Tíminn - 17.01.1947, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.01.1947, Blaðsíða 2
TÍMBVN, föstudagion 17. jamiar 1947 11. blað -Í'L'T Jjtí^ðcfu fv Föstudagur 17. jjan. Meiri ræktun Tíminn birti i gær fréttaþátt úr Lýtingsstaðahreppi. Þar var sagt frá ýmislegum framförum þar 1 sveitinni. Áþekkir hlutir eru nú að gerast í hverri sveit á landinu, þótt í mismunandi kórum stíl sé. Þáð er eftirtektarvert að í frá- sögninni úr Lýtingsstaðahreppi var getið tveggja tækja, sem mikilvirk eru við járðyrkju og ve^abætur. Það.eru s^^grafan og jarðýtan. Þessi tæki hafa far- ið sigurför um landið og unnið sér alþjóðarlof og viðurkenn- iV?gu allt frá því að Hermann Jónasson lét flytja fyrstu skurð- gröfurnar til landsins áríð 1940. Það er verkefni fyrir þessj tæki í hverri sveit á íslandi. En þau eru fá ennþá og því eru mjög margir, sem horfa vonar- augum fram í óvissuna og bíða þeirra. En þó að þetta séu góð verk- færi vinna þau ekki nema nokk- ur þeirra verka, sem fyrir liggja. Það kostar mikið fé að rækta landið og byggja það upp. Og bændur eru yfirleitt félitlir til þeirra átaka. Það rhá ekki gleyma því, að sú fjárhagslega geta, sem bænd- ur hafa nú til að bæta jarðir sínar, stafar frá því, að þeir hafa haft samtök með sér og málefnalegum vinum sveitanna annars staðar, í stjórnmálabar- áttunni. Það hafa verið sett af- urðasölulög eftir harða baráttu. Það hefir verið knúin fram nokkur verðhækkun og kjara- bætur fyrir bændurna. Það hefir verið herjaður út stuðningur ríkisins við ræktun landsins, uppbyggingu og vélakaup. Þetta allt hefir Framsóknar- flokkurinn átt undir högg að sækja. Nú situr í sæti landbún- aðarráðfferra maður, sem fræg- ur er af þátttöku í mjólkur- verkfalli í mótmælaskyni við afurðasölulögin. Þessum manni var lyft til slíkra metorða með samtökum allra flokka þingsins annarra en Framsóknarflokks- ins. Hér verður ekki ryfjað upp hvað blöðin hafa sagt um verð- lag landbúnaðarafurða og stuðn- ing ríkissjóðs við framför sveit- anna. En áreiðanlega er það eitt af því ógeðslegasta i stjórn- málabaráttu síðustu ára, þegar flokkarnir, sem allt hafa talið eftir og úr öllu dregið, sem gert var bændum til góðs, hafa svo stofnað til ósvífinna árása á Framsóknarflokkinn fyrir að hafa ekki haldið betur á mál- stað sveitanna. Nú liggur fyrir að gera ráð- stafanir til þess, að ræktun landsins almennt miði hraðar en verið hefir, og það verði ekki aðeins einstakar sveitir, sem fyrir hundaheppni komast eitthvað verulega áleiðis næstu árin. Framsóknarflokk- urinn mun halda baráttu sinni áfram með sömu sannfæringu, krafti og trú og verið hefir. Sá hugsunarháttur, sem gert hefir afurðasölulögin vinsæl og sjálf- sögð, en mjólkurverkfall Péturs Magnússonar og félaga hans að undri, mun enn sem fyrr reynast sigursæll. Hann mu lifa svo lengi, sem íslenzk jörð er rækt- uð og blómgvast í heilbrigðri menningu sveita og bæja og samsklptum þeirra, löngu eftir að þröngsýnir afturhaldsmenn, eins og Pétur Magnýsson, eru