Tíminn - 18.01.1947, Page 1

Tíminn - 18.01.1947, Page 1
} \ RITSTJÓRI: ) / > j ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON í \ ÚTGEPANDI: \ \ FRAMSÓKNARFLOKKURINN v | Símar 2353 og 4373 PRENTSMIÐJAN EDDA h.f.' RITST JÓRASKRIPSTOFUR: EDDUHÚoI. Lindargötu 9 A ( Símar 2353 og 4373 AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: > EDDUHÚSI, Lindargötu 9A { Sími 2323 í 31. ár|$. Reykjjavík, laugardaginn 18. jaiuiar 1947 12. blall ERLENT YFIRLIT: Þingkosningarnar í Póllandi Á morgun fara fram þingkosningar í Póllandi, sem eru hinar tyrstu síffan hernámi Þjóffverja lauk. Mjög hefir veriff deilt um undirbúning kosninganna, því aff bæði stjórn Bandaríkjanna og stjórn Bretlands telja hann ósamrýmanlegan ákvæffi Potsdam- samningsins, þar sem stórveldin ákváffu aff beita sér fyrir frjáls- i*m kosningum í Póllandi. Stjórnirnar telja, að pólska stjórnin hafi beitt andstæffinga sína margvíslegu ofbeldi og gert affstöðú flokkanna mjög ójafna. Rússneska stjórnin hefir hins vegar lagt samþykki sitt á gerffir póisku stjórnarinnar. Upphaflega var fyrirhugað, að kosningar færu fram í Póllandi á síðastl. vori. Prá þeirri fyrir- ætlun var horfið, þegar bænda- flokkurinn undir forustu Mikolajczyk neitaði að vera með á sambræðslulista allra flokk- anna og ákvað að bjóða fram sérstaklega. Kommúnistar höfðu lagt til, að höfð yrði sama að- ferðin og í Jugóslavíu, þar sem flokkarnir höfðu sameiginleg- Mikolajczyk an lista og þingsætum var skipt milli flokkanna fyrirfram. Mikolajczyk taldi þetta brjóta gegn sönnu lýðræði og vildi því ekki fallast á það. Hinir flokk- arnir töldu þá ekki ráðlegt að efna til þingkosninga, en létu hins vegar fara fram þjóðarat- kvæðagreiðslu, þar sem spurt var um þrennt: Hvort menn vildu fallast á jarðaskiptingu, sem verið var að framkvæma, hvort menn vlldu fallast á inn- limun þýzku héraðanna austan Oder, og hvort menn vildu hafa þingið í einni deild. Allir flokk- arnir voru sammála um fyrstu spurningarnar, en bændaflokk- urinn var ósammála hinum flokkunum um skipun þingsins. Hann vildi hafa það í tveimur deildum. Úrslit urðu þau, að mikill meirihluti var með því, að þingið yrði ein deild. Bænda- flokkurinn taldi þá niðurstöðu gefa mjög ranga mynd af vilja þj(lðarinnar, þvi að margvís- legri misbeitingu hefði verið beitt. Flokkaskipun er sú í Póllandi, að þar eru fimm flokkar, er allir standa að stjórninni. Þátttaka bændaflokks Mikolaczyks virð- ist þó meira formsatriði en raunveruleiki, því að ráðherrar hans hafa verið gerðir valda- lausir, með því að leggja málin, er heyrðu undir þá, að mestu leyti undir önnur ráðuneyti. Hins vegar hefir ekki þótt hyggilegt að vikja þeim úr stjórninni, þar sem stórveldin hafa veitt henni viðurkenningu sína á þeim grundvelli, að hún yrði samstjórn fram yfir kosn- ingar. Það var skilyrði blaðanna, að flokkur Mikolajczyk tæki þátt i stjórninni, en Mikolajczyk var áður forsætisráðherra út- lagastjórnarinnar. Af hinum raunverulegu stjórnarflokkum er kommúnistaflokkurinn á- hrifamestur og er forseti rikis- ins, Bierut úr hópi hans. J.