipulagi allherjarþingsins og sameinuðu þjóðanna. Allsherjarþingið kemur sam- an einu sinni á ári a. m. k. Hinn reglulegi samkomudagur þess er þriðji þriðjudagurinn í sept- ember ár hvert. Ákvæði þetta um samkomutímann var sett á síðasta þingi. Hversu lengi þaö í Bandaríkjunum. Innan þeirra gátu hins vegar ýmsir staðir komið til greina. Leit svo út um skeið, að aðalátökin myndu Tryg-ve Lie, ritari Sameinuðu þjóðanna. verða um San Fransisco og Philadelpiu, en að New York mundi verða út undan. En þá kom fram tilboð John D. Rocke- koma undir sáttmála þennan eða snerta mál og málefni, sem koma undir sáttmála þennan eða snerta vald eða störf þeirra stofnana, sem þar um ræðir. Því er og heimilt méð þeirri undantekningu, er í 12. gr. get- ur, að gera tillögur til ríkja í bandalagi hinna Sameinuðu þjóða eða til öryggisráðsins eða hvort tveggja varðandi öll slik mál og málefni. Allherjarþinginu er og heim- ilt að fjalla um almennar grundvallarreglur f yrir sam- starfi til varðveizlu friðarins og öryggis í heiminum, þar með taldar þær meginreglur, sem gilda um afvopnun og skipan herbúnaðar og er rétt að gera tillögu varðandi þessi efni til bandalagsþjóðanna eða örygg- issáðsins eða beggja þessara aðila. Þinginu er og heimilt að ræða um öll mál varðandi varðveizlu heimsfriðar og öryggis, sem eru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.