orðnir að gleymdum ösku- stólpum. Sænsk blöð hafa nýlega flutt fréttir um einkennilegan bók- menntaviðburð, sem mun hafa vakið allmikla athygli og orðið óþægilegt áfall fyrir hinar „fögru listir“ þar í landi. Er þess þá fyrst að geta, að í Svíþjóð hefir ejns og víðar komið fram ný stefna í ljóðagerð á síðustu árum, þar sem rím- reglur þær, sem áður hafa verið taldar sjálfsagðar í bundnu máíi, eru að litlu hafðar og efni pg orðaval með nýstárlegum hætti, en jafnvel ieeröustu menn deila um, hvort skáldskapur sé eða.ekki,- flýta fyrir voru mörg þeirra tek- in upp úr fræðiritum af handa- hófi, en félagi hans bjó til kvæð- in og kom orðunum þar fyrir, enda reyndist það auðvelt, þar sem lítið þurfti að skeyta um rímið. í?egar þessu var lokið, datt höfúndunum það snjallræði i hug að reyna að fá kvæðin gef- in út á prenti. Og viti menn! Það gekk eins og í sögu! Bókinni var gefið latneskt heiti „Camera obscura" og höfundurinn nefnd- ur Jan Wictor, sem. talið var dul- nefni eins og rétt var. Þegar bókin kom út, . áttuðu ritdóm- Stúdentarnir tveir, sem léku á leirskáldin og ritdómarana. Torgny Greitz og Lars Gyllensten. Þeir heita Tveir læknisfræðistúdentar tóku sig nú saman um að sýna fram á, að hin nýja skáldskap- arstefna ætti ekkert skylt' við skáldskap eða skáldskapargáfu. Höfðu þeir nýlokið lestri á ljóða- bókum, er þeim þótti iitið til koma og kom þeim saman um, að þeir mundu sjálfir geia sett saman álíka kveðskap. Byrjuðu þeir svo að yrkja klukkan níu að kveldi, og klukkan tvö um nótt- ina höfðu þeir fullorkt rúmlega fjörutíu kvæði, sem þeir töldu hæfilega mikið í ljóðabók. Það taka þeir einnig fram, aö nokkr- um hluta tímans hafi þeir varið til að eta smurt brauð og drekka öl með, og hefðu kvæðin annars geta orðið fleiri. Aðferð þeirra var sú, að annar skrifaði á miða ýms sérkennileg og „krassandi“ orð og orðasambönd og til að endur sig alls ekki á þvi, að um brellu væri að ræða, en hitt töldu allir auðsætt, að höfund- urinn aðhylltist hina nýju skáld skaparlist. Ritdómendur af gamla skólanum dæmdu hana því allhart enda þótt þeir viður- kenndu að hún væri ekki lak- ari en annað af því tagi. En ýmsir ritdómar voru hag- stæðir. Þar stóð t. d.: „Því verð- ur ekki mótmælt, að hér er um gáfaðan höfund að ræða.“ — „Það er hægt að deila um það fram og aftur, hvort „Camera obscura" sé listaverk eða ekki, en hún ber a. m. k. glögg per- sónuleg einkenni, sem ekki má gera lítið úr. — —“ — „Jan Wictor tekur listina alvarlega" o. s. frv. Svo kom upp kvlttur um, að ekki myndi vera allt með felldu. Einn af formælendum hinnar nýju listastefnu gat þess í blaði, að „heyrzt hefði,“ að „Camera obscura" ætti að vera skopstæl- mg af hirini nýju Ijóðllst. Siálf- ur kvaðst hann engan dóm á það leggja, og ef svo hefði átt að. vera, hefði höfundipum mis- tekizt, því að kvæðin væru engin skopstæling. En þá sprakk blaðran hjá stúdentunum. Þeir skrifuðu í blöðin og sögðu upp alla söguna. Tilganginum væri náð, sögðu þeir. Þeir