&fn- aðarmannaflokkurinn mun þó öllu fjölmennari og er forsæt- isráðherrann, Edward Osubka- Morawski, foringl hans. Hlnir flokkarnir eru líkir og hallast annar að kommúnistum, en hinn að jafnaðarmönnum. Þess- ir flokkar allir gengu sameigin- lega til kosninga, en nokkur á- I greiningur var um það um skeið, | hvernig þingsætin skyldu skipt- |ast. Kommúnistar vildu tryggja sér, ásamt leppflokki sínum, meirihluta þingsæta, en jafn- aðarmenn vildu aftur á móti tryggja sér meirihluta. Niður- staðan mun hafa orðið sú, að jafnaðarmenn og kommúnistar fá jafnmörg þingsæti, en lepp- flokkur kommúnista færri en leppflokkur jafnaðarmanna. Rökstuðningur stjórnarflokk- anna fyrir hinum sameiginlega lista er einkum sá, að Pólland sé enn svo flakandi í sárum eftir styrjöldina, að flokkarnir verði að vinna saman að við- reisninni og ekki megi mæta gráu ofan á svart með illvígum flokkadeilum. Mikolajczyk held- ur því hins vegar fram, að það þurfi ekki að útiloka samstarf flokkanna, þótt þeir gangi sjálf- stæðir til kosninga. Stefnuágreiningur bænda- flokksins og stjórnarflokkanna virðist ekki mjög mikill um lausn sjálfra innanlandsmál- anna. Bændaflokkurinn hefir verið fylgjandi jarðaskipting- unni og þjóðnýtingu stórat- vinnurekstursins. Það, sem bændur óttast mest, er að þjóð- nýtingunni verðið háldið áfram og landbúnaðurinn verði þjóð- nýttur. í utanríkismálum er engin munur á stefnuyfirlýs- ingu flokkanna, en hlns vegar vitanlegt, að bændaflokkurinn er vinveittur Bandamönnum, þótt hann vilji jafnframt hafa góða sambúð við Rússa. Mikolajczyk og flokksmenn hans halda þvi fram, að bænda- ílokkurinn hafi verið beittur margvíslegu ofríki, af hálfu kommúnista, er fara með lög- gjafarmálin. Fyrir því virðast lika óyggjandi sannanir, að fjöldi áhugamanna ún röðum flokksins hafa verið fangai-sðir og nú seinast 135 frambjóðend- ur hans í þingkosningunum, auk þess sem 250 þeirra hafa verið strikaðir út af framboðs- listunum. — Athyglisvert er, að útstrikanirnar hafa einkum ver- ið gerðar í þeim kjördæmum, þar sem fylgi Bændaflokksins er mest. Kommúnistar neita þessu ekki, en segja að hér sé að ræða um öfgamenn, er unnið hafi ýms ofbeldisverk og gengið í bændaflokkinn til að villa á sér heimildir. Kommúnistar segja, að yfirleit*rhafi liðsmenn hægri flokkanna, sem eru bann- aðir, gengið í bændaflokkinn. Mikolajczyk mótmælir því hins vegar og segir bændaflokkinn forðast að veita slíkum mönn- um viðtöku. Þá segja kommún- istar, að það séu fleiri en for- ustumenn bændaflokksins, er hafa orðið fyrir ofsóknum, því að margir leiðtogar þeirra hafi verið drepnir eða þeim mis- þyrmt af skæruliðum, sem víða leika lausum hala í Póllandi. Þótt hér standi fullyrðing gegn fuljlyrðUngu, virðtist þlað auðsætt, að ríkisvaldinu hafi verið beitt mjög freklega gegn bændaflokknum. Það er t. d. mjög áberandi með blöð hans (Framhald á 4. stðuj Hve lengi dregst að reisa landshöfn á Snæ- i fellsnesi? NEW-YORK AÐ NÆTURLAGI Mynd þessi var tekin af New York fyrsta kvöldið eftir að kolaverkfaUinu takmörkuð mjög mikið meðan á verkfallinu stóð, m. a. hafði ljósið lauk. Notkun rafmagns hafði verið á frelsisgyðjunni verið slökkt. Alger kolaskortur yfirvofandi Tilfinnanlegur kolaskortur erK að verða víða um land. Eru Kolaverzlanirnar í Reykj avík nú hættar að taka á móti kola- pöntunum og fyrirsjáanlegur kolaskoxtur er um einhvern tíma, ef ekki rætist bráölega úr með kolaflutninga til landsins. Viðskiptaráð hefir farið fram á það við útgerðamenn í Reykja- vík og Hafnarfirði að þeir láti af hendi eitthvað af kolabirgð- um þeim er þeir hafa undir höndum. Gæti það bætt úr sár- ustu neyðinni og mundi ef til vill nægja, þangað til úr rætist með kolainnflutninginn. íslendingar eiga von á kolum frá Póllandi á næstunni samkv. viðskiptasamningum landanna, en útilokað er að þau komist hingað fyrr en eftir hálfan mánuð eða lengri tíma. Þá hef- ir einnig verið reynt um kola- útvegun frá Bandaríkjunum en ekki er enn kunnugt um árang- ur af þeim umleitunum. Á Akureyri hefir einnig