hefðu leikið á leir- .skáldin og hina fávísu ritdóm- ara og sannaö það, sem sanpa átti: Að hinn svokallaði nýtízku skáldskapur væri ekki annað en bull, sem hver meðalgreindur maður gæti sett saman með lít- illi fyrirhöfn. Ýmsir af hinum nýju bók- menntavitringum Svía kváðu vera í vanda staddir út af þess- um atburði, enda ekki laust við, að „sauðsvartur almúginn“ brosi í kampinn. — En „þetta getur ekki gerst hér“ — eða hvað? Fjölgiætt meiintim. Góður sveitamaður nú á tím- um þarf að kunna meira og hafa vit á fleiru en nokkur maður við önnur störf. Hann þarf að vera líffræðingur, dýralæknir, vélfræðingui', grasafræðingur, garðyrkjumaður og margt fleira, og hann þarf að hafa opinn huga fyrir nýrri þekkingu og nýjum hugsjónum. Skáldið Louis Bromfield. ÍMýjar framfarir. í útlendum blöðum er frá því skýrt, að i Ameríku sé nú tekin í notkun ný tegund af tyggi- gúmmí, þeirrar náttúru, að~ hægt er að blása því út úr sér í mikla blöðru, milli þess, sem á því er smjattað. Eru jafnvel birtar myndir af stelpum, sem eru eins og blöðruselir til munnsins. í sambandi við þessa tízku arur r . y ,L fíbiiZ Svíar hafa aðeins virkjað þriðja hluta af vatnsafli því sem er í fossum Svíþjóðar. Allt vatns- aflið virkjað er áætlað 40000 miljónir kílówattstunda, en samanlagt framleiða vatns- orkurafstöðvar Svía 2 y2 miljón kílówatta (3.4 miljónir hestafla) og var raforkuframleiðslan í þeim árið 1941, ^35^0 snriyóri^r kílówattstunda. Þéjssi |a|á^^n- svarar 2050 kílówattstundum á ibúa .og.eru Noregur, Canada og Sviss einu löndin, sem framleiða meiri raforku miðað við íbúa- tölu. Vegna skorts á innfluttu eldsneyti urðu Svíar að hraða mjög byggingu rafstöðva í síð- asta stríði. Þannig juku Svíar raforkuframleiðslu sína um 5000 miljónir kílówattstunda frá 1941 —1945, en vöxturinn var aðeins 1200 miljónir kwst. á árunum 1936—1940. Heita má að flestöll vatnsföll í Mið- og Suður-Svíþjóð hafi nú þegar verið að fullu virkjuð, enda er mestur hluti sænska leiðslu í Svíþjóð eru hlutfalls- lega litlar, og eru margar þeirra, svo sem stöðvarnar í Vesturási, Stokkhólmi og Málm^y ^ðal^ega notaðar sem varastöðvar (og ,,topp“stöðvar). Svíar hafa byggt geysistórt raforkuleiðslukerfi um allt landið og flutt þannig raforku milfi.fjarlægra landshluta. Fjór- ar. áðal orkuflutningslínur ann- ast dreifinguna og fimmta lang- línan vei’ður fullbyggð 1947, hin sjötta 1949 og hin sjöunda 1950. Ein þessara lína er yfir 700 kíló- metrar á lengd og verður hún síðar lengd upp í 1000 kílómetra. (Til samanburðar má geta þess að hin áætlaða orkuflutnings- Ina milli Laxár í S.-Þingeyjar- sýslu og Sogs var rúmlega 400 kílómetrar). Öll aðalraforXU'- verin eru nú tengd saman með aðal orkuflutningslínum og verður hinni fyllstu nýtingu raforkunnar náð með því móti. Eftirfarandi tafla sýnir þróun- ina í vatnsvirkjunum Svía til iðnaðarins á því svæði, og hafa raforkuframleiðslu á síðustu 10 nýjar virkjanir því aðallega ver- árum. Allar borgir og þorp í ið' framkvæmdar í Norður-Sví- Svíþjóð hafa fengið raforku og þjóð. Eru margar stórar vatns- 85 af hverjum 100 bæjum í aflsstöðvar þar. Meðal stærstu og þekktustu vatnsraforkuvera sveitum. í Svíþjóð eru Trollháttan, 50 Ár . Miljónir kílómetra í norður frá Gauta- kílówattstunda borg og Krángede í Indalánni í 1936 7425 Norður-Svíþjóð. Hvort þessara 1937 7982 orkuvera er yfir 200000 kílówött 1938 8162 (272000). En nú eru Svíar að 1939 9054 byggja nýtt orkuver við Har- 1940 8624 spránget fossana í Lapplandi, 1941 9117 sem vei’ður 260000 kílówött 1942 9795 (rúmlega 350000 hestöfl). Auk 1943 11024 þess er verið að byggja í Norður- 1944 12417 Svíþjóð nokkur raforkuver frá 1945 13500 20000 kw. upp í 100000 kw. Eim- túrbínustöðvar til raforkufram- má minna á það, að í fræðibók- um er sagt frá Musgu-svert- ingjum í Súdan, sem festa tré- skífur miklar í varir kvenna sinna, og segjast gera það til að hafa þær Ijótar, svo að öfrómir nágrannar freistist síður til að stela þeim. Grein þessi er lauslega þýdd úr ritinu „Utanríkisviðskipti Svía“ frá í sumar. Svíar virðast ekki vera eins hræddir við að leiða raforku um land sitt eins og íslenzku „sérfræðingarnir" eru hvað ísland snertir. Það virðist heldur ekki vera talin nein goðgá í Svíþjóð að leiða raforkuna inn á sveitaheimilin. Sigurður Jónassou. Ólafur Jóliaiinessou: Frá sameinuöu þjóö- unum og þingi þeirra Framh. III. Skipulag o. fl. Önnur aðalstofnun samein- uðu þjóðanna er öryggisráðið. Það er skipað ellefu fulltrúum, þ. e. einn fulltrúi frá hverju stórveldi, Bandaríkjunum, Rúss- landi, Bretlandi, Frakklandi og Kína. Sex fulltrúar eru hins vegar kosnir af allsherjarþing- inu. Eru þeir kosnir til tveggja ára í senn. Við kosningu þeirra skal tekið tillit til þess, hversu meðlimir hinna sameinuðu þjóða hafa stuðlað að varðveizlu heimsfriðar og öryggis og unnið að markmiði bandalagsins að öðru leyti. Ennfremur á að reyna að hafá hliðsjón til jafnr- ar dreifingar eftir hnattstöðu. Öryggisráðið er föst stofnun, sem starfar allt árið. Aðalstörf þess eru fólgin í því að gæta að_ varðveizlu heimsfriðar og ör- yggis og bera ábyrgð á fram- kvæmd á þeim þætti af hlut- verki hinna sameinuðu þjóða. Öryggisráðið skal sjá um.samn- ingu áætlana um stofnun kerfis fyrir skipun herbúnaðar og skulu þær lagðar fyrir hinar einstöku þjóðir bandalagsins. Því. er heimilt að rannsaka sér- hvert deilumál eða sérhvert vandamál, sem leitt getur til áreksturs eða ósamlyndis á milli ríkja. Ef því þykir nauðsyn lil bera getur það kvatt deiluaðila til að leita úrlausnar á deilumáli sinu með sættargerð, gerðar- dómi, dómsúrskurði eða með öðrum friðsamlegum aðgeröum eða aðferðum til þess að ráða fram úr deilumáli, sem stofnáð getur friðsamlegri sambúð ríkja í hættu. Loks getur Öryggisráð- ið ákveðið að gripið skuli til á- kveðinna þvingunarráðstafana, jafnvel hernaðaraðgerða, gegn því ríki eða þeim ríkjum, sem stofna til ófriðarhættu, friðrofa eða árása. Um framkvæmd slíkra þvingunarráðstafana sér