verið, tilfinnalegur kolaskortur aö í tilefni af þeirri frásögn undanförnu. Bæjarbúar hafa þó Timans siðastl. fimmtudag, að fengið eitthvað af kolum norð-, um 15—20 bátar væru ekki an af Siglufirði frá Síldarverk- gerðir út vegna verbúðarskorts, smiðjunum og verða þeir að hefir Fiskifélag íslands sent kaupa þau á 300 krónur smá- blaðinu athugasemd þess efnis, Ví s i t a I a n 310 stig Kauplagsnefnd og hagstofan hafa reiknað út vísitölu fram- færslukostnaðar fyrir janúar- mánuð. Reyndist hún vera 310 stig, eða 4 stigum hærri en í desember. Hækkunin stafar aðallega vegna þess, að fiskur, fatnaðar- vara og sápa hefir hækkað í verði. Verðhækkunin á smjörlíki kemur ekki inn í vísitöluna fyrr en við næsta útreikning hennar. Athugasemd lestina. Lítil síldveiði í Kolla- firði í gær Síldveiði var treg í Kollafirði í gær. Veður var þó gott og 24 bátar voru við veiðarnar. Fyrstu bátarnir komu að landi strax um hádegi í gær og höfðu varla orðið sil4ar varir. Kenna sjó- menn því um, að sjórinn sé gruggugri nú en að undanförnu, vegna notkunar botnvörpunnar og síldin komi því ekki upp und- ir yfirborðið. Þeir bátar er voru með botnvörpu, öfluðu hins veg- ar sæmilega i gær eins og að undanförnu. í dag ætla einhverjir bátar að fara inn í Hvalfjörð í síldar- leit, en frétzt hefir um tals- verða síld þar og víðar seinustu dagana. Engir bátar hafa þó reynt að veiða þar enn, nema ef farið verður þanp.ð í dag. Ákveðið er nú að flytja síld til bræðslu norður á Siglufjörð, og bíður Erna í Reykjavik eftlr slld, til að flytja norður. að nýleg athugun félagsins hafi leitt í ljós, að „telja megi full- víst, að öllum þeim bátum, sem ákveðið var að gera út við Faxa- flóa, hafi verið komið fyrir að þessu sinni“. Tíminn mun síður en svo deila um þetta við' Fiskifélagið, en bendir aðeins á, að þessa frá- sögn sína byggði hann á upp- lýsingur<á, sem eru í prentuðu þingskjali, er stjórnin lagði fram eftir áramótin. Voru um- rædd ummæli þingskjalsins tek- in orðrétt upp í blaðinu. Vatn í stað víns Eyjarskeggjar á Wight hugsuðu sér margir gott til glóðar um daginn, þegar þeir fundu lokað- arar flöskur fullar reknar í hundraðatali, og héldu sér væri nú borgið með jólabrennivín. En þeir urðu súrir á svip þegar til átti að taka og í flöskunum reyndist að vera hreint blóð- vatn. Þessar flöskur hafa eflaust skolast út úr brotnum björgun- arbát á skipi í Ermarsundi i hauststormunum. SvalharðamálilK: Ný tilkynning frá stjórn Noregs Eng’ir samningar hafa eimþá verið gerðir við Rússa. Norska stjórnin hefir birt nýja tilkynningu um Svalbarða- málið. í henni segir, að stjórnin álíti aðstæður mjög breyttar frá 1920, er samningum um Sval- barða var gerður. í samningnum haföi t. d. verið ákveðið, að ekki mætti hafa þár flotastöðvar og víggirðingar. Þetta hafi verið eðlilegt þá, en nú sé viðhorfið breytt vegna aukinna siglinga um Norðuratlantshaf. Það varði t. d. miklu fyrir Rússa, vegna siglingar til Murmansk, að ó- vinaþjóð þeirra hafi ekki bæki- stöð á Svalbarða. í samræmi við þetta sé eðlilegt, að samning- urinn verði endurskoðaður. Þá ségir stjórnin, að hún hafi nú til athugunar frá Molotoff nýjar tillögur um þetta mál, ,er hann hafi afhent utanríkisráð- herra Norðmanna í New York í vetur. Loks tekur stjórnin fram, að engin nýr samningur geti öðlast gildi, nema hann sé samþykktur af norska stórþing- inu og þeim ríkjum, er standa að samningunum frá 1920. Þá segist hún hafa látið stjórnir Bretlands og Bandaríkjanna fylgjast með viðræðum hennar og Rússa um þetta mál frá fyrstu tíð. ERLENDAR