öryggisráðið. Eru um þessar þvingunaraðgerðir allýtarlegar reglur í 40., 41. og 42. gr. sátt- mála hinna sameinuðu þjóða. Hér er ekki rúmsins vegna hægt að fara nánar út í þær. Um atkvæðagreiðslur i ör- yggisráðinu gilda þær reglur, að i málum um fundarsköp þarf jákvæð atkvæði sjö full- trúa ráðsins. Til ákvarðana í öllum öðrum málum þarf já- kvæð atkvæði sjö fulltrúa rácSs- ins að meðtöldum atkvæðum hinna föstu fulltrúa. Hvért stór- veldanna hefir því svokallað neitunarvald. Þó að þessi tilbögun hafi sætt allmikilli gagnrýni, og þó að talið hafi verið, að neitunar- valdið hafi verið misnotað í vissum tilfellum, hefir samt ekkert stórveldanna viljað af- nema það. Þriðja aðalstofnun Samein- uðu þjóðanna er fjárhags- og félagsmálaráðið. Það er skipað átján fulltrúum hinna samein- uðu þjóða kjörnum af allsherj- arþinginu. Fjárhags- og félags- málaráðið getur gert rannsóknir og gefið skýrslur eða átt frum- kvæðið að rannsóknum og skýrslugerð varðandi alþjóðleg fjárhags og félagsmál, menn- ingar- mennta- og heilbrigðis- mál, og mál, sem þeim eru skyld, og gert tillögur um slík mál.. Það getur gert tlllögur, sem miða að því að efla og halda í heiðri virðingunni fyrir mannréttind- um og frelsi öllum til handa. Ennfremur getur það gert upp- Ólafur Jóhannesson. kast að 'samningum, sem lagðir skulu fyrir allsherjarþingið' varðandi málefni, sena undir það heyra. Þá getur það og kvatt saman alþjóðafundi til að fjalla um málefni. Mörg fleiri störf hefir fjárhags- og félagsmála- ráðið með höndum, sem hér yrði oflangt mál að rekja. Félags- málaráðið starfar allt árið. Þá er komið að þriðja ráðinu, hinu svonefnda gæzluverndar- ráði. Það er skipað fulltrúum þeirra þjóða, sem fara með stjórn gæzluverndarlanda, full- trúum frá þeim stórveldum, sem ekki fara með stjórn. á g'æzluverndarsvæðum og 8 full- trúum frá einhverjum þeim þjóðum, sem ekki fá fulltrúa samkvæmt framansögðu. Full- trúar þeir eru kosnir af alls- herjarþinginu. Störf gæzluvern- arráðsins eru í stuttu máli þau, að hafa umsjón og eftirlit með stjórn gæzluverndarlenda. Gæzluverndarráðið er föst stofn- un, sem er starfandi allt árið. Ein af aðalstofnunum éamein- uðu þjóðanna er alþjððadóm- stóllinn. Hann skipa fimmtán dómendur, kosnir af allsherjar- þinginu og öryggisráðinu. Engir tveir dómendur mega vera þegn- ar sama ríkis. Alþjóðadómstóll- inn er aðaldómstóll hinna sam- einuðu þjóða. Er um hann, skip- un hans, starfssvið og völd, sér- stök ýtarleg samþykkt. Dómstóllinn sker úr deilu- málum ríkja á milli, sem undir ihann eru borin. Sérhver með- limur hinna sameinuðu þjóða er skuldbundinn til þess að hlíta úrskurði alþjóðadómstólsins í hverju því máli, sem hann er aðili að. Auk þess, sem alþjóða- dómstóllinn kveður upp úr- skurði, lætur hann og í té álit sitt til leiðbeiningar um sér- hvert lagalegt atriði samkvæmt ósk allsherjarþingsins eða ör- yggisráðsins. Alþjóðadómstóll- inn hefir aðsetur í Haag i Hol-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.