FRETTIR Verkfalli vörubifreiðastjóra í London lauk í gærmorgun. Sam komulag náðist í fyrrinótt. Auriol, hinn nýi Frakklands- forseti, hefir þegar byrjað við- ræður við forustumenn stjórn- málaflokkanna um myndun nýrrar stjórnar. Gasperi, forsætisráðherra ít- alíu, hefir verið á ferðalagi í Bandaríkjunum og var gestur Bandaríkjastjórnar um skeið. ' Bandaríkjastjórn hefir heitið I honum að veita ítölum lán og aðra aðstoð við endurreisnina 1 landinu. Mikolajczyk hefir borið þá á- sökun fram á hendur pólsku stjórninni, að hún hafi þegar á- kveðið atkvæðatölu flokks síns í þlngkosningunum á morgun. I»að er eitt stærsta uaisðsynjjamál báta- átvegsins. Þaff hefir um langt skeið veriff taliff eitt af mestu nauðsynja- málum bátaútvegsins, aff byggff yrði góff bátahöfn á norffan- verffu Snæfellsnesi. Miiliþinga- nefndin í sjávarútvegsmálum, sem skipuff var aff tilhlutun Framsóknarflokksins, mælti fastlega meff athugun hafnar- skilyrffa í Rifi. Síffan hefir verið unnið að rannsóknum þar og virðast skilyrði á ny»rgan hátt hin ákjósanlegustu. Fyrir nokkru síðan hefir Áki Jakobsson flutt frv. um bygg- ingu landshafnar og fiskiðju- vers í Rifi, en meira virðist það þó flutt i auglýsingaskyni en alvöru. Frv. þes.si fylgir útdrátt- ur úr áliti frá Axel Sveinssyni vitamálastjóra, dagsettu 5. nóv. 1945. Segist hann hafa haft at- hugun hafnarskilyrða í Rifi með höndum síðan vorið 1944, og sézt á því, að mál þetta er ekki runnið undan rifjum núv. stjórnar. í álitinu segir Axel m. annars: „Nú liggja þau gögn fyrir, að unnt er að gera sér grein fyr- ir, hvernig haga ber fyrsta á- fanganum að hafnargerð (í Rifi), ef í það verður ráðizt. Það verður þá að leitast við með ekki meira en nauðsynleg- um tilkostnaöi að koma þessari höfn í gagnið, þannig að byrj- unin verði árekstrarlaust 116- ur í því, sem koma skal. Við athugun á náttúruskil- yrðum er eins og þetta leysist af sjálfu sér. Fyrst verður aö koma aðalbrimbrjóturinn. Nátt- úrah leggur til undirstöðuna, svo að upp úr stendur um fjöru. Meira að segja alla leið fram á Rifshöfuð er hafnargarðurinn að mestu leyti tilbúinn. Ef hafnargarður væri byggð- ur alla leið fram á Tösku, þá myndast þar löng kví milli hans og landsins. Þessi kví þyrfti að lokast fyrir suðaustan átt, sem er landátt. Meira en helmingur þessa garðs er á þurru um fjöru, |og allur liggur hann á grunnu vatni. Innan á nokkurn hluta | garðsins er tilvalið að leggja |hafnarbakka með járnþili og | dýpka rennu upp með honum. | Þá væri lokið fyrsta áfanganum : í hafnargerðinni. Bótjn utan við garðinn mun fyllast af sjálfu sér af sandi og möl. Hið eðlilega athafnasvæði liggur nú á Harðakampi, en þorpið, sem upp rís, er bezt sett : í námunda við Sveinsstaði. ■ Svæðið norður og vestur af | verður óráðstafað hafnar- og at- hafnasvæöi með praktiskt tal- I að ótakmörkuðum vaxtarskil- ; yrðum. Hólmkelsá rennur nú jtil sjávar skammt fyrir innan jþetta hafnarsvæði. Hún flytur j með sér ákaflega mikið af sandi, ^möl og vikri. Það gerir ekkert til, þótt Ijún fái að renna þarna fyrst um sinn, meðan á hafnar- gerðinni stæði. Þessi á rann áð- ur meðfram Virkisklettum hjá Rifi, en á síðustu áratugum hefir hún breytt sér sitt á hvað. Torfi í Ólafsdal festi hana í rásinni á sínum tíma með mjög litlum tilkostnaði, en þetta verk var jert að engu vegna skemmd- arverka skammsýnna manna. Ég býst við, að til þess að losna við óþægindi af þessari á fyrir fullt og allt ætti að veita henni gegnum kambinn hjá Björns- (Framhald á 4